SlideShare a Scribd company logo
1 of 17
Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010
Tungumálatorgið
Þekkingarmiðja og upplýsingavefur
Sigurbjörg Jóhannesdóttir
Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir
Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010
Verkefnið
Hvað?
• Þekkingarmiðja og upplýsingavefur.
• Stuðningur við íslenskunám, tungumálanám og fjölmenningu
með upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samskiptum um netið.
Af hverju?
• Til að koma í veg fyrir tvíverknað, spara fjármuni, auka
aðgengi að hagnýtu stoðefni, efla kennara í starfi og umfram
allt tryggja nemendum þann jöfnuð sem þeir eiga rétt á.
Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010
Hvers vegna?
• Íslensk málstefna, 2009.
• Horft til framtíðar. Stefnumótun og aðgerðaáætlun í málefnum innflytjenda.
Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar. 2009.
• Stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjenda, 2009.
• Reglugerð um rétt nemenda í framhaldsskólum til kennslu í íslensku, 2009.
• Lög um grunnskóla, 2008.
• Lög um framhaldsskóla, 2008.
• Netríkið Ísland 2008-2012. Stefna ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið,
2008.
• Íslenska með hreim er líka íslenska: greinargerð verkefnisstjórnar um
íslenskukennslu fyrir útlendinga: staða verkefnis í maí 2008.
• Framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 2008.
• Stefna ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda, 2007.
• Reykjavík fjölmenningarborg barna, 2007.
• Aðalnámskrá grunnskóla: Íslenska, 2007.
• Aðalnámskrá framhaldsskóla: Íslenska, 1999.
Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010
Fyrir hverja?
• Á Íslandi eru í kringum 270 leikskólar, 180 grunnskólar, 30
framhaldsskólar og fjölmargir aðilar er sinna fullorðinsfræðslu
í um 90 sveitarfélögum.
• Á hverjum tíma eru jafnframt mörg þúsund íslensk börn
búsett erlendis sem gætu haft gagn af stuðningi í gegnum
Tungumálatorgið.
• Viðfangsefnið tengist menntun kennara.
Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010
AFRAKSTUR
Efnisvefur
Upplýsingum um fyrirliggjandi
efni til íslenskunáms og
kennslu miðlað á
merkingarbæran hátt.
Ráðgjafarvefur
Fjölbreyttar stoðir fyrir
fjölmenningarlegan skóla
(nám, kennsla, ráðgjöf og
upplýsingamiðlun).
Netnámsvefur
Margvísleg viðfangsefni til
sjálfsnáms í íslensku (byggð á
fyrirliggjandi efni). Kennari er
tengiliður við nemendur.
MARKHÓPUR
Kennarar, foreldrar og
nemendur (nýbúar, snúbúar
og Íslendingar erlendis)
VERKÞÆTTIR
Upplýsingaöflun og
framsetning efnis.
Ráðgjöf og
kennsla/samskipti.
TUNGUMÁLATORG SKÓLANNA
Í hnotskurn
Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010
Hverjir koma að verkefninu?
• Tungumálatorgið er samstarfsverkefni í mótun sem hefur tengsl við
fjölmarga aðila.
• Eftirtaldir aðilar hafa á einn eða annan hátt komið að hugmyndavinnu og
mótun verkefnisins:
– Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Menntavísindasvið Háskóla Íslands,
Menntasvið og Leikskólasvið Reykjavíkurborgar, Fjölmenningarsetur Vestfjarða,
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Kvasir, Samband íslenskra sveitarfélaga,
Kennarafélag Reykjavíkur, Tungumálaver í Laugalækjarskóla, Þjónustumiðstöð
Breiðholts, Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða...
• Verkefnið er hefur aðstöðu í Tungumálaveri í Laugalækjarskóla.
• Styrkir frá Menntamálaráðuneytinu.
• Nefnd um Tungumálatorgið starfar að mótun og fyrirkomulagi verkefnisins.
Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010
Hverju er byggt á?
• Lögð er rík áhersla á að byggja á þeim stoðum sem fyrir eru og
tryggja miðlun og ráðgjöf sem nýtist þvert á sveitarfélög og
stjórnsýslustig.
• Efni og kennslufræðilíkön fyrir kennsluráðgjöf og nám á neti
verða endurnýtt (m.a. úr Tungumálaveri í Laugalækjarskóla,
Íslenskuskólanum á netinu).
• Gagnlegar netlausnir nýttar (t.d. lausnir sem þegar eru í
notkun og annar frjáls og opinn hugbúnaður).
• Upplýsingar verða sóttar til margra aðila (til dæmis fræðslu-
og símenntunarmiðstöðva, kennsluráðgjafa og kennara vítt og
breitt um landið).
„Það er svo margt til“
Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010
http://fjolvaki.mcc.is
Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010
Hugmyndafræði Tenging hugmyndafræðinnar við netnámið í Tungumálaveri
Nemendasjálfstæði Áhersla á sjálfstæði nemandans, að efla trú hans/hennar á sjálfa(n) sig, temja sér
góðar og hollar vinnuvenjur. Sveigjanleiki í efnisvali, aðferðum og útfærslu.
Tjáskiptaaðferðin í
tungumálakennslu
Áhersla á alla færniþætti: Hlusta, lesa, samtalsþjálfun, segja frá og ritun á
forsendum hvers nemanda.
Sjálfsábyrgð með leiðarbók
og portfolio
Áhersla á námsaðferðir, sjálfsmat, leiðarbók (logg) og möppu (portfolio). Nemendur
færa leiðarbók, ígrunda og meta stöðu sína og meta eigin verkefni og vinnuframlag
og meta verkefni og vinnuframlag annarra nemenda.
Hugsmíðahyggja Áhersla á reynslu, þekkingu og áhugasvið nemenda. Nemendur ákveða sjálfir
sjónarhorn, útfærslu og kynningarform. Nemendur stjórna þróun verkefnisins.
Þemabundin verkefni
Lausnarleitarnám
Ferilritun
Áhersla á projekt og þemavinnu. Settur er upp ytri rammi með mörgum verkefnum
sem veita nálgun á efnið frá ýmsum sjónarhornum. Eða lítil rannsóknarverkefni sem
hefur inntak og birtingu eftir því hver reynsla og nemenda er eða hvernig heimurinn
er á hverjum tíma.
Fjölþrepa einstaklingsnám Áhersla á að netnámið sé einstaklingsmiðað nám. Efni, leiðbeiningar og samskipti
aðlagað að hverjum nemanda. Kennari einbeitir sér að einum nemanda í einu. Tæki
og tól miðuð við þarfir nemenda og verkefna.
Einstaklingsmiðað
námsumhverfi
Námsumhverfið er rafrænt. Námsefnið er sveigjanlegt. Allt efni er sérvalið eða
sérsamið og síbreytilegt og við notum aðallega raunefni af vefsíðum.
2010 Brynhildur Anna Ragnarsdóttir
Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010
Framkvæmd
Færniþættir Tæki og tól
Hlustun Youtube.com, fréttir á vefmiðlum, hljóðskrár lagðar út á vefsíður, símatímar með
kennara
Munnleg þjálfun Síminn, Skype, Audacity, Mp3 skrár, videoskrár, youtube,...
Lestur Netið, t-póstur, spjallrásir (Skype), samfélagssíður. . .
Ritun T-póstur, blogg, spjallrásir, samfélagssíður, efni fyrir netið. . .
Hópvinna Wiki-síður, Twinspace, Facebook, Google docs, blogg. . .
Eftirfylgd – tékk Quia, Hot-potatoes, Google spread sheets. . .
Nemendasjálfstæði Leiðarbækur: blogg, Picasa, eigin síður og fleira
Brynhildur Anna
Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010
Líklega sleppa
Hlutverk kennsluráðgjafa í norsku og sænsku
• Veitir ráðgjöf um nám og kennslu til skóla, kennara, foreldra og nemenda.
• Gerir kennsluáætlun til viðmiðunar fyrir hvern árgang.
• Velur, þróar og endurskoðar námsefni, aðstoðar við val á námsefni.
• Semur og fer yfir stöðupróf frá nýjum nemendum.
• Aðstoðar við námsmat, útvegar próf, úrlausnir á prófum og endurgjöf á
mat kennara.
• Hefur umsjón með ítarefni (s.s. myndbandsspólur, bækur og aukaverkefni).
• Stendur fyrir námskeiðum fyrir kennara.
• Hefur umsjón með heimasíðu.
Af vef Tungumálavers
Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010
Lokaorð – útgáfa 1
Einstaklingar sem ráða yfir góðri og fjölbreyttri
tungumálakunnáttu búa yfir miklum og gagnlegum auði fyrir
samfélagið.
Mikilvægi tungumálakunnáttu fyrir þroska, sjálfsmynd, virkt
tvítyngi og frekara nám einstaklings verður seint ofmetið og
hefur áhersla á þetta mikla gildi aukist í opinberri stefnumótun
að undanförnu.
Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010
Lokaorð – útgáfa 2
Einstaklingar sem ráða yfir góðri og fjölbreyttri
tungumálakunnáttu búa yfir miklum og gagnlegum auði fyrir
samfélagið.
Tungumálatorg skólanna getur gagnast fjölmörgum aðilum er
tengjast íslensku skólakerfi.
Það getur komið í veg fyrir tvíverknað, rofið faglega einangrun
kennara og samlegðaráhrif/sparnaður getur orðið verulegur.
Verkefnið getur eflt skólastarf, stuðlað að velferð og virkni nýrra
þjóðfélagsþegna og styrkt í leiðinni innviði samfélagsins.
Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010
Hér fyrir aftan eru aukaglærur
Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010
Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010
Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010

More Related Content

What's hot

Nestispjall Menntamiðja-dæmi um starfsemi torga
Nestispjall Menntamiðja-dæmi um starfsemi torgaNestispjall Menntamiðja-dæmi um starfsemi torga
Nestispjall Menntamiðja-dæmi um starfsemi torgaSvava Pétursdóttir
 
Samfélagstorg útvíkkun á kennslurýminu
Samfélagstorg útvíkkun á kennslurýminuSamfélagstorg útvíkkun á kennslurýminu
Samfélagstorg útvíkkun á kennslurýminuSvava Pétursdóttir
 
Þróun og hugmyndafræði nýrrar Menntagáttar
Þróun og hugmyndafræði nýrrar MenntagáttarÞróun og hugmyndafræði nýrrar Menntagáttar
Þróun og hugmyndafræði nýrrar MenntagáttarUniversity of Iceland
 
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515Margret2008
 
Innviðir þekkingarstarfs á Íslandi - samþætting skólastiga.
 Innviðir þekkingarstarfs á Íslandi - samþætting skólastiga.  Innviðir þekkingarstarfs á Íslandi - samþætting skólastiga.
Innviðir þekkingarstarfs á Íslandi - samþætting skólastiga. University of Iceland
 

What's hot (9)

Fellaskóli
FellaskóliFellaskóli
Fellaskóli
 
Nestispjall Menntamiðja-dæmi um starfsemi torga
Nestispjall Menntamiðja-dæmi um starfsemi torgaNestispjall Menntamiðja-dæmi um starfsemi torga
Nestispjall Menntamiðja-dæmi um starfsemi torga
 
Samfélagstorg útvíkkun á kennslurýminu
Samfélagstorg útvíkkun á kennslurýminuSamfélagstorg útvíkkun á kennslurýminu
Samfélagstorg útvíkkun á kennslurýminu
 
Þróun og hugmyndafræði nýrrar Menntagáttar
Þróun og hugmyndafræði nýrrar MenntagáttarÞróun og hugmyndafræði nýrrar Menntagáttar
Þróun og hugmyndafræði nýrrar Menntagáttar
 
Opið menntaefni á Tungumálatorginu
Opið menntaefni á TungumálatorginuOpið menntaefni á Tungumálatorginu
Opið menntaefni á Tungumálatorginu
 
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
 
Erum við komin inn í 21 öldina
Erum við komin inn í 21 öldinaErum við komin inn í 21 öldina
Erum við komin inn í 21 öldina
 
Nátturugreinar 8.12.2011
Nátturugreinar  8.12.2011Nátturugreinar  8.12.2011
Nátturugreinar 8.12.2011
 
Innviðir þekkingarstarfs á Íslandi - samþætting skólastiga.
 Innviðir þekkingarstarfs á Íslandi - samþætting skólastiga.  Innviðir þekkingarstarfs á Íslandi - samþætting skólastiga.
Innviðir þekkingarstarfs á Íslandi - samþætting skólastiga.
 

Similar to Tungumálatorgið. Þekkingarmiðja og upplýsingavefur.

Okkar mal holt 2015
Okkar mal holt 2015Okkar mal holt 2015
Okkar mal holt 2015Margret2008
 
Hefur aðalnámskrá áhrif Menntakvika 2015
Hefur aðalnámskrá áhrif Menntakvika 2015Hefur aðalnámskrá áhrif Menntakvika 2015
Hefur aðalnámskrá áhrif Menntakvika 2015Svava Pétursdóttir
 
Dalurinn Okkar
Dalurinn OkkarDalurinn Okkar
Dalurinn OkkarFurugrund
 
Verkefni þemakassi; Málörvun barna í fjölbreyttum hóp. Halldóra Björg ...
Verkefni þemakassi; Málörvun barna í fjölbreyttum hóp. Halldóra Björg ...Verkefni þemakassi; Málörvun barna í fjölbreyttum hóp. Halldóra Björg ...
Verkefni þemakassi; Málörvun barna í fjölbreyttum hóp. Halldóra Björg ...Móðurmál - Samtök um tvittyngi
 
Hróbjartur Árnason: Getur menntun stutt dreyfbýlið?
Hróbjartur Árnason: Getur menntun stutt dreyfbýlið?Hróbjartur Árnason: Getur menntun stutt dreyfbýlið?
Hróbjartur Árnason: Getur menntun stutt dreyfbýlið?NVL - DISTANS
 
Gagnvirkt námsefni
Gagnvirkt námsefniGagnvirkt námsefni
Gagnvirkt námsefniradstefna3f
 
Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta
Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmenntaRannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta
Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmenntaPascual Pérez-Paredes
 
Menntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17mars
Menntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17marsMenntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17mars
Menntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17marsSólveig Jakobsdóttir
 
Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?
Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?
Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?University of Iceland
 

Similar to Tungumálatorgið. Þekkingarmiðja og upplýsingavefur. (20)

Fríða bjarney
Fríða bjarneyFríða bjarney
Fríða bjarney
 
Torg sem vettvangur símenntunar
Torg sem vettvangur símenntunarTorg sem vettvangur símenntunar
Torg sem vettvangur símenntunar
 
Spuni 2011 Netverkfæri til náms og kennslu
Spuni 2011 Netverkfæri til náms og kennsluSpuni 2011 Netverkfæri til náms og kennslu
Spuni 2011 Netverkfæri til náms og kennslu
 
Med kynningin aba
Med kynningin   abaMed kynningin   aba
Med kynningin aba
 
M.Ed. kynningin
M.Ed. kynningin   M.Ed. kynningin
M.Ed. kynningin
 
Menntakvika 2012 Sérkennslutorg
Menntakvika 2012 Sérkennslutorg Menntakvika 2012 Sérkennslutorg
Menntakvika 2012 Sérkennslutorg
 
Okkar mal holt 2015
Okkar mal holt 2015Okkar mal holt 2015
Okkar mal holt 2015
 
Hefur aðalnámskrá áhrif Menntakvika 2015
Hefur aðalnámskrá áhrif Menntakvika 2015Hefur aðalnámskrá áhrif Menntakvika 2015
Hefur aðalnámskrá áhrif Menntakvika 2015
 
Dalurinn Okkar
Dalurinn OkkarDalurinn Okkar
Dalurinn Okkar
 
Verkefni þemakassi; Málörvun barna í fjölbreyttum hóp. Halldóra Björg ...
Verkefni þemakassi; Málörvun barna í fjölbreyttum hóp. Halldóra Björg ...Verkefni þemakassi; Málörvun barna í fjölbreyttum hóp. Halldóra Björg ...
Verkefni þemakassi; Málörvun barna í fjölbreyttum hóp. Halldóra Björg ...
 
Hróbjartur Árnason: Getur menntun stutt dreyfbýlið?
Hróbjartur Árnason: Getur menntun stutt dreyfbýlið?Hróbjartur Árnason: Getur menntun stutt dreyfbýlið?
Hróbjartur Árnason: Getur menntun stutt dreyfbýlið?
 
Geturmenntunstuttdreifbyli 130920084826-phpapp01
Geturmenntunstuttdreifbyli 130920084826-phpapp01Geturmenntunstuttdreifbyli 130920084826-phpapp01
Geturmenntunstuttdreifbyli 130920084826-phpapp01
 
Gagnvirkt námsefni
Gagnvirkt námsefniGagnvirkt námsefni
Gagnvirkt námsefni
 
Okkar mál í Fellahverfi - nóvember 2013
Okkar mál í Fellahverfi - nóvember 2013Okkar mál í Fellahverfi - nóvember 2013
Okkar mál í Fellahverfi - nóvember 2013
 
Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta
Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmenntaRannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta
Rannsókn á lestrarvenjum og notkun bókmennta
 
Menntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17mars
Menntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17marsMenntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17mars
Menntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17mars
 
Menntakvika serkennslutorg-2013
Menntakvika serkennslutorg-2013Menntakvika serkennslutorg-2013
Menntakvika serkennslutorg-2013
 
Fjarnám og fjarkennsla
Fjarnám og fjarkennslaFjarnám og fjarkennsla
Fjarnám og fjarkennsla
 
Ut í skólastarfi
Ut í skólastarfi Ut í skólastarfi
Ut í skólastarfi
 
Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?
Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?
Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?
 

More from University of Iceland

Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...University of Iceland
 
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...University of Iceland
 
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla ÍslandsKennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla ÍslandsUniversity of Iceland
 
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?University of Iceland
 
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...University of Iceland
 
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...University of Iceland
 
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...University of Iceland
 
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeimUpplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeimUniversity of Iceland
 
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...University of Iceland
 
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?University of Iceland
 
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefniHvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefniUniversity of Iceland
 
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat University of Iceland
 
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámiHvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámiUniversity of Iceland
 
Hvernig við breytum námskeiðinu okkar í fjarnámskeið
Hvernig við breytum námskeiðinu okkar í fjarnámskeiðHvernig við breytum námskeiðinu okkar í fjarnámskeið
Hvernig við breytum námskeiðinu okkar í fjarnámskeiðUniversity of Iceland
 

More from University of Iceland (20)

Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
 
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
 
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla ÍslandsKennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
 
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
 
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
 
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
 
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
 
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeimUpplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
 
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
 
Unpaywall
UnpaywallUnpaywall
Unpaywall
 
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
 
Open Access Button
Open Access ButtonOpen Access Button
Open Access Button
 
Kobernio
KobernioKobernio
Kobernio
 
IcanHazPDF
IcanHazPDFIcanHazPDF
IcanHazPDF
 
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefniHvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
 
Hvað er Sci-Hub?
Hvað er Sci-Hub?Hvað er Sci-Hub?
Hvað er Sci-Hub?
 
Námskeið inni í námskeiði.
Námskeið inni í námskeiði.Námskeið inni í námskeiði.
Námskeið inni í námskeiði.
 
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat
 
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámiHvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
 
Hvernig við breytum námskeiðinu okkar í fjarnámskeið
Hvernig við breytum námskeiðinu okkar í fjarnámskeiðHvernig við breytum námskeiðinu okkar í fjarnámskeið
Hvernig við breytum námskeiðinu okkar í fjarnámskeið
 

Tungumálatorgið. Þekkingarmiðja og upplýsingavefur.

  • 1. Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010 Tungumálatorgið Þekkingarmiðja og upplýsingavefur Sigurbjörg Jóhannesdóttir Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir
  • 2. Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010 Verkefnið Hvað? • Þekkingarmiðja og upplýsingavefur. • Stuðningur við íslenskunám, tungumálanám og fjölmenningu með upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samskiptum um netið. Af hverju? • Til að koma í veg fyrir tvíverknað, spara fjármuni, auka aðgengi að hagnýtu stoðefni, efla kennara í starfi og umfram allt tryggja nemendum þann jöfnuð sem þeir eiga rétt á.
  • 3. Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010 Hvers vegna? • Íslensk málstefna, 2009. • Horft til framtíðar. Stefnumótun og aðgerðaáætlun í málefnum innflytjenda. Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar. 2009. • Stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjenda, 2009. • Reglugerð um rétt nemenda í framhaldsskólum til kennslu í íslensku, 2009. • Lög um grunnskóla, 2008. • Lög um framhaldsskóla, 2008. • Netríkið Ísland 2008-2012. Stefna ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið, 2008. • Íslenska með hreim er líka íslenska: greinargerð verkefnisstjórnar um íslenskukennslu fyrir útlendinga: staða verkefnis í maí 2008. • Framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 2008. • Stefna ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda, 2007. • Reykjavík fjölmenningarborg barna, 2007. • Aðalnámskrá grunnskóla: Íslenska, 2007. • Aðalnámskrá framhaldsskóla: Íslenska, 1999.
  • 4. Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010 Fyrir hverja? • Á Íslandi eru í kringum 270 leikskólar, 180 grunnskólar, 30 framhaldsskólar og fjölmargir aðilar er sinna fullorðinsfræðslu í um 90 sveitarfélögum. • Á hverjum tíma eru jafnframt mörg þúsund íslensk börn búsett erlendis sem gætu haft gagn af stuðningi í gegnum Tungumálatorgið. • Viðfangsefnið tengist menntun kennara.
  • 5. Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010 AFRAKSTUR Efnisvefur Upplýsingum um fyrirliggjandi efni til íslenskunáms og kennslu miðlað á merkingarbæran hátt. Ráðgjafarvefur Fjölbreyttar stoðir fyrir fjölmenningarlegan skóla (nám, kennsla, ráðgjöf og upplýsingamiðlun). Netnámsvefur Margvísleg viðfangsefni til sjálfsnáms í íslensku (byggð á fyrirliggjandi efni). Kennari er tengiliður við nemendur. MARKHÓPUR Kennarar, foreldrar og nemendur (nýbúar, snúbúar og Íslendingar erlendis) VERKÞÆTTIR Upplýsingaöflun og framsetning efnis. Ráðgjöf og kennsla/samskipti. TUNGUMÁLATORG SKÓLANNA Í hnotskurn
  • 6. Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010 Hverjir koma að verkefninu? • Tungumálatorgið er samstarfsverkefni í mótun sem hefur tengsl við fjölmarga aðila. • Eftirtaldir aðilar hafa á einn eða annan hátt komið að hugmyndavinnu og mótun verkefnisins: – Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Menntasvið og Leikskólasvið Reykjavíkurborgar, Fjölmenningarsetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Kvasir, Samband íslenskra sveitarfélaga, Kennarafélag Reykjavíkur, Tungumálaver í Laugalækjarskóla, Þjónustumiðstöð Breiðholts, Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða... • Verkefnið er hefur aðstöðu í Tungumálaveri í Laugalækjarskóla. • Styrkir frá Menntamálaráðuneytinu. • Nefnd um Tungumálatorgið starfar að mótun og fyrirkomulagi verkefnisins.
  • 7. Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010 Hverju er byggt á? • Lögð er rík áhersla á að byggja á þeim stoðum sem fyrir eru og tryggja miðlun og ráðgjöf sem nýtist þvert á sveitarfélög og stjórnsýslustig. • Efni og kennslufræðilíkön fyrir kennsluráðgjöf og nám á neti verða endurnýtt (m.a. úr Tungumálaveri í Laugalækjarskóla, Íslenskuskólanum á netinu). • Gagnlegar netlausnir nýttar (t.d. lausnir sem þegar eru í notkun og annar frjáls og opinn hugbúnaður). • Upplýsingar verða sóttar til margra aðila (til dæmis fræðslu- og símenntunarmiðstöðva, kennsluráðgjafa og kennara vítt og breitt um landið). „Það er svo margt til“
  • 8. Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010 http://fjolvaki.mcc.is
  • 9. Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010 Hugmyndafræði Tenging hugmyndafræðinnar við netnámið í Tungumálaveri Nemendasjálfstæði Áhersla á sjálfstæði nemandans, að efla trú hans/hennar á sjálfa(n) sig, temja sér góðar og hollar vinnuvenjur. Sveigjanleiki í efnisvali, aðferðum og útfærslu. Tjáskiptaaðferðin í tungumálakennslu Áhersla á alla færniþætti: Hlusta, lesa, samtalsþjálfun, segja frá og ritun á forsendum hvers nemanda. Sjálfsábyrgð með leiðarbók og portfolio Áhersla á námsaðferðir, sjálfsmat, leiðarbók (logg) og möppu (portfolio). Nemendur færa leiðarbók, ígrunda og meta stöðu sína og meta eigin verkefni og vinnuframlag og meta verkefni og vinnuframlag annarra nemenda. Hugsmíðahyggja Áhersla á reynslu, þekkingu og áhugasvið nemenda. Nemendur ákveða sjálfir sjónarhorn, útfærslu og kynningarform. Nemendur stjórna þróun verkefnisins. Þemabundin verkefni Lausnarleitarnám Ferilritun Áhersla á projekt og þemavinnu. Settur er upp ytri rammi með mörgum verkefnum sem veita nálgun á efnið frá ýmsum sjónarhornum. Eða lítil rannsóknarverkefni sem hefur inntak og birtingu eftir því hver reynsla og nemenda er eða hvernig heimurinn er á hverjum tíma. Fjölþrepa einstaklingsnám Áhersla á að netnámið sé einstaklingsmiðað nám. Efni, leiðbeiningar og samskipti aðlagað að hverjum nemanda. Kennari einbeitir sér að einum nemanda í einu. Tæki og tól miðuð við þarfir nemenda og verkefna. Einstaklingsmiðað námsumhverfi Námsumhverfið er rafrænt. Námsefnið er sveigjanlegt. Allt efni er sérvalið eða sérsamið og síbreytilegt og við notum aðallega raunefni af vefsíðum. 2010 Brynhildur Anna Ragnarsdóttir
  • 10. Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010 Framkvæmd Færniþættir Tæki og tól Hlustun Youtube.com, fréttir á vefmiðlum, hljóðskrár lagðar út á vefsíður, símatímar með kennara Munnleg þjálfun Síminn, Skype, Audacity, Mp3 skrár, videoskrár, youtube,... Lestur Netið, t-póstur, spjallrásir (Skype), samfélagssíður. . . Ritun T-póstur, blogg, spjallrásir, samfélagssíður, efni fyrir netið. . . Hópvinna Wiki-síður, Twinspace, Facebook, Google docs, blogg. . . Eftirfylgd – tékk Quia, Hot-potatoes, Google spread sheets. . . Nemendasjálfstæði Leiðarbækur: blogg, Picasa, eigin síður og fleira Brynhildur Anna
  • 11. Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010 Líklega sleppa Hlutverk kennsluráðgjafa í norsku og sænsku • Veitir ráðgjöf um nám og kennslu til skóla, kennara, foreldra og nemenda. • Gerir kennsluáætlun til viðmiðunar fyrir hvern árgang. • Velur, þróar og endurskoðar námsefni, aðstoðar við val á námsefni. • Semur og fer yfir stöðupróf frá nýjum nemendum. • Aðstoðar við námsmat, útvegar próf, úrlausnir á prófum og endurgjöf á mat kennara. • Hefur umsjón með ítarefni (s.s. myndbandsspólur, bækur og aukaverkefni). • Stendur fyrir námskeiðum fyrir kennara. • Hefur umsjón með heimasíðu. Af vef Tungumálavers
  • 12. Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010 Lokaorð – útgáfa 1 Einstaklingar sem ráða yfir góðri og fjölbreyttri tungumálakunnáttu búa yfir miklum og gagnlegum auði fyrir samfélagið. Mikilvægi tungumálakunnáttu fyrir þroska, sjálfsmynd, virkt tvítyngi og frekara nám einstaklings verður seint ofmetið og hefur áhersla á þetta mikla gildi aukist í opinberri stefnumótun að undanförnu.
  • 13. Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010 Lokaorð – útgáfa 2 Einstaklingar sem ráða yfir góðri og fjölbreyttri tungumálakunnáttu búa yfir miklum og gagnlegum auði fyrir samfélagið. Tungumálatorg skólanna getur gagnast fjölmörgum aðilum er tengjast íslensku skólakerfi. Það getur komið í veg fyrir tvíverknað, rofið faglega einangrun kennara og samlegðaráhrif/sparnaður getur orðið verulegur. Verkefnið getur eflt skólastarf, stuðlað að velferð og virkni nýrra þjóðfélagsþegna og styrkt í leiðinni innviði samfélagsins.
  • 14. Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010 Hér fyrir aftan eru aukaglærur
  • 15. Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010
  • 16. Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010
  • 17. Málþing Íslenskustofu - 27. janúar 2010

Editor's Notes

  1. Tungumálatorgið er verkefni sem árið 2008 hlaut vilyrði fyrir styrkveitingu sem veitt var á grundvelli stefnu upplýsingasamfélagsins 2008-2012. Í kjölfar aðgerða til lækkunar á ríkisútgjöldum árið 2009 var styrkveitingin felld niður. Samfélagið stendur engu að síður frammi fyrir áskorun er tengist fjölmenningarmálefnum og íslenskukennslu einstaklinga með margvíslegan bakgrunn og kunnáttu í tungumálinu. Áhugi og möguleg aðkoma fleiri aðila að verkefninu er nú hvati að endurskoðun. Upphaflega verkefnið nú afmarkað við samhæfðan stuðning við íslenskunám einstaklinga með annað móðurmál en íslensku og móðurmálsnám íslenskra barna erlendis. Meginmarkmið verkefnisins er að styðja við íslenskunám og fjölmenningu með upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samskiptum um netið. Áhersla verður lögð á að koma í veg fyrir tvíverknað, samræma vinnu, samnýta efni og nýta betur krafta hæfra aðila er tengjast viðfangsefninu víða um land.
  2. Markmið Tungumálatorgs er að nýta kosti upplýsingatækninnar til að styðja við íslenskunám og upplýsingamiðlun um netið. Einnig að vinna sé samræmd, efni samnýtt og kraftar hæfra aðila nýttir sem tengjast íslensku- og tungumálakennslu og fjölmenningu í skólakerfinu. Betur hægt að tryggja að nemendur njóti jöfnuðar óháð stærð skóla/fræðsluaðila, staðsetningar, fjölda nemenda af erlendum uppruna eða faglegrar þekkingar starfsfólks á hverjum tíma. Slík miðja á neti getur einnig virkað sem hvati til frekari þróunar efnis, aðferða og samstarfs er gildi hefur fyrir málaflokkinn. Fyrirmyndir eru til.
  3. Hugmyndafræðin á bak við Tungumálatorg skólanna er studd af margvíslegri stefnumótun opinberra aðila. Til einföldunar er bent á að kennsla íslensku sem annars tungumáls er tryggð grunn- og framhaldsskólanemum sem á þurfa að halda, miðlæg söfnun gagna og upplýsinga­miðlun er áhersluatriði í innflytjendastefnum sem og samræmd stoðþjónusta og sérhæfð ráðgjöf. Móttökuáætlanir á jafnframt víða að vinna, félagslegri aðlögun á að sinna og byggja á upp þekkingu hjá starfsmönnum skóla. Mikilvægi íslenskukunnáttu sem lykils að samfélaginu er rauður þráður í opinberum gögnum og mikilvægi móðurmáls fyrir einstaklinginn er jafnframt viðurkenndur þáttur. Tillögur að uppbyggingu vefsvæðis með gögnum varðandi íslenskukennslu fullorðinna útlendinga hafa komið fram og í íslenskri málstefnu sem samþykkt var á síðasta ári á Alþingi er lögð áhersla á að íslensk börn erlendis eigi kost á vandaðri íslenskukennslu.
  4. Það segir sig eiginlega sjálft að samstarf og þekkingarmiðja um málaflokkinn hefur gildi. Viðfangsefnið tengist einnig menntun kennara og það er gott að vera hér í dag.
  5. Afurðir verkefnisins munu birtast á vef Tungumálatorgs skólanna og felast í efnisvef, ráðgjafarvef og netnámsvef. Efnisvefur Upplýsingum um fyrirliggjandi efni til íslenskunáms og kennslu verður miðlað á merkingarbæran hátt. Áhersla verður lögð á þemabundinn vef tengdan námi, kennslu og fjölmenningu. Ráðgjafarvefur Fjölbreyttar stoðir fyrir fjölmenningarlegan skóla (nám, kennsla, ráðgjöf og upplýsingamiðlun). Stuðningur miðast einkum við nemendur með óhefðbundinn bakgrunn í íslensku, foreldra þeirra og kennara. Felst einkum í ráðgjöf og handleiðslu kennara er kenna íslensku sem annað mál. Leiðbeiningum og upplýsingum um efni til kennslu íslensku sem annars máls verður einnig miðlað á neti. Netnámsvefur Margvísleg viðfangsefni til sjálfsnáms í íslensku (byggð á fyrirliggjandi efni) miðlað. Gagnast börnum í íslenskum skólum sem og börnum búsettum erlendis. Settur verður upp efnisbanki með afmörkuðum námseiningum og kennari verður tengiliður börnin.
  6. Verkefnið er nú afmarkað við samhæfðan stuðning við börn/nemendur með annað móðurmál en íslensku og móðurmálsnám íslenskra barna erlendis. Í verkefnislýsingu er sett fram þriggja ára áætlun þar sem gert er ráð fyrir tveimur stöðugildum sem tengjast uppbyggingu Tungumálatorgsins. Í upphafi er þetta umbóta- og þrónarverkefni miðað við íslenskukennslu og fjölmenningarleg málefni og til framtíðar er gert ráð fyrir frekari þróun er tengist tungumálanámi, móðurmálsstuðningi, rafrænu námsefni og netstuddu námi. Sú þekking og reynsla sem byggst hefur m.a. upp Tungumálaveri í Lauga­lækjar­skóla og í Íslenskuskólanum á netinu[1] verður lögð til grundvallar. Efni og kennslufræðilíkön fyrir nám á neti verða endurnýtt eins og best verður talið henta. Gagnlegar netlausnir (t.d. lausnir sem þegar eru í notkun og annar opinn hugbúnaður) verður nýttur verkefninu til framdráttar. Upplýsingar verða sóttar til aðila (til dæmis fræðslu- og símenntunar­mið­stöðva, kennslu­ráðgjafa og kennara vítt og breitt um landið) sem miðlað geta gagnlegu efni fyrir vefinn. [1] Í Tungumálaveri í Laugarlækjarskóla er boðið upp á kennsluráðgjöf, netnám og staðnám fyrir nemendur í norsku, pólsku og sænsku. Íslenskuskólinn á netinu var starfræktur á tímabilinu 2003-2007 en íslenskukennsla á neti fyrir íslensk börn erlendis hefur legið niðri frá 2007. Til að tryggja jafnt aðgengi allra að hagnýtum upplýsingum um íslenskukennslu sem og gagnlegum stoðum fyrir fjölmenningarlegan skóla er mikilvægt að nota netið til miðlunar. Vefsvæði með námsefnisyfirliti, vísunum í námskrár, tenglasafni, ráðleggingum og upplýsingum fyrir kennara, getur vafalítið stuðlað að því að allir skólar hafi aðgang að sömu björgum. Á þann hátt er betur hægt að tryggja að nemendur njóti jöfnuðar óháð stærð skóla, staðsetningar, fjölda nemenda af erlendum uppruna eða faglegrar þekkingar starfsfólks á hverjum tíma. Slík miðja á neti getur einnig virkað sem hvati til frekari þróunar efnis, aðferða og samstarfs er gildi hefur fyrir málaflokkinn.
  7. FJÖLVAKI [Skjámyndir aftast af forsíðu – tenglasafni og námsefni til kennslu íslensku sem annars máls.] - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Fjölvaki er vefur þar sem efni tengt fjölmenningu er vaktað og birt á einum stað. Verkefninu er ætlað að vera fyrirmynd að því hvernig miðla má upplýsingum sem víða eru til á einfaldan máta á einum stað á netinu. Það er einnig hugsað sem skref í þá átt að efla styðja við skólakerfið með upplýsingamiðlun um fjölmenningu. Markmið verkefnisins eru eftirfarandi: Birta íslenskt vefefni sem víða er til á erlendum málum, flokkað eftir tungumálum. Þannig geta einstaklingar sem tala ólík tungumál nálgast upplýsingar um íslenskt samfélag á auðveldan hátt. Í tenglasafninu er vísað á allar þær vefsíður tengdar fjölmenningu og íslensku samfélagi sem fundust. Þar er að finna yfir 600 tengla á 23 tungumálum sem allir vísa á íslenskar vefsíður Vísa á fjölbreytt námsefni sem hentar til íslenskukennslu.  Flokka jafnframt efnið eftir formi og þyndarstigi. Vísa á erlenda námsefnisútgefendur því ein leið fyrir nemendur til að viðhalda eðlilegri námsframvindu og kunnáttu í móðurmáli er að styðjast við námsgögn á viðkomandi máli. Vísa á gagnlega orðalista sem m.a. hafa verið útbúnir til að auðvelda samskipti milli heimila og skóla. Benda á gagnlegar lausnir og verkfæri á neti sem gagnast við íslenskukennslu, upplýsingamiðlun og samskipti á ólíkum tungumálum.
  8. Renna yfir fyrri dálkinn.
  9. Yfirlit yfir fjölmargar leiðir, flestar á neti sem styðja við nám og kennslu tungumála.
  10. Dæmi um líkan fyrir kennsluráðgjöf sem mætti yfirfæra til stuðnings við kennslu íslensku sem annars máls. Á landsvísu er starfandi kennsluráðgjafi í nýbúakennslu[1] og hjá nokkrum sveitarfélögum og í sumum skólum starfa fagmenntaðir og reyndir nýbúakennara. Þessir aðilar vinna mikið og gott starf en nýta mætti miðlun á netinu á markvissari hátt þannig að allir hafi aðgang að sömu upplýsingum og stoðum. Slíkt tryggir nemendum jöfnuð og stuðlar jafnframt að áframhaldandi þekkingaruppbyggingu í íslenskukennslu og fjölmenningarmálum. [1] Hulda Karen Daníelsdóttir kennsluráðgjafi hefur sinnt þessu viðamikla hlutverki frá því að Samband íslenskra sveitarfélaga og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga gerðu með sér samning um að Reykjavíkurborg tæki að sér „...að sjá um kennsluráðgjöf vegna nýbúa á grunnskólaaldri í sveitarfélögum öðrum en Reykjavík“
  11. Verkefnið Tungumálatorg skólanna getur gagnast fjölmörgum aðilum er tengjast íslensku skólakerfi. Það getur komið í veg fyrir tvíverknað, rofið faglega einangrun kennara og áætla má að samlegðaráhrif og sparnaður sem felst í því að vinna áhersluþætti verkefnisins á landsvísu verði verulegur. Auk þess munu kostir þess að byggja á fyrri reynslu og samnýta krafta fagfólks undir einum hatti vafalítið efla afrakstur verkefnisins. Í ljósi hagræðingar, stuðnings og forvarna er æskilegt að samnýta efni og kennslu fyrir íslenska nemendur búsetta erlendis og nemendur í skólum landsins. Þegar upp er staðið má ætla að ávinningur af verkefninu verði töluverður, það geti eflt skólastarf, stuðlað að velferð og virkni nýrra þjóðfélagsþegna og styrkt í leiðinni innviði samfélagsins.
  12. Verkefnið Tungumálatorg skólanna getur gagnast fjölmörgum aðilum er tengjast íslensku skólakerfi. Það getur komið í veg fyrir tvíverknað, rofið faglega einangrun kennara og áætla má að samlegðaráhrif og sparnaður sem felst í því að vinna áhersluþætti verkefnisins á landsvísu verði verulegur. Auk þess munu kostir þess að byggja á fyrri reynslu og samnýta krafta fagfólks undir einum hatti vafalítið efla afrakstur verkefnisins. Í ljósi hagræðingar, stuðnings og forvarna er æskilegt að samnýta efni og kennslu fyrir íslenska nemendur búsetta erlendis og nemendur í skólum landsins. Þegar upp er staðið má ætla að ávinningur af verkefninu verði töluverður, það geti eflt skólastarf, stuðlað að velferð og virkni nýrra þjóðfélagsþegna og styrkt í leiðinni innviði samfélagsins.