SlideShare a Scribd company logo
1 of 19
Hvernig getum við fylgt eftir
akademískum heilindum í fjarnámi
Fjarmenntabúðir 18. febrúar 2021
Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Harpa Dögg Kristinsdóttir og Guðný Sigurðardóttir
Hér
• Fjarnám - nýir kennsluhættir og námshættir
fyrir marga
Fjarnám og námsmat
• Margir fjarnámskennarar voru fyrir Covid með
hefðbundin próf sem voru stað- og rauntímabundin.
• Í Covid.... námsmat ekki háð stað en mögulega tíma-
og rauntímabundin
• Eftir Covid ... Verða breytingar á námsmati í fjarnámi?
Eftir Covid
• Sumir hlutir verða eins áfram þó að kennsluformið
breytist
– Ritun ritgerðarverkefna fer oftast fram utan kennslustofunnar
• Verða breytingar?
– Reynsla af fjarkennslu, stafrænni tækni, öðrum tegundum
námsmats.... munu kennarar nýta sér þessa nýju þekkingu eða
fara aftur í sama farið?
Hvernig getum við kennarar haldið uppi
akademískum heilindum í fjarnámi þegar
nemendur eru ekki líkamlega á staðnum?
Christine Lee, aðjunkt í skrifum
segir að til að halda uppi akademískum
heilindum í fjarnámi þurfi að:
1. Byggja upp skólasamfélagið í kringum akademísk heilindi
2. Styðja við akademísk heilindi í hönnun námskeiða og námsmats
3. Ræða um tilgang námsmats
4. Fylgja eftir námsmati
5. Nota stafræn verkfæri
https://www.turnitin.com/blog/how-to-uphold-academic-integrity-in-remote-learning
Byggðu skólasamfélagið upp í kringum akademísk heilindi
• Skilgreindu og bentu á mikilvægi akademískra heilinda
• Hafðu yfirlýsingu um slík heilindi í kennsluáætlun, námsumsjónarkerfi og inni í
hverri verkefnalýsingu
• Komdu á jákvæðu sambandi við nemendur.
– Rannsóknir hafa leitt í ljós að þegar nemendur bera virðingu fyrir kennara sínum þá er ólíklegra að
þeir svindli ((Orosz, Tóth-Király, Böthe, Kusztor, Kovács, & Jánvári 2015).
• Gefðu góða strax endurgjöf svo að nemendur sjái hver námsárangur þeirra er
• Sýndu nemendum hversvegna námsefnið skiptir máli.
– “Svindl minnkar verulega þegar nemendur telja að nám hafi tilgang (Musgrove, Ann).
1
Styddu við akademísk heilindi
með hönnun námskeiða og námsmats
• Notaðu matskvarða fyrir hvert verkefni svo nemendur
viti nákvæmlega hvernig er gefið fyrir það
2
Ræddu við nemendur um hver tilgangur námsmatsins er
• Nemendur þurfa að skilja hver tilgangur námsmatsins er
• Hlutverk kennara að hjálpa nemendum við þennan skilning.
• Nemendur þarf að skilja hvernig námsmatið styður við nám þeirra
3
Eftirfylgni við námsmat
• Eftir að verkefni eða prófi er lokið
– Nemendur tjá sig í umræðu/námskeiðsspjalli
– Lýsa nálgun sinni í verkefninu/prófinu
– Segja frá hvaða rannsóknir notuðu
– Samantekt á hvað lærðu
• Eftir að ritgerð hefur verið skilað inn
– íhugaðu að láta nemendur skila inn afriti af því efni sem þeir vitnuðu í
4
Notaðu stafræn verkfæri
• Íhugaðu að nota Zoom, Teams eða önnur myndfundaforrit í prófum
– Eykur ósýnilegan þrýsting á að tryggja akademísk heilindi
• Notaðu Turnitin Feedback Studio fyrir ritskimun texta og láttu
nemendur vita af því fyrirfram
• Notaðu stafræn prófakerfi eins og Inspera, Gradescope, Canvas
(nýtt/sígilt), Moodle eða annað
• Ef kerfið sem þú notar býður upp á það, láttu bara eina spurningu
birtast í einu.
– Kemur í veg fyrir að nemendur geti afritað spurningar og svörin við þeim
• Veittu endurgjöf inni í þeim kerfum sem þú notar
5
Allir kennarar í háskólum og
framhaldsskólum eiga að hafa aðgang
Notaðu Feedback Studio
• Notaðu forritið með nemendum
• Veittu nemendum aðgang að forritinu
• Kenndu nemendum að nota forritið til að bæta skrifin
sín
• Aukið sjálfsöryggi í skrifum getur komið í veg fyrir
viljandi og óviljandi afritun texta frá öðrum
Feedback Studio er
• Ritskimunarforrit
• Námsmats- og endurgjafaforrit
• Jafningjamatsforrit
Aðgangsleiðirnar sem við notum á Íslandi
Teams
Skólar þurfa að biðja um
þennan aðgang sérstaklega
Hversvegna að nota
Feedback Studio með nemendum?
• Nemendur eiga auðveldara með að átta sig á hvaða kröfur eru gerðar.
• Regluleg persónuleg endurgjöf frá kennara styrkir nemendur og dregur úr hvata til óheilinda í
námi.
• Nemendum finnst jafningjamat styrkja sig í sjálfstæðum vinnubrögðum.
Umræður !!!

More Related Content

Similar to Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi

Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?University of Iceland
 
Fjarnam Fjarkennsla
Fjarnam FjarkennslaFjarnam Fjarkennsla
Fjarnam Fjarkennslaradstefna3f
 
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...University of Iceland
 
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeimUpplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeimUniversity of Iceland
 
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...University of Iceland
 
þAð felast töfrar_í_tölum-glærur-grunn
þAð felast töfrar_í_tölum-glærur-grunnþAð felast töfrar_í_tölum-glærur-grunn
þAð felast töfrar_í_tölum-glærur-grunnMargret2008
 
Meiri ánægja og betri námsárangur ....
Meiri ánægja og betri námsárangur ....Meiri ánægja og betri námsárangur ....
Meiri ánægja og betri námsárangur ....University of Iceland
 
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...University of Iceland
 
Vidhorf Nemenda til Fyrirkomulags Nams a Menntavisindasvidi
Vidhorf Nemenda til Fyrirkomulags Nams a MenntavisindasvidiVidhorf Nemenda til Fyrirkomulags Nams a Menntavisindasvidi
Vidhorf Nemenda til Fyrirkomulags Nams a MenntavisindasvidiHróbjartur Árnason
 
Anna Lind P Maelingar Rti 0807
Anna Lind P Maelingar   Rti 0807Anna Lind P Maelingar   Rti 0807
Anna Lind P Maelingar Rti 0807Namsstefna
 
Viviane og samtalstaekni nyirogreyndir2017
Viviane og samtalstaekni nyirogreyndir2017Viviane og samtalstaekni nyirogreyndir2017
Viviane og samtalstaekni nyirogreyndir2017ingileif2507
 
Soljakfjarnam3f07
Soljakfjarnam3f07Soljakfjarnam3f07
Soljakfjarnam3f07radstefna3f
 
Menntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17mars
Menntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17marsMenntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17mars
Menntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17marsSólveig Jakobsdóttir
 
Námskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSu
Námskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSuNámskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSu
Námskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSuSigurlaug Kristmannsdóttir
 

Similar to Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi (20)

Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
 
Fjarnam Fjarkennsla
Fjarnam FjarkennslaFjarnam Fjarkennsla
Fjarnam Fjarkennsla
 
Fjarnám og fjarkennsla
Fjarnám og fjarkennslaFjarnám og fjarkennsla
Fjarnám og fjarkennsla
 
Þróun og staða fjarkennslu í Versló
Þróun og staða fjarkennslu í VerslóÞróun og staða fjarkennslu í Versló
Þróun og staða fjarkennslu í Versló
 
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
 
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeimUpplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
 
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
 
þAð felast töfrar_í_tölum-glærur-grunn
þAð felast töfrar_í_tölum-glærur-grunnþAð felast töfrar_í_tölum-glærur-grunn
þAð felast töfrar_í_tölum-glærur-grunn
 
Fjarkennarinn
FjarkennarinnFjarkennarinn
Fjarkennarinn
 
Ipad – og hvað svo.
Ipad – og hvað svo.Ipad – og hvað svo.
Ipad – og hvað svo.
 
Meiri ánægja og betri námsárangur ....
Meiri ánægja og betri námsárangur ....Meiri ánægja og betri námsárangur ....
Meiri ánægja og betri námsárangur ....
 
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
 
Vidhorf Nemenda til Fyrirkomulags Nams a Menntavisindasvidi
Vidhorf Nemenda til Fyrirkomulags Nams a MenntavisindasvidiVidhorf Nemenda til Fyrirkomulags Nams a Menntavisindasvidi
Vidhorf Nemenda til Fyrirkomulags Nams a Menntavisindasvidi
 
Anna Lind P Maelingar Rti 0807
Anna Lind P Maelingar   Rti 0807Anna Lind P Maelingar   Rti 0807
Anna Lind P Maelingar Rti 0807
 
Viviane og samtalstaekni nyirogreyndir2017
Viviane og samtalstaekni nyirogreyndir2017Viviane og samtalstaekni nyirogreyndir2017
Viviane og samtalstaekni nyirogreyndir2017
 
Soljakfjarnam3f07
Soljakfjarnam3f07Soljakfjarnam3f07
Soljakfjarnam3f07
 
Soljakfjarnam3f07
Soljakfjarnam3f07Soljakfjarnam3f07
Soljakfjarnam3f07
 
Menntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17mars
Menntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17marsMenntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17mars
Menntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17mars
 
Úttekt á fjarnámi í FÁ og VMA
Úttekt á fjarnámi í FÁ og VMAÚttekt á fjarnámi í FÁ og VMA
Úttekt á fjarnámi í FÁ og VMA
 
Námskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSu
Námskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSuNámskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSu
Námskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSu
 

More from University of Iceland

Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?
Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?
Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?University of Iceland
 
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...University of Iceland
 
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...University of Iceland
 
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla ÍslandsKennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla ÍslandsUniversity of Iceland
 
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...University of Iceland
 
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?University of Iceland
 
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefniHvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefniUniversity of Iceland
 
Tungumálatorgið. Þekkingarmiðja og upplýsingavefur.
Tungumálatorgið. Þekkingarmiðja og upplýsingavefur.Tungumálatorgið. Þekkingarmiðja og upplýsingavefur.
Tungumálatorgið. Þekkingarmiðja og upplýsingavefur.University of Iceland
 
Hönnun opinnar rannsóknarmenningar
Hönnun opinnar rannsóknarmenningarHönnun opinnar rannsóknarmenningar
Hönnun opinnar rannsóknarmenningarUniversity of Iceland
 
Þróun opins aðgangs og vísindaútgáfu
Þróun opins aðgangs og vísindaútgáfuÞróun opins aðgangs og vísindaútgáfu
Þróun opins aðgangs og vísindaútgáfuUniversity of Iceland
 

More from University of Iceland (20)

Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?
Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?
Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?
 
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
 
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
 
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla ÍslandsKennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
 
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
 
Unpaywall
UnpaywallUnpaywall
Unpaywall
 
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
 
Open Access Button
Open Access ButtonOpen Access Button
Open Access Button
 
Kobernio
KobernioKobernio
Kobernio
 
IcanHazPDF
IcanHazPDFIcanHazPDF
IcanHazPDF
 
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefniHvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
 
Hvað er Sci-Hub?
Hvað er Sci-Hub?Hvað er Sci-Hub?
Hvað er Sci-Hub?
 
Námskeið inni í námskeiði.
Námskeið inni í námskeiði.Námskeið inni í námskeiði.
Námskeið inni í námskeiði.
 
Ný Menntagátt
Ný MenntagáttNý Menntagátt
Ný Menntagátt
 
Tungumálatorgið. Þekkingarmiðja og upplýsingavefur.
Tungumálatorgið. Þekkingarmiðja og upplýsingavefur.Tungumálatorgið. Þekkingarmiðja og upplýsingavefur.
Tungumálatorgið. Þekkingarmiðja og upplýsingavefur.
 
Hönnun opinnar rannsóknarmenningar
Hönnun opinnar rannsóknarmenningarHönnun opinnar rannsóknarmenningar
Hönnun opinnar rannsóknarmenningar
 
opin_thekking
opin_thekkingopin_thekking
opin_thekking
 
hversu_adgengilegt-er-thad
hversu_adgengilegt-er-thadhversu_adgengilegt-er-thad
hversu_adgengilegt-er-thad
 
oa_og_rafraen_visindautgafa
oa_og_rafraen_visindautgafaoa_og_rafraen_visindautgafa
oa_og_rafraen_visindautgafa
 
Þróun opins aðgangs og vísindaútgáfu
Þróun opins aðgangs og vísindaútgáfuÞróun opins aðgangs og vísindaútgáfu
Þróun opins aðgangs og vísindaútgáfu
 

Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi

  • 1. Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi Fjarmenntabúðir 18. febrúar 2021 Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Harpa Dögg Kristinsdóttir og Guðný Sigurðardóttir
  • 2.
  • 3. Hér • Fjarnám - nýir kennsluhættir og námshættir fyrir marga
  • 4.
  • 5. Fjarnám og námsmat • Margir fjarnámskennarar voru fyrir Covid með hefðbundin próf sem voru stað- og rauntímabundin. • Í Covid.... námsmat ekki háð stað en mögulega tíma- og rauntímabundin • Eftir Covid ... Verða breytingar á námsmati í fjarnámi?
  • 6. Eftir Covid • Sumir hlutir verða eins áfram þó að kennsluformið breytist – Ritun ritgerðarverkefna fer oftast fram utan kennslustofunnar • Verða breytingar? – Reynsla af fjarkennslu, stafrænni tækni, öðrum tegundum námsmats.... munu kennarar nýta sér þessa nýju þekkingu eða fara aftur í sama farið?
  • 7. Hvernig getum við kennarar haldið uppi akademískum heilindum í fjarnámi þegar nemendur eru ekki líkamlega á staðnum?
  • 8. Christine Lee, aðjunkt í skrifum segir að til að halda uppi akademískum heilindum í fjarnámi þurfi að: 1. Byggja upp skólasamfélagið í kringum akademísk heilindi 2. Styðja við akademísk heilindi í hönnun námskeiða og námsmats 3. Ræða um tilgang námsmats 4. Fylgja eftir námsmati 5. Nota stafræn verkfæri https://www.turnitin.com/blog/how-to-uphold-academic-integrity-in-remote-learning
  • 9. Byggðu skólasamfélagið upp í kringum akademísk heilindi • Skilgreindu og bentu á mikilvægi akademískra heilinda • Hafðu yfirlýsingu um slík heilindi í kennsluáætlun, námsumsjónarkerfi og inni í hverri verkefnalýsingu • Komdu á jákvæðu sambandi við nemendur. – Rannsóknir hafa leitt í ljós að þegar nemendur bera virðingu fyrir kennara sínum þá er ólíklegra að þeir svindli ((Orosz, Tóth-Király, Böthe, Kusztor, Kovács, & Jánvári 2015). • Gefðu góða strax endurgjöf svo að nemendur sjái hver námsárangur þeirra er • Sýndu nemendum hversvegna námsefnið skiptir máli. – “Svindl minnkar verulega þegar nemendur telja að nám hafi tilgang (Musgrove, Ann). 1
  • 10. Styddu við akademísk heilindi með hönnun námskeiða og námsmats • Notaðu matskvarða fyrir hvert verkefni svo nemendur viti nákvæmlega hvernig er gefið fyrir það 2
  • 11. Ræddu við nemendur um hver tilgangur námsmatsins er • Nemendur þurfa að skilja hver tilgangur námsmatsins er • Hlutverk kennara að hjálpa nemendum við þennan skilning. • Nemendur þarf að skilja hvernig námsmatið styður við nám þeirra 3
  • 12. Eftirfylgni við námsmat • Eftir að verkefni eða prófi er lokið – Nemendur tjá sig í umræðu/námskeiðsspjalli – Lýsa nálgun sinni í verkefninu/prófinu – Segja frá hvaða rannsóknir notuðu – Samantekt á hvað lærðu • Eftir að ritgerð hefur verið skilað inn – íhugaðu að láta nemendur skila inn afriti af því efni sem þeir vitnuðu í 4
  • 13. Notaðu stafræn verkfæri • Íhugaðu að nota Zoom, Teams eða önnur myndfundaforrit í prófum – Eykur ósýnilegan þrýsting á að tryggja akademísk heilindi • Notaðu Turnitin Feedback Studio fyrir ritskimun texta og láttu nemendur vita af því fyrirfram • Notaðu stafræn prófakerfi eins og Inspera, Gradescope, Canvas (nýtt/sígilt), Moodle eða annað • Ef kerfið sem þú notar býður upp á það, láttu bara eina spurningu birtast í einu. – Kemur í veg fyrir að nemendur geti afritað spurningar og svörin við þeim • Veittu endurgjöf inni í þeim kerfum sem þú notar 5
  • 14. Allir kennarar í háskólum og framhaldsskólum eiga að hafa aðgang
  • 15. Notaðu Feedback Studio • Notaðu forritið með nemendum • Veittu nemendum aðgang að forritinu • Kenndu nemendum að nota forritið til að bæta skrifin sín • Aukið sjálfsöryggi í skrifum getur komið í veg fyrir viljandi og óviljandi afritun texta frá öðrum
  • 16. Feedback Studio er • Ritskimunarforrit • Námsmats- og endurgjafaforrit • Jafningjamatsforrit
  • 17. Aðgangsleiðirnar sem við notum á Íslandi Teams Skólar þurfa að biðja um þennan aðgang sérstaklega
  • 18. Hversvegna að nota Feedback Studio með nemendum? • Nemendur eiga auðveldara með að átta sig á hvaða kröfur eru gerðar. • Regluleg persónuleg endurgjöf frá kennara styrkir nemendur og dregur úr hvata til óheilinda í námi. • Nemendum finnst jafningjamat styrkja sig í sjálfstæðum vinnubrögðum.

Editor's Notes

  1. COVID-19 Fordæmalausar aðstæður Staðkennsla færðist yfir í fjarkennslu Nýir kennsluhættir og nýjar námsvenjur Íslenskir háskólar og framhaldsskólar hafa brugðist við COVID-19 með því að færa mikið af kennslu yfir í fjarkennslu. Aðstæðurnar sem við stöndum frammi fyrir eru fordæmalausar og hefur þýtt nýjar áskoranir fyrir kennara og nemendur. Ein af stóru spurningunum sem kennarar hafa staðið frammi fyrir er hvernig þeir geta haldið uppi akademískum heilindum og tryggt það að námsmat sé í raun og veru að meta þá hæfni nemenda sem þeir hafa aflað sér í náminu. _____ Við stöndum frammi fyrir breyttri heimsmynd sem leiðir til nýrra áskorana við kennslu, bæði fyrir kennara og nemendur. Hlutfall fjarnáms var farið að færast í aukana á árunum fyrir COVID-faraldurinn, enda hafði eftirspurn eftir því aukist þar sem ákveðið hlutfall nemenda kýs að stunda nám sitt í fjarnámi fremur en í staðnámi COVID-faraldurinn hraðaði þessari þróun og líklegt að fjarnám verði stærra hlutfall af námi í framtíðinni. Fyrir heimsfaraldurinn 2020 kusu margir kennarar að halda staðbundin próf til að tryggja heilindi nemenda en vegna smithættu býðst sú aðferð við námsmat ekki lengur nema í undantekningartilfellum þegar sérstæðar aðstæður heimila það.    Þar sem hluti námsframboðs á háskóla- og framhaldsskólastigi var fyrir COVID bara í boði í staðnámi hafði stór hluti kennara og nemenda enga reynslu af fjarnámi.  Margir kennarar og nemendur þurftu að að temja sér nýja kennsluhætti og nýjar námsvenjur, nánast á einni nóttu. Í kjölfar COVID þurftu því bæði kennarar og nemendur að temja sér nýtt verklag þar sem hefðbundin kennsla færðist í fjarvinnu í gegnum internetið og námsmat með skriflegum prófum í skólastofu féll niður. Kennarar stóðu því frammi fyrir að þurfa að breyta verklagi við námsmat. Stærstu áskoranirnar voru annars vegar hvernig halda mætti uppi akademískum heilindum nemenda í stafrænu umhverfi og tryggja að verk þeirra væru í raun þeirra eigin, tryggja að námsmatið endurspeglaði kunnáttu nemenda til að uppfylla gæðakröfur menntunarinnar. Hins vegar þurftu kennarar og nemendur að tileinka sér nýja námstækni.
  2. Fara þeir kennarar sem voru með staðnámspróf aftur til baka í þau?
  3. Sumir hlutir verða eins áfram jafnvel þó að kennsluformið breytist. Í gegnum árin hefur t.d. mest af ritun ritgerðarverkefna farið fram utan kennslustofunnar. Aðrir hlutir eru líklegir til að breytast, Fyrir kennara sem reyna að koma í veg fyrir svindl eru með skrifleg verkefni og próf í skólunum, geta verið nýjar áskoranir í þessu fjarnámslandslagi. auk þess þar sem allar rannsóknir fókusa á samband kennara og nemenda sem meginþáttinn í að tryggja akademísk heilindi, þá er fjarnám áskorun í myndun slíkra tengsla. 
  4. Stærstu áskoranirnar voru annars vegar hvernig halda mætti uppi akademískum heilindum nemenda í stafrænu umhverfi og tryggja að verk þeirra væru í raun þeirra eigin, tryggja að námsmatið endurspeglaði kunnáttu nemenda til að uppfylla gæðakröfur menntunarinnar. Hins vegar þurftu kennarar og nemendur að tileinka sér nýja námstækni.
  5. Stærstu áskoranirnar voru annars vegar hvernig halda mætti uppi akademískum heilindum nemenda í stafrænu umhverfi og tryggja að verk þeirra væru í raun þeirra eigin, tryggja að námsmatið endurspeglaði kunnáttu nemenda til að uppfylla gæðakröfur menntunarinnar. Hins vegar þurftu kennarar og nemendur að tileinka sér nýja námstækni.
  6. Komdu á jákvæðu sambandi við nemendur. Hvort sem það er byggt á samskiptum í gegnum Zoom, Teams, Canvas, Moodle, tilkynningar eða annað Vertu í mynd í upptökum Láttu nemendur finna að þú sjáir þá Fjarnám getur leitt til þess að nemendur virði ekki heilindi og hæfiviðmið Rannsóknir hafa leitt í ljós að þegar nemendur bera virðingu fyrir kennara sínum þá er ólíklegra að þeir svindli ((Orosz, Tóth-Király, Böthe, Kusztor, Kovács, & Jánvári 2015).
  7. Notaðu matskvarða fyrir hvert verkefni svo nemendur viti nákvæmlega hvernig er gefið fyrir það Notaðu ýmsar námsmatsaðferðir (ritgerðir, langt svar, stutt svar) sem krefst þess af nemendum að þeir tileinki sér ákveðið efni Krefstu þess af nemendum að þeir skili verkefni fyrst til forsamþykkis áður en þeir byrja að skrifa sjálft verkefnið Hannaðu námsmat sem gerir svindl erfiðara. Sérsníddu verkefnin fyrir innihald námskeiðsins, með innihaldi úr þínum fyrirlestrum eða umræðum nemendahópsins. Niðurstaða: Forðastu að hafa verkefnin það alemnn sem er hægt að svara með hlutlægum hætti (Smith, Duprey og Mackey, 2005) Hugleiddu að hafa oft skyndipróf, með lágu hlutfalli til að mæla hlutlægt nám til að draga úr hættu á að hægt sé að svindla. Þó að þetta hafi í för aukna vinnu við endurgjöf þá getur þú einfaldlega nýtt þér stafræn próf í forritum eins og Inspera, Gradescope og fleiri. Spurðu nemendur þannig spurninga sem tryggja að þeir þurfi að hafa skilning á innihaldinu til að geta svarað þeim, þe. ekki vera með utanbókarspurningar. Búðu til lista yfir mögulegar ritgerðarspurningar eða í tilfelli langra og stuttra svara fyrir próf – og veldu nokkrar af listanum fyrir raunverulegt próf. Nemendur með djúpan skilning á hugtökum munu geta svarað spurningum innan tilsetts tíma á meðan að nemendur með lítinn sem engan skilning þurfa að fá auka tíma til að fletta upp upplýsingum áður en þeir semja svar.
  8. Námsmatið skapar vegvísi fyrir skilning náms- og félagslegra tilfinningahegðunar nemenda (SEG),í námi og þörfum. Kennarar reiða sgi á slík gögn til að ákveða hvaða fræðslu þeir bjóða upp á og hvernig grípa inn í svo það megi loka námsgatinu og tryggja að hverjum nemenda gangi vel. Hjálpaðu nemendum að skilja hversvegna fjölbreytt námsmat er beitt og hvernig það styður við nám nemenda. Það er nauðsynlegt að kennarar hafi næg gögn að byggja á þegar þeir taka ákvarðanir um kennsluna sína, og
  9. Eftir að verkefni eða prófi er lokið skaltu biðja nemendur um að setja inn á umræður eða námskeiðsskeiðsspjall, lýsa nálgun þeirra við verkefnið, hvaða rannsóknir notuðu og taka saman það sem þeir lærðu Eftir að ritgerð er skilað skaltu íhuga það að lát anemendur skila inn afriti af því efni sem þeir vitnuðu í
  10. Með notkun Feedback Studio geta nemendur áttað sig betur á því hvaða kröfur eru gerðar,  hvernig nota á heimildir og skrifa vandaðan texta. Heiðarleiki er eitt af því sem kennarar geta lagt áherslu á í gegnum forritið en reynslan hefur sýnt að nemendur kunna að meta það að kennarar gefi þeim persónulega endurgjöf á verkefnum þeirra í gegnum Feedback Studio  til að styrkja þá í námi, kenna þeim heiðarleg, vönduð vinnubrögð og að verða sjálfstæðir í náminu, en það er einn af meginkostum góðra fræðimanna.  Rannsóknir hafa sýnt að þegar kennarar fylgjast jafnt og þétt með námsverkefnum nemenda með persónulegri endurgjöf þá styrkir það nemendur og dregur úr hvatanum til óheilinda í náminu. Jafningjamat hefur einnig lagst vel í nemendur og þeim finnst það hafa styrkt sig í sjálfstæðum vinnubrögðum.