SlideShare a Scribd company logo
1 of 79
Hugverkaréttur og
heimildanotkun
Með áherslu á opin leyfi
Samspil 2015 – UT átak Menntamiðju
Menntavísindasvið Háskóla Íslands
16. desember 2015 – Sigurbjörg Jóhannesdóttir
Þessar skýrur eru gefnar út með afnotaleyfi CC-BY 4.0 frá Creative Commons. Það
þýðir að hver sem er má endurnýta þær að hluta til eða alveg, breyta, dreifa,
textagreina og búa til afleidd verk í hvaða miðli sem er. Skilyrðin eru að upprunalegs
höfundar sé getið og að um sé að ræða skapandi vinnu sem eykur þekkingarlegt
Uppbygging erindis
Um mig
Hugverkaleyfi
Höfundaréttur
Leyfi íslenskra
námsgagnaútgefenda
Almenningsleyfi
Höfundafrelsi
Skilningur á hugtökum
varðandi aðgang
Opinn aðgangur
Höfundaviðurkenning
Opin afnotaleyfi
Creative Commons
Hvaða hugverkaleyfi á
að velja?
Hvernig merki ég efnið
mitt?
Verkfæri sem við notum í
dag
Verkfærin
Adobe Connect
Doodle
Google Docs - Spurningaformið
Opinn fésbókarhópur
Hugverkaréttur og heimildanotkun
https://www.facebook.com/groups/443296569193682/
Twitter
#?
#menntaspjall / #samspil2015 /
@sibbajoa
Hugverkaleyfi
Leyfi (e. licence)
Þýðir að gefa leyfi fyrir notkun á einhverju
Getur líka falist í því skjölun um leyfið, þe.
upplýsingar um hvað felst í leyfinu, hvað má gera
við efnið sem hefur þetta tiltekna leyfi.
Hver gefur leyfi?
Leyfisveitandi (e. licensor) getur veitt leyfi til
leyfishafa (e. licensee) sem felur í sér
einhverskonar samkomulag (a. agreement) á
milli þessara aðila.
Skilgreining á leyfi
Skilgreining leyfis er að leyfisveitandinn heimilar
leyfishafa að nota efni á ákveðinn hátt.
Leyfið sem leyfisveitandinn notar, felur í sér
upplýsingar um hvernig leyfishafi má nota efnið.
Leyfi sem falla undir
höfundaréttarlög
Leyfisveitandi getur veitt leyfi sem fellur undir
höfundaréttarlög lands þess aðila sem veitir
leyfið.
Hann getur heimilað ákveðna notkun á efninu
samanber að afrita hugbúnað eða nota
kennsluefni á ákveðinn hátt.
Leyfi sem falla undir höfundaréttarlög fela
venjulega í sér meira en sjálft leyfið.
Þetta getur verið afmarkað tímabil, ákveðið
landsvæði, endurnýjun á ákvæði og aðrar
takmarkanir sem eru mikilvægar fyrir
leyfisveitenda.
Afmarkað tímabil
Mörg leyfi gilda fyrir afmarkað tímabil.
Leyfisveitandi er því varinn fyrir hækkunum sem
geta orðið á verði efnis.
Leyfisveitandi er þannig varinn fyrir breytingum
sem geta orðið á markaðnum.
Tryggir að ekkert leyfi gildi lengur en þann
gildistíma sem leyfisveitandi tiltekur.
Landsvæði
Leyfi getur falið sér réttindi á ákveðnum
landsvæðum.
Það má segja að…..
Leyfi sé loforð um að leyfisveitandi lögsæki ekki
leyfishafa fyrir notkun hans á efni sem
leyfisveitandi á eða hefur búið til.
Það þýðir að ef hugverk hefur ekki ákveðið
skilgreint leyfi, að öll notkun eða afritun á því
getur varðað við lög.
Hlutverk hugverkaleyfis
Hugverkaleyfi gegnir mikilvægu hlutverki í
viðskiptum, fræðasamfélaginu, kennslu á öllum
skólastigum, allri miðlun og Internetinu.
Leyfisveitingar hugverkaréttinda hafa áhrif á
hvernig tækni er yfirfærð, útgáfu, kennsluefni og
fleira.
Verkefni 1
Skrifaðu hjá þér öll leyfi sem þér dettur í hug að
höfundur eða útgefandi geti sett á kennsluefni.
Verkefni 1 - framhald
Finndu og skráðu þig í fésbókarhópinn:
Hugverkaréttur og heimildanotkun
https://www.facebook.com/groups/44329656919368
2/
Finndu þráðinn þar sem þú ert beðin(n) um að skrifa
upp leyfi sem þér dettur í hug að höfundur eða
útgefandi geti sett á kennsluefni.
Afritaðu þinn texta sem svar við þessum þráð
(svara/reply). Ekki búa til nýjan þráð/status.
Þegar allir eru búnir að setja inn sinn texta er
velkomið að setja inn athugasemdir og fleira sem
tengist efninu þarna inn.
Höfundaréttur (e.
copyright)
Höfundaréttur er skilgreindur í íslenskum höfundalögum sem
eignaréttur höfundar á verki þar sem má á engan hátt aðlaga
efnið, endurnýta það, dreifa því eða nota á annan hátt en til
einkanota ef það er ekki í fjárhagslegum tilgangi (Höfundalög
1972 nr. 73 29. maí).
Notkun á efninu í rannsóknarskyni eða til náms er þó heimil á
þar til gerðum búnaði til notkunar í húsnæði viðkomandi
stofnana (Höfundalög 1972 nr. 73 29. maí).
Höfundaréttur er marktækur aðgangsþröskuldur að efni. Ef
einstaklingur er með aðgang að verki sem er merkt með
copyright eða er alls ekki merkt, þá gilda höfundalög hvers
lands um sig fyrir það.
Það þýðir langoftast að ef viðkomandi langar til að þýða efnið
á annað tungumál þá má hann það ekki, né dreifa afriti af því
til samstarfsmanna, afrita textann til að greina hann með
háþróaðri tækni (e. text mining) eða að endurvinna til lesturs
með nýrri tækni.
Höfundaréttur (e. copyright)
Höfundarlög 1872 nr. 73 29. maí
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1972073.html
Eignaréttur höfunda
Höfundur er sá eini sem má gera eintök af verkinu og birta það í
upphaflegri mynd eða breyttri, þýða það eða aðlaga á nokkurn
hátt. Höfundur eða rétthafi er sá eini sem má gera eintök af verki
sínu og birta á Internetinu.
Gildistími 70 ár frá andláti höfundar.
Grannréttindi
Flytjandi hefur einkarétt á eintakagerð og dreifingu af flutningi
sínum
Framleiðandi hefur einkarétt á eftirgerð og dreifingu
https://en.wikipedia.org/wiki/Copyright
Verkefni 2
Ræddu um það efni sem þú ert að nota í kennslu
og á hvaða hátt notkun þess brýtur mögulega
gegn höfundaréttarlögum.
Ræddu þetta í fésbókarhópnum: Hugverkaréttur
og heimildanotkun
https://www.facebook.com/groups/4432965691
93682/
Ræðið þetta undir þræðinum „Það efni sem ég
nota í kennslu og á hvaða hátt notkun á því
brýtur mögulega gegn höfundaréttarlögum.“
Takmarkanir á höfundarétti
Bandarískur höfundaréttur byggir á kenningunni
um sanngjarna notkun (e. fair use).
https://en.wikipedia.org/wiki/Fair_use
Í íslenskum höfundarétti miðast takmarkanir við
birt verk. Leyfilegt er að búa til eintök af birtu
verki til einkanota (11. gr. höf).
Af vef
Námsgagnastofnunar
Vakin er athygli á að allt það efni sem gefið er út
undir hnappnum Vefefni er bundið höfundarrétti
og á það við um texta og myndir. Um það gilda
því almennir skilmálar um heimild útgefanda til
afritunar.
Heimilt er þó að afrita og fjölfalda efni sem
sérstaklega er ætlað til þess, til afnota fyrir
nemendur og kennara vegna vinnu þeirra í
skólum.
Öll notkun vefefnisins er endurgjaldslaus.
http://www.nams.is/notkunarskilmalar/
Á vef Iðnú útgáfu
Ég finn ekkert um leyfi á bókum, verkefnum eða
ítarefni sem er aðgengileg á vefsíðu þeirra.
http://idnu.is/verkefni-og-itarefni/
Verkefni 3
Ræddu um hvort eitthvað kemur þér á óvart
varðandi notkun á efni í kennslu. Ertu mögulega
að nota efni á ólöglegan hátt án þess að vita
það?
Ræddu þetta í fésbókarhópnum: Hugverkaréttur
og heimildanotkun
https://www.facebook.com/groups/4432965691
93682/
Ræðið þetta undir þræðinum „Erum við að nota
efni á ólöglegan hátt ómeðvitað/meðvitað og
annað sem kemur á óvart varðandi notkun á efni
í kennslu.“
Verkefni 4
Er allt efni sem þú notar í þinni kennslu löglegt
samkvæmt íslenskum höfundaréttarlögum?
Vinsamlegast svaraðu á Doodle
http://doodle.com/poll/t2dnyw2ru4fftexr
Verkefni 5
Svara spurningu um ca. hversu hátt hlutfall af
notkun efnis í þinni kennslu er notað á löglegan
hátt samkvæmt íslenskum höfundaréttarlögum.
Vinsamlegast svaraðu á Doodle
http://doodle.com/poll/bp237aghdesw3mhv
Almenningsley
fi
(e. public
domain)
Verk sem höfundaréttur gildir ekki lengur fyrir eða
verk sem höfundaréttur fór aldrei á.
Á Íslandi fær verk almenningsleyfi 70 árum eftir
dauða höfundar.
Margir höfundar taka þá ákvörðun að tileinka
almenningi verk sín.
https://en.wikipedia.org/wiki/Public_domain
Höfundafrelsi
Höfundafrelsi er hluti af heimiluðu
höfundaréttarleyfi (e. permissive copyright
licence) sem veitir höfundinum frelsi til að leyfa
notendum verks hans til að afrita, nota, breyta og
dreifa því.
Höfundafrelsisleyfi eru öll frjáls eða opin. Þrátt
fyrir það þá fela sum þessara leyfa í sér
ákveðnar takmarkanir og kröfur sem gerir það að
verkum að þau flokkast ekki undir
höfundafrelsisleyfið.
Yfirflokkur
Ekki
afnotaleyfi
Verkefni 6
Hvað er opinn aðgangur.
Vinsamlegast svaraðu spurningum í Google
Docs spurningakerfinu:
https://docs.google.com/forms/d/1meXB1PeJUX-
iGoYSL5VZDvj5ltjPhuCXl3abJCHgsr4/viewform?
usp=send_form
Aðgangur
Hugtök, orðanotkun og sameiginlegum skilningur
Frjáls aðgangur (e. Free
Access)
Efni sem er aðgengilegt á Internetinu án
gjaldtöku og er með almenningsleyfi (e. public
licence) og alveg laust við höfundarétt.
Opinn aðgangur (e. Libre
OA)
Efni sem er aðgengilegt á Internetinu án
gjaldtöku og er með opið afnotaleyfi (e. open
licence) og því laust við mikið af þeim
leyfishömlum sem felast í hefðbundnum
höfundarétti.
Ókeypis aðgangur (e. Gratis
OA)
Efni sem er ókeypis og með hefðbundinn
höfundarétt (e. copyright).
Kostaður aðgangur
Verk sem þarf að greiða fyrir til að fá aðgang að.
Gjaldtaka getur falist í áskriftargjaldi eða stökum
kaupum. Þessi verk geta verið með hefðbundinn
höfundarétt (e. copyright) eða opið afnotaleyfi (e.
open licence).
Höfundaréttarvarður
aðgangur
Verk sem er með hefðbundinn höfundarétt (e.
copyright). Verk getur verið ókeypis eða til sölu/í
áskrift.
Opinn aðgangur
Hvað þýðir það að efni sé í opnum aðgangi?
Aðgangshindranir
sem hverfa fyrir tilstilli OA
OA að efni fjarlægir tvær aðgangshindranir sem
felast í verðmiða þess og sumar af þeim
leyfishömlum sem felast í höfundarétti.
Verðhindranir
Það að þurfa að greiða fyrir efni sem er aðgengilegt
í rafrænu formi á Internetinu er hár þröskuldur fyrir
notendur Internetsins.
Leyfishömlur
Hefðbundinn höfundaréttur (e. copyright) á efni
dregur úr notagildi efnis og áhrifum. Höfundaréttur
takmarkar notagildi og minnkar áhrif af vinnu
höfundar og skaðar notendur með því að takmarka
notkun þeirra á efninu.
Efni sem getur verið í OA
Ritrýndar
rannsóknarritgerðir
óritrýnd handrit
nemendaverkefni
rannsóknargögn
gögn frá stjórnvöldum
forritunarkóðar
kynningar frá ráðstefnum
(texti, glærur, hljóð, video)
fræðileg skólaverkefni
bækur
skáldsögur, sögur, leikrit og
ljóð
fréttablöð
handrit
grafík (listaverk, ljósmyndir,
teikningar, kort)
opið menntaefni
opið námskeiðsefni
kennsluáætlanir
stafræn prentuð verk
Höfundaviðurkenning
(e. copyleft)
Fyrirkomulag þar sem er leyfilegt að verk sé notað,
aðlagað og dreift með því skilyrði að höfundur haldi
höfundarétti sínum og hans sé getið. Krafa er um að
öll afleidd verk fái sama afnotaleyfi og upprunalega
verkið er með.
Rammi höfundaréttarlaga er notaður til að gera
notendum verksins kleift að endurnýta, aðlaga og
breyta því. Tilgangur þess er að höfundaréttarlögin
séu notuð til að tryggja að verk haldi áfram að vera
aðgengileg.
Copyleft leyfi fyrir hugbúnað krefst þess að
nauðsynlegum upplýsingum til endurframleiðslu og
breytinga á kóðanum sé gerður aðgengilegur. Kóðinn
felur vanalega í sér afrit af skilmálum afnotaleyfisins
og upplýsingar um höfund.
Yfirflokkur
Ekki
afnotaleyfi
Copyleft afnotaleyfi
GNU General Public License
Creative Commons - ShareAlike
Opin afnotaleyfi
Opið afnotaleyfi er stöðluð leið til að veita leyfi og láta í ljós
óskir höfundar varðandi takmarkanir fyrir aðgengi, notkun,
endurnýtingu eða endurdreifingu á skapandi verkum hvort
sem um er að ræða texta, grafík, hljóð, margmiðlunarefni
eða annað.
Tilkoma opins afnotaleyfis er tilkomin vegna sterkrar
löngunar til að vernda réttindi höfundar í umhverfi þar sem
auðvelt er að afrita og deila stafrænu efni á Internetinu án
þess að fá leyfi til þess frá höfundi.
Opið afnotaleyfi leitast við að tryggja að afritun og dreifing
gerist innan lagaramma sem er sveigjanlegri heldur en
hefðbundinn höfundaréttur (e. copyright) eins og hann er
skilgreindur í lögum.
Afnotaleyfi
Creative Commons
Afnotaleyfi Creative Commons býður upp á fjóra
valkosti sem eru:
Höfundar getið (e. BY-Attribution)
Deilist áfram (e. SA - Share alike)
Ekki í hagnaðarskyni (e. NC - Non-commercial)
Engar afleiður (e. ND - No derivatives)
http://creativecommons.org/
Höfundar getið (e. BY – Attribution)
Öll afnotaleyfi Creative Commons gera kröfu um BY
skilyrðið en það þýðir að það þarf alltaf að geta
höfundar og er gert til að tryggja að allir viti hvaðan
verkið.
Efni með þessu leyfi gerir öðrum kleift að afrita,
dreifa, breyta, byggja ofan á það og endurblanda í
hvaða formi sem er. Það má endurnýta efnið að öllu
leyti eða að hluta til, búa til afleidd verk, jafnvel í
ágóðaskyni á meðan að það er vísað til upphaflegs
höfundar.
Það verður alltaf að gefa höfundi þann heiður sem
hann á skilið, vísa í leyfið og segja frá þeim
breytingum sem hafa verið gerðar á eðlilegan.
Þetta er rúmasta afnotaleyfið og ef höfundur vill ná
sem mestri dreifingu og notkun á efninu er mælt með
að hann noti þetta leyfi.
Deilist áfram á sama hátt (e. SA – Share alike)
Þetta afnotaleyfi, Deilist áfram á sama hátt, þýðir að
þeir sem búa til afleidd verk út frá því verða að nota
sama afnotaleyfið á það verk og er á upprunalegu
verki höfundar
Með því að nota þetta afnotaleyfi þá tryggir
upprunalegur höfundur verksins að öll afleidd verk af
því séu áfram með sama afnotaleyfi og verði því
áfram frjáls eins og upprunalega verkið er. Þessu
afnotaleyfi hefur verið líkt við copyleft-leyfi sem er
algengt í heimi frjáls og opins hugbúnaðar. Þetta er
það afnotaleyfi sem er algengast að nota á opið
menntaefni (e. Open Educational Resources) og er
það afnotaleyfi sem Wikipedia notar.
Ekki í hagnaðarskyni (e. NC – Non-commercial)
Þetta afnotaleyfi, Ekki í hagnaðarskyni, þýðir að ekki má
nota afleidd verk í ágóðaskyni. Einungis sjálfur höfundurinn
má hagnast fjárhagslega af sínu verki og fyrstu útgáfu af
afleiddu verki af því.
Það sem flækir þetta leyfi svolítið er að höfundur á afleiddu
verki má breyta því afnotaleyfi sem hann setur á afleidda
verkið sem þýðir að ef hann setur ekki sama afnotaleyfið á
það, þá má höfundur að afleidda verkinu af því hafa af því
ágóða.
Það sem gerir þessa merkingu virkilega erfiða er að
stundum er erfitt að greina á milli þess hvað er að hafa
fjárhagslegan hagnað af verki. Myndi skóli sem rukkar
skólagjöld til dæmis mega nota menntaefni, fræðigreinar
og annað efni með þessari merkingu? Myndi slík notkun
teljast vera í ágóðaskyni fyrir viðkomandi skóla? Þessu er
erfitt að svara því að það er ekki verið að selja efnið sjálft
Engar afleiður (e. ND – No derivatives)
Þetta afnotaleyfi, Engar afleiður, þýðir að ekki má
búa til afleidd verk út frá því. Það er leyfilegt að
dreifa verkinu hvort sem það er í ágóðaskyni eða
ekki eins lengi og um er að ræða verkið eins og
það var skapað af upprunalegum höfundi þess.
Þetta er mesta takmörkunin sem afnotaleyfi
Creative Commons býður upp á þar sem þetta
leyfi kemur í veg fyrir endurnýtingu og frekari
þróun á verkinu nema með sérstöku leyfi frá
höfundi.
Sex mismunandi
samsetningar
Hægt er að setja saman hina fjóra valkosti
afnotaleyfa Creative Commons á sex
mismunandi vegu sem eru:
(CC-BY) höfundar getið
(CC-BY-SA) höfundar getið – deilist áfram á sama
hátt
(CC-BY-NC) höfundar getið – ekki í
hagnaðarskyni
(CC-BY-ND) höfundar getið –engar afleiður
(CC-BY-NC-SA) höfundar getið – ekki í
hagnaðarskyni – deilist áfram á sama hátt
(CC-BY-NC-ND) höfundar getið – ekki í
hagnaðarskyni - engar afleiður.
CC-BY
Þetta afnotaleyfi er minnst takmarkandi fyrir efni í
opnum aðgangi á eftir frjálsu leyfi (e. Public
domain) og í því felst að það má dreifa,
endurblanda, breyta og byggja ofan á verk
höfundar, jafnvel í ágóðaskyni, svo lengi sem
vísað er til upphaflegs höfundar.
CC-BY-SA
Í þessu leyfi felst að að má dreifa, endurblanda,
breyta og byggja ofan á verk höfundar hvort sem það
er í ágóðaskyni eða ekki, svo lengi sem vísað er til
upphaflegs höfundar og það þarf að gefa afleidd verk
út með sama afnotaleyfi
Þetta er það afnotaleyfið sem Wikipedia notar og er
algengt að nota á opið menntaefni (e. Open
Educational Resources). Þetta afnotaleyfi tryggir að
afleidd verk verði gefin út með sömu skilmálum og
upphaflega verkið, tryggir frelsi verksins áfram og
hefur því oft verið líkt við copyleft-leyfið sem er
algengt á frjálsum og opnum hugbúnaði.
CC-BY-NC
Í þessu leyfi felst að að má dreifa, endurblanda,
breyta og byggja ofan á verk höfundar, svo lengi
sem vísað er til upphaflegs höfundar og á meðan
að afleidd verk eru ekki notuð í ágóðaskyni.
Höfundar afleiddra verka þurfa ekki að nota
sama afnotaleyfi og er á upphaflega verkinu.
CC-BY-ND
Í þessu leyfi felst að að má dreifa verkum hvort
sem það er í ágóðaskyni eða ekki, svo lengi sem
vísað er til upphaflegs höfundar og upphaflegu
verki er ekki breytt.
Þetta afnotaleyfi heimilar dreifingu og notkun á
efninu, hvort sem hún er í ágóðaskyni eða ekki
svo lengi sem vísað er til höfundar og efninu er
dreift áfram óbreyttu. Óheimilt er að búa til
afleidd verk út frá upprunalegu verki.
CC-BY-NC-SA
Í þessu leyfi felst að að má dreifa, endurblanda,
breyta og byggja ofan á verk höfundar, svo lengi
sem vísað er til upphaflegs höfundar, á meðan
að afleidd verk eru ekki notuð í ágóðaskyni og
þau gefin út með sama afnotaleyfi og
upprunalega verkið.
CC-BY-NC-ND
Þetta er þrengsta afnotaleyfið Creative
Commons og í því felst að það er heimilt að afrita
verk höfundar og dreifa þeim áfram óbreyttum,
svo lengi sem vísað er til upphaflegs höfundar og
þau eru ekki notuð í ágóðaskyni.
Hvaða hugverkaleyfi á að
nota?
Skiptir máli tegund efnis
upp á hvaða leyfi er valið?
Kennsluefni
Greinar
Ljósmyndir
Video
Bók
Glærur
Hráefni úr t.d. rannsókn
Skiptir máli hver býr til
efnið? /Hver gefur það út?
Kennsluefni búið til af opinberum aðilum
Kennsluefni búið til af einkaaðilum
Kennsluefni búið til af kennurum
Formlega útgefið efni
Óútgefið efni / aðgengilegt á Internetinu
Verkefni 7
Hvaða hugverkaleyfi finnst þér að eigi að nota á
kennsluefni sem er greitt fyrir af ríkinu (t.d. efni
framleitt af Námsgagnastofnun).
Ræddu þetta í fésbókarhópnum: Hugverkaréttur
og heimildanotkun
https://www.facebook.com/groups/4432965691
93682/
Ræddu þetta undir þræðinum „Verkefni 7. Hvaða
hugverkaleyfi finnst þér að eigi að nota á
kennsluefni sem er greitt fyrir af almannafé?“
Verkefni 8
Hvaða hugverkaleyfi finnst þér að eigi að nota á
kennsluefni sem er styrkt úr opinberum sjóðum?
Ræddu þetta í fésbókarhópnum: Hugverkaréttur
og heimildanotkun
https://www.facebook.com/groups/4432965691
93682/
Ræddu þetta undir þræðinum „Verkefni 8. Hvaða
hugverkaleyfi finnst þér að eigi að nota á
kennsluefni sem er styrkt úr opinberum sjóðum?“
Get ég haft áhrif?
https://www.menntamalaraduneyti.is/medi
a/frettir2014/Arsrit-2014-Lokautgafa-fyrir-
http://www.sky.is/images/stories/Tolvumal/Tolvum
al2014.pdf
Bls. 32-33
http://www.sky.is/index.php/toelvumal/item/1764-
islenskir-visindamenn-eru-ekki-adh-nyta-ser-
reglur-timarita-um-birtingar-greina-i-opnum-
adhgangi
Endurblandaðar glærur
http://www.slideshare.net/sibba/20140603-u-
didactics
Dæmi um merkingar hjá
Svövu P.
Verkefni 9
Hvaða hugverkaleyfi heldur þú að þú komir til
með að nota á eigið efni?
Bækur, glærur, ritvinnsluskjöl, ljósmyndir,
kvikmenntir, greinar, verkefni, próf, …..
Ræddu þetta í fésbókarhópnum: Hugverkaréttur
og heimildanotkun
https://www.facebook.com/groups/4432965691
93682/
Ræddu þetta undir þræðinum „Verkefni 9. Hvaða
hugverkaleyfi heldur þú að þú komir til með að
nota á eigið efni? “
Texti sem hægt er að
nota með mismunandi
afnotaleyfum
CC-BY 4.0 á grein
Þessi grein er gefin út með afnotaleyfi CC-BY 4.0 frá
Creative Commons. Það þýðir að hver sem er má
endurnýta hana að hluta til eða alveg, breyta, dreifa,
textagreina og búa til afleidd verk í hvaða miðli sem
er. Skilyrðin eru að upprunalegs höfundar sé getið
og að um sé að ræða skapandi vinnu sem eykur
þekkingarlegt verðmæti greinarinnar.
CC-BY á ritgerð
Þessi ritgerð er gefin út með afnotaleyfi Creative
Commons CC-BY 4.0 sem þýðir að hver sem er má
endurnýta hana að hluta til eða alveg, breyta, dreifa,
textagreina og búa til afleidd verk í hvaða miðli sem
er með því skilyrði að upprunalegs höfundar sé
getið.
Almenningsleyfi á
stefnu
Þessi stefna er gefin út af Háskólanum í Reykjavík
með CC0 leyfinu sem þýðir að hver sem er má
endurnýta hana að hluta til eða alveg, breyta og
dreifa og gera að sinni án nokkurra skilyrða.
Praktískt ráð
Þú skalt safna saman í eitt skjal (t.d.
ritvinnsluskjal) þau leyfi sem þú notar:
Grafíkin sem táknar leyfið
Nafnið þitt og ártal
Textinn sem fylgir leyfinu (getur átt 1-5 texta eftir
leyfi og tegund efnis).
Gerðu grafíkina með leyfinu og heitið á leyfinu að
tenglum, þannig að vísi á upplýsingar um leyfið:
T.d. http://creativecommons.org/licenses/by/4.0/
Ef er kvikuð mynd, birta slóðina sem texta.
Ef er mögulegt, hafa leyfismerkinguna fremst eða
framarlega
Dæmi um merkingu
á kvikuðu efni
Mitt sniðmát fyrir
kennsluefni
Sigurbjörg Jóhannesdóttir - 2015
Þetta kennsluefni er gefið út með afnotaleyfi CC-BY-SA 4.0
frá Creative Commons. Það þýðir að hver sem er má
endurnýta það að hluta til eða alveg, breyta, dreifa,
textagreina og búa til afleidd verk í hvaða miðli sem er með
afnotaleyfinu CC-BY-SA. Skilyrðin eru að upprunalegs
höfundar sé getið og að um sé að ræða skapandi vinnu
sem eykur þekkingarlegt verðmæti kennsluefnisins.
Mitt sniðmát fyrir skýrur
Sigurbjörg Jóhannesdóttir - 2015
Þessar skýrur eru gefnar út með afnotaleyfi CC-BY 4.0 frá Creative Commons. Það
þýðir að hver sem er má endurnýta þær að hluta til eða alveg, breyta, dreifa,
textagreina og búa til afleidd verk í hvaða miðli sem er. Skilyrðin eru að upprunalegs
höfundar sé getið og að um sé að ræða skapandi vinnu sem eykur þekkingarlegt
Afnotaleyfismerkingar í Flickr
Fara í Settings - Privacy & Permissions – Defaults for new
uploads - EDIT https://www.flickr.com/
MediaCommons
https://commons.wikimedia.org/
Verkefni 10
Tístaðu á Twitter um það sem þér fannst
áhugaverðast í kennslunni í dag.
#samspil2105
@sibbajoa
Tístaðu á Twitter um eitthvað sem tengist opnum
aðgangi
#opinnadgangur
Tístaðu á Twitter um eitthvað sem tengist opnu
menntaefni
#opidmenntaefni
Verkefni 11
Búðu til þitt eigið sniðmát fyrir höfundarétt með
grafík fyrir það leyfi sem á að nota, nafninu þínu,
ártali og texta sem á að fylgja leyfunum. Mundu
að vísa í vefsíður þar sem leyfin eru útskýrð.
T.d. eitt ritvinnsluskjal fyrir ólík afnotaleyfi sem vilt
nota t.d. á kennsluefni, verkefni, greinar, ritgerðir,
próf o.s.frv.
Eitt skýruskjal (t.d. powerpoint eða openoffice)
fyrir að afnotaleyfi sem þú vilt nota á skýrurnar
þínar.

More Related Content

Similar to Hugverkaréttur og heimildanotkun

Upplýsingaþjónusta Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns fyrir fræðimenn...
Upplýsingaþjónusta Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns  fyrir fræðimenn...Upplýsingaþjónusta Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns  fyrir fræðimenn...
Upplýsingaþjónusta Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns fyrir fræðimenn...University of Iceland
 
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennaraOpnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennaraUniversity of Iceland
 
Open source tools for educators
Open source tools for educatorsOpen source tools for educators
Open source tools for educatorssalvor
 
Viðmið um vinnustundir í námskeiðinu UPP215f Internetið og upplýsingaleitir, ...
Viðmið um vinnustundir í námskeiðinu UPP215f Internetið og upplýsingaleitir, ...Viðmið um vinnustundir í námskeiðinu UPP215f Internetið og upplýsingaleitir, ...
Viðmið um vinnustundir í námskeiðinu UPP215f Internetið og upplýsingaleitir, ...University of Iceland
 
Hvernig við breytum námskeiðinu okkar í fjarnámskeið
Hvernig við breytum námskeiðinu okkar í fjarnámskeiðHvernig við breytum námskeiðinu okkar í fjarnámskeið
Hvernig við breytum námskeiðinu okkar í fjarnámskeiðUniversity of Iceland
 

Similar to Hugverkaréttur og heimildanotkun (9)

Framkvaemdaaaetlun OA
Framkvaemdaaaetlun OAFramkvaemdaaaetlun OA
Framkvaemdaaaetlun OA
 
Hofundavidurkenning
HofundavidurkenningHofundavidurkenning
Hofundavidurkenning
 
Upplýsingaþjónusta Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns fyrir fræðimenn...
Upplýsingaþjónusta Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns  fyrir fræðimenn...Upplýsingaþjónusta Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns  fyrir fræðimenn...
Upplýsingaþjónusta Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns fyrir fræðimenn...
 
Almenningsleyfi
AlmenningsleyfiAlmenningsleyfi
Almenningsleyfi
 
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennaraOpnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
 
Open source tools for educators
Open source tools for educatorsOpen source tools for educators
Open source tools for educators
 
Viðmið um vinnustundir í námskeiðinu UPP215f Internetið og upplýsingaleitir, ...
Viðmið um vinnustundir í námskeiðinu UPP215f Internetið og upplýsingaleitir, ...Viðmið um vinnustundir í námskeiðinu UPP215f Internetið og upplýsingaleitir, ...
Viðmið um vinnustundir í námskeiðinu UPP215f Internetið og upplýsingaleitir, ...
 
Hvernig við breytum námskeiðinu okkar í fjarnámskeið
Hvernig við breytum námskeiðinu okkar í fjarnámskeiðHvernig við breytum námskeiðinu okkar í fjarnámskeið
Hvernig við breytum námskeiðinu okkar í fjarnámskeið
 
Opið menntaefni á Tungumálatorginu
Opið menntaefni á TungumálatorginuOpið menntaefni á Tungumálatorginu
Opið menntaefni á Tungumálatorginu
 

More from University of Iceland

Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?
Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?
Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?University of Iceland
 
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...University of Iceland
 
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...University of Iceland
 
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla ÍslandsKennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla ÍslandsUniversity of Iceland
 
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?University of Iceland
 
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...University of Iceland
 
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...University of Iceland
 
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...University of Iceland
 
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeimUpplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeimUniversity of Iceland
 
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...University of Iceland
 
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?University of Iceland
 
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefniHvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefniUniversity of Iceland
 
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat University of Iceland
 
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámiHvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámiUniversity of Iceland
 

More from University of Iceland (20)

Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?
Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?
Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?
 
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
 
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
 
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla ÍslandsKennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
 
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
 
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
 
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
 
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
 
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeimUpplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
 
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
 
Unpaywall
UnpaywallUnpaywall
Unpaywall
 
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
 
Open Access Button
Open Access ButtonOpen Access Button
Open Access Button
 
Kobernio
KobernioKobernio
Kobernio
 
IcanHazPDF
IcanHazPDFIcanHazPDF
IcanHazPDF
 
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefniHvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
 
Hvað er Sci-Hub?
Hvað er Sci-Hub?Hvað er Sci-Hub?
Hvað er Sci-Hub?
 
Námskeið inni í námskeiði.
Námskeið inni í námskeiði.Námskeið inni í námskeiði.
Námskeið inni í námskeiði.
 
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat
 
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámiHvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
 

Hugverkaréttur og heimildanotkun

  • 1. Hugverkaréttur og heimildanotkun Með áherslu á opin leyfi Samspil 2015 – UT átak Menntamiðju Menntavísindasvið Háskóla Íslands 16. desember 2015 – Sigurbjörg Jóhannesdóttir Þessar skýrur eru gefnar út með afnotaleyfi CC-BY 4.0 frá Creative Commons. Það þýðir að hver sem er má endurnýta þær að hluta til eða alveg, breyta, dreifa, textagreina og búa til afleidd verk í hvaða miðli sem er. Skilyrðin eru að upprunalegs höfundar sé getið og að um sé að ræða skapandi vinnu sem eykur þekkingarlegt
  • 2. Uppbygging erindis Um mig Hugverkaleyfi Höfundaréttur Leyfi íslenskra námsgagnaútgefenda Almenningsleyfi Höfundafrelsi Skilningur á hugtökum varðandi aðgang Opinn aðgangur Höfundaviðurkenning Opin afnotaleyfi Creative Commons Hvaða hugverkaleyfi á að velja? Hvernig merki ég efnið mitt?
  • 3. Verkfæri sem við notum í dag
  • 4. Verkfærin Adobe Connect Doodle Google Docs - Spurningaformið Opinn fésbókarhópur Hugverkaréttur og heimildanotkun https://www.facebook.com/groups/443296569193682/ Twitter #? #menntaspjall / #samspil2015 / @sibbajoa
  • 6. Leyfi (e. licence) Þýðir að gefa leyfi fyrir notkun á einhverju Getur líka falist í því skjölun um leyfið, þe. upplýsingar um hvað felst í leyfinu, hvað má gera við efnið sem hefur þetta tiltekna leyfi.
  • 7. Hver gefur leyfi? Leyfisveitandi (e. licensor) getur veitt leyfi til leyfishafa (e. licensee) sem felur í sér einhverskonar samkomulag (a. agreement) á milli þessara aðila.
  • 8. Skilgreining á leyfi Skilgreining leyfis er að leyfisveitandinn heimilar leyfishafa að nota efni á ákveðinn hátt. Leyfið sem leyfisveitandinn notar, felur í sér upplýsingar um hvernig leyfishafi má nota efnið.
  • 9. Leyfi sem falla undir höfundaréttarlög Leyfisveitandi getur veitt leyfi sem fellur undir höfundaréttarlög lands þess aðila sem veitir leyfið. Hann getur heimilað ákveðna notkun á efninu samanber að afrita hugbúnað eða nota kennsluefni á ákveðinn hátt. Leyfi sem falla undir höfundaréttarlög fela venjulega í sér meira en sjálft leyfið. Þetta getur verið afmarkað tímabil, ákveðið landsvæði, endurnýjun á ákvæði og aðrar takmarkanir sem eru mikilvægar fyrir leyfisveitenda.
  • 10. Afmarkað tímabil Mörg leyfi gilda fyrir afmarkað tímabil. Leyfisveitandi er því varinn fyrir hækkunum sem geta orðið á verði efnis. Leyfisveitandi er þannig varinn fyrir breytingum sem geta orðið á markaðnum. Tryggir að ekkert leyfi gildi lengur en þann gildistíma sem leyfisveitandi tiltekur.
  • 11. Landsvæði Leyfi getur falið sér réttindi á ákveðnum landsvæðum.
  • 12. Það má segja að….. Leyfi sé loforð um að leyfisveitandi lögsæki ekki leyfishafa fyrir notkun hans á efni sem leyfisveitandi á eða hefur búið til. Það þýðir að ef hugverk hefur ekki ákveðið skilgreint leyfi, að öll notkun eða afritun á því getur varðað við lög.
  • 13. Hlutverk hugverkaleyfis Hugverkaleyfi gegnir mikilvægu hlutverki í viðskiptum, fræðasamfélaginu, kennslu á öllum skólastigum, allri miðlun og Internetinu. Leyfisveitingar hugverkaréttinda hafa áhrif á hvernig tækni er yfirfærð, útgáfu, kennsluefni og fleira.
  • 14. Verkefni 1 Skrifaðu hjá þér öll leyfi sem þér dettur í hug að höfundur eða útgefandi geti sett á kennsluefni.
  • 15. Verkefni 1 - framhald Finndu og skráðu þig í fésbókarhópinn: Hugverkaréttur og heimildanotkun https://www.facebook.com/groups/44329656919368 2/ Finndu þráðinn þar sem þú ert beðin(n) um að skrifa upp leyfi sem þér dettur í hug að höfundur eða útgefandi geti sett á kennsluefni. Afritaðu þinn texta sem svar við þessum þráð (svara/reply). Ekki búa til nýjan þráð/status. Þegar allir eru búnir að setja inn sinn texta er velkomið að setja inn athugasemdir og fleira sem tengist efninu þarna inn.
  • 16. Höfundaréttur (e. copyright) Höfundaréttur er skilgreindur í íslenskum höfundalögum sem eignaréttur höfundar á verki þar sem má á engan hátt aðlaga efnið, endurnýta það, dreifa því eða nota á annan hátt en til einkanota ef það er ekki í fjárhagslegum tilgangi (Höfundalög 1972 nr. 73 29. maí). Notkun á efninu í rannsóknarskyni eða til náms er þó heimil á þar til gerðum búnaði til notkunar í húsnæði viðkomandi stofnana (Höfundalög 1972 nr. 73 29. maí). Höfundaréttur er marktækur aðgangsþröskuldur að efni. Ef einstaklingur er með aðgang að verki sem er merkt með copyright eða er alls ekki merkt, þá gilda höfundalög hvers lands um sig fyrir það. Það þýðir langoftast að ef viðkomandi langar til að þýða efnið á annað tungumál þá má hann það ekki, né dreifa afriti af því til samstarfsmanna, afrita textann til að greina hann með háþróaðri tækni (e. text mining) eða að endurvinna til lesturs með nýrri tækni.
  • 17. Höfundaréttur (e. copyright) Höfundarlög 1872 nr. 73 29. maí http://www.althingi.is/lagas/nuna/1972073.html Eignaréttur höfunda Höfundur er sá eini sem má gera eintök af verkinu og birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, þýða það eða aðlaga á nokkurn hátt. Höfundur eða rétthafi er sá eini sem má gera eintök af verki sínu og birta á Internetinu. Gildistími 70 ár frá andláti höfundar. Grannréttindi Flytjandi hefur einkarétt á eintakagerð og dreifingu af flutningi sínum Framleiðandi hefur einkarétt á eftirgerð og dreifingu https://en.wikipedia.org/wiki/Copyright
  • 18. Verkefni 2 Ræddu um það efni sem þú ert að nota í kennslu og á hvaða hátt notkun þess brýtur mögulega gegn höfundaréttarlögum. Ræddu þetta í fésbókarhópnum: Hugverkaréttur og heimildanotkun https://www.facebook.com/groups/4432965691 93682/ Ræðið þetta undir þræðinum „Það efni sem ég nota í kennslu og á hvaða hátt notkun á því brýtur mögulega gegn höfundaréttarlögum.“
  • 19. Takmarkanir á höfundarétti Bandarískur höfundaréttur byggir á kenningunni um sanngjarna notkun (e. fair use). https://en.wikipedia.org/wiki/Fair_use Í íslenskum höfundarétti miðast takmarkanir við birt verk. Leyfilegt er að búa til eintök af birtu verki til einkanota (11. gr. höf).
  • 20. Af vef Námsgagnastofnunar Vakin er athygli á að allt það efni sem gefið er út undir hnappnum Vefefni er bundið höfundarrétti og á það við um texta og myndir. Um það gilda því almennir skilmálar um heimild útgefanda til afritunar. Heimilt er þó að afrita og fjölfalda efni sem sérstaklega er ætlað til þess, til afnota fyrir nemendur og kennara vegna vinnu þeirra í skólum. Öll notkun vefefnisins er endurgjaldslaus. http://www.nams.is/notkunarskilmalar/
  • 21. Á vef Iðnú útgáfu Ég finn ekkert um leyfi á bókum, verkefnum eða ítarefni sem er aðgengileg á vefsíðu þeirra. http://idnu.is/verkefni-og-itarefni/
  • 22. Verkefni 3 Ræddu um hvort eitthvað kemur þér á óvart varðandi notkun á efni í kennslu. Ertu mögulega að nota efni á ólöglegan hátt án þess að vita það? Ræddu þetta í fésbókarhópnum: Hugverkaréttur og heimildanotkun https://www.facebook.com/groups/4432965691 93682/ Ræðið þetta undir þræðinum „Erum við að nota efni á ólöglegan hátt ómeðvitað/meðvitað og annað sem kemur á óvart varðandi notkun á efni í kennslu.“
  • 23. Verkefni 4 Er allt efni sem þú notar í þinni kennslu löglegt samkvæmt íslenskum höfundaréttarlögum? Vinsamlegast svaraðu á Doodle http://doodle.com/poll/t2dnyw2ru4fftexr
  • 24. Verkefni 5 Svara spurningu um ca. hversu hátt hlutfall af notkun efnis í þinni kennslu er notað á löglegan hátt samkvæmt íslenskum höfundaréttarlögum. Vinsamlegast svaraðu á Doodle http://doodle.com/poll/bp237aghdesw3mhv
  • 25. Almenningsley fi (e. public domain) Verk sem höfundaréttur gildir ekki lengur fyrir eða verk sem höfundaréttur fór aldrei á. Á Íslandi fær verk almenningsleyfi 70 árum eftir dauða höfundar. Margir höfundar taka þá ákvörðun að tileinka almenningi verk sín. https://en.wikipedia.org/wiki/Public_domain
  • 26. Höfundafrelsi Höfundafrelsi er hluti af heimiluðu höfundaréttarleyfi (e. permissive copyright licence) sem veitir höfundinum frelsi til að leyfa notendum verks hans til að afrita, nota, breyta og dreifa því. Höfundafrelsisleyfi eru öll frjáls eða opin. Þrátt fyrir það þá fela sum þessara leyfa í sér ákveðnar takmarkanir og kröfur sem gerir það að verkum að þau flokkast ekki undir höfundafrelsisleyfið. Yfirflokkur Ekki afnotaleyfi
  • 27. Verkefni 6 Hvað er opinn aðgangur. Vinsamlegast svaraðu spurningum í Google Docs spurningakerfinu: https://docs.google.com/forms/d/1meXB1PeJUX- iGoYSL5VZDvj5ltjPhuCXl3abJCHgsr4/viewform? usp=send_form
  • 28. Aðgangur Hugtök, orðanotkun og sameiginlegum skilningur
  • 29. Frjáls aðgangur (e. Free Access) Efni sem er aðgengilegt á Internetinu án gjaldtöku og er með almenningsleyfi (e. public licence) og alveg laust við höfundarétt.
  • 30. Opinn aðgangur (e. Libre OA) Efni sem er aðgengilegt á Internetinu án gjaldtöku og er með opið afnotaleyfi (e. open licence) og því laust við mikið af þeim leyfishömlum sem felast í hefðbundnum höfundarétti.
  • 31. Ókeypis aðgangur (e. Gratis OA) Efni sem er ókeypis og með hefðbundinn höfundarétt (e. copyright).
  • 32. Kostaður aðgangur Verk sem þarf að greiða fyrir til að fá aðgang að. Gjaldtaka getur falist í áskriftargjaldi eða stökum kaupum. Þessi verk geta verið með hefðbundinn höfundarétt (e. copyright) eða opið afnotaleyfi (e. open licence).
  • 33. Höfundaréttarvarður aðgangur Verk sem er með hefðbundinn höfundarétt (e. copyright). Verk getur verið ókeypis eða til sölu/í áskrift.
  • 34. Opinn aðgangur Hvað þýðir það að efni sé í opnum aðgangi?
  • 35. Aðgangshindranir sem hverfa fyrir tilstilli OA OA að efni fjarlægir tvær aðgangshindranir sem felast í verðmiða þess og sumar af þeim leyfishömlum sem felast í höfundarétti. Verðhindranir Það að þurfa að greiða fyrir efni sem er aðgengilegt í rafrænu formi á Internetinu er hár þröskuldur fyrir notendur Internetsins. Leyfishömlur Hefðbundinn höfundaréttur (e. copyright) á efni dregur úr notagildi efnis og áhrifum. Höfundaréttur takmarkar notagildi og minnkar áhrif af vinnu höfundar og skaðar notendur með því að takmarka notkun þeirra á efninu.
  • 36. Efni sem getur verið í OA Ritrýndar rannsóknarritgerðir óritrýnd handrit nemendaverkefni rannsóknargögn gögn frá stjórnvöldum forritunarkóðar kynningar frá ráðstefnum (texti, glærur, hljóð, video) fræðileg skólaverkefni bækur skáldsögur, sögur, leikrit og ljóð fréttablöð handrit grafík (listaverk, ljósmyndir, teikningar, kort) opið menntaefni opið námskeiðsefni kennsluáætlanir stafræn prentuð verk
  • 37. Höfundaviðurkenning (e. copyleft) Fyrirkomulag þar sem er leyfilegt að verk sé notað, aðlagað og dreift með því skilyrði að höfundur haldi höfundarétti sínum og hans sé getið. Krafa er um að öll afleidd verk fái sama afnotaleyfi og upprunalega verkið er með. Rammi höfundaréttarlaga er notaður til að gera notendum verksins kleift að endurnýta, aðlaga og breyta því. Tilgangur þess er að höfundaréttarlögin séu notuð til að tryggja að verk haldi áfram að vera aðgengileg. Copyleft leyfi fyrir hugbúnað krefst þess að nauðsynlegum upplýsingum til endurframleiðslu og breytinga á kóðanum sé gerður aðgengilegur. Kóðinn felur vanalega í sér afrit af skilmálum afnotaleyfisins og upplýsingar um höfund. Yfirflokkur Ekki afnotaleyfi
  • 38. Copyleft afnotaleyfi GNU General Public License Creative Commons - ShareAlike
  • 39. Opin afnotaleyfi Opið afnotaleyfi er stöðluð leið til að veita leyfi og láta í ljós óskir höfundar varðandi takmarkanir fyrir aðgengi, notkun, endurnýtingu eða endurdreifingu á skapandi verkum hvort sem um er að ræða texta, grafík, hljóð, margmiðlunarefni eða annað. Tilkoma opins afnotaleyfis er tilkomin vegna sterkrar löngunar til að vernda réttindi höfundar í umhverfi þar sem auðvelt er að afrita og deila stafrænu efni á Internetinu án þess að fá leyfi til þess frá höfundi. Opið afnotaleyfi leitast við að tryggja að afritun og dreifing gerist innan lagaramma sem er sveigjanlegri heldur en hefðbundinn höfundaréttur (e. copyright) eins og hann er skilgreindur í lögum.
  • 40. Afnotaleyfi Creative Commons Afnotaleyfi Creative Commons býður upp á fjóra valkosti sem eru: Höfundar getið (e. BY-Attribution) Deilist áfram (e. SA - Share alike) Ekki í hagnaðarskyni (e. NC - Non-commercial) Engar afleiður (e. ND - No derivatives) http://creativecommons.org/
  • 41. Höfundar getið (e. BY – Attribution) Öll afnotaleyfi Creative Commons gera kröfu um BY skilyrðið en það þýðir að það þarf alltaf að geta höfundar og er gert til að tryggja að allir viti hvaðan verkið. Efni með þessu leyfi gerir öðrum kleift að afrita, dreifa, breyta, byggja ofan á það og endurblanda í hvaða formi sem er. Það má endurnýta efnið að öllu leyti eða að hluta til, búa til afleidd verk, jafnvel í ágóðaskyni á meðan að það er vísað til upphaflegs höfundar. Það verður alltaf að gefa höfundi þann heiður sem hann á skilið, vísa í leyfið og segja frá þeim breytingum sem hafa verið gerðar á eðlilegan. Þetta er rúmasta afnotaleyfið og ef höfundur vill ná sem mestri dreifingu og notkun á efninu er mælt með að hann noti þetta leyfi.
  • 42. Deilist áfram á sama hátt (e. SA – Share alike) Þetta afnotaleyfi, Deilist áfram á sama hátt, þýðir að þeir sem búa til afleidd verk út frá því verða að nota sama afnotaleyfið á það verk og er á upprunalegu verki höfundar Með því að nota þetta afnotaleyfi þá tryggir upprunalegur höfundur verksins að öll afleidd verk af því séu áfram með sama afnotaleyfi og verði því áfram frjáls eins og upprunalega verkið er. Þessu afnotaleyfi hefur verið líkt við copyleft-leyfi sem er algengt í heimi frjáls og opins hugbúnaðar. Þetta er það afnotaleyfi sem er algengast að nota á opið menntaefni (e. Open Educational Resources) og er það afnotaleyfi sem Wikipedia notar.
  • 43. Ekki í hagnaðarskyni (e. NC – Non-commercial) Þetta afnotaleyfi, Ekki í hagnaðarskyni, þýðir að ekki má nota afleidd verk í ágóðaskyni. Einungis sjálfur höfundurinn má hagnast fjárhagslega af sínu verki og fyrstu útgáfu af afleiddu verki af því. Það sem flækir þetta leyfi svolítið er að höfundur á afleiddu verki má breyta því afnotaleyfi sem hann setur á afleidda verkið sem þýðir að ef hann setur ekki sama afnotaleyfið á það, þá má höfundur að afleidda verkinu af því hafa af því ágóða. Það sem gerir þessa merkingu virkilega erfiða er að stundum er erfitt að greina á milli þess hvað er að hafa fjárhagslegan hagnað af verki. Myndi skóli sem rukkar skólagjöld til dæmis mega nota menntaefni, fræðigreinar og annað efni með þessari merkingu? Myndi slík notkun teljast vera í ágóðaskyni fyrir viðkomandi skóla? Þessu er erfitt að svara því að það er ekki verið að selja efnið sjálft
  • 44. Engar afleiður (e. ND – No derivatives) Þetta afnotaleyfi, Engar afleiður, þýðir að ekki má búa til afleidd verk út frá því. Það er leyfilegt að dreifa verkinu hvort sem það er í ágóðaskyni eða ekki eins lengi og um er að ræða verkið eins og það var skapað af upprunalegum höfundi þess. Þetta er mesta takmörkunin sem afnotaleyfi Creative Commons býður upp á þar sem þetta leyfi kemur í veg fyrir endurnýtingu og frekari þróun á verkinu nema með sérstöku leyfi frá höfundi.
  • 45. Sex mismunandi samsetningar Hægt er að setja saman hina fjóra valkosti afnotaleyfa Creative Commons á sex mismunandi vegu sem eru: (CC-BY) höfundar getið (CC-BY-SA) höfundar getið – deilist áfram á sama hátt (CC-BY-NC) höfundar getið – ekki í hagnaðarskyni (CC-BY-ND) höfundar getið –engar afleiður (CC-BY-NC-SA) höfundar getið – ekki í hagnaðarskyni – deilist áfram á sama hátt (CC-BY-NC-ND) höfundar getið – ekki í hagnaðarskyni - engar afleiður.
  • 46.
  • 47. CC-BY Þetta afnotaleyfi er minnst takmarkandi fyrir efni í opnum aðgangi á eftir frjálsu leyfi (e. Public domain) og í því felst að það má dreifa, endurblanda, breyta og byggja ofan á verk höfundar, jafnvel í ágóðaskyni, svo lengi sem vísað er til upphaflegs höfundar.
  • 48. CC-BY-SA Í þessu leyfi felst að að má dreifa, endurblanda, breyta og byggja ofan á verk höfundar hvort sem það er í ágóðaskyni eða ekki, svo lengi sem vísað er til upphaflegs höfundar og það þarf að gefa afleidd verk út með sama afnotaleyfi Þetta er það afnotaleyfið sem Wikipedia notar og er algengt að nota á opið menntaefni (e. Open Educational Resources). Þetta afnotaleyfi tryggir að afleidd verk verði gefin út með sömu skilmálum og upphaflega verkið, tryggir frelsi verksins áfram og hefur því oft verið líkt við copyleft-leyfið sem er algengt á frjálsum og opnum hugbúnaði.
  • 49. CC-BY-NC Í þessu leyfi felst að að má dreifa, endurblanda, breyta og byggja ofan á verk höfundar, svo lengi sem vísað er til upphaflegs höfundar og á meðan að afleidd verk eru ekki notuð í ágóðaskyni. Höfundar afleiddra verka þurfa ekki að nota sama afnotaleyfi og er á upphaflega verkinu.
  • 50. CC-BY-ND Í þessu leyfi felst að að má dreifa verkum hvort sem það er í ágóðaskyni eða ekki, svo lengi sem vísað er til upphaflegs höfundar og upphaflegu verki er ekki breytt. Þetta afnotaleyfi heimilar dreifingu og notkun á efninu, hvort sem hún er í ágóðaskyni eða ekki svo lengi sem vísað er til höfundar og efninu er dreift áfram óbreyttu. Óheimilt er að búa til afleidd verk út frá upprunalegu verki.
  • 51. CC-BY-NC-SA Í þessu leyfi felst að að má dreifa, endurblanda, breyta og byggja ofan á verk höfundar, svo lengi sem vísað er til upphaflegs höfundar, á meðan að afleidd verk eru ekki notuð í ágóðaskyni og þau gefin út með sama afnotaleyfi og upprunalega verkið.
  • 52. CC-BY-NC-ND Þetta er þrengsta afnotaleyfið Creative Commons og í því felst að það er heimilt að afrita verk höfundar og dreifa þeim áfram óbreyttum, svo lengi sem vísað er til upphaflegs höfundar og þau eru ekki notuð í ágóðaskyni.
  • 54. Skiptir máli tegund efnis upp á hvaða leyfi er valið? Kennsluefni Greinar Ljósmyndir Video Bók Glærur Hráefni úr t.d. rannsókn
  • 55. Skiptir máli hver býr til efnið? /Hver gefur það út? Kennsluefni búið til af opinberum aðilum Kennsluefni búið til af einkaaðilum Kennsluefni búið til af kennurum Formlega útgefið efni Óútgefið efni / aðgengilegt á Internetinu
  • 56. Verkefni 7 Hvaða hugverkaleyfi finnst þér að eigi að nota á kennsluefni sem er greitt fyrir af ríkinu (t.d. efni framleitt af Námsgagnastofnun). Ræddu þetta í fésbókarhópnum: Hugverkaréttur og heimildanotkun https://www.facebook.com/groups/4432965691 93682/ Ræddu þetta undir þræðinum „Verkefni 7. Hvaða hugverkaleyfi finnst þér að eigi að nota á kennsluefni sem er greitt fyrir af almannafé?“
  • 57. Verkefni 8 Hvaða hugverkaleyfi finnst þér að eigi að nota á kennsluefni sem er styrkt úr opinberum sjóðum? Ræddu þetta í fésbókarhópnum: Hugverkaréttur og heimildanotkun https://www.facebook.com/groups/4432965691 93682/ Ræddu þetta undir þræðinum „Verkefni 8. Hvaða hugverkaleyfi finnst þér að eigi að nota á kennsluefni sem er styrkt úr opinberum sjóðum?“
  • 58. Get ég haft áhrif?
  • 60.
  • 63. Dæmi um merkingar hjá Svövu P.
  • 64. Verkefni 9 Hvaða hugverkaleyfi heldur þú að þú komir til með að nota á eigið efni? Bækur, glærur, ritvinnsluskjöl, ljósmyndir, kvikmenntir, greinar, verkefni, próf, ….. Ræddu þetta í fésbókarhópnum: Hugverkaréttur og heimildanotkun https://www.facebook.com/groups/4432965691 93682/ Ræddu þetta undir þræðinum „Verkefni 9. Hvaða hugverkaleyfi heldur þú að þú komir til með að nota á eigið efni? “
  • 65. Texti sem hægt er að nota með mismunandi afnotaleyfum
  • 66. CC-BY 4.0 á grein Þessi grein er gefin út með afnotaleyfi CC-BY 4.0 frá Creative Commons. Það þýðir að hver sem er má endurnýta hana að hluta til eða alveg, breyta, dreifa, textagreina og búa til afleidd verk í hvaða miðli sem er. Skilyrðin eru að upprunalegs höfundar sé getið og að um sé að ræða skapandi vinnu sem eykur þekkingarlegt verðmæti greinarinnar.
  • 67. CC-BY á ritgerð Þessi ritgerð er gefin út með afnotaleyfi Creative Commons CC-BY 4.0 sem þýðir að hver sem er má endurnýta hana að hluta til eða alveg, breyta, dreifa, textagreina og búa til afleidd verk í hvaða miðli sem er með því skilyrði að upprunalegs höfundar sé getið.
  • 68. Almenningsleyfi á stefnu Þessi stefna er gefin út af Háskólanum í Reykjavík með CC0 leyfinu sem þýðir að hver sem er má endurnýta hana að hluta til eða alveg, breyta og dreifa og gera að sinni án nokkurra skilyrða.
  • 69. Praktískt ráð Þú skalt safna saman í eitt skjal (t.d. ritvinnsluskjal) þau leyfi sem þú notar: Grafíkin sem táknar leyfið Nafnið þitt og ártal Textinn sem fylgir leyfinu (getur átt 1-5 texta eftir leyfi og tegund efnis). Gerðu grafíkina með leyfinu og heitið á leyfinu að tenglum, þannig að vísi á upplýsingar um leyfið: T.d. http://creativecommons.org/licenses/by/4.0/ Ef er kvikuð mynd, birta slóðina sem texta. Ef er mögulegt, hafa leyfismerkinguna fremst eða framarlega
  • 70. Dæmi um merkingu á kvikuðu efni
  • 71. Mitt sniðmát fyrir kennsluefni Sigurbjörg Jóhannesdóttir - 2015 Þetta kennsluefni er gefið út með afnotaleyfi CC-BY-SA 4.0 frá Creative Commons. Það þýðir að hver sem er má endurnýta það að hluta til eða alveg, breyta, dreifa, textagreina og búa til afleidd verk í hvaða miðli sem er með afnotaleyfinu CC-BY-SA. Skilyrðin eru að upprunalegs höfundar sé getið og að um sé að ræða skapandi vinnu sem eykur þekkingarlegt verðmæti kennsluefnisins.
  • 72. Mitt sniðmát fyrir skýrur Sigurbjörg Jóhannesdóttir - 2015 Þessar skýrur eru gefnar út með afnotaleyfi CC-BY 4.0 frá Creative Commons. Það þýðir að hver sem er má endurnýta þær að hluta til eða alveg, breyta, dreifa, textagreina og búa til afleidd verk í hvaða miðli sem er. Skilyrðin eru að upprunalegs höfundar sé getið og að um sé að ræða skapandi vinnu sem eykur þekkingarlegt
  • 73. Afnotaleyfismerkingar í Flickr Fara í Settings - Privacy & Permissions – Defaults for new uploads - EDIT https://www.flickr.com/
  • 74.
  • 76.
  • 77.
  • 78. Verkefni 10 Tístaðu á Twitter um það sem þér fannst áhugaverðast í kennslunni í dag. #samspil2105 @sibbajoa Tístaðu á Twitter um eitthvað sem tengist opnum aðgangi #opinnadgangur Tístaðu á Twitter um eitthvað sem tengist opnu menntaefni #opidmenntaefni
  • 79. Verkefni 11 Búðu til þitt eigið sniðmát fyrir höfundarétt með grafík fyrir það leyfi sem á að nota, nafninu þínu, ártali og texta sem á að fylgja leyfunum. Mundu að vísa í vefsíður þar sem leyfin eru útskýrð. T.d. eitt ritvinnsluskjal fyrir ólík afnotaleyfi sem vilt nota t.d. á kennsluefni, verkefni, greinar, ritgerðir, próf o.s.frv. Eitt skýruskjal (t.d. powerpoint eða openoffice) fyrir að afnotaleyfi sem þú vilt nota á skýrurnar þínar.