SlideShare a Scribd company logo
1 of 6
Download to read offline
Framkvæmdaáætlun um opinn aðgang í Háskólanum í Reykjavík Bls. 1
Háskólinn í Reykjavík:
Framkvæmdaáætlun um opinn aðgang (OA)
Þessi framkvæmdaáætlun er til leiðbeiningar fyrir akademíska starfsmenn Háskólans í
Reykjavík [HR] og nemendur hans, um hvernig beri að fylgja stefnu skólans um opinn
aðgang (OA).
1 Markhópar
Stefna HR um opinn aðgang nær til:
• Akademískra starfsmanna HR sem eru:
o Fræðimenn með rannsóknarskyldu
o Fastráðnir kennarar
o Stundakennarar
o Dæmatímakennarar
• Nemenda sem eru í formlegu námi við HR.
2 Birtingar
Akademískir starfsmenn og nemendur HR skulu leitast við að birta í opnum aðgangi,
afurðir sem tengjast kennslu, námi og vísindastarfi sem unnið er við skólann.
Þetta geta verið:
• Ritrýndar fræðigreinar
• Handrit fræðigreina sem eiga eftir að fá ritrýni
• Lokaritgerðir í grunn- og meistaranámi og doktorsritgerðir
• Stærri nemendaverkefni
• Forritunarkóðar
• Ráðstefnu-/málstofukynningar (texti, glærur, hljóð, kvikun)
• Bækur og bókKarkaflar
• Skýrslur
• Menntaefni
• Grafík (ljósmyndir, skýringarmyndir)
3 Höfundaréttur
Í stefnu HR um opinn aðgang er hvatt til þess að akademískir starfsmenn skólans haldi
höfundarétti sínum og framselji hann ekki til annars aðila (t.d. útgefenda).
Akademískum starfsmönnum skólans er bent á að kynna sér vel reglur útgefenda.
3.1 Höfundaréttur og afnotaleyfin „Creative Commons“
Á árunum 2002-3 voru gefnar út þrjár áhrifamiklar opinberar yfirlýsingar um opinn
aðgang. Fyrst kom Búdapestyfirlýsingin með skilgreiningu á opnum aðgangi í febrúar
2002, Bethesda yfirlýsingin um útgáfu í opnum aðgangi í júní 2003 og
Berlínaryfirlýsingin um opinn aðgang til aukinnar þekkingar í október 2003. Bethesda
og Berlínaryfirlýsingarnar leggja áherslu á að til þess að verk geti talist vera í opnum
aðgangi þá þurfi höfundaréttarhafi að samþykkja fyrirfram að leyfa notendum að afrita,
Framkvæmdaáætlun um opinn aðgang í Háskólanum í Reykjavík Bls. 2
nota, dreifa, senda og sýna verkið opinberlega og að búa til og dreifa afleiddum verkum
óháð leyfi höfundar. Allar þrjár yfirlýsingarnar eru sammála um að efni í opnum aðgangi
sé ekki bara ókeypis heldur sé líka með afnotaleyfi, þó á þann hátt að höfundi er alltaf
eignað verkið.
“SPARC, the Scholarly Publishing and Academic Resources Coalition” („Author Rights“,
2007) og “DOAJ Directory of Open Access journals” („For Publishers“, 2014) mæla með
því að höfundar noti afnotaleyfi “Creative Commons” á fræðigreinar sem þeir gefa út í
opnum aðgangi.
Stefna HR hvetur akademíska starfsmenn og nemendur skólans að nota opna
afnotaleyfið „Creative Commons". Á það jafnt við um fræðigreinar, glærur, lokaverkefni,
menntaefni, skýrslur, grafík eða annað efni.
Akademískir starfsmenn eru einnig hvattir að nota opnu afnotaleyfin á bækur sem þeir
skrifa og birta í opnum aðgangi á veraldarvefnum.
Afnotaleyfi
Endurnýta
efnið í
öðru
verkefni
Endurnýta
hluta eða
úrdrátt úr
efninu í
annað
verkefni
Gera
breytingar á
efninu (t.d.
þýða á
annað
tungumál)
Nýting á
gögnum
sem efnið
byggir á
(e. data
mining)
Velja annað
afnotaleyfi
á afleitt
verk
Selja eða
endurnýta á
þann hátt að
hafa megi af
því
fjárhagslegan
ávinning
CC-BY já já já já já já
CC-BY-SA já já já já nei já
CC-BY-NC já já já já já nei
CC-BY-ND já nei nei nei nei já
CC-BY-NC-SA já já já já nei nei
CC-BY-NC-ND já nei nei nei nei nei
3.1.1 CC-BY
Þetta afnotaleyfi er minnst takmarkandi fyrir efni í opnum aðgangi á eftir frjálsu leyfi (e.
Public domain). Þetta leyfi gerir öðrum kleift að dreifa, endurblanda, breyta og byggja
ofan á verk höfundar, jafnvel í ágóðaskyni, svo lengi sem vísað er til upphaflegs
höfundar. Þetta er það leyfi sem er mælt með að akademískir starfsmenn Háskólans í
Reykjavík noti á fræðigreinar, til þess að þeir nái fram mestri dreifingu og notkun á
efninu sem þeir eru að birta.
Það er í samræmi við það sem er að gerast í akademíska heiminum í dag en „CC-BY“ er
orðið algengasta leyfið sem er sett á fræðigreinar í opnum aðgangi, en þeir sem mæla
með því að nota það eru m.a. „Open Access Scholarly Publishers Association (OASPA)“
(„Licensing“, e.d.), „SPARC Europe Seal of Approval program for OA journals" og
„UNESCO“ (Alma, 2012). Margir rannsóknarsjóðir setja það sem skilyrði fyrir birtingu
fræðiefnis sem fær styrk að það sé með afnotaleyfinu „CC-BY“. Einnig eru margir
útgefendur eins og „PLOS“, „BioMed Central“, „Hindawi“, „Copernicus“, „eLife“ og „Peer“,
sem styðja við notkun á afnotaleyfinu "CC-BY" sem sjálfgefið höfundaleyfi fyrir
fræðigreinar í opnum aðgangi. Mörg stærstu áskriftartímaritinu eru einnig byrjuð að
nota „CC-BY· („Licensing“, e.d.).
Framkvæmdaáætlun um opinn aðgang í Háskólanum í Reykjavík Bls. 3
3.1.2 CC-BY-SA
Þetta leyfi gerir öðrum kleift að dreifa, endurblanda, breyta og byggja ofan á verk
höfundar, jafnvel í ágóðaskyni, svo lengi sem vísað er til hans sem upphaflegs höfundar
og afleidd verk eru gefin út samkvæmt sömu skilmálum. Þetta afnotaleyfi er gjarnan
borið saman við „copyleft-leyfi“ sem tíðkast í heimi frjáls og opins hugbúnaðar. Öll ný
verk sem afleidd eru af upphaflega verkinu eru þá gefin út með sama afnotaleyfi. Þetta er
afnotaleyfið sem Wikipedia notar.
3.1.3 CC-BY-NC
Þetta afnotaleyfi gerir öðrum kleift að dreifa, endurblanda, breyta og byggja ofan á
verk höfundar, svo lengi sem vísað er til hans sem upphaflegs höfundar og afleidd
verk eru ekki notuð í ágóðaskyni. Höfundar afleiddra verka þurfa ekki að láta sömu
skilmála gilda um þau.
3.1.4 CC-BY-ND
Þetta afnotaleyfi heimilar dreifingu hvort sem hún er í ágóðaskyni eða ekki svo lengi
sem vísað er til höfundar og efninu er dreift áfram óbreyttu.
3.1.5 CC-BY-NC-SA
Þetta afnotaleyfi gerir öðrum kleift að dreifa, endurblanda, breyta og byggja ofan á
verk höfundar svo lengi sem vísað er til hans sem upphaflegs höfundar. Afleidd verk
eru ekki notuð í ágóðaskyni og þau gefin út samkvæmt sömu skilmálum.
3.1.6 CC-BY-NC-ND
Þetta er þrengsta afnotaleyfið af þeim sex meginleyfum og í því felst að öðrum er
heimilt að afrita verk höfundar og dreifa þeim áfram óbreyttum svo lengi sem vísað
er til höfundar og þau eru ekki notuð í ágóðaskyni.
4 Birting í opnum aðgangi?
Það fer eftir efninu sem á að birta hvaða leið er best að fara til að gera það aðgengilegt í
opnum aðgangi.
4.1 Fræðigreinar
Háskólinn í Reykjavík hefur á síðustu árum náð að auka verulega fjölda birtinga á virtum
ritrýndum vettvangi í nafni skólans (birtingar í tímarit með háan áhrifastuðul, t.d. ISI
tímarit). Stefna skólans um birtingu í opnum aðgangi má alls ekki verða til þess að draga
úr birtingum á virtum ritrýndum vettvangi. Yfir 90% af hágæðatímaritum leyfa
höfundum að birta greinar í opnum aðgangi í varðveislusöfnum.
Skólinn hvetur akademíska starfsmenn til að halda áfram að birta vísindagreinar sínar í
tímaritum með háan áhrifastuðul og leitast við að fá þær gefnar út hjá tímaritum sem
birta þær strax í opnum aðgangi (e. open access publishing/Gold OA) án kostnaðar fyrir
þá eða rannsóknina. HR tekur ekki þátt í kostnaði við birtingar.
Akademískir starfsmenn geta einnig valið að gefa greinar sínar út í hágæða tímaritum
sem leyfa höfundum að vista greinar í opnu varðveislusafni (e. open repository/Green
OA) samhliða útgáfu og birta í opnum aðgangi. Mikilvægt er að höfundar kynni sér vel
reglur tímarita varðandi birtingu í opnum aðgangi eftir þessari leið, oft kölluð græna
leiðin eða varðveisluleiðin. Einnig er bent á að oft er hægt að semja við útgefendur um
birtingu í opnum aðgangi.
Framkvæmdaáætlun um opinn aðgang í Háskólanum í Reykjavík Bls. 4
Hægt er að setja í opið varðveislusafn fleiri en eina útgáfu af sömu fræðigreininni, t.d.
það eintak sem er gefið út af tímaritinu (e. published version), fræðigreinina eftir að búið
er að ritrýna hana (e. post-print) eða/og handritið að fræðigreininni áður en hún er
ritrýnd (e. pre-print).
Yfir 90% allra fræðitímarita í heiminum bjóða höfundum upp á að birta greinar sínar í
opnum aðgangi í varðveislusafni (e. open repository) og á það jafnt við um ISI tímarit og
önnur tímarit. Miðað við niðurstöður úr rannsókn sem var gerð á birtingu fræðigreina á
meðal akademískra starfsmanna HR árið 2013 þá kom í ljós að á meðal 22 fræðimanna
sem að meðaltali sögðust hafa birt 32% af öllum birtingum sínum í opnum aðgangi árið
2013, að þeir hefðu getað birt allar [100% N=57] útgefnar fræðigreinar sínar í opnum
aðgangi í varðveislusafni. Þar af 88% af óritrýndum handritum fyrir útgáfu greinanna,
98% af ritrýndum greinum og 26% pdf af útgefnum greinum. 88% af ritrýndu
greinunum hefði mátt birta strax á útgáfudegi í opnum varðveislusöfnum og aðrar eftir
9-24 mánuði.
Miðað við niðurstöður rannsóknarinnar þá eru mestar líkur á að ef grein sé útgefin hjá
erlendu ISI tímariti að þá megi höfundur birta ritrýnt eintak af henni í opnum aðgangi í
varðveislusafni, strax við útgáfu hennar eða með nokkurra mánaða birtingartöf.
Háskólinn í Reykjavík hefur sett sér það markmið að koma upp opnu varðveislusafni þar
sem akademískir starfsmenn skólans geta birt fræðigreinar sínar í opnum aðgangi. Í
millitíðinni hefur skólinn áhuga á að safna saman útgefnum greinum annaðhvort með
því að höfundar sendi eintak til Bókasafns- og upplýsingaþjónustu HR eða seti
greinarnar tímabundið í Skemmuna. Upplýsingar varðandi þetta verða sendar til
akademískra starfsmanna HR.
4.2 Bækur
Akademískir starfsmenn skólans eru hvattir til að gefa bækur sínar út í opnum aðgangi
með einu af sex afnotaleyfum „Creative Commons“. Þannig ná bækurnar til stærri
lesendahóps, áhrif þeirra verða meiri og þær nýtast betur auk þess sem það er líklegt að
auka sölu prentaðra eintaka.
Oft er hægt er að birta bækur í opnum aðgangi jafnhliða prentuðum útgáfum. Algengt er
að rafræna útgáfan sé gefin út með 12 mánaða birtingartöf.
4.3 Bakkalár-, meistara- og doktorsritgerðir og önnur stór verkefni
Nemendur HR skulu gera bakkalár-, meistara- og doktorsritgerðir sínar
aðgengilegar í opnum aðgangi í varðveislusafninu „Skemmunni“ og mælst er til að þeir
merki þær með einu af afnotaleyfum „Creative Commons“. Sjá nánar í reglum um skil á
lokaritgerðum og lokaverkefnum við Háskólann í Reykjavík.
Nemendur eru jafnframt hvattir til að gera önnur stærri verkefni sem þeir vinna við HR
aðgengileg í opnum aðgangi á veraldarvefnum, t.d. í gegnum eigin vefsíður,
samfélagsvefi eða blogg.
4.4 Glærur og kynningar
Akademískir starfsmenn skólans eru hvattir til að birta allt kynningarefni sitt í opnum
aðgangi og merkja það með afnotaleyfinu "Creative Commons [CC-BY]“.
Framkvæmdaáætlun um opinn aðgang í Háskólanum í Reykjavík Bls. 5
4.5 Menntaefni / Kvikmenntir
Kennarar skólans sem eru að útbúa lifandi kvikmenntir og annað menntaefni eru hvattir
til að birta efnið í opnum aðgangi á miðlunarþjóni sem deildir skólans og Kennslusvið
HR sammælast um. Ennfremur eru kennarar skólans hvattir til að merkja það með
afnotaleyfinu „Creative Commons [CC-BY-SA]“ eða velja annað opið afnotaleyfi.
4.6 Forritunarkóðar
Forritarar, nemendur og kennarar skólans sem vinna verkefni á vegum skólans eru
hvattir til að birta kóðann í opnum aðgangi.
4.7 Skýrslur
Starfsmenn skólans eru hvattir til að birta skýrslur sínar í opnum aðgangi og merkja
með afnotaleyfinu „Creative Commons [CC-BY]“.
4.8 Grafík (ljósmyndir, skýringarmyndir o.fl.)
Starfsmenn skólans eru hvattir til að birta í opnum aðgangi grafík eins og t.d. ljósmyndir,
skýringarmyndir og fleira. Það er t.d. hægt að birta þær á "Flickr" eða "Wikimedia
Commons" sem leyfir merkingu þeirra með afnotaleyfinu „Creative Commons“.
5 Ábyrgð á framkvæmd stefnunnar um opið aðgengi og
framkvæmdaáætlun hennar
Rannsóknarþjónusta HR ber ábyrgð á túlkun stefnu HR um opinn aðgang og
framkvæmdaáætlun hennar, leysir þau ágreiningsmál sem kunna að koma upp og tekur
við tillögum að endurbótum. Kennslusvið HR ber ábyrgð á túlkun og lausn
ágreiningsmála þegar um lokaverkefni nemenda er að ræða. Endurskoða skal bæði
stefnu og framkvæmdaáætlun reglulega, en nauðsynlegt er að fylgjast vel með þróun
mála á þessu sviði.
Framkvæmdaáætlun um opinn aðgang í Háskólanum í Reykjavík Bls. 6
Heimildir
Alma, S. (2012). Policy guidelines for the development and promotion of open access.
París: United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization. Sótt af
http://www.unesco.org/new/en/communication-and-
information/resources/publications-and-communication-
materials/publications/full-list/policy-guidelines-for-the-development-and-
promotion-of-open-access/
Author Rights. (2007, 2013). SPARC. Sótt af
http://www.sparc.arl.org/initiatives/author-rights
For Publishers. (2014). DOAJ Directory of Open Access Journals. Sótt af
http://doaj.org/publishers
Licensing. (e.d.). OASPA Open Access Scholarly Publishers Association. Sótt af
http://oaspa.org/information-resources/frequently-asked-questions/
Þessi framkvæmdaáætlun er unnin af Sigurbjörgu Jóhannesdóttur, 25. mars 2014 og
gefin út af Háskólanum í Reykjavík með CC0 almenningsleyfinu sem þýðir að hver
sem er má endurnýta hana að hluta til eða alveg, breyta og dreifa og gera að sinni
án nokkurra skilyrða.

More Related Content

Similar to Framkvaemdaaaetlun OA

Staða opins aðgangs á Íslandi
Staða opins aðgangs á ÍslandiStaða opins aðgangs á Íslandi
Staða opins aðgangs á ÍslandiGudmundur Thorisson
 
Hliðverðir íslenskra stofnanavarðveislusafna
Hliðverðir íslenskra stofnanavarðveislusafnaHliðverðir íslenskra stofnanavarðveislusafna
Hliðverðir íslenskra stofnanavarðveislusafnaUniversity of Iceland
 
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennaraOpnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennaraUniversity of Iceland
 
Tímariti Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands breytt í opið tímarit sem er aðge...
Tímariti Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands breytt  í opið tímarit sem er aðge...Tímariti Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands breytt  í opið tímarit sem er aðge...
Tímariti Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands breytt í opið tímarit sem er aðge...University of Iceland
 
OA útskýrt: hvað er opinn aðgangur og af hverju?
OA útskýrt: hvað er opinn aðgangur og af hverju?OA útskýrt: hvað er opinn aðgangur og af hverju?
OA útskýrt: hvað er opinn aðgangur og af hverju?Gudmundur Thorisson
 
Þróun opins aðgans og vísindaútgáfu
Þróun opins aðgans og vísindaútgáfuÞróun opins aðgans og vísindaútgáfu
Þróun opins aðgans og vísindaútgáfuUniversity of Iceland
 
Þróun opins aðgangs og vísindaútgáfu
Þróun opins aðgangs og vísindaútgáfuÞróun opins aðgangs og vísindaútgáfu
Þróun opins aðgangs og vísindaútgáfuUniversity of Iceland
 
Þróun opins aðgangs og vísindaútgáfu
Þróun opins aðgangs og vísindaútgáfuÞróun opins aðgangs og vísindaútgáfu
Þróun opins aðgangs og vísindaútgáfuUniversity of Iceland
 
Hliðverðir íslenskra stofnanvarðveislusafna
Hliðverðir íslenskra stofnanvarðveislusafnaHliðverðir íslenskra stofnanvarðveislusafna
Hliðverðir íslenskra stofnanvarðveislusafnaUniversity of Iceland
 

Similar to Framkvaemdaaaetlun OA (11)

Opin_afnotaleyfi
Opin_afnotaleyfiOpin_afnotaleyfi
Opin_afnotaleyfi
 
Log_og_stefnur_um_oa
Log_og_stefnur_um_oaLog_og_stefnur_um_oa
Log_og_stefnur_um_oa
 
Staða opins aðgangs á Íslandi
Staða opins aðgangs á ÍslandiStaða opins aðgangs á Íslandi
Staða opins aðgangs á Íslandi
 
Hliðverðir íslenskra stofnanavarðveislusafna
Hliðverðir íslenskra stofnanavarðveislusafnaHliðverðir íslenskra stofnanavarðveislusafna
Hliðverðir íslenskra stofnanavarðveislusafna
 
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennaraOpnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
 
Tímariti Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands breytt í opið tímarit sem er aðge...
Tímariti Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands breytt  í opið tímarit sem er aðge...Tímariti Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands breytt  í opið tímarit sem er aðge...
Tímariti Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands breytt í opið tímarit sem er aðge...
 
OA útskýrt: hvað er opinn aðgangur og af hverju?
OA útskýrt: hvað er opinn aðgangur og af hverju?OA útskýrt: hvað er opinn aðgangur og af hverju?
OA útskýrt: hvað er opinn aðgangur og af hverju?
 
Þróun opins aðgans og vísindaútgáfu
Þróun opins aðgans og vísindaútgáfuÞróun opins aðgans og vísindaútgáfu
Þróun opins aðgans og vísindaútgáfu
 
Þróun opins aðgangs og vísindaútgáfu
Þróun opins aðgangs og vísindaútgáfuÞróun opins aðgangs og vísindaútgáfu
Þróun opins aðgangs og vísindaútgáfu
 
Þróun opins aðgangs og vísindaútgáfu
Þróun opins aðgangs og vísindaútgáfuÞróun opins aðgangs og vísindaútgáfu
Þróun opins aðgangs og vísindaútgáfu
 
Hliðverðir íslenskra stofnanvarðveislusafna
Hliðverðir íslenskra stofnanvarðveislusafnaHliðverðir íslenskra stofnanvarðveislusafna
Hliðverðir íslenskra stofnanvarðveislusafna
 

More from University of Iceland

Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?
Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?
Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?University of Iceland
 
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...University of Iceland
 
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...University of Iceland
 
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla ÍslandsKennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla ÍslandsUniversity of Iceland
 
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?University of Iceland
 
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...University of Iceland
 
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...University of Iceland
 
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...University of Iceland
 
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeimUpplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeimUniversity of Iceland
 
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...University of Iceland
 
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?University of Iceland
 
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefniHvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefniUniversity of Iceland
 
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat University of Iceland
 
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámiHvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámiUniversity of Iceland
 

More from University of Iceland (20)

Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?
Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?
Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?
 
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
 
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
 
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla ÍslandsKennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
 
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
 
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
 
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
 
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
 
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeimUpplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
 
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
 
Unpaywall
UnpaywallUnpaywall
Unpaywall
 
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
 
Open Access Button
Open Access ButtonOpen Access Button
Open Access Button
 
Kobernio
KobernioKobernio
Kobernio
 
IcanHazPDF
IcanHazPDFIcanHazPDF
IcanHazPDF
 
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefniHvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
 
Hvað er Sci-Hub?
Hvað er Sci-Hub?Hvað er Sci-Hub?
Hvað er Sci-Hub?
 
Námskeið inni í námskeiði.
Námskeið inni í námskeiði.Námskeið inni í námskeiði.
Námskeið inni í námskeiði.
 
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat
 
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámiHvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
 

Framkvaemdaaaetlun OA

  • 1. Framkvæmdaáætlun um opinn aðgang í Háskólanum í Reykjavík Bls. 1 Háskólinn í Reykjavík: Framkvæmdaáætlun um opinn aðgang (OA) Þessi framkvæmdaáætlun er til leiðbeiningar fyrir akademíska starfsmenn Háskólans í Reykjavík [HR] og nemendur hans, um hvernig beri að fylgja stefnu skólans um opinn aðgang (OA). 1 Markhópar Stefna HR um opinn aðgang nær til: • Akademískra starfsmanna HR sem eru: o Fræðimenn með rannsóknarskyldu o Fastráðnir kennarar o Stundakennarar o Dæmatímakennarar • Nemenda sem eru í formlegu námi við HR. 2 Birtingar Akademískir starfsmenn og nemendur HR skulu leitast við að birta í opnum aðgangi, afurðir sem tengjast kennslu, námi og vísindastarfi sem unnið er við skólann. Þetta geta verið: • Ritrýndar fræðigreinar • Handrit fræðigreina sem eiga eftir að fá ritrýni • Lokaritgerðir í grunn- og meistaranámi og doktorsritgerðir • Stærri nemendaverkefni • Forritunarkóðar • Ráðstefnu-/málstofukynningar (texti, glærur, hljóð, kvikun) • Bækur og bókKarkaflar • Skýrslur • Menntaefni • Grafík (ljósmyndir, skýringarmyndir) 3 Höfundaréttur Í stefnu HR um opinn aðgang er hvatt til þess að akademískir starfsmenn skólans haldi höfundarétti sínum og framselji hann ekki til annars aðila (t.d. útgefenda). Akademískum starfsmönnum skólans er bent á að kynna sér vel reglur útgefenda. 3.1 Höfundaréttur og afnotaleyfin „Creative Commons“ Á árunum 2002-3 voru gefnar út þrjár áhrifamiklar opinberar yfirlýsingar um opinn aðgang. Fyrst kom Búdapestyfirlýsingin með skilgreiningu á opnum aðgangi í febrúar 2002, Bethesda yfirlýsingin um útgáfu í opnum aðgangi í júní 2003 og Berlínaryfirlýsingin um opinn aðgang til aukinnar þekkingar í október 2003. Bethesda og Berlínaryfirlýsingarnar leggja áherslu á að til þess að verk geti talist vera í opnum aðgangi þá þurfi höfundaréttarhafi að samþykkja fyrirfram að leyfa notendum að afrita,
  • 2. Framkvæmdaáætlun um opinn aðgang í Háskólanum í Reykjavík Bls. 2 nota, dreifa, senda og sýna verkið opinberlega og að búa til og dreifa afleiddum verkum óháð leyfi höfundar. Allar þrjár yfirlýsingarnar eru sammála um að efni í opnum aðgangi sé ekki bara ókeypis heldur sé líka með afnotaleyfi, þó á þann hátt að höfundi er alltaf eignað verkið. “SPARC, the Scholarly Publishing and Academic Resources Coalition” („Author Rights“, 2007) og “DOAJ Directory of Open Access journals” („For Publishers“, 2014) mæla með því að höfundar noti afnotaleyfi “Creative Commons” á fræðigreinar sem þeir gefa út í opnum aðgangi. Stefna HR hvetur akademíska starfsmenn og nemendur skólans að nota opna afnotaleyfið „Creative Commons". Á það jafnt við um fræðigreinar, glærur, lokaverkefni, menntaefni, skýrslur, grafík eða annað efni. Akademískir starfsmenn eru einnig hvattir að nota opnu afnotaleyfin á bækur sem þeir skrifa og birta í opnum aðgangi á veraldarvefnum. Afnotaleyfi Endurnýta efnið í öðru verkefni Endurnýta hluta eða úrdrátt úr efninu í annað verkefni Gera breytingar á efninu (t.d. þýða á annað tungumál) Nýting á gögnum sem efnið byggir á (e. data mining) Velja annað afnotaleyfi á afleitt verk Selja eða endurnýta á þann hátt að hafa megi af því fjárhagslegan ávinning CC-BY já já já já já já CC-BY-SA já já já já nei já CC-BY-NC já já já já já nei CC-BY-ND já nei nei nei nei já CC-BY-NC-SA já já já já nei nei CC-BY-NC-ND já nei nei nei nei nei 3.1.1 CC-BY Þetta afnotaleyfi er minnst takmarkandi fyrir efni í opnum aðgangi á eftir frjálsu leyfi (e. Public domain). Þetta leyfi gerir öðrum kleift að dreifa, endurblanda, breyta og byggja ofan á verk höfundar, jafnvel í ágóðaskyni, svo lengi sem vísað er til upphaflegs höfundar. Þetta er það leyfi sem er mælt með að akademískir starfsmenn Háskólans í Reykjavík noti á fræðigreinar, til þess að þeir nái fram mestri dreifingu og notkun á efninu sem þeir eru að birta. Það er í samræmi við það sem er að gerast í akademíska heiminum í dag en „CC-BY“ er orðið algengasta leyfið sem er sett á fræðigreinar í opnum aðgangi, en þeir sem mæla með því að nota það eru m.a. „Open Access Scholarly Publishers Association (OASPA)“ („Licensing“, e.d.), „SPARC Europe Seal of Approval program for OA journals" og „UNESCO“ (Alma, 2012). Margir rannsóknarsjóðir setja það sem skilyrði fyrir birtingu fræðiefnis sem fær styrk að það sé með afnotaleyfinu „CC-BY“. Einnig eru margir útgefendur eins og „PLOS“, „BioMed Central“, „Hindawi“, „Copernicus“, „eLife“ og „Peer“, sem styðja við notkun á afnotaleyfinu "CC-BY" sem sjálfgefið höfundaleyfi fyrir fræðigreinar í opnum aðgangi. Mörg stærstu áskriftartímaritinu eru einnig byrjuð að nota „CC-BY· („Licensing“, e.d.).
  • 3. Framkvæmdaáætlun um opinn aðgang í Háskólanum í Reykjavík Bls. 3 3.1.2 CC-BY-SA Þetta leyfi gerir öðrum kleift að dreifa, endurblanda, breyta og byggja ofan á verk höfundar, jafnvel í ágóðaskyni, svo lengi sem vísað er til hans sem upphaflegs höfundar og afleidd verk eru gefin út samkvæmt sömu skilmálum. Þetta afnotaleyfi er gjarnan borið saman við „copyleft-leyfi“ sem tíðkast í heimi frjáls og opins hugbúnaðar. Öll ný verk sem afleidd eru af upphaflega verkinu eru þá gefin út með sama afnotaleyfi. Þetta er afnotaleyfið sem Wikipedia notar. 3.1.3 CC-BY-NC Þetta afnotaleyfi gerir öðrum kleift að dreifa, endurblanda, breyta og byggja ofan á verk höfundar, svo lengi sem vísað er til hans sem upphaflegs höfundar og afleidd verk eru ekki notuð í ágóðaskyni. Höfundar afleiddra verka þurfa ekki að láta sömu skilmála gilda um þau. 3.1.4 CC-BY-ND Þetta afnotaleyfi heimilar dreifingu hvort sem hún er í ágóðaskyni eða ekki svo lengi sem vísað er til höfundar og efninu er dreift áfram óbreyttu. 3.1.5 CC-BY-NC-SA Þetta afnotaleyfi gerir öðrum kleift að dreifa, endurblanda, breyta og byggja ofan á verk höfundar svo lengi sem vísað er til hans sem upphaflegs höfundar. Afleidd verk eru ekki notuð í ágóðaskyni og þau gefin út samkvæmt sömu skilmálum. 3.1.6 CC-BY-NC-ND Þetta er þrengsta afnotaleyfið af þeim sex meginleyfum og í því felst að öðrum er heimilt að afrita verk höfundar og dreifa þeim áfram óbreyttum svo lengi sem vísað er til höfundar og þau eru ekki notuð í ágóðaskyni. 4 Birting í opnum aðgangi? Það fer eftir efninu sem á að birta hvaða leið er best að fara til að gera það aðgengilegt í opnum aðgangi. 4.1 Fræðigreinar Háskólinn í Reykjavík hefur á síðustu árum náð að auka verulega fjölda birtinga á virtum ritrýndum vettvangi í nafni skólans (birtingar í tímarit með háan áhrifastuðul, t.d. ISI tímarit). Stefna skólans um birtingu í opnum aðgangi má alls ekki verða til þess að draga úr birtingum á virtum ritrýndum vettvangi. Yfir 90% af hágæðatímaritum leyfa höfundum að birta greinar í opnum aðgangi í varðveislusöfnum. Skólinn hvetur akademíska starfsmenn til að halda áfram að birta vísindagreinar sínar í tímaritum með háan áhrifastuðul og leitast við að fá þær gefnar út hjá tímaritum sem birta þær strax í opnum aðgangi (e. open access publishing/Gold OA) án kostnaðar fyrir þá eða rannsóknina. HR tekur ekki þátt í kostnaði við birtingar. Akademískir starfsmenn geta einnig valið að gefa greinar sínar út í hágæða tímaritum sem leyfa höfundum að vista greinar í opnu varðveislusafni (e. open repository/Green OA) samhliða útgáfu og birta í opnum aðgangi. Mikilvægt er að höfundar kynni sér vel reglur tímarita varðandi birtingu í opnum aðgangi eftir þessari leið, oft kölluð græna leiðin eða varðveisluleiðin. Einnig er bent á að oft er hægt að semja við útgefendur um birtingu í opnum aðgangi.
  • 4. Framkvæmdaáætlun um opinn aðgang í Háskólanum í Reykjavík Bls. 4 Hægt er að setja í opið varðveislusafn fleiri en eina útgáfu af sömu fræðigreininni, t.d. það eintak sem er gefið út af tímaritinu (e. published version), fræðigreinina eftir að búið er að ritrýna hana (e. post-print) eða/og handritið að fræðigreininni áður en hún er ritrýnd (e. pre-print). Yfir 90% allra fræðitímarita í heiminum bjóða höfundum upp á að birta greinar sínar í opnum aðgangi í varðveislusafni (e. open repository) og á það jafnt við um ISI tímarit og önnur tímarit. Miðað við niðurstöður úr rannsókn sem var gerð á birtingu fræðigreina á meðal akademískra starfsmanna HR árið 2013 þá kom í ljós að á meðal 22 fræðimanna sem að meðaltali sögðust hafa birt 32% af öllum birtingum sínum í opnum aðgangi árið 2013, að þeir hefðu getað birt allar [100% N=57] útgefnar fræðigreinar sínar í opnum aðgangi í varðveislusafni. Þar af 88% af óritrýndum handritum fyrir útgáfu greinanna, 98% af ritrýndum greinum og 26% pdf af útgefnum greinum. 88% af ritrýndu greinunum hefði mátt birta strax á útgáfudegi í opnum varðveislusöfnum og aðrar eftir 9-24 mánuði. Miðað við niðurstöður rannsóknarinnar þá eru mestar líkur á að ef grein sé útgefin hjá erlendu ISI tímariti að þá megi höfundur birta ritrýnt eintak af henni í opnum aðgangi í varðveislusafni, strax við útgáfu hennar eða með nokkurra mánaða birtingartöf. Háskólinn í Reykjavík hefur sett sér það markmið að koma upp opnu varðveislusafni þar sem akademískir starfsmenn skólans geta birt fræðigreinar sínar í opnum aðgangi. Í millitíðinni hefur skólinn áhuga á að safna saman útgefnum greinum annaðhvort með því að höfundar sendi eintak til Bókasafns- og upplýsingaþjónustu HR eða seti greinarnar tímabundið í Skemmuna. Upplýsingar varðandi þetta verða sendar til akademískra starfsmanna HR. 4.2 Bækur Akademískir starfsmenn skólans eru hvattir til að gefa bækur sínar út í opnum aðgangi með einu af sex afnotaleyfum „Creative Commons“. Þannig ná bækurnar til stærri lesendahóps, áhrif þeirra verða meiri og þær nýtast betur auk þess sem það er líklegt að auka sölu prentaðra eintaka. Oft er hægt er að birta bækur í opnum aðgangi jafnhliða prentuðum útgáfum. Algengt er að rafræna útgáfan sé gefin út með 12 mánaða birtingartöf. 4.3 Bakkalár-, meistara- og doktorsritgerðir og önnur stór verkefni Nemendur HR skulu gera bakkalár-, meistara- og doktorsritgerðir sínar aðgengilegar í opnum aðgangi í varðveislusafninu „Skemmunni“ og mælst er til að þeir merki þær með einu af afnotaleyfum „Creative Commons“. Sjá nánar í reglum um skil á lokaritgerðum og lokaverkefnum við Háskólann í Reykjavík. Nemendur eru jafnframt hvattir til að gera önnur stærri verkefni sem þeir vinna við HR aðgengileg í opnum aðgangi á veraldarvefnum, t.d. í gegnum eigin vefsíður, samfélagsvefi eða blogg. 4.4 Glærur og kynningar Akademískir starfsmenn skólans eru hvattir til að birta allt kynningarefni sitt í opnum aðgangi og merkja það með afnotaleyfinu "Creative Commons [CC-BY]“.
  • 5. Framkvæmdaáætlun um opinn aðgang í Háskólanum í Reykjavík Bls. 5 4.5 Menntaefni / Kvikmenntir Kennarar skólans sem eru að útbúa lifandi kvikmenntir og annað menntaefni eru hvattir til að birta efnið í opnum aðgangi á miðlunarþjóni sem deildir skólans og Kennslusvið HR sammælast um. Ennfremur eru kennarar skólans hvattir til að merkja það með afnotaleyfinu „Creative Commons [CC-BY-SA]“ eða velja annað opið afnotaleyfi. 4.6 Forritunarkóðar Forritarar, nemendur og kennarar skólans sem vinna verkefni á vegum skólans eru hvattir til að birta kóðann í opnum aðgangi. 4.7 Skýrslur Starfsmenn skólans eru hvattir til að birta skýrslur sínar í opnum aðgangi og merkja með afnotaleyfinu „Creative Commons [CC-BY]“. 4.8 Grafík (ljósmyndir, skýringarmyndir o.fl.) Starfsmenn skólans eru hvattir til að birta í opnum aðgangi grafík eins og t.d. ljósmyndir, skýringarmyndir og fleira. Það er t.d. hægt að birta þær á "Flickr" eða "Wikimedia Commons" sem leyfir merkingu þeirra með afnotaleyfinu „Creative Commons“. 5 Ábyrgð á framkvæmd stefnunnar um opið aðgengi og framkvæmdaáætlun hennar Rannsóknarþjónusta HR ber ábyrgð á túlkun stefnu HR um opinn aðgang og framkvæmdaáætlun hennar, leysir þau ágreiningsmál sem kunna að koma upp og tekur við tillögum að endurbótum. Kennslusvið HR ber ábyrgð á túlkun og lausn ágreiningsmála þegar um lokaverkefni nemenda er að ræða. Endurskoða skal bæði stefnu og framkvæmdaáætlun reglulega, en nauðsynlegt er að fylgjast vel með þróun mála á þessu sviði.
  • 6. Framkvæmdaáætlun um opinn aðgang í Háskólanum í Reykjavík Bls. 6 Heimildir Alma, S. (2012). Policy guidelines for the development and promotion of open access. París: United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization. Sótt af http://www.unesco.org/new/en/communication-and- information/resources/publications-and-communication- materials/publications/full-list/policy-guidelines-for-the-development-and- promotion-of-open-access/ Author Rights. (2007, 2013). SPARC. Sótt af http://www.sparc.arl.org/initiatives/author-rights For Publishers. (2014). DOAJ Directory of Open Access Journals. Sótt af http://doaj.org/publishers Licensing. (e.d.). OASPA Open Access Scholarly Publishers Association. Sótt af http://oaspa.org/information-resources/frequently-asked-questions/ Þessi framkvæmdaáætlun er unnin af Sigurbjörgu Jóhannesdóttur, 25. mars 2014 og gefin út af Háskólanum í Reykjavík með CC0 almenningsleyfinu sem þýðir að hver sem er má endurnýta hana að hluta til eða alveg, breyta og dreifa og gera að sinni án nokkurra skilyrða.