SlideShare a Scribd company logo
1 of 34
Download to read offline
Forhönnunarskýrsla
Demo að vefsíðu
fyrir netháskóla /
samstarf um dreifnám á háskólastigi
Tekið saman fyrir Þekkingarnet Austurlands
Menntanet ehf.
Sigurbjörg Jóhannesdóttir
Efnisyfirlit
1 Inngangur..................................................................................................................4
1.1 Hversvegna þetta demó?..............................................................................................4
1.2 Almennar upplýsingar .................................................................................................4
2 Vefstefna....................................................................................................................4
2.1 Lýsing...........................................................................................................................4
2.2 Markmið.......................................................................................................................5
2.3 Leiðir ............................................................................................................................5
2.4 Samstarfsaðilar............................................................................................................6
3 Markhópar.................................................................................................................6
4 Staðan í dag...............................................................................................................7
4.1 Háskólarnir..................................................................................................................7
4.2 Símenntunarmiðstöðvarnar........................................................................................7
5 Veftré .........................................................................................................................8
5.1 Ytri vefur.......................................................................................................................8
5.2 Hliðarveftré.................................................................................................................12
5.3 Innri vefur...................................................................................................................12
6 Hönnun....................................................................................................................13
6.1 Viðmótshönnun / Virkni ...........................................................................................13
6.2 Útlit / viðmót..............................................................................................................14
6.2.1 Forsíða............................................................................................................................. 14
6.2.2 Námsleiðir ....................................................................................................................... 15
6.2.3 Námskeið......................................................................................................................... 16
6.2.4 Háskólar........................................................................................................................... 17
6.2.4.1 Háskóli Íslands ......................................................................................................... 18
6.2.4.2 Háskólinn á Akureyri................................................................................................ 19
6.2.4.3 Háskólinn á Bifröst................................................................................................... 20
6.2.4.4 Háskólinn í Reykjavík .............................................................................................. 21
6.2.5 Námsver........................................................................................................................... 22
6.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands .................................................................... 23
6.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands - Vopnafjörður............................................ 24
6.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands - Egilsstaðir................................................. 25
6.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands – Neskaupstaður.......................................... 26
6.2.6 Þjónusta ........................................................................................................................... 30
7 Kynning ...................................................................................................................34
1 Inngangur
Unnið var demó, haustið 2007, að vefsíðu fyrir samstarfsnet um fjarnám á
háskólastigi / Netháskóla. Um er að ræða vinnu sem fólst í að greina hvaða þarfir slíkt
samstarfsnet myndi hugsanlega hafa, búa til skipurit út frá þeim þörfum, hanna logo,
viðmót og útlit á síðuna ásamt því að útbúa kynningu á síðunni og sýna hvernig hún
myndi virka, ásamt því að gefa hugmyndir um mögulega þróun hennar.
1.1 Hversvegna þetta demó?
Þekkingarnet Austurlands (ÞNA) hefur unnið að því að koma á sameiginlegri
upplýsingagátt um fjarnám á háskólastigi. Demó að vefsíðunni er ætlað að vera fyrsta
skref til að byggja upp og móta sameiginlega stefnu í dreifmenntun á háskólastigi á
Íslandi.
1.2 Almennar upplýsingar
Gert yrði ráð fyrir að vinna síðuna fyrir skjáupplausnina 1024*768 pixla (þ.e. hönnuð
í stærðinni 955*600 pixlar). Ekki er búið að ákveða hvaða lén yrði valið fyrir síðuna
né hvar hún yrði vistuð. Einnig á eftir að ákveða hvaða kerfi yrði notað til að setja
síðuna upp í.
2 Vefstefna
Hér er vefsíðunni lýst og fjallað um markmið hennar. Þá er minnst á leiðir til að ná
þessum markmiðum og tiltekið hverjir væru hugsanlegir samstarfsaðilar að henni.
2.1 Lýsing
Vefsíðan myndi innihalda upplýsingar um allt fjar- og dreifnám á háskólastigi ásamt
þeirri þjónustu sem væri í boði fyrir þá. Allir háskólarnir væru samstarfsaðilar að
síðunni og myndu sjálfir sjá um að koma upplýsingum um sitt nám á síðuna. Á
síðunni væri hægt að leita að og fá upplýsingar um allar námsbrautir sem væru í boði
ásamt öllum námskeiðum. Í boði yrði góð leit þar sem notendur hefðu góðan
sveigjanleika og gætu leitað eftir lokaprófum, háskólum, námsbrautum og
námskeiðum. Allir háskólarnir væru með sérstaka upplýsingasíðu um sig þar sem
kæmu fram nauðsynlegar upplýsingar um skólann ásamt tengli á vefsíðu og
upplýsingar um hver væri umsjónaraðili dreifnáms og mynd/kvikaðri mynd af
viðkomandi aðila. Hugmyndin er sú að nemendur og hugsanlegir nemendur gætu
myndað persónulegri tengsl við sinn umsjónaraðila ásamt því að auðvelda þeim að
nálgast hann. Öll námsver á landinu væru listuð upp eftir landshlutum með
teikningum sem sýna staðsetningu þeirra ásamt ljósmyndum, upplýsingum um
tengilið og annað sem auðveldar fólki að eiga samskipti við verin. Þá yrðu í boði
vettvangar þar sem nemendur gætu hist og komið til dæmis á sambandi við aðra
nemendur í sama landshluta í svipuðu námi. Auk þess væru á síðunni
grunnupplýsingar um samstarf háskólanna, markmið þess og fleira.
2.2 Markmið
Að veita upplýsingar um:
• Fjarnám á háskólastigi.
• Þá þjónustu, ráðgjöf og aðstöðu sem nemendum í fjarnámi stendur til boða.
• Með hvaða hætti nemendur geta sett saman nám frá fleiri en einum háskóla og
hvert þeir geta leitað með slíkar hugmyndir.
Að veita aðgengi að:
• Skráningu í námskeið og námsbrautir.
• Bókun á aðstöðu og þjónustu.
• Upplýsingasöfnun og ráðgjöf.
• Samskiptasíðum fyrir námshópa í verkefnavinnu o.s.frv.
2.3 Leiðir
• Að háskólarnir og námsverin komist að samkomulagi um rekstrarfyrirkomulag
vefsíðunnar.
• Að huga að sameiginlegum gagnagrunni sem mismunandi kerfi háskólanna
geta sótt gögn í eða að búnar séu til mismunandi brýr frá samstarfsnetinu yfir í
kerfi háskólanna.
• Að vefsíðan verði smíðuð og kynnt vel fyrir almenningi í landinu
2.4 Samstarfsaðilar
Háskólar
• Háskóli Íslands
• Háskólinn á Akureyri
• Háskólinn á Bifröst
• Háskólinn á Hólum
• Háskólinn í Reykjavík
• Kennaraháskólinn
• Landbúnaðarháskólinn
Símenntunarmiðstöðvar
• Farskólinn – Norðurlandi vestra
• Fræðslunet Suðurlands
• Háskólasetur Vestfjarða
• MSS – Suðurnesjum
• Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
• Símenntunarmiðstöðin Vesturlandi
• Viska – Vestmannaeyjum
• Þekkingarnet Austurlands
• Þekkingarsetur Þingeyinga
Stuðning veita Menntamálaráðuneytið og Vaxarsamningur Austurlands
3 Markhópar
Allir á landinu sem hafa áhuga á að stunda nám á háskólastigi í fjarnámi/dreifnámi.
4 Staðan í dag
Í þessum kafla er aðeins minnst á hvernig staðan er í dag varðandi fjarnám hjá
háskólunum og símenntunarmiðstöðvunum.
4.1 Háskólarnir
Allir háskólarnir eru með sína eigin ytri og innri vefi. Á ytri kerfunum getur
almenningur nálgast upplýsingar um allt nám sem er í boði í skólanum, bæði
staðbundið nám sem og fjarnám. Hversu auðvelt er að fá upplýsingar um fjarnám
skólanna er mismunandi vel á veg komið eftir skólum, stundum er erfitt að finna út
hvað er í boði í fjarnámi. Fólk sem hefði hugsanlega áhuga á að taka háskólanám í
fjarnámi þarf að eyða miklum tíma í að komast í gegnum allar vefsíður skólanna þar
sem oft er erfitt að greina fjarnámið frá staðbundna náminu. Ekki eru neinar
upplýsingar á vef háskólanna um hvaða aðstoð fjarnámsnemendur gætu fengið heima
í héraði.
4.2 Símenntunarmiðstöðvarnar
Allar símenntunarmiðstöðvarnar eru með sínar eigin vefsíður sem eru mjög
mismunandi að gæðum og innihaldi. Ekki er nein samræming á milli þeirra. Það er
mjög skýrt hjá sumum miðstöðvunum hvaða þjónusta er í boði hjá þeim fyrir
fjarnámsnemendur en erfiðara að gera sér grein fyrir því hjá öðrum.
5 Veftré
Hér er tillaga að veftré fyrir ytri vef síðunnar og hugmyndir að hvernig skipulagi á
innri vef síðunnar gæti verið háttað.
5.1 Ytri vefur
Hér er fyrst mynd af veftré þar sem aðaltenglarnir eru teiknaðir upp og undir þeim er
sagt í texta hvað verði á þeim síðum.
Hér er veftréð grafískt og í textaformi
Forsíða
(Fréttir, tilkynningar. Tengill á eldri fréttir. Umsóknarfrestur. Auglýsingar. Myndir)
Námsleiðir (upplýsingar um umóknarfrest pr. námsleið pr. skóla)
Ítarleit
(leitin þarf að ná yfir flestalla þættina, þe. námsleiðir, námskeið, háskóla, þvert á háskóla,
námsver, annir. “Námsbraut, deild, háskóli, lokapróf”)
A-Ö
(Á upphafssíðu raðast námsleiðirnar eftir heiti í stafrófsröð. En notendur geta smellt á
fyrirsagnir dálkanna og látið þær raðast eftir lokaprófi, deild eða háskóla. Stafrófið verður
efst, hægt að smella á staf í því og fá þannig upp allar námsleiðir sem byrja á þeim staf. Þegar
smellt er á ákveðna námsleið þá birtist allt um námsleiðina í glugga við hliðina á, þe.
upplýsingar um sjálfa, leiðina, lokapróf, einingafjölda og listun á námskeiðum og lýsing á
þeim.” Námsleið, lokapróf, deild, háskóli”)
Námsleið 1 til …..
(Upplýsingar um námsleiðina, þ.e. heiti á námsleið, deild, nafn á háskóla. Hvað
margar einingar, hvaða tegund af lokaprófi, upphæð skólagjalda, umsóknarfrestur.
Listun á námsgreinum. Auk þess lýsingartexti um leiðina og möguleiki á að smella á
námskeiðsheitin og fá þá lýsingu á þeim.)
Námskeið
Ítarleit
(leitin þarf að ná yfir flestalla þættina, þe. námsleiðir, námskeið, háskóla, þvert á háskóla,
námsver, annir. “Námskeið, námsbraut, háskóli, deild”.)
A-Ö
(Á upphafssíðu raðast námskeiðin eftir heiti námskeiða í stafrófsröð. Fyrir ofan stafrófið er
hægt að smella á staf í því og fara beint á þau námskeið sem hafa þann upphafsstaf. Þegar
smellt er á námskeið þá birtist námskeiðslýsingin í glugga við hliðina.. Þar birtast
upplýsingar um heiti og númer námskeiðs, nafn háskóla, nafn deildar, nafn námsbrautar,
hvenær námskeiðið er kennt (vor/haust). Nafn umsjónaraðila námskeiðsins, lýsing, markmið
og námsmat )
Háskólar (litlar ljósmyndir af öllum háskólunum, sameiginlegur texti um samstarfið þeirra)
Háskóli Íslands
Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Bifröst
Háskólinn á Hólum
Háskólinn í Reykjavík
Kennaraháskólinn
Landbúnaðarháskólinn
(Á síðum skólanna verður mynd af skólanum, texti um skólann, logo, heimilisfang, sími, fax,
netfang, vefslóð og upplýsingar um umsjónarmann fjarkennslu, með mynd/kvikaðri mynd af
honum ásamt upplýsingum um aðsetur, síma, netfang, vefsíðu og viðtalstíma).
Námsver
(litlar ljósmyndir frá símenntunarmiðstöðvunum. Upplýsingar um Kvasir og hvað námsverin
eru ásamt grunnupplýsingum um hvaða þjónustu Símenntunarmiðstöðvarnar bjóða upp á.
Lista einnig upp Símenntunarmiðstöðvarnar og hafa tengla þaðan beint á landshlutasíðuna
þeirra)
Austurland
(Upplýsingar um Þekkingarnet Austurlands, hafa ljósmynd af húsi stöðvarinnar, ásamt því að
lista upp þau námsver sem stöðin býður upp á).
Vopnafjörður
Egilsstaðir
Neskaupstaður
Fáskrúðsfjörður
Djúpivogur
Höfn í Hornafirði
(Hver námsverssíða hefur að geyma upplýsingar um sjálft námsverið, hvaða þjónustu það
býður upp á, opnunartíma. Hafa ljósmynd af verinu og upplýsingar um tengilið, ljósmynd,
síma og netfang ).
Eyjafjörður
Akureyri
Norðurland vestra
Sauðárkrókur
Suðurland
Selfoss
Suðurnesin
Reykjanesbær
Vestfirðir
Ísafjörður
Vestmannaeyjar
Vesturland
Borgarnes
Þingeyjarsýsla
Húsavík
Þjónusta
(Texti með upplýsingum um þá þjónustu sem er í boði og hvernig er staðið að henni, sbr. Að
skráning á námsbrautir og námskeið fari fram í gegnum þá háskóla sem bjóða upp á námið.
Bókun námsvera fari fram í gegnum FS-netið. Hvaða símenntunarmiðstöðvar bjóði upp á
námsráðgjöf og fleira.)
Skráning í nám
Háskóli Íslands
Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Bifröst
Háskólinn á Hólum
Háskólinn í Reykjavík
Kennaraháskóli Íslands
Landbúnaðarháskóli Íslands
Bókun námsvers
Austurland
Eyjafjörður
Norðurland vestra
Suðurland
Suðurnesin
Vestfirðir
Vestmannaeyjar
Vesturland
Þingeyjarsýsla
Námsráðgjöf
Efni
(Í boði sé fyrir kennara og fræðimenn að tengja inn á efni sem þeir hafa gert, sbr. greinar og
rannsóknarskýrslur. Einnig listun og leit á því efni sem er komið inn.)
Ítarleit
(Titill, Höfundur, Tegund efnis, Ártal)
A-Ö
(Stafrófið og röðun eftir Titill, höfundur, tegund efnis, ártal. Hægt að smella á hvern flokk
fyrir sig og fá listað upp í stafrófsröð/ártali.)
Umræður
(Hér þarf að huga að því hvernig er hægt að búa til samfélagslega tilfinningu. Auðveldast er
að setja inn venjulegar spjallrásir en spurning um hvort notendur geti fengið meira vald yfir
því sbr. að þeir geti sjálfir myndað spjallhópa).
Um okkur
Starfsmenn
Samstarfsaðilar
Stjórn
Sagan
* Hafa í huga:
(I). Námskeið: Heiti / Einingafjöldi / Hvenær kennt haust-vor ár / Lýsing / Markmið / Námsmat
Athuga hvort sé grundvöllur að báu til einn aðalgagnagrunn sem allir hinir geta talað við, e.
mismunandi kerfi frá mism. háskólum.
(II). Upplýsingar um allar námsleiðir sem eru í boði / .e. tilbúnar og möguleikar á samsetningum.
Hafa nóg af tenglum, e. allt sem minnst er á í námsleiðinni og er að finna upplýsingar um
annarsstaðar á vefnum, sbr. skoða námskeið og slíkt.
(III). Tengill á skráningarsíðu frá öllum námskeiðum/námsleiðum/háskólum
(IV). Tengill á "bóka aðstöðu" frá öllum vinnuaðstöðum + hafa aðgengilegt beint frá forsíðu (sem
hluta af hliðarveftré).
5.2 Hliðarveftré
Leit
Námsleið
Námskeið
Háskóli
Símenntunarmiðstöð
Námsver
Stækka letur / Minnka letur
Veftré
English / Íslenska
Umræður nýjast
Háskólar (tenglar á vefsíður skólanna)
Háskóli Íslands
Háskólinn á Akureyri
Háskólinn á Bifröst
Háskólinn á Hólum
Háskólinn í Reykjavík
Kennaraháskóli Íslands
Landbúnaðarháskóli Íslands
Símenntunarmiðstöðvar (tenglar á vefsíður miðstöðvanna)
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
Símenntunarmiðstöðin Vesturlandi
Þekkingarnet Austurlands
Háskólasetur Vestfjarða
Þekkingasetur Þingeyinga
MSS – Miðstö símenntunar á Suðurnesjum
Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra
Fræðslunet suðurlands
Viska – Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja
Skráning á póstlista
Hugsanlega innskráning
Ósýnilegur teljari
5.3 Innri vefur
Hugmyndir að innri vef samskiptanetsins:
Markhópur: Starfsfólk / kennarar / skólar / nemendur (að hluta)???)
Þar væri hægt að nálgast efni sem varðar:
Kennslufræði fjarnáms
Kennslutækni / kennsluaðferðir í fjarnámi
Notkun UT í fjarnámskennslu
Einnig væri hægt hægt að bjóða upp á samskiptasíður;
1) fyrir námshópa í verkefnavinnu
2) kennara í sömu greinum
Þá gæti verið valkvætt á innri vef fyrir kennara / nemendur:
Ferilmöppur/Sýnimöppur kennara/nemenda:
Hafa val um hvort birtist;
o kennurum
o kennurum og nemendum
o öllum sem eru skráðir á innri vefinn
o öllum, þe. opið og frjálst fyrir hvern sem er að skoða
6 Hönnun
Hér er lögð fram tillaga að viðmóti, virkni og útliti vefsíðunnar. Gera má þó ráð fyrir
að þessi hönnun muni taka breytingum í takt við hvernig samstarfinu verður háttar og
hvaða ákvarðanir verða teknar varðandi það, á hvað leggja skal áherslu.
6.1 Viðmótshönnun / Virkni
6.2 Útlit / viðmót
Í þessum kafla eru tillögur að viðmóti og útliti vefsins. Hér eru sýnishorn af öllum
tegundum síðna og undirsíðna.
6.2.1 Forsíða
Á forsíðu yrðu fréttir og tilkynningar ásamt næstu umsóknarfrestum um nám. Auk
þess gætu skólarnir mögulega verið með auglýsingar á þessari síðu. Það þyrfti þó að
skoðast betur, þe. stærðir á þeim og fyrirkomulag.
6.2.2 Námsleiðir
Á síðunni er ítarleit þar sem hægt er að leita eftir námsbraut, deild, háskóla og tegund
lokaprófs. Einnig er listi yfir allar námsleiðirnar sem eru í boði raðaðar upp í
stafrófsröð. Notendur geta smellt á staf í stafrófinu og fengið upp þær leiðir sem byrja
á þeim staf. Einnig geta notendur smellt á fyrirsagnirnar “Námsleið”, “Lokapróf”,
“Deild” og “Háskóli” og fengið námsleiðirnar raðaðar saman eftir því hvað valið er.
6.2.3 Námskeið
Á síðunni er ítarleit þar sem hægt er að leita eftir námskeiði, námsbraut, háskóla og
deild. Einnig er listi yfir öll námskeiðin sem eru í boði röðuð upp í stafrófsröð.
Notendur geta smellt á staf í stafrófinu og fengið upp þau námskeið sem byrja á þeim
staf. Einnig geta notendur smellt á námskeið og þá birtist námskeiðslýsingin í
glugganum við hliðina á listanum yfir námskeiðin.
6.2.4 Háskólar
Á síðunni birtast myndir af öllum háskólunum ásamt texta um samstarf þeirra við
símenntunarmiðstöðvarnar um þetta samstarfsnet. Til vinstri á síðunni eru tenglar á
alla háskólana sem vísa á upplýsingasíður um þá.
6.2.4.1 Háskóli Íslands
Sýnishorn um hvernig upplýsingavefsíða um háskólana gæti litið út. Á síðunni væri í
vinstri dálki, logo skólanna, nafn, heimilisfang, sími, fax, netfang og vefslóð. Auk
þess hver tengiliður dreifnámsins er, stöðu hans, hvar er hægt að ná í hann, þe. sími,
netfang, vefsíða og viðtalstímar. Auk þess mynd af viðkomandi aðila sem mætti
hugsa sér að væri kvikuð til að setja meira líf í vefinn. Í hægri dálk væri mynd af
skólanum ásamt upplýsingum um hann.
6.2.4.2 Háskólinn á Akureyri
6.2.4.3 Háskólinn á Bifröst
6.2.4.4 Háskólinn í Reykjavík
6.2.5 Námsver
Námsverin væru flokkuð eftir landshlutum, þe. tenglar í dálk lengst til vinstri sem
væru Austurland, Eyjafjörður, Norðurland vestra, Suðurland, Suðurnesin, Vestfirðir,
Vestmannaeyjar, Vesturland og Þingeyjarssýsla. Í miðdálk væri texti um KVASIR og
hlutverk símenntunarmiðstöðvanna/námsveranna.
6.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands
Þegar smellt er á landshluta kæmi upp í dálki lengst til vinstri, tenglar á staðina sem
námsverin eru staðsett á. Í miðjudálk væru upplýsingar um Austurland og þá
símenntunarmiðstöð sem sér um námsverin í þeim landshluta. Í hægri dálk væri
ljósmynd af húsnæði símenntunarmiðstöðvarinnar ásamt heiti hennar, heimilisfangi,
vefsíðu, símum, faxi og netfangi. Auk þess upptalning á námsverunum með litlum
myndum eða tengilið vegna fjarnáms í símenntunarmiðstöðinni.
Hér er Austurland tekið sem dæmi. Þar eru námsverin staðsett á Vopnafirði,
Egilsstöðum, Neskaupsstað, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi og Höfn í Hornafirði.
6.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands - Vopnafjörður
Hér er dæmi um hvernig síðan gæti litið út fyrir námsverið á Vopnafirði, þe.
tenglarnir í vinstri dálk halda sér þar sem námsverin á Austurlandi eru aðgengileg. Í
miðdálk væru upplýsingar um þá þjónustu sem námsverið veitir. Í hægri dálk væri
ljósmynd af námsverinu, auk heimilisfangs og annarra upplýsinga, sbr. opnunartími,
nafn, mynd og upplýsingar um tengilið.
6.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands - Egilsstaðir
6.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands – Neskaupstaður
9.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands – Fáskrúðsfjörður
9.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands – Djúpivogur
9.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands – Höfn í Hornafirði
6.2.6 Þjónusta
Hér er í boði ýmis þjónusta fyrir dreifnámsnema, þe. þeir geta hér leitað upplýsinga
um hvernig þeir eiga að snúa sér í ýmsum hlutum, sbr. Hvernig bóka eigi námsver og
hvernig þeir eigi að skrá sig í nám. Skráning í nám yrði til að byrja með hjá hverjum
háskóla um sig, þe. hér væri tengill á skráningarsíðu hvers háskóla um sig. Einnig færi
bókum námsvers í gegnum FS-netið. Þessi síða er því meira hugsuð sem
upplýsingasíða með tengingum á rétta staði.
9.2.7 Efni
Fræðimenn, kennarar og aðrir gætu mögulega sent inn slóðir á efni sem þeir eiga á
Netinu sem þeir telja að geti nýst kennurum og nemendum í dreifnámi. Einhver aðili
yrði að taka að sér að samþykkja slíkar slóðir.
Þetta efni myndi síðan birtast undir aðaltenglinum EFNI og þar væri í boði í
aðalglugga ítarleit þar sem hægt væri að leita að efni eftir titli, höfundi, tegund efnis
eða/og ártali. Auk þess birtist allt efni í stafsetningarröð eftir titli. Notendur geta
smellt beint á einhvern staf í stafrófinu og fengið upp efni sem byrjaði á þeim staf.
Einnig geta notendur smellt á fyrirsagnirnar í listanum sem birtist, þ.e. titill, höfundur,
tegund efnis og ártal og raðast þá efnið upp eftir stafrófi eða tölum, þess dálks sem
smellt er á.
9.2.8 Umræður
Hugmyndin er að notendur síðunnar og þeir sem eru í fjarnámi geti tengst í gegnum
einhvern vettvang sem gæfi þeim kost á gagnvirkum samskiptum. Auðveldasta leiðin
í því væri að koma á spjallvettvangi þar sem notendur geta stofnað þræði um þau
málefni sem þeir kjósa að ræða. Skemmtilegra væri þó ef hægt væri að mynda
einhverskonar samfélög, þe. að notendur gætu stofnað hópa og tekið þátt í hópum,
þ.e. meira í átt að því hvernig samfélagið okkar virkar í raunveruleikanum. Vísir að
þessu er hjá Flickr.com en að er vinsæll ljósmyndavefur þar sem notendur eru virkir í
mismunandi hópum.
9.2.9 Um okkur
Upplýsingar um Netháskólann/samstarfsnetið, þe. tenglar hér í vinstri dálk væru þá
starfsmenn, samstarfsaðilar, stjórn og sagan. Í miðdálk væri texti um markmið
samstarfsnetsins og lýsing á því. Í hægri dálk væru upplýsingar um þann aðila sem
hefði umsjón með samstarfsnetinu.
7 Kynning
Tillagan að vefsíðunni var kynnt á ráðstefnunni “Netháskóli Íslands” á Egilsstöðum,
16. október 2007, sem Þekkingarnet Austurlands og Menntamálaráðuneytið stóðu
fyrir. Á ráðstefnunni áttu flestir háskólarnir og allar símenntunarmiðstöðvarnar
fulltrúa.

More Related Content

Similar to Demo

Samspil 2015 & Starfsþróun
Samspil 2015 & StarfsþróunSamspil 2015 & Starfsþróun
Samspil 2015 & StarfsþróunTryggvi Thayer
 
Námskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSu
Námskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSuNámskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSu
Námskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSuSigurlaug Kristmannsdóttir
 
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515Margret2008
 
Staða dreif- og fjarnáms á Íslandi
Staða dreif- og fjarnáms á ÍslandiStaða dreif- og fjarnáms á Íslandi
Staða dreif- og fjarnáms á ÍslandiUniversity of Iceland
 
Veldisvaxandi tæknibreytingar og þekkingarþarfir kennara: Hvað þurfa kennarar...
Veldisvaxandi tæknibreytingar og þekkingarþarfir kennara:Hvað þurfa kennarar...Veldisvaxandi tæknibreytingar og þekkingarþarfir kennara:Hvað þurfa kennarar...
Veldisvaxandi tæknibreytingar og þekkingarþarfir kennara: Hvað þurfa kennarar...Tryggvi Thayer
 
Samfélagsmiðlar í kennslu samfélagsfræðikennara
Samfélagsmiðlar í kennslu   samfélagsfræðikennaraSamfélagsmiðlar í kennslu   samfélagsfræðikennara
Samfélagsmiðlar í kennslu samfélagsfræðikennaraSvava Pétursdóttir
 
Opið menntaefni á vinnustofu um opna miðla og námssamfélög
Opið menntaefni á vinnustofu um opna miðla og námssamfélögOpið menntaefni á vinnustofu um opna miðla og námssamfélög
Opið menntaefni á vinnustofu um opna miðla og námssamfélögUniversity of Iceland
 

Similar to Demo (11)

Samspil 2015 & Starfsþróun
Samspil 2015 & StarfsþróunSamspil 2015 & Starfsþróun
Samspil 2015 & Starfsþróun
 
Ut í skólastarfi
Ut í skólastarfi Ut í skólastarfi
Ut í skólastarfi
 
Námskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSu
Námskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSuNámskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSu
Námskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSu
 
Nestisspjall
NestisspjallNestisspjall
Nestisspjall
 
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
 
Staða dreif- og fjarnáms á Íslandi
Staða dreif- og fjarnáms á ÍslandiStaða dreif- og fjarnáms á Íslandi
Staða dreif- og fjarnáms á Íslandi
 
Opið menntaefni á Tungumálatorginu
Opið menntaefni á TungumálatorginuOpið menntaefni á Tungumálatorginu
Opið menntaefni á Tungumálatorginu
 
Veldisvaxandi tæknibreytingar og þekkingarþarfir kennara: Hvað þurfa kennarar...
Veldisvaxandi tæknibreytingar og þekkingarþarfir kennara:Hvað þurfa kennarar...Veldisvaxandi tæknibreytingar og þekkingarþarfir kennara:Hvað þurfa kennarar...
Veldisvaxandi tæknibreytingar og þekkingarþarfir kennara: Hvað þurfa kennarar...
 
Hvað skal kenna, hvað skal læra?
Hvað skal kenna, hvað skal læra?Hvað skal kenna, hvað skal læra?
Hvað skal kenna, hvað skal læra?
 
Samfélagsmiðlar í kennslu samfélagsfræðikennara
Samfélagsmiðlar í kennslu   samfélagsfræðikennaraSamfélagsmiðlar í kennslu   samfélagsfræðikennara
Samfélagsmiðlar í kennslu samfélagsfræðikennara
 
Opið menntaefni á vinnustofu um opna miðla og námssamfélög
Opið menntaefni á vinnustofu um opna miðla og námssamfélögOpið menntaefni á vinnustofu um opna miðla og námssamfélög
Opið menntaefni á vinnustofu um opna miðla og námssamfélög
 

More from University of Iceland

Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...University of Iceland
 
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...University of Iceland
 
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla ÍslandsKennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla ÍslandsUniversity of Iceland
 
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?University of Iceland
 
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...University of Iceland
 
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...University of Iceland
 
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...University of Iceland
 
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeimUpplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeimUniversity of Iceland
 
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...University of Iceland
 
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?University of Iceland
 
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefniHvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefniUniversity of Iceland
 
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat University of Iceland
 
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámiHvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámiUniversity of Iceland
 

More from University of Iceland (20)

Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
 
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
„Hafði á tilfinningunni að henni væri umhugað um að maður lærði.“ Hvaða þætti...
 
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla ÍslandsKennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Kennsluhættir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
 
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
 
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
 
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
Kynning á niðurstöðum rannsóknar á námskeiðinu OSS111F Opinber stjórnsýsla í ...
 
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
Skipulögð framsetning og gott aðgengi að upplýsingum styrkir tengsl kennara o...
 
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeimUpplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
Upplifun nemenda af tengslum við kennara og umhyggju hans fyrir þeim
 
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
Turnitin Feedback Studio. Notkun í Háskóla Íslands frá skólaárinu 2011-12 til...
 
Unpaywall
UnpaywallUnpaywall
Unpaywall
 
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
Sci-Hub. Hver er Alexandra Elbakyan?
 
Open Access Button
Open Access ButtonOpen Access Button
Open Access Button
 
Kobernio
KobernioKobernio
Kobernio
 
IcanHazPDF
IcanHazPDFIcanHazPDF
IcanHazPDF
 
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefniHvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
Hvernig maður notar Sci-Hub til að finna vísindaefni
 
Hvað er Sci-Hub?
Hvað er Sci-Hub?Hvað er Sci-Hub?
Hvað er Sci-Hub?
 
Námskeið inni í námskeiði.
Námskeið inni í námskeiði.Námskeið inni í námskeiði.
Námskeið inni í námskeiði.
 
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat
Turnitin Feedback Studio. Ritskimun,endurgjöf og jafningjamat
 
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámiHvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
 
Turnitin Feedback Studio
Turnitin Feedback StudioTurnitin Feedback Studio
Turnitin Feedback Studio
 

Demo

  • 1. Forhönnunarskýrsla Demo að vefsíðu fyrir netháskóla / samstarf um dreifnám á háskólastigi Tekið saman fyrir Þekkingarnet Austurlands Menntanet ehf. Sigurbjörg Jóhannesdóttir
  • 2. Efnisyfirlit 1 Inngangur..................................................................................................................4 1.1 Hversvegna þetta demó?..............................................................................................4 1.2 Almennar upplýsingar .................................................................................................4 2 Vefstefna....................................................................................................................4 2.1 Lýsing...........................................................................................................................4 2.2 Markmið.......................................................................................................................5 2.3 Leiðir ............................................................................................................................5 2.4 Samstarfsaðilar............................................................................................................6 3 Markhópar.................................................................................................................6 4 Staðan í dag...............................................................................................................7 4.1 Háskólarnir..................................................................................................................7 4.2 Símenntunarmiðstöðvarnar........................................................................................7 5 Veftré .........................................................................................................................8 5.1 Ytri vefur.......................................................................................................................8 5.2 Hliðarveftré.................................................................................................................12 5.3 Innri vefur...................................................................................................................12
  • 3. 6 Hönnun....................................................................................................................13 6.1 Viðmótshönnun / Virkni ...........................................................................................13 6.2 Útlit / viðmót..............................................................................................................14 6.2.1 Forsíða............................................................................................................................. 14 6.2.2 Námsleiðir ....................................................................................................................... 15 6.2.3 Námskeið......................................................................................................................... 16 6.2.4 Háskólar........................................................................................................................... 17 6.2.4.1 Háskóli Íslands ......................................................................................................... 18 6.2.4.2 Háskólinn á Akureyri................................................................................................ 19 6.2.4.3 Háskólinn á Bifröst................................................................................................... 20 6.2.4.4 Háskólinn í Reykjavík .............................................................................................. 21 6.2.5 Námsver........................................................................................................................... 22 6.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands .................................................................... 23 6.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands - Vopnafjörður............................................ 24 6.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands - Egilsstaðir................................................. 25 6.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands – Neskaupstaður.......................................... 26 6.2.6 Þjónusta ........................................................................................................................... 30 7 Kynning ...................................................................................................................34
  • 4. 1 Inngangur Unnið var demó, haustið 2007, að vefsíðu fyrir samstarfsnet um fjarnám á háskólastigi / Netháskóla. Um er að ræða vinnu sem fólst í að greina hvaða þarfir slíkt samstarfsnet myndi hugsanlega hafa, búa til skipurit út frá þeim þörfum, hanna logo, viðmót og útlit á síðuna ásamt því að útbúa kynningu á síðunni og sýna hvernig hún myndi virka, ásamt því að gefa hugmyndir um mögulega þróun hennar. 1.1 Hversvegna þetta demó? Þekkingarnet Austurlands (ÞNA) hefur unnið að því að koma á sameiginlegri upplýsingagátt um fjarnám á háskólastigi. Demó að vefsíðunni er ætlað að vera fyrsta skref til að byggja upp og móta sameiginlega stefnu í dreifmenntun á háskólastigi á Íslandi. 1.2 Almennar upplýsingar Gert yrði ráð fyrir að vinna síðuna fyrir skjáupplausnina 1024*768 pixla (þ.e. hönnuð í stærðinni 955*600 pixlar). Ekki er búið að ákveða hvaða lén yrði valið fyrir síðuna né hvar hún yrði vistuð. Einnig á eftir að ákveða hvaða kerfi yrði notað til að setja síðuna upp í. 2 Vefstefna Hér er vefsíðunni lýst og fjallað um markmið hennar. Þá er minnst á leiðir til að ná þessum markmiðum og tiltekið hverjir væru hugsanlegir samstarfsaðilar að henni. 2.1 Lýsing Vefsíðan myndi innihalda upplýsingar um allt fjar- og dreifnám á háskólastigi ásamt þeirri þjónustu sem væri í boði fyrir þá. Allir háskólarnir væru samstarfsaðilar að síðunni og myndu sjálfir sjá um að koma upplýsingum um sitt nám á síðuna. Á
  • 5. síðunni væri hægt að leita að og fá upplýsingar um allar námsbrautir sem væru í boði ásamt öllum námskeiðum. Í boði yrði góð leit þar sem notendur hefðu góðan sveigjanleika og gætu leitað eftir lokaprófum, háskólum, námsbrautum og námskeiðum. Allir háskólarnir væru með sérstaka upplýsingasíðu um sig þar sem kæmu fram nauðsynlegar upplýsingar um skólann ásamt tengli á vefsíðu og upplýsingar um hver væri umsjónaraðili dreifnáms og mynd/kvikaðri mynd af viðkomandi aðila. Hugmyndin er sú að nemendur og hugsanlegir nemendur gætu myndað persónulegri tengsl við sinn umsjónaraðila ásamt því að auðvelda þeim að nálgast hann. Öll námsver á landinu væru listuð upp eftir landshlutum með teikningum sem sýna staðsetningu þeirra ásamt ljósmyndum, upplýsingum um tengilið og annað sem auðveldar fólki að eiga samskipti við verin. Þá yrðu í boði vettvangar þar sem nemendur gætu hist og komið til dæmis á sambandi við aðra nemendur í sama landshluta í svipuðu námi. Auk þess væru á síðunni grunnupplýsingar um samstarf háskólanna, markmið þess og fleira. 2.2 Markmið Að veita upplýsingar um: • Fjarnám á háskólastigi. • Þá þjónustu, ráðgjöf og aðstöðu sem nemendum í fjarnámi stendur til boða. • Með hvaða hætti nemendur geta sett saman nám frá fleiri en einum háskóla og hvert þeir geta leitað með slíkar hugmyndir. Að veita aðgengi að: • Skráningu í námskeið og námsbrautir. • Bókun á aðstöðu og þjónustu. • Upplýsingasöfnun og ráðgjöf. • Samskiptasíðum fyrir námshópa í verkefnavinnu o.s.frv. 2.3 Leiðir • Að háskólarnir og námsverin komist að samkomulagi um rekstrarfyrirkomulag vefsíðunnar.
  • 6. • Að huga að sameiginlegum gagnagrunni sem mismunandi kerfi háskólanna geta sótt gögn í eða að búnar séu til mismunandi brýr frá samstarfsnetinu yfir í kerfi háskólanna. • Að vefsíðan verði smíðuð og kynnt vel fyrir almenningi í landinu 2.4 Samstarfsaðilar Háskólar • Háskóli Íslands • Háskólinn á Akureyri • Háskólinn á Bifröst • Háskólinn á Hólum • Háskólinn í Reykjavík • Kennaraháskólinn • Landbúnaðarháskólinn Símenntunarmiðstöðvar • Farskólinn – Norðurlandi vestra • Fræðslunet Suðurlands • Háskólasetur Vestfjarða • MSS – Suðurnesjum • Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar • Símenntunarmiðstöðin Vesturlandi • Viska – Vestmannaeyjum • Þekkingarnet Austurlands • Þekkingarsetur Þingeyinga Stuðning veita Menntamálaráðuneytið og Vaxarsamningur Austurlands 3 Markhópar Allir á landinu sem hafa áhuga á að stunda nám á háskólastigi í fjarnámi/dreifnámi.
  • 7. 4 Staðan í dag Í þessum kafla er aðeins minnst á hvernig staðan er í dag varðandi fjarnám hjá háskólunum og símenntunarmiðstöðvunum. 4.1 Háskólarnir Allir háskólarnir eru með sína eigin ytri og innri vefi. Á ytri kerfunum getur almenningur nálgast upplýsingar um allt nám sem er í boði í skólanum, bæði staðbundið nám sem og fjarnám. Hversu auðvelt er að fá upplýsingar um fjarnám skólanna er mismunandi vel á veg komið eftir skólum, stundum er erfitt að finna út hvað er í boði í fjarnámi. Fólk sem hefði hugsanlega áhuga á að taka háskólanám í fjarnámi þarf að eyða miklum tíma í að komast í gegnum allar vefsíður skólanna þar sem oft er erfitt að greina fjarnámið frá staðbundna náminu. Ekki eru neinar upplýsingar á vef háskólanna um hvaða aðstoð fjarnámsnemendur gætu fengið heima í héraði. 4.2 Símenntunarmiðstöðvarnar Allar símenntunarmiðstöðvarnar eru með sínar eigin vefsíður sem eru mjög mismunandi að gæðum og innihaldi. Ekki er nein samræming á milli þeirra. Það er mjög skýrt hjá sumum miðstöðvunum hvaða þjónusta er í boði hjá þeim fyrir fjarnámsnemendur en erfiðara að gera sér grein fyrir því hjá öðrum.
  • 8. 5 Veftré Hér er tillaga að veftré fyrir ytri vef síðunnar og hugmyndir að hvernig skipulagi á innri vef síðunnar gæti verið háttað. 5.1 Ytri vefur Hér er fyrst mynd af veftré þar sem aðaltenglarnir eru teiknaðir upp og undir þeim er sagt í texta hvað verði á þeim síðum.
  • 9. Hér er veftréð grafískt og í textaformi Forsíða (Fréttir, tilkynningar. Tengill á eldri fréttir. Umsóknarfrestur. Auglýsingar. Myndir) Námsleiðir (upplýsingar um umóknarfrest pr. námsleið pr. skóla) Ítarleit (leitin þarf að ná yfir flestalla þættina, þe. námsleiðir, námskeið, háskóla, þvert á háskóla, námsver, annir. “Námsbraut, deild, háskóli, lokapróf”) A-Ö (Á upphafssíðu raðast námsleiðirnar eftir heiti í stafrófsröð. En notendur geta smellt á fyrirsagnir dálkanna og látið þær raðast eftir lokaprófi, deild eða háskóla. Stafrófið verður efst, hægt að smella á staf í því og fá þannig upp allar námsleiðir sem byrja á þeim staf. Þegar smellt er á ákveðna námsleið þá birtist allt um námsleiðina í glugga við hliðina á, þe. upplýsingar um sjálfa, leiðina, lokapróf, einingafjölda og listun á námskeiðum og lýsing á þeim.” Námsleið, lokapróf, deild, háskóli”) Námsleið 1 til ….. (Upplýsingar um námsleiðina, þ.e. heiti á námsleið, deild, nafn á háskóla. Hvað margar einingar, hvaða tegund af lokaprófi, upphæð skólagjalda, umsóknarfrestur. Listun á námsgreinum. Auk þess lýsingartexti um leiðina og möguleiki á að smella á námskeiðsheitin og fá þá lýsingu á þeim.) Námskeið Ítarleit (leitin þarf að ná yfir flestalla þættina, þe. námsleiðir, námskeið, háskóla, þvert á háskóla, námsver, annir. “Námskeið, námsbraut, háskóli, deild”.) A-Ö (Á upphafssíðu raðast námskeiðin eftir heiti námskeiða í stafrófsröð. Fyrir ofan stafrófið er hægt að smella á staf í því og fara beint á þau námskeið sem hafa þann upphafsstaf. Þegar smellt er á námskeið þá birtist námskeiðslýsingin í glugga við hliðina.. Þar birtast upplýsingar um heiti og númer námskeiðs, nafn háskóla, nafn deildar, nafn námsbrautar, hvenær námskeiðið er kennt (vor/haust). Nafn umsjónaraðila námskeiðsins, lýsing, markmið og námsmat )
  • 10. Háskólar (litlar ljósmyndir af öllum háskólunum, sameiginlegur texti um samstarfið þeirra) Háskóli Íslands Háskólinn á Akureyri Háskólinn á Bifröst Háskólinn á Hólum Háskólinn í Reykjavík Kennaraháskólinn Landbúnaðarháskólinn (Á síðum skólanna verður mynd af skólanum, texti um skólann, logo, heimilisfang, sími, fax, netfang, vefslóð og upplýsingar um umsjónarmann fjarkennslu, með mynd/kvikaðri mynd af honum ásamt upplýsingum um aðsetur, síma, netfang, vefsíðu og viðtalstíma). Námsver (litlar ljósmyndir frá símenntunarmiðstöðvunum. Upplýsingar um Kvasir og hvað námsverin eru ásamt grunnupplýsingum um hvaða þjónustu Símenntunarmiðstöðvarnar bjóða upp á. Lista einnig upp Símenntunarmiðstöðvarnar og hafa tengla þaðan beint á landshlutasíðuna þeirra) Austurland (Upplýsingar um Þekkingarnet Austurlands, hafa ljósmynd af húsi stöðvarinnar, ásamt því að lista upp þau námsver sem stöðin býður upp á). Vopnafjörður Egilsstaðir Neskaupstaður Fáskrúðsfjörður Djúpivogur Höfn í Hornafirði (Hver námsverssíða hefur að geyma upplýsingar um sjálft námsverið, hvaða þjónustu það býður upp á, opnunartíma. Hafa ljósmynd af verinu og upplýsingar um tengilið, ljósmynd, síma og netfang ). Eyjafjörður Akureyri Norðurland vestra Sauðárkrókur Suðurland Selfoss Suðurnesin Reykjanesbær Vestfirðir Ísafjörður Vestmannaeyjar Vesturland Borgarnes Þingeyjarsýsla Húsavík Þjónusta (Texti með upplýsingum um þá þjónustu sem er í boði og hvernig er staðið að henni, sbr. Að skráning á námsbrautir og námskeið fari fram í gegnum þá háskóla sem bjóða upp á námið. Bókun námsvera fari fram í gegnum FS-netið. Hvaða símenntunarmiðstöðvar bjóði upp á námsráðgjöf og fleira.) Skráning í nám Háskóli Íslands Háskólinn á Akureyri
  • 11. Háskólinn á Bifröst Háskólinn á Hólum Háskólinn í Reykjavík Kennaraháskóli Íslands Landbúnaðarháskóli Íslands Bókun námsvers Austurland Eyjafjörður Norðurland vestra Suðurland Suðurnesin Vestfirðir Vestmannaeyjar Vesturland Þingeyjarsýsla Námsráðgjöf Efni (Í boði sé fyrir kennara og fræðimenn að tengja inn á efni sem þeir hafa gert, sbr. greinar og rannsóknarskýrslur. Einnig listun og leit á því efni sem er komið inn.) Ítarleit (Titill, Höfundur, Tegund efnis, Ártal) A-Ö (Stafrófið og röðun eftir Titill, höfundur, tegund efnis, ártal. Hægt að smella á hvern flokk fyrir sig og fá listað upp í stafrófsröð/ártali.) Umræður (Hér þarf að huga að því hvernig er hægt að búa til samfélagslega tilfinningu. Auðveldast er að setja inn venjulegar spjallrásir en spurning um hvort notendur geti fengið meira vald yfir því sbr. að þeir geti sjálfir myndað spjallhópa). Um okkur Starfsmenn Samstarfsaðilar Stjórn Sagan * Hafa í huga: (I). Námskeið: Heiti / Einingafjöldi / Hvenær kennt haust-vor ár / Lýsing / Markmið / Námsmat Athuga hvort sé grundvöllur að báu til einn aðalgagnagrunn sem allir hinir geta talað við, e. mismunandi kerfi frá mism. háskólum. (II). Upplýsingar um allar námsleiðir sem eru í boði / .e. tilbúnar og möguleikar á samsetningum. Hafa nóg af tenglum, e. allt sem minnst er á í námsleiðinni og er að finna upplýsingar um annarsstaðar á vefnum, sbr. skoða námskeið og slíkt. (III). Tengill á skráningarsíðu frá öllum námskeiðum/námsleiðum/háskólum (IV). Tengill á "bóka aðstöðu" frá öllum vinnuaðstöðum + hafa aðgengilegt beint frá forsíðu (sem hluta af hliðarveftré).
  • 12. 5.2 Hliðarveftré Leit Námsleið Námskeið Háskóli Símenntunarmiðstöð Námsver Stækka letur / Minnka letur Veftré English / Íslenska Umræður nýjast Háskólar (tenglar á vefsíður skólanna) Háskóli Íslands Háskólinn á Akureyri Háskólinn á Bifröst Háskólinn á Hólum Háskólinn í Reykjavík Kennaraháskóli Íslands Landbúnaðarháskóli Íslands Símenntunarmiðstöðvar (tenglar á vefsíður miðstöðvanna) Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar Símenntunarmiðstöðin Vesturlandi Þekkingarnet Austurlands Háskólasetur Vestfjarða Þekkingasetur Þingeyinga MSS – Miðstö símenntunar á Suðurnesjum Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Fræðslunet suðurlands Viska – Fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja Skráning á póstlista Hugsanlega innskráning Ósýnilegur teljari 5.3 Innri vefur Hugmyndir að innri vef samskiptanetsins: Markhópur: Starfsfólk / kennarar / skólar / nemendur (að hluta)???) Þar væri hægt að nálgast efni sem varðar: Kennslufræði fjarnáms Kennslutækni / kennsluaðferðir í fjarnámi Notkun UT í fjarnámskennslu Einnig væri hægt hægt að bjóða upp á samskiptasíður; 1) fyrir námshópa í verkefnavinnu
  • 13. 2) kennara í sömu greinum Þá gæti verið valkvætt á innri vef fyrir kennara / nemendur: Ferilmöppur/Sýnimöppur kennara/nemenda: Hafa val um hvort birtist; o kennurum o kennurum og nemendum o öllum sem eru skráðir á innri vefinn o öllum, þe. opið og frjálst fyrir hvern sem er að skoða 6 Hönnun Hér er lögð fram tillaga að viðmóti, virkni og útliti vefsíðunnar. Gera má þó ráð fyrir að þessi hönnun muni taka breytingum í takt við hvernig samstarfinu verður háttar og hvaða ákvarðanir verða teknar varðandi það, á hvað leggja skal áherslu. 6.1 Viðmótshönnun / Virkni
  • 14. 6.2 Útlit / viðmót Í þessum kafla eru tillögur að viðmóti og útliti vefsins. Hér eru sýnishorn af öllum tegundum síðna og undirsíðna. 6.2.1 Forsíða Á forsíðu yrðu fréttir og tilkynningar ásamt næstu umsóknarfrestum um nám. Auk þess gætu skólarnir mögulega verið með auglýsingar á þessari síðu. Það þyrfti þó að skoðast betur, þe. stærðir á þeim og fyrirkomulag.
  • 15. 6.2.2 Námsleiðir Á síðunni er ítarleit þar sem hægt er að leita eftir námsbraut, deild, háskóla og tegund lokaprófs. Einnig er listi yfir allar námsleiðirnar sem eru í boði raðaðar upp í stafrófsröð. Notendur geta smellt á staf í stafrófinu og fengið upp þær leiðir sem byrja á þeim staf. Einnig geta notendur smellt á fyrirsagnirnar “Námsleið”, “Lokapróf”, “Deild” og “Háskóli” og fengið námsleiðirnar raðaðar saman eftir því hvað valið er.
  • 16. 6.2.3 Námskeið Á síðunni er ítarleit þar sem hægt er að leita eftir námskeiði, námsbraut, háskóla og deild. Einnig er listi yfir öll námskeiðin sem eru í boði röðuð upp í stafrófsröð. Notendur geta smellt á staf í stafrófinu og fengið upp þau námskeið sem byrja á þeim staf. Einnig geta notendur smellt á námskeið og þá birtist námskeiðslýsingin í glugganum við hliðina á listanum yfir námskeiðin.
  • 17. 6.2.4 Háskólar Á síðunni birtast myndir af öllum háskólunum ásamt texta um samstarf þeirra við símenntunarmiðstöðvarnar um þetta samstarfsnet. Til vinstri á síðunni eru tenglar á alla háskólana sem vísa á upplýsingasíður um þá.
  • 18. 6.2.4.1 Háskóli Íslands Sýnishorn um hvernig upplýsingavefsíða um háskólana gæti litið út. Á síðunni væri í vinstri dálki, logo skólanna, nafn, heimilisfang, sími, fax, netfang og vefslóð. Auk þess hver tengiliður dreifnámsins er, stöðu hans, hvar er hægt að ná í hann, þe. sími, netfang, vefsíða og viðtalstímar. Auk þess mynd af viðkomandi aðila sem mætti hugsa sér að væri kvikuð til að setja meira líf í vefinn. Í hægri dálk væri mynd af skólanum ásamt upplýsingum um hann.
  • 22. 6.2.5 Námsver Námsverin væru flokkuð eftir landshlutum, þe. tenglar í dálk lengst til vinstri sem væru Austurland, Eyjafjörður, Norðurland vestra, Suðurland, Suðurnesin, Vestfirðir, Vestmannaeyjar, Vesturland og Þingeyjarssýsla. Í miðdálk væri texti um KVASIR og hlutverk símenntunarmiðstöðvanna/námsveranna.
  • 23. 6.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands Þegar smellt er á landshluta kæmi upp í dálki lengst til vinstri, tenglar á staðina sem námsverin eru staðsett á. Í miðjudálk væru upplýsingar um Austurland og þá símenntunarmiðstöð sem sér um námsverin í þeim landshluta. Í hægri dálk væri ljósmynd af húsnæði símenntunarmiðstöðvarinnar ásamt heiti hennar, heimilisfangi, vefsíðu, símum, faxi og netfangi. Auk þess upptalning á námsverunum með litlum myndum eða tengilið vegna fjarnáms í símenntunarmiðstöðinni. Hér er Austurland tekið sem dæmi. Þar eru námsverin staðsett á Vopnafirði, Egilsstöðum, Neskaupsstað, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi og Höfn í Hornafirði.
  • 24. 6.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands - Vopnafjörður Hér er dæmi um hvernig síðan gæti litið út fyrir námsverið á Vopnafirði, þe. tenglarnir í vinstri dálk halda sér þar sem námsverin á Austurlandi eru aðgengileg. Í miðdálk væru upplýsingar um þá þjónustu sem námsverið veitir. Í hægri dálk væri ljósmynd af námsverinu, auk heimilisfangs og annarra upplýsinga, sbr. opnunartími, nafn, mynd og upplýsingar um tengilið.
  • 25. 6.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands - Egilsstaðir
  • 26. 6.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands – Neskaupstaður
  • 27. 9.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands – Fáskrúðsfjörður
  • 28. 9.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands – Djúpivogur
  • 29. 9.2.5.1 Austurland – Þekkingarnet Austurlands – Höfn í Hornafirði
  • 30. 6.2.6 Þjónusta Hér er í boði ýmis þjónusta fyrir dreifnámsnema, þe. þeir geta hér leitað upplýsinga um hvernig þeir eiga að snúa sér í ýmsum hlutum, sbr. Hvernig bóka eigi námsver og hvernig þeir eigi að skrá sig í nám. Skráning í nám yrði til að byrja með hjá hverjum háskóla um sig, þe. hér væri tengill á skráningarsíðu hvers háskóla um sig. Einnig færi bókum námsvers í gegnum FS-netið. Þessi síða er því meira hugsuð sem upplýsingasíða með tengingum á rétta staði.
  • 31. 9.2.7 Efni Fræðimenn, kennarar og aðrir gætu mögulega sent inn slóðir á efni sem þeir eiga á Netinu sem þeir telja að geti nýst kennurum og nemendum í dreifnámi. Einhver aðili yrði að taka að sér að samþykkja slíkar slóðir. Þetta efni myndi síðan birtast undir aðaltenglinum EFNI og þar væri í boði í aðalglugga ítarleit þar sem hægt væri að leita að efni eftir titli, höfundi, tegund efnis eða/og ártali. Auk þess birtist allt efni í stafsetningarröð eftir titli. Notendur geta smellt beint á einhvern staf í stafrófinu og fengið upp efni sem byrjaði á þeim staf. Einnig geta notendur smellt á fyrirsagnirnar í listanum sem birtist, þ.e. titill, höfundur, tegund efnis og ártal og raðast þá efnið upp eftir stafrófi eða tölum, þess dálks sem smellt er á.
  • 32. 9.2.8 Umræður Hugmyndin er að notendur síðunnar og þeir sem eru í fjarnámi geti tengst í gegnum einhvern vettvang sem gæfi þeim kost á gagnvirkum samskiptum. Auðveldasta leiðin í því væri að koma á spjallvettvangi þar sem notendur geta stofnað þræði um þau málefni sem þeir kjósa að ræða. Skemmtilegra væri þó ef hægt væri að mynda einhverskonar samfélög, þe. að notendur gætu stofnað hópa og tekið þátt í hópum, þ.e. meira í átt að því hvernig samfélagið okkar virkar í raunveruleikanum. Vísir að þessu er hjá Flickr.com en að er vinsæll ljósmyndavefur þar sem notendur eru virkir í mismunandi hópum.
  • 33. 9.2.9 Um okkur Upplýsingar um Netháskólann/samstarfsnetið, þe. tenglar hér í vinstri dálk væru þá starfsmenn, samstarfsaðilar, stjórn og sagan. Í miðdálk væri texti um markmið samstarfsnetsins og lýsing á því. Í hægri dálk væru upplýsingar um þann aðila sem hefði umsjón með samstarfsnetinu.
  • 34. 7 Kynning Tillagan að vefsíðunni var kynnt á ráðstefnunni “Netháskóli Íslands” á Egilsstöðum, 16. október 2007, sem Þekkingarnet Austurlands og Menntamálaráðuneytið stóðu fyrir. Á ráðstefnunni áttu flestir háskólarnir og allar símenntunarmiðstöðvarnar fulltrúa.