SlideShare a Scribd company logo
1 of 28
1
Námskeið um dreifmenntun og
tölvustudda kennslu í FVA
Sigurlaug Kristmannsdóttir
24.11.2001 2
Efnisyfirlit
Upplýsingatækni í skólastarfi, almennt
– Hugtök skilgreind, markmið með UT í skólastarfi
skoðuð eins og þau birtast í nýrri aðalnámskrá
framhaldsskóla, litið á hlutverk og markmið
framhaldsskóla samkvæmt sömu heimild.
Upplýsingatækni í skólastarfi, hagnýting
– Hvernig er unnt að beita UT í skólastarfi?
Kennslufræði tölvustuddrar kennslu. Vefleiðangrar.
PBL. UT-skólar. Dreifnám.
Reynslusögur
– Með hvaða hætti hefur UT verið nýtt í skólastarfi?
24.11.2001 3
Upplýsingatækni, skilgreining
„Með hugtakinu upplýsingatækni er vísað
í það að beitt er ákveðinni tækni við
gagnavinnslu og með hugtakinu tækni er
átt við tölvutækni, fjarskiptatækni og
rafeindatækni.“
– „Í krafti upplýsinga“ bls. 13.
24.11.2001 4
Markmið með upplýsingatækni í
skólastarfi
Skólar skulu stefna að því að gera
upplýsingatækni að verkfæri í öllum
námsgreinum.
Mikilvægt er að finna skynsamlegar og
árangursríkar leiðir til að nýta þessa tækni sem
best í þágu nemenda.
Jafnframt þarf að búa nemendur undir það að
nýta sér tæknina og laga sig að breytingum á
henni síðar á ævinni.
– Aðalnámskrá framhaldsskóla - almennur hluti 1999, bls. 16
24.11.2001 5
Hlutverk og markmið
framhaldsskóla er að:
Stuðla að alhliða þroska nemenda svo að þeir
verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í
lýðræðisþjóðfélagi.
Þjálfa nemendur í öguðum og sjálfstæðum
vinnubrögðum og gagnrýninni hugsun.
Hvetja nemendur til stöðugrar þekkingarleitar,
m.a. með því að nýta möguleika upplýsinga- og
tölvutækninnar.
– Aðalnámskrá framhaldsskóla - almennur hluti 1999, bls. 14-15
24.11.2001 6
Upplýsingatækni, hagnýting í
skólastarfi
Tölvur og veraldarvefur eru tæki sem nýst geta til
náms og kennslu
– Kennarans er að finna út með hvaða hætti þessi tækni
nýtist sem best í skólastarfi
– Kennarinn getur í mesta lagi fengið upplýsingar um
hvernig aðrir beita tækninni, hans er síðan að finna út
með hvaða hætti tæknin nýtist í hans starfi
– Kennarinn getur eflt þekkingu sína á tækninni, en hans
er að finna út leiðir til að hagnýta hana í skólastarfi
Upplýsingatækni í skólastarfi á að þjóna
markmiðum náms og kennslu
24.11.2001 7
Tölvustudd kennsla, skilgreining
 Nýting upplýsinga- og
tölvutækni í námi og
kennslu þar sem
heimilda- og gagnaöflun,
verkefnavinna og almenn
samskipti fara fram með
rafrænum hætti í bland
við hefðbundnar
kennsluaðferðir.
24.11.2001 8
Tölvustudd kennsla -
kennslufræði
Notkun upplýsinga-
tækni í skólastarfi
leiðir til:
– breytinga á
kennsluháttum og
– breytinga á
námsaðferðum
24.11.2001 9
Breytingar á kennsluháttum eru:
Að draga úr mötun
Að skipuleggja námið og hafa umsjón með vinnu
nemenda, það er að vera verkstjóri
Að vekja námsáhuga
Að búa til verkefni sem "þvinga" nemandann til
að afla sér þekkingar á skipulegan hátt
Að kenna nemendum að afla sér upplýsinga, meta
þessar upplýsingar, vinna úr þeim og setja
niðurstöður sínar fram öðrum til gagns
24.11.2001 10
Breytingar á kennsluháttum eru
ekki:
Að setja efni út á netið í stað þess að prenta
það út og ljósrita
Að leggja fyrir gagnvirk próf, í stað þess
að dreifa prófblöðum
Að nota skjávarpa í stað myndvarpa
Að senda nemendum verkefni í tölvupósti í
stað þess að dreifa þeim í kennslustundum
24.11.2001 11
Breytingar á vinnu kennarans:
 Kennarinn er ekki brunnur allra upplýsinga
 Kennarinn setur markmið og finnur leiðir svo nemendur
eigi möguleika á að ná þeim
 Í kennslustundum aðstoðar kennarinn nemendur við að
afla sér þekkingar og beita henni á verkefni
 Á milli kennslustunda fer mestur tími í að útbúa verkefni
og finna námsefni sem hæfir þeim..... síðan að fara yfir
þessi verkefni, meta og gefa umsagnir um þau
 Möguleikar á samþættingu námsgreina
 Aukið samstarf við aðra kennara, t.d. tölvukennara
24.11.2001 12
Þrátt fyrir breytingar á
kennsluháttum..
 ..má ekki gleyma
mannlegum samskiptum!
 Mannleg samskipti eru og
munu ætíð verða það sem
skiptir mestu varðandi allt
skólastarf
 Kennarinn þarf að hvetja
nemandann til dáða,
kveikja neista
fróðleiksfýsnar í brjósti
hans, aga nemandann,
hrósa o.s.frv.
24.11.2001 13
Breytingar á kennsluaðferðum kalla á
breytingar á skipulagningu kennslu
"Kennari sem ætlar að flétta
upplýsingatækni og tölvunotkun inn í sína
kennslu þarf að endurhugsa þær
kennsluaðferðir sem hann notar og einnig
þarf hann að endurskoða skipulagningu
kennslunnar."
– Ásrún Matthíasdóttir: UT 2001
24.11.2001 14
Breytingar á námsaðferðum
eru:
Að taka ábyrgð á eigin námi, kennarinn
aðstoðar
Að vera sjálfstæður í vinnubrögðum
Að afla upplýsinga, meta og vinna úr þeim
Að "læra að læra"
Að vinna með öðrum
24.11.2001 15
Breytingar á námsaðferðum eru
ekki:
Að sitja við tölvu og smella með músinni
út og suður
Að sanka að sér upplýsingum og vinna
ekki úr þeim
Að nota tölvur til að framleiða efni með
flottu útliti, en litlu innihaldi
Að nota fartölvur til að glósa fyrirlestra
kennarans
24.11.2001 16
Hvernig nemendur viljum við?
Nemendur sem kunna að afla sér þekkingar,
nemendur sem kunna að vinna úr þessum
upplýsingum og nemendur sem kunna að setja
þær fram
Nemendur sem eru sjálfir ábyrgir fyrir námi sínu
Nemendur sem virkja sjálfsaga sinn til námsins
Nemendur sem kunna að vinna með öðrum að
úrlausn verkefna
24.11.2001 17
Hvernig nemendur viljum við
sjá?
Nemendur sem eru á kafi í vinnu, svo upptekna
að þeir taka ekki eftir því þegar kennslustundin er
liðin
Nemendur sem sökkva sér í vinnu af ánægju og
finna fyrir þeirri gleði sem felst í því að ná tökum
á efninu og skila af sér vönduðum verkefnum
 Nemendur sem eru að afla sér þekkingar fyrir
lífið og um leið að læra að beita þeim
vinnubrögðum til sjálfsnáms sem þeir síðar meir
geta notað hvar sem þá ber niður í þjóðfélaginu
24.11.2001 18
Vefleiðangrar
Vefleiðangur er kennsluaðferð, þar sem
nemendur eru látnir afla sér þekkingar af
sjálfsdáðum, en til þess að vinna þeirra verði sem
árangursríkust þarf kennarinn að útbúa nákvæma
lýsingu á verkefninu
“Vefleiðangur er leitarnám þar sem nemendur
nota vefinn og fleiri miðla til að safna saman
upplýsingum .......er nokkurs konar áætlun fyrir
kennslu sem notar vefinn ...... byggir á
hugsmíðahyggju (constructivism)."
Salvör Gissurardóttir http://www.ismennt.is/vefir/ari/banki/
24.11.2001 19
Hefðbundinn vefleiðangur
inniheldur:
Kynningu
Verkefni
Ferli
Bjargir
Mat
Niðurstöður
Sjá um uppsetningu vefleiðangurs:
http://www.ismennt.is/vefir/ari/banki/webqnemi.html
24.11.2001 20
Nemendavænt verkefnanám eða
lausnaleitarnám (problem based
learning)
"Hvernig fáum við nemendur okkar til að
hugsa?" er spurning sem oft brennur á kennurum.
Lausnaleitar-nám er kennsluaðferð sem örvar
nemendur til að "læra að læra" með því að vinna
saman í litlum hópum að lausn raunverulegra
vandamála. Vandamálin eru notuð til að virkja
forvitni og fróðleiksfýsn nemenda til að leysa
tiltekin mál. Lausnaleitarnám þjálfar nemendur í
gagnrýninni og sundurgreinandi hugsun.
Ennfremur öðlast nemendur æfingu í að verða sér
úti um og nýta sér viðeigandi upplýsingar og
námsleiðir.” Barbara Duch/Þórunn Óskarsdóttir: pbl.is
24.11.2001 21
Þróunarskólar í
upplýsingatækni, markmið:
Þróunarskólar í upplýsingatækni skulu vinna
að framþróun upplýsingatækni í kennslu,
námi og skólastarfi. Skólarnir skulu sinna
eftirfarandi verkefnum:
– Þróa aðferðir við að beita upplýsingatækni í
kennslu og skólastarfi.
– Þróa aðferðir við þjálfun starfsfólks og nemenda í
notkun upplýsingatækni.
– Miðla öðrum skólum og kennurum þeirra af
reynslu sinni og þekkingu á notkun
upplýsingatækni.
utskolar.is
24.11.2001 22
UT-skólarnir FÁ og FSu
Í skólunum hefur verið reynt er að leita
leiða til að nýta þessa gripi í skólastarfi, þó
ævinlega með því hugarfari að þær þjóni
markmiðum náms og kennslu
Áhersla hefur verið lögð á menntun
kennara á sviði upplýsingatækni.
24.11.2001 23
Markmið UT í FÁ:
Meginmarkmiðið er að nýta
upplýsingatækni í öllum námsgreinum.
Kennarar gegna í því sambandi
lykilhlutverki. Fjölbrautaskólinn við
Ármúla leggur áherslu á að sjá kennurum
fyrir sem bestri aðstöðu og veita þeim alla
aðstoð við að nýta nýja tækni í starfi sínu.
http://www.fa.is/utskoli/index.php?medsida=index.html
24.11.2001 24
Tölvustudd kennsla í FÁ og FSu
Skólarnir eru þróunarskólar í upplýsingatækni,
þetta er þriðji og síðasti vetur þess verkefnis
Fartölvurnar hófu innreið sína haustið 2000
Í dag eru 50 kennarar með fartölvur í FÁ og 80
nemendur, fartölvueign í FSu er heldur meiri
Þráðlaus tenging tryggir aðgang að neti skólanna
og veraldarvefnum í húsnæði þeirra og í næsta
nágrenni
Vonbrigði að ekki hefur orðið sú aukning á
fartölvueign nemenda sem vonir stóðu til
24.11.2001 25
Fartölvuvæðingin
 Fartölvurnar reyndust
vera bylting í starfi
kennaranna
 Nemendur voru ótrúlega
fljótir að komast upp á lag
með að nota þær
 "Fartölvuvæðingin" gekk
betur en nokkurn hefði
grunað fyrirfram
– fsu.is: UT stöðumat og sýn 2001
24.11.2001 26
Fartölvuvæðingin (framhald)
"Þegar spurt er hvort nemanda finnist
skemmtilegra í skólanum eftir að hann fékk
fartölvu eru 34 nemendur (36,6%) frekar
ósammála eða mjög ósammála, en 60 (64,5%)
nemendur frekar sammála eða mjög sammála
þeirri staðhæfingu. Samkvæmt þessu virðist
64,5% nemenda ánægðari í skólanum eftir að
fartölvan bættist í farteskið."
– fsu.is: UT - stöðumat og sýn 2001
24.11.2001 27
Dreifkennsla í FÁ:
Boðið er upp á dreifkennslu í ýmsum
greinum, m.a. stærðfræði, dönsku, ensku
og íslensku.
Áhersla er lögð á aukið sjálfsnám og geta
nemendur stundað nám sitt innan sem utan
skólans; með þessu móti er heimanám
aukið og nemendur þjálfast betur í
sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum.
Sjá: http://www.fa.is/utskoli/skyrsla00/skyrsla2000.html
24.11.2001 28
Reynslusögur
NÁT 103:
– Haustönn 2001 í FÁ:
http://www2.fa.is/deildir/liffraedi/nat103/01h/index.htm
– Vorönn 2000 í FSu:
http://www.fsu.is/vefir/liffraedi/nat103/vor01/index.htm
NÁT 106 (113 +123):
– Haustönn 2000 í FSu:
http://www.fsu.is/vefir/nat106/

More Related Content

Viewers also liked

Viewers also liked (9)

Orkuhugtakið í námskrám
Orkuhugtakið í námskrámOrkuhugtakið í námskrám
Orkuhugtakið í námskrám
 
Nát 106=Nát 113+Nát123 Tilraunaáfangi í náttúrufræðum við Fjölbrautaskóla Suð...
Nát 106=Nát 113+Nát123 Tilraunaáfangi í náttúrufræðum við Fjölbrautaskóla Suð...Nát 106=Nát 113+Nát123 Tilraunaáfangi í náttúrufræðum við Fjölbrautaskóla Suð...
Nát 106=Nát 113+Nát123 Tilraunaáfangi í náttúrufræðum við Fjölbrautaskóla Suð...
 
Úttekt á fjarnámi í FÁ og VMA
Úttekt á fjarnámi í FÁ og VMAÚttekt á fjarnámi í FÁ og VMA
Úttekt á fjarnámi í FÁ og VMA
 
Þróun og staða fjarkennslu í Versló
Þróun og staða fjarkennslu í VerslóÞróun og staða fjarkennslu í Versló
Þróun og staða fjarkennslu í Versló
 
Distance Education in The Comprehensive Secondary School of Ármúli Iceland
Distance Education in The Comprehensive Secondary School of Ármúli IcelandDistance Education in The Comprehensive Secondary School of Ármúli Iceland
Distance Education in The Comprehensive Secondary School of Ármúli Iceland
 
Námskrá í náttúrufræði
Námskrá í náttúrufræðiNámskrá í náttúrufræði
Námskrá í náttúrufræði
 
Vefurinn um mannslíkamann
Vefurinn um mannslíkamannVefurinn um mannslíkamann
Vefurinn um mannslíkamann
 
Distance Education in the Commercial College of Iceland
Distance Education in the Commercial College of IcelandDistance Education in the Commercial College of Iceland
Distance Education in the Commercial College of Iceland
 
Hvernig á að skipuleggja starfsnám
Hvernig á að skipuleggja starfsnámHvernig á að skipuleggja starfsnám
Hvernig á að skipuleggja starfsnám
 

Similar to Námskeið um dreifmenntun og tölvustudda kennslu í FVA

Upplýsingatækni
UpplýsingatækniUpplýsingatækni
Upplýsingatækniivar_khi
 
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515Margret2008
 
Veldisvaxandi tæknibreytingar og þekkingarþarfir kennara: Hvað þurfa kennarar...
Veldisvaxandi tæknibreytingar og þekkingarþarfir kennara:Hvað þurfa kennarar...Veldisvaxandi tæknibreytingar og þekkingarþarfir kennara:Hvað þurfa kennarar...
Veldisvaxandi tæknibreytingar og þekkingarþarfir kennara: Hvað þurfa kennarar...Tryggvi Thayer
 
Dreif- og fjarnam. Staða og framtíðarsýn
Dreif- og fjarnam. Staða og framtíðarsýnDreif- og fjarnam. Staða og framtíðarsýn
Dreif- og fjarnam. Staða og framtíðarsýnUniversity of Iceland
 
Opin sjónarmið
Opin sjónarmiðOpin sjónarmið
Opin sjónarmiðradstefna3f
 
Samfélagsmiðlar í kennslu, snögg yfirferð
Samfélagsmiðlar í kennslu, snögg yfirferðSamfélagsmiðlar í kennslu, snögg yfirferð
Samfélagsmiðlar í kennslu, snögg yfirferðSvava Pétursdóttir
 
Opin sjónarmið um UST
Opin sjónarmið um USTOpin sjónarmið um UST
Opin sjónarmið um USTguest14bd29
 
Samspil 2015 & Starfsþróun
Samspil 2015 & StarfsþróunSamspil 2015 & Starfsþróun
Samspil 2015 & StarfsþróunTryggvi Thayer
 
Starfsþróun, starfssamfélög og samfélagamiðlar
Starfsþróun, starfssamfélög og samfélagamiðlar Starfsþróun, starfssamfélög og samfélagamiðlar
Starfsþróun, starfssamfélög og samfélagamiðlar Svava Pétursdóttir
 

Similar to Námskeið um dreifmenntun og tölvustudda kennslu í FVA (20)

Upplýsingatækni
UpplýsingatækniUpplýsingatækni
Upplýsingatækni
 
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
 
Erum við komin inn í 21 öldina
Erum við komin inn í 21 öldinaErum við komin inn í 21 öldina
Erum við komin inn í 21 öldina
 
Veldisvaxandi tæknibreytingar og þekkingarþarfir kennara: Hvað þurfa kennarar...
Veldisvaxandi tæknibreytingar og þekkingarþarfir kennara:Hvað þurfa kennarar...Veldisvaxandi tæknibreytingar og þekkingarþarfir kennara:Hvað þurfa kennarar...
Veldisvaxandi tæknibreytingar og þekkingarþarfir kennara: Hvað þurfa kennarar...
 
Ipad – og hvað svo.
Ipad – og hvað svo.Ipad – og hvað svo.
Ipad – og hvað svo.
 
Malthingh07
Malthingh07Malthingh07
Malthingh07
 
Fjarkennarinn
FjarkennarinnFjarkennarinn
Fjarkennarinn
 
Ut í skólastarfi
Ut í skólastarfi Ut í skólastarfi
Ut í skólastarfi
 
Dreif- og fjarnam. Staða og framtíðarsýn
Dreif- og fjarnam. Staða og framtíðarsýnDreif- og fjarnam. Staða og framtíðarsýn
Dreif- og fjarnam. Staða og framtíðarsýn
 
Opin sjónarmið
Opin sjónarmiðOpin sjónarmið
Opin sjónarmið
 
Samfélagsmiðlar í kennslu, snögg yfirferð
Samfélagsmiðlar í kennslu, snögg yfirferðSamfélagsmiðlar í kennslu, snögg yfirferð
Samfélagsmiðlar í kennslu, snögg yfirferð
 
Hvað skal kenna, hvað skal læra?
Hvað skal kenna, hvað skal læra?Hvað skal kenna, hvað skal læra?
Hvað skal kenna, hvað skal læra?
 
Ný Menntagátt
Ný MenntagáttNý Menntagátt
Ný Menntagátt
 
Opin sjónarmið um UST
Opin sjónarmið um USTOpin sjónarmið um UST
Opin sjónarmið um UST
 
Samspil 2015 & Starfsþróun
Samspil 2015 & StarfsþróunSamspil 2015 & Starfsþróun
Samspil 2015 & Starfsþróun
 
Starfsþróun, starfssamfélög og samfélagamiðlar
Starfsþróun, starfssamfélög og samfélagamiðlar Starfsþróun, starfssamfélög og samfélagamiðlar
Starfsþróun, starfssamfélög og samfélagamiðlar
 
Tölvutök
TölvutökTölvutök
Tölvutök
 
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2015
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2015Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2015
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2015
 
Stafræn borgaravitund
Stafræn borgaravitundStafræn borgaravitund
Stafræn borgaravitund
 
Borgaravitund samspil 2015
Borgaravitund samspil 2015Borgaravitund samspil 2015
Borgaravitund samspil 2015
 

Námskeið um dreifmenntun og tölvustudda kennslu í FVA

  • 1. 1 Námskeið um dreifmenntun og tölvustudda kennslu í FVA Sigurlaug Kristmannsdóttir
  • 2. 24.11.2001 2 Efnisyfirlit Upplýsingatækni í skólastarfi, almennt – Hugtök skilgreind, markmið með UT í skólastarfi skoðuð eins og þau birtast í nýrri aðalnámskrá framhaldsskóla, litið á hlutverk og markmið framhaldsskóla samkvæmt sömu heimild. Upplýsingatækni í skólastarfi, hagnýting – Hvernig er unnt að beita UT í skólastarfi? Kennslufræði tölvustuddrar kennslu. Vefleiðangrar. PBL. UT-skólar. Dreifnám. Reynslusögur – Með hvaða hætti hefur UT verið nýtt í skólastarfi?
  • 3. 24.11.2001 3 Upplýsingatækni, skilgreining „Með hugtakinu upplýsingatækni er vísað í það að beitt er ákveðinni tækni við gagnavinnslu og með hugtakinu tækni er átt við tölvutækni, fjarskiptatækni og rafeindatækni.“ – „Í krafti upplýsinga“ bls. 13.
  • 4. 24.11.2001 4 Markmið með upplýsingatækni í skólastarfi Skólar skulu stefna að því að gera upplýsingatækni að verkfæri í öllum námsgreinum. Mikilvægt er að finna skynsamlegar og árangursríkar leiðir til að nýta þessa tækni sem best í þágu nemenda. Jafnframt þarf að búa nemendur undir það að nýta sér tæknina og laga sig að breytingum á henni síðar á ævinni. – Aðalnámskrá framhaldsskóla - almennur hluti 1999, bls. 16
  • 5. 24.11.2001 5 Hlutverk og markmið framhaldsskóla er að: Stuðla að alhliða þroska nemenda svo að þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Þjálfa nemendur í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýninni hugsun. Hvetja nemendur til stöðugrar þekkingarleitar, m.a. með því að nýta möguleika upplýsinga- og tölvutækninnar. – Aðalnámskrá framhaldsskóla - almennur hluti 1999, bls. 14-15
  • 6. 24.11.2001 6 Upplýsingatækni, hagnýting í skólastarfi Tölvur og veraldarvefur eru tæki sem nýst geta til náms og kennslu – Kennarans er að finna út með hvaða hætti þessi tækni nýtist sem best í skólastarfi – Kennarinn getur í mesta lagi fengið upplýsingar um hvernig aðrir beita tækninni, hans er síðan að finna út með hvaða hætti tæknin nýtist í hans starfi – Kennarinn getur eflt þekkingu sína á tækninni, en hans er að finna út leiðir til að hagnýta hana í skólastarfi Upplýsingatækni í skólastarfi á að þjóna markmiðum náms og kennslu
  • 7. 24.11.2001 7 Tölvustudd kennsla, skilgreining  Nýting upplýsinga- og tölvutækni í námi og kennslu þar sem heimilda- og gagnaöflun, verkefnavinna og almenn samskipti fara fram með rafrænum hætti í bland við hefðbundnar kennsluaðferðir.
  • 8. 24.11.2001 8 Tölvustudd kennsla - kennslufræði Notkun upplýsinga- tækni í skólastarfi leiðir til: – breytinga á kennsluháttum og – breytinga á námsaðferðum
  • 9. 24.11.2001 9 Breytingar á kennsluháttum eru: Að draga úr mötun Að skipuleggja námið og hafa umsjón með vinnu nemenda, það er að vera verkstjóri Að vekja námsáhuga Að búa til verkefni sem "þvinga" nemandann til að afla sér þekkingar á skipulegan hátt Að kenna nemendum að afla sér upplýsinga, meta þessar upplýsingar, vinna úr þeim og setja niðurstöður sínar fram öðrum til gagns
  • 10. 24.11.2001 10 Breytingar á kennsluháttum eru ekki: Að setja efni út á netið í stað þess að prenta það út og ljósrita Að leggja fyrir gagnvirk próf, í stað þess að dreifa prófblöðum Að nota skjávarpa í stað myndvarpa Að senda nemendum verkefni í tölvupósti í stað þess að dreifa þeim í kennslustundum
  • 11. 24.11.2001 11 Breytingar á vinnu kennarans:  Kennarinn er ekki brunnur allra upplýsinga  Kennarinn setur markmið og finnur leiðir svo nemendur eigi möguleika á að ná þeim  Í kennslustundum aðstoðar kennarinn nemendur við að afla sér þekkingar og beita henni á verkefni  Á milli kennslustunda fer mestur tími í að útbúa verkefni og finna námsefni sem hæfir þeim..... síðan að fara yfir þessi verkefni, meta og gefa umsagnir um þau  Möguleikar á samþættingu námsgreina  Aukið samstarf við aðra kennara, t.d. tölvukennara
  • 12. 24.11.2001 12 Þrátt fyrir breytingar á kennsluháttum..  ..má ekki gleyma mannlegum samskiptum!  Mannleg samskipti eru og munu ætíð verða það sem skiptir mestu varðandi allt skólastarf  Kennarinn þarf að hvetja nemandann til dáða, kveikja neista fróðleiksfýsnar í brjósti hans, aga nemandann, hrósa o.s.frv.
  • 13. 24.11.2001 13 Breytingar á kennsluaðferðum kalla á breytingar á skipulagningu kennslu "Kennari sem ætlar að flétta upplýsingatækni og tölvunotkun inn í sína kennslu þarf að endurhugsa þær kennsluaðferðir sem hann notar og einnig þarf hann að endurskoða skipulagningu kennslunnar." – Ásrún Matthíasdóttir: UT 2001
  • 14. 24.11.2001 14 Breytingar á námsaðferðum eru: Að taka ábyrgð á eigin námi, kennarinn aðstoðar Að vera sjálfstæður í vinnubrögðum Að afla upplýsinga, meta og vinna úr þeim Að "læra að læra" Að vinna með öðrum
  • 15. 24.11.2001 15 Breytingar á námsaðferðum eru ekki: Að sitja við tölvu og smella með músinni út og suður Að sanka að sér upplýsingum og vinna ekki úr þeim Að nota tölvur til að framleiða efni með flottu útliti, en litlu innihaldi Að nota fartölvur til að glósa fyrirlestra kennarans
  • 16. 24.11.2001 16 Hvernig nemendur viljum við? Nemendur sem kunna að afla sér þekkingar, nemendur sem kunna að vinna úr þessum upplýsingum og nemendur sem kunna að setja þær fram Nemendur sem eru sjálfir ábyrgir fyrir námi sínu Nemendur sem virkja sjálfsaga sinn til námsins Nemendur sem kunna að vinna með öðrum að úrlausn verkefna
  • 17. 24.11.2001 17 Hvernig nemendur viljum við sjá? Nemendur sem eru á kafi í vinnu, svo upptekna að þeir taka ekki eftir því þegar kennslustundin er liðin Nemendur sem sökkva sér í vinnu af ánægju og finna fyrir þeirri gleði sem felst í því að ná tökum á efninu og skila af sér vönduðum verkefnum  Nemendur sem eru að afla sér þekkingar fyrir lífið og um leið að læra að beita þeim vinnubrögðum til sjálfsnáms sem þeir síðar meir geta notað hvar sem þá ber niður í þjóðfélaginu
  • 18. 24.11.2001 18 Vefleiðangrar Vefleiðangur er kennsluaðferð, þar sem nemendur eru látnir afla sér þekkingar af sjálfsdáðum, en til þess að vinna þeirra verði sem árangursríkust þarf kennarinn að útbúa nákvæma lýsingu á verkefninu “Vefleiðangur er leitarnám þar sem nemendur nota vefinn og fleiri miðla til að safna saman upplýsingum .......er nokkurs konar áætlun fyrir kennslu sem notar vefinn ...... byggir á hugsmíðahyggju (constructivism)." Salvör Gissurardóttir http://www.ismennt.is/vefir/ari/banki/
  • 19. 24.11.2001 19 Hefðbundinn vefleiðangur inniheldur: Kynningu Verkefni Ferli Bjargir Mat Niðurstöður Sjá um uppsetningu vefleiðangurs: http://www.ismennt.is/vefir/ari/banki/webqnemi.html
  • 20. 24.11.2001 20 Nemendavænt verkefnanám eða lausnaleitarnám (problem based learning) "Hvernig fáum við nemendur okkar til að hugsa?" er spurning sem oft brennur á kennurum. Lausnaleitar-nám er kennsluaðferð sem örvar nemendur til að "læra að læra" með því að vinna saman í litlum hópum að lausn raunverulegra vandamála. Vandamálin eru notuð til að virkja forvitni og fróðleiksfýsn nemenda til að leysa tiltekin mál. Lausnaleitarnám þjálfar nemendur í gagnrýninni og sundurgreinandi hugsun. Ennfremur öðlast nemendur æfingu í að verða sér úti um og nýta sér viðeigandi upplýsingar og námsleiðir.” Barbara Duch/Þórunn Óskarsdóttir: pbl.is
  • 21. 24.11.2001 21 Þróunarskólar í upplýsingatækni, markmið: Þróunarskólar í upplýsingatækni skulu vinna að framþróun upplýsingatækni í kennslu, námi og skólastarfi. Skólarnir skulu sinna eftirfarandi verkefnum: – Þróa aðferðir við að beita upplýsingatækni í kennslu og skólastarfi. – Þróa aðferðir við þjálfun starfsfólks og nemenda í notkun upplýsingatækni. – Miðla öðrum skólum og kennurum þeirra af reynslu sinni og þekkingu á notkun upplýsingatækni. utskolar.is
  • 22. 24.11.2001 22 UT-skólarnir FÁ og FSu Í skólunum hefur verið reynt er að leita leiða til að nýta þessa gripi í skólastarfi, þó ævinlega með því hugarfari að þær þjóni markmiðum náms og kennslu Áhersla hefur verið lögð á menntun kennara á sviði upplýsingatækni.
  • 23. 24.11.2001 23 Markmið UT í FÁ: Meginmarkmiðið er að nýta upplýsingatækni í öllum námsgreinum. Kennarar gegna í því sambandi lykilhlutverki. Fjölbrautaskólinn við Ármúla leggur áherslu á að sjá kennurum fyrir sem bestri aðstöðu og veita þeim alla aðstoð við að nýta nýja tækni í starfi sínu. http://www.fa.is/utskoli/index.php?medsida=index.html
  • 24. 24.11.2001 24 Tölvustudd kennsla í FÁ og FSu Skólarnir eru þróunarskólar í upplýsingatækni, þetta er þriðji og síðasti vetur þess verkefnis Fartölvurnar hófu innreið sína haustið 2000 Í dag eru 50 kennarar með fartölvur í FÁ og 80 nemendur, fartölvueign í FSu er heldur meiri Þráðlaus tenging tryggir aðgang að neti skólanna og veraldarvefnum í húsnæði þeirra og í næsta nágrenni Vonbrigði að ekki hefur orðið sú aukning á fartölvueign nemenda sem vonir stóðu til
  • 25. 24.11.2001 25 Fartölvuvæðingin  Fartölvurnar reyndust vera bylting í starfi kennaranna  Nemendur voru ótrúlega fljótir að komast upp á lag með að nota þær  "Fartölvuvæðingin" gekk betur en nokkurn hefði grunað fyrirfram – fsu.is: UT stöðumat og sýn 2001
  • 26. 24.11.2001 26 Fartölvuvæðingin (framhald) "Þegar spurt er hvort nemanda finnist skemmtilegra í skólanum eftir að hann fékk fartölvu eru 34 nemendur (36,6%) frekar ósammála eða mjög ósammála, en 60 (64,5%) nemendur frekar sammála eða mjög sammála þeirri staðhæfingu. Samkvæmt þessu virðist 64,5% nemenda ánægðari í skólanum eftir að fartölvan bættist í farteskið." – fsu.is: UT - stöðumat og sýn 2001
  • 27. 24.11.2001 27 Dreifkennsla í FÁ: Boðið er upp á dreifkennslu í ýmsum greinum, m.a. stærðfræði, dönsku, ensku og íslensku. Áhersla er lögð á aukið sjálfsnám og geta nemendur stundað nám sitt innan sem utan skólans; með þessu móti er heimanám aukið og nemendur þjálfast betur í sjálfstæðum og öguðum vinnubrögðum. Sjá: http://www.fa.is/utskoli/skyrsla00/skyrsla2000.html
  • 28. 24.11.2001 28 Reynslusögur NÁT 103: – Haustönn 2001 í FÁ: http://www2.fa.is/deildir/liffraedi/nat103/01h/index.htm – Vorönn 2000 í FSu: http://www.fsu.is/vefir/liffraedi/nat103/vor01/index.htm NÁT 106 (113 +123): – Haustönn 2000 í FSu: http://www.fsu.is/vefir/nat106/

Editor's Notes

  1. Ætti kannski frekar að tala um Upplýsinga- og samskiptatækni í skólastarfi en upplýsingatækni Með orðinu skólastarf er átt við nám (nemenda) og kennslu (kennara), þetta tvennt fer ekki alltaf saman eins og allir kennarar vita. Stundum heyrist á kennarastofunni: Kennslan gengur ágætlega, en ég er ekki viss um að námið gangi eins vel. Best er auðvitað að þetta tvennt færi saman. Ég er svolítið upptekin af þessari tvískiptingu núna og held að ef kennsla er markviss, þá fari þetta tvennt saman Tölvur og veraldarvefur, mætti einnig nefna forrit hvers konar og margmiðlunarbúnað Erfitt að tala um þessi mál án þess að lenda í gryfju með merkingarlausum frösum, við skulum reyna
  2. Lykillinn að skilningi á því hvað upplýsingatækni er felst í því hvað átt er við með orðinu „tækni“ í þessu sambandi. Venjulega felur það í sér merkingar þess eðlis að um sé að ræða vélvæðingu eða aðferð, sbr. „frásagnartækni“. Vélvæðing á betur við í þessu tilfelli og merkir vélvæðingu á upplýsingavinnslu. Sem dæmi um slík tæki má því taka tölvu, síma, en ekki gömlu góðu pikkólínuna (handknúnu ritvélina). Athyglisvert er að bera saman handknúna ritvél og rafmagnsritvél eða tölvu. Handknúin ritvél er mekanísk vél sem byggir á handafli sem ýtir áfram vogarstöngum, hjólum, trissum og ásum en rafmagnsritvélin eða tölvan er rafknúin og getur því afkastað margfalt á við mekanísku tækin. Myndi gjallarhorn kallarans á gömlu íþróttamótunum falla undir skilgreininguna? Ekki fyrr en við setjum magnara í gjallarhornið. Penni og blýantur falla utan hennar. Þetta eru handverkfæri sem munu að sjálfsögðu halda halda gildi sínu áfram. Hver vill t.d. vera án myndvarpa eða töflu? Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að gömlu tækin munu flest verða notuð áfram, en notagildi þeirra verður endurskilgreint. Ný tækni kemur sem viðbót við þá sem fyrir er og opnar leiðir sem áður voru illfærar eða ófærar.
  3. Enginn hefur stóra sannleikann í þessum efnum, til þess er tæknin of ný og hvarvetna í heiminum eru menn að þreifa sig áfram með hagnýtingu tækninnar í skólastarfi. Þeir sem lengst eru komnir eru aðeins komnir "hænufeti" á undan okkur, því þessi tækni er ný fyrir alla
  4. Halda fast um það gamla og nýta sér það nýja!
  5. Passa upp á mannlegu samskiptin!
  6. Athuga skipulagið vel! Fartölvur eru dýrar glósubækur
  7. Fartölvur eru annað og meira en stílabækur og það verður að finna leiðir til að nýta þessi tæki út í æsar. Fartölvur eru dýrar glósubækur.
  8. hreyfanleg vinnuaðstaða eigin vél til vinnu