SlideShare a Scribd company logo
1 of 33
Hvernig á að skipuleggja starfsnám?
Fyrirlestur haldinn á þingi LÍV á Akureyri,
11. nóvember 2005
Sigurlaug Kristmannsdóttir
Fjarkennslustjóri VÍ
2
Efnisyfirlit
• Verzlunarskóli Íslands, fyrr og nú
• Lög um framhaldsskóla
– Samstarfsnefnd um starfsnám
– Starfsgreinaráð
– Starfsnám
– Fullorðinsfræðsla og endurmenntun
• Starfsnám
– Verslunarfagnám
– Nýliðaþjálfun
– Verslunarstjóranám
– Fjarnám, verslunar- og stúdentspróf
– Almenn verslunarbraut, þróunarverkefni
– Endurmenntunaráætlanir og -námskeið
• Hvað þarf þá til þess að búa til gott starfsnám?
Verzlunarskóli Íslands, fyrr og nú
1905-2005
4
Verzlunarskóli Íslands og “Vor unga stétt”
• Stofnaður árið 1905
• Markmiðið með stofnun
skólans var að veita
verslunarmönnum
sérmenntun í þeim
námsgreinum sem helst
gætu komið að gagni við
verslunarstörf
– Verslunarfagnám, nám með
vinnu
– Verslunarpróf
– Stúdentspróf, frá 1945
5
Verslunarskóli Íslands, í dag
• Dagskóli, staðbundið nám:
– Mála-, viðskipta-, félagsfræða- og náttúrufræðibrautir, allir
læra þó viðskiptagreinar
– Verslunarpróf að loknu tveggja ára námi
– Stúdentspróf að loknu þriggja eða fjögurra ára námi
• Fjarnám:
– Áhersla á verslunar- og viðskiptagreinar fyrir starfandi
verlsunarmenn
– Áfangar í samræmi við námskrá framhaldsskóla til verslunar-
og stúdentspróf
• Nám með starfi:
– Verslunarfagnám
– Nýliðaþjálfun
– Nám fyrir verslunarfólk sem vinnur í heildsölum
– Verslunarstjóranám
• Símenntun og endurmenntun:
– Námskeið sniðin að þörfum fyrirtækja
6
Verzlunarskóli Íslands í 100 ár
• að þjálfa öflugt fólk til
þátttöku í atvinnulífinu
• Þannig er þráðurinn óslitinn
á milli þeirrar hugsjónar sem
hvatti menn til að stofna
skólann fyrir 100 árum og
þess sem skólinn er að gera
í dag
Nýliðaþjálfun, verslunarfagnám, verslunarstjóranám, nám
fyrir starfsmenn heildsala, verslunar- og stúdentspróf í
fjarnnámi tengjast uppruna skólans og markmiðum:
Lög um framhaldsskóla nr. 80/1996
Samstarfsnefnd um starfsnám
Starfsgreinaráð
Starfsnám
Fullorðinsfræðsla og endurmenntun
8
Starfsnám samkvæmt lögum
• Skal stuðla að almennri menntun nemenda, veita
þeim undirbúning til tiltekinna starfa og innsýn í
hlutverk fyrirtækja og starfsfólks í atvinnulífi
• Á að hvetja nemendur til að viðhalda þekkingu sinni
og bæta við hana með endurmenntun eða
áframhaldandi námi
• Taki mið af þörfum starfsgreina fyrir fagmenntun
starfsfólks á hverjum tíma
– Lög um framhaldsskóla nr. 80/1996
9
Samstarfsnefnd um starfsnám
• Skipuð af Menntamálaráðherra til fjögurra ára í senn
• Skipuð fulltrúum frá samtökum atvinnurekenda,
launþega, sveitarfélaga, kennara og skólastjórnenda
• Stuðlar að tengslum skóla og atvinnulífs
• Gerir tillögur um skipan starfsgreina í
starfsgreinaflokka í samráði við samtök
atvinnurekenda og launþega í viðkomandi greinum,
forgangsröðun verkefna í starfsnámi, svo og
sérstakar tilraunir og þróunarverkefni
– Lög um framhaldsskóla nr. 80/1996
10
Starfsgreinaráð samkvæmt lögum
• Skipað af menntamálaráðherra til fjögurra ára í senn
• Skilgreinir þarfir starfsgreina fyrir kunnáttu og hæfni
starfsmanna og setur fram markmið starfsnáms
• Gerir tillögur um uppbyggingu starfsnáms og
námskrá í sérgreinum viðkomandi starfsnáms
• Gerir tillögur að skiptingu náms í skóla og á
vinnustað, svo og reglun um vinnustaðanám og
viðurkenningu á vinnustöðum til að taka nema í
starfsþjálfun
– Lög um framhaldsskóla nr. 80/1996
11
Starfsgreinaráð samkvæmt reglugerð
• Alls 14 starfsgreinaráð
• Hvert starfsgreinaráð er skipað fulltrúum frá:
– Fagfélögum (3)
– Atvinnurekendum (3)
– Ráðherra (1)
• SÍV á fulltrúa í:
– Starfsgreinaráði í matvæla- og veitingagreinum
– Starfsgreinaráði í fjármála- og verslunargreinum
– Reglugerð nr. 475/2001 um skipun starfsgreinaráða
12
Fullorðinsfræðsla og endurmenntun
• Framhaldsskólum heimilt samkvæmt lögum:
– Að bjóða nám í öldungadeildum sem skal vera jafngilt námi á
einstökum námsleiðum framhaldsskólans
– Að starfrækja endurmenntunarnámskeið eða annars konar
nám í samráði eða samvinnu við faggreinafélög, stéttarfélög,
atvinnurekendur eða aðra hagsmuna- eða áhugahópa, t.d.
með farskólasniði
– að stofna, í samvinnu við sveitarfélög, faggreinafélög,
stéttarfélög, atvinnurekendur eða aðra hagsmuna- og
áhugahópa, fullorðinsfræðslumiðstöð
• Fjarnám
– ekkert í lögum um fjarnám
Starfsnám
Verslunarfagnám
Nýliðaþjálfun
Verslunarstjóranám
Fjarnám
Þróunarvinna
Endurmenntunaráætlanir og
framkvæmd
14
Verslunarfagnám
• Til að koma til móts við menntunarþörf starfsfólks í
verslun og þjónustu
• Skipulagt í samvinnu starfsgreinaráðs, fagfélaga og
skóla
• Metið sem 51 einingar starfsnám, þar af eru 24
einingar til stúdentsprófs
• Kennarar koma úr VÍ og frá fyrirtækjunum
– tryggir samspil bóklegs náms og þess nýjasta á
markaðnum
15
Verslunarfagnám, markmið
• Að auka verslunarfærni starfsfólks, meðal annars
þjónustuvitund, vöruþekkingu og verkkunnáttu
• Að efla almenna og persónulega færni starfsfólks svo
það sé betur í stakk búið til að takast á við fjölbreytt
og krefjandi verkefni í nútíma verslun
• Að efla kunnáttu og þor til að takast á við ný
námstækifæri á vettvangi starfs eða skóla
• Að auka metnað og virðingu verslunarfólks fyrir þeim
störfum sem það gegnir
16
Kennslufræði verslunarfagnáms
• Skipulag miðar að því að samþætta það sem fer fram
í skóla og á vinnustað með áherslu á notagildi í starfi
• Tekið er tillit til þess að um er að ræða fullorðið
starfsfólk með mismunandi lífsreynslu
• Námsmat fer fram jafnóðum í skóla og á vinnustað
• Námsmatið byggist að mestu á verkefnavinnu í skóla
og hvernig starfsmanni gengur að nýta nýja þekkingu
og færni í starfi
17
Verslunarfagnám, skipulag
• Námið tekur eitt og hálft ár og fer fram bæði í skóla
og á vinnustað
• Kennsla fer fram í Verzlunarskóla Íslands, tvisvar í
viku, samtals 8 klst
• Vinnustaðanám fer fram á vinnustað starfsmanns, að
jafnaði í átta klukkustundir á viku undir leiðsögn
sérstaks starfsþjálfa sem vinnuveitendur velja til
starfans
• Námstími tekur mið af álagstímum í verslununum
18
Nemendur í verslunarfagnámi:
• Hafa starfsreynslu í faginu og
vinna samhliða námi
– tryggir skilning og þörf á
náminu
– minnkar líkur á brottfalli
• Sjá skýran tilgang með
náminu
– Launahækkun
– Stöðuhækkun
– Aukið sjálfsöryggi
– Meiri starfsánægja
– Einingabært nám
Rósa Vigdís Arnardóttir
verslunarmaður hjá Hagkaupum
19
Verslunarfagnám, ávinningur
• Starfsfólks:
– Að öðlast þekkingu á ákveðnu sviði verslunar og
þjónustu
– Að öðlast aukna hæfni í mannlegum samskiptum
– Að öðlast aukið sjálfstraust, meiri ánægju og
metnað í starfi
– Að möguleikar opnast til starfsþróunar og
starfsframa innan greinarinnar
• Vinnuveitenda:
– Aukin fagþekking starfsfólks
– Metnaðarfullt og ánægt starfsfólk
– Minni starfsmannavelta
– Betri staða í samkeppnisumhverfi nútímans
20
Verslunarfagnám, reynsla
• Verslunarfagnámið hefur
styrkt mig sem einstakling í
mannlegum samskiptum og
aukið sjálfstraustið hjá mér
til muna.
• Í dag get ég staðið fyrir
framan hóp og tjáð mig án
þess að líða eins og jörðin sé
að hrynja og það þakka ég
tjáningunni sem var kennd í
skólanum.
• Ég er orðinn meðvitaðri um
hegðun og þarfir
viðskiptavinanna og reyni að
koma til móts við óskir
þeirra.
Ágúst Fannar Gunnarsson
aðstoðarverslunarstjóri í 10-11
21
Nýliðaþjálfun
• Örnámskeið, byggð á því
besta úr verslunarfagnáminu
– Þjónusta
– Persónufærni
– Rýrnun
– Samvinna
• Búin 3 námskeið fyrir
áramót, fleiri verða eftir
áramót
Davíð Fjölnir Ármannsson
deildarstjóri hjá BYKO
22
Verslunarstjóranám
• Búið að gera þarfagreiningu
fyrir það nám
• Er í undirbúningi
• Meira farið inn á stjórnun en
í verslunarfagnáminu
Þóra B. Andrésdóttir
verslunarstjóri hjá 10-11
23
Fjarnám
• Þörf fyrir símenntun því starfsumhverfi er síbreytilegt
og fólk þarf stöðugt að halda færni sinni við
• Fjarnám er fyrir þá sem vilja auka menntun sína en
hafa ekki tök á því að mæta á hefðbundinn skólabekk
• Í fjarnámi er hægt að stunda nám óháð stund og
stað
• Fjarnám er vinna og nemendur þurfa aðsoð í
glímunni við námsefnið
24
Fjarnám við Verzlunarskóla Íslands
• Yfir 90 áfangar á framhaldsskólastigi í boði í fjarnámi
við Verzlunarskóla Íslands í janúar 2006
– Hægt að taka verslunarpróf í fjarnámi á vorönn
2006
– Stefnt að því að hafa alla áfanga Verzlunarskólans
til stúdentsprófs í boði haustið 2007
25
Fjarnám fyrir verslunarmenn:
• Einstaka áfangar
– Bókfærsla, þar á meðal tölvubókhald
– Íslenska
– Markaðsfræði
– Lögfræði
– Rekstrarhagfræði
– Tungumál, danska, enska, rússneska, spænska, þýska
– Tölvunotkun: Access, Excel, Internet, Windows, Power Point,
tölvuóstur, Word
– Tölvubókhald
– Verslunarenska
– Verslunarreikningur
– Þjóðhagfræði
• Verslunarpróf
• Stúdentspróf
26
WebCT
• Nemandi sem stundar fjarnám við Verzlunarskóla Íslands fær
aðgang að náms- og kennsluumhverfi á netinu sem nefnist
WebCT
• Í WebCT er námsumhverfi á netinu en þar getur nemandi verið í
sambandi við kennarann sinn og aðra samnemendur
• Í WebCT hafa kennarar sett gögn sem nýtast nemandanum til
náms, svo sem
– námsefni,
– gagnvirkar æfingar,
– verkefni og fleira
• WIMBA gefur möguleika á að flytja kennslustundir samstundis
til nemenda og að vista kennslustundir á netinu
27
Fjarnám fyrir fræðslusetrið Starfsmennt
• Starfsmennt skipuleggur námskeið fyrir
ríkisstarfsmenn:
– Staðbundið nám þar sem nemendur hitta kennara
– Fjarnám sem er ætlað að styðja við staðbundið nám og bæta
við það
• Starfsmenn Verzlunarskóla Íslands:
– Taka upp og vinna námsefni fyrir netið í þar til gerðu
upptökuveri
– Útbúa námsumhverfi á neti í WebCT
– Sjá um að setja nemendur í WebCT og leiðbeina þeim um
notkun þess
• Húsnæði Verzlunarskóla Íslands nýtt til staðbundins
náms
28
Endurmenntunaráætlanir
• Dæmi:
– Verið er að meta þörf
tiltekins stórfyrirtækis í
Reykjavík núna fyrir
endurmenntun starfsfólks
– Bjóða síðan í kjölfarið upp á
sambland af staðbundnu
námi og fjarkennslu
Verzlunarskóli Íslands tekur að sér að gera
endurmenntunaráætlanir fyrir stofnanir og fyrirtæki og halda
síðan sérsniðin námskeið að óskum fyrirtækja
29
Þróunarstarf
• Styrkur úr þróunarsjóði til þess að búa til almenna námsbraut
fyrir nemendur sem lokið hafa grunnskólaprófi með
verslunarstarfstengdu ívafi þannig að nemendur:
– geti með auknum þroska og aldri fikrað sig inn í
verslunarfagnám og
– fái auk þess margvíslegan fróðleik úr almennum greinum
Hvað þarf þá til þess að búa til gott
starfsnám?
31
Hvað þarf þá til þess að búa til gott starfsnám?
• Starfsgreinaráð sem skilgreina þarfir starfsgreina fyrir
kunnáttu og hæfni starfsmanna og setja fram markmið
starfsnáms
• Starfsgreinaráð sem gera tillögur um uppbyggingu starfsnáms
og námskrá í sérgreinum viðkomandi starfsnáms
• Starfsgreinaráð sem starfa náið með fyrirtækjum og
fagfélögum
• Fagfélög sem vinna að því að efla menntun félagsmanna sinna
• Fagfélög sem styrkja og hvetja félaga sína til náms
32
Hvað þarf þá til þess að búa til gott starfsnám?
• Nemendur sem sjá hag sinn í að afla sér menntunar og auka
færni sína í starfi
• Nemendur þurfa að fá umbun fyrir að auka menntun sína:
– aukið sjálfstraust
– meiri starfsánægju
– framgang í fyrirtækinu
– hærri laun
– einingar sem nýtast í áframhaldandi nám
• Framsýna stjórnendur fyrirtækja sem sjá hag sinn í því að
hafa menntað starfsfólk
• Framsýna stjórnendur fyrirtækja sem hafa frumkvæði í
menntunarmálum starfsmanna sinna
33
Hvað þarf þá til þess að búa til gott starfsnám?
• Skóla sem er tilbúinn til að bjóða uppá nám sem hentar
atvinnulífinu í síbreytilegum heimi
• Skóla sem hefur hæft starfsfólk og aðbúnað til að sinna
menntun þeirra sem leita eftir henni
• Nám sem skilar fyrirtæki betri og tryggari starfsmanni
• Nám sem er ekki blindgata heldur opnar leið til framhaldsnáms
• Samvinnu fagfélaga, skóla og fyrirtækja

More Related Content

Similar to Hvernig á að skipuleggja starfsnám

Opinn fundur fagrads um starfsþróun kennara
Opinn fundur fagrads um starfsþróun kennaraOpinn fundur fagrads um starfsþróun kennara
Opinn fundur fagrads um starfsþróun kennaraingileif2507
 
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515Margret2008
 
Business model, nálgunin fyrir skriðsundsnámskeið
Business model, nálgunin fyrir skriðsundsnámskeiðBusiness model, nálgunin fyrir skriðsundsnámskeið
Business model, nálgunin fyrir skriðsundsnámskeiðLaufey Erlendsdóttir
 
Ungt fólk til athafna kynning - mars 2011
Ungt fólk til athafna   kynning - mars 2011Ungt fólk til athafna   kynning - mars 2011
Ungt fólk til athafna kynning - mars 2011Vinnumálastofnun
 
Kynning á grein um raunfærnimat
Kynning á grein um raunfærnimatKynning á grein um raunfærnimat
Kynning á grein um raunfærnimatKristinGunn
 

Similar to Hvernig á að skipuleggja starfsnám (17)

Opinn fundur fagrads um starfsþróun kennara
Opinn fundur fagrads um starfsþróun kennaraOpinn fundur fagrads um starfsþróun kennara
Opinn fundur fagrads um starfsþróun kennara
 
ÞOR - kynning - feb 2011
ÞOR - kynning - feb 2011ÞOR - kynning - feb 2011
ÞOR - kynning - feb 2011
 
Kynningarfundir þor2
Kynningarfundir   þor2Kynningarfundir   þor2
Kynningarfundir þor2
 
ÞOR - kynning - des 2010
ÞOR - kynning - des 2010ÞOR - kynning - des 2010
ÞOR - kynning - des 2010
 
markadsfraedi_og_althjodavidskipti-
markadsfraedi_og_althjodavidskipti-markadsfraedi_og_althjodavidskipti-
markadsfraedi_og_althjodavidskipti-
 
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
 
Fjarkennarinn
FjarkennarinnFjarkennarinn
Fjarkennarinn
 
Stjornendur i sjavarutvegi
Stjornendur i sjavarutvegiStjornendur i sjavarutvegi
Stjornendur i sjavarutvegi
 
Business model, nálgunin fyrir skriðsundsnámskeið
Business model, nálgunin fyrir skriðsundsnámskeiðBusiness model, nálgunin fyrir skriðsundsnámskeið
Business model, nálgunin fyrir skriðsundsnámskeið
 
Ungt fólk til athafna kynning - mars 2011
Ungt fólk til athafna   kynning - mars 2011Ungt fólk til athafna   kynning - mars 2011
Ungt fólk til athafna kynning - mars 2011
 
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2015
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2015Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2015
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2015
 
Færni - Frá sjœnarhóli atvinnufsins
Færni - Frá sjœnarhóli atvinnufsinsFærni - Frá sjœnarhóli atvinnufsins
Færni - Frá sjœnarhóli atvinnufsins
 
Kynning a turnitin
Kynning a turnitinKynning a turnitin
Kynning a turnitin
 
Menntakvika serkennslutorg-2013
Menntakvika serkennslutorg-2013Menntakvika serkennslutorg-2013
Menntakvika serkennslutorg-2013
 
Kynning á grein um raunfærnimat
Kynning á grein um raunfærnimatKynning á grein um raunfærnimat
Kynning á grein um raunfærnimat
 
Festa kynning okt 2013
Festa kynning okt 2013Festa kynning okt 2013
Festa kynning okt 2013
 
Recommendations on Further training programmes in Iceland
Recommendations on Further training programmes in IcelandRecommendations on Further training programmes in Iceland
Recommendations on Further training programmes in Iceland
 

Hvernig á að skipuleggja starfsnám

  • 1. Hvernig á að skipuleggja starfsnám? Fyrirlestur haldinn á þingi LÍV á Akureyri, 11. nóvember 2005 Sigurlaug Kristmannsdóttir Fjarkennslustjóri VÍ
  • 2. 2 Efnisyfirlit • Verzlunarskóli Íslands, fyrr og nú • Lög um framhaldsskóla – Samstarfsnefnd um starfsnám – Starfsgreinaráð – Starfsnám – Fullorðinsfræðsla og endurmenntun • Starfsnám – Verslunarfagnám – Nýliðaþjálfun – Verslunarstjóranám – Fjarnám, verslunar- og stúdentspróf – Almenn verslunarbraut, þróunarverkefni – Endurmenntunaráætlanir og -námskeið • Hvað þarf þá til þess að búa til gott starfsnám?
  • 4. 4 Verzlunarskóli Íslands og “Vor unga stétt” • Stofnaður árið 1905 • Markmiðið með stofnun skólans var að veita verslunarmönnum sérmenntun í þeim námsgreinum sem helst gætu komið að gagni við verslunarstörf – Verslunarfagnám, nám með vinnu – Verslunarpróf – Stúdentspróf, frá 1945
  • 5. 5 Verslunarskóli Íslands, í dag • Dagskóli, staðbundið nám: – Mála-, viðskipta-, félagsfræða- og náttúrufræðibrautir, allir læra þó viðskiptagreinar – Verslunarpróf að loknu tveggja ára námi – Stúdentspróf að loknu þriggja eða fjögurra ára námi • Fjarnám: – Áhersla á verslunar- og viðskiptagreinar fyrir starfandi verlsunarmenn – Áfangar í samræmi við námskrá framhaldsskóla til verslunar- og stúdentspróf • Nám með starfi: – Verslunarfagnám – Nýliðaþjálfun – Nám fyrir verslunarfólk sem vinnur í heildsölum – Verslunarstjóranám • Símenntun og endurmenntun: – Námskeið sniðin að þörfum fyrirtækja
  • 6. 6 Verzlunarskóli Íslands í 100 ár • að þjálfa öflugt fólk til þátttöku í atvinnulífinu • Þannig er þráðurinn óslitinn á milli þeirrar hugsjónar sem hvatti menn til að stofna skólann fyrir 100 árum og þess sem skólinn er að gera í dag Nýliðaþjálfun, verslunarfagnám, verslunarstjóranám, nám fyrir starfsmenn heildsala, verslunar- og stúdentspróf í fjarnnámi tengjast uppruna skólans og markmiðum:
  • 7. Lög um framhaldsskóla nr. 80/1996 Samstarfsnefnd um starfsnám Starfsgreinaráð Starfsnám Fullorðinsfræðsla og endurmenntun
  • 8. 8 Starfsnám samkvæmt lögum • Skal stuðla að almennri menntun nemenda, veita þeim undirbúning til tiltekinna starfa og innsýn í hlutverk fyrirtækja og starfsfólks í atvinnulífi • Á að hvetja nemendur til að viðhalda þekkingu sinni og bæta við hana með endurmenntun eða áframhaldandi námi • Taki mið af þörfum starfsgreina fyrir fagmenntun starfsfólks á hverjum tíma – Lög um framhaldsskóla nr. 80/1996
  • 9. 9 Samstarfsnefnd um starfsnám • Skipuð af Menntamálaráðherra til fjögurra ára í senn • Skipuð fulltrúum frá samtökum atvinnurekenda, launþega, sveitarfélaga, kennara og skólastjórnenda • Stuðlar að tengslum skóla og atvinnulífs • Gerir tillögur um skipan starfsgreina í starfsgreinaflokka í samráði við samtök atvinnurekenda og launþega í viðkomandi greinum, forgangsröðun verkefna í starfsnámi, svo og sérstakar tilraunir og þróunarverkefni – Lög um framhaldsskóla nr. 80/1996
  • 10. 10 Starfsgreinaráð samkvæmt lögum • Skipað af menntamálaráðherra til fjögurra ára í senn • Skilgreinir þarfir starfsgreina fyrir kunnáttu og hæfni starfsmanna og setur fram markmið starfsnáms • Gerir tillögur um uppbyggingu starfsnáms og námskrá í sérgreinum viðkomandi starfsnáms • Gerir tillögur að skiptingu náms í skóla og á vinnustað, svo og reglun um vinnustaðanám og viðurkenningu á vinnustöðum til að taka nema í starfsþjálfun – Lög um framhaldsskóla nr. 80/1996
  • 11. 11 Starfsgreinaráð samkvæmt reglugerð • Alls 14 starfsgreinaráð • Hvert starfsgreinaráð er skipað fulltrúum frá: – Fagfélögum (3) – Atvinnurekendum (3) – Ráðherra (1) • SÍV á fulltrúa í: – Starfsgreinaráði í matvæla- og veitingagreinum – Starfsgreinaráði í fjármála- og verslunargreinum – Reglugerð nr. 475/2001 um skipun starfsgreinaráða
  • 12. 12 Fullorðinsfræðsla og endurmenntun • Framhaldsskólum heimilt samkvæmt lögum: – Að bjóða nám í öldungadeildum sem skal vera jafngilt námi á einstökum námsleiðum framhaldsskólans – Að starfrækja endurmenntunarnámskeið eða annars konar nám í samráði eða samvinnu við faggreinafélög, stéttarfélög, atvinnurekendur eða aðra hagsmuna- eða áhugahópa, t.d. með farskólasniði – að stofna, í samvinnu við sveitarfélög, faggreinafélög, stéttarfélög, atvinnurekendur eða aðra hagsmuna- og áhugahópa, fullorðinsfræðslumiðstöð • Fjarnám – ekkert í lögum um fjarnám
  • 14. 14 Verslunarfagnám • Til að koma til móts við menntunarþörf starfsfólks í verslun og þjónustu • Skipulagt í samvinnu starfsgreinaráðs, fagfélaga og skóla • Metið sem 51 einingar starfsnám, þar af eru 24 einingar til stúdentsprófs • Kennarar koma úr VÍ og frá fyrirtækjunum – tryggir samspil bóklegs náms og þess nýjasta á markaðnum
  • 15. 15 Verslunarfagnám, markmið • Að auka verslunarfærni starfsfólks, meðal annars þjónustuvitund, vöruþekkingu og verkkunnáttu • Að efla almenna og persónulega færni starfsfólks svo það sé betur í stakk búið til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í nútíma verslun • Að efla kunnáttu og þor til að takast á við ný námstækifæri á vettvangi starfs eða skóla • Að auka metnað og virðingu verslunarfólks fyrir þeim störfum sem það gegnir
  • 16. 16 Kennslufræði verslunarfagnáms • Skipulag miðar að því að samþætta það sem fer fram í skóla og á vinnustað með áherslu á notagildi í starfi • Tekið er tillit til þess að um er að ræða fullorðið starfsfólk með mismunandi lífsreynslu • Námsmat fer fram jafnóðum í skóla og á vinnustað • Námsmatið byggist að mestu á verkefnavinnu í skóla og hvernig starfsmanni gengur að nýta nýja þekkingu og færni í starfi
  • 17. 17 Verslunarfagnám, skipulag • Námið tekur eitt og hálft ár og fer fram bæði í skóla og á vinnustað • Kennsla fer fram í Verzlunarskóla Íslands, tvisvar í viku, samtals 8 klst • Vinnustaðanám fer fram á vinnustað starfsmanns, að jafnaði í átta klukkustundir á viku undir leiðsögn sérstaks starfsþjálfa sem vinnuveitendur velja til starfans • Námstími tekur mið af álagstímum í verslununum
  • 18. 18 Nemendur í verslunarfagnámi: • Hafa starfsreynslu í faginu og vinna samhliða námi – tryggir skilning og þörf á náminu – minnkar líkur á brottfalli • Sjá skýran tilgang með náminu – Launahækkun – Stöðuhækkun – Aukið sjálfsöryggi – Meiri starfsánægja – Einingabært nám Rósa Vigdís Arnardóttir verslunarmaður hjá Hagkaupum
  • 19. 19 Verslunarfagnám, ávinningur • Starfsfólks: – Að öðlast þekkingu á ákveðnu sviði verslunar og þjónustu – Að öðlast aukna hæfni í mannlegum samskiptum – Að öðlast aukið sjálfstraust, meiri ánægju og metnað í starfi – Að möguleikar opnast til starfsþróunar og starfsframa innan greinarinnar • Vinnuveitenda: – Aukin fagþekking starfsfólks – Metnaðarfullt og ánægt starfsfólk – Minni starfsmannavelta – Betri staða í samkeppnisumhverfi nútímans
  • 20. 20 Verslunarfagnám, reynsla • Verslunarfagnámið hefur styrkt mig sem einstakling í mannlegum samskiptum og aukið sjálfstraustið hjá mér til muna. • Í dag get ég staðið fyrir framan hóp og tjáð mig án þess að líða eins og jörðin sé að hrynja og það þakka ég tjáningunni sem var kennd í skólanum. • Ég er orðinn meðvitaðri um hegðun og þarfir viðskiptavinanna og reyni að koma til móts við óskir þeirra. Ágúst Fannar Gunnarsson aðstoðarverslunarstjóri í 10-11
  • 21. 21 Nýliðaþjálfun • Örnámskeið, byggð á því besta úr verslunarfagnáminu – Þjónusta – Persónufærni – Rýrnun – Samvinna • Búin 3 námskeið fyrir áramót, fleiri verða eftir áramót Davíð Fjölnir Ármannsson deildarstjóri hjá BYKO
  • 22. 22 Verslunarstjóranám • Búið að gera þarfagreiningu fyrir það nám • Er í undirbúningi • Meira farið inn á stjórnun en í verslunarfagnáminu Þóra B. Andrésdóttir verslunarstjóri hjá 10-11
  • 23. 23 Fjarnám • Þörf fyrir símenntun því starfsumhverfi er síbreytilegt og fólk þarf stöðugt að halda færni sinni við • Fjarnám er fyrir þá sem vilja auka menntun sína en hafa ekki tök á því að mæta á hefðbundinn skólabekk • Í fjarnámi er hægt að stunda nám óháð stund og stað • Fjarnám er vinna og nemendur þurfa aðsoð í glímunni við námsefnið
  • 24. 24 Fjarnám við Verzlunarskóla Íslands • Yfir 90 áfangar á framhaldsskólastigi í boði í fjarnámi við Verzlunarskóla Íslands í janúar 2006 – Hægt að taka verslunarpróf í fjarnámi á vorönn 2006 – Stefnt að því að hafa alla áfanga Verzlunarskólans til stúdentsprófs í boði haustið 2007
  • 25. 25 Fjarnám fyrir verslunarmenn: • Einstaka áfangar – Bókfærsla, þar á meðal tölvubókhald – Íslenska – Markaðsfræði – Lögfræði – Rekstrarhagfræði – Tungumál, danska, enska, rússneska, spænska, þýska – Tölvunotkun: Access, Excel, Internet, Windows, Power Point, tölvuóstur, Word – Tölvubókhald – Verslunarenska – Verslunarreikningur – Þjóðhagfræði • Verslunarpróf • Stúdentspróf
  • 26. 26 WebCT • Nemandi sem stundar fjarnám við Verzlunarskóla Íslands fær aðgang að náms- og kennsluumhverfi á netinu sem nefnist WebCT • Í WebCT er námsumhverfi á netinu en þar getur nemandi verið í sambandi við kennarann sinn og aðra samnemendur • Í WebCT hafa kennarar sett gögn sem nýtast nemandanum til náms, svo sem – námsefni, – gagnvirkar æfingar, – verkefni og fleira • WIMBA gefur möguleika á að flytja kennslustundir samstundis til nemenda og að vista kennslustundir á netinu
  • 27. 27 Fjarnám fyrir fræðslusetrið Starfsmennt • Starfsmennt skipuleggur námskeið fyrir ríkisstarfsmenn: – Staðbundið nám þar sem nemendur hitta kennara – Fjarnám sem er ætlað að styðja við staðbundið nám og bæta við það • Starfsmenn Verzlunarskóla Íslands: – Taka upp og vinna námsefni fyrir netið í þar til gerðu upptökuveri – Útbúa námsumhverfi á neti í WebCT – Sjá um að setja nemendur í WebCT og leiðbeina þeim um notkun þess • Húsnæði Verzlunarskóla Íslands nýtt til staðbundins náms
  • 28. 28 Endurmenntunaráætlanir • Dæmi: – Verið er að meta þörf tiltekins stórfyrirtækis í Reykjavík núna fyrir endurmenntun starfsfólks – Bjóða síðan í kjölfarið upp á sambland af staðbundnu námi og fjarkennslu Verzlunarskóli Íslands tekur að sér að gera endurmenntunaráætlanir fyrir stofnanir og fyrirtæki og halda síðan sérsniðin námskeið að óskum fyrirtækja
  • 29. 29 Þróunarstarf • Styrkur úr þróunarsjóði til þess að búa til almenna námsbraut fyrir nemendur sem lokið hafa grunnskólaprófi með verslunarstarfstengdu ívafi þannig að nemendur: – geti með auknum þroska og aldri fikrað sig inn í verslunarfagnám og – fái auk þess margvíslegan fróðleik úr almennum greinum
  • 30. Hvað þarf þá til þess að búa til gott starfsnám?
  • 31. 31 Hvað þarf þá til þess að búa til gott starfsnám? • Starfsgreinaráð sem skilgreina þarfir starfsgreina fyrir kunnáttu og hæfni starfsmanna og setja fram markmið starfsnáms • Starfsgreinaráð sem gera tillögur um uppbyggingu starfsnáms og námskrá í sérgreinum viðkomandi starfsnáms • Starfsgreinaráð sem starfa náið með fyrirtækjum og fagfélögum • Fagfélög sem vinna að því að efla menntun félagsmanna sinna • Fagfélög sem styrkja og hvetja félaga sína til náms
  • 32. 32 Hvað þarf þá til þess að búa til gott starfsnám? • Nemendur sem sjá hag sinn í að afla sér menntunar og auka færni sína í starfi • Nemendur þurfa að fá umbun fyrir að auka menntun sína: – aukið sjálfstraust – meiri starfsánægju – framgang í fyrirtækinu – hærri laun – einingar sem nýtast í áframhaldandi nám • Framsýna stjórnendur fyrirtækja sem sjá hag sinn í því að hafa menntað starfsfólk • Framsýna stjórnendur fyrirtækja sem hafa frumkvæði í menntunarmálum starfsmanna sinna
  • 33. 33 Hvað þarf þá til þess að búa til gott starfsnám? • Skóla sem er tilbúinn til að bjóða uppá nám sem hentar atvinnulífinu í síbreytilegum heimi • Skóla sem hefur hæft starfsfólk og aðbúnað til að sinna menntun þeirra sem leita eftir henni • Nám sem skilar fyrirtæki betri og tryggari starfsmanni • Nám sem er ekki blindgata heldur opnar leið til framhaldsnáms • Samvinnu fagfélaga, skóla og fyrirtækja

Editor's Notes

  1.  
  2. Markmið þeirra sem stofnuðu VÍ var að mennta íslenska verslunarmannastétt en verslunarumhverfið var mjög danskt við upphaf 20. aldar. Margir sem hófu nám í Verslunarskólanum höfðu stundað verslunarstörf af einhverju tagi áður en þeir settust á skólabekk. Þeir litu á námið sem leið til þess að verða hæfari til að sinna þeim störfum sem þeir höfðu áður sinnt og gerðu sér jafnvel von um stöðuhækkun að námi loknu. Allra fyrstu árin var námið þannig uppbyggt að nemendur gátu unnið verslunarstörf eða önnur störf eftir að skóladegi lauk og þannig sameinað nám og vinnu. Kennt var frá kl. 8 - 10 á morgnanna og flótlega var einnig farið á starfrækja kvölddeild við skólann. Verslunarprófið var brautskráningarpróf fram til ársins 1944. Þetta var starfsmenntun og var slegist um fólk sem útskrifaðist með þá menntun. Stúlkur fóru í Verzlunarskólann ekki síður en piltar. Kepp ötul fram, vor unga stétt, að efla landsins gagn; brátt færðu krafta, fremd og traust,  og færð til verka magn. Oft brautryðjandans þraut var þung en þú ert sterk og djörf og ung og framkvæmd mörg á Fróni er í framtíð ætluð þér. Texti eftir Þorstein Gíslason.
  3. Verslunarskóli Íslands er enn skóli þeirra sem ætla að gera verslun g viðskipti að ævistarfi sínu, en menntun sú sem skólinn hefur boðið uppá hefur ævinlega lagað sig að breyttum áherslum í heiminum. Stúdentspróf er fyrst og fremst aðgangur að háskóla og sérstaða Vezlós felst í því að allir - bæði mála-, viðskipta- og náttúrufræðibrautir læra viðskiptagreinar. Fjórar stoðir í rekstri Verzlunarskólans: Dagskóli Fjarnám Fullorðinsfræðsla (einingabært nám) Sí- og endurmenntun
  4. Ný námskrá 1999
  5. Lög um framhaldsskóla. Lög nr. 80 11. júní 1996 IX. KAFLI Starfsnám. 25. gr. Starfsnám skal stuðla að almennri menntun nemenda, veita þeim undirbúning til tiltekinna starfa og innsýn í hlutverk fyrirtækja og starfsfólks í atvinnulífi. Náminu er jafnframt ætlað að hvetja nemendur til að viðhalda þekkingu sinni og bæta við hana með endurmenntun eða áframhaldandi námi.Starfsnám skiptist á skóla og vinnustað eða fer eingöngu fram í skóla. Námið er bóklegt og verklegt og skal mynda sem samfelldasta heild svo að nemendur fái betur skilið tengsl fræðilegra og hagnýtra þátta. Áhersla skal lögð á að innihald starfsnáms taki mið af þörfum starfsgreina fyrir fagmenntun starfsfólks á hverjum tíma.
  6. 26. gr. Menntamálaráðherra skipar samstarfsnefnd um starfsnám á framhaldsskólastigi til fjögurra ára í senn. Nefndin skal skipuð 18 fulltrúum, þar af 12 tilnefndum af eftirtöldum aðilum atvinnulífs: fimm frá Alþýðusambandi Íslands, þar af skal einn vera fulltrúi nema, einn frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, fimm frá Vinnuveitendasambandi Íslands og einn frá Vinnumálasambandi samvinnufélaga. Leitast skal við að fulltrúar atvinnulífsins komi úr sem flestum atvinnugreinum. Auk þess sitja í nefndinni einn fulltrúi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, tveir fulltrúar tilnefndir sameiginlega af samtökum kennara og skólastjórnenda, og skal annar þeirra vera starfsmenntakennari en hinn stjórnandi starfsmenntaskóla, og þrír fulltrúar skipaðir án tilnefningar. Menntamálaráðherra skipar formann nefndarinnar.Samtök atvinnurekenda, launþega og sveitarfélaga greiða kostnað af störfum fulltrúa sinna í samstarfsnefndinni en menntamálaráðuneytið greiðir kostnað af störfum fulltrúa menntamálaráðherra og leggur nefndinni til skrifstofuþjónustu.27. gr. Samstarfsnefnd um starfsnám á framhaldsskólastigi stuðlar að tengslum skóla og atvinnulífs og er menntamálaráðherra til ráðuneytis um stefnumótun í starfsnámi og setningu almennra reglna um skipan og framkvæmd starfsnáms. Nefndin gerir tillögur um skipan starfsgreina í starfsgreinaflokka í samráði við samtök atvinnurekenda og launþega í viðkomandi greinum, forgangsröðun verkefna í starfsnámi, svo og sérstakar tilraunir og þróunarverkefni. Nefndin setur sér starfsreglur sem öðlast gildi við staðfestingu menntamálaráðherra.
  7. Fullt umboð fulltrúa í starfsgreinaráðum 28. gr. Menntamálaráðherra skipar til fjögurra ára í senn starfsgreinaráð fyrir starfsgreinaflokka eða starfsgreinar. Í starfsgreinaráði skulu eiga sæti fulltrúar tilnefndir af samtökum atvinnurekenda og launþega í viðkomandi starfsgreinum og einn fulltrúi menntamálaráðherra. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Allar starfsgreinar, sem njóta fræðslu á framhaldsskólastigi, skulu eiga kost á fulltrúaaðild að starfsgreinaráði og skal gætt jafnræðis milli fulltrúa atvinnurekenda og launþega. Formaður skal kjörinn úr hópi fulltrúa til tveggja ára í senn. Ef ekki tekst að skipa starfsgreinaráð er menntamálaráðherra heimilt að skipa tímabundið sérstaka starfshópa til að sinna verkefnum starfsgreinaráðs.Samtök atvinnurekenda og launþega greiða kostnað af störfum fulltrúa sinna í starfsgreinaráði og menntamálaráðuneytið greiðir kostnað af störfum fulltrúa menntamálaráðherra og af sérfræðilegri vinnu við námskrárgerð.29. gr. Starfsgreinaráð skilgreinir þarfir starfsgreina fyrir kunnáttu og hæfni starfsmanna og setur fram markmið starfsnáms.Starfsgreinaráð gerir tillögur um uppbyggingu starfsnáms og námskrá í sérgreinum viðkomandi starfsnáms, svo og um tilhögun námsmats, þar með talin sveinspróf og eftirlit með gæðum kennslu og námsefnis. Það gerir einnig tillögur að skiptingu náms í skóla og á vinnustað, svo og reglum um vinnustaðanám, viðurkenningu á vinnustöðum til að taka nema í starfsþjálfun eða á námssamning og aðstöðu, búnað og kennarakost skóla sem annast starfsnám.Starfsgreinaráð skal hafa frumkvæði að tillögugerð um breytta skipan náms og vera stjórnvöldum til ráðuneytis í málum er varða menntun í starfsgreinum er undir ráðið heyra.Að fengnum tillögum starfsgreinaráðs gefur menntamálaráðherra út námskrá í sérgreinum starfsnáms sem hluta af aðalnámskrá framhaldsskóla og reglur um framkvæmd starfsnáms í einstökum starfsgreinum.30. gr. Til að stuðla að sem bestu samstarfi skóla og atvinnulífs og ýta undir frumkvæði þeirra við þróun starfsnáms er skólanefnd heimilt að setja á fót eina eða fleiri ráðgjafarnefndir við skóla með fulltrúum atvinnulífs í viðkomandi byggðarlagi og skal gætt jafnræðis milli fulltrúa atvinnurekenda og launþega. Skólar leiti til starfsgreinaráða um tilnefningar fulltrúa í ráðgjafarnefndir í byggðarlagi.31. gr. Menntamálaráðherra getur, að fenginni umsögn starfsgreinaráðs og stofnaðila, gert framhaldsskóla eða deild í framhaldsskóla að kjarnaskóla um lengri eða skemmri tíma. Í samráði við starfsgreinaráð hefur kjarnaskóli forgöngu um að þróa námsefni, námsskipan og kennsluaðferðir í starfsnámi og aðstoðar aðra skóla og fyrirtæki við umbætur í kennslu og þjálfun á viðkomandi sviði.Í samningi, er menntamálaráðherra gerir við þá stofnun er tekur að sér hlutverk kjarnaskóla, skal verkefnið skilgreint, stjórnun þess, lengd samningstíma og hvernig úttekt þess skuli háttað. Hagsmunaaðilar á vinnumarkaði geta átt aðild að slíkum samningi.32. gr. Verknám og starfsþjálfun á vinnustað byggist á ákvæðum aðalnámskrár og reglum um vinnustaðanám í viðkomandi starfsgrein. Um vinnustaðanám skal gera sérstakan starfsþjálfunarsamning milli skóla og vinnustaðar eða námssamning milli nema og vinnuveitanda.Námssamningur skal undirritaður við upphaf vinnustaðanáms og staðfestur innan eins mánaðar. Þar skal tilgreindur reynslu- og gildistími samningsins. Ákvæði um laun og önnurstarfskjör skulu vera í samræmi við gildandi kjarasamninga að því er varðar nema í viðkomandi starfsnámi. Í reglugerð, sem menntamálaráðherra setur, skulu vera ákvæði um starfsþjálfunarsamninga. Þar skal einnig kveðið á um form, staðfestingu og skráningu námssamninga, svo og samningsslit og meðferð ágreiningsefna er upp kunna að koma varðandi framkvæmd samnings. Áður en reglugerð þessi er sett skal leitað umsagnar aðila vinnumarkaðar og samtaka nemenda.
  8. Reglugerð nr. 475/2001 um skipun starfsgreinaráða (með breytingum 746/2003) Menntamálaráðherra skipar til fjögurra ára í senn starfsgreinaráð fyrir starfsgreinaflokka eða starfsgreinar. Í starfsgreinaráði skulu eiga sæti fulltrúar tilnefndir af samtökum atvinnurekanda og launþega í viðkomandi starfsgreinum og einn fulltrúi menntamálaráðherra. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Við skipun fulltrúa í starfsgreinaráð skal gætt jafnræðis milli fulltrúa atvinnurekenda og launþega. Starfsgreinaráð eru skipuð í eftirtöldum starfsgreinaflokkum:a. björgunar-, öryggis- og löggæslugreinum,b. bygginga- og mannvirkjagreinum,c. farartækja- og flutningsgreinum,d. heilbrigðis- og félagsgreinum,e. hönnunar- og handverksgreinum,f. matvæla- og veitingagreinum,g. málm-, véltækni- og framleiðslugreinum,h. náttúrunýtingu,i. rafiðngreinum,j. sjávarútvegs- og siglingagreinum,k. uppeldis- og tómstundagreinum,l. upplýsinga- og fjölmiðlagreinum,m. Fjármála- og verslunargreinum,n. snyrtigreinum. Í starfsgreinaráðum sitja að jafnaði 7 fulltrúar, 6 tilnefndir af samtökum atvinnurekenda og launafólks í viðkomandi greinum svo sem kveðið er á um í 5. gr. og einn tilnefndur af menntamálaráðherra. Varamenn skulu tilnefndir með sama hætti. Ráðherra getur skipað fleiri eða færri einstaklinga í starfsgreinaráð ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi. Formaður skal kjörinn úr hópi fulltrúa til tveggja ára í senn. Við tilnefningu fulltrúa í starfsgreinaráð skal við það miðað að þar komi saman einstaklingar er hafa þekkingu á þeim störfum sem falla innan viðkomandi starfsgreinaflokks, hafa reynslu af fræðslustarfsemi á sínu sviði og þekkja þá stefnu sem mótuð hefur verið um þróun þess starfsnáms er undir ráðið heyrir. Starfsgreinaráð matvæla- og veitingagreina: 2 fulltrúar tilnefndir af Matvís, 1 fulltrúi tilnefndur sameiginlega af Landssambandi ísl. verslunarmanna og Starfsgreinasambandi Íslands og 3 fulltrúar tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins. Starfsgreinaráð fjármála- og verslunargreina: 1 fulltrúi tilnefndur af Landssamband íslenskra verslunarmanna, 1 fulltrúi tilnefndur af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, 1 fulltrúi tilnefndur af Sambandi íslenskra bankamanna og 3 fulltrúar tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins. Starfsgreinasambandið var stofnað 13. október árið 2000 við samruna Verkamannasambands Íslands, Þjónustusambands Íslands og Landsambands iðnverkafólks.  Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslenskra atvinnurekenda sem hafa það meginmarkmið að skapa fyrirtækjum hagstæð skilyrði til að vaxa, þróast og bera arð. Samtökin kappkosta að veita félögum góða þjónustu og að vera öflugur málsvari atvinnulífsins í landinu.
  9. X. KAFLI Fullorðinsfræðsla og endurmenntun. 33. gr. Menntamálaráðherra getur heimilað framhaldsskóla að bjóða nám í öldungadeildum. Nám í öldungadeildum skal vera jafngilt námi á einstökum námsleiðum framhaldsskólans, en skipulagning náms og kennsluhættir taki mið af því að um fullorðna nemendur er að ræða.Fyrir kennslu í slíku námi skulu nemendur greiða gjald sem nemur sem næst þriðjungi kennslulauna. Menntamálaráðherra setur reglur um hlutdeild öldungadeildarnemenda í efniskostnaði. Nánari ákvæði um þessa starfsemi skulu sett í reglugerð.34. gr. Framhaldsskóla er heimilt, með samþykki menntamálaráðherra, að starfrækja endurmenntunarnámskeið eða annars konar nám í samráði eða samvinnu við faggreinafélög, stéttarfélög, atvinnurekendur eða aðra hagsmuna- eða áhugahópa, t.d. með farskólasniði.Halda skal kostnaði vegna þessara námskeiða aðgreindum frá öðrum rekstri skólans og skal hann greiddur að fullu af þeim aðilum er að námskeiðum standa með skólanum eða með þátttökugjöldum.Gera skal samning milli samstarfsaðila og skólans þar sem gengið er frá fyrirkomulagi og full greiðsla kostnaðar tryggð.35. gr. Framhaldsskóla er heimilt með samþykki menntamálaráðherra að stofna, í samvinnu við sveitarfélög, faggreinafélög, stéttarfélög, atvinnurekendur eða aðra hagsmuna- og áhugahópa, fullorðinsfræðslumiðstöð, sbr. 33. og 34. gr. Samstarfsaðilar skulu gera með sér samning um starfsemina. Nánari ákvæði um þessa starfsemi skal setja í reglugerð.
  10. Dæmi um framkvæmd Þar sem vel hefur tekist til: Endurskoðun lyfjatæknibrautar framhaldsskólanna Námsbraut fyrir hjúkrunar- og móttökuritara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla Félagsliðabrú sem kennd er í Borgarholtsskóla og hjá Námsflokkum Reykjavíkur Verslunarfagnám hjá Verzlunarskóla Íslands Þar sem ekki hefur vel tekist til, því þrátt fyrir skipan starfsgreinaráða, hefur ekki tekist að koma þessum nemendum í starfsnám: Veftækni Fjölmiðlatækni Netstjóranám Gallinn við starfsgreinaráð: þátttakendur hafa stundum komið umboðslausir. Sbr. veftækni og netstjórn þar sem enginn hefur viljað fá krakkana í starfsþjálfun þótt fulltrúar stéttarfélaga og atvinnurekenda hafi búið til námið. Ýtt úr vör af myndarskap, þurfa að hafa fulltingi þeirra sem stjórna fyrirtækjum
  11. Þarfagreining gerð meðal fyrirtækja, hvað þarf verslunarfólk að kunna? Hvers vegna menntun fyrir verslunarmenn? Fyrsti nemendahópurinn hóf nám í byrjun árs 2005, hann útskrifast á vordögum 2006 Næsti hópur tekinn inn í janúar, 3 pláss laus af 20 Og síðan þriðji hópur haust 2006 Hildur friðriksdóttir, verkefnastjóri verslunarfagnáms, traust og góð verkefnisstjórn í skóla sem tryggir samstarf við fyrirtæki Með verslunarfagnáminu sem hóf göngu sína í janúar 2005 var stigið stórt skref til þess að koma til móts við þarfir atvinnulífsins og einkum þeirra fyrirtækja sem starfa á sviði verslunar og þjónustu. Þó ekki síður til þess að mæta þörfum starfsfólks í verslunum sem vill afla sér aukinnar menntunar og færni á starfsviði sínu. Því er óhætt að fullyrða að með verslunarfagnáminu sé Verzlunarskólinn að leggja rækt við þau markmið sem höfð voru að leiðarljósi með stofnun hans árið 1905; þ.e. að bjóða verslunarfólki upp á menntun sem er sérstaklega sniðin að þörfum þess og þess fyrirtækis sem það starfar fyrir Með verslunarfagnáminu sem hóf göngu sína í janúar 2005 var stigið stórt skref til þess að koma til móts við þarfir atvinnulífsins og einkum þeirra fyrirtækja sem starfa á sviði verslunar og þjónustu. Þó ekki síður til þess að mæta þörfum starfsfólks í verslunum sem vill afla sér aukinnar menntunar og færni á starfsviði sínu. Því er óhætt að fullyrða að með verslunarfagnáminu sé Verzlunarskólinn að leggja rækt við þau markmið sem höfð voru að leiðarljósi með stofnun hans árið 1905; þ.e. að bjóða verslunarfólki upp á menntun sem er sérstaklega sniðin að þörfum þess og þess fyrirtækis sem það starfar fyrir Knýjandi þörf á alvöru verslunarmenntunÞrjár nýjar, mismunandi skýrslur um menntunarþörf í verslunar- og þjónustugeiranum sýna allar sömu niðurstöðu; að knýjandi þörf er fyrir starfsmenntun fyrir verslunina.  Þessar skoðanir koma bæði fram hjá stjórnendum og starfsmönnum. IMG vann allra þrjár kannanirnar fyrir Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólk og Starfsgreinaráð fjármála-, skrifstofu- og verslunarfólks.  Ein skýrslan byggir á viðhorfskönnun meðal 1383 félagsmanna VR og LÍV og hinar tvær byggja á viðtölum við fjölmarga stjórnendur, millistjórnendur og starfsmenn verslunar- og þjónustufyrirtækja. Mjög skýrt kemur fram í könnununum þremur að framhaldsskólar sinna ekki þessari skyldu við fjölmennustu starfsgrein landsins og mikil vonbrigði eru með sinnuleysi fræðsluyfirvalda um starfsmenntun fyrir verslunina. Fram kemur einnig að miklir möguleikar eru á starfsframa innan verslananna fyrir sérmenntaða einstaklinga og há laun eru í boði. Verslunarfyrirtæki hér á landi þurfa sjálf að annast starfsfræðslu sinna starfsmanna því fræðsluyfirvöld hafa hafnað því að koma til móts við þennan stóra hóp.  Ein afleiðing þessa takmarkaða skilnings á menntunarþörf verslunarinnar kemur fram í lélegri ímynd verslunarstarfa og mikilli starfsmannaveltu. SVÞ hafa um nokkurt skeið lagt mikla áherslu á að bæta úr menntunarþörf verslunarinnar og t.d. með því að koma á diplómanámi í verslunarstjórnun sem kennt er í Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Einnig vinna SVÞ ásamt Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, VR og fleiri aðilum að því að koma á tilraunaverkefni um fræðslu fyrir ófaglærða í verslun, sem mun hefjast næsta haust.
  12. Námið tekur mið af hugmyndum atvinnulífsins um starfsmann framtíðarinnar, sem þarf meðal annars að búa yfir: Faglegri þekkingu, t.d. geta ráðlagt og leiðbeint, hafa skilning á markmiðum fyrirtækisins, þekkingu á innra og ytra starfsumhverfi og tengslum þar á milli Samstarfshæfni t.d. vinna með öðrum, leysa ágreiningsmál og hafa skilning á fyrirtækjamenningu Námsfærni t.d. búa yfir gagnrýninni og skapandi hugsun, aðlögunarhæfni og vera opinn fyrir nýjungum Persónulegri færni t.d. ábyrgð, sveigjanleika, frumkvæði og heilindum
  13. Í kringum stórhátíðir liggur nám niðri og engin skólasókn er á sumrin
  14. Eru starfsmenn verslana og á launum í náminu
  15. námið getur verið grunnur fyrir frekara framhaldsnám
  16. Eftir eina önn, voru þeir sem komu frá einu fyrirtæki (Hagar) allir orðnir deildastjórar Tilvitnun í nemanda: Ertu lærður í faginu? Nemendur skilja rekstur fyrirtækja betur en áður „
  17. Samkeppni við Bifröst Akademískara
  18. Nemendur sem hafa tekið nám á framhaldsskólastigi geta fengið mat á því námi og ráðgjöf varðandi áframhaldandi nám Verslunarpróf, 70 einingar Stúdentspróf, 140 einingar 250 nemendur í fjarnámi á haustönn 2005, meðalaldur 26,4 ár
  19. Fjarnám í greinum eins og word, excel, tölvubókhaldi, tungumálum er kjörin leið til þess að styrkja fólk í starfi
  20. Starfsmenn Olís á námskeið sem var aðlagað að þeirra þörfum BYKO Penninn-Eymundsson Í ljósi þess að VÍ á nú aðild að Framvegis, öflugustu símenntunarmiðstöð í Rvk fyrir utan HÍ, þá getur skólinn boðið upp á alhliða þjónustu, grunnnám á staðnum eða í fjarnámi, fullorðinsfræðslu á staðnum, í fjarnámi og endurmenntun, ýmist einingarbæra eða með öðru móti.
  21. Að loknum 10. bekkjarnámi, almenn námsbraut, nám sem á að leiða til starfa í verslun Enn á undirbúningsstigi.
  22. Þetta er ekki bara spurning um fjárhagslegan stuðning heldur líka menningarlegan stuðning, fagfélögin þurfa að rækta anda menntunar meðal sinna félagsmanna
  23. skólinn fær útlagðan kostnað endurgreiddan frá ríki eða starfsmenntasjóðum