SlideShare a Scribd company logo
1 of 22
Götulist í þágu
jafnréttis
Daglega lífið, fötlun, fjölskyldur og sjálfræði
Gísli Björnsson
Harpa Björnsdóttir
Ragnar Smárason
Hvar eru karlarnir?
• Konur hafa verið meira
áberandi í
hagsmunabaráttunni
• Fólk með þroskahömlun
er ekki sýnilegt í
hagsmunabaráttunni
• Konur hafa verið meira
áberandi í rannsóknum
Markmiðið
• Er að skoða hugmyndir karla með
þroskahömlun um jafnrétti og
hlutverkaskiptingu kynjanna ásamt því að
safna upplýsingum um aðgengi þeirra að
jafnréttisstarfi.
• Auk þess verður skoðað hvernig hægt væri á
árangursríkan hátt að auka þekkingu þeirra á
jafnrétti og virkja til þátttöku í jafnréttisstafi.
Ransóknin
• Þriggja ára rannsókn sem
hófst í janúar 2016
– Hópviðtöl árið 2016
– Einstaklingsviðtöl árið 2017
– Innleiðing árið 2018
• Þáttakendur eru karlar 20
til 40 ára
• 6 karlar eru í hverum hóp
• 3 hópar sem hittast
tvisvar hver
• Við höfum líka skoðað lög
á auðlesnu máli
Aðgengi að jafnréttisstarfi
3 læk um mikilvægi
mannréttinda 60 læk eftir árshátíðina
Lög um jafna stöðu og jafnan rétt
kvenna og karla
• 2. gr. orðskýringar
– Kynbundið ofbeldi: Ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða
gæti leitt til líkamlegs, kynferðilegs eða sálræns skaða eða
þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hóun um slíkt,
þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi
og á opinberum vettvangi.
– Kynbundið ofbeldi : Móðgandi eða ógnandi hegðun sem
tengist kyni þess er fyrir henni verður og getur leitt til ofbeldis.
Ofbeldi sem er beitt með orðum og gjörðum.
– Dæmi: Heimilisofbeldi, ofbeldi á vinnustað, kynferðisofbeldi
Með viðeigandi aðstoð getum við…
• Lesið okkur til um eldri
rannsóknir
• Lesið okkur til og skilið
jafnréttislögin
• Tekið hóp og
einstaklingsviðtöl
• Unnið úr viðtölunum
• Skrifað um niðurstöður
rannsóknarinnar
• Haldið kynningar
• Tekið þátt í
hagsmunabaráttunni!
Virði rannsóknarinnar fyrir okkur
• Erum í launuðu starfi
• Nýtum hæfileika okkar
• Lærum og þroskum nýja
hæfileika
• Störfum á okkar áhugasviði
• Getum tekið þátt í félagslífi
með samstarfsmönnum
#jafnréttifyriralla
Instagram = allirjafnir

More Related Content

Featured

PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024
PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024
PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024Neil Kimberley
 
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)contently
 
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024Albert Qian
 
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie InsightsSocial Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie InsightsKurio // The Social Media Age(ncy)
 
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024Search Engine Journal
 
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
5 Public speaking tips from TED - Visualized summarySpeakerHub
 
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd Clark Boyd
 
Getting into the tech field. what next
Getting into the tech field. what next Getting into the tech field. what next
Getting into the tech field. what next Tessa Mero
 
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search IntentGoogle's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search IntentLily Ray
 
Time Management & Productivity - Best Practices
Time Management & Productivity -  Best PracticesTime Management & Productivity -  Best Practices
Time Management & Productivity - Best PracticesVit Horky
 
The six step guide to practical project management
The six step guide to practical project managementThe six step guide to practical project management
The six step guide to practical project managementMindGenius
 
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...RachelPearson36
 
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...Applitools
 
12 Ways to Increase Your Influence at Work
12 Ways to Increase Your Influence at Work12 Ways to Increase Your Influence at Work
12 Ways to Increase Your Influence at WorkGetSmarter
 
Ride the Storm: Navigating Through Unstable Periods / Katerina Rudko (Belka G...
Ride the Storm: Navigating Through Unstable Periods / Katerina Rudko (Belka G...Ride the Storm: Navigating Through Unstable Periods / Katerina Rudko (Belka G...
Ride the Storm: Navigating Through Unstable Periods / Katerina Rudko (Belka G...DevGAMM Conference
 
Barbie - Brand Strategy Presentation
Barbie - Brand Strategy PresentationBarbie - Brand Strategy Presentation
Barbie - Brand Strategy PresentationErica Santiago
 

Featured (20)

PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024
PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024
PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024
 
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)
 
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
 
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie InsightsSocial Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
 
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
 
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
 
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
 
Getting into the tech field. what next
Getting into the tech field. what next Getting into the tech field. what next
Getting into the tech field. what next
 
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search IntentGoogle's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
 
How to have difficult conversations
How to have difficult conversations How to have difficult conversations
How to have difficult conversations
 
Introduction to Data Science
Introduction to Data ScienceIntroduction to Data Science
Introduction to Data Science
 
Time Management & Productivity - Best Practices
Time Management & Productivity -  Best PracticesTime Management & Productivity -  Best Practices
Time Management & Productivity - Best Practices
 
The six step guide to practical project management
The six step guide to practical project managementThe six step guide to practical project management
The six step guide to practical project management
 
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
 
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...
 
12 Ways to Increase Your Influence at Work
12 Ways to Increase Your Influence at Work12 Ways to Increase Your Influence at Work
12 Ways to Increase Your Influence at Work
 
ChatGPT webinar slides
ChatGPT webinar slidesChatGPT webinar slides
ChatGPT webinar slides
 
More than Just Lines on a Map: Best Practices for U.S Bike Routes
More than Just Lines on a Map: Best Practices for U.S Bike RoutesMore than Just Lines on a Map: Best Practices for U.S Bike Routes
More than Just Lines on a Map: Best Practices for U.S Bike Routes
 
Ride the Storm: Navigating Through Unstable Periods / Katerina Rudko (Belka G...
Ride the Storm: Navigating Through Unstable Periods / Katerina Rudko (Belka G...Ride the Storm: Navigating Through Unstable Periods / Katerina Rudko (Belka G...
Ride the Storm: Navigating Through Unstable Periods / Katerina Rudko (Belka G...
 
Barbie - Brand Strategy Presentation
Barbie - Brand Strategy PresentationBarbie - Brand Strategy Presentation
Barbie - Brand Strategy Presentation
 

Jafnretti fyrir alla 11.11.16

  • 1. Götulist í þágu jafnréttis Daglega lífið, fötlun, fjölskyldur og sjálfræði Gísli Björnsson Harpa Björnsdóttir Ragnar Smárason
  • 2. Hvar eru karlarnir? • Konur hafa verið meira áberandi í hagsmunabaráttunni • Fólk með þroskahömlun er ekki sýnilegt í hagsmunabaráttunni • Konur hafa verið meira áberandi í rannsóknum
  • 3. Markmiðið • Er að skoða hugmyndir karla með þroskahömlun um jafnrétti og hlutverkaskiptingu kynjanna ásamt því að safna upplýsingum um aðgengi þeirra að jafnréttisstarfi. • Auk þess verður skoðað hvernig hægt væri á árangursríkan hátt að auka þekkingu þeirra á jafnrétti og virkja til þátttöku í jafnréttisstafi.
  • 4. Ransóknin • Þriggja ára rannsókn sem hófst í janúar 2016 – Hópviðtöl árið 2016 – Einstaklingsviðtöl árið 2017 – Innleiðing árið 2018 • Þáttakendur eru karlar 20 til 40 ára • 6 karlar eru í hverum hóp • 3 hópar sem hittast tvisvar hver • Við höfum líka skoðað lög á auðlesnu máli
  • 5. Aðgengi að jafnréttisstarfi 3 læk um mikilvægi mannréttinda 60 læk eftir árshátíðina
  • 6.
  • 7.
  • 8.
  • 9.
  • 10.
  • 11.
  • 12.
  • 13.
  • 14.
  • 15.
  • 16.
  • 17. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla • 2. gr. orðskýringar – Kynbundið ofbeldi: Ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðilegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hóun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi. – Kynbundið ofbeldi : Móðgandi eða ógnandi hegðun sem tengist kyni þess er fyrir henni verður og getur leitt til ofbeldis. Ofbeldi sem er beitt með orðum og gjörðum. – Dæmi: Heimilisofbeldi, ofbeldi á vinnustað, kynferðisofbeldi
  • 18.
  • 19.
  • 20. Með viðeigandi aðstoð getum við… • Lesið okkur til um eldri rannsóknir • Lesið okkur til og skilið jafnréttislögin • Tekið hóp og einstaklingsviðtöl • Unnið úr viðtölunum • Skrifað um niðurstöður rannsóknarinnar • Haldið kynningar • Tekið þátt í hagsmunabaráttunni!
  • 21. Virði rannsóknarinnar fyrir okkur • Erum í launuðu starfi • Nýtum hæfileika okkar • Lærum og þroskum nýja hæfileika • Störfum á okkar áhugasviði • Getum tekið þátt í félagslífi með samstarfsmönnum

Editor's Notes

  1. Ragnar: Ég ætla að byrja á að segja ykkur aðeins frá bakgrunni verkefnisins. Hér á Íslandi hafa konur verið meira áberandi í hagsmunabaráttu fólks með þroskahömlun. Ég held til dæmis að það hafi bara verið konur sem hafa verið formenn Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Það hafa auðvitað verið fullt af körlum sem hafa tekið þátt í starfi Átaks en það virðist eins og konurnar séu fleiri. Þær hafa alla vega verið meira áberandi. Og við viljum skoða það af hverju karlar taka minni þátt í hagsmunabaráttunni heldur en konur. Við höfum líka tekið eftir því að fólk með þroskahömlun hefur ekki verið eins sýnilegt og annað fatlað fólk í stóru hagsmunabaráttu alls fatlaðs fólks. Okkur finnst að fólk með þroskahömlun þurfi að láta til sín taka í stóra samhenginu líka. Og að það sé líka á okkur hlustað. Í rannsóknum þá hafa fatlaðar konur líka verið meira áberandi heldur en fatlaðir karlar. Við höldum að það séu nokkrar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi sú staðreynd að fatlaðar konur og stúlkur eru oft þolendur fjölþættrar mismununar og ofbeldis og þess vegna hafi verið lögð áhersla á að breyta því. Í öðru lagi að næstum því allir fötlunarfræðirannsakendurnir á Íslandi eru konur. Og kannski hafa þær þá meiri áhuga á konum. Í þriðja lagi þá er það reynsla Kristínar sem hefur stundað rannsóknir í rúman áratug að það sé auðveldara að fá fatlaðar konur til að taka þátt í rannsóknum heldur en fatlaða karla. Og það er eitt af því sem við viljum breyta með þessari rannsókn.
  2. Ragnar
  3. Ragnar
  4. Á þessu ári þá höfum við tekið þátt í fimm ráðstefnum. Yfirleitt höfum við verið eina fatlaða fólkið. Á ráðstefnum er mikið tala. Það eru notuð flókin orð. Og það er talað lengi í einu. Það þarf að einbeita sér vel til að skilja allt og svo er oft dýrt að mæta á svona ráðstefnur. Það getur auðvitað líka verið áhugavert og gaman. En þær eru ekki aðgengilegar fyrir alla. Við höfum líka mætt á alls konar fundi – undirbúningsfundi og nefndarfundi – þar er líka talað mjög mikið. Þannig að við vildum leita að einhverra leiða – sem væru árangursríkar en líka aðgengilegar fyrir okkur. Og við byrjuðum á að stofna Facebook-síðu. Jafnrétti fyrir alla. Ef þið eruð ekki búin að læka síðuna þá hvet ég ykkur til að gera það núna. En svo komumst við að því að Facebook er ekkert sérstaklega aðgengileg. Margir sem eiga erfitt með að lesa það sem við setjum inn. Og svo virðist fólk ekki alltaf vera spennt fyrir jafnréttismálum á Facebook. Við fengum til dæmis 60 læk á árshátíðarmyndina okkar en bara 3 læk á frétt um mikilvægi mannréttinda. Þess vegna ákváðum við að gera eitthvað allt annað í sumar. Og niðurstaðan var götulist.
  5. Til að byrja með ætla ég að segja ykkur aðeins frá því hvað guerilla list er og hvað maður þarf að gera til þess að verða guerilla listamaður eins og ég, Ragnar og Gísli.  Hvað er Guerilla list?  Guerilla list er skemmtileg listaðferð til að deila þinni sýn eða skoðun með heiminum. Guerilla list er götulist. Þú skapar eitthvað - hvað sem þér dettur í hug og skilur síðan verkið eftir á  almenningsstöðum fyrir aðra að finna og sjá. Tilgangur hennar getur verið allavega. Til dæmis til að vera með statement, deila hugmyndum þínum, til senda gott karma út í umheiminn eða bara til að hafa gaman af.
  6. Listin snýst fyrst og fremst um að búa hana til óháð því hver útkoman ER Að gera eitthvað sem hefur ekkert með það að gera að græða peninga, eða að næra egóið.  Að skapa eitthvað sem skiptir þig máli en ekki það sem skiptir aðra máli, bara af því þú vilt það og þú þarft ekki að fá viðurkenningu fyrir það sem þú hefur gert heldur einungis kikkið og ánæguna úr því að hafa skilið eitthvað eftir þig einhverstaðar fyrir aðra að sjá og vonandi ná til fólks með boðskapnum.  Fólk ákveður hvernig það gerir listina og tilheyrir þetta listform graffiti senunni - eða veggjakroti sem er ólöglegt - en þú þarft ekki að gera eitthvað ólöglegt til þess að vera guerilla listamaður. margir guerilla listamenn eru pólitískir og  nafnleysi gefur þeim meira frelsi til að vera afgerandi í skilaboðum sínum Listsköpun okkar í sumar var ekki ólögleg en samt sem áður fengum við ekki leyfi til þess að skilja eftir okkur þau verk eða gjörninga sem við sköpuðum.  Sum sé list í leyfisleysi eins og við viljum kalla hana.  En við í þessum hóp getum verið sammála um það að tilfiningin sem fylgir því að skilja einhverskonar list eftir sig á almannafæri er alveg mögnuð og fengum við mikla ánægju og kikk út úr þessu.  Við viljum trúa því að á einhverjum tímapunkti muni verkin okkar ná til einhvers ókunnugs, skilja eftir sig spor á einhvern hátt og þannig skipta máli -  Það er hægt að nota hinar ýmsu aðferðir til að gera svona list  eins og að  Kríta á götuna  líma límmiða  plaköt  póstkort dagbækur gjafir  slagorð veggjakrot - graffiti setja skilaboð inn í bækur book inserts  skilja eftir bækur - kannski ljóðabók sem fer á flakk  bréf - ástarbréf til einhvers ókunnugra flösluskeyti  og hægt að nota hvaða listform sem er  teikningar, klippimyndir, skissur, málverk, teiknimyndasögur, uppskriftir, ljósmyndir, lukkugripir, tilvitnanir, allt sem þér dettur í hug
  7. Ragnar Fyrsta verkefnið  Við bjuggum til skilaboð út frá okkur sjálfum og lögunum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.  Við létum prenta skilaboðin á póstkort  Á þeim stóð: “Höldum áfram að berjast fyrir jafnrétti” “jafnrétti er ekki bara kvennamál” “Jafnrétti er fyrir alla” “Allir eiga að hafa jafna möguleika á að nýta hæfileika sína”  Markmiðið var að koma skilaboðunum fyrir í bókum á Borgarbókasafni Íslands - fyrir annað fólk að finna  Við vildum velja bækur þar sem skilaboðin myndu alveg örugglega finnast og meðal annars þurfti að hringja dularfull símtöl (Ragnar segir frá þegar hann hringir á Borgarbókasafnið og spyr hvort hann geti fengið upplýsingar um það hvaða bækur færu helst í útleigu - vinsælustu bækur - mest lesnu bækur - símtalið var hljóðritað) ----
  8. Harpa Þegar á Borgarbókasafnið var komið  Þar skiptum við liði - Gísli fór með aðstoðarkonu og Ragnar og Harpa saman svo það myndi ekki vera eins áberandi.  Við völdum bækurnar jafn óðum en reyndum eftir fremsta megni að velja bækur og tímarit sem ættu best við - sem dæmi::: LYKILL AÐ STARFSMENNTUR og SKÓLAÞRÓUN ÞAÐ gÓÐA SEM VIÐ VILJUM  og hús og híbýli - viðtal og innlit á vinnustofu, við konu sem starfar sem listamaður - þar settum við skilaboðin  “Allir eiga að hafa jafna möguleika á að nýta hæfileika sína” Við reyndum eins og við gátum að læðast um bókasafnið eins og við værum ALLS EKKI þar að gera eitthvað sem við mættum ekki - það tókst mjög vel og við ekki gómuð - 
  9. 2. verkefnið  Við hönnuðum ferðadagbækur sem við fórum með og skildum eftir á fullt af almenningsstöðum  á bókunum eru skilaboð um það að það megi og eigi að opna þær  inn í þeim eru svo leiðbeiningar um það hvað þú átt að gera skrifa skilaboð, teikna, semja ljóð eða hvað sem er sem þér dettur í hug, þegar þú heyrir eða sérð orðið jafnrétti þegar þú ert búin ertu beðin um að taka bókina með þér og skilja hana eftir fyrir einhvern annan að finna  Síðan er fólk beðið um að nota hashtaggið #jafnréttifyriralla og #equalityforall svo hægt sé að fylgjast með ferðalaginu 
  10. Við skildum bækur eftir  BSí  Hörpu  sundlaugum strætó ráðhúsinu kaffihúsum  biðstofum hótel  hostel  fullt af stöðum 
  11. gaman að segja frá því að fyrsta daginn fórum við með bók á BSÍ  daginn eftir fórum við svo á KEX og ætluðum að skilja eina eftir þar það fyrsta sem við sáum var bókin sem við hefðum farið með á BSÍ deginum áður Her getið þið séð nokkrar svona skjámyndir af skilaboðum sem fólk skildi eftir í bókunum, tóku myndir og notuðu hashtöggin okkar  við getum stolt sagt ykkur frá því að þessi skilaboð og myndir gleðja okkar hjörtu alveg ólýsanlega mikið   svona getum við fylgst með ferðalögum bókanna og hver veit hvar þær eru núna????? hér erum við svo með bækur sem við ætlum að skilja efti hér hjá ykkur
  12. þriðja verkefnið var að gera plaköt í þeim tilgangi að ögra ríkjandi hugmyndum um jafnrétti og forréttindi  við hengdum síðan plakötin út um allan bæ
  13. Við völdum STOP merkið sem allir þekkja til að ná athygli fólks  Á plakötunum stendur  STOP injustice  STOP discrimination  STOP prejudice STOP violence ögrandi skilaboð til þeirra sem eiga leið hjá 
  14. TAKE WHAT YOU NEED plakötin  voru gerð í þeim tilgangi að minna fólk á að það ákveður sjálft hvað það tekur með sér í lífinu á plakötunum geturu þú valið þér eitthvað jákvætt til að taka með þér inn í daginn eða lífið. Þú rífur einfaldlega einn miða af.  Það sem er í boði er:  freedom, love, equality, patience, courage, peace, strength, happiness, human rights, independence, healing, joy, beauty, understanding, faith 
  15. eftir að við gerðum TAKE WHAT YOU NEED plakötin byrjuðum við alla daga á því að velja okkur eitthvað eitt af þessum atriðum til að taka með okkur inn í daginn 
  16. Ragnar: Við erum að vinna í að koma lögum um jafnan rétt kvenna og karla á auðlesið en þau eru mjög flókin. Um leið og við viljum gera lögin auðlesin þá megum við alls ekki gefa afslátt af þeim. Það er alltaf hættan þegar texti er einfaldaður og eitthvað tekið út. En það má alls ekki gerast. Hér á glærunni er fyrst skilgreining á kynbundnu ofbeldi sem er í annari grein lagana: Kynbundið ofbeldi: Ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðilegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hóun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi. Við einfölduðum skilgreininguna svona: Kynbundið ofbeldi : Móðgandi eða ógnandi hegðun sem tengist kyni þess er fyrir henni verður og getur leitt til ofbeldis. Ofbeldi sem er beitt með orðum og gjörðum. Og til að koma í veg fyrir misskilning eða afslátt þá ákváðum við að koma með dæmi. Dæmi: Heimilisofbeldi, ofbeldi á vinnustað, kynferðisofbeldi
  17. Ragnar Í síðastliðinum október voru jafnréttisdagar í HÍ Við fengum leyfi til þess að fara inn í kennslustofur og trufla kennsluna. Gísli og Ragnar völdu nemendur af handahófi til að taka á móti jafnréttispökkum sem við höfðum útbúið. Í pökkunum voru sælgæti og orðsending sem á stóð: Til hamingju þú hefur verið valin/n af handahófi til þess að taka á móti þessari gjöf frá okkur.  Vinsamlegast leystu þessa þraut 
  18. Ragnar Hér er 2. grein orðskýringa úr lögunum um jafnan rétt og stöðu kvenna og karla  Getur þú útskýrt á auðskildu máli hvað þessi grein þýðir?  Höldum áfram að berjast fyrir jafnrétti  Taktu mynd og hashtaggaðu #jafnréttifyriralla  Eigðu góðan dag  þú skiptir máli  Þetta gerðum við til þess að vekja athygli á því hvernig lögin eru skrifuð, á hversu flóknu máli þau eru og að þeim þurfi að breyta svo allir geti skilið hvað í þeim stendur. 
  19. Gísli
  20. Gísli