SlideShare a Scribd company logo
ÁRBÓK
KENNSLUMIÐSTÖÐVAR
HÁSKÓLA ÍSLANDS
2019
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands
Setbergi, húsi kennslunnar
Suðurgötu 43, 102 Reykjavík
525 4447, kemst@hi.is
kennslumidstod.hi.is
1
1. Mannauður og staðsetning ............................................................................................................. 2
2. Vefur og útgáfa................................................................................................................................ 5
3. Diplómanám í kennslufræði háskóla............................................................................................... 7
4. Rafrænir kennsluhættir ................................................................................................................... 9
5. Samstarf......................................................................................................................................... 13
6. Turnitin við framhaldsskóla og háskóla á íslandi........................................................................... 20
7. Námskrá......................................................................................................................................... 23
8. Heimsóknir .................................................................................................................................... 28
9. Ráðstefnur..................................................................................................................................... 31
10. Nefndir og ráð ........................................................................................................................... 36
2
1. MANNAUÐUR OG STAÐSETNING
1.1. STARFSFÓLK
Starfsgildi við Kennslumiðstöð eru 8,5-8,9 árið 2019. Starfsmenn í fullu starfi eru; Anna Kristín
Halldórsdóttir verkefnastjóri, Ármann Hákon Gunnarsson verkefnastjóri, Elva Björg Einarsdóttir
verkefnastjóri, Gústav K. Gústavsson tæknimaður, Nanna H. Grettisdóttir verkefnastjóri, Sigurbjörg
Jóhannesdóttir kennslufræðingur háskólakennslu og Rúnar Sigurðsson verkefnastjóri. Guðrún
Geirsdóttir dósent á Menntavísindasviði og deildarstjóri Kennslumiðstöðvar er í 60% starfi við
Kennslumiðstöð, Kristbjörg Olsen var í 60% starfi framan af ári en starfshlutfall hennar var hækkað í
100% um mitt ár og Ásta Bryndís Schram er í 30% stöðu við miðstöðina, en hún gegnir stöðu 70%
lektors og kennsluþróunarstjóra við Heilbrigðisvísindasvið.
Hluti starfsmanna leggur á ráðin í upphafi haustmisseris 2019. Rúnar Sigurðsson, Ásta Bryndís
Schram, Guðrún Geirsdóttir, Kristbjörg Olsen og Anna Kristín Halldórsdóttir. Mynd: Sigurbjörg
Jóhannesdóttir
Starfsemi Kennslumiðstöðvar krefst töluverðs samráðs og samráðsfundir eru haldnir reglulega. Stefna
Háskóla Íslands 2016-2021, HÍ21 og Stefna Háskóla Íslands um gæði náms og kennslu 2018-2021 setja
tóninn fyrir starfsemina. Straumar og stefnur innan kennsluþróunar háskóla erlendis frá setja einnig
mark sitt á hana. Dæmi um verkefni tengt stefnumótun er endurgjöf í námi sem Kennslumiðstöð var
gerð ábyrg fyrir í aðgerðarhluta Stefnu HÍ um gæði náms og kennslu 2018-2021. Starfsfólk
miðstöðvarinnar tók saman hvað til væri um endurgjöf og tileinkaði 7. árgangi Tímarits
3
Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands, 2019, námsmati og endurgjöf. Tvisvar á ári, í upphafi hvers
misseris eru stóru málin rædd og forgangsraðað og starfsmenn gerðir ábyrgir fyrir framvindu þeirra. Á
mánaðarlegum starfsmannafundum er staðan tekin og athugað hvar þarf að bæta í og hvar
markmiðum er náð. Starfsfólk notar Teams til að halda utan um skipulagningu stóru málanna og
skráir framgang þeirra þar.
1.2. SETBERG, HÚS KENNSLUNNAR
Í júníbyrjun flutti Kennslumiðstöð í Setberg, hús kennslunnar að Suðurgötu 43, 102 Reykjavík, ásamt
miðlægri stjórnsýslu kennslusviðs, Prófaskrifstofu, ENRIC/NRNIC skrifstofu og Miðstöð
framhaldsnáms.
Guðrún og Rúnar tilbúin til flutninga af Aragötu í Setberg. Mynd: Anna Kristín Halldórsdóttir
Í frétt vegna afhendingar á húsnæðinu 20. desember 2018 segir meðal annars:
[Í Setbergi] munu kennarar m.a. hafa aðstöðu til að tileinka sér nýjungar í kennslufræði
háskólakennslu og vinna saman að þróunarverkefnum er tengjast kennslu í samvinnu við
innlenda og erlenda kennslusérfræðinga. Í Setbergi verða einnig kennslustofur sem hannaðar
verða til að þjóna nútíma kennsluháttum auk ýmiss konar fundaaðstöðu sem kennarar og
kennslusérfræðingar fræðasviða geta nýtt sér. Þar fá kennarar jafnframt tækifæri til að tileinka
sér rafræna kennsluhætti og aðstoð við að ná tökum á nýju námsumsjónarkerfi sem tekið
verður upp við skólann á næsta ári.
Í Setbergi verður góð aðstaða til að fræðast um og framkvæma rafræn próf en stefnt er að því
að allt prófahald við skólann verði rafrænt á næstu misserum. Í húsinu verður fyrsta flokks
upptökuaðstaða þar sem kennarar geta tekið upp kennsluefni til að nýta við fjarkennslu og við
4
gerð opinna netnámskeiða en háskólinn býður m.a. upp á opin netnámskeið innan edX sem er
samstarfsvettvangur sem Harvard-háskóli og MIT komu á fót.
Áherslur í hinu nýja húsi kennslunnar eru í takt við stefnu Háskóla Íslands, HÍ21 og nýja stefnu
skólans um gæði náms og kennslu þar sem lögð er mikil áhersla á bætta kennsluhætti. Með
tilkomu Setbergs skapast jafnframt möguleiki á að sameina undir einu þaki þær einingar
skólans sem sinna stuðningi við kennara og deildir Háskólans á sviði kennslu, eins og
kennslusvið skólans, Prófaskrifstofu og Kennslumiðstöð HÍ. Þá mun Upplýsingatæknisvið og
Menntavísindasvið hafa útstöð í Setbergi. Auk þess skapast þar rými fyrir samstarf milli
Kennslusviðs, Upplýsingatæknisviðs og fleiri eininga skólans um þróun rafrænna kennsluhátta.
Hús kennslunnar verður því vettvangur samstarfs og samvinnu um stuðning við gæðakennslu
sem í senn svarar kalli nemenda um nútímakennsluhætti og kennara um stuðning og hvatningu
til að sinna kennslu og kennsluþróun.
Heimild: https://www.hi.is/frettir/setberg_verdur_hus_kennslunnar_i_haskola_islands
Kennslumiðstöðvarfólk hefur komið sér vel fyrir á annarri hæð Setbergs í opnu rými. Þar eru átta
starfstöðvar fyrir þann hluta miðstöðvarinnar er snýr að kennsluþróun og rafrænum kennsluháttum.
Á árinu var Kennslumiðstöð skipt upp og upptökuteymi stofnað um þann hluta hennar er unnið hefur
að upptökum í myndveri. Upptökuteymið mynda Ármann Hákon Gunnarsson verkefnastjóri, Gústav
Kristján Gústavsson tæknimaður, Nanna Höjgaard Grettisdóttir verkefnastjóri og Rafn Rafnsson
verkefnastjóri. Páll Ásgeir Torfason er deildarstjóri teymisins en hann er einnig deildarstjóri rafrænna
kennsluhátta við skólann. Upptökuteymið hefur aðstöðu á fyrstu hæð Setbergs þar sem áætlað er að
standsetja myndver árið 2020 fyrir kennara til að taka upp fræðsluefni í góðum gæðum. Auk
vinnurýmis Kennslumiðstöðvar hafa starfsmenn umsjón með tveimur upptökuklefum og nýta rými
eins og Miðberg og Suðurberg undir kennslu.
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands er til húsa í Setbergi, húsi kennslunnar, 2. hæð.
5
2. VEFUR OG ÚTGÁFA
2.1. VEFUR
Vefur Kennslumiðstöðvar var uppfærður 6. maí 2019. Helstu breytingar á vefnum snúa að því að
veftré miðar að því að endurspegla starfsemi miðstöðvarinnar. Þannig hefur yfirhópunum
starfsþróun, stjórnendur, leiðbeiningar og samstarf verið bætt við. Undir starfsþróun má finna
upplýsingar um stuðning skólans við starfsþróun kennara, s.s. styrki til kennslu, diplómanámsleiðina
kennslufræði háskóla og mentora í kennslu. Undir stjórnendur eru upplýsingar sem gagnast
stjórnendum skólans, s.s. deildarforsetum og fræðasviðsforsetum, í stjórnun í kennslu;
kennslukannanir, kennslustefna fræðasviða og deilda, kennsluþróun deilda, sjálfsmat deilda og stefna
Háskóla Íslands um gæði náms og kennslu 2018-2021. Undir hnappinum Leiðbeiningar er að finna
leiðbeiningar um kennsluvef Uglu, Turnitin, Panopto og hlekki í leiðbeiningar um Moodle á
moodlehjalp.hi.is. Undir Samstarf er samstarfi Kennslumiðstöðvar gerð skil. Fyrir voru yfirheiti sem
koma inn á kennslu, viðburði, gögn og um okkur.
Öflug leitarvél gerir fólki kleift að finna það sem það þarf að finna.
Skjáskot af nýjum vef Kennslumiðstöðvar.
2.2. TÍMARIT KENNSLUMIÐSTÖÐVAR HÁSKÓLA ÍSLANDS
Kennslumiðstöð leggur áherslu á að gefa út Tímarit Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands, sem er eitt
helsta málgagn um kennslu í háskólum og það eina sinnar tegundar á Íslandi. Með útgáfu tímaritsins
stuðlar Kennslumiðstöð að umræðu um kennsluþróun á háskólastigi, deilir þekkingu um góða
starfshætti, kynnir rannsóknir í kennsluþróun, bendir á leiðir til starfsþróunar og segir fréttir af
kennsluþróun og áhugaverðum kennsluháttum.
Veglegt og vandað Tímarit Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands kom út í mars 2019. Þema tímaritsins
að þessu sinni var Námsmat og endurgjöf en Kennslumiðstöð er í forsvari fyrir endurgjöf í
kennslustefnu Háskóla Íslands og er þetta einn af mörgum þáttum í framlagi miðstöðvarinnar til
verkefnisins.
Rætt var við Vísinda- og nýsköpunarsvið varðandi að höfundar greina fengju punkta innan
framgangskerfis fyrir greinar sem eru birtar í tímaritinu, en það hefur verið mismunandi hvort
höfundar fá punkta eða ekki. Þá ákvað ritnefnd að breyta tímaritinu í blandað tímarit, þ.e. að það
myndi birta bæði ritrýndar og óritrýndar greinar. Tilgangurinn var að auka vægi tímaritsins og bjóða
6
upp á vettvang fyrir ritrýndar fræðilegar greinar um háskólakennslu. Vísindasvið sagðist svo vera
tilbúið að vinna með okkur í að ákveða punkta ef allar greinar væru birtar undir ákveðnum flokkum.
Flokkarnir sem voru búnir til voru: Ritstjórnarpistill, ritrýndar fræðigreinar, ritstýrðar fræðigreinar,
umfjallanir, úr háskólakennslu, kennslunefndir, rafrænt nám og fréttir
Tímaritið var gefið út í 300 prentuðum eintökum, og hefðu þau mátt vera fleiri, ásamt því að það var
gefið út í fyrsta skipti í rafrænni útgáfu á vefslóðinni https://tk.hi.is/. Tímaritið var sett upp í opna og
frjálsa hugbúnaðinum Open Journal System með aðstoð Lindu Erlendsdóttur á Upplýsingatæknisviði
Háskóla Íslands. Tímaritið var einnig í fyrsta skipti gefið út í opnum aðgangi. Allar greinar í
prentútgáfu og rafrænni útgáfu fengu afnotaleyfið CC BY 4.0 frá Creative Commons:
Þessi grein er gefin út með afnotaleyfi CC-BY 4.0 frá Creative Commons. Það þýðir að hver
sem er má endurnýta greinina að hluta til eða alveg, breyta, dreifa, textagreina og búa til
afleidd verk í hvaða miðli sem er. Skilyrðin eru að upprunalegs höfundar sé getið og að um sé
að ræða skapandi vinnu sem eykur þekkingarlegt verðmæti greinarinnar.
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands framfylgir því og styður við stefnu skólans um Opinn aðgang. Eldri
útgáfur af tímaritinu voru einnig settar inn í heilu lagi sem pdf-skjöl og birtar með höfundaleyfi (e.
copyright). Ætlunin er síðar að fá samþykki höfunda fyrir að birta eldri greinarnar einnig með
afnotaleyfiinu cc-by 4.0 og yrðu þær þá aðgengilegar stakar á vefsíðunni með doi-númerum.
Allar greinar í tímaritinu 2019 eru birtar á tk.hi.is með doi-auðkennisnúmeri. Rætt var við Cross-Ref
sem úthlutar slíkum númerum en þá var Landsbókasafnið nýbúið að taka að sér að úthluta
númerunum og því var haft samband við Sigurgeir Finnsson og hann sá um að skrá greinarnar hjá
Cross-Ref fyrir okkur. Landsbókasafnið er því skráð sem útgefandi tímaritsins hjá Cross-Ref með
númerinu 10.33112. Ákveðið var að seinni hluti doi-númersins myndi byggja á skammstöfuninni tk,
útgáfuári (7), númeri tölublaðs (1) og númeri greinar í tímaritinu. Það þýðir að doi-númer t.d.
ritstjórapistils Guðrúnar Geirsdóttur er með doi-númerið: 10.33112/tk.7.1.1. Vefslóðin á greinina er
þá https://doi.org/10.33112/tk.7.1.1
2.3. SAMFÉLAGSMIÐLAR
Kennslumiðstöð hefur um árabil sagt frá starfsemi sinni á samfélagsmiðlunum Facebook, Twitter,
Instagram, YouTube og fleiri. Þar birtast fréttir af starfi miðstöðvarinnar, fræðslukorn um
kennslufræði, viðburði og ábendingar um greinar og annað markvert um háskólakennslufræði.
Kennslumiðstöð er með 471 fylgjendur á Facebook-síðu sinni (e. likes).
https://www.facebook.com/kennslumidstod/ (13. maí 2020). Twitter síða Kennslumiðstöðvar
https://twitter.com/Kemst_HI er með 173 fylgjendur og fylgir sjálf 196 síðum.
Starfsfólk miðstöðvarinnar er sammála um að virkni Kennslumiðstöðvar á samfélagsmiðlum skipti
máli til að ná til fólks og vekja athygli á kennsluþróun á háskólastigi.
7
3. DIPLÓMANÁM Í KENNSLUFRÆÐI HÁSKÓLA
Kennslufræði á háskólastigi er 30 eininga diplómanámsleið innan námsbrautarinnar Menntastjórnun
og matsfræði í Deild kennslu- og menntunarfræða á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Kennslumiðstöð hefur umsjón með námsleiðinni. Guðrún Geirsdóttir dósent á Menntavísindasviði og
deildarstjóri Kennslumiðstöðvar er umsjónakennari námsleiðarinnar en auk hennar kenna Ásta
Bryndís Schram, Elva Björg Einarsdóttir og Sigurbjörg Jóhannesdóttir í námsleiðinni. Að auki eru
sérfræðikennarar fengnir úr röðum kennara mismunandi fræðasviða. Elva Björg sér um utanumhald
námsleiðarinnar.
Frá fyrsta tíma í STM105F Inngangi að kennslufræði háskóla í ágúst. Mynd: Sigurbjörg Jóhannsdóttir
Námsleiðin samanstendur af fjórum námskeiðum sem reiknað er með að þátttakendur geti lokið á
tveimur árum og eru hugsuð sem nám með vinnu. Á fyrra árinu er námskeiðið STM105F Inngangur
að kennslufræði á háskólastigi kennt á haustmisseri og er 10 einingar. Fimm eininga námskeiðin;
STM208F Skipulag og endurskoðun námskeiða og STM209F Námsmat og endurgjöf eru kennd á
vormisseri hvort á eftir öðru. Lokanámskeiðið sem er starfendarannsókn er á síðara árinu og nær yfir
tvö misseri og er tíu eininga. Það má segja að námskeiðið bæði hefjist og ljúki á Menntakviku,
ráðstefnu um menntarannsóknir, sem haldin er á Menntavísindasviði í október ár hvert. Nýir
þátttakendur sitja ráðstefnuna og þeir sem eru að ljúka námskeiðinu kynna afrakstur rannsókna
sinna á næstu Menntakviku eftir að námskeiði lýkur. Þau námskeiðslok eru þó að forminu til í maí
þegar nemendur skila inn rannsóknarverkefni sínu og brautskrást svo formlega á brautskráningu í
júní.
NÁMSKEIÐ NÁMSLEIÐARINNAR
STM105F Inngangur að kennslufræði á háskólastigi, 10e
STM208F Skipulag og endurskoðun námskeiða, 5e
STM209F Námsmat og endurgjöf, 5e
KEN004F Kennsluþróun og starfendarannsóknir, 10e
8
Háskólakennslufræði er ætluð starfandi háskólakennurum og öðrum þeim sem kenna í háskóla s.s.
stundakennurum og doktorsnemendum. Innritun í námið er tvisvar á ári 15. apríl og 15. október.
Háskóli Íslands styður við fastráðna kennara við skólann með því að veita þeim styrk fyrir
innritunargjaldi og 40 tíma kennsluafslátt þegar þeir hafa lokið fyrsta námskeiðinu.
Kennsla á námsleiðinni hófst árið 2010 og fyrsta árið var inngangsnámskeiðið kennt tvisvar – haust og
vor. Síðan þá hafa 145 lokið fyrsta námskeiðinu, sem skiptist svo eftir fræðasviðum Háskóla Íslands:
26 af Félagsvísindasviði, 28 af Heilbrigðisvísindasviði, 34 af Hugvísindasviði, 13 af Menntavísindasviði
og 35 af Verkfræði- og náttúruvísindasviði. En auk kennara við Háskóla Íslands hafa sjö kennarar frá
Bifröst, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum í Reykjavík, Háskólanum á Hólum og Listaháskóla Íslands
lokið fyrsta námskeiðinu. Þá hafa tveir verkefnastjórar af Kennslusviði Háskóla Íslands lokið
námskeiðinu.
Frá árinu 2010 hafa 145 manns lokið inngangsnámskeiði í kennslufræði háskóla þar sem farið er yfir
undirstöðuatriði háskólakennslu.
Einn þriðji þeirra sem hefja nám í Kennslufræði háskóla ljúka 30e diplómaprófi. Þannig hafa 55 manns
við Háskóla Íslands, Bifröst og Listaháskóla Íslands útskrifast með diplómu í Kennslufræði háskóla.
Það skiptist svo eftir fræðasviðum Háskóla Íslands:
Innan Háskóla Íslands hafa 51 lokið 30e diplómu í Kennslufræði háskóla. Stöplaritið sýnir
skiptinguna eftir fræðasviðum skólans.
13
11
8
12
17
16
13
15
11
10
19
v 2010 h 2010 h 2011 h 2012 h 2013 h 2014 h 2015 h 2016 h 2017 h 2018 h 2019
Inngangur að kennslufræði háskóla, 10e
9
4. RAFRÆNIR KENNSLUHÆTTIR
Kannski er það tímanna tákn að starfsfólk Kennslumiðstöðvar veltir því fyrir sér hvort að eigi
sérstaklega að ræða um rafræna kennsluhætti þar sem þeir eru einungis leið til að styðja við nám líkt
og svo margt annað. Og þeir eiga einmitt að gera það, styðja við en ekki vera viðbót ofan á allt annað.
Ef það hentar náminu er mikilvægt að þeir séu hluti af því, annars ekki. Hér færumst við sífellt nær
þeirri hugsun að hugsa þetta heildstætt og sem óaðskiljanlegan hluta náms og kennslu.
Í síðasta sinni ætlum við að tiltaka sérstaklega rafræna kennsluhætti í árbókinni, árið 2020 verður
nefnilega bylting í þessum efnum, en ekki meira um það að sinni. Hér er okkur þó nokkur vandi á
höndum þar sem erfitt er að skilgreina nákvæmlega hvað á að teljast hér undir en þið virðið okkur
viljann fyrir verkið.
4.1. NÁMSUMSJÓNARKERFI
Kennslumiðstöð hefur boðið kennurum Háskóla Íslands upp á aðgang að námsumsjónarkerfi frá
1999. Námsumsjónarkerfið Moodle hefur staðið til boða frá hausti 2006, It‘s learning frá 2004-05 og
þar áður kerfið WebCt. Kennarar hafa haft val um að nota kennsluvef Uglu eða setja námskeið sitt
upp t.d. í Moodle.
Kennslumiðstöð hefur veitt þjónustu vegna námsumsjónarkerfa, staðið fyrir námskeiðum og
vinnustofum, veitt kennurum ráðgjöf og aðstoð og haldið úti leiðbeiningum um Moodle. Auk þess
hefur miðstöðin nokkrum sinnum staðið fyrir Moodle ráðstefnum. Kristbjörg Olsen verkefnastjóri er í
forsvari þjónustu vegna Moodle og kennsluvefs Uglu. Kerfið hefur verið hýst hjá Reiknistofnun HÍ,
núverandi Upplýsingatæknisviði.
Nú er komið að vatnaskilum, í fyrsta sinn verður formlega innleitt námsumsjónarkerfi við Háskóla
Íslands en fram til þessa hefur námsumsjónarkerfi eingöngu verið innleitt á Menntavísindasviði enda
var löng hefð fyrir notkun slíkra kerfa í Kennaraháskólanum fyrir sameiningu KHÍ og HÍ (2008). Nýja
námsumsjónarkerfið (Canvas) mun leysa af hólmi bæði kennsluvef Uglu og Moodle. Kennslusvið og
Upplýsingatæknisvið sjá um innleiðinguna í samvinnu við fræðasvið skólans. Hægt er að fræðast
nánar um innleiðingu kerfisins á canvas.hi.is.
Notendaþjónusta vegna Canvas mun verða veitt á hverju fræðasviði skólans, á Kennslusviði, í
Kennslumiðstöð og á hjálparborði Upplýsingatæknisviðs. Starfsfólk í notendaþjónustu sótti námskeið
í Canvas og vonast er til að þjónusta við kennara eflist við þetta.
Aðdragandinn að innleiðingunni hófst með skipun
faghóps um námsumsjónarkerfi sem rektor skipaði
2018. Kristbjörg var fulltrúi í þeim hópi og tók m.a.
þátt í að skilgreina þarfir sem kerfið þyrfti að
uppfylla. Kristbjörg er einnig í innleiðingarteymi
Canvas, hefur kynnt kerfið, aðstoðað á vinnustofum,
sett saman leiðbeiningar um kerfið og tekið þátt í
teymisvinnu vegna ólíkra þátta innleiðingarinnar.
Það þótti tímabært að innleiða námsumsjónarkerfi
við Háskóla Íslands. Kennsluvefur Uglu hefur ekki
verið þróaður um langa hríð, býður ekki upp á þau
tól og tæki sem nútíma kennsluumhverfi krefst og
10
stenst ekki samanburð við önnur námsumsjónarkerfi. Rétt þótti að skoða námsumsjónarkerfi í boði á
alþjóðlegum markaði.
Kannanir á meðal nemenda skólans höfðu leitt í ljós kröfu um bætta framsetningu námskeiða á vef og
aukið samræmi í uppsetningu námskeiða. Nemendur höfðu þurft að glíma við tæknilega örðugleika
sem höfðu orsakast af því að notuð voru tvö kerfi, Ugla og Moodle.
Farið var í alþjóðlegt útboð þar sem tilgreindar voru þær kröfur sem kerfið þyrfti að uppfylla. Tvö
námsumsjónarkerfi stóðust þær. Kerfin voru sambærileg hvað varðar virkni og kostnað.
Notendaprófanir sem nemendur, kennarar og starfsfólk skólans tóku þátt í réðu að lokum úrslitum og
námsumsjónarkerfið Canvas frá Instructure varð fyrir valinu. Kerfið verður tengt við Uglu, Panopto,
Turnitin og fleiri kerfi í framtíðinni. Námskeið í Uglu mun opnast í Canvas og notendur munu flæða á
milli kerfanna.
Með því að taka upp námsumsjónarkerfi sem hefur sterka stöðu á alþjóðlega vísu fær HÍ aðgang að
öflugu samfélagi alþjóðlegra notenda. Canvas hefur nú þegar rutt sér til rúms hérlendis, þar sem
Háskólinn í Reykjavík hefur tekið það í notkun og Háskólinn á Akureyri hefur byrjað innleiðingu þess.
Prófunarhópur kennara byrjar að nota Canvas við kennslu á vormisseri 2020. Prófunarhópur ber
ábyrgð á 62 námskeiðum sem um 2000 nemendur eru skráðir í. Innleiðingarteymi Canvas vonast til
að fá mikilvægar upplýsingar frá prófunarhópi sem nýtast munu við að sníða Canvas enn frekar að
þörfum skólans. Instructure hélt námskeið í Canvas fyrir kennara í prófunarhópi og starfsfólk sem
kemur að innleiðingunni á hausti 2019.
Á vormisseri 2020 verður Canvas kynnt í hverri deild skólans fyrir sig. Boðið verður upp á námskeið í
notkun kerfisins nokkrum sinnum í viku, opin námskeið sem allir geta skráð sig á og fyrir deildir
og/eða fræðasvið. Vinnustofur þar sem kennarar geta fengið aðstoð og ráðgjöf verða einnig í boði.
Á haustmisseri 2020 munu öll námskeið háskólans verða komin í Canvas og notkun kennsluvefs Uglu
og Moodle þar með hætt.
4.2. LEIÐBEININGAR
Á vef Kennslumiðstöðvar eru leiðbeiningar um ýmis forrit og kerfi. Starfsfólk miðstöðvarinnar
kappkostar að bæta við og uppfæra leiðbeiningar eftir því sem mögulegt er.
Á vefnum eru meðal annars leiðbeiningar um Kennsluvef Uglu. Þar eru einnig tenglar í leiðbeiningar
um Moodle á moodlehjalp.hi.is og tenglar á leiðbeiningar um Turnitin frá Turnitin fyrirtækinu,
help.turnitin.com. Bæði þessi kerfi verða aflögð á komandi ári þegar Canvas, nýtt námsumsjónarkerfi
verður tekið í gagnið. Leiðbeiningar um þau munu því verða fjarlægðar. Leiðbeiningar um Canvas
munu a.m.k. fyrst um sinn verða aðgengilegar inni í námsumsjónarkerfinu Canvas og canvas.hi.is.
11
4.3. UPPTÖKUR
Upptökur kennsluefnis hafa færst í aukana en við flutning í Setberg varð veruleg aukning á komum
kennara til að taka upp kennslu. Í Setbergi eru tveir hljóðklefar og aðstaða til upptöku á fyrirlestrum,
hljóðvarpi eða podcast eins og það er oftast kallað. Hljóðklefarnir eru meðal annars búnir tölvu,
klippiforriti, hljóðnema, myndavél og green-screen tjaldi og lögð er áhersla á að tækjabúnaðurinn sé
einfaldur og góður svo að kennarar séu að mestu sjálfbjarga eftir að hafa fengið stutta kynningu og
kennslu. Kennslumiðstöðvarfólk leiðbeinir um kennslufræðilega staðla kennslumyndbanda, til dæmis
hvað varðar lengd þeirra og uppbyggingu, og veitir aðra aðstoð. Lögð er áhersla á gæði hljóðs.
Amalía Björnsdóttir, prófessor á Menntavísindasviði að vinna að upptöku og Anna Kristín
Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Kennslumiðstöð aðstoðar hana. Mynd: Sigurbjörg Jóhannesdóttir
Mikil aukning hefur verið í upptökum síðan að Kennslumiðstöðin flutti í Setberg enda aðstaða og tæki
betri en í boði var á Aragötunni. Byggingaframkvæmdir við nýja stúdentagarða á næstu lóð hafa þó
sett starfseminni skorður frá haustinu.
Í lok árs 2019 var ýmislegt sem átti enn eftir að ljúka við varðandi hljóðklefana, vantaði t.d.
myrkratjöld og lýsingu í lofti. Það kom einnig í ljós að uppsettu led ljósunum var stýrt í gegnum netið
og olli það töluverðum erfiðleikum fyrstu mánuðina þar sem það gekk hægt að fá þráðlaust
netsamband í húsið.
Starfsmenn Kennslumiðstöðvar aðstoða við skipulagningu myndbanda, hljóðupptökur, klippingar og
textun myndbanda. Margir kennarar vilja vera sjálfbærir og taka upp á skrifstofum eða heima og
Kennslumiðstöð veitir ráðgjöf varðandi kaup á búnaði sem virkar vel fyrir slíkar upptökur.
12
4.4. PADLET
Kennslumiðstöð nýtir padlet.com sem gagnaveitu fyrir gögn sem hún vill hafa aðgengileg fyrir
kennara og annað starfsfólk háskólans. Gagnasafnið er orðið töluvert og er aðgengilegt á vefslóðinni:
https://padlet.com/kennslumidstod
Innan gagnaveitunnar má setja inn glærur frá námskeiðum, excel-skjöl vegna sjálfsmats deilda,
krækjur á vefsíður, myndbönd, greinar, teikningar, o.fl. Meðal efnis sem er að finna á padletsvæði
Kennslumiðstöðvar er; kennsla í stórum hópum, aðstoðarkennarar, endurgjöf, fjarnám, fyrirlestrar,
hæfniviðmið, jafnrétti í kennslu, kennsluáætlanir, kennslukannanir, krossapróf, matskvarðar,
námskrárgerð, námskeið fyrir nýja kennara, námsmat, námsmiðuð sýn, námssamfélag nemenda,
ferilmöppur – portfolio, umræður, upplýsingatækni í kennslu, vendikennsla, vinnuálag.
Auk þessa bendir Kennslumiðstöð kennurum á að nota Padlet í kennslu, t.d. í hópvinnu, til að deila
efni, skiptast á skoðunum o.fl.
Gagnaveita Kennslumiðstöðvar á padlet.com hefur að geyma töluvert magn flokkaðra upplýsinga um
kennslufræðileg atriði sem kennurum og starfsfólki háskólans er ofarlega í huga.
13
5. SAMSTARF
Kennslumiðstöð kemur að fjöldamörgum verkefnum í tengslum við fræðasvið, deildir, miðlæga
stjórnsýslu svo og við aðra háskóla í landinu og erlendis.
5.1. EDX
Frá árinu 2017 hefur Háskóli Íslands verið í samvinnu við edX um að búa til opin netnámskeið (e.
Massive Open Online Courses - MOOC). Námskeið af þessu tagi eiga að auðvelda fólki um allan heim
að afla sér menntunar. Árið 2019 var þremur edX-námskeiðum hleypt af stokkunum. Námskeiðin
voru unnin í samvinnu við kennara Háskóla Íslands, kennara Landbúnaðarháskóla Íslands og
sveitarfélög á Norðurlöndunum. Þetta voru námskeiðin; Sauðfé í landi elds og ísa hannað af Isabel C.
Barrio dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands; Eldfjallavöktun og kvikuhreyfingar sem Freysteinn
Sigmundsson vísindamaður hjá Jarðvísindastofnun HÍ sá um; og Menningarnæmi í menntun (e.
Intercultural Competency) sem leitt var af Höfða friðarsetri Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og
Hönnu Ragnarsdóttur, prófessor í fjölmenningarfræðum við Háskóla Íslands.
Á UIcelandX (https://www.edx.org/school/uicelandx) má finna námskeið sem Háskóli Íslands hefur
unnið að undir merkjum edX.
5.1.1. SAUÐFÉ Í LANDI ELDS OG ÍSA
edX-námskeiðið Sauðfé í landi elds og ísa (e. Sheep in the Land of Fire and Ice) fór í loftið 11. janúar
2019. Í námskeiðinu er sjálfbærni sauðfjárbeitar á Íslandi skoðuð, svo og áhrif sögu, efnahagslegra og
félagslegra þátta auk umhverfisþátta á nýtingu landsins til beitar. Isabel C. Barrio, dósent við
Landbúnaðarháskóla Íslands fór fyrir námskeiðinu en auk hennar komu ellefu innlendir og erlendir
fræðimenn og bændur að því. Kennslumiðstöð sá um upptökur, textun og klippingar á myndböndum.
Tengill á námskeiðið: https://www.edx.org/course/sheep-in-the-land-of-fire-and-ice
Sjálfbærni sauðfjárbúskapar er í brennidepli í edX-námskeiðinu Sauðfé í landi elds og ísa. Myndin er
fengin af vef edX.
14
5.1.2. ELDFJALLAVÖKTUN OG KVIKUHREYFINGAR
4. mars hleypti edX námskeiðinu Eldfjallavöktun og kvikuhreyfingar (e. Monitoring Volcanoes and
Magma Movements) af stokkunum. Námskeiðið er opið vefnámskeið sem Freysteinn Sigmundsson,
vísindamaður hjá Jarðvísindastofnun, vann að og skipulagði með aðstoð Kennslumiðstöðvar.
Freysteinn fékk einnig aðstoð kennslumiðstöðvar við upptökur, klippingu og textun. Tengill á
námskeiðið: https://www.edx.org/course/monitoring-volcanoes-and-magma-movements
Freysteinn Sigmundsson er vísindamaður hjá Jarðvísindastofnun HÍ.
5.1.3. MENNINGARNÆMI Í MENNTUN
Námskeiðið Menningarnæmi í menntun (e. Intercultural Competency in Education) fór í loftið 16.
september 2019. Að baki var mikil vinna í samstarfi við vísindamenn, sveitarfélög af öllum
Norðurlöndunum og Kennslumiðstöð Háskóla Íslands. Hanna Ragnarsdóttir prófessor við Háskóla
Íslands og Fríða Bjarney Jónsdóttir verkefnastjóri fjölmenningar hjá SFS, fóru fyrir námskeiðinu en
verkefnastjórn og skipulag var í höndum Auðar Stefánsdóttur verkefnastjóra hjá Höfða friðarsetri í
samstarfi við Kennslumiðstöð Háskóla Íslands.
Tengill á námskeiðið: https://www.edx.org/course/intercultural-competency-in-education
Frá opnun námskeiðsins, Fríða Bjarney Jónsdóttir kynnir námskeiðið.
Mynd: Anna Kristín Halldórsdóttir
15
5.2. HEILBRIGÐISGAGNAFRÆÐI
Heilbrigðisgagnafræði er ný námsbraut sem fór af stað í fjarnámi haustið 2019 í Læknadeild. Gunnvör
Sigríður Karlsdóttir, verkefnastjóri á Kennslusviði hefur umsjón með námsleiðinni og kennir. Haustið
2019 voru þrjú námskeið innan námsleiðarinnar kennd og hafði Gunnvör umsjón með einu þeirra.
Auk hennar höfðu Ragna Kemp, aðjunkt í upplýsingafræði og Þórarinn Guðjónsson, prófessor í
vefjafræði við Læknadeild, umsjón með námskeiðum. Hópurinn vann náið með Kennslumiðstöð að
skipulagningu fjarnámsins í byrjun þess. Gunnvör fékk vinnuaðstöðu í opnu rými Kennslumiðstöðvar
við skipulagningu námsleiðarinnar.
5.3. LOKAVERKEFNI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Á ÍSLENSKU TÁKNMÁLI
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands kom að upptökum, klippingum og ráðgjöf í lokaverkefni á
meistarastigi á íslensku táknmáli. Þetta er fyrsta lokaverkefni, svo vitað sé til, sem unnið er á
táknmáli. Verkefnið var tekið upp í hljóðklefa á Aragötu og í Setbergi og fært yfir á vefsíðu sem var
sérstaklega sett upp fyrir verkefnið. Lokaverkefnið er einnig textað og því aðgengilegt til lestrar.
Eyrún Ólafsdóttir skilaði lokaverkefni í meistaranámi við Menntavísindasvið á íslensku táknmáli. Hér
er hún ásamt leiðbeinendum sínum Hafdísi Guðjónsdóttur og Kareni Rut Gísladóttur og Margréti
Baldursdóttur táknmálstúlki. Mynd: Kristinn Magnússon hjá mbl.is
5.4. KENNSLUAFSLÁTTUR TIL KENNSLUÞRÓUNAR
Vorið 2019 var í fyrsta sinn auglýstur nýr styrkur til kennara sem óska eftir svigrúmi til að vinna að
kennsluþróun. Tvær styrkleiðir voru í boð. Annars vegar gátu kennarar sótt um 280 tíma
kennsluafslátt til að sækja leiðbeiningu og stuðning hjá Kennslumiðstöð eða 100 tíma kennsluafslátt
og ferðastyrk til að sækja vinnustofur eða námskeið í kennsluþróun erlendis og leiðsögn frá
Kennslumiðstöð að ferð lokinni. Fjórtán háskólakennarar hlutu styrk til kennsluþróunar.
Kennslumiðstöð fundaði með svigrúmsfólki reglulega og vinnur sérstaklega með þeim kennurum er
þess óska. Sum kennsluþróunarverkefni hafa jafnframt verið kynnt á vinnustofum og innan
háskólakennslufræðinnar.
16
5.5. KENNSLUMÁLASJÓÐUR HÁSKÓLA ÍSLANDS
Kennslumiðstöð vinnur með einstaka kennurum, deildum og fræðasviðum að
kennsluþróunarverkefnum sem fengið hafa styrk frá Kennslumálasjóði Háskóla Íslands.
Kennslumiðstöð kemur að sérfræðivinnu, er hluti af umsóknarteymi eða ráðgefandi í umsóknarferli
um styrk úr sjóðinum. Auk þess heldur Kennslumiðstöð utan um upplýsingar um úthlutun og gerir
þær aðgengilegar á vefsíðu sinni.
5.6. ICED-FUNDUR
Dagana 18. og 19. júní funduðu Alþjóðasamtök um kennsluþróun í háskólum (ICED) í Háskóla Íslands.
Aðild að samtökunum eiga 26 lönd víðs vegar úr heiminum. Kennslumiðstöð HÍ hafði veg og vanda að
skipulagningu og utanumhaldi og fulltrúar miðstöðvarinnar sátu fundinn. Það er dýrmætt að fá slíka
heimsókn og fá að fylgjast með og taka þátt í því hvernig tekið er á kennsluþróunarmálum í háskólum
um heim allan. Unnið er að inngöngu Samtaka um kennsluþróun í háskólum í alþjóðasamtökin ICED.
Frá fundi ICED-samtakanna í Háskóla Íslands í júní. Mynd Elva Björg Einarsdóttir
5.7. HÁSKÓLINN Á HÓLUM
Kennslumiðstöð Hákskóla Íslands hélt vinnustofur um námskrárgerð og gerð matskvarða við
Fiskeldisdeild Háskólans á Hólum í febrúar og september. Í febrúar fóru tveir sérfræðingar
Kennslumiðstöðvar norður og unnu með kennurum greinarinnar að endurskipulagningu námskrár
fiskeldisdeildar skólans á tveggja daga vinnustofu þar sem lokaviðmið námsleiðarinnar voru
endurskoðuð svo og hæfniviðmið allra námskeiða. Þetta voru árangursríkir dagar þar sem allir
kennarar deildarinnar unnu saman að endurskipulagningunni.
Í september fór sérfræðingur Kennslumiðstöðvar að Hólum og vann með sama hópi að gerð
matskvarða til viðmiðunar um námsmat.
17
5.8. KENNSLUMIÐSTÖÐ HÁSKÓLANS Á AKUREYRI
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands er í góðu samstarfi við Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri og
kennslusvið háskóla á Íslandi. Það lýsir sér meðal annars í því að starfsfólk Kennslumiðstöðvar HÍ
kennir á námskeiðum fyrir háskólakennara við Háskólann á Akureyri. Starfsfólk beggja skóla sækir
ráðstefnur sem skólarnir halda og vinnur sameiginlega að þróunarverkefnum. Í nóvember fór Guðrún
Geirsdóttir með ABC-vinnustofu norður yfir heiðar og aðstoðaði kennara Háskólans á Akureyri við að
skipuleggja námskeið sín út frá þeirri hugmyndafræði.
Kennarar við Háskólann á Akureyri taka þátt í ABC-vinnustofu um skipulagningu námskeiða
5.9. VERKEFNASTJÓRI Í UPPLÝSINGATÆKNI Á HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐI
Kennslumiðstöð leggur áherslu á að deildir og fræðasvið séu sjálfbær um kennsluþróun og er gjarnan
í samvinnu við þau um hana. Í ágúst réði Heilbrigðisvísindasvið til sín verkefnastjóra í upplýsingatækni
fyrst fræðasviða og sinnir Guðrún Björk Friðriksdóttir því starfi nú. Guðrún vinnur náið með deildum
og kennurum á Heilbrigðisvísindasviði ásamt kennsluþróunarstjóra sviðsins Ástu Bryndísi Schram sem
einnig er starfsmaður Kennslumiðstöðvar. Þá starfar hún náið með ýmsum deildum á Kennslusviði,
eins og Prófaskrifstofu, Innleiðingarteymi Canvas, Kennslumiðstöð og fleiri. Kennslumiðstöð finnur vel
fyrir samlegðaráhrifum þverfaglegrar vinnu sem þessarar og hvetur til hennar þar sem hægt er að
koma því við.
5.10. ÞRÓUN NÁMSKEIÐS Í OPINBERRI STJÓRNSÝSLU
Kennslumiðstöð kemur að fjöldamörgum þróunarverkefnum í kennslu. Sigurbjörg Jóhannesdóttir
kennsluráðgjafi hjá Kennslumiðstöð hefur aðstoðað nöfnu sína Sigurgeirsdóttur í Opinberri
stjórnsýslu á Félagsvísindasviði við að breyta námskeiði hennar, OSS111F Opinber stjórnsýsla í
fjarnámskeið. Námskeiðið var áður kennt með blönduðu sniði. Um og yfir 200 nemendur sækja
námskeiðið. Haustið 2018 voru um 40% nemendanna skráðir sem fjarnemar. Staðnámskennslan
byggði á fyrirlestrum og umræðum í fimm manna nemendahópum. Fyrirlestrarnir voru teknir upp og
fjarnemar gátu náð í þá í gegnum Uglu og hlustað á þá. Fjarnemum var skipað í fimm manna hópa
sem áttu sínar umræður á netinu. Fyrirkomulagið gekk ágætlega, fyrir utan það að upptökur á
18
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir á skrifstofu sinni í Odda og á neðri myndinni er hún á Háskólatorgi með
Herberti, kvikmyndatökumanninum sínum. Myndir: Sigurbjörg Jóhannesdóttir
fyrirlestrum voru mjög langar og
hljóð skilaði sér ekki nægjanlega
vel, m.a. spurningar frá
staðnemendum. Sigurbjörgu
fannst hún geta sinnt hvorugum
hópnum nægilega vel. Hún ákvað
því að þar sem nemendur ættu
sumir erfitt með að mæta í
skólann í staðnám en allir gætu
stundað nám í gegnum netið, að
breyta námskeiðinu í hreint
netnámskeið. Þannig gætu
nemendur lært á þeim stað og
tíma sem hentaði þeim. Hún
hannaði námskeiðið með það í
huga og sótti um styrk til
Kennslumálasjóðs Háskóla Íslands og gat nýtt það fjármagn til að ráða til sín kvikmyndatökumann,
Herbert Sveinbjörnsson, sem vann með henni að upptökum á viðtölum við opinbera embættismenn.
Eigin fyrirlestra tók hún upp á skrifstofunni sinni. Auk þessa bryddaði Sigurbjörg upp á mörgum
nýjungum í kennsluaðferðum og námsmati.
19
Sigurbjörg er ánægð með það hvernig námskeiðið kom út í nýrri hönnun, hærra hlutfall nemenda
lauk námskeiðinu og að meðaltal einkunna var hærra. Ánægja nemenda með námskeiðið var
umtalsvert meiri þegar það var kennt alfarið á netinu (í hreinu fjarnámi) en í blandaðri kennslu. Núna
fer fram mat á niðurstöðum vegna breytinganna í samvinnu við Kennslumiðstöð. Vonir standa til að
hægt sé að draga nokkurn lærdóm af endurskipulagningu námskeiðsins sem nýta megi í öðrum
deildum og fræðasviðum.
5.11. KENNSLUÞRÓUNARSTJÓRAR FRÆÐASVIÐA
Kennslumiðstöð vinnur náið með kennsluþróunarstjórum fræðasviða sem starfa á öllum
fræðasviðum skólans í 50-70% starfsstöðum. Markmið þess að hafa kennsluþróunarstjóra úti á
fræðasviðum er að nálægð þeirra við kennara sviðsins stuðli að kennsluþróun þar sem þarfir hvers
sviðs eru í fyrirrúmi. Kennsluþróunarstjórar eru í samstarfi við Kennslumiðstöð og funda mánaðarlega
með fulltrúum hennar og oftar ef þurfa þykir. Á fundunum er fjallað um verkefni kennsluþróunar-
stjóra á fræðasviðum, sameiginleg verkefni á sviði kennsluþróunar og sérstök umbótaverkefni.
Kennsluþróunarstjórar í Háskóla Íslands eru Margrét Sigrún Sigurðardóttir fyrir Félagsvísindasvið,
Ásta Bryndís Schram fyrir Heilbrigðisvísindasvið, Matthew James Whelpton fyrir Hugvísindasvið,
Tryggvi Brian Thayer fyrir Menntavísindasvið og Edda R. H. Waage fyrir Verkfræði- og
náttúruvísindasvið, en hún tók við af Önnu Helgu Jónsdóttur sem hafði kennsluþróun á sviðnu á sinni
könnu jafnvel þó svo að hún hefði ekki starfsheiti kennsluþróunarstjóra. Auk kennsluþróunarstjóra
mæta samstarfsmenn þeirra á fræðasviðum á fundina eftir aðstæðum, Pálmi Gautur Sverrisson fyrir
Félagsvísindasvið, Guðrún Björk Friðriksdóttir á Heilbrigðisvísindasviði og Sigdís Ágústsdóttir á
Verkfræði- og náttúruvísindasviði.
Frá fundi með kennsluþróunarstjórum á fræðasviðum í apríl 2019. Á myndinni eru (f.v.) Tryggvi Thyer
MVS, Margrét Sigrún Sigurðardóttir FVS, Róbert Haraldsson sviðstjóri kennslumála á Kennslusviði,
Anna Helga Jónsdóttir VoN og Sigdís Ágústsdóttir VoN. Mynd: Elva Björg Einarsdóttir
20
5.12. SJÁLFSMAT DEILDA
Kennslumiðstöð hefur hlutverki að gegna í öðrum hring sjálfsmats Háskóla Íslands, QUEF2, sem
fyrirhugað er að ljúki á haustdögum 2020. Miðstöðin vinnur með gæðastjóra Háskóla Íslands og
einstökum deildum sem eru í sjálfsmati hverju sinni. Miðstöðin styður við endurskoðun námskrár
með námskeiðum og fer yfir lokaviðmið námsleiða og hæfniviðmið námskeiða í öllum deildum.
Fulltrúi Kennslumiðstöðvar vinnur með gæðastjóra Háskóla Íslands og les yfir sjálfsmatskýrslur og
gefur ráð um gerð þeirra.
„Það er svo gaman að hittast og tala saman“ sögðu kennarar í táknmálsfræði eftir að hafa legið yfir
lokaviðmiðum námsleiðarinnar með stuðningi Kennslumiðstöðvar. Mynd: Guðrún Geirsdóttir
6. TURNITIN VIÐ FRAMHALDSSKÓLA OG HÁSKÓLA Á ÍSLANDI
Kennslumiðstöð er með kerfisstjóraréttindin (e. administrator) fyrir skóla (framhaldskóla og háskóla)
sem eru í skólaaðgangi Turnitin og hefur umsjón með kerfinu ásamt Landsbókasafni Íslands –
Háskólabókasafni.
Kennslumiðstöð sér um að þjónusta skólanna sem nota Feedback Studio. Virkir skólar í
skólaaðganginum árið 2019 voru 45, virkir kennarar voru 1.231, virkir nemendur voru 17.575, fjöldi
skilaverkefna voru 101.937 og fjöldi skilaverkefna sem fengu endurgjöf voru 33.811.
Samsvaranir við nemendaritgerðir eru mestar eða 69% af allri samsvörun sem finnst. 15% er við efni
á netinu og 2% við útgefið fræðiefni.
Umtalsverð aukning hefur orðið á notkun Feedback Studio sem hófst í september 2018 og er enn á
uppleið.
21
Fjöldi kennara í framhaldsskólum sem notuðu Turnitin Feedback Studio árið 2019
Fjöldi kennara í háskólum sem notuðu Turnitin Feedback Studio árið 2019
0 10 20 30 40 50 60 70
Tækniskólinn
Framhaldsskólinn á Laugum
Menntaskólinn í Reykjavík
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
Menntaskólinn á Ísafirði
Fjölbrautaskóli Vesturlands
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Kvennaskólinn í Reykjavík
Fjölbrautaskólinn við Ármúla
Menntaskóli Borgarfjarðar
Borgarholtsskóli
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
Menntaskólinn á Tröllaskaga
Menntaskólinn að Laugarvatni
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Menntaskólinn í Kópavogi
Fjölbrautaskóli Suðurlands
Menntaskólinn við Sund
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
Menntaskólinn á Akureyri
Verkmenntaskólinn á Akureyri
Verkmenntaskóli Austurlands
Verzlunarskóli Íslands
Menntaskólinn við Hamrahlíð
Fjöldi kennara í framhaldsskólum
Kennarar í framhaldsskólum sem notuðu Turnitin árið 2019
0 100 200 300 400 500
Háskólinn á Hólum
Listaháskóli Íslands
Háskólinn á Bifröst
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn á Akureyri
Háskóli Íslands
Fjöldi kennara í háskólum
Kennarar í háskólum sem notuðu Turnitin árið 2019
22
Fjöldi skilaverkefna í Feedback Studio frá nemendum í skólum sem eru virkir í skólaaðgangi íslenskra
háskóla og framhaldsskóla að Turnitin, ásamt fjölda verkefna sem fengu endurgjöf í gegnum kerfið.
Ellefu skólar eru með yfir 50% hlutfall á endurgjöf skilaverkefna í gegnum Feedback Studio. Hæsta
hlutfall endurgjafar er hjá Keili 87% (3.475 af 4.013) og þar á eftir hjá Menntaskólanum á Tröllaskaga
78% (1.629 af 2.095). Flest verkefni í heildina fengu endurgjöf í Háskóla Íslands, 5.428 verkefni af
23.611 og hlutfall endurgjafar í gegnum kerfið var því 23%.
Fjöldi skilaverkefna í Feedback Studio frá nemendum í Háskóla Íslands, ásamt fjölda verkefna sem
fengu endurgjöf í gegnum kerfið.
0
20000
40000
60000
80000
100000
120000
2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Fjöldiskilaverkefnafránemenduminní
Turnitin
Ár
Fjöldi skila í Turnitin frá nemendum í íslenskum háskólum
og framhaldsskólum ásamt fjölda skila sem fengu
endurgjöf í gegnum Feedback Studio
Fjöldi skilaverkefna Þar af fengu rafræna endurgjöf
0
5000
10000
15000
20000
25000
2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Fjöldi skila í Turnitin frá nemendum í Háskóla Íslands
og þar af fjöldi skila sem fengu endurgjöf í gegnum Feedback
Studio
Fjöldi skilaverkefna Þar af fengu rafræna endurgjöf
23
Hlutfall skilaverkefna í skólaaðgangi íslenskra háskóla og framhaldsskóla að Feedback Studio frá 2012
til og með 2019 eftir því hvort þeim var skilað í gegnum Turnitin.com eða viðbót í kennslukerfi
Moodle, Canvas, MySchool og Innu.
7. NÁMSKRÁ
Kennslumiðstöð heldur úti námskeiðum og vinnustofum fyrir kennara við Háskóla Íslands. Nokkrar
vinnustofur eru orðnar að föstum liðum í skólaárinu, t.d.: Kynningardagur fyrir nýja kennara,
Heildstæð námskrárgerð, Hæfniviðmið, Vinnustofa fyrir aðstoðarkennara, Turnitin Feedback Studio
vinnustofa, Canvas vinnustofa, Vinnustofa um hópvinnu og Vinnustofa um virka kennsluhætti svo að
fátt eitt sé nefnt.
Þá hefur miðstöðin einnig farið með vinnustofur út í deildir og á fræðasvið sé þess óskað, t.d.
hæfniviðmiðavinnustofur, námskrárvinnustofur, Turnitin-vinnustofu, Canvas-vinnustofur í samvinnu
við deild rafrænna kennsluhátta á Kennslusviði og ABC-vinnustofu um skipulag námskeiða.
Kennslumiðstöð fær heimsóknir kennara beggja vegna Atlantsála, á Erasmus+ styrkjum eða á eigin
vegum, sem halda erindi og auðga þannig kennsluþróunarumræðuna með öðrum sjónarhornum og
reynslu.
7.1. KYNNINGARDAGUR FYRIR NÝJA KENNARA
Ein af föstum vinnustofum Kennslumiðstöðvar er kynningardagur fyrir nýja kennara sem haldinn er
tvisvar yfir skólaárið, í ágúst og janúar. Markmið vinnustofunnar er að veita nýjum kennurum innsýn í
starfið sem í vændum er, benda þeim á hvar þeir geta leitað bjarga og gefa þeim kost á að deila
áhuga sínum og áhyggjum með kollegum sínum. Á vinnustofunni gefst nýjum kennurum tækifæri til
að hitta a.m.k. einn starfsmann frá eigin fræðasviði og þekkja þannig eitt andlit þegar þeir þurfa að
leita aðstoðar. Kennarar sem sótt hafa vinnustofurnar hafa lýst ánægju sinni með þær og segja þær
mikilvægar við upphaf starfs sem oft á tíðum er nýr vettvangur fyrir þá.
0%
10%
20%
30%
40%
50%
60%
70%
80%
90%
100%
2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Hlutfall
Ártal
Hvar skil eiga sér stað
Viðbót í kennslukerfi Turnitin.com
24
Mynd. Guðrún Geirsdóttir deildarstjóri Kennslumiðstöðvar ræðir við nýja kennara um bjargir,
áskoranir og ánægju háskólakennara. Ljósmynd: Sigurbjörg Jóhannsdóttir
7.2. AÐSTOÐARKENNARAR
Félagsvísindasvið sér í samvinnu við Kennslumiðstöð um að halda námskeið fyrir aðstoðarkennara
þar sem farið er í hvað felst í því að vera aðstoðarkennari. Rætt er um væntingar og skyldur
aðstoðarkennara, kennsluhætti og samskipti við umsjónarkennara og nemendur. Þátttakendur koma
úr ólíkum deildum sviðsins og eru flestir í meistaranámi en einhverjir hafa lokið námi.
Mynd. Aðstoðarkennarar á Félagsvísindasviði. Ljósmynd: Sigurbjörg Jóhannesdóttir
7.3. EFLING AMERÍSKRA HÁSKÓLA
Prófessor David Laberee átti viðkomu á Íslandi um miðjan febrúar og ræddi við starfsfólk Háskóla
Íslands um þróun háskólastigsins í Bandaríkjunum í fyrirlestri sem hann nefndi Rags to riches: How
25
the American college went from pitful to powerful. Kennslumiðstöð streymdi frá viðburðinum.
Labaree er höfundur bókarinnar „A Perfect Mess: The Unlikely Ascendancy of American Higher
Education“ (2018).
7.4. JÓLAKENNSKUKAFFI OG FYRIRLESTUR SILJU BÁRU ÓMARSDÓTTUR
Silja Bára Ómarsdóttir dósent við Stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði hlaut viðurkenningu
Háskóla Íslands fyrir lofsvert framlag til kennslu árið 2019. Silja Bára hélt erindi um kennsluna sína í
jólakennslukaffi Kennslumiðstöðvar 12. desember 2019. Viðburðurinn var fjölsóttur. Silja Bára er
góðvinur Kennslumiðstöðvar og var í hópi þeirra er fyrst útskrifuðust með 30 eininga diplómu í
kennslufræði háskóla. Við óskum henni til hamingju með heiðurinn og vitum að hún er vel að honum
komin.
Mynd. Silja Bára Ómarsdóttir í hópi verðlaunahafa fyrir lofsvert framlag til rannsókna og innan
stjórnsýslu ásamt Jóni Atla Benediktssyni rektor. Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson
7.5. ÁSKORANATENGT NÁM, HÖNNUNARHUGSUN OG ECO
Haldnar voru tvær vinnustofur um áskoranatengt nám, hönnunarhugsun og ECO fyrir kennara í
Setbergi 11. og 12. september 2019
 Viltu nýta þér áskoranatengt nám með hönnununarhugsun og ECO í þínum námskeiðum?
 Viltu kynnast áskoranatengdu námi með hönnunarhugsun og ECO?
Leiðbeinendurnir, Victoria Camacho og Juan Pablo Mora frá Háskólanum í Seville og Mariano Reyes
frá Háskólanum í Pablo de Olavide, komu hingað til lands frá Spáni á Erasmus+ styrk. Setberg var rétt
að komast í stand þegar vinnustofurnar voru haldnar og urðu Victoria og Juan Pablo þess heiðurs
aðnjótandi að nota græjurnar í Miðbergi fyrst allra. Einnig þurfti að tína til húsgögn til að allir hefðu
sæti, en þegar upp var staðið var stofan helst til of lítil. Engu að síður var mikil ánægja með
vinnustofurnar og strax í framhaldinu fréttum við af því að þrír af þátttakendum námskeiðanna hefðu
í framhaldi af þeim nýtt sér hönnunarhugsunina í sinni kennslu.
26
7.6. FEEDBACK TRAINING AGENDA
Jason Gibson og Maarten Mortier, frá Turnitin í Bretlandi og Hollandi, heimsóttu okkur í byrjun apríl
og héldu vinnustofu um notkun Feedback Studio fyrir háskóla- og framhaldsskólakennara. Þeir áttu
einnig fund með umsjónaraðilum forritsins innan háskóla landsins. Vinnustofan var haldin í
fyrirlestrasal Landsbókasafns Íslands og gátu þeir sem ekki komust á staðinn fylgst með á Zoom.
Mynd. Jason Gibson og Maarten Mortier frá Turnitin á vinnustofu um Feedback Studio. Ljósmynd:
Sigurbjörg Jóhannesdóttir.
Að auki voru haldin nokkur lítil námskeið og vinnustofur í notkun Feedback Studio í Háskóla Íslands
og erindi um notkun forritsins í Borgarholtsskóla. Námskeiðin fjölluðu um notkun forritisins í gegnum
Turnitin.com, í gegnum Moodle með annaðhvort viðbótinni Direct 2 eða Plagiarism Plugin. Hvernig
endurgjafaverkfæri forritsins eru notuð, matskvarða í Feedback Studio og fleira. Þá voru haldnar
nokkrar kynningar á forritinu á deildarfundum við Háskóla Íslands. Námskeiðin voru ýmist á íslensku
eða ensku.
7.7. KYNNINGARFUNDUR FYRIR NÝJA DOKTORSNEMA 2019
Sigurbjörg Jóhannesdóttir var með kynningu á Kennslumiðstöð Háskóla Íslands fyrir nýja
doktorsnema við skólann 2. september, á Litla-Torgi. Yfirskrift kynningarinnar var:
Kennslumiðstöð: Vegvísir þinn fyrir kennslu. Glærur eru á vefslóðinni:
https://www.slideshare.net/sibba/yourroadmapforteaching
27
7.8. ABC-VINNUSTOFUR
Dr. Clive P. L. Young og Natacha Perovic ráðgjafar í rafrænum kennsluháttum hjá University College
London sóttu okkur heim og héldu tvær vinnustofur um verklag sem þau hafa hannað um
skipulagningu námskeiða. Önnur vinnustofan var ætluð kennurum og hin kennsluþróunarfólki.
Vinnustofurnar kölluðu þau ABC-vinnustofur um skipulag námskeiða og byggja á kennslufræðilegum
stoðum um skipulag námskeiða út frá virkum kennsluháttum og kennsluaðferðum. Vinnustofan var
vel sótt af kennsluþróunarstjórum og kennurum í Háskóla Íslands ásamt starfsfólki
Kennslumiðstöðvar og Kennslusviðs, starfsfólki af Kennslusviði Háskólans í Reykjavík og starfsfólki
Kennslumiðstöðvar Háskólans á Akureyri.
Frá ABC-vinnustofu um skipulagningu námskeiða. Mynd: Sigurbjörg Jóhannesdóttir
Í framhaldi af vinnustofunum hefur Kennslumiðstöð boðið upp á ABC-vinnustofur við Háskóla Íslands
og Háskólann á Akureyri. ABC-vinnustofurnar eru grundvöllur að skipulagi námskeiða og kenndar sem
slíkar innan námskeiðs í kennslufræði háskóla, STM208F Skipulag og endurskoðun námskeiða.
Vinnustofurnar henta einkar vel fyrir kennara til að skipuleggja námskeið sín með tilliti til virkni
nemenda og rafrænna kennsluhátta.
7.9. BREYTT LANDSLAG HÁSKÓLAKENNSLU
Steven Mintz prófessor við Sagnfræðideild Háskólans í Texas-Austin kom í heimsókn til Háskóla
Íslands í boði Miðstöðvar framhaldsnáms og Kennslusviðs/Kennslumiðstöðvar. Hann hélt
hádegisfyrirlestur 7. nóvember 2019 sem bar yfirskriftina Breytt landslag í háskólakennslu á 21. öld:
nýjar áskoranir, nýjar lausnir. Mintz hélt einnig námskeið fyrir doktorsnema um virka kennsluhætti:
What every graduate student should know about teaching … and was afraid to ask. Mintz var
aðalfyrirlesari á sviðsþingi Hugvísindasviðs þar sem hann ræddi um næstu kynslóð háskólanema (eða
kannski bara þá kynslóð sem nú situr á háskólabekk) og hvaða áskorunum háskólakennarar standa
frammi fyrir í kennslu sinni. Mintz átti einnig fund um kennslumál með starfsmönnum Setbergs og
kennsluþróunarstjórum fræðasviðanna.
28
8. HEIMSÓKNIR
Á hverju ári fær Kennslumiðstöð til sín góða gesti á Erasmus+ styrkjum eða á eigin vegum. Erasmus+
gestirnir dvelja hjá okkur í allt að viku og Kennslumiðstöð veitir þeim aðstöðu til vinnu og hjálpar
þeim að skipuleggja dvölina með heimsóknum til starfsmanna skólans sem þeir óska eftir að hitta
vegna sérhæfni þeirra og verkefna. Á móti deila gestir okkar reynslu sinni og þekkingu af
kennsluháttum og kennsluþróun á háskólastigi við þeirra skóla. Þeir halda gjarnan námskeið sem
tengist sérþekkingu þeirra (sjá dæmi hér að ofan) og funda með starfsmönnum Kennslumiðstöðvar
um ákveðin verkefni. Með árunum hefur komist á samband á milli þessara gesta og okkar, og þannig
hefur Kennslumiðstöð eflt tengslanet sitt um allan heim og gefst færi á að sækja þessa og aðra skóla
og kennslumiðstöðvar heim.
8.1. ISABELLA FAUSTI FRÁ HÁSKÓLANUM Í ABERDEEN
Isabella Fausti sérfræðingur í fjarnámi við Háskólann í Aberdeen var gestur Kennslumiðstöðvar um
miðjan mars. Hún hélt vinnustofu um skipulag fjarnáms fyrir kennara skólans og var hún vel sótt.
Isabella Fausti leiðir kennara Háskóla Íslands í allan sannleika um skipulag fjarnámskeiða.
Mynd. Elva Björg Einarsdóttir
29
8.2. KENNSLUMIÐSTÖÐ HÁSKÓLANS Í MELBOURNE Í ÁSTRALÍU
Elva Björg Einarsdóttir, verkefnastjóri hjá Kennslumiðstöð, var í námsleyfi við Háskólann í Melbourne
í Ástralíu hluta ársins 2019. Elva heimsótti kennslumiðstöð skólans, Melbourne Centre for the Study of
Higher Education (CSHE). William Locke deildarstjóri CSHE tók á móti henni og kynnti henni
starfsemina. Það var skemmtilegt að sjá hversu líkar áherslur eru alls staðar í háskólakennsl-unni og
hvernig CSHE útfærir námskeiðin sín og diplómur í Kennslufræði háskóla fyrir kennarana sína. CSHE er
rúmlega fimmtug og þar starfa sautján fræðimenn og tíu sérfræðingar auk annarra eldri starfsmanna
(um 20), doktorsnema sem eru vel á þriðja tuginn og post doc fólks, allt innan háskólakennslufræða.
Þetta er þó eingöngu „kennslufræðilegi hluti“ miðstöðvarinnar og sá er snýr að tæknilegum hluta
kennslustuðnings er í raun önnur deild sem vinnur náið með CSHE og hefur á að skipa öðrum eins
fjölda starfsmanna, ef ekki meiri. Melbourne háskóli er töluvert fjölmennari en Háskóli Íslands með
50.000 nemendur á meðan nemendur HÍ eru um 14.000.
CSHE vinnur að Professional development for academics, sem er rafræn gátt þar sem fræðimenn geta
á einum stað fundið það sem þá vantar í tengslum við starfsþróun sína og byggt upp ferilskrá. Þeir geta
fengið aðstoð við starfsþróunina – ábendingar og fleira frá sérfræðingum. Rafræna gáttin er tengd
starfsmannahaldi þannig að þar safnast allt saman og verður einskonar ferilmappa í kennslu,
rannsóknum og þjónustu (Ástralir kjósa að kalla þjónustuna engagement). Afar áhugavert að sjá kerfi í
notkun sem sumir starfsmenn Kennslumiðstöðvar HÍ hafa séð sem framtíðarmúsík í starfsþróun
kennara, þ.e. þessa tengingu við starfsmannasvið og hvernig byggja má upp heildrænan feril á rafrænu
formi, þar sem þrískipt hlutverk háskólakennara eru gerð góð skil.
Elva Björg Einarsdóttir og William Locke deildarstjóri CSHE. Mynd: Elva Björg Einarsdóttir.
30
8.3. KENNSLUMIÐSTÖÐ UNIVERSIDAD ADOLFO IBÁŇES, SANTIAGO, SÍLE
Á ferð sinni um suðurhluta jarðkringlunnar nýtti Elva Björg Einarsdóttir tækifærið til heimsóknar í
Kennslumiðstöð Universidad Adolfo Ibáňez í Santiago í Síle. Tenging við miðstöðina er í gegnum
deildarstjóra miðstöðvarinnar, Robert Pardo Silva sem kom til Íslands á ICED-fund í júní 2019.
Universidad Adolfo Ibáňez í Santiago í Síle er ögn smærri skóli en Háskóli Íslands, 8000 nemendur og
900 kennarar – 2/3 þeirra eru stundakennarar. Alls staðar er það sama uppi á teningnum í
háskólakennslu þó svo að aðstæður séu mismunandi. Í Síle líkt og á Íslandi er áhersla lögð á gæðin,
fjölbreytta kennsluhætti og fjarnám. Það síðastnefnda fékk aukið vægi í væringum þeim sem urðu í
Síle um miðjan október og olli því að útgöngubann var sett á um stund. Nú voru góð ráð dýr um að
bjarga vormisseri skólans! Starfsmenn Kennslumiðstöðvarinnar fundu sig í hringamiðju atburðanna
við að bjarga því sem bjargað varð og finna leiðir fyrir nemendur og kennara til að vera í sambandi og
læra án þess að mæta í skólann. Starfsmenn söfnuðu saman upplýsingum um bjargráð á einn stað og
kynntu kennurum og nemendum. Mikið var um upptökur og beinar útsendingar á kennslu til dæmis á
Zoom. Miðstöðin hefur komið sér upp einföldum en áhrifaríkum aðferðum til að miðla efni og vera í
samskiptum án þess að fólk fari út úr húsi. Þegar Elva var í heimsókn var vormisserið í höfn og
nemendur höfðu getað mætt í skólann til að ljúka misserinu.
Elva Björg Einarsdóttir verkefnastjóri hjá Kennslumiðstöð ásamt Roberto Pardo Silva deildarstjóra
Kennslumiðstöðvar Universidad Adolfo Ibáňez og Rodrigo Romero, verkefnastjóri rafrænna
kennsluhátta við sama skóla. Mynd: Elva Björg Einarsdóttir
31
9. RÁÐSTEFNUR
9.1. MENNTAKVIKA
Menntakvika er ráðstefna um menntarannsóknir sem haldin er árlega. Rannsóknir í
háskólakennslufræði hafa farið vaxandi síðastliðin ár. Rannsóknastofa um háskóla og Kennslumiðstöð
Háskóla Íslands var með fjórar málstofur á Menntakviku þetta árið. Þátttakendur voru frá Háskóla
Íslands og Háskólanum á Akureyri. Flestar rannsóknanna voru unnar í námsleiðinni Kennslufræði
háskóla sem er viðbótardiplóma á meistarastigi og kennd í samstarfi Menntavísindasviðs og Kennslu-
miðstöðvar, sjá nánar á bls. 6., en auk þess rannsóknir af Menntavísindasviði Háskóla Íslands, frá
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands, Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri og frá Háskólanum á Akureyri.
Gyða Margrét og Thamar kynna rannsókn sína á Menntakviku 2019. Mynd: Guðrún Geirsdóttir
DAGSKRÁ
HÁSKÓLAR - STARFSFÓLK
Þróun háskólakennslu við Háskólann á Akureyri: Auðbjörg Björnsdóttir og Helena
Sigurðardóttir
Explaining factors that affect teachers ‘use of motivational strategies; a qualitative study:
Abigail Grover Snook, Ásta Bryndís Schram og Brett D. Jones
Endurskoðun námskrár: Áskoranir og ávinningur: Rannveig Sverrisdóttir
Stefna Háskóla Íslands um gæði náms og kennslu: Sýn starfsfólks Menntavísindasviðs á
markmið og innleiðingu stefnunnar: Guðrún Geirsdóttir og Ragný Þóra Guðjohnsen
HÁSKÓLAR - KENNSLUKANNANIR
Kennslukönnun – kerfisbundin mismunun? Anna Helga Jónsdóttir, Ólafur Jón Jónsson,
Margrét Sigrún Sigurðardóttir og Daði Már Kristófersson
Er kennslukönnun vettvangur áreitni? Margrét Sigrún Sigurðardóttir, Sveinn Guðmundsson,
Daði Már Kristófersson og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir
32
Forherðing eða umbreyting í femínísku kennslustofunni? Birtingarmyndir (ó)þæginda í
kennslukönnunum. Gyða Margrét Pétursdóttir og Thamar Melanie Heijstra
Nemendafulltrúar í háskólum sem meðrannsakendur: Áskoranir og ávinningur. Anna
Ólafsdóttir, Guðrún Geirsdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir
HÁSKÓLAR – ENDURSKOÐUN NÁMSKEIÐA
Verklegar æfingar – hvaða uppsetning og skilaformat hentar best? Ásdís Helgadóttir
Vinnuálag og vinnuframlag nemenda í Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Edda R. H. Waage
Nútíma kennslu- og lærdómsaðferðir í STEM og stýritæki – dæmisaga.
Anna Soffía Hauksdóttir
The 21st Century Learning Goals and Transformative Instructional Practices. How do
University Students Respond? Ásta Bryndís Schram og Brynja Ingadóttir
HÁSKÓLAR – MEÐ AUGUM NEMENDA
Kennaramenntun í fjarnámi: Leið til að fjölga grunnskólakennurum með fjölbreytilegan
bakgrunn. Þuríður Jóhannsdóttir og Amalía Björnsdóttir
Kennaramenntun í fjarnámi: Leið til að fjölga leikskólakennurum? Amalía Björnsdóttir og
Þuríður Jóhannsdóttir
Að velja sína þverfræðilegu leið í námi. Helga Ögmundardóttir
Viðhorf nemenda í íslensku sem öðru máli til kennara með og án íslensku að móðurmáli
samkvæmt ákveðnum kennsluþáttum: Stefanie Bade
HÁSKÓLAR - UPPLÝSINGATÆKNI
edX námskeið í Háskóla Íslands: Anna Kristín Halldórsdóttir og Rúnar Sigurðsson
Kennsluefni í Edbook – niðurstöður könnunar meðal nemenda og vangaveltur um framtíð
kennslubókarinnar: Benedikt Steinar Magnússon
Nemendamiðuð kennsluþróun í tveimur námskeiðum í Háskóla Íslands:
Sigurbjörg Jóhannesdóttir
Fjarverur í Háskólanum á Akureyri – upplifun notenda: Helena Sigurðardóttir og
Auðbjörg Björnsdóttir
33
9.2. BILETERAL CONTACT SEMINAR IN POLAND
Sigurbjörg Jóhannesdóttir fór á tengslaráðstefnu í Gdansk í Póllandi, 9.-11. apríl 2019, á vegum
Alþjóðaskrifstofu, vegna uppbyggingasjóðs EES. Með henni í för voru tveir starfsmenn
Alþjóðaskrifstofu. Á ráðstefnunni voru rædd verkefni á öllum skólastigum og ekki margir sem höfðu
með háskólastigið að gera. Einhverjar þreifingar um heimsóknir til Íslands og Háskóla Íslands, til að
kynna sér menntakerfið hér og hvernig við stöndum að hlutunum, komu í kjölfarið.
Tengiliðurinn í Póllandi var Tomasz Kostrzewa (Tomasz.Kostrzewa@frse.org.pl) frá Foundation for the
Development of the Education System (FRSE), en hann sá einnig um ráðstefnuna.
9.3. KENNSLUÞING HUGVÍSINDASVIÐS
Sigurbjörg Jóhannesdóttir var með erindi um Turnitin Feedback Studio á Kennsluþingi
Hugvísindasviðs 12. nóvember 2019. Glærur eru á vefslóðinni:
https://github.com/sibbajoa/slides/blob/master/20191112_Turnitin_Kennsluthing_HVS.pptx.
Á sama þingi var Kristbjörg Olsen, ásamt Tryggva Má Gunnarssyni og Páli Ásgeiri Torfasyni með
kynningu á Canvas.
9.4. CANVASCON EUROPE 2019
Kristbjörg Olsen fór ásamt innleiðingarteymi Canvas á CanvasCon ráðstefnu í Barcelona. Á
ráðstefnunni kynntu háskólakennarar notkun Canvas í sínum skóla. Nálgunin var í bland tæknileg og
kennslufræðileg. Auk þess voru á ráðstefnunni kynningar á ýmsum hugbúnaði sem mögulegt er að
tengja við Canvas.
Skjáskot úr kynningarmyndbandi ráðstefnunnar.
34
9.5. AMEE 2019
Ásta Bryndís Schram lektor og kennsluþróunarstjóri á Heilbrigðisvísindasviði og verkefnastjóri hjá
Kennslumiðstöð og Abby Grover Snook doktorsnemi í sjúkraþjálfun sóttu AMEE ráðstefnuna í ágúst
og kynntu rannsóknir sínar um stundakennara á Heilbrigðisvísindasviði.
Abby og Ásta Bryndís ásamt samstarfsfélögum frá Háskólanum í Tromsö á AMEE 2019. Mynd: Úr
einkasafni
9.6. EDUCATION IN AN ERA OF RISK – THE ROLE OF EDUCATIONAL
RESEARCH FOR THE FUTURE – ECER 2019
Guðrún Geirsdóttir sótti ráðstefnu ECER sem í ár var haldin í Hamborg í september. Á ráðstefnunni
flutti hún ásamt Önnu Ólafsdóttur og Valgerði Bjarnadóttur, sem báðar komu frá Háskólanum á
Akureyri, erindið The Democratic Role of Universities: Tensions, Silences, and Contradictions in
Icelandic Policy Documents. Í erindinu var sagt frá niðurstöðum orðræðugreiningar á skjölum um
háskóla. Grein um rannsóknina, Þrástef, þagnir og mótsagnir um lýðræðislegt hlutverk íslenskra
háskóla var jafnfram gefin út í desemberhefti tímaritsins Stjórnmál og Stjórnsýsla
https://www.researchgate.net/publication/338003235_THrastef_thagnir_og_motsagnir_um_lydraed
islegt_hlutverk_islenskra_haskola
9.7. ÞJÓÐFÉLAGIÐ - RÁÐSTEFNA AÐ HÓLUM
Sigurbjörg Jóhannesdóttir var með erindi á 13. ráðstefnu um íslenska þjóðfélagið: Er þjóðarbúið
sjálfbært og þjóðarheimilið blessað? sem var haldin 16.-17. maí að Hólum í Hjaltadal. Titill erindisins
var: Tímariti Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands breytt í opið tímarit sem er aðgengilegt í rafrænum
aðgangi. Glærur frá erindinu eru á vefslóðinni: https://www.slideshare.net/sibba/tkopid
35
9.8. MÁLÞING VÍSINDAFÉLAGS ÍSLANDS UM OPINN AÐGANG
Sigurbjörg Jóhannesdóttir var með erindi og sat fyrir svörum á árlegu Málþingi Vísindafélags Íslands í
Þjóðminjasafninu, 15. nóvember 2019. Erindi hennar hét Hönnun opinnar rannsóknarmenningar.
Glærur: https://www.slideshare.net/sibba/honnunopinnarrannsoknarmenningar
9.9. KENNSLUÞRÓUNARRÁÐSTEFNA KENNSLUMIÐSTÖÐVAR HÁSKÓLANS Á
AKUREYRI
Kennsluþróunarráðstefna Kennslumiðstöðvar Háskólans á Akureyri var haldin 23. maí 2019 undir
heitinu Hvað er góð háskólakennsla. Guðrún Geirsdóttir, deildarstjóri Kennslumiðstöðvar Háskóla
Íslands hélt aðalerindi ráðstefnunnar Ást á rauðu ljósi: Af umhyggju í háskólakennslu. Erindið fjallaði
um niðurstöður kannana á viðhorfum nemenda og fræðilegri greiningu hugmynda um umhyggju í
kennslu.
9.10. EUA FORUM FOR TEACHING AND LEARNING
Guðrún Geirsdóttir sótti árlega ráðstefnu EUA Forum for Teaching and Learning um miðjan febrúar.
Ráðstefnan bar yfirskriftina Towards successful learning: Controversies and common ground. Á
ráðstefnunni voru kynntar niðurstöður vinnuhópa háskólakennara og nemenda sem unnið hafa að
ákveðnum kennslufræðilegum viðfangsefnum. Skýrslur vinnuhópa og kynningar er að finna á
slóðinni: https://eua.eu/events/24-2019-european-learning-teaching-forum.html
Af EUA Forum for Teaching and Learning.
36
10. NEFNDIR OG RÁÐ
Einn af lykilmælikvörðum Kennslumiðstöðvar um starfsemi miðstöðvarinnar snýr að setu
starfsmanna í nefndum og ráðum sem snúa að gæðum kennslu og kennsluþróun. Hér er yfirlit yfir
nefndarstörf starfsmanna á árinu:
 C2 – samráðshópur um rafræna kennsluhætti, Sigurbjörg Jóhannesdóttir,
Kristbjörg Olsen og Rúnar Sigurðsson
 Faghópur um námsumsjónarkerfi, Kristbjörg Olsen, sérfræðingur
 Fagráð Háskólabrúar Keilis, Guðrún Geirsdóttir
 Fjarnámsnefnd Menntavísindasviðs, Guðrún Geirsdóttir
 Háskólaráð Háskóla Íslands, Guðrún Geirsdóttir
 Innleiðingarteymi Canvas, Kristbjörg Olsen
 Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands, Rúnar Sigurðsson
 Jafnréttisnefnd miðlægrar stjórnsýslu, Elva Björg Einarsdóttir
 Kennslumálanefnd háskólaráðs, Guðrún Geirsdóttir
 Skólaaðgangur íslenskra háskóla og framhaldsskóla að Turnitin, Sigurbjörg Jóhannesdóttir
 Stýrihópur edX, Guðrún Geirsdóttir og Rúnar Sigurðsson
 Undirbúningsnefnd um innleiðingu hvatakerfis kennslu, Guðrún Geirsdóttir

More Related Content

Similar to Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands fyrir árið 2019

Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2016
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2016Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2016
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2016
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands
 
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515Margret2008
 
Úttekt á fjarnámi í FÁ og VMA
Úttekt á fjarnámi í FÁ og VMAÚttekt á fjarnámi í FÁ og VMA
Úttekt á fjarnámi í FÁ og VMA
Sigurlaug Kristmannsdóttir
 
Fjarnám og fjarkennsla
Fjarnám og fjarkennslaFjarnám og fjarkennsla
Fjarnám og fjarkennsla
Sigurlaug Kristmannsdóttir
 
Dröfn Rafnsdóttir
Dröfn Rafnsdóttir Dröfn Rafnsdóttir
Dröfn Rafnsdóttir
Margret2008
 
Ný Menntagátt
Ný MenntagáttNý Menntagátt
Ný Menntagátt
University of Iceland
 
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
University of Iceland
 
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
University of Iceland
 
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2017
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2017Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2017
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2017
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands
 
Dreifnám er lykillinn að meira samstarfi í menntakerfinu
Dreifnám er lykillinn að meira samstarfi í menntakerfinuDreifnám er lykillinn að meira samstarfi í menntakerfinu
Dreifnám er lykillinn að meira samstarfi í menntakerfinu
University of Iceland
 
Námskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSu
Námskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSuNámskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSu
Námskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSu
Sigurlaug Kristmannsdóttir
 
Verkefni þemakassi; Málörvun barna í fjölbreyttum hóp. Halldóra Björg ...
Verkefni þemakassi; Málörvun barna í fjölbreyttum hóp. Halldóra Björg ...Verkefni þemakassi; Málörvun barna í fjölbreyttum hóp. Halldóra Björg ...
Verkefni þemakassi; Málörvun barna í fjölbreyttum hóp. Halldóra Björg ...
Móðurmál - Samtök um tvittyngi
 
Ut í skólastarfi
Ut í skólastarfi Ut í skólastarfi
Ut í skólastarfi
Svava Pétursdóttir
 
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
University of Iceland
 
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennaraOpnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
University of Iceland
 
Nýr í starfi
Nýr í starfiNýr í starfi
Nýr í starfi
ingileif2507
 
Opinn fundur fagrads um starfsþróun kennara
Opinn fundur fagrads um starfsþróun kennaraOpinn fundur fagrads um starfsþróun kennara
Opinn fundur fagrads um starfsþróun kennara
ingileif2507
 
Námskeið um dreifmenntun og tölvustudda kennslu í FVA
Námskeið um dreifmenntun og tölvustudda kennslu í FVANámskeið um dreifmenntun og tölvustudda kennslu í FVA
Námskeið um dreifmenntun og tölvustudda kennslu í FVA
Sigurlaug Kristmannsdóttir
 

Similar to Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands fyrir árið 2019 (20)

Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2016
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2016Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2016
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2016
 
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
Innleiðing spjaldtölva kynning verkefnis v.grunnsfundar 200515
 
Úttekt á fjarnámi í FÁ og VMA
Úttekt á fjarnámi í FÁ og VMAÚttekt á fjarnámi í FÁ og VMA
Úttekt á fjarnámi í FÁ og VMA
 
Fjarnám og fjarkennsla
Fjarnám og fjarkennslaFjarnám og fjarkennsla
Fjarnám og fjarkennsla
 
Menntakvika 2012 Sérkennslutorg
Menntakvika 2012 Sérkennslutorg Menntakvika 2012 Sérkennslutorg
Menntakvika 2012 Sérkennslutorg
 
Dröfn Rafnsdóttir
Dröfn Rafnsdóttir Dröfn Rafnsdóttir
Dröfn Rafnsdóttir
 
Ný Menntagátt
Ný MenntagáttNý Menntagátt
Ný Menntagátt
 
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
 
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
 
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2017
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2017Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2017
Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands 2017
 
Dreifnám er lykillinn að meira samstarfi í menntakerfinu
Dreifnám er lykillinn að meira samstarfi í menntakerfinuDreifnám er lykillinn að meira samstarfi í menntakerfinu
Dreifnám er lykillinn að meira samstarfi í menntakerfinu
 
Námskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSu
Námskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSuNámskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSu
Námskeið um notkun vefleiðangra í kennslu í FSu
 
Verkefni þemakassi; Málörvun barna í fjölbreyttum hóp. Halldóra Björg ...
Verkefni þemakassi; Málörvun barna í fjölbreyttum hóp. Halldóra Björg ...Verkefni þemakassi; Málörvun barna í fjölbreyttum hóp. Halldóra Björg ...
Verkefni þemakassi; Málörvun barna í fjölbreyttum hóp. Halldóra Björg ...
 
Ut í skólastarfi
Ut í skólastarfi Ut í skólastarfi
Ut í skólastarfi
 
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
 
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennaraOpnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
Opnar kennslubækur. Hagur nemenda og kennara
 
Nýr í starfi
Nýr í starfiNýr í starfi
Nýr í starfi
 
Opinn fundur fagrads um starfsþróun kennara
Opinn fundur fagrads um starfsþróun kennaraOpinn fundur fagrads um starfsþróun kennara
Opinn fundur fagrads um starfsþróun kennara
 
Námskeið um dreifmenntun og tölvustudda kennslu í FVA
Námskeið um dreifmenntun og tölvustudda kennslu í FVANámskeið um dreifmenntun og tölvustudda kennslu í FVA
Námskeið um dreifmenntun og tölvustudda kennslu í FVA
 
Spuni 2011 Netverkfæri til náms og kennslu
Spuni 2011 Netverkfæri til náms og kennsluSpuni 2011 Netverkfæri til náms og kennslu
Spuni 2011 Netverkfæri til náms og kennslu
 

Árbók Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands fyrir árið 2019

  • 1. ÁRBÓK KENNSLUMIÐSTÖÐVAR HÁSKÓLA ÍSLANDS 2019 Kennslumiðstöð Háskóla Íslands Setbergi, húsi kennslunnar Suðurgötu 43, 102 Reykjavík 525 4447, kemst@hi.is kennslumidstod.hi.is
  • 2. 1 1. Mannauður og staðsetning ............................................................................................................. 2 2. Vefur og útgáfa................................................................................................................................ 5 3. Diplómanám í kennslufræði háskóla............................................................................................... 7 4. Rafrænir kennsluhættir ................................................................................................................... 9 5. Samstarf......................................................................................................................................... 13 6. Turnitin við framhaldsskóla og háskóla á íslandi........................................................................... 20 7. Námskrá......................................................................................................................................... 23 8. Heimsóknir .................................................................................................................................... 28 9. Ráðstefnur..................................................................................................................................... 31 10. Nefndir og ráð ........................................................................................................................... 36
  • 3. 2 1. MANNAUÐUR OG STAÐSETNING 1.1. STARFSFÓLK Starfsgildi við Kennslumiðstöð eru 8,5-8,9 árið 2019. Starfsmenn í fullu starfi eru; Anna Kristín Halldórsdóttir verkefnastjóri, Ármann Hákon Gunnarsson verkefnastjóri, Elva Björg Einarsdóttir verkefnastjóri, Gústav K. Gústavsson tæknimaður, Nanna H. Grettisdóttir verkefnastjóri, Sigurbjörg Jóhannesdóttir kennslufræðingur háskólakennslu og Rúnar Sigurðsson verkefnastjóri. Guðrún Geirsdóttir dósent á Menntavísindasviði og deildarstjóri Kennslumiðstöðvar er í 60% starfi við Kennslumiðstöð, Kristbjörg Olsen var í 60% starfi framan af ári en starfshlutfall hennar var hækkað í 100% um mitt ár og Ásta Bryndís Schram er í 30% stöðu við miðstöðina, en hún gegnir stöðu 70% lektors og kennsluþróunarstjóra við Heilbrigðisvísindasvið. Hluti starfsmanna leggur á ráðin í upphafi haustmisseris 2019. Rúnar Sigurðsson, Ásta Bryndís Schram, Guðrún Geirsdóttir, Kristbjörg Olsen og Anna Kristín Halldórsdóttir. Mynd: Sigurbjörg Jóhannesdóttir Starfsemi Kennslumiðstöðvar krefst töluverðs samráðs og samráðsfundir eru haldnir reglulega. Stefna Háskóla Íslands 2016-2021, HÍ21 og Stefna Háskóla Íslands um gæði náms og kennslu 2018-2021 setja tóninn fyrir starfsemina. Straumar og stefnur innan kennsluþróunar háskóla erlendis frá setja einnig mark sitt á hana. Dæmi um verkefni tengt stefnumótun er endurgjöf í námi sem Kennslumiðstöð var gerð ábyrg fyrir í aðgerðarhluta Stefnu HÍ um gæði náms og kennslu 2018-2021. Starfsfólk miðstöðvarinnar tók saman hvað til væri um endurgjöf og tileinkaði 7. árgangi Tímarits
  • 4. 3 Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands, 2019, námsmati og endurgjöf. Tvisvar á ári, í upphafi hvers misseris eru stóru málin rædd og forgangsraðað og starfsmenn gerðir ábyrgir fyrir framvindu þeirra. Á mánaðarlegum starfsmannafundum er staðan tekin og athugað hvar þarf að bæta í og hvar markmiðum er náð. Starfsfólk notar Teams til að halda utan um skipulagningu stóru málanna og skráir framgang þeirra þar. 1.2. SETBERG, HÚS KENNSLUNNAR Í júníbyrjun flutti Kennslumiðstöð í Setberg, hús kennslunnar að Suðurgötu 43, 102 Reykjavík, ásamt miðlægri stjórnsýslu kennslusviðs, Prófaskrifstofu, ENRIC/NRNIC skrifstofu og Miðstöð framhaldsnáms. Guðrún og Rúnar tilbúin til flutninga af Aragötu í Setberg. Mynd: Anna Kristín Halldórsdóttir Í frétt vegna afhendingar á húsnæðinu 20. desember 2018 segir meðal annars: [Í Setbergi] munu kennarar m.a. hafa aðstöðu til að tileinka sér nýjungar í kennslufræði háskólakennslu og vinna saman að þróunarverkefnum er tengjast kennslu í samvinnu við innlenda og erlenda kennslusérfræðinga. Í Setbergi verða einnig kennslustofur sem hannaðar verða til að þjóna nútíma kennsluháttum auk ýmiss konar fundaaðstöðu sem kennarar og kennslusérfræðingar fræðasviða geta nýtt sér. Þar fá kennarar jafnframt tækifæri til að tileinka sér rafræna kennsluhætti og aðstoð við að ná tökum á nýju námsumsjónarkerfi sem tekið verður upp við skólann á næsta ári. Í Setbergi verður góð aðstaða til að fræðast um og framkvæma rafræn próf en stefnt er að því að allt prófahald við skólann verði rafrænt á næstu misserum. Í húsinu verður fyrsta flokks upptökuaðstaða þar sem kennarar geta tekið upp kennsluefni til að nýta við fjarkennslu og við
  • 5. 4 gerð opinna netnámskeiða en háskólinn býður m.a. upp á opin netnámskeið innan edX sem er samstarfsvettvangur sem Harvard-háskóli og MIT komu á fót. Áherslur í hinu nýja húsi kennslunnar eru í takt við stefnu Háskóla Íslands, HÍ21 og nýja stefnu skólans um gæði náms og kennslu þar sem lögð er mikil áhersla á bætta kennsluhætti. Með tilkomu Setbergs skapast jafnframt möguleiki á að sameina undir einu þaki þær einingar skólans sem sinna stuðningi við kennara og deildir Háskólans á sviði kennslu, eins og kennslusvið skólans, Prófaskrifstofu og Kennslumiðstöð HÍ. Þá mun Upplýsingatæknisvið og Menntavísindasvið hafa útstöð í Setbergi. Auk þess skapast þar rými fyrir samstarf milli Kennslusviðs, Upplýsingatæknisviðs og fleiri eininga skólans um þróun rafrænna kennsluhátta. Hús kennslunnar verður því vettvangur samstarfs og samvinnu um stuðning við gæðakennslu sem í senn svarar kalli nemenda um nútímakennsluhætti og kennara um stuðning og hvatningu til að sinna kennslu og kennsluþróun. Heimild: https://www.hi.is/frettir/setberg_verdur_hus_kennslunnar_i_haskola_islands Kennslumiðstöðvarfólk hefur komið sér vel fyrir á annarri hæð Setbergs í opnu rými. Þar eru átta starfstöðvar fyrir þann hluta miðstöðvarinnar er snýr að kennsluþróun og rafrænum kennsluháttum. Á árinu var Kennslumiðstöð skipt upp og upptökuteymi stofnað um þann hluta hennar er unnið hefur að upptökum í myndveri. Upptökuteymið mynda Ármann Hákon Gunnarsson verkefnastjóri, Gústav Kristján Gústavsson tæknimaður, Nanna Höjgaard Grettisdóttir verkefnastjóri og Rafn Rafnsson verkefnastjóri. Páll Ásgeir Torfason er deildarstjóri teymisins en hann er einnig deildarstjóri rafrænna kennsluhátta við skólann. Upptökuteymið hefur aðstöðu á fyrstu hæð Setbergs þar sem áætlað er að standsetja myndver árið 2020 fyrir kennara til að taka upp fræðsluefni í góðum gæðum. Auk vinnurýmis Kennslumiðstöðvar hafa starfsmenn umsjón með tveimur upptökuklefum og nýta rými eins og Miðberg og Suðurberg undir kennslu. Kennslumiðstöð Háskóla Íslands er til húsa í Setbergi, húsi kennslunnar, 2. hæð.
  • 6. 5 2. VEFUR OG ÚTGÁFA 2.1. VEFUR Vefur Kennslumiðstöðvar var uppfærður 6. maí 2019. Helstu breytingar á vefnum snúa að því að veftré miðar að því að endurspegla starfsemi miðstöðvarinnar. Þannig hefur yfirhópunum starfsþróun, stjórnendur, leiðbeiningar og samstarf verið bætt við. Undir starfsþróun má finna upplýsingar um stuðning skólans við starfsþróun kennara, s.s. styrki til kennslu, diplómanámsleiðina kennslufræði háskóla og mentora í kennslu. Undir stjórnendur eru upplýsingar sem gagnast stjórnendum skólans, s.s. deildarforsetum og fræðasviðsforsetum, í stjórnun í kennslu; kennslukannanir, kennslustefna fræðasviða og deilda, kennsluþróun deilda, sjálfsmat deilda og stefna Háskóla Íslands um gæði náms og kennslu 2018-2021. Undir hnappinum Leiðbeiningar er að finna leiðbeiningar um kennsluvef Uglu, Turnitin, Panopto og hlekki í leiðbeiningar um Moodle á moodlehjalp.hi.is. Undir Samstarf er samstarfi Kennslumiðstöðvar gerð skil. Fyrir voru yfirheiti sem koma inn á kennslu, viðburði, gögn og um okkur. Öflug leitarvél gerir fólki kleift að finna það sem það þarf að finna. Skjáskot af nýjum vef Kennslumiðstöðvar. 2.2. TÍMARIT KENNSLUMIÐSTÖÐVAR HÁSKÓLA ÍSLANDS Kennslumiðstöð leggur áherslu á að gefa út Tímarit Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands, sem er eitt helsta málgagn um kennslu í háskólum og það eina sinnar tegundar á Íslandi. Með útgáfu tímaritsins stuðlar Kennslumiðstöð að umræðu um kennsluþróun á háskólastigi, deilir þekkingu um góða starfshætti, kynnir rannsóknir í kennsluþróun, bendir á leiðir til starfsþróunar og segir fréttir af kennsluþróun og áhugaverðum kennsluháttum. Veglegt og vandað Tímarit Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands kom út í mars 2019. Þema tímaritsins að þessu sinni var Námsmat og endurgjöf en Kennslumiðstöð er í forsvari fyrir endurgjöf í kennslustefnu Háskóla Íslands og er þetta einn af mörgum þáttum í framlagi miðstöðvarinnar til verkefnisins. Rætt var við Vísinda- og nýsköpunarsvið varðandi að höfundar greina fengju punkta innan framgangskerfis fyrir greinar sem eru birtar í tímaritinu, en það hefur verið mismunandi hvort höfundar fá punkta eða ekki. Þá ákvað ritnefnd að breyta tímaritinu í blandað tímarit, þ.e. að það myndi birta bæði ritrýndar og óritrýndar greinar. Tilgangurinn var að auka vægi tímaritsins og bjóða
  • 7. 6 upp á vettvang fyrir ritrýndar fræðilegar greinar um háskólakennslu. Vísindasvið sagðist svo vera tilbúið að vinna með okkur í að ákveða punkta ef allar greinar væru birtar undir ákveðnum flokkum. Flokkarnir sem voru búnir til voru: Ritstjórnarpistill, ritrýndar fræðigreinar, ritstýrðar fræðigreinar, umfjallanir, úr háskólakennslu, kennslunefndir, rafrænt nám og fréttir Tímaritið var gefið út í 300 prentuðum eintökum, og hefðu þau mátt vera fleiri, ásamt því að það var gefið út í fyrsta skipti í rafrænni útgáfu á vefslóðinni https://tk.hi.is/. Tímaritið var sett upp í opna og frjálsa hugbúnaðinum Open Journal System með aðstoð Lindu Erlendsdóttur á Upplýsingatæknisviði Háskóla Íslands. Tímaritið var einnig í fyrsta skipti gefið út í opnum aðgangi. Allar greinar í prentútgáfu og rafrænni útgáfu fengu afnotaleyfið CC BY 4.0 frá Creative Commons: Þessi grein er gefin út með afnotaleyfi CC-BY 4.0 frá Creative Commons. Það þýðir að hver sem er má endurnýta greinina að hluta til eða alveg, breyta, dreifa, textagreina og búa til afleidd verk í hvaða miðli sem er. Skilyrðin eru að upprunalegs höfundar sé getið og að um sé að ræða skapandi vinnu sem eykur þekkingarlegt verðmæti greinarinnar. Kennslumiðstöð Háskóla Íslands framfylgir því og styður við stefnu skólans um Opinn aðgang. Eldri útgáfur af tímaritinu voru einnig settar inn í heilu lagi sem pdf-skjöl og birtar með höfundaleyfi (e. copyright). Ætlunin er síðar að fá samþykki höfunda fyrir að birta eldri greinarnar einnig með afnotaleyfiinu cc-by 4.0 og yrðu þær þá aðgengilegar stakar á vefsíðunni með doi-númerum. Allar greinar í tímaritinu 2019 eru birtar á tk.hi.is með doi-auðkennisnúmeri. Rætt var við Cross-Ref sem úthlutar slíkum númerum en þá var Landsbókasafnið nýbúið að taka að sér að úthluta númerunum og því var haft samband við Sigurgeir Finnsson og hann sá um að skrá greinarnar hjá Cross-Ref fyrir okkur. Landsbókasafnið er því skráð sem útgefandi tímaritsins hjá Cross-Ref með númerinu 10.33112. Ákveðið var að seinni hluti doi-númersins myndi byggja á skammstöfuninni tk, útgáfuári (7), númeri tölublaðs (1) og númeri greinar í tímaritinu. Það þýðir að doi-númer t.d. ritstjórapistils Guðrúnar Geirsdóttur er með doi-númerið: 10.33112/tk.7.1.1. Vefslóðin á greinina er þá https://doi.org/10.33112/tk.7.1.1 2.3. SAMFÉLAGSMIÐLAR Kennslumiðstöð hefur um árabil sagt frá starfsemi sinni á samfélagsmiðlunum Facebook, Twitter, Instagram, YouTube og fleiri. Þar birtast fréttir af starfi miðstöðvarinnar, fræðslukorn um kennslufræði, viðburði og ábendingar um greinar og annað markvert um háskólakennslufræði. Kennslumiðstöð er með 471 fylgjendur á Facebook-síðu sinni (e. likes). https://www.facebook.com/kennslumidstod/ (13. maí 2020). Twitter síða Kennslumiðstöðvar https://twitter.com/Kemst_HI er með 173 fylgjendur og fylgir sjálf 196 síðum. Starfsfólk miðstöðvarinnar er sammála um að virkni Kennslumiðstöðvar á samfélagsmiðlum skipti máli til að ná til fólks og vekja athygli á kennsluþróun á háskólastigi.
  • 8. 7 3. DIPLÓMANÁM Í KENNSLUFRÆÐI HÁSKÓLA Kennslufræði á háskólastigi er 30 eininga diplómanámsleið innan námsbrautarinnar Menntastjórnun og matsfræði í Deild kennslu- og menntunarfræða á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Kennslumiðstöð hefur umsjón með námsleiðinni. Guðrún Geirsdóttir dósent á Menntavísindasviði og deildarstjóri Kennslumiðstöðvar er umsjónakennari námsleiðarinnar en auk hennar kenna Ásta Bryndís Schram, Elva Björg Einarsdóttir og Sigurbjörg Jóhannesdóttir í námsleiðinni. Að auki eru sérfræðikennarar fengnir úr röðum kennara mismunandi fræðasviða. Elva Björg sér um utanumhald námsleiðarinnar. Frá fyrsta tíma í STM105F Inngangi að kennslufræði háskóla í ágúst. Mynd: Sigurbjörg Jóhannsdóttir Námsleiðin samanstendur af fjórum námskeiðum sem reiknað er með að þátttakendur geti lokið á tveimur árum og eru hugsuð sem nám með vinnu. Á fyrra árinu er námskeiðið STM105F Inngangur að kennslufræði á háskólastigi kennt á haustmisseri og er 10 einingar. Fimm eininga námskeiðin; STM208F Skipulag og endurskoðun námskeiða og STM209F Námsmat og endurgjöf eru kennd á vormisseri hvort á eftir öðru. Lokanámskeiðið sem er starfendarannsókn er á síðara árinu og nær yfir tvö misseri og er tíu eininga. Það má segja að námskeiðið bæði hefjist og ljúki á Menntakviku, ráðstefnu um menntarannsóknir, sem haldin er á Menntavísindasviði í október ár hvert. Nýir þátttakendur sitja ráðstefnuna og þeir sem eru að ljúka námskeiðinu kynna afrakstur rannsókna sinna á næstu Menntakviku eftir að námskeiði lýkur. Þau námskeiðslok eru þó að forminu til í maí þegar nemendur skila inn rannsóknarverkefni sínu og brautskrást svo formlega á brautskráningu í júní. NÁMSKEIÐ NÁMSLEIÐARINNAR STM105F Inngangur að kennslufræði á háskólastigi, 10e STM208F Skipulag og endurskoðun námskeiða, 5e STM209F Námsmat og endurgjöf, 5e KEN004F Kennsluþróun og starfendarannsóknir, 10e
  • 9. 8 Háskólakennslufræði er ætluð starfandi háskólakennurum og öðrum þeim sem kenna í háskóla s.s. stundakennurum og doktorsnemendum. Innritun í námið er tvisvar á ári 15. apríl og 15. október. Háskóli Íslands styður við fastráðna kennara við skólann með því að veita þeim styrk fyrir innritunargjaldi og 40 tíma kennsluafslátt þegar þeir hafa lokið fyrsta námskeiðinu. Kennsla á námsleiðinni hófst árið 2010 og fyrsta árið var inngangsnámskeiðið kennt tvisvar – haust og vor. Síðan þá hafa 145 lokið fyrsta námskeiðinu, sem skiptist svo eftir fræðasviðum Háskóla Íslands: 26 af Félagsvísindasviði, 28 af Heilbrigðisvísindasviði, 34 af Hugvísindasviði, 13 af Menntavísindasviði og 35 af Verkfræði- og náttúruvísindasviði. En auk kennara við Háskóla Íslands hafa sjö kennarar frá Bifröst, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum í Reykjavík, Háskólanum á Hólum og Listaháskóla Íslands lokið fyrsta námskeiðinu. Þá hafa tveir verkefnastjórar af Kennslusviði Háskóla Íslands lokið námskeiðinu. Frá árinu 2010 hafa 145 manns lokið inngangsnámskeiði í kennslufræði háskóla þar sem farið er yfir undirstöðuatriði háskólakennslu. Einn þriðji þeirra sem hefja nám í Kennslufræði háskóla ljúka 30e diplómaprófi. Þannig hafa 55 manns við Háskóla Íslands, Bifröst og Listaháskóla Íslands útskrifast með diplómu í Kennslufræði háskóla. Það skiptist svo eftir fræðasviðum Háskóla Íslands: Innan Háskóla Íslands hafa 51 lokið 30e diplómu í Kennslufræði háskóla. Stöplaritið sýnir skiptinguna eftir fræðasviðum skólans. 13 11 8 12 17 16 13 15 11 10 19 v 2010 h 2010 h 2011 h 2012 h 2013 h 2014 h 2015 h 2016 h 2017 h 2018 h 2019 Inngangur að kennslufræði háskóla, 10e
  • 10. 9 4. RAFRÆNIR KENNSLUHÆTTIR Kannski er það tímanna tákn að starfsfólk Kennslumiðstöðvar veltir því fyrir sér hvort að eigi sérstaklega að ræða um rafræna kennsluhætti þar sem þeir eru einungis leið til að styðja við nám líkt og svo margt annað. Og þeir eiga einmitt að gera það, styðja við en ekki vera viðbót ofan á allt annað. Ef það hentar náminu er mikilvægt að þeir séu hluti af því, annars ekki. Hér færumst við sífellt nær þeirri hugsun að hugsa þetta heildstætt og sem óaðskiljanlegan hluta náms og kennslu. Í síðasta sinni ætlum við að tiltaka sérstaklega rafræna kennsluhætti í árbókinni, árið 2020 verður nefnilega bylting í þessum efnum, en ekki meira um það að sinni. Hér er okkur þó nokkur vandi á höndum þar sem erfitt er að skilgreina nákvæmlega hvað á að teljast hér undir en þið virðið okkur viljann fyrir verkið. 4.1. NÁMSUMSJÓNARKERFI Kennslumiðstöð hefur boðið kennurum Háskóla Íslands upp á aðgang að námsumsjónarkerfi frá 1999. Námsumsjónarkerfið Moodle hefur staðið til boða frá hausti 2006, It‘s learning frá 2004-05 og þar áður kerfið WebCt. Kennarar hafa haft val um að nota kennsluvef Uglu eða setja námskeið sitt upp t.d. í Moodle. Kennslumiðstöð hefur veitt þjónustu vegna námsumsjónarkerfa, staðið fyrir námskeiðum og vinnustofum, veitt kennurum ráðgjöf og aðstoð og haldið úti leiðbeiningum um Moodle. Auk þess hefur miðstöðin nokkrum sinnum staðið fyrir Moodle ráðstefnum. Kristbjörg Olsen verkefnastjóri er í forsvari þjónustu vegna Moodle og kennsluvefs Uglu. Kerfið hefur verið hýst hjá Reiknistofnun HÍ, núverandi Upplýsingatæknisviði. Nú er komið að vatnaskilum, í fyrsta sinn verður formlega innleitt námsumsjónarkerfi við Háskóla Íslands en fram til þessa hefur námsumsjónarkerfi eingöngu verið innleitt á Menntavísindasviði enda var löng hefð fyrir notkun slíkra kerfa í Kennaraháskólanum fyrir sameiningu KHÍ og HÍ (2008). Nýja námsumsjónarkerfið (Canvas) mun leysa af hólmi bæði kennsluvef Uglu og Moodle. Kennslusvið og Upplýsingatæknisvið sjá um innleiðinguna í samvinnu við fræðasvið skólans. Hægt er að fræðast nánar um innleiðingu kerfisins á canvas.hi.is. Notendaþjónusta vegna Canvas mun verða veitt á hverju fræðasviði skólans, á Kennslusviði, í Kennslumiðstöð og á hjálparborði Upplýsingatæknisviðs. Starfsfólk í notendaþjónustu sótti námskeið í Canvas og vonast er til að þjónusta við kennara eflist við þetta. Aðdragandinn að innleiðingunni hófst með skipun faghóps um námsumsjónarkerfi sem rektor skipaði 2018. Kristbjörg var fulltrúi í þeim hópi og tók m.a. þátt í að skilgreina þarfir sem kerfið þyrfti að uppfylla. Kristbjörg er einnig í innleiðingarteymi Canvas, hefur kynnt kerfið, aðstoðað á vinnustofum, sett saman leiðbeiningar um kerfið og tekið þátt í teymisvinnu vegna ólíkra þátta innleiðingarinnar. Það þótti tímabært að innleiða námsumsjónarkerfi við Háskóla Íslands. Kennsluvefur Uglu hefur ekki verið þróaður um langa hríð, býður ekki upp á þau tól og tæki sem nútíma kennsluumhverfi krefst og
  • 11. 10 stenst ekki samanburð við önnur námsumsjónarkerfi. Rétt þótti að skoða námsumsjónarkerfi í boði á alþjóðlegum markaði. Kannanir á meðal nemenda skólans höfðu leitt í ljós kröfu um bætta framsetningu námskeiða á vef og aukið samræmi í uppsetningu námskeiða. Nemendur höfðu þurft að glíma við tæknilega örðugleika sem höfðu orsakast af því að notuð voru tvö kerfi, Ugla og Moodle. Farið var í alþjóðlegt útboð þar sem tilgreindar voru þær kröfur sem kerfið þyrfti að uppfylla. Tvö námsumsjónarkerfi stóðust þær. Kerfin voru sambærileg hvað varðar virkni og kostnað. Notendaprófanir sem nemendur, kennarar og starfsfólk skólans tóku þátt í réðu að lokum úrslitum og námsumsjónarkerfið Canvas frá Instructure varð fyrir valinu. Kerfið verður tengt við Uglu, Panopto, Turnitin og fleiri kerfi í framtíðinni. Námskeið í Uglu mun opnast í Canvas og notendur munu flæða á milli kerfanna. Með því að taka upp námsumsjónarkerfi sem hefur sterka stöðu á alþjóðlega vísu fær HÍ aðgang að öflugu samfélagi alþjóðlegra notenda. Canvas hefur nú þegar rutt sér til rúms hérlendis, þar sem Háskólinn í Reykjavík hefur tekið það í notkun og Háskólinn á Akureyri hefur byrjað innleiðingu þess. Prófunarhópur kennara byrjar að nota Canvas við kennslu á vormisseri 2020. Prófunarhópur ber ábyrgð á 62 námskeiðum sem um 2000 nemendur eru skráðir í. Innleiðingarteymi Canvas vonast til að fá mikilvægar upplýsingar frá prófunarhópi sem nýtast munu við að sníða Canvas enn frekar að þörfum skólans. Instructure hélt námskeið í Canvas fyrir kennara í prófunarhópi og starfsfólk sem kemur að innleiðingunni á hausti 2019. Á vormisseri 2020 verður Canvas kynnt í hverri deild skólans fyrir sig. Boðið verður upp á námskeið í notkun kerfisins nokkrum sinnum í viku, opin námskeið sem allir geta skráð sig á og fyrir deildir og/eða fræðasvið. Vinnustofur þar sem kennarar geta fengið aðstoð og ráðgjöf verða einnig í boði. Á haustmisseri 2020 munu öll námskeið háskólans verða komin í Canvas og notkun kennsluvefs Uglu og Moodle þar með hætt. 4.2. LEIÐBEININGAR Á vef Kennslumiðstöðvar eru leiðbeiningar um ýmis forrit og kerfi. Starfsfólk miðstöðvarinnar kappkostar að bæta við og uppfæra leiðbeiningar eftir því sem mögulegt er. Á vefnum eru meðal annars leiðbeiningar um Kennsluvef Uglu. Þar eru einnig tenglar í leiðbeiningar um Moodle á moodlehjalp.hi.is og tenglar á leiðbeiningar um Turnitin frá Turnitin fyrirtækinu, help.turnitin.com. Bæði þessi kerfi verða aflögð á komandi ári þegar Canvas, nýtt námsumsjónarkerfi verður tekið í gagnið. Leiðbeiningar um þau munu því verða fjarlægðar. Leiðbeiningar um Canvas munu a.m.k. fyrst um sinn verða aðgengilegar inni í námsumsjónarkerfinu Canvas og canvas.hi.is.
  • 12. 11 4.3. UPPTÖKUR Upptökur kennsluefnis hafa færst í aukana en við flutning í Setberg varð veruleg aukning á komum kennara til að taka upp kennslu. Í Setbergi eru tveir hljóðklefar og aðstaða til upptöku á fyrirlestrum, hljóðvarpi eða podcast eins og það er oftast kallað. Hljóðklefarnir eru meðal annars búnir tölvu, klippiforriti, hljóðnema, myndavél og green-screen tjaldi og lögð er áhersla á að tækjabúnaðurinn sé einfaldur og góður svo að kennarar séu að mestu sjálfbjarga eftir að hafa fengið stutta kynningu og kennslu. Kennslumiðstöðvarfólk leiðbeinir um kennslufræðilega staðla kennslumyndbanda, til dæmis hvað varðar lengd þeirra og uppbyggingu, og veitir aðra aðstoð. Lögð er áhersla á gæði hljóðs. Amalía Björnsdóttir, prófessor á Menntavísindasviði að vinna að upptöku og Anna Kristín Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Kennslumiðstöð aðstoðar hana. Mynd: Sigurbjörg Jóhannesdóttir Mikil aukning hefur verið í upptökum síðan að Kennslumiðstöðin flutti í Setberg enda aðstaða og tæki betri en í boði var á Aragötunni. Byggingaframkvæmdir við nýja stúdentagarða á næstu lóð hafa þó sett starfseminni skorður frá haustinu. Í lok árs 2019 var ýmislegt sem átti enn eftir að ljúka við varðandi hljóðklefana, vantaði t.d. myrkratjöld og lýsingu í lofti. Það kom einnig í ljós að uppsettu led ljósunum var stýrt í gegnum netið og olli það töluverðum erfiðleikum fyrstu mánuðina þar sem það gekk hægt að fá þráðlaust netsamband í húsið. Starfsmenn Kennslumiðstöðvar aðstoða við skipulagningu myndbanda, hljóðupptökur, klippingar og textun myndbanda. Margir kennarar vilja vera sjálfbærir og taka upp á skrifstofum eða heima og Kennslumiðstöð veitir ráðgjöf varðandi kaup á búnaði sem virkar vel fyrir slíkar upptökur.
  • 13. 12 4.4. PADLET Kennslumiðstöð nýtir padlet.com sem gagnaveitu fyrir gögn sem hún vill hafa aðgengileg fyrir kennara og annað starfsfólk háskólans. Gagnasafnið er orðið töluvert og er aðgengilegt á vefslóðinni: https://padlet.com/kennslumidstod Innan gagnaveitunnar má setja inn glærur frá námskeiðum, excel-skjöl vegna sjálfsmats deilda, krækjur á vefsíður, myndbönd, greinar, teikningar, o.fl. Meðal efnis sem er að finna á padletsvæði Kennslumiðstöðvar er; kennsla í stórum hópum, aðstoðarkennarar, endurgjöf, fjarnám, fyrirlestrar, hæfniviðmið, jafnrétti í kennslu, kennsluáætlanir, kennslukannanir, krossapróf, matskvarðar, námskrárgerð, námskeið fyrir nýja kennara, námsmat, námsmiðuð sýn, námssamfélag nemenda, ferilmöppur – portfolio, umræður, upplýsingatækni í kennslu, vendikennsla, vinnuálag. Auk þessa bendir Kennslumiðstöð kennurum á að nota Padlet í kennslu, t.d. í hópvinnu, til að deila efni, skiptast á skoðunum o.fl. Gagnaveita Kennslumiðstöðvar á padlet.com hefur að geyma töluvert magn flokkaðra upplýsinga um kennslufræðileg atriði sem kennurum og starfsfólki háskólans er ofarlega í huga.
  • 14. 13 5. SAMSTARF Kennslumiðstöð kemur að fjöldamörgum verkefnum í tengslum við fræðasvið, deildir, miðlæga stjórnsýslu svo og við aðra háskóla í landinu og erlendis. 5.1. EDX Frá árinu 2017 hefur Háskóli Íslands verið í samvinnu við edX um að búa til opin netnámskeið (e. Massive Open Online Courses - MOOC). Námskeið af þessu tagi eiga að auðvelda fólki um allan heim að afla sér menntunar. Árið 2019 var þremur edX-námskeiðum hleypt af stokkunum. Námskeiðin voru unnin í samvinnu við kennara Háskóla Íslands, kennara Landbúnaðarháskóla Íslands og sveitarfélög á Norðurlöndunum. Þetta voru námskeiðin; Sauðfé í landi elds og ísa hannað af Isabel C. Barrio dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands; Eldfjallavöktun og kvikuhreyfingar sem Freysteinn Sigmundsson vísindamaður hjá Jarðvísindastofnun HÍ sá um; og Menningarnæmi í menntun (e. Intercultural Competency) sem leitt var af Höfða friðarsetri Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Hönnu Ragnarsdóttur, prófessor í fjölmenningarfræðum við Háskóla Íslands. Á UIcelandX (https://www.edx.org/school/uicelandx) má finna námskeið sem Háskóli Íslands hefur unnið að undir merkjum edX. 5.1.1. SAUÐFÉ Í LANDI ELDS OG ÍSA edX-námskeiðið Sauðfé í landi elds og ísa (e. Sheep in the Land of Fire and Ice) fór í loftið 11. janúar 2019. Í námskeiðinu er sjálfbærni sauðfjárbeitar á Íslandi skoðuð, svo og áhrif sögu, efnahagslegra og félagslegra þátta auk umhverfisþátta á nýtingu landsins til beitar. Isabel C. Barrio, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands fór fyrir námskeiðinu en auk hennar komu ellefu innlendir og erlendir fræðimenn og bændur að því. Kennslumiðstöð sá um upptökur, textun og klippingar á myndböndum. Tengill á námskeiðið: https://www.edx.org/course/sheep-in-the-land-of-fire-and-ice Sjálfbærni sauðfjárbúskapar er í brennidepli í edX-námskeiðinu Sauðfé í landi elds og ísa. Myndin er fengin af vef edX.
  • 15. 14 5.1.2. ELDFJALLAVÖKTUN OG KVIKUHREYFINGAR 4. mars hleypti edX námskeiðinu Eldfjallavöktun og kvikuhreyfingar (e. Monitoring Volcanoes and Magma Movements) af stokkunum. Námskeiðið er opið vefnámskeið sem Freysteinn Sigmundsson, vísindamaður hjá Jarðvísindastofnun, vann að og skipulagði með aðstoð Kennslumiðstöðvar. Freysteinn fékk einnig aðstoð kennslumiðstöðvar við upptökur, klippingu og textun. Tengill á námskeiðið: https://www.edx.org/course/monitoring-volcanoes-and-magma-movements Freysteinn Sigmundsson er vísindamaður hjá Jarðvísindastofnun HÍ. 5.1.3. MENNINGARNÆMI Í MENNTUN Námskeiðið Menningarnæmi í menntun (e. Intercultural Competency in Education) fór í loftið 16. september 2019. Að baki var mikil vinna í samstarfi við vísindamenn, sveitarfélög af öllum Norðurlöndunum og Kennslumiðstöð Háskóla Íslands. Hanna Ragnarsdóttir prófessor við Háskóla Íslands og Fríða Bjarney Jónsdóttir verkefnastjóri fjölmenningar hjá SFS, fóru fyrir námskeiðinu en verkefnastjórn og skipulag var í höndum Auðar Stefánsdóttur verkefnastjóra hjá Höfða friðarsetri í samstarfi við Kennslumiðstöð Háskóla Íslands. Tengill á námskeiðið: https://www.edx.org/course/intercultural-competency-in-education Frá opnun námskeiðsins, Fríða Bjarney Jónsdóttir kynnir námskeiðið. Mynd: Anna Kristín Halldórsdóttir
  • 16. 15 5.2. HEILBRIGÐISGAGNAFRÆÐI Heilbrigðisgagnafræði er ný námsbraut sem fór af stað í fjarnámi haustið 2019 í Læknadeild. Gunnvör Sigríður Karlsdóttir, verkefnastjóri á Kennslusviði hefur umsjón með námsleiðinni og kennir. Haustið 2019 voru þrjú námskeið innan námsleiðarinnar kennd og hafði Gunnvör umsjón með einu þeirra. Auk hennar höfðu Ragna Kemp, aðjunkt í upplýsingafræði og Þórarinn Guðjónsson, prófessor í vefjafræði við Læknadeild, umsjón með námskeiðum. Hópurinn vann náið með Kennslumiðstöð að skipulagningu fjarnámsins í byrjun þess. Gunnvör fékk vinnuaðstöðu í opnu rými Kennslumiðstöðvar við skipulagningu námsleiðarinnar. 5.3. LOKAVERKEFNI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Á ÍSLENSKU TÁKNMÁLI Kennslumiðstöð Háskóla Íslands kom að upptökum, klippingum og ráðgjöf í lokaverkefni á meistarastigi á íslensku táknmáli. Þetta er fyrsta lokaverkefni, svo vitað sé til, sem unnið er á táknmáli. Verkefnið var tekið upp í hljóðklefa á Aragötu og í Setbergi og fært yfir á vefsíðu sem var sérstaklega sett upp fyrir verkefnið. Lokaverkefnið er einnig textað og því aðgengilegt til lestrar. Eyrún Ólafsdóttir skilaði lokaverkefni í meistaranámi við Menntavísindasvið á íslensku táknmáli. Hér er hún ásamt leiðbeinendum sínum Hafdísi Guðjónsdóttur og Kareni Rut Gísladóttur og Margréti Baldursdóttur táknmálstúlki. Mynd: Kristinn Magnússon hjá mbl.is 5.4. KENNSLUAFSLÁTTUR TIL KENNSLUÞRÓUNAR Vorið 2019 var í fyrsta sinn auglýstur nýr styrkur til kennara sem óska eftir svigrúmi til að vinna að kennsluþróun. Tvær styrkleiðir voru í boð. Annars vegar gátu kennarar sótt um 280 tíma kennsluafslátt til að sækja leiðbeiningu og stuðning hjá Kennslumiðstöð eða 100 tíma kennsluafslátt og ferðastyrk til að sækja vinnustofur eða námskeið í kennsluþróun erlendis og leiðsögn frá Kennslumiðstöð að ferð lokinni. Fjórtán háskólakennarar hlutu styrk til kennsluþróunar. Kennslumiðstöð fundaði með svigrúmsfólki reglulega og vinnur sérstaklega með þeim kennurum er þess óska. Sum kennsluþróunarverkefni hafa jafnframt verið kynnt á vinnustofum og innan háskólakennslufræðinnar.
  • 17. 16 5.5. KENNSLUMÁLASJÓÐUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Kennslumiðstöð vinnur með einstaka kennurum, deildum og fræðasviðum að kennsluþróunarverkefnum sem fengið hafa styrk frá Kennslumálasjóði Háskóla Íslands. Kennslumiðstöð kemur að sérfræðivinnu, er hluti af umsóknarteymi eða ráðgefandi í umsóknarferli um styrk úr sjóðinum. Auk þess heldur Kennslumiðstöð utan um upplýsingar um úthlutun og gerir þær aðgengilegar á vefsíðu sinni. 5.6. ICED-FUNDUR Dagana 18. og 19. júní funduðu Alþjóðasamtök um kennsluþróun í háskólum (ICED) í Háskóla Íslands. Aðild að samtökunum eiga 26 lönd víðs vegar úr heiminum. Kennslumiðstöð HÍ hafði veg og vanda að skipulagningu og utanumhaldi og fulltrúar miðstöðvarinnar sátu fundinn. Það er dýrmætt að fá slíka heimsókn og fá að fylgjast með og taka þátt í því hvernig tekið er á kennsluþróunarmálum í háskólum um heim allan. Unnið er að inngöngu Samtaka um kennsluþróun í háskólum í alþjóðasamtökin ICED. Frá fundi ICED-samtakanna í Háskóla Íslands í júní. Mynd Elva Björg Einarsdóttir 5.7. HÁSKÓLINN Á HÓLUM Kennslumiðstöð Hákskóla Íslands hélt vinnustofur um námskrárgerð og gerð matskvarða við Fiskeldisdeild Háskólans á Hólum í febrúar og september. Í febrúar fóru tveir sérfræðingar Kennslumiðstöðvar norður og unnu með kennurum greinarinnar að endurskipulagningu námskrár fiskeldisdeildar skólans á tveggja daga vinnustofu þar sem lokaviðmið námsleiðarinnar voru endurskoðuð svo og hæfniviðmið allra námskeiða. Þetta voru árangursríkir dagar þar sem allir kennarar deildarinnar unnu saman að endurskipulagningunni. Í september fór sérfræðingur Kennslumiðstöðvar að Hólum og vann með sama hópi að gerð matskvarða til viðmiðunar um námsmat.
  • 18. 17 5.8. KENNSLUMIÐSTÖÐ HÁSKÓLANS Á AKUREYRI Kennslumiðstöð Háskóla Íslands er í góðu samstarfi við Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri og kennslusvið háskóla á Íslandi. Það lýsir sér meðal annars í því að starfsfólk Kennslumiðstöðvar HÍ kennir á námskeiðum fyrir háskólakennara við Háskólann á Akureyri. Starfsfólk beggja skóla sækir ráðstefnur sem skólarnir halda og vinnur sameiginlega að þróunarverkefnum. Í nóvember fór Guðrún Geirsdóttir með ABC-vinnustofu norður yfir heiðar og aðstoðaði kennara Háskólans á Akureyri við að skipuleggja námskeið sín út frá þeirri hugmyndafræði. Kennarar við Háskólann á Akureyri taka þátt í ABC-vinnustofu um skipulagningu námskeiða 5.9. VERKEFNASTJÓRI Í UPPLÝSINGATÆKNI Á HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐI Kennslumiðstöð leggur áherslu á að deildir og fræðasvið séu sjálfbær um kennsluþróun og er gjarnan í samvinnu við þau um hana. Í ágúst réði Heilbrigðisvísindasvið til sín verkefnastjóra í upplýsingatækni fyrst fræðasviða og sinnir Guðrún Björk Friðriksdóttir því starfi nú. Guðrún vinnur náið með deildum og kennurum á Heilbrigðisvísindasviði ásamt kennsluþróunarstjóra sviðsins Ástu Bryndísi Schram sem einnig er starfsmaður Kennslumiðstöðvar. Þá starfar hún náið með ýmsum deildum á Kennslusviði, eins og Prófaskrifstofu, Innleiðingarteymi Canvas, Kennslumiðstöð og fleiri. Kennslumiðstöð finnur vel fyrir samlegðaráhrifum þverfaglegrar vinnu sem þessarar og hvetur til hennar þar sem hægt er að koma því við. 5.10. ÞRÓUN NÁMSKEIÐS Í OPINBERRI STJÓRNSÝSLU Kennslumiðstöð kemur að fjöldamörgum þróunarverkefnum í kennslu. Sigurbjörg Jóhannesdóttir kennsluráðgjafi hjá Kennslumiðstöð hefur aðstoðað nöfnu sína Sigurgeirsdóttur í Opinberri stjórnsýslu á Félagsvísindasviði við að breyta námskeiði hennar, OSS111F Opinber stjórnsýsla í fjarnámskeið. Námskeiðið var áður kennt með blönduðu sniði. Um og yfir 200 nemendur sækja námskeiðið. Haustið 2018 voru um 40% nemendanna skráðir sem fjarnemar. Staðnámskennslan byggði á fyrirlestrum og umræðum í fimm manna nemendahópum. Fyrirlestrarnir voru teknir upp og fjarnemar gátu náð í þá í gegnum Uglu og hlustað á þá. Fjarnemum var skipað í fimm manna hópa sem áttu sínar umræður á netinu. Fyrirkomulagið gekk ágætlega, fyrir utan það að upptökur á
  • 19. 18 Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir á skrifstofu sinni í Odda og á neðri myndinni er hún á Háskólatorgi með Herberti, kvikmyndatökumanninum sínum. Myndir: Sigurbjörg Jóhannesdóttir fyrirlestrum voru mjög langar og hljóð skilaði sér ekki nægjanlega vel, m.a. spurningar frá staðnemendum. Sigurbjörgu fannst hún geta sinnt hvorugum hópnum nægilega vel. Hún ákvað því að þar sem nemendur ættu sumir erfitt með að mæta í skólann í staðnám en allir gætu stundað nám í gegnum netið, að breyta námskeiðinu í hreint netnámskeið. Þannig gætu nemendur lært á þeim stað og tíma sem hentaði þeim. Hún hannaði námskeiðið með það í huga og sótti um styrk til Kennslumálasjóðs Háskóla Íslands og gat nýtt það fjármagn til að ráða til sín kvikmyndatökumann, Herbert Sveinbjörnsson, sem vann með henni að upptökum á viðtölum við opinbera embættismenn. Eigin fyrirlestra tók hún upp á skrifstofunni sinni. Auk þessa bryddaði Sigurbjörg upp á mörgum nýjungum í kennsluaðferðum og námsmati.
  • 20. 19 Sigurbjörg er ánægð með það hvernig námskeiðið kom út í nýrri hönnun, hærra hlutfall nemenda lauk námskeiðinu og að meðaltal einkunna var hærra. Ánægja nemenda með námskeiðið var umtalsvert meiri þegar það var kennt alfarið á netinu (í hreinu fjarnámi) en í blandaðri kennslu. Núna fer fram mat á niðurstöðum vegna breytinganna í samvinnu við Kennslumiðstöð. Vonir standa til að hægt sé að draga nokkurn lærdóm af endurskipulagningu námskeiðsins sem nýta megi í öðrum deildum og fræðasviðum. 5.11. KENNSLUÞRÓUNARSTJÓRAR FRÆÐASVIÐA Kennslumiðstöð vinnur náið með kennsluþróunarstjórum fræðasviða sem starfa á öllum fræðasviðum skólans í 50-70% starfsstöðum. Markmið þess að hafa kennsluþróunarstjóra úti á fræðasviðum er að nálægð þeirra við kennara sviðsins stuðli að kennsluþróun þar sem þarfir hvers sviðs eru í fyrirrúmi. Kennsluþróunarstjórar eru í samstarfi við Kennslumiðstöð og funda mánaðarlega með fulltrúum hennar og oftar ef þurfa þykir. Á fundunum er fjallað um verkefni kennsluþróunar- stjóra á fræðasviðum, sameiginleg verkefni á sviði kennsluþróunar og sérstök umbótaverkefni. Kennsluþróunarstjórar í Háskóla Íslands eru Margrét Sigrún Sigurðardóttir fyrir Félagsvísindasvið, Ásta Bryndís Schram fyrir Heilbrigðisvísindasvið, Matthew James Whelpton fyrir Hugvísindasvið, Tryggvi Brian Thayer fyrir Menntavísindasvið og Edda R. H. Waage fyrir Verkfræði- og náttúruvísindasvið, en hún tók við af Önnu Helgu Jónsdóttur sem hafði kennsluþróun á sviðnu á sinni könnu jafnvel þó svo að hún hefði ekki starfsheiti kennsluþróunarstjóra. Auk kennsluþróunarstjóra mæta samstarfsmenn þeirra á fræðasviðum á fundina eftir aðstæðum, Pálmi Gautur Sverrisson fyrir Félagsvísindasvið, Guðrún Björk Friðriksdóttir á Heilbrigðisvísindasviði og Sigdís Ágústsdóttir á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Frá fundi með kennsluþróunarstjórum á fræðasviðum í apríl 2019. Á myndinni eru (f.v.) Tryggvi Thyer MVS, Margrét Sigrún Sigurðardóttir FVS, Róbert Haraldsson sviðstjóri kennslumála á Kennslusviði, Anna Helga Jónsdóttir VoN og Sigdís Ágústsdóttir VoN. Mynd: Elva Björg Einarsdóttir
  • 21. 20 5.12. SJÁLFSMAT DEILDA Kennslumiðstöð hefur hlutverki að gegna í öðrum hring sjálfsmats Háskóla Íslands, QUEF2, sem fyrirhugað er að ljúki á haustdögum 2020. Miðstöðin vinnur með gæðastjóra Háskóla Íslands og einstökum deildum sem eru í sjálfsmati hverju sinni. Miðstöðin styður við endurskoðun námskrár með námskeiðum og fer yfir lokaviðmið námsleiða og hæfniviðmið námskeiða í öllum deildum. Fulltrúi Kennslumiðstöðvar vinnur með gæðastjóra Háskóla Íslands og les yfir sjálfsmatskýrslur og gefur ráð um gerð þeirra. „Það er svo gaman að hittast og tala saman“ sögðu kennarar í táknmálsfræði eftir að hafa legið yfir lokaviðmiðum námsleiðarinnar með stuðningi Kennslumiðstöðvar. Mynd: Guðrún Geirsdóttir 6. TURNITIN VIÐ FRAMHALDSSKÓLA OG HÁSKÓLA Á ÍSLANDI Kennslumiðstöð er með kerfisstjóraréttindin (e. administrator) fyrir skóla (framhaldskóla og háskóla) sem eru í skólaaðgangi Turnitin og hefur umsjón með kerfinu ásamt Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Kennslumiðstöð sér um að þjónusta skólanna sem nota Feedback Studio. Virkir skólar í skólaaðganginum árið 2019 voru 45, virkir kennarar voru 1.231, virkir nemendur voru 17.575, fjöldi skilaverkefna voru 101.937 og fjöldi skilaverkefna sem fengu endurgjöf voru 33.811. Samsvaranir við nemendaritgerðir eru mestar eða 69% af allri samsvörun sem finnst. 15% er við efni á netinu og 2% við útgefið fræðiefni. Umtalsverð aukning hefur orðið á notkun Feedback Studio sem hófst í september 2018 og er enn á uppleið.
  • 22. 21 Fjöldi kennara í framhaldsskólum sem notuðu Turnitin Feedback Studio árið 2019 Fjöldi kennara í háskólum sem notuðu Turnitin Feedback Studio árið 2019 0 10 20 30 40 50 60 70 Tækniskólinn Framhaldsskólinn á Laugum Menntaskólinn í Reykjavík Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum Menntaskólinn á Ísafirði Fjölbrautaskóli Vesturlands Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Kvennaskólinn í Reykjavík Fjölbrautaskólinn við Ármúla Menntaskóli Borgarfjarðar Borgarholtsskóli Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Menntaskólinn á Tröllaskaga Menntaskólinn að Laugarvatni Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Fjölbrautaskóli Snæfellinga Menntaskólinn í Kópavogi Fjölbrautaskóli Suðurlands Menntaskólinn við Sund Fjölbrautaskóli Suðurnesja Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Menntaskólinn á Akureyri Verkmenntaskólinn á Akureyri Verkmenntaskóli Austurlands Verzlunarskóli Íslands Menntaskólinn við Hamrahlíð Fjöldi kennara í framhaldsskólum Kennarar í framhaldsskólum sem notuðu Turnitin árið 2019 0 100 200 300 400 500 Háskólinn á Hólum Listaháskóli Íslands Háskólinn á Bifröst Háskólinn í Reykjavík Háskólinn á Akureyri Háskóli Íslands Fjöldi kennara í háskólum Kennarar í háskólum sem notuðu Turnitin árið 2019
  • 23. 22 Fjöldi skilaverkefna í Feedback Studio frá nemendum í skólum sem eru virkir í skólaaðgangi íslenskra háskóla og framhaldsskóla að Turnitin, ásamt fjölda verkefna sem fengu endurgjöf í gegnum kerfið. Ellefu skólar eru með yfir 50% hlutfall á endurgjöf skilaverkefna í gegnum Feedback Studio. Hæsta hlutfall endurgjafar er hjá Keili 87% (3.475 af 4.013) og þar á eftir hjá Menntaskólanum á Tröllaskaga 78% (1.629 af 2.095). Flest verkefni í heildina fengu endurgjöf í Háskóla Íslands, 5.428 verkefni af 23.611 og hlutfall endurgjafar í gegnum kerfið var því 23%. Fjöldi skilaverkefna í Feedback Studio frá nemendum í Háskóla Íslands, ásamt fjölda verkefna sem fengu endurgjöf í gegnum kerfið. 0 20000 40000 60000 80000 100000 120000 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Fjöldiskilaverkefnafránemenduminní Turnitin Ár Fjöldi skila í Turnitin frá nemendum í íslenskum háskólum og framhaldsskólum ásamt fjölda skila sem fengu endurgjöf í gegnum Feedback Studio Fjöldi skilaverkefna Þar af fengu rafræna endurgjöf 0 5000 10000 15000 20000 25000 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Fjöldi skila í Turnitin frá nemendum í Háskóla Íslands og þar af fjöldi skila sem fengu endurgjöf í gegnum Feedback Studio Fjöldi skilaverkefna Þar af fengu rafræna endurgjöf
  • 24. 23 Hlutfall skilaverkefna í skólaaðgangi íslenskra háskóla og framhaldsskóla að Feedback Studio frá 2012 til og með 2019 eftir því hvort þeim var skilað í gegnum Turnitin.com eða viðbót í kennslukerfi Moodle, Canvas, MySchool og Innu. 7. NÁMSKRÁ Kennslumiðstöð heldur úti námskeiðum og vinnustofum fyrir kennara við Háskóla Íslands. Nokkrar vinnustofur eru orðnar að föstum liðum í skólaárinu, t.d.: Kynningardagur fyrir nýja kennara, Heildstæð námskrárgerð, Hæfniviðmið, Vinnustofa fyrir aðstoðarkennara, Turnitin Feedback Studio vinnustofa, Canvas vinnustofa, Vinnustofa um hópvinnu og Vinnustofa um virka kennsluhætti svo að fátt eitt sé nefnt. Þá hefur miðstöðin einnig farið með vinnustofur út í deildir og á fræðasvið sé þess óskað, t.d. hæfniviðmiðavinnustofur, námskrárvinnustofur, Turnitin-vinnustofu, Canvas-vinnustofur í samvinnu við deild rafrænna kennsluhátta á Kennslusviði og ABC-vinnustofu um skipulag námskeiða. Kennslumiðstöð fær heimsóknir kennara beggja vegna Atlantsála, á Erasmus+ styrkjum eða á eigin vegum, sem halda erindi og auðga þannig kennsluþróunarumræðuna með öðrum sjónarhornum og reynslu. 7.1. KYNNINGARDAGUR FYRIR NÝJA KENNARA Ein af föstum vinnustofum Kennslumiðstöðvar er kynningardagur fyrir nýja kennara sem haldinn er tvisvar yfir skólaárið, í ágúst og janúar. Markmið vinnustofunnar er að veita nýjum kennurum innsýn í starfið sem í vændum er, benda þeim á hvar þeir geta leitað bjarga og gefa þeim kost á að deila áhuga sínum og áhyggjum með kollegum sínum. Á vinnustofunni gefst nýjum kennurum tækifæri til að hitta a.m.k. einn starfsmann frá eigin fræðasviði og þekkja þannig eitt andlit þegar þeir þurfa að leita aðstoðar. Kennarar sem sótt hafa vinnustofurnar hafa lýst ánægju sinni með þær og segja þær mikilvægar við upphaf starfs sem oft á tíðum er nýr vettvangur fyrir þá. 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Hlutfall Ártal Hvar skil eiga sér stað Viðbót í kennslukerfi Turnitin.com
  • 25. 24 Mynd. Guðrún Geirsdóttir deildarstjóri Kennslumiðstöðvar ræðir við nýja kennara um bjargir, áskoranir og ánægju háskólakennara. Ljósmynd: Sigurbjörg Jóhannsdóttir 7.2. AÐSTOÐARKENNARAR Félagsvísindasvið sér í samvinnu við Kennslumiðstöð um að halda námskeið fyrir aðstoðarkennara þar sem farið er í hvað felst í því að vera aðstoðarkennari. Rætt er um væntingar og skyldur aðstoðarkennara, kennsluhætti og samskipti við umsjónarkennara og nemendur. Þátttakendur koma úr ólíkum deildum sviðsins og eru flestir í meistaranámi en einhverjir hafa lokið námi. Mynd. Aðstoðarkennarar á Félagsvísindasviði. Ljósmynd: Sigurbjörg Jóhannesdóttir 7.3. EFLING AMERÍSKRA HÁSKÓLA Prófessor David Laberee átti viðkomu á Íslandi um miðjan febrúar og ræddi við starfsfólk Háskóla Íslands um þróun háskólastigsins í Bandaríkjunum í fyrirlestri sem hann nefndi Rags to riches: How
  • 26. 25 the American college went from pitful to powerful. Kennslumiðstöð streymdi frá viðburðinum. Labaree er höfundur bókarinnar „A Perfect Mess: The Unlikely Ascendancy of American Higher Education“ (2018). 7.4. JÓLAKENNSKUKAFFI OG FYRIRLESTUR SILJU BÁRU ÓMARSDÓTTUR Silja Bára Ómarsdóttir dósent við Stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði hlaut viðurkenningu Háskóla Íslands fyrir lofsvert framlag til kennslu árið 2019. Silja Bára hélt erindi um kennsluna sína í jólakennslukaffi Kennslumiðstöðvar 12. desember 2019. Viðburðurinn var fjölsóttur. Silja Bára er góðvinur Kennslumiðstöðvar og var í hópi þeirra er fyrst útskrifuðust með 30 eininga diplómu í kennslufræði háskóla. Við óskum henni til hamingju með heiðurinn og vitum að hún er vel að honum komin. Mynd. Silja Bára Ómarsdóttir í hópi verðlaunahafa fyrir lofsvert framlag til rannsókna og innan stjórnsýslu ásamt Jóni Atla Benediktssyni rektor. Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson 7.5. ÁSKORANATENGT NÁM, HÖNNUNARHUGSUN OG ECO Haldnar voru tvær vinnustofur um áskoranatengt nám, hönnunarhugsun og ECO fyrir kennara í Setbergi 11. og 12. september 2019  Viltu nýta þér áskoranatengt nám með hönnununarhugsun og ECO í þínum námskeiðum?  Viltu kynnast áskoranatengdu námi með hönnunarhugsun og ECO? Leiðbeinendurnir, Victoria Camacho og Juan Pablo Mora frá Háskólanum í Seville og Mariano Reyes frá Háskólanum í Pablo de Olavide, komu hingað til lands frá Spáni á Erasmus+ styrk. Setberg var rétt að komast í stand þegar vinnustofurnar voru haldnar og urðu Victoria og Juan Pablo þess heiðurs aðnjótandi að nota græjurnar í Miðbergi fyrst allra. Einnig þurfti að tína til húsgögn til að allir hefðu sæti, en þegar upp var staðið var stofan helst til of lítil. Engu að síður var mikil ánægja með vinnustofurnar og strax í framhaldinu fréttum við af því að þrír af þátttakendum námskeiðanna hefðu í framhaldi af þeim nýtt sér hönnunarhugsunina í sinni kennslu.
  • 27. 26 7.6. FEEDBACK TRAINING AGENDA Jason Gibson og Maarten Mortier, frá Turnitin í Bretlandi og Hollandi, heimsóttu okkur í byrjun apríl og héldu vinnustofu um notkun Feedback Studio fyrir háskóla- og framhaldsskólakennara. Þeir áttu einnig fund með umsjónaraðilum forritsins innan háskóla landsins. Vinnustofan var haldin í fyrirlestrasal Landsbókasafns Íslands og gátu þeir sem ekki komust á staðinn fylgst með á Zoom. Mynd. Jason Gibson og Maarten Mortier frá Turnitin á vinnustofu um Feedback Studio. Ljósmynd: Sigurbjörg Jóhannesdóttir. Að auki voru haldin nokkur lítil námskeið og vinnustofur í notkun Feedback Studio í Háskóla Íslands og erindi um notkun forritsins í Borgarholtsskóla. Námskeiðin fjölluðu um notkun forritisins í gegnum Turnitin.com, í gegnum Moodle með annaðhvort viðbótinni Direct 2 eða Plagiarism Plugin. Hvernig endurgjafaverkfæri forritsins eru notuð, matskvarða í Feedback Studio og fleira. Þá voru haldnar nokkrar kynningar á forritinu á deildarfundum við Háskóla Íslands. Námskeiðin voru ýmist á íslensku eða ensku. 7.7. KYNNINGARFUNDUR FYRIR NÝJA DOKTORSNEMA 2019 Sigurbjörg Jóhannesdóttir var með kynningu á Kennslumiðstöð Háskóla Íslands fyrir nýja doktorsnema við skólann 2. september, á Litla-Torgi. Yfirskrift kynningarinnar var: Kennslumiðstöð: Vegvísir þinn fyrir kennslu. Glærur eru á vefslóðinni: https://www.slideshare.net/sibba/yourroadmapforteaching
  • 28. 27 7.8. ABC-VINNUSTOFUR Dr. Clive P. L. Young og Natacha Perovic ráðgjafar í rafrænum kennsluháttum hjá University College London sóttu okkur heim og héldu tvær vinnustofur um verklag sem þau hafa hannað um skipulagningu námskeiða. Önnur vinnustofan var ætluð kennurum og hin kennsluþróunarfólki. Vinnustofurnar kölluðu þau ABC-vinnustofur um skipulag námskeiða og byggja á kennslufræðilegum stoðum um skipulag námskeiða út frá virkum kennsluháttum og kennsluaðferðum. Vinnustofan var vel sótt af kennsluþróunarstjórum og kennurum í Háskóla Íslands ásamt starfsfólki Kennslumiðstöðvar og Kennslusviðs, starfsfólki af Kennslusviði Háskólans í Reykjavík og starfsfólki Kennslumiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Frá ABC-vinnustofu um skipulagningu námskeiða. Mynd: Sigurbjörg Jóhannesdóttir Í framhaldi af vinnustofunum hefur Kennslumiðstöð boðið upp á ABC-vinnustofur við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. ABC-vinnustofurnar eru grundvöllur að skipulagi námskeiða og kenndar sem slíkar innan námskeiðs í kennslufræði háskóla, STM208F Skipulag og endurskoðun námskeiða. Vinnustofurnar henta einkar vel fyrir kennara til að skipuleggja námskeið sín með tilliti til virkni nemenda og rafrænna kennsluhátta. 7.9. BREYTT LANDSLAG HÁSKÓLAKENNSLU Steven Mintz prófessor við Sagnfræðideild Háskólans í Texas-Austin kom í heimsókn til Háskóla Íslands í boði Miðstöðvar framhaldsnáms og Kennslusviðs/Kennslumiðstöðvar. Hann hélt hádegisfyrirlestur 7. nóvember 2019 sem bar yfirskriftina Breytt landslag í háskólakennslu á 21. öld: nýjar áskoranir, nýjar lausnir. Mintz hélt einnig námskeið fyrir doktorsnema um virka kennsluhætti: What every graduate student should know about teaching … and was afraid to ask. Mintz var aðalfyrirlesari á sviðsþingi Hugvísindasviðs þar sem hann ræddi um næstu kynslóð háskólanema (eða kannski bara þá kynslóð sem nú situr á háskólabekk) og hvaða áskorunum háskólakennarar standa frammi fyrir í kennslu sinni. Mintz átti einnig fund um kennslumál með starfsmönnum Setbergs og kennsluþróunarstjórum fræðasviðanna.
  • 29. 28 8. HEIMSÓKNIR Á hverju ári fær Kennslumiðstöð til sín góða gesti á Erasmus+ styrkjum eða á eigin vegum. Erasmus+ gestirnir dvelja hjá okkur í allt að viku og Kennslumiðstöð veitir þeim aðstöðu til vinnu og hjálpar þeim að skipuleggja dvölina með heimsóknum til starfsmanna skólans sem þeir óska eftir að hitta vegna sérhæfni þeirra og verkefna. Á móti deila gestir okkar reynslu sinni og þekkingu af kennsluháttum og kennsluþróun á háskólastigi við þeirra skóla. Þeir halda gjarnan námskeið sem tengist sérþekkingu þeirra (sjá dæmi hér að ofan) og funda með starfsmönnum Kennslumiðstöðvar um ákveðin verkefni. Með árunum hefur komist á samband á milli þessara gesta og okkar, og þannig hefur Kennslumiðstöð eflt tengslanet sitt um allan heim og gefst færi á að sækja þessa og aðra skóla og kennslumiðstöðvar heim. 8.1. ISABELLA FAUSTI FRÁ HÁSKÓLANUM Í ABERDEEN Isabella Fausti sérfræðingur í fjarnámi við Háskólann í Aberdeen var gestur Kennslumiðstöðvar um miðjan mars. Hún hélt vinnustofu um skipulag fjarnáms fyrir kennara skólans og var hún vel sótt. Isabella Fausti leiðir kennara Háskóla Íslands í allan sannleika um skipulag fjarnámskeiða. Mynd. Elva Björg Einarsdóttir
  • 30. 29 8.2. KENNSLUMIÐSTÖÐ HÁSKÓLANS Í MELBOURNE Í ÁSTRALÍU Elva Björg Einarsdóttir, verkefnastjóri hjá Kennslumiðstöð, var í námsleyfi við Háskólann í Melbourne í Ástralíu hluta ársins 2019. Elva heimsótti kennslumiðstöð skólans, Melbourne Centre for the Study of Higher Education (CSHE). William Locke deildarstjóri CSHE tók á móti henni og kynnti henni starfsemina. Það var skemmtilegt að sjá hversu líkar áherslur eru alls staðar í háskólakennsl-unni og hvernig CSHE útfærir námskeiðin sín og diplómur í Kennslufræði háskóla fyrir kennarana sína. CSHE er rúmlega fimmtug og þar starfa sautján fræðimenn og tíu sérfræðingar auk annarra eldri starfsmanna (um 20), doktorsnema sem eru vel á þriðja tuginn og post doc fólks, allt innan háskólakennslufræða. Þetta er þó eingöngu „kennslufræðilegi hluti“ miðstöðvarinnar og sá er snýr að tæknilegum hluta kennslustuðnings er í raun önnur deild sem vinnur náið með CSHE og hefur á að skipa öðrum eins fjölda starfsmanna, ef ekki meiri. Melbourne háskóli er töluvert fjölmennari en Háskóli Íslands með 50.000 nemendur á meðan nemendur HÍ eru um 14.000. CSHE vinnur að Professional development for academics, sem er rafræn gátt þar sem fræðimenn geta á einum stað fundið það sem þá vantar í tengslum við starfsþróun sína og byggt upp ferilskrá. Þeir geta fengið aðstoð við starfsþróunina – ábendingar og fleira frá sérfræðingum. Rafræna gáttin er tengd starfsmannahaldi þannig að þar safnast allt saman og verður einskonar ferilmappa í kennslu, rannsóknum og þjónustu (Ástralir kjósa að kalla þjónustuna engagement). Afar áhugavert að sjá kerfi í notkun sem sumir starfsmenn Kennslumiðstöðvar HÍ hafa séð sem framtíðarmúsík í starfsþróun kennara, þ.e. þessa tengingu við starfsmannasvið og hvernig byggja má upp heildrænan feril á rafrænu formi, þar sem þrískipt hlutverk háskólakennara eru gerð góð skil. Elva Björg Einarsdóttir og William Locke deildarstjóri CSHE. Mynd: Elva Björg Einarsdóttir.
  • 31. 30 8.3. KENNSLUMIÐSTÖÐ UNIVERSIDAD ADOLFO IBÁŇES, SANTIAGO, SÍLE Á ferð sinni um suðurhluta jarðkringlunnar nýtti Elva Björg Einarsdóttir tækifærið til heimsóknar í Kennslumiðstöð Universidad Adolfo Ibáňez í Santiago í Síle. Tenging við miðstöðina er í gegnum deildarstjóra miðstöðvarinnar, Robert Pardo Silva sem kom til Íslands á ICED-fund í júní 2019. Universidad Adolfo Ibáňez í Santiago í Síle er ögn smærri skóli en Háskóli Íslands, 8000 nemendur og 900 kennarar – 2/3 þeirra eru stundakennarar. Alls staðar er það sama uppi á teningnum í háskólakennslu þó svo að aðstæður séu mismunandi. Í Síle líkt og á Íslandi er áhersla lögð á gæðin, fjölbreytta kennsluhætti og fjarnám. Það síðastnefnda fékk aukið vægi í væringum þeim sem urðu í Síle um miðjan október og olli því að útgöngubann var sett á um stund. Nú voru góð ráð dýr um að bjarga vormisseri skólans! Starfsmenn Kennslumiðstöðvarinnar fundu sig í hringamiðju atburðanna við að bjarga því sem bjargað varð og finna leiðir fyrir nemendur og kennara til að vera í sambandi og læra án þess að mæta í skólann. Starfsmenn söfnuðu saman upplýsingum um bjargráð á einn stað og kynntu kennurum og nemendum. Mikið var um upptökur og beinar útsendingar á kennslu til dæmis á Zoom. Miðstöðin hefur komið sér upp einföldum en áhrifaríkum aðferðum til að miðla efni og vera í samskiptum án þess að fólk fari út úr húsi. Þegar Elva var í heimsókn var vormisserið í höfn og nemendur höfðu getað mætt í skólann til að ljúka misserinu. Elva Björg Einarsdóttir verkefnastjóri hjá Kennslumiðstöð ásamt Roberto Pardo Silva deildarstjóra Kennslumiðstöðvar Universidad Adolfo Ibáňez og Rodrigo Romero, verkefnastjóri rafrænna kennsluhátta við sama skóla. Mynd: Elva Björg Einarsdóttir
  • 32. 31 9. RÁÐSTEFNUR 9.1. MENNTAKVIKA Menntakvika er ráðstefna um menntarannsóknir sem haldin er árlega. Rannsóknir í háskólakennslufræði hafa farið vaxandi síðastliðin ár. Rannsóknastofa um háskóla og Kennslumiðstöð Háskóla Íslands var með fjórar málstofur á Menntakviku þetta árið. Þátttakendur voru frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Flestar rannsóknanna voru unnar í námsleiðinni Kennslufræði háskóla sem er viðbótardiplóma á meistarastigi og kennd í samstarfi Menntavísindasviðs og Kennslu- miðstöðvar, sjá nánar á bls. 6., en auk þess rannsóknir af Menntavísindasviði Háskóla Íslands, frá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands, Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri og frá Háskólanum á Akureyri. Gyða Margrét og Thamar kynna rannsókn sína á Menntakviku 2019. Mynd: Guðrún Geirsdóttir DAGSKRÁ HÁSKÓLAR - STARFSFÓLK Þróun háskólakennslu við Háskólann á Akureyri: Auðbjörg Björnsdóttir og Helena Sigurðardóttir Explaining factors that affect teachers ‘use of motivational strategies; a qualitative study: Abigail Grover Snook, Ásta Bryndís Schram og Brett D. Jones Endurskoðun námskrár: Áskoranir og ávinningur: Rannveig Sverrisdóttir Stefna Háskóla Íslands um gæði náms og kennslu: Sýn starfsfólks Menntavísindasviðs á markmið og innleiðingu stefnunnar: Guðrún Geirsdóttir og Ragný Þóra Guðjohnsen HÁSKÓLAR - KENNSLUKANNANIR Kennslukönnun – kerfisbundin mismunun? Anna Helga Jónsdóttir, Ólafur Jón Jónsson, Margrét Sigrún Sigurðardóttir og Daði Már Kristófersson Er kennslukönnun vettvangur áreitni? Margrét Sigrún Sigurðardóttir, Sveinn Guðmundsson, Daði Már Kristófersson og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir
  • 33. 32 Forherðing eða umbreyting í femínísku kennslustofunni? Birtingarmyndir (ó)þæginda í kennslukönnunum. Gyða Margrét Pétursdóttir og Thamar Melanie Heijstra Nemendafulltrúar í háskólum sem meðrannsakendur: Áskoranir og ávinningur. Anna Ólafsdóttir, Guðrún Geirsdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir HÁSKÓLAR – ENDURSKOÐUN NÁMSKEIÐA Verklegar æfingar – hvaða uppsetning og skilaformat hentar best? Ásdís Helgadóttir Vinnuálag og vinnuframlag nemenda í Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Edda R. H. Waage Nútíma kennslu- og lærdómsaðferðir í STEM og stýritæki – dæmisaga. Anna Soffía Hauksdóttir The 21st Century Learning Goals and Transformative Instructional Practices. How do University Students Respond? Ásta Bryndís Schram og Brynja Ingadóttir HÁSKÓLAR – MEÐ AUGUM NEMENDA Kennaramenntun í fjarnámi: Leið til að fjölga grunnskólakennurum með fjölbreytilegan bakgrunn. Þuríður Jóhannsdóttir og Amalía Björnsdóttir Kennaramenntun í fjarnámi: Leið til að fjölga leikskólakennurum? Amalía Björnsdóttir og Þuríður Jóhannsdóttir Að velja sína þverfræðilegu leið í námi. Helga Ögmundardóttir Viðhorf nemenda í íslensku sem öðru máli til kennara með og án íslensku að móðurmáli samkvæmt ákveðnum kennsluþáttum: Stefanie Bade HÁSKÓLAR - UPPLÝSINGATÆKNI edX námskeið í Háskóla Íslands: Anna Kristín Halldórsdóttir og Rúnar Sigurðsson Kennsluefni í Edbook – niðurstöður könnunar meðal nemenda og vangaveltur um framtíð kennslubókarinnar: Benedikt Steinar Magnússon Nemendamiðuð kennsluþróun í tveimur námskeiðum í Háskóla Íslands: Sigurbjörg Jóhannesdóttir Fjarverur í Háskólanum á Akureyri – upplifun notenda: Helena Sigurðardóttir og Auðbjörg Björnsdóttir
  • 34. 33 9.2. BILETERAL CONTACT SEMINAR IN POLAND Sigurbjörg Jóhannesdóttir fór á tengslaráðstefnu í Gdansk í Póllandi, 9.-11. apríl 2019, á vegum Alþjóðaskrifstofu, vegna uppbyggingasjóðs EES. Með henni í för voru tveir starfsmenn Alþjóðaskrifstofu. Á ráðstefnunni voru rædd verkefni á öllum skólastigum og ekki margir sem höfðu með háskólastigið að gera. Einhverjar þreifingar um heimsóknir til Íslands og Háskóla Íslands, til að kynna sér menntakerfið hér og hvernig við stöndum að hlutunum, komu í kjölfarið. Tengiliðurinn í Póllandi var Tomasz Kostrzewa (Tomasz.Kostrzewa@frse.org.pl) frá Foundation for the Development of the Education System (FRSE), en hann sá einnig um ráðstefnuna. 9.3. KENNSLUÞING HUGVÍSINDASVIÐS Sigurbjörg Jóhannesdóttir var með erindi um Turnitin Feedback Studio á Kennsluþingi Hugvísindasviðs 12. nóvember 2019. Glærur eru á vefslóðinni: https://github.com/sibbajoa/slides/blob/master/20191112_Turnitin_Kennsluthing_HVS.pptx. Á sama þingi var Kristbjörg Olsen, ásamt Tryggva Má Gunnarssyni og Páli Ásgeiri Torfasyni með kynningu á Canvas. 9.4. CANVASCON EUROPE 2019 Kristbjörg Olsen fór ásamt innleiðingarteymi Canvas á CanvasCon ráðstefnu í Barcelona. Á ráðstefnunni kynntu háskólakennarar notkun Canvas í sínum skóla. Nálgunin var í bland tæknileg og kennslufræðileg. Auk þess voru á ráðstefnunni kynningar á ýmsum hugbúnaði sem mögulegt er að tengja við Canvas. Skjáskot úr kynningarmyndbandi ráðstefnunnar.
  • 35. 34 9.5. AMEE 2019 Ásta Bryndís Schram lektor og kennsluþróunarstjóri á Heilbrigðisvísindasviði og verkefnastjóri hjá Kennslumiðstöð og Abby Grover Snook doktorsnemi í sjúkraþjálfun sóttu AMEE ráðstefnuna í ágúst og kynntu rannsóknir sínar um stundakennara á Heilbrigðisvísindasviði. Abby og Ásta Bryndís ásamt samstarfsfélögum frá Háskólanum í Tromsö á AMEE 2019. Mynd: Úr einkasafni 9.6. EDUCATION IN AN ERA OF RISK – THE ROLE OF EDUCATIONAL RESEARCH FOR THE FUTURE – ECER 2019 Guðrún Geirsdóttir sótti ráðstefnu ECER sem í ár var haldin í Hamborg í september. Á ráðstefnunni flutti hún ásamt Önnu Ólafsdóttur og Valgerði Bjarnadóttur, sem báðar komu frá Háskólanum á Akureyri, erindið The Democratic Role of Universities: Tensions, Silences, and Contradictions in Icelandic Policy Documents. Í erindinu var sagt frá niðurstöðum orðræðugreiningar á skjölum um háskóla. Grein um rannsóknina, Þrástef, þagnir og mótsagnir um lýðræðislegt hlutverk íslenskra háskóla var jafnfram gefin út í desemberhefti tímaritsins Stjórnmál og Stjórnsýsla https://www.researchgate.net/publication/338003235_THrastef_thagnir_og_motsagnir_um_lydraed islegt_hlutverk_islenskra_haskola 9.7. ÞJÓÐFÉLAGIÐ - RÁÐSTEFNA AÐ HÓLUM Sigurbjörg Jóhannesdóttir var með erindi á 13. ráðstefnu um íslenska þjóðfélagið: Er þjóðarbúið sjálfbært og þjóðarheimilið blessað? sem var haldin 16.-17. maí að Hólum í Hjaltadal. Titill erindisins var: Tímariti Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands breytt í opið tímarit sem er aðgengilegt í rafrænum aðgangi. Glærur frá erindinu eru á vefslóðinni: https://www.slideshare.net/sibba/tkopid
  • 36. 35 9.8. MÁLÞING VÍSINDAFÉLAGS ÍSLANDS UM OPINN AÐGANG Sigurbjörg Jóhannesdóttir var með erindi og sat fyrir svörum á árlegu Málþingi Vísindafélags Íslands í Þjóðminjasafninu, 15. nóvember 2019. Erindi hennar hét Hönnun opinnar rannsóknarmenningar. Glærur: https://www.slideshare.net/sibba/honnunopinnarrannsoknarmenningar 9.9. KENNSLUÞRÓUNARRÁÐSTEFNA KENNSLUMIÐSTÖÐVAR HÁSKÓLANS Á AKUREYRI Kennsluþróunarráðstefna Kennslumiðstöðvar Háskólans á Akureyri var haldin 23. maí 2019 undir heitinu Hvað er góð háskólakennsla. Guðrún Geirsdóttir, deildarstjóri Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands hélt aðalerindi ráðstefnunnar Ást á rauðu ljósi: Af umhyggju í háskólakennslu. Erindið fjallaði um niðurstöður kannana á viðhorfum nemenda og fræðilegri greiningu hugmynda um umhyggju í kennslu. 9.10. EUA FORUM FOR TEACHING AND LEARNING Guðrún Geirsdóttir sótti árlega ráðstefnu EUA Forum for Teaching and Learning um miðjan febrúar. Ráðstefnan bar yfirskriftina Towards successful learning: Controversies and common ground. Á ráðstefnunni voru kynntar niðurstöður vinnuhópa háskólakennara og nemenda sem unnið hafa að ákveðnum kennslufræðilegum viðfangsefnum. Skýrslur vinnuhópa og kynningar er að finna á slóðinni: https://eua.eu/events/24-2019-european-learning-teaching-forum.html Af EUA Forum for Teaching and Learning.
  • 37. 36 10. NEFNDIR OG RÁÐ Einn af lykilmælikvörðum Kennslumiðstöðvar um starfsemi miðstöðvarinnar snýr að setu starfsmanna í nefndum og ráðum sem snúa að gæðum kennslu og kennsluþróun. Hér er yfirlit yfir nefndarstörf starfsmanna á árinu:  C2 – samráðshópur um rafræna kennsluhætti, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Kristbjörg Olsen og Rúnar Sigurðsson  Faghópur um námsumsjónarkerfi, Kristbjörg Olsen, sérfræðingur  Fagráð Háskólabrúar Keilis, Guðrún Geirsdóttir  Fjarnámsnefnd Menntavísindasviðs, Guðrún Geirsdóttir  Háskólaráð Háskóla Íslands, Guðrún Geirsdóttir  Innleiðingarteymi Canvas, Kristbjörg Olsen  Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands, Rúnar Sigurðsson  Jafnréttisnefnd miðlægrar stjórnsýslu, Elva Björg Einarsdóttir  Kennslumálanefnd háskólaráðs, Guðrún Geirsdóttir  Skólaaðgangur íslenskra háskóla og framhaldsskóla að Turnitin, Sigurbjörg Jóhannesdóttir  Stýrihópur edX, Guðrún Geirsdóttir og Rúnar Sigurðsson  Undirbúningsnefnd um innleiðingu hvatakerfis kennslu, Guðrún Geirsdóttir