SlideShare a Scribd company logo
1 of 8
LQW gæðamódelið
Dagný Sveinbjörnsdóttir
Eyjólfur Sturlaugsson
Steinunn Guðný Ágústsdóttir
Upphaf LQW módelsins
● Varð til í Þýskalandi
● Búið til að beiðni þýska menntamálaráðuneytisins og héraðsstjórnar
neðra Saxlands
● Mjög útbreitt á meðal stofnanna í fullorðinsfræðslu í Þýskalandi og
Austurríki
● Lítið þekkt hérlendis
Helstu einkenni LQW
● Nemandinn og reynsla hans og upplifun er í fyrirrúmi í gæðavinnunni
● LQW krefst þátttöku sem flestra starfsmanna í gæðavinnunni
● Stofnunin metur sjálfan sig en utanaðkomandi matsaðilar yfirfara,
staðfesta og votta
● Stofnunin skilgreinir sjálf sín viðmiðin og hvernig og hvenær þeim er náð
● Í LQW er lögð rík áherslu á að gæðastjórnunin sé hringferli sem sífellt er
endurtekið
● LQW er hannað til að viðhalda stöðugri þróun gæða í stofnunni; að þau
vaxi
11 þrep
Gæðahringurinn
Vinnan við módelið
● Stýring LQW vinnunnar innan stofnunarinnar
● Sjálfsmatskýrsla
○ Fyrsti hluti: Stjórnsýsluleg lýsing á stofnunni. Felur í sér uppbyggingu, skipuriti, lagalegri stöðu og helstu
hlutverk.
○ Annar hluti: Lýsing á gæðaferlinu(framkvæmd) frá A - Ö.
○ Þriðji hluti: Skráning á innihaldi, niðurstöðum og viðbrögðum í gæðavinnunni.
● Lokavinnustofa - Vottunin
Matsaðili
● Matsaðili
● Heimsókn matsaðila
○ Skoðunarferð um stofnunina. Hugsað til að heimsóknaraðili fái betri mynd af starfseminni og tilgangi hennar.
○ Gagnastaðfesting. Gengið í skugga um að allar skyldur stofnunarinnar og gögn hafi verið eftir þeim kröfum
sem LQW leggur framkvæmdaraðila á herðar.
○ Umræður um skýrslu heimsóknaraðila. Skýrslan innheldur viðbrögð heimsóknaraðila við sjálfsmatsskýrslu
stofnunarinnar.
…… og hvað finnst okkur svo?
Jákvætt:
● Stofnunin sjálf hefur frelsi um eigin viðmið um gæði.
● Allt snýst um námsmanninn og hvernig hann er að upplifa tilveruna eftir
námsreynslu sína.
● LQW tryggir stöðuga framþróun stofnunarinnar, þar sem það er spírallaga
(fer hring eftir hring þar sem hver hringur er framhald).
Neikvætt:
● Módelið er tímafrekt með mikilli skráningu.

More Related Content

Featured

Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie InsightsSocial Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Kurio // The Social Media Age(ncy)
 
Good Stuff Happens in 1:1 Meetings: Why you need them and how to do them well
Good Stuff Happens in 1:1 Meetings: Why you need them and how to do them wellGood Stuff Happens in 1:1 Meetings: Why you need them and how to do them well
Good Stuff Happens in 1:1 Meetings: Why you need them and how to do them well
Saba Software
 
Introduction to C Programming Language
Introduction to C Programming LanguageIntroduction to C Programming Language
Introduction to C Programming Language
Simplilearn
 

Featured (20)

How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
 
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie InsightsSocial Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
 
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
 
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
 
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
 
Getting into the tech field. what next
Getting into the tech field. what next Getting into the tech field. what next
Getting into the tech field. what next
 
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search IntentGoogle's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
 
How to have difficult conversations
How to have difficult conversations How to have difficult conversations
How to have difficult conversations
 
Introduction to Data Science
Introduction to Data ScienceIntroduction to Data Science
Introduction to Data Science
 
Time Management & Productivity - Best Practices
Time Management & Productivity -  Best PracticesTime Management & Productivity -  Best Practices
Time Management & Productivity - Best Practices
 
The six step guide to practical project management
The six step guide to practical project managementThe six step guide to practical project management
The six step guide to practical project management
 
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
 
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...
 
12 Ways to Increase Your Influence at Work
12 Ways to Increase Your Influence at Work12 Ways to Increase Your Influence at Work
12 Ways to Increase Your Influence at Work
 
ChatGPT webinar slides
ChatGPT webinar slidesChatGPT webinar slides
ChatGPT webinar slides
 
More than Just Lines on a Map: Best Practices for U.S Bike Routes
More than Just Lines on a Map: Best Practices for U.S Bike RoutesMore than Just Lines on a Map: Best Practices for U.S Bike Routes
More than Just Lines on a Map: Best Practices for U.S Bike Routes
 
Ride the Storm: Navigating Through Unstable Periods / Katerina Rudko (Belka G...
Ride the Storm: Navigating Through Unstable Periods / Katerina Rudko (Belka G...Ride the Storm: Navigating Through Unstable Periods / Katerina Rudko (Belka G...
Ride the Storm: Navigating Through Unstable Periods / Katerina Rudko (Belka G...
 
Barbie - Brand Strategy Presentation
Barbie - Brand Strategy PresentationBarbie - Brand Strategy Presentation
Barbie - Brand Strategy Presentation
 
Good Stuff Happens in 1:1 Meetings: Why you need them and how to do them well
Good Stuff Happens in 1:1 Meetings: Why you need them and how to do them wellGood Stuff Happens in 1:1 Meetings: Why you need them and how to do them well
Good Stuff Happens in 1:1 Meetings: Why you need them and how to do them well
 
Introduction to C Programming Language
Introduction to C Programming LanguageIntroduction to C Programming Language
Introduction to C Programming Language
 

Kynning á LQW gæðamódeli

  • 1. LQW gæðamódelið Dagný Sveinbjörnsdóttir Eyjólfur Sturlaugsson Steinunn Guðný Ágústsdóttir
  • 2. Upphaf LQW módelsins ● Varð til í Þýskalandi ● Búið til að beiðni þýska menntamálaráðuneytisins og héraðsstjórnar neðra Saxlands ● Mjög útbreitt á meðal stofnanna í fullorðinsfræðslu í Þýskalandi og Austurríki ● Lítið þekkt hérlendis
  • 3. Helstu einkenni LQW ● Nemandinn og reynsla hans og upplifun er í fyrirrúmi í gæðavinnunni ● LQW krefst þátttöku sem flestra starfsmanna í gæðavinnunni ● Stofnunin metur sjálfan sig en utanaðkomandi matsaðilar yfirfara, staðfesta og votta ● Stofnunin skilgreinir sjálf sín viðmiðin og hvernig og hvenær þeim er náð ● Í LQW er lögð rík áherslu á að gæðastjórnunin sé hringferli sem sífellt er endurtekið ● LQW er hannað til að viðhalda stöðugri þróun gæða í stofnunni; að þau vaxi
  • 6. Vinnan við módelið ● Stýring LQW vinnunnar innan stofnunarinnar ● Sjálfsmatskýrsla ○ Fyrsti hluti: Stjórnsýsluleg lýsing á stofnunni. Felur í sér uppbyggingu, skipuriti, lagalegri stöðu og helstu hlutverk. ○ Annar hluti: Lýsing á gæðaferlinu(framkvæmd) frá A - Ö. ○ Þriðji hluti: Skráning á innihaldi, niðurstöðum og viðbrögðum í gæðavinnunni. ● Lokavinnustofa - Vottunin
  • 7. Matsaðili ● Matsaðili ● Heimsókn matsaðila ○ Skoðunarferð um stofnunina. Hugsað til að heimsóknaraðili fái betri mynd af starfseminni og tilgangi hennar. ○ Gagnastaðfesting. Gengið í skugga um að allar skyldur stofnunarinnar og gögn hafi verið eftir þeim kröfum sem LQW leggur framkvæmdaraðila á herðar. ○ Umræður um skýrslu heimsóknaraðila. Skýrslan innheldur viðbrögð heimsóknaraðila við sjálfsmatsskýrslu stofnunarinnar.
  • 8. …… og hvað finnst okkur svo? Jákvætt: ● Stofnunin sjálf hefur frelsi um eigin viðmið um gæði. ● Allt snýst um námsmanninn og hvernig hann er að upplifa tilveruna eftir námsreynslu sína. ● LQW tryggir stöðuga framþróun stofnunarinnar, þar sem það er spírallaga (fer hring eftir hring þar sem hver hringur er framhald). Neikvætt: ● Módelið er tímafrekt með mikilli skráningu.

Editor's Notes

  1. LQW stendur fyrir Lernerorientierte Qualitätstestierung. Módelið var til í Þýskalandi og var búið til að beiðni þýska menntamálaráðuneytisins og héraðsstjórnar neðra Saxlands. Þetta er eitt útbreiddasta gæðamódel í fullorðinsfræðslu í Þýskalandi og Austurríki en það er lítið sem ekkert þekkt hérlendis. Við höfum ekki upplýsingar um hversu vel það er þekkt eða notað utan hins þýskumælandi heims.
  2. Allir þessir punktar fá frekari útskýringu síðar í kynningunni. Eru taldir hér upp sem áberandi einkenni LQW gæðamódelsins.
  3. Ferlið í gæðavinnunni er skilgreint í 11 þrepum 1. þrep: Þrepið er aðgreint frá öðrum þrepum og snýr að vinnu við skilgreiningar. Stofnunin skilgreinir hlutverk sitt og einnig í framhaldinu hvaða þýðingu hún leggur í hugtakið; árangursríkt nám. 2. þrep: Hverjar eru þær þarfir sem stofnunin þarf að sinna? Skoðaðar eru fræðsluþarfir samfélagsins sem og fræðsluþarfir einstaklinga. 3. þrep: Kastljósinu beint að þeim meginferlum sem eru altækir fyrir stofnunina og ganga þvert á ýmiss svið hennar. (Þessum ferlum er ætlað að ná yfir þá gæðaferlum í starfi stofnunarinnar). Dæmi um ferla eru t.d.. meðferð persónuupplýsinga og viðbrögð við hverskonar áföllum og slysum. 4. þrep: Kastljósinu beint að ferlum sem snúa að kennurum og nemendum. 5. þrep: Kastljósinu beint að mati á kennsluferlum. 6. þrep: Kastljósinu beint að innviðum; t.d. starfsumhverfi kennara og nemenda, kennsluumhverfi, kennslu- og námsgögnum og öðru slíku 7. þrep: Kastljósinu beint að stjórnunarlegum þáttum stofnunarinnar. 8. þrep: Kastljósinu beint að mannauði stofnunarinnar. Uppbygging og viðhald mannauðs. s.s. að hæfniuppbygging starfmanna sé í takti við þarfir stofnunarinnar í síbreytilegu samfélagi. 9. þrep: Kastljósinu beint að innra eftirliti stofnunarinnar á hinum ýmsu þáttum starfseminnar. Dæmi um slíkt er t.d eftirlit eftir fjármunum, mannauði og fl. 10.þrep Kastljósinu er beint að samskiptum við viðskiptavini stofnunarinnar; t.d. nemendur, samstarfsaðila og fl. Hér er “orðspori” stofnunarinnar velt upp. 11.þrep Þetta þrep er aðskilið hinum og fer fram eftir að heimsókn hefur átt sér stað frá úttektaraðila. Hér eru stefnumótandi markmið sett í kjölfar allrar gæðavinnunnar á hinum þrepunum, markmiðin sem á að vinna að í næstu umferð.
  4. LQW gæðavinnan er hringferli Vinnan við þrepin 11 er eins og myndin sýnir hringferli byggt á 7 skilgreindum þáttum. Vinnan hefst á kynningavinnustofu sem er yfirlýst byrjun á gæðavinnu hjá stofnunni. Stofnunin skoðar svo innri mataðferðir sínar og lýsir þeirri starfsemi sem hún vinnur. Því næst hefst vinna við skipulagningu og innleiðingu á þeim viðmiðum sem stofnunin vill setja sér. Þá fer í hönd vinna við skráningu matsferla og í svokallaða sjálfsmatskýrslu. Í sjálfsmatsskýrslu þessa er allt í gæðavinnunni skráð frá upphafi. Þegar skrifin á sjálfsmatsskýrslunni er lokið er hún send til utanaðkomandi matsaðila sem fær hana til umfjöllunar. Matsaðilar fara yfir sjálfsmatsskýrsluna og meta gæðavinnu stofnunarinnar í heild sinni. Senda síðan skýrslu um vinnu og niðurstöður til stofnunarinnar. Matsaðilar koma í heimsókn. Í þessari heimsókn fær stofnunin tækifæri til þess að ræða skýrsluna við mataðila. Þegar umfjöllun um sjálfsmatsskýrsluna og athugasemdum matsaðila er lokið setur stofnunin sér stefnumótandi markmið fyrir næstu umferð í hringnum. LQW vottun er heilmikið ferli og getur heildarvinnan við módelið tekið nokkur ár og gildir vottunin í 4 ár.
  5. Stýring LQW vinnunnar Gæðateymið þarf að vera 100% reiðubúið að vinna að þróun og axla ábyrgð á framkvæmdinni. Teymið þarf að styðja gæðastjórann. Gæðastjórinn þarf að vera reiðubúinn að skuldbinda sig verkefninu, koma úr starfsmannahópnum og hafa traust bæði starfsmanna og stjórnenda. Funda þarf reglulega með öllum starfsmönnum í hópum (á 4 - 6 vikna fresti). Hópastarf er notað sem víðast og þá jafnvel stofnaðir í kringum einstök verkefni til að ná upp umræðu um gæði og þróun á sem flestum sviðum starfseminnar. Ritun sjálfsmatsskýrslunar skal hefjast um leið og verkefið hefst og skrásetja jafnóðum í hana. Skrásetning gagna, athugasemda og tillagna frá upphafi til enda skiptir miklu máli þótt ekki fari allt inn í endanlega útgáfu. Þannig er eftirá hægt að sjá feril matsins. Vinnubrögð verkefnastjórnar eru mikilvæg. Setja markmið, skipta vinnu í áfanga, tímasetja og ákvarða hver gerir hvað. Skýra þarf í upphafi verkaskiptinguna milli gæðateymisins og gæðastjórans. Sjálfsmatsskýrslan Svokölluð sjálfsmatskýrsla lýsir öllum þeim ferlum eða vinnu sem stofnunin framkvæmir í gæðavinnunni. Skýrslan er síðar send til viðkomanandi matsaðila. Skýrslan er byggð upp í 3 hlutum. Fyrsti hlutinn er lýsing á stofnuninni, einskonar stöðumat, hlutverk og uppbygging. Annar hluti lýsir ferlinu við vinnuna á módelinu Þriðji hlutinn er skráning á því innihaldi, niðurstöðum og gögnum sem komu út úr vinnunni við módelið. Lokavinnustofa Á vinnustofunni eru endurskoðuð og endursett (ef þarf) árangursmarkmið með starfinu. Jafnframt er birt markmiðssett umbótaáætlun byggð á niðurstöðum úr undanförnu gæðaferli. Þrátt fyrir nafnið innfelur þessi hluti gæðastjórnunarferlisins ekki í sér nein lok. Frekar má segja að einum hring í ferlinu sé að ljúka og nýr að hefjast. Við þessi skil er vottun til 4 ára afhent stofnuninni. Það þarf síðan að ljúka öðrum hring til að fá næstu vottun.
  6. Matsaðili. Stofnunin á bakvið matsmódelið býður fram stuðning frá upphafi vinnunar og til loka. Þeir útvega tenglið (matsaðila), sem fylgir stofnuninni eftir í vinnu sinni frá upphafi til enda. Yfirlýst markmið tengiliðs er að hvetja stofnunina til að vinna að sífellt auknum gæðum. Á heimasíðu stofnunarinnar má finna ýmileg nytsamleg hjálpartæki og tól. Heimsókn matsaðila. Heimsóknin er nauðsynlegur hluti vottunarinnar, því með henni eru færðar sönnur á gæðavinnu stofnunarinnar. Heimsóknin tekur um fjórar klukkustundir og skal skipt upp í eftirfarandi þrjá þætti: Skoðunarferð um stofnunina. Hugsað til að heimsóknaraðili fái betri mynd af starfseminni og tilgangi hennar. Gagnastaðfesting. Gengið í skugga um að allar skyldur stofnunarinnar og gögn hafi verið eftir þeim kröfum sem LQW leggur framkvæmdaraðila á herðar. Umræður um skýrslu heimsóknaraðila. Skýrslan innheldur viðbrögð heimsóknaraðila við sjálfsmatsskýrslu stofnunarinnar.
  7. Eftir að hafa fjallað LQW módelið of þá sérstaklega með tilliti til EQM módelsins sem er í flestum símenntunarstofnunum í dag er ýmsar hugsanir sem skjóta upp kollinum. Jákvætt: Stofnunin sjálf hefur frelsi um eigin viðmið um gæði. Sem gerir það meira aðlaðandi en EQM, þar sem það er lokað og staðlað. LQW er því t.d. líklegra að draga fram styrkleika stofnunar. Allt snýst um námsmanninn og hvernig hann er að upplifa tilveruna eftir námsreynslu sína. Þar sem námsmenn eru misjafnir undirstrikar þetta margbreytileika og að stofnunin þurfi að aðlagast “sínum námsmönnum” LQM minnir stöðugt á að aðeins námsmaðurinn sjálfur er ábyrgur fyrir eigin námi. LQW tryggir stöðuga framþróun stofnunarinnar, þar sem það er spírallaga (fer hring eftir hring þar sem hver hringur er framhald). EQM er alltaf eins; nýtt vottunarferli er ekki gert sem beint framhald af stöðu stofnunarinnar, heldur er um hreina endurtekningu að ræða. Vinnan við LQM skilar stofnun sem lærir meðan EQM skilar stofnun sem uppfyllir. Neikvætt: Módelið er tímafrekt með mikilli skráningu. Stór sjálfsmatsskýrsla og allt að tveggja ára vinna gerir LQW aðeins fráhrindandi.