SlideShare a Scribd company logo
1 of 15
Rannveig Lund, 2013
Teikningar: Rakel McMahon
@Lestrarsetur Rannveigar
Lund
Bls. 1
Ég er alger auli í fótbolta.
Þess vegna hata ég fótbolta.
Í haust varð ég auðvitað að
keppa með bekknum mínum á móti 4. S.
Fyrir leikinn var ég alveg í mauki.
Ég kveið svo fyrir.
Bls. 2
Leiknum lauk 2-0 fyrir okkur.
Í bæði skiptin var það ég
sem skoraði.
Ég sem er vonlaus í fótbolta.
Þetta er bara draumur, hugsaði ég.
En þá flautaði dómarinn leikinn af.
Þetta var ekki draumur.
Bls. 3
Í fyrra skiptið sem ég
skoraði var aukakast.
Ég stóð nákvæmlega þar
sem boltinn kom inn á.
- Skjóttu Gauti, hrópaði Sæmi,
rauður í framan af æsingi.
Ég lokaði augunum og spark.
Boltinn þaut beint í netið.
Bls. 4
Sá í markinu
átti ekki von á þessu.
Hann kraup og var að reima skóinn sinn,
þegar boltinn flaug inn.
Bls. 5
- Klaufi, aumingi,
kölluðu hans menn.
Hvað varstu að hugsa?
Svo bauluðu þeir á hann.
- Aumingja hann.
Bls. 6
Hitt markið kom
enn meira á óvart.
Alger hundaheppni.
Það var Mikki maur
sem skaut í átt að markinu.
Þótt hann sé smár skýtur hann
rosalega föstum skotum.
Skotið fór í stöngina.
Bls. 7
Boltinn þaut
eins og eldflaug
aftur út á völlinn,
í áttina til mín.
Ég beygði mig til að fá hann ekki í hausinn.
Samt lenti hann rétt ofan við augað á mér.
Boltinn rauk í netið,
óverjandi skalli og mark.
Bls. 8
Allt í einu lá ég undir
haug af strákum.
Ég var orðinn sá besti.
- Þú gerðir allt laukrétt í stöðunni, sögðu þeir.
- Og hugsið ykkur, sagði Mikki maur,
Gauti sem æfir ekki einu sinni með liði.
Bls. 9
- Gauti, þú neyðist
til að byrja að æfa.
Okkur vantar gaur
eins og þig
í 1. deild hjá Nautunum.
Við erum á botninum.
Þeir fá aldeilis á baukinn
ef þú ferð að spila með okkur.
Bls. 10
Ég flaug í loftinu
alla leið heim.
Ég hef aldrei hlaupið
eins hratt.
Nú verður pabbi ánægður með mig.
- Pabbi, ég vil fara í fótboltalið.
Ég vil byrja að spila með Nautunum.
Bls. 11
Pabbi lá upp í sófa og hraut
en vaknaði við hávaðann í mér.
- Loksins, tautaði hann fyrst.
- Gauti minn, ég er búinn að bíða
svo lengi eftir þessu augnabliki.
Loksins, kom að því.
Síðan þaut hann upp, rauk á mig
og faðmaði mig.
Bls. 12
Svo saug hann fast upp í nefið.
Hann er með kæk.
Ef hann er æstur,
sýgur hann upp í nefið.
Svo strauk hann mér aftur og aftur um hárið.
Ég skildi ekki hvað hafði hlaupið í pabba.
Hann, sem er oft svo fúll þegar ég vek hann.
Bls. 13
- Pabbi, ég þarf að fá buxur,
bol og góða fótboltaskó.
Þú veist að það kostar
mikið að kaupa svona dót.
Þú átt örugglega ekki til aur fyrir því.
Þú átt aldrei aur þegar ég bið um dót
sem mig langar í.
Manstu skautana, manstu bílabrautina,
manstu rauða bolinn?
- Gauti minn, ég elska að kaupa allt
handa þér sem þarf í fótboltann.
Pabbi raulaði þegar hann þaut út.
Hann ætlaði að hitta vini sína í laugunum.
Ég veit alveg hvað hann talar um í heita
pottinum.
Bls. 14

More Related Content

Viewers also liked

Viewers also liked (10)

10 2-1 microondascalientatuvidaenunminuto
10 2-1 microondascalientatuvidaenunminuto10 2-1 microondascalientatuvidaenunminuto
10 2-1 microondascalientatuvidaenunminuto
 
Proyecto de informatica 8
Proyecto de informatica 8Proyecto de informatica 8
Proyecto de informatica 8
 
What are the differences between intellectual property rights & trade secrets?
What are the differences between intellectual property rights & trade secrets? What are the differences between intellectual property rights & trade secrets?
What are the differences between intellectual property rights & trade secrets?
 
Olg int dwnlds_rm
Olg int dwnlds_rmOlg int dwnlds_rm
Olg int dwnlds_rm
 
Escala 1
Escala 1Escala 1
Escala 1
 
Schembri_Clayton_CV
Schembri_Clayton_CVSchembri_Clayton_CV
Schembri_Clayton_CV
 
Proyecto de-informatica grupo 4
Proyecto de-informatica grupo 4Proyecto de-informatica grupo 4
Proyecto de-informatica grupo 4
 
New M.tech
New M.tech New M.tech
New M.tech
 
синоніми
синонімисиноніми
синоніми
 
Kevin R Peck resume
Kevin R Peck resumeKevin R Peck resume
Kevin R Peck resume
 

More from flataskoliipad

More from flataskoliipad (7)

Kynning kennara
Kynning kennaraKynning kennara
Kynning kennara
 
á Ferð
á Ferðá Ferð
á Ferð
 
1. heima
1. heima1. heima
1. heima
 
Leyndarmalið 16 25 (58 mb)
Leyndarmalið 16 25 (58 mb)Leyndarmalið 16 25 (58 mb)
Leyndarmalið 16 25 (58 mb)
 
Leyndarmalið 2 15 (68 mb)
Leyndarmalið 2 15 (68 mb)Leyndarmalið 2 15 (68 mb)
Leyndarmalið 2 15 (68 mb)
 
Afmaelisdagur 17 36
Afmaelisdagur 17 36Afmaelisdagur 17 36
Afmaelisdagur 17 36
 
Afmaelisd 1 16
Afmaelisd 1  16Afmaelisd 1  16
Afmaelisd 1 16
 

Gauti 1 14

  • 1. Rannveig Lund, 2013 Teikningar: Rakel McMahon @Lestrarsetur Rannveigar Lund
  • 2. Bls. 1 Ég er alger auli í fótbolta. Þess vegna hata ég fótbolta. Í haust varð ég auðvitað að keppa með bekknum mínum á móti 4. S. Fyrir leikinn var ég alveg í mauki. Ég kveið svo fyrir.
  • 3. Bls. 2 Leiknum lauk 2-0 fyrir okkur. Í bæði skiptin var það ég sem skoraði. Ég sem er vonlaus í fótbolta. Þetta er bara draumur, hugsaði ég. En þá flautaði dómarinn leikinn af. Þetta var ekki draumur.
  • 4. Bls. 3 Í fyrra skiptið sem ég skoraði var aukakast. Ég stóð nákvæmlega þar sem boltinn kom inn á. - Skjóttu Gauti, hrópaði Sæmi, rauður í framan af æsingi. Ég lokaði augunum og spark. Boltinn þaut beint í netið.
  • 5. Bls. 4 Sá í markinu átti ekki von á þessu. Hann kraup og var að reima skóinn sinn, þegar boltinn flaug inn.
  • 6. Bls. 5 - Klaufi, aumingi, kölluðu hans menn. Hvað varstu að hugsa? Svo bauluðu þeir á hann. - Aumingja hann.
  • 7. Bls. 6 Hitt markið kom enn meira á óvart. Alger hundaheppni. Það var Mikki maur sem skaut í átt að markinu. Þótt hann sé smár skýtur hann rosalega föstum skotum. Skotið fór í stöngina.
  • 8. Bls. 7 Boltinn þaut eins og eldflaug aftur út á völlinn, í áttina til mín. Ég beygði mig til að fá hann ekki í hausinn. Samt lenti hann rétt ofan við augað á mér. Boltinn rauk í netið, óverjandi skalli og mark.
  • 9. Bls. 8 Allt í einu lá ég undir haug af strákum. Ég var orðinn sá besti. - Þú gerðir allt laukrétt í stöðunni, sögðu þeir. - Og hugsið ykkur, sagði Mikki maur, Gauti sem æfir ekki einu sinni með liði.
  • 10. Bls. 9 - Gauti, þú neyðist til að byrja að æfa. Okkur vantar gaur eins og þig í 1. deild hjá Nautunum. Við erum á botninum. Þeir fá aldeilis á baukinn ef þú ferð að spila með okkur.
  • 11. Bls. 10 Ég flaug í loftinu alla leið heim. Ég hef aldrei hlaupið eins hratt. Nú verður pabbi ánægður með mig. - Pabbi, ég vil fara í fótboltalið. Ég vil byrja að spila með Nautunum.
  • 12. Bls. 11 Pabbi lá upp í sófa og hraut en vaknaði við hávaðann í mér. - Loksins, tautaði hann fyrst. - Gauti minn, ég er búinn að bíða svo lengi eftir þessu augnabliki. Loksins, kom að því. Síðan þaut hann upp, rauk á mig og faðmaði mig.
  • 13. Bls. 12 Svo saug hann fast upp í nefið. Hann er með kæk. Ef hann er æstur, sýgur hann upp í nefið. Svo strauk hann mér aftur og aftur um hárið. Ég skildi ekki hvað hafði hlaupið í pabba. Hann, sem er oft svo fúll þegar ég vek hann.
  • 14. Bls. 13 - Pabbi, ég þarf að fá buxur, bol og góða fótboltaskó. Þú veist að það kostar mikið að kaupa svona dót. Þú átt örugglega ekki til aur fyrir því. Þú átt aldrei aur þegar ég bið um dót sem mig langar í. Manstu skautana, manstu bílabrautina, manstu rauða bolinn?
  • 15. - Gauti minn, ég elska að kaupa allt handa þér sem þarf í fótboltann. Pabbi raulaði þegar hann þaut út. Hann ætlaði að hitta vini sína í laugunum. Ég veit alveg hvað hann talar um í heita pottinum. Bls. 14