SlideShare a Scribd company logo
1 of 18
Afmælisdagur
Ævars og Sæla
Rannveig Lund, 2013
Teikningar: Rakel McMahon
@Lestrarsetur Rannveigar Lund
Fylgir blaðsíðum 17-36 í bók
- Bílskúrinn er sjó-
ræningjaskip, sagði ég.
Við siglum um öll
heimsins höf.
- Nei, við erum víkingar.
Sæli vill alltaf fara í víkingaleik.
Afi hans fræðir hann mikið um víkinga.
Ég veit líka mikið um þá
því Sæli fræðir mig.
Bls. 17
Nú siglum við frá Íslandi
og finnum Grænland,
sagði Sæli.
- Já, en fyrst förum við til Írlands
að ræna fólki, sagði ég.
Þar náum við í þræla sem vinna verkin
sem við nennum ekki að vinna.
Bls. 18
Og ÉG er víkingur, bætti ég við.
- Þú ert þrællinn minn.
Sæli er svo frábært nafn á þræli.
Bls. 18-19
Þegar við finnum
Grænland,
Svo áttu að fæla burt villidýr.
Ég fæ mér að borða á meðan.
Ég verð með snæri og lem þig
ef þú gerir ekki allt sem ég segi.
Bls. 19-20
átt þú að draga
skipið í land.
- Hættu nú, sagði Sæli.
Ég vil sko ekki vera þræll.
Ég get alveg verið víkingur
eins og þú.
- Nei, þú getur það ekki.
- Ævar, þú getur alveg eins verið þræll.
- Kemur ekki til mála.
- Ekki ég heldur, sagði Sæli.
Bls. 20-21
Það verður einhver að þræla.
Ég gæti aldrei verið þræll.
- Mér dettur gott ráð í hug
bætti hann við.
Við fáum Æsu systur þína
til að vera með.
Hún gæti verið þræll.
- Hún Æsa! Hún flær þig lifandi
- Flær mig lifandi. Hvað þýðir það?
- Veit það ekki, en það er
Bls. 21 - 22
ef þú biður hana um það.
örugglega mjög slæmt.
- Ég held að indíánar geri
svoleiðis við óvini sína.
Æsa segir þetta alltaf við mig
þegar ég stríði henni.
- En litlu bræður þínir, er ekki gott
að nota þá fyrir þræla?
- Ég nenni nú ekki að hafa þá hér uppi á bílskúr.
Svo kæri ég mig ekki um að þú lemjir þá með snæri.
Bls. 23 - 24
- Ég er hættur í leiknum, sagði ég.
Ég ætla heim. Mér er kalt.
Tærnar á mér eru frosnar.
Ég held líka að smástund sé liðin.
Við máttum bara vera úti á róló í smástund.
Þau verða æf ef ég svík loforð.
En þegar ég ætlaði niður stigann var enginn stigi.
Það var búið að taka hann.
Bls. 25 - 26
Það var ekkert gaman lengur
uppi á þessum skúr.
Ég skalf.
- Ert ÞÚ hræddur? spurði Sæli
þegar hann sá það.
- Nei, mér er bara kalt.
Bls. 26
- Ævar, við verðum að hugsa
- Ég kann ráð, sagði ég. Við bindum saman föt.
Þú ferð úr peysunni og buxunum.
Ég held í annan endann og þú sígur niður.
Ég hef séð svona gert í bíómynd og
ræningjarnir komust niður af þakinu.
og finna ráð til að
komast niður.
Bls. 27 - 28
- Ævar, þetta er mjög slæmt ráð,
sagði Sæli.
Þú gætir til dæmis misst mig.
Eða dottið ofan á mig.
Svo vil ég ekki vera ber.
Það gæti einhver séð mig.
Bls. 28 - 29
- En ég veit, sagði Sæli.
Við förum með bæn.
Amma segir að það sé oft gott ráð
Svo setti hann lófana saman,
lokaði augunum og bærði varirnar.
Á meðan hann fór með bænina
hugsaði ég og hugsaði.
Bls. 29 - 30
að fara með bæn þegar eitthvað er að.
Allt í einu fann ég ráðið.
- Sæli, við verðum að fá
fólkið í húsunum
til að sjá okkur.
Við verðum með læti,
æpum og öskrum eins og við séum særðir.
Þá koma allir út í glugga og sjá okkur.
- Bænin mín var einmitt um
að við fyndum gott ráð, sagði Sæli.
Bls. 31
Svo byrjuðum við. Ég æpti Æ, æ, æ, æ.
Sæli æpti Á, á, á, á, á.
Það var eins og við manninn mælt.
Bls. 32
Allir gluggar í næstu húsum opnuðust.
Fullt af augum mændu á okkur.
- Viljið þið hjálpa okkur.
Við komumst ekki niður,
æptum við.
- Bölvuð læti eru þetta,
sagði maður í grænum slopp
Bls. 32 - 33
- Þetta gætu verið strákarnir sem var
auglýst eftir í tíu-fréttum, svaraði hún.
við konu með úfið hár.
-Eruð þið Ævar og Sæli? -Já, æptum við í kór.
Eftir augnablik birtust tvær
mömmur, tveir pabbar,
Æsa stóra systir og litlu bræður Sæla,
frændur og frænkur og fólk úr næstu húsum. - Vá!
Rosalega mæta margir til að ná í okkur, sagði ég.
Það er naumast að við erum vinsælir.
- Við eigum líka afmæli, sagði Sæli.
Bls. 34 - 35
fjórar ömmur og fjórir afar,
Þennan afmælisdag
muna margir ennþá.
Alltaf þegar ég ætla að
príla upp á bílskúr,
upp í tré eða bara upp á borð,
þá er ég minntur á hann.
Jæja, þetta var ævintýrið sem gerði pabba
svona æstan í morgun.
Það er víst best að fara yfir til Sæla
svo að pabbi geti sofið í ró og næði.

More Related Content

Featured

How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental HealthHow Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
ThinkNow
 
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie InsightsSocial Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Kurio // The Social Media Age(ncy)
 

Featured (20)

2024 State of Marketing Report – by Hubspot
2024 State of Marketing Report – by Hubspot2024 State of Marketing Report – by Hubspot
2024 State of Marketing Report – by Hubspot
 
Everything You Need To Know About ChatGPT
Everything You Need To Know About ChatGPTEverything You Need To Know About ChatGPT
Everything You Need To Know About ChatGPT
 
Product Design Trends in 2024 | Teenage Engineerings
Product Design Trends in 2024 | Teenage EngineeringsProduct Design Trends in 2024 | Teenage Engineerings
Product Design Trends in 2024 | Teenage Engineerings
 
How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental HealthHow Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
 
AI Trends in Creative Operations 2024 by Artwork Flow.pdf
AI Trends in Creative Operations 2024 by Artwork Flow.pdfAI Trends in Creative Operations 2024 by Artwork Flow.pdf
AI Trends in Creative Operations 2024 by Artwork Flow.pdf
 
Skeleton Culture Code
Skeleton Culture CodeSkeleton Culture Code
Skeleton Culture Code
 
PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024
PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024
PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024
 
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)
 
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
 
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie InsightsSocial Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
 
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
 
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
 
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
 
Getting into the tech field. what next
Getting into the tech field. what next Getting into the tech field. what next
Getting into the tech field. what next
 
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search IntentGoogle's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
 
How to have difficult conversations
How to have difficult conversations How to have difficult conversations
How to have difficult conversations
 
Introduction to Data Science
Introduction to Data ScienceIntroduction to Data Science
Introduction to Data Science
 
Time Management & Productivity - Best Practices
Time Management & Productivity -  Best PracticesTime Management & Productivity -  Best Practices
Time Management & Productivity - Best Practices
 
The six step guide to practical project management
The six step guide to practical project managementThe six step guide to practical project management
The six step guide to practical project management
 
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
 

Afmaelisdagur 17 36

  • 1. Afmælisdagur Ævars og Sæla Rannveig Lund, 2013 Teikningar: Rakel McMahon @Lestrarsetur Rannveigar Lund Fylgir blaðsíðum 17-36 í bók
  • 2. - Bílskúrinn er sjó- ræningjaskip, sagði ég. Við siglum um öll heimsins höf. - Nei, við erum víkingar. Sæli vill alltaf fara í víkingaleik. Afi hans fræðir hann mikið um víkinga. Ég veit líka mikið um þá því Sæli fræðir mig. Bls. 17
  • 3. Nú siglum við frá Íslandi og finnum Grænland, sagði Sæli. - Já, en fyrst förum við til Írlands að ræna fólki, sagði ég. Þar náum við í þræla sem vinna verkin sem við nennum ekki að vinna. Bls. 18
  • 4. Og ÉG er víkingur, bætti ég við. - Þú ert þrællinn minn. Sæli er svo frábært nafn á þræli. Bls. 18-19
  • 5. Þegar við finnum Grænland, Svo áttu að fæla burt villidýr. Ég fæ mér að borða á meðan. Ég verð með snæri og lem þig ef þú gerir ekki allt sem ég segi. Bls. 19-20 átt þú að draga skipið í land.
  • 6. - Hættu nú, sagði Sæli. Ég vil sko ekki vera þræll. Ég get alveg verið víkingur eins og þú. - Nei, þú getur það ekki. - Ævar, þú getur alveg eins verið þræll. - Kemur ekki til mála. - Ekki ég heldur, sagði Sæli. Bls. 20-21 Það verður einhver að þræla. Ég gæti aldrei verið þræll.
  • 7. - Mér dettur gott ráð í hug bætti hann við. Við fáum Æsu systur þína til að vera með. Hún gæti verið þræll. - Hún Æsa! Hún flær þig lifandi - Flær mig lifandi. Hvað þýðir það? - Veit það ekki, en það er Bls. 21 - 22 ef þú biður hana um það. örugglega mjög slæmt.
  • 8. - Ég held að indíánar geri svoleiðis við óvini sína. Æsa segir þetta alltaf við mig þegar ég stríði henni. - En litlu bræður þínir, er ekki gott að nota þá fyrir þræla? - Ég nenni nú ekki að hafa þá hér uppi á bílskúr. Svo kæri ég mig ekki um að þú lemjir þá með snæri. Bls. 23 - 24
  • 9. - Ég er hættur í leiknum, sagði ég. Ég ætla heim. Mér er kalt. Tærnar á mér eru frosnar. Ég held líka að smástund sé liðin. Við máttum bara vera úti á róló í smástund. Þau verða æf ef ég svík loforð. En þegar ég ætlaði niður stigann var enginn stigi. Það var búið að taka hann. Bls. 25 - 26
  • 10. Það var ekkert gaman lengur uppi á þessum skúr. Ég skalf. - Ert ÞÚ hræddur? spurði Sæli þegar hann sá það. - Nei, mér er bara kalt. Bls. 26
  • 11. - Ævar, við verðum að hugsa - Ég kann ráð, sagði ég. Við bindum saman föt. Þú ferð úr peysunni og buxunum. Ég held í annan endann og þú sígur niður. Ég hef séð svona gert í bíómynd og ræningjarnir komust niður af þakinu. og finna ráð til að komast niður. Bls. 27 - 28
  • 12. - Ævar, þetta er mjög slæmt ráð, sagði Sæli. Þú gætir til dæmis misst mig. Eða dottið ofan á mig. Svo vil ég ekki vera ber. Það gæti einhver séð mig. Bls. 28 - 29
  • 13. - En ég veit, sagði Sæli. Við förum með bæn. Amma segir að það sé oft gott ráð Svo setti hann lófana saman, lokaði augunum og bærði varirnar. Á meðan hann fór með bænina hugsaði ég og hugsaði. Bls. 29 - 30 að fara með bæn þegar eitthvað er að.
  • 14. Allt í einu fann ég ráðið. - Sæli, við verðum að fá fólkið í húsunum til að sjá okkur. Við verðum með læti, æpum og öskrum eins og við séum særðir. Þá koma allir út í glugga og sjá okkur. - Bænin mín var einmitt um að við fyndum gott ráð, sagði Sæli. Bls. 31
  • 15. Svo byrjuðum við. Ég æpti Æ, æ, æ, æ. Sæli æpti Á, á, á, á, á. Það var eins og við manninn mælt. Bls. 32 Allir gluggar í næstu húsum opnuðust. Fullt af augum mændu á okkur.
  • 16. - Viljið þið hjálpa okkur. Við komumst ekki niður, æptum við. - Bölvuð læti eru þetta, sagði maður í grænum slopp Bls. 32 - 33 - Þetta gætu verið strákarnir sem var auglýst eftir í tíu-fréttum, svaraði hún. við konu með úfið hár. -Eruð þið Ævar og Sæli? -Já, æptum við í kór.
  • 17. Eftir augnablik birtust tvær mömmur, tveir pabbar, Æsa stóra systir og litlu bræður Sæla, frændur og frænkur og fólk úr næstu húsum. - Vá! Rosalega mæta margir til að ná í okkur, sagði ég. Það er naumast að við erum vinsælir. - Við eigum líka afmæli, sagði Sæli. Bls. 34 - 35 fjórar ömmur og fjórir afar,
  • 18. Þennan afmælisdag muna margir ennþá. Alltaf þegar ég ætla að príla upp á bílskúr, upp í tré eða bara upp á borð, þá er ég minntur á hann. Jæja, þetta var ævintýrið sem gerði pabba svona æstan í morgun. Það er víst best að fara yfir til Sæla svo að pabbi geti sofið í ró og næði.