SlideShare a Scribd company logo
1
Úttekt á fjarnámi í FÁ og VMA
Hver er niðurstaðan?
Hver er munurinn á okkur og VMA?
Eigum við að breyta einhverju hjá okkur í
ljósi þessa?
2
Skýrslur um fjarnám við FÁ og VMA
Unnar fyrir menntamálaráðuneytið á vorönn
2003
Taka til áranna 2001-2003
Höfundar:
– Ásrún Matthíasdóttir
– Unnar Hermannsson
3
Tilgangur úttektar er að:
leggja mat á fjarkennslu með tilliti til:
– skipulagningar
– kennsluaðferða
– notkunar upplýsingatækni
– fjárhagsramma
– kostnaðarþátta
– eftirspurnar og
– framtíðarhorfa
4
Fjarnám fyrir hverja?
Grunnskólanemendur
Nemendur í framhaldsskólum sem vilja flýta fyrir
sér í námi, hafa fallið í tilteknum áfanga, áfangi
ekki í boði í þeirra skóla, o.s.frv
Nemendur sem hafa flosnað upp frá námi í
framhaldsskóla og vilja taka upp þráðinn að nýju
Aðra
5
Eftirspurn
Mikil aðsókn er vandamál
– Haustönn 2001: 50 nemendur
– Vorönn 2002: 100 nemendur
– Sumarönn 2002: 600 nemendur
– Haustönn 2002: 1100 nemendur
– Vorönn 2003: 1150 nemendur
– Sumarönn 2003:
6
Skráning og framboð áfanga*
FÁ
– Skráðir nemendur: 1369
– Greiddu skráningargjald: 1144
– Áfangar í boði: 82
– Brottfall: 49%
VMA
– Skráðir nemendur: 844
– Greiddu skráningargjald: 807
– Áfangar í boði: 154
– Brottfall: 17%
*Haust 2002 (Tölur úr fyrirlestri SS og HJS á UT-2003)
7
Skipulag
Fjarnámsstjóri í fullu starfi
Námið er skipulagt á þrjár annir árlega
9 einingar hámark per nemanda á önn
Mismargir nemendur í hóp
Námskröfur sömu í dagskóla og fjarnámi, sömu
kennarar, kennslubækur, verkefni
Prófað á 40 stöðum hérlendis jafnt sem erlendis
8
Skipulag, niðurstöður
Skipulag fjarnámsins í FÁ er enn í mótun,
samræma þarf kennslu og skipulag einstakra
áfanga
Skipulag fjarnámsins í VMA er í föstum skorðum
þar sem áherslan er á litla nemendahópa og
persónuleg tengsl nemenda og fjarkennara
9
Hugmyndafræði fjarnáms
“..fjarnám er sjálfsnám undir styrkri stjórn
kennara og byggist á efni sem hann hefur
“matreitt” og kryddað að eigin hætti. Nemandi
getur sífellt farið í prófabanka til þess að mæla
kunnáttu sína á tilteknum sviðum og hann á
vísan aðgang að kennara með spurningar og
athugasemdir.”
Sölvi Sveinsson, skýrsla um fjarnám árið 2002, bls.3
10
Kennsluaðferðir
Mikill metnaður meðal fjarkennara skólans að
bjóða nemendum gott rafrænt kennsluumhverfi
Kennarar útbúa námsumhverfi (WebCT) með:
Kennsluáætlunum, námsleiðbeiningum,
námsefni, verkefnum, svörum við verkefnum,
gagnvirkum æfingum, umræðum o.s.frv.
WebCT nýtt markvisst í öllum áföngum frá og
með síðustu áramótum
Samræmt útlit kennsluumhverfis
11
Kennsluaðferðir, niðurstöður
Samdóma álit kennara FÁ að þeirra hlutverk
væri ekki að skipuleggja námstilhögun
fjarnemenda sinna, t.d. með tilteknum
skiladögum á verkefnum eða öðrum tímasettum
aðgerðum, heldur ætti sá sveigjanleiki sem Netið
veitir nemum að vera nýttur til hins ýtrasta.
Stuðla þarf að virkni nemenda og kennara
12
Kennsluaðferðir, VMA
Kennslustundir færðar nemendum á rafrænu form
Tíð verkefnaskil, skilafrestur takmarkaður
“Aðferðafræði VMA hafa forsvarsmenn skólans
skilgreint sem tölvuvæddan bréfaskóla, sem þó stendur
hefðbundnum bréfaskólum verulega framar með notkun
á þeirri netvæddu tölvutækni sem nú er í boði.”
Bls. 6
13
Kennsluaðferðir, VMA
Ekki hefur verið lögð sérstök áhersla á að
fjarkennarar nýti sér nýja möguleika í
fjarkennslu, svo sem að nota kennslukerfi eins
og WebCT
Þeir sem þess óska geta fengið aðgang að
WebCT og á vorönn 2003 voru einungis 12
áfangar af 155 áföngum kenndir í kerfinu eða
7,7% allra áfanga
14
Fjarkennsla krefst vinnu
Vinna kennara í fjarnámi er mun meiri við
undirbúning en í annarri kennslu. Forsenda þess
að taka þátt í fjarnámi er öflugt kennsluumhverfi
á neti og bak við gott fjarnámsumhverfi búa mjög
margar vinnustundir og viðhald þess er
vinnufrekt.
Sölvi Sveinsson, skýrsla um fjarnám árið 2002, bls.3
15
Mikil vinna hjá kennurum í:
Undirbúningi fjarkennslunnar
Að vinna námsefni fyrir net
Útbúa rafræn verkefni, próf, gagnvirkar æfingar
og svör við spurningum
Svara fjarnemendum inna tveggja sólarhringa
Að viðhalda, bæta og breyta rafrænu efni til að
laga að námskröfum og nemendahópum
16
Endurmenntun kennara
Kenna fjarkennurum betur ýmsa möguleika í
kennsluháttum fjarnámsins með áherslu á virkni
og samskipti fjarnemenda í gegnum Netið
Endurmenntun kennara: Kennslufræði þar sem
aðferðir sem auka virkni og samvinnu
fjarnemenda eru nýttar
17
Nemendur:
Nýta sér námsefni í kennslubókum og á neti
Vinna verkefni, sum gilda til einkunnar, önnur
ekki
Skipuleggja vinnu sína sjálfir
Eru óháðir stað og stund og ráða hvenær þeir
gera verkefni
Taka þátt í umræðum
18
Nemendur, frh.
Eru almennt ánægðir með fjarnámið
Telja að vinnubrögð fjarkennara væru ekki nógu
samræmd og hefði komið fyrir að fjarkennari
svaraði ekki bréfum nemenda fyrr en eftir 1-2
vikur
Telja að fjarnám sé erfiðara en dagskólanám
Áhyggjufullir vegna síhækkandi verðs
19
Notkun upplýsingatækni
FÁ var UT-skóli 1999-2002
Allir kennarar hafa fartölvur með þeim forritum
sem þeir þurfa að nota
Þráðlaust net í skólanum
Kennurum boðið á námskeið í upplýsinga- og
samskiptatækni
Dreifnám: Námsefni sett á rafrænt form á Netið
og í kennsluumhverfi á neti (WebCT, LS)
20
Markmið UT-verkefnis
“Eitt af þeim markmiðum sem skólinn setti sér
þegar hann varð þróunarskóli í upplýsingatækni
á þorra 1999 var að geta boðið upp á fjarnám í
sem flestum áföngum að verkefninu loknu.”
Sölvi Sveinsson, skýrsla um fjarnám árið 2002
21
Notkun UT, niðurstöður
Möguleikar netsins vel nýttir í flestum áföngum,
það kallar á símenntun kennara
Nauðsynlegt að auka verulega gerð rafræns
námsefnis og verkefna á íslensku fyrir
fjarkennslu
Æskilegt er að skólar sem bjóða upp á fjarnám
hafi aðgang að kennslukerfi á íslensku á
hóflegu verði
22
UT, lokaorð
Í lokaorðum skýrslunnar segir:
– “Staða fjarnáms við FÁ er sterk þó það sé enn
í mótun og hefur góður undirbúningur kennara
eflaust haft sitt að segja um hversu vel til
hefur tekist.”
Bls.23
23
Notkun UT í VMA
Notkun fjarkennara VMA á neti og
kennslukerfum er lítil fyrir utan tölvupóst og gera
þarf átak í markvissri kynningu meðal þeirra á
þeim möguleikum sem Netið og kennslukerfi
bjóða upp á
Brýnt að VMA þrói kennsluhætti og efli notkun
upplýsinga- og samskiptatækni sem er ekki
almenn fyrir utan notkun á tölvupósti
24
Fjárhagsrammi
Það sem nemendur þurfa að greiða fyrir 9
einingar á önn:
– Sumarönn 2002: 4.250 krónur*
– Vorönn 2003: 24.500 krónur**
– Sumarönn 2003: 41.750 krónur***
Stilla þarf verði í hóf
*allir
**aðrir en nemendur í framhaldsskólum sem eru 20 ára eða yngri
***aðrir en nemendur FÁ
25
Fjárhagsrammi, frh.
Æskilegt er að eyða óvissu sem verið hefur um
fjármögnun fjarnámsins og koma ákveðnu
skipulagi á kostnaðarhlutdeild nemenda svo þeir
viti fyrirfram að hverju þeir ganga
26
Kostnaðarþættir
Að sögn forsvarsmanna FÁ er rekstur
fjarnámsins í járnum.
Óvissa um fjárhagsramma fjarnámsins stendur
þróun þess fyrir dyrum.
Æskilegt er að greiðslur fyrir fjarkennslu falli með
skýrari hætti en nú er undir kjarasamninga
kennara.
27
Kostnaðarþættir, niðurstöður
Skapa þarf skýrari laga- og reglugerðarramma
utan um fjarkennslu á framhaldsskólastigi en nú
er og eyða í framhaldinu óvissu þeirra aðila sem
stunda fjarkennslu t.d. með þjónustusamningi til
tiltekins árafjölda. Þessi rammi má þó ekki vera
óþarflega íþyngjandi fyrir framþróun fjarnámsins.
28
Brottfall nemenda
Vandi FÁ er mikið brottfall sem leita þarf leiða til
að draga úr
Brottfall í FÁ allt að 60% í heild sinni (frá 11%-
84% eftir áföngum)
Brottfall um og yfir 50% er óásættanlegt og krefst
aðgerða af hálfu viðkomandi skóla
Í VMA er brottfall 20-25%
29
Til að sporna gegn brottfalli mætti:
Auka kynningu til að eyða þeim misskilningi að
fjarnám sé auðveldara en hefðbundið nám og
stuðla þannig að markvissari innrit
Auka námsráðgjöf við innritun
Auka persónuleg tengsl
Auka aðhald kennarans án þess að draga úr
sjálfstæði nemandans
30
Til að sporna gegn brottfalli mætti:
Kennari hvetja til aukinnar samvinnu og virkni
fjarnemenda til að skapa aðhald og stuðning
Auka umræðu nemenda á neti
Efla rafræna námsefnisgerð á íslensku
Hafa vinnulotur í skólanum
Endurgreiða þeim nemendum sem mæta í próf
hluta af innritunargjöldum
31
Lítið brottfall í VMA, ástæður:
Gera má ráð fyrir að mikið aðhald í fjarkennslu
við VMA með vikulegum verkefnum og áhersla á
einstaklingskennslu hafi jákvæð áhrif á
námsástundun og dragi úr brottfalli.
32
Brottfall í fjarnámi
Kemur það í stað falls í prófum í dagskóla, þ.e.
að fjarnemendur sleppi frekar að fara í próf ef
undirbúningur er ekki fullnægjandi heldur en
dagskólanemendur?
33
Framtíðarhorfur
Skapa skólanum fjárhagslegan grunn, til að
bjóða upp á fjarnám á viðráðanlegu verði til að
eyða óvissu nemenda og stuðla að því að þeir
sem vilja geti nýtt sér þennan áhugaverða
valkost
Þróa þarf fjarnámið áfram og auka rafrænt
námsefni á íslensku til að stuðla að betri árangri
og markvissari notkun á þeim möguleikum sem
tæknin býður uppá
34
Lokaorð
Getur fjarnámið tekið á brottfalli
framhaldsskólakerfisins þar sem fjölmörgum
nemendum sem helst hafa úr lestinni úr
dagskóla af einhverjum ástæðum býðst annað
tækifæri til að ljúka stúdentsprófi í gegnum
fjarnám án þess að setjast með formlegum hætti
á skólabekk í dagskóla.

More Related Content

Similar to Úttekt á fjarnámi í FÁ og VMA

Menntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17mars
Menntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17marsMenntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17mars
Menntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17marsSólveig Jakobsdóttir
 
Fjarnam Fjarkennsla
Fjarnam FjarkennslaFjarnam Fjarkennsla
Fjarnam Fjarkennslaradstefna3f
 
Fjarkennarinn
FjarkennarinnFjarkennarinn
Staða dreif- og fjarnáms á Íslandi
Staða dreif- og fjarnáms á ÍslandiStaða dreif- og fjarnáms á Íslandi
Staða dreif- og fjarnáms á ÍslandiUniversity of Iceland
 
Erum við komin inn í 21 öldina
Erum við komin inn í 21 öldinaErum við komin inn í 21 öldina
Erum við komin inn í 21 öldina
University of Iceland
 
þAð felast töfrar_í_tölum-glærur-grunn
þAð felast töfrar_í_tölum-glærur-grunnþAð felast töfrar_í_tölum-glærur-grunn
þAð felast töfrar_í_tölum-glærur-grunn
Margret2008
 
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
University of Iceland
 
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
University of Iceland
 
Upplýsingatækni
UpplýsingatækniUpplýsingatækni
Upplýsingatækni
ivar_khi
 
Vidhorf framhaldsskolanemenda til tolvustudds nams
Vidhorf framhaldsskolanemenda til tolvustudds namsVidhorf framhaldsskolanemenda til tolvustudds nams
Vidhorf framhaldsskolanemenda til tolvustudds nams
University of Iceland
 
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
University of Iceland
 
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámiHvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
University of Iceland
 
Vidhorf Nemenda til Fyrirkomulags Nams a Menntavisindasvidi
Vidhorf Nemenda til Fyrirkomulags Nams a MenntavisindasvidiVidhorf Nemenda til Fyrirkomulags Nams a Menntavisindasvidi
Vidhorf Nemenda til Fyrirkomulags Nams a Menntavisindasvidi
Hróbjartur Árnason
 
Starfsþróun, starfssamfélög og samfélagamiðlar
Starfsþróun, starfssamfélög og samfélagamiðlar Starfsþróun, starfssamfélög og samfélagamiðlar
Starfsþróun, starfssamfélög og samfélagamiðlar
Svava Pétursdóttir
 
Nestisspjall
NestisspjallNestisspjall
Nestisspjall
Svava Pétursdóttir
 
Fjarnám og fjarkennsla
Fjarnám og fjarkennslaFjarnám og fjarkennsla
Fjarnám og fjarkennsla
Sigurlaug Kristmannsdóttir
 
Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti
Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaetiFjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti
Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti
Sólveig Jakobsdóttir
 
Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti
Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaetiFjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti
Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti
Sólveig Jakobsdóttir
 
Viviane og samtalstaekni nyirogreyndir2017
Viviane og samtalstaekni nyirogreyndir2017Viviane og samtalstaekni nyirogreyndir2017
Viviane og samtalstaekni nyirogreyndir2017
ingileif2507
 

Similar to Úttekt á fjarnámi í FÁ og VMA (20)

Menntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17mars
Menntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17marsMenntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17mars
Menntun barna og unglinga á landsbyggðinni tj sj_17mars
 
Fjarnam Fjarkennsla
Fjarnam FjarkennslaFjarnam Fjarkennsla
Fjarnam Fjarkennsla
 
Fjarkennarinn
FjarkennarinnFjarkennarinn
Fjarkennarinn
 
Staða dreif- og fjarnáms á Íslandi
Staða dreif- og fjarnáms á ÍslandiStaða dreif- og fjarnáms á Íslandi
Staða dreif- og fjarnáms á Íslandi
 
Erum við komin inn í 21 öldina
Erum við komin inn í 21 öldinaErum við komin inn í 21 öldina
Erum við komin inn í 21 öldina
 
þAð felast töfrar_í_tölum-glærur-grunn
þAð felast töfrar_í_tölum-glærur-grunnþAð felast töfrar_í_tölum-glærur-grunn
þAð felast töfrar_í_tölum-glærur-grunn
 
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
Hvernig tryggjum við akademísk heilindi í fjarnámi?
 
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
Getur góð endurgjöf styrkt tengsl kennara og nemenda í fjarnámi? Notkun Turni...
 
Upplýsingatækni
UpplýsingatækniUpplýsingatækni
Upplýsingatækni
 
Vidhorf framhaldsskolanemenda til tolvustudds nams
Vidhorf framhaldsskolanemenda til tolvustudds namsVidhorf framhaldsskolanemenda til tolvustudds nams
Vidhorf framhaldsskolanemenda til tolvustudds nams
 
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
Þróun kennsluhátta á Menntavísindasviði og hvað gæti falist í kennsluhúsnæði ...
 
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámiHvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
Hvernig getum við fylgt eftir akademískum heilindum í fjarnámi
 
Vidhorf Nemenda til Fyrirkomulags Nams a Menntavisindasvidi
Vidhorf Nemenda til Fyrirkomulags Nams a MenntavisindasvidiVidhorf Nemenda til Fyrirkomulags Nams a Menntavisindasvidi
Vidhorf Nemenda til Fyrirkomulags Nams a Menntavisindasvidi
 
Tölvutök
TölvutökTölvutök
Tölvutök
 
Starfsþróun, starfssamfélög og samfélagamiðlar
Starfsþróun, starfssamfélög og samfélagamiðlar Starfsþróun, starfssamfélög og samfélagamiðlar
Starfsþróun, starfssamfélög og samfélagamiðlar
 
Nestisspjall
NestisspjallNestisspjall
Nestisspjall
 
Fjarnám og fjarkennsla
Fjarnám og fjarkennslaFjarnám og fjarkennsla
Fjarnám og fjarkennsla
 
Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti
Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaetiFjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti
Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti
 
Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti
Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaetiFjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti
Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti
 
Viviane og samtalstaekni nyirogreyndir2017
Viviane og samtalstaekni nyirogreyndir2017Viviane og samtalstaekni nyirogreyndir2017
Viviane og samtalstaekni nyirogreyndir2017
 

Úttekt á fjarnámi í FÁ og VMA

  • 1. 1 Úttekt á fjarnámi í FÁ og VMA Hver er niðurstaðan? Hver er munurinn á okkur og VMA? Eigum við að breyta einhverju hjá okkur í ljósi þessa?
  • 2. 2 Skýrslur um fjarnám við FÁ og VMA Unnar fyrir menntamálaráðuneytið á vorönn 2003 Taka til áranna 2001-2003 Höfundar: – Ásrún Matthíasdóttir – Unnar Hermannsson
  • 3. 3 Tilgangur úttektar er að: leggja mat á fjarkennslu með tilliti til: – skipulagningar – kennsluaðferða – notkunar upplýsingatækni – fjárhagsramma – kostnaðarþátta – eftirspurnar og – framtíðarhorfa
  • 4. 4 Fjarnám fyrir hverja? Grunnskólanemendur Nemendur í framhaldsskólum sem vilja flýta fyrir sér í námi, hafa fallið í tilteknum áfanga, áfangi ekki í boði í þeirra skóla, o.s.frv Nemendur sem hafa flosnað upp frá námi í framhaldsskóla og vilja taka upp þráðinn að nýju Aðra
  • 5. 5 Eftirspurn Mikil aðsókn er vandamál – Haustönn 2001: 50 nemendur – Vorönn 2002: 100 nemendur – Sumarönn 2002: 600 nemendur – Haustönn 2002: 1100 nemendur – Vorönn 2003: 1150 nemendur – Sumarönn 2003:
  • 6. 6 Skráning og framboð áfanga* FÁ – Skráðir nemendur: 1369 – Greiddu skráningargjald: 1144 – Áfangar í boði: 82 – Brottfall: 49% VMA – Skráðir nemendur: 844 – Greiddu skráningargjald: 807 – Áfangar í boði: 154 – Brottfall: 17% *Haust 2002 (Tölur úr fyrirlestri SS og HJS á UT-2003)
  • 7. 7 Skipulag Fjarnámsstjóri í fullu starfi Námið er skipulagt á þrjár annir árlega 9 einingar hámark per nemanda á önn Mismargir nemendur í hóp Námskröfur sömu í dagskóla og fjarnámi, sömu kennarar, kennslubækur, verkefni Prófað á 40 stöðum hérlendis jafnt sem erlendis
  • 8. 8 Skipulag, niðurstöður Skipulag fjarnámsins í FÁ er enn í mótun, samræma þarf kennslu og skipulag einstakra áfanga Skipulag fjarnámsins í VMA er í föstum skorðum þar sem áherslan er á litla nemendahópa og persónuleg tengsl nemenda og fjarkennara
  • 9. 9 Hugmyndafræði fjarnáms “..fjarnám er sjálfsnám undir styrkri stjórn kennara og byggist á efni sem hann hefur “matreitt” og kryddað að eigin hætti. Nemandi getur sífellt farið í prófabanka til þess að mæla kunnáttu sína á tilteknum sviðum og hann á vísan aðgang að kennara með spurningar og athugasemdir.” Sölvi Sveinsson, skýrsla um fjarnám árið 2002, bls.3
  • 10. 10 Kennsluaðferðir Mikill metnaður meðal fjarkennara skólans að bjóða nemendum gott rafrænt kennsluumhverfi Kennarar útbúa námsumhverfi (WebCT) með: Kennsluáætlunum, námsleiðbeiningum, námsefni, verkefnum, svörum við verkefnum, gagnvirkum æfingum, umræðum o.s.frv. WebCT nýtt markvisst í öllum áföngum frá og með síðustu áramótum Samræmt útlit kennsluumhverfis
  • 11. 11 Kennsluaðferðir, niðurstöður Samdóma álit kennara FÁ að þeirra hlutverk væri ekki að skipuleggja námstilhögun fjarnemenda sinna, t.d. með tilteknum skiladögum á verkefnum eða öðrum tímasettum aðgerðum, heldur ætti sá sveigjanleiki sem Netið veitir nemum að vera nýttur til hins ýtrasta. Stuðla þarf að virkni nemenda og kennara
  • 12. 12 Kennsluaðferðir, VMA Kennslustundir færðar nemendum á rafrænu form Tíð verkefnaskil, skilafrestur takmarkaður “Aðferðafræði VMA hafa forsvarsmenn skólans skilgreint sem tölvuvæddan bréfaskóla, sem þó stendur hefðbundnum bréfaskólum verulega framar með notkun á þeirri netvæddu tölvutækni sem nú er í boði.” Bls. 6
  • 13. 13 Kennsluaðferðir, VMA Ekki hefur verið lögð sérstök áhersla á að fjarkennarar nýti sér nýja möguleika í fjarkennslu, svo sem að nota kennslukerfi eins og WebCT Þeir sem þess óska geta fengið aðgang að WebCT og á vorönn 2003 voru einungis 12 áfangar af 155 áföngum kenndir í kerfinu eða 7,7% allra áfanga
  • 14. 14 Fjarkennsla krefst vinnu Vinna kennara í fjarnámi er mun meiri við undirbúning en í annarri kennslu. Forsenda þess að taka þátt í fjarnámi er öflugt kennsluumhverfi á neti og bak við gott fjarnámsumhverfi búa mjög margar vinnustundir og viðhald þess er vinnufrekt. Sölvi Sveinsson, skýrsla um fjarnám árið 2002, bls.3
  • 15. 15 Mikil vinna hjá kennurum í: Undirbúningi fjarkennslunnar Að vinna námsefni fyrir net Útbúa rafræn verkefni, próf, gagnvirkar æfingar og svör við spurningum Svara fjarnemendum inna tveggja sólarhringa Að viðhalda, bæta og breyta rafrænu efni til að laga að námskröfum og nemendahópum
  • 16. 16 Endurmenntun kennara Kenna fjarkennurum betur ýmsa möguleika í kennsluháttum fjarnámsins með áherslu á virkni og samskipti fjarnemenda í gegnum Netið Endurmenntun kennara: Kennslufræði þar sem aðferðir sem auka virkni og samvinnu fjarnemenda eru nýttar
  • 17. 17 Nemendur: Nýta sér námsefni í kennslubókum og á neti Vinna verkefni, sum gilda til einkunnar, önnur ekki Skipuleggja vinnu sína sjálfir Eru óháðir stað og stund og ráða hvenær þeir gera verkefni Taka þátt í umræðum
  • 18. 18 Nemendur, frh. Eru almennt ánægðir með fjarnámið Telja að vinnubrögð fjarkennara væru ekki nógu samræmd og hefði komið fyrir að fjarkennari svaraði ekki bréfum nemenda fyrr en eftir 1-2 vikur Telja að fjarnám sé erfiðara en dagskólanám Áhyggjufullir vegna síhækkandi verðs
  • 19. 19 Notkun upplýsingatækni FÁ var UT-skóli 1999-2002 Allir kennarar hafa fartölvur með þeim forritum sem þeir þurfa að nota Þráðlaust net í skólanum Kennurum boðið á námskeið í upplýsinga- og samskiptatækni Dreifnám: Námsefni sett á rafrænt form á Netið og í kennsluumhverfi á neti (WebCT, LS)
  • 20. 20 Markmið UT-verkefnis “Eitt af þeim markmiðum sem skólinn setti sér þegar hann varð þróunarskóli í upplýsingatækni á þorra 1999 var að geta boðið upp á fjarnám í sem flestum áföngum að verkefninu loknu.” Sölvi Sveinsson, skýrsla um fjarnám árið 2002
  • 21. 21 Notkun UT, niðurstöður Möguleikar netsins vel nýttir í flestum áföngum, það kallar á símenntun kennara Nauðsynlegt að auka verulega gerð rafræns námsefnis og verkefna á íslensku fyrir fjarkennslu Æskilegt er að skólar sem bjóða upp á fjarnám hafi aðgang að kennslukerfi á íslensku á hóflegu verði
  • 22. 22 UT, lokaorð Í lokaorðum skýrslunnar segir: – “Staða fjarnáms við FÁ er sterk þó það sé enn í mótun og hefur góður undirbúningur kennara eflaust haft sitt að segja um hversu vel til hefur tekist.” Bls.23
  • 23. 23 Notkun UT í VMA Notkun fjarkennara VMA á neti og kennslukerfum er lítil fyrir utan tölvupóst og gera þarf átak í markvissri kynningu meðal þeirra á þeim möguleikum sem Netið og kennslukerfi bjóða upp á Brýnt að VMA þrói kennsluhætti og efli notkun upplýsinga- og samskiptatækni sem er ekki almenn fyrir utan notkun á tölvupósti
  • 24. 24 Fjárhagsrammi Það sem nemendur þurfa að greiða fyrir 9 einingar á önn: – Sumarönn 2002: 4.250 krónur* – Vorönn 2003: 24.500 krónur** – Sumarönn 2003: 41.750 krónur*** Stilla þarf verði í hóf *allir **aðrir en nemendur í framhaldsskólum sem eru 20 ára eða yngri ***aðrir en nemendur FÁ
  • 25. 25 Fjárhagsrammi, frh. Æskilegt er að eyða óvissu sem verið hefur um fjármögnun fjarnámsins og koma ákveðnu skipulagi á kostnaðarhlutdeild nemenda svo þeir viti fyrirfram að hverju þeir ganga
  • 26. 26 Kostnaðarþættir Að sögn forsvarsmanna FÁ er rekstur fjarnámsins í járnum. Óvissa um fjárhagsramma fjarnámsins stendur þróun þess fyrir dyrum. Æskilegt er að greiðslur fyrir fjarkennslu falli með skýrari hætti en nú er undir kjarasamninga kennara.
  • 27. 27 Kostnaðarþættir, niðurstöður Skapa þarf skýrari laga- og reglugerðarramma utan um fjarkennslu á framhaldsskólastigi en nú er og eyða í framhaldinu óvissu þeirra aðila sem stunda fjarkennslu t.d. með þjónustusamningi til tiltekins árafjölda. Þessi rammi má þó ekki vera óþarflega íþyngjandi fyrir framþróun fjarnámsins.
  • 28. 28 Brottfall nemenda Vandi FÁ er mikið brottfall sem leita þarf leiða til að draga úr Brottfall í FÁ allt að 60% í heild sinni (frá 11%- 84% eftir áföngum) Brottfall um og yfir 50% er óásættanlegt og krefst aðgerða af hálfu viðkomandi skóla Í VMA er brottfall 20-25%
  • 29. 29 Til að sporna gegn brottfalli mætti: Auka kynningu til að eyða þeim misskilningi að fjarnám sé auðveldara en hefðbundið nám og stuðla þannig að markvissari innrit Auka námsráðgjöf við innritun Auka persónuleg tengsl Auka aðhald kennarans án þess að draga úr sjálfstæði nemandans
  • 30. 30 Til að sporna gegn brottfalli mætti: Kennari hvetja til aukinnar samvinnu og virkni fjarnemenda til að skapa aðhald og stuðning Auka umræðu nemenda á neti Efla rafræna námsefnisgerð á íslensku Hafa vinnulotur í skólanum Endurgreiða þeim nemendum sem mæta í próf hluta af innritunargjöldum
  • 31. 31 Lítið brottfall í VMA, ástæður: Gera má ráð fyrir að mikið aðhald í fjarkennslu við VMA með vikulegum verkefnum og áhersla á einstaklingskennslu hafi jákvæð áhrif á námsástundun og dragi úr brottfalli.
  • 32. 32 Brottfall í fjarnámi Kemur það í stað falls í prófum í dagskóla, þ.e. að fjarnemendur sleppi frekar að fara í próf ef undirbúningur er ekki fullnægjandi heldur en dagskólanemendur?
  • 33. 33 Framtíðarhorfur Skapa skólanum fjárhagslegan grunn, til að bjóða upp á fjarnám á viðráðanlegu verði til að eyða óvissu nemenda og stuðla að því að þeir sem vilja geti nýtt sér þennan áhugaverða valkost Þróa þarf fjarnámið áfram og auka rafrænt námsefni á íslensku til að stuðla að betri árangri og markvissari notkun á þeim möguleikum sem tæknin býður uppá
  • 34. 34 Lokaorð Getur fjarnámið tekið á brottfalli framhaldsskólakerfisins þar sem fjölmörgum nemendum sem helst hafa úr lestinni úr dagskóla af einhverjum ástæðum býðst annað tækifæri til að ljúka stúdentsprófi í gegnum fjarnám án þess að setjast með formlegum hætti á skólabekk í dagskóla.

Editor's Notes

  1. Það hefur löngum verið haft að orði að glöggt sé gests augað og því ber að fagna þessari úttekt sem gerð hefur verið á fjarnáminu í okkar skóla. Ég tel að skýrslan bendi á hvar okkar sterku hliðar séu og hvar við getum bætt okkur. Hún ætti því að auðvelda okkur að styrkja það sem við erum að gera vel, en taka það sem betur má fara til endurskoðunar og reyna að bæta það. Skýrslur um fjarnám í VMA og FÁ eru um margt líkar, en þó er á þeim munur og mun ég aðallega gera fjarnáminu við FÁ skil, en draga þó fram það sem er líkt og ólíkt og nefna sérstaklega ef mér finnst við hér í FÁ geta lært eitthvað af norðanmönnum. Þrennt sem aðallega stendur upp úr: Eitt sem við erum að gera vel og munum gera enn betur á næstu önnum, annað sem við getum bætt og það þriðja verður að laga, en það er þó ekki á valdi okkar fjarkennaranna að gera það. Fjarnám hófst í FÁ haustið 2001 undir slagorðinu Fjarnám allt árið. Villtu stytta þér leið? Þitt nám þegar þér hentar! En í VMA 1994, þeir hafa 14 anna forskot! Nú, ég kom til kennslu hér haustið 2001, en þá var fjarnámið að hefjast, ég sat hjá fyrstu tvær annirnar og fylgdist þögul með, en hóf svo fjarkennslu sumarið 2002. Ég segi þetta því mér finnst að sumu leyti ég líka vera í stöðu gestsins og geta því bent á ýmis atriði með glöggu auga hans.
  2. Til að hafa einhvern strúktúr á þessari umfjöllun, ákvað ég að lesa skýrslunar með tilliti til þessara þátta og tína til helstu niðurstöður varðandi þá. Þessir þættir tvinnast þó saman og stundum er erfitt að aðgreina þá. Og svo fer ég úta af sporinu eftir hentugleika.
  3. Fjarnámið brýtur niður múra á milli skólastiga.
  4. Hröð þróun, mun hraðari en búist var við
  5. Meðalnemendafjöldi í áfanga vor 2003 í VMA 11,7 og var fjöldinn frá einum nemanda upp í 50.
  6. Framboð áfanga er háð því hvaða kennarar eru í boði og hvort áfangi er talinn henta til fjarkennslu. Verklegir áfangar henta síður til fjarkennslu. Sömu kennarar, kennslubækur og önnur gögn, verkefni. 90% nemenda af suðvesturhorni landsins 80% þeirra sem þreyta próf ná því Lokapróf gilda 70-100% og verða nemendur að ná því til að standast áfangann Brottfall nemenda er hátt
  7. Að kenna er list, kennari er listamaður, það er fjarkennarinn einnig og það er æskilegt að kennari sem og aðrir listamenn fái frelsi til að skapa. Hér er þó ekki allt sem sýnist, því að það að vera í föstum skorðum gæti þýtt að vera fastur í þessum skorðum.
  8. Kostur: Samræmt útlit er lykilatriði en það var búið til af reyndum fjarkennurum. Mikill vinnusparnaður og auðveldar utanumhald. Kennarar ánægðir með notkun á WebCT. Starfslýsingar fyrir fjarkennara í mótun Starfslýsingar fyrir fjarkennara í mótun og kennarar eru ánægðir með hana, hún auðveldar samræmingu á milli greina. Starfslýsingin tekur á: Undirbúningi Skipulagningu Framkvæmd Svara fyrirspurnum innan tveggja sólarhringa Meta frammistöðu Vekja áhuga nemenda, hrósa, hvetja Tengja námsefni fyrri reynslu og þekkingu nemenda Ánægðir með skipulag fjarnámsins
  9. Ekki er lögð áhersla á virkt eftirlit með fjarnemendum eða skipulagt aðhald, heldur er áhersla á sjálfstæði fjarnemandans og eigin hvatningu til náms Tryggja meira samræmi í kennslu og skipulagi einstakra áfanga þannig að fjarnemendum sé tryggð jöfn og góð þjónusta og hafi greiðan aðgang að fjarkennara
  10. Kennsla VMA byggist á einstaklingskennslu með vikulegum verkefnum (bréfum) frá fjarkennara og vikulegum verkefnaskilum frá fjarnemendum. Uppbygging námsins er því með hefðbundnu bréfaskólasniði á rafrænu formi þar sem nemendur geta haft samband við fjarkennara með tölvupósti eða í gegnum síma. Lítil áhersla hefur verið á samvinnu milli fjarnemenda og virðist það prófafyrirkomulag sem áður var við lýði haf átt sinn þátt í því, þar sem ekki var talið æskilegt að nemendur vissu hver af öðrum þar sem þeir gátu verið að taka lokapróf í sama áfanga á mismunandi tíma. Nú þegar prófafyrirkomulagi hefur verið breytt, hefur í sumum áföngum verið lögð aukin áhersla á samvinnu nemenda. Brýnustu verkefnin framundan er að huga að þróun á kennsluháttum og efla notkun upplýsinga- og samskiptatækni sem er ekki almenn fyrir utan tölvupóst. (bls. 17) Áhersla er á einstaklingskennslu og samvinna fjarnemenda er ekki almenn þó að hún sé til staðar í einstaka áfanga. Leggja þarf áherslu á að auka samvinnu fjarnemenda og kynna fjarkennurum leiðir sem hægt er að fara í því efni, t.d. Með því að nýta umræðu á Netinu og stofna námshópa. Samvinna fjarnemenda getur stutt þá í fjarnáminu, dregið úr brottfalli og aukið gæði fjarnámsins. Fyrirhugað er að gera átak til að auka samvinnu fjarkennara og efla tengsl þeirra við skólann og er æskilegt að þetta verði fastur liður í starfi skólans allt að tvisvar á ári. Veita þarf fé í meiri umsýslu með fjarkennurum og aðstoð fyrir þá sem eru að auka notkun upplýsinga- og samskiptatækni í kennslu. Einnig þarf að huga að því hvernig hægt er að koma til móts við þann kostnað sem fjarkennarar bera af tölvunotkun í fjarkennslu. Niðurstöður: Leggja þarf meiri áherslu á að kynna fjarkennurum VMA nýjar aðferðir í fjarkennslu og aðstoða þá við að færa fjarkennslu yfir í kennslukerfi og hvetja þá til að kanna hvað af því sem þessi kerfi bjóða upp á hentar í þeirri kennslu, s.s. Spjall á vef, spjall, rafræn verkefnaskil og gagnvirk próf. Á næstu misserum verður lögð aukin áhersla á kennslufræðilega þætti fjarnámsins.
  11. Skiptar skoðanir eru meðal fjarkennara um kosti þess að auka notkun kennslukerfa í fjarkennslu og töldu sumir að það gæti jafnvel dregið úr persónulegri þjónustu við nemendur en aðrir töldu að námið yrði ekki eins aðgengilegt fyrir hluta nemenda, t.d. Sjómenn og fanga sem eru reyndar mjög lítill hluti nemenda. Einnig kom sú skoðun fram að WebCT þætti of flókið og fráhrindandi bæði fyrir kennara og nemendur þar sem það er ekki á íslensku. Hér gæti viðhorf kennara að hluta til mótast af takmarkaðri reynslu á eðli og notkunarmöguleikum kennslukerfa. (bls. 12)
  12. Í VMA á kennari að svara nemanda innan sólarhrings eftir að fyrirspurn berst
  13. Í VMA eru fjarkennarar staddir alls staðar á landinu, 47% fastráðnir kennarar við VMA á vorönn 2003 , 27% kennarar við aðra framhaldsskóla, 23% stundakennarar ráðnir til fjarkennslu og 3% stundakennarar við VMA. (bls. 13)
  14. Fjarnám er sjálfsnám
  15. Kennarar skólans hafa undanfarin ár byggt upp feikiöflugar vefsíður með miklu efni af margvíslegum toga: þar eru heilar bækur í einstökum áföngum, aragrúi verkefna, próf, bæði hefðbundin og gagnvirk, æfingar, úrlausnir, tenglar á gagnlegar síður til náms og ótalmargt fleira. Hugsunin bak við fjarnámið er sú að kennarar eiga að stýra nemendum gegnum þetta efni, leggja þeim í hendur góða kennslu- og sjálfsnámsáætlun. Varða veginn til prófs, ef svo má segja. Nemendur senda fyrirspurnir til kennara sem svarar þá öllum um þau efni sem lúta að námsefni, en einungis einstaklingnum ef um persónulegt mál er að ræða; þannig hafa flestir kennarar komið upp banka af svörum við algengustu spurningum. Nemendur eiga þess kost að spjalla saman með eða án þátttöku kennarans. Verkefnaskil eru í öllum áföngum og viðamikil próf í annarlok í öllum greinum, enda er eðli fjarnáms með því móti að próf er nauðsynlegt því að enginn veit hver situr við hinn endann og svarar spurningum og sendir úrlausnir. Sölvi Sveinsson
  16. Því má segja að fjarnámið sé afurð þess að skólinn var þróunarskóli í upplýsingatækni. Kennarar fengu fartölvur í hendurnar og síðan var þeim boðið á námskeið í upplýsinga- og samskiptatækni. Kennarar hér voru mjög duglegir að sækja slík námskeið, hvort sem um var að ræða námskeið til að læra á hin ýmsu forrit sem að gagni gætu komið í skólastarfi, Vefsíðugerð Myndvinnsla Forritun WebCT eða námskeið sem tengjast beint kennslufræði og notkun upplýsingatækni í skólastarfi: Vefleiðangrar Fjarkennsla undir stjórn Jónu Pálsdóttur Tölvustudd kennsla undir stjórn Ásrúnar Matthíasdóttur Námskeið fyrir fartölvuleiðtoga undir stjórn Ásrúnar Matthíasdóttur Í skólanum fór fram tilraun með dreifnám og í tengslum við það var mikið magn af námsefnum og verkefnum sett á rafrænt form, einnig lærðu kennarar að nota kennsluumhverfi á netinu. Allt var þetta undirbúningur fyrir fjarnámið.
  17. Auka rafræna námsefnisgerð til að styðja kennslu fjarkennarans og nám fjarnemandans WebCT til bóta. Þó lögð á það áhersla að kennarar væru óháðir hvaða tegund kennslu umhverfis er notað, við notum það sem hentar kröfum okkar best hverju sinni og erum tilbúin til að skipta um umhverfi ef okkur sýnist annað henta okkur betur.
  18. Skólinn hafði fjárfest í mannauði sem skilaði sér til baka í fjarkennslunni. Áræði og framsýni stjórnenda Fjarkennarar eru vel undirbúnir hvað tölvunotkun varðar og eru að þróa notkun á kennslukerfi Þetta er okkar sterka hlið, hún kemur fram í því hversu fljót við vorum að tileinka okkur kennsluumhverfið WebCT. Í þessu sambandi vil ég einnig nefna annað atriði sem hvergi kemur fram í skýrslunni, en ég held þó að það skipti höfuðmáli varðandi það hversu vel fjarnámið hefur gengið hjá okkur og það er áræði og þor stjórnenda skólans!!!!
  19. VMA tekur ekki þátt í kostnaði fjarkennara við fjarkennslu og greiðir ekki fyrir kostnað við tölvukost og nettengingu en þeim fjarkennurum sem þess óska býðst að nýta sér vinnuaðstöðu í skólanum. Þróunin er í þá átt að fjarkennarar VMA eru að færa sig yfir í meiri Netnotkun með notkun á vefsíðum og kennsluumhverfi eins og WebCT, þrátt fyrir að VMA hafi ekki mótað sér stefnu í þessum efnum. (Bls. 17) Styðja þarf við aukna tækninotkun og kynna kennurum þá möguleika sem bjóðast, t.d. með aukinni notkun á Netinu og kennslukerfum svo þeir geti tekið afstöðu útfrá þekkingu og reynslu og valið það sem hentar best í hverjum áfanga.
  20. ** þeir greiða 6000 krónur ***þeir greiða 5750 krónur Margir þurftu að hætta við nám á sumarönn 2003, þar sem námið var orðið þeim fjárhagslega ofviða. Þetta er okkar veika hlið, við getum einfaldlega ekki boðið nemendum okkar upp á þessar verðsveiflur!!! En á hvers færi er að laga þetta??? VMA: Þeir sem hætta innan tilskilins tíma fá helming innritunargjaldsins endurgreiddan. Síðan gildir sú regla að fjarnemendur sem skila sér til prófs í 9 einingum eða meira fá kennslugjaldið endurgreitt að frádregnu gjaldi sem samsvarar innritunargjaldi við skólann. Þeir sem taka minna en 9 einingar greiða fullt kennslugjald nema þeir séu skráðir í annan framhaldsskóla, en þá þurfa þeir að ljúka prófi í skráðum áföngum til að fá gjaldið endurgreitt. Nemendur greiða því miðað við fjölda eininga og var verðið 4.455 krónur á einingu á vorönn 2003, en fór lækkandi eftir fjölda eininga. Innritunargjaldið var 4.250 krónur á vorönn 2003. Kostuðu 9 eininar samkvæmt töflu á bls. 15 í skýrslu 41.996 krónur. Greiðslufyrirkomulag til skólans frá ríkinu vegna fjarnámsins miðast við fjölda lokinna eininga og þeir sem ljúka 9 einingum eða meira eru taldir sem dagskólanemendur og fær skólinn því fullt framlag með þeim nemendum. Um aðra nemendur gilda sömu reglur og um öldungadeildarnemendur sem eiga að taka þátt í þriðjungi af kennslukostnaði. Rekstur fjarnáms VMA í járnum.
  21. Farnar hafa verið mismunandi leiðir í launamálum VMA og FÁ. Gott að fá ráðrúm til að þróa launamál.
  22. Skýr tilmæti stjórnenda um að umhverfi fjarkennslunnar verði tekið til markvissrar heildarendurskoðunar með tilliti til ofangreindra þátta.
  23. Þarna þurfum við að bæta okkur!!!!!!!!!!!!!!!!
  24. Fjarnám allt árið. Villtu stytta þér leið? Felst í þessu slagorði misskilningur?
  25. Persónulegar ástæður fjarnemenda Áfangar henta misvel til fjarnáms  Ómarkviss skráning?? Skoðanir hafa heyrst að ef kostnaður við fjarnám er hár, þá minnki brottfallið, en þá mun að sjálfsögðu líka fjöldi innritaðra nemenda minnka. Spurning hvort feta ætti í fótspor VMA-inga og endurgreiða þeim sem mæta í próf og ljúka tilteknum einingafjölda.