SlideShare a Scribd company logo
1 of 85
Mótun og miðlun
upplýsinga
Þorsteinn Mar
Kynning á kennara
• Íslenskufræðingur með kennsluréttindi.
• Starfaði sem kennari í 7 ár.
• Hef unnið við markaðssetningu á netinu í 7 ár.
• Starfa hjá fyrirtækinu Móbergi sem internet-markaðsstjóri.
• Skrifa um markaðssetningu á netinu á vefsíðuna
markadssetning.is.
Dagskrá
Kynning – farið yfir námskeiðið, kennari segir stuttlega frá sér.
Verkefni
Helstu villur í íslensku og hvernig hægt er að koma auga á þær. Hvernig er hægt að skrifa í kringum
þær eða komast hjá því að falla í þessar gryfjur.
Stutt hlé
Hvað er góður stíll? Hvernig er best að skrifa? Hvað ber að forðast? Hvernig lærum við góðan stíl?
Matarhlé
Efnismarkaðssetning. Ólík miðlun, hvað skiptir máli? Hvernig vinnum við með vörumerki?
Ólíkir miðlar. Að skrifa tölvupóst. PPT kynningar. Bæklingar. Skýrslur. Fréttabréf. Hvað skiptir máli?
Tónn og persónuleiki. Hvernig finna leitarvélar efni? Hvernig er best að setja upp efni þannig að
notendur finni það? Að vinna með efni á heimasíðum.
Stutt hlé
Samfélagsmiðlar. Hvaða miðlar eru virkir? Hvers vegna er mikilvægt að vera sýnilegur á
samfélagsmiðlum? Samfélagsmiðlastefna og Facebook.
Verkefni
• Í textanum eru fjölmargar villur. Strikið undir þær sem þið
sjáið.
• Villurnar geta verið margskonar.
• Stafsetningarvillur
• Beygingarvillur
• Rangt farið með orðtök og málshætti
• Einnig eru í textanum slæm stíleinkenni, dragið hring um það
sem þið viljið færa til betri vegar.
Algengar villur
• Við gerum öll villur.
• Sumar eru algengari en aðrar.
• Enn aðrar eru orðnar svo algengar að það er spurning um hvort það
séu í raun villur fremur en að málkerfið sé að þróast.
• Mikilvægt er þó að geta komið auga á villurnar.
• Athugið að yfirleitt sjá betur augu en auga þegar kemur að yfirlestri á
texta og ágæt regla að lesa ekki yfir eigin texta.
Algengar villur – eitt orð eða tvö orð?
• Fjölmörg orðasambönd eru rituð sem eitt orð þegar rétt væri
að skrifa tvö orð.
• Dæmi: af hverju, annars vegar, hins vegar, sams konar, eins konar,
nokkurs konar, uppi á, upp á, út frá, út í, úti í, út um, úti um.
• Eins eru sum orðasambönd skrifuð sem tvö orð þegar um eitt
orð er að ræða.
• Dæmi: samtengingin annaðhvort ... eða.
• Ef í vafa má skoða Orðastað eftir Jón Hilmar Jónsson.
Algengar villur – i eða y?
• Ótrúlega margir eiga erfitt með að átta sig á hvenær nota skal y/ý
og hvenær i/í, einnig lenda margir í vandræðum með ei og ey.
• Dæmi: aldrey, aldrei, afneytun, afneitun, firnd, fyrnd, fýr, fír.
• Reglan er að rita skal y/ý þegar o, u eða ju er í skyldum orðum.
• Þungur – þyngri
• Fullur - fyllri
• Y og ý voru áður fyrr sér hljóð í íslensku, en eru í dag borin fram
eins og i og í, þannig að hér gildir að læra hvaða orð eru stafsett
með þessum stöfum.
• Einnig er hægt að styðjast við bin.arnastofnun.is.
Algengar villur - þágufallssýki
• Margir hneigjast til þess að nota orð í þágufalli sem á að vera í
öðru falli samkvæmt íslenskum beygingarhefðum.
• Dæmi: mér langar, þér hlakkar.
• Algengast er að persónufornöfn séu beygð rangt með þessum
hætti en þó kemur fyrir að nafnorð eða lýsingarorð eru sett í
þágufall þar sem réttara væri að nota þolfall eða nefnifall.
• Dæmi: konunni langar, skipstjóranum hlakkar.
• Hægt er að sjá í orðabókum hvaða falli áhrifssagnir stjórna.
Fallorð sem standa með áhrifslausum sögnum standa alltaf í
nefnifalli.
Algengar villur - aukastafir
• Mörgum hættir til að bæta stöfum við orð, þar sem þeir eiga
ekki að vera.
• Dæmi: þæginlegt, kostning, hnéið.
• Stundum er erfitt að koma auga á hvenær aukastafir hafa
læðst inn í orð, sérstaklega ef orð eiga sér aðra merkingu í
svipuðum rithætti.
• Dæmi: brúnna eða brúna?
• Hægt er að leita svara í réttritunarorðabókum.
Algengar villur – sambeyging orða
• Öðru hvoru kemur fyrir að orðasambönd sem ætti að beygja
saman séu ekki í sama falli.
• Dæmi: Sigurðar Sveinsson, Einar Gunnars, Unnar Sif, Elvar Ósk.
• Einnig er algengt að sjá óákveðið lýsingarorð í sambandi við
ákveðin nafnorð. Athugið að ekki er beinlínis um villu að
ræða.
• Dæmi: fallegt húsið, rautt laufið.
• Hægt er að finna rétta beygingu orða á bin.arnastofnun.is sem
og má leita svara í handbókum um málfræði.
Algengar villur – ítrasta eða ýtrasta
• Oft er þessum orðum ruglað saman.
• Dæmi: til hins ítrasta.
• Ítur merkir fallegur eða ágætur.
• Ýtrari merkir frekar eða rækilegar.
• Hér gildi að læra merkingu orðanna og nota orðin út frá
henni.
Algengar villur – leiti eða leyti?
• Margir eiga erfitt með að átta sig á hvenær við notum orðið
leiti og hvenær við notum leyti.
• Dæmi: um þetta leiti, á næsta leyti.
• Leiti er hæð, sbr. Efstaleiti.
• Leyti vísar í tíma eða hugmynd.
• Gott er að líta til bóka á borð við Orðastað.
Algengar villur - -ingu eða ingar?
• Algengt er að kvenkynsorð sem enda á –ing fái endinguna -u í
eignarfalli eintölu í stað –ar.
• Dæmi: vegna aukningu skulda.
• Hér er gott að leita til bin.arnastofnun.is.
Algengar villur – beyging frændsemisorða
• Frændsemisorðin bróðir, systir, móðir, dóttir eiga að enda á –
ur í öllum aukaföllum. Margir gera villur í beygingum á
þessum orðum.
• Dæmi: Þetta er frá bróðir mínum.
• Ef þú ert í vafa er gott að kíkja á bin.arnastofnun.is.
Algengar villur – ef eða hvort
• Margir rugla saman orðunum ef og hvort í setningum.
• Dæmi: Ég ætla að athuga ef hann sé heima.
• Einnig er viðtengingarhátturinn sé notaður þar sem rétt væri
að nota framsöguháttinn er.
• Dæmi: Ef hún sé heima...
• Gott er að styðjast við beygingarlýsinguna á
bin.arnastofnun.is.
Algengar villur - skammstafanir
• Margir fara rangt með skammstafanir og einkum er vandi að
sjá hvar á að setja niður punkta.
• Dæmi: þ. á. m., td., o.s.fr.v.
• Hægt er að finna ítarlega lista í orðabókum yfir skammstafanir
og einnig eru þeir á netinu, t.d.
http://is.wikipedia.org/wiki/Listi_yfir_skammstafanir_%C3%A
D_%C3%ADslensku
Algengar villur – hvorki ... né
• Fleiryrtar samtengingar eru samteningar sem standa saman af
tveimur eða fleiri orðum. Margir rugla saman þessum
samtengingum.
• Dæmi: Hvorki Jón eða Siggi fóru út.
• Gott er að temja sér að þekkja helstu fleiryrtu
samtengingarnar og nota þær rétt.
• Hægt er að sjá þær helstu hér:
http://is.wikipedia.org/wiki/Fleiryrt_samtenging
Algengar villur – inni í eða inn í
• Algengt er að fólk átti sig ekki á hvaða mynd af atviksorði á að
nota hverju sinni.
• Dæmi: Ég fór inn í húsið, ég var inní húsinu.
• Ágætt ráð er að átta sig á hvort vísað er til hreyfingar (inn í)
eða staðsetningar (inni í).
• Hið sama gildir um smáorðin af og að.
• Dæmi: Ég leita af bílnum.
Algengar villur – stækkar og minnkar
• Algengt er að sjá í máli fjölmiðlamanna að allt stækki eða
minnki.
• Dæmi: Fjöldi þeirra sem fara í framhaldsnám minnkar.
• Um er að ræða áhrif úr ensku.
• Gott er að styðjast við Orðastað og orðabækur.
Algengar villur – hver eða hvor
• Margir eiga erfitt með að átta sig á hvenær nota skal hvor og
hvenær hver.
• Dæmi: Hver bræðranna, Jón eða Siggi, er sá seki?
• Hvor vísar til tveggja, hver til fleiri en tveggja.
• Einnig er munur á því hvernig við notum orðasamböndin sinn
hvor og sinn hver í talmáli og ritmáli.
• Dæmi: Þeir fóru í sinn hvorn bílinn, þeir fóru í sinn bílinn hvor.
Lítum á verkefnið
Stutt hlé
Góður stíll
Góður stíll
• Texti þarf að vera skýr og einfaldur.
• Við höfum ekki líkamsstellingar, andlitssvipi eða blæbrigði raddar til að ráða og hjálpa
okkur að skilja merkingu þess sem er komið á framfæri.
• Ef það er hægt að mistúlka texta, þá má ganga út frá því sem vísu að það verði gert á
versta mögulega máta.
• Stíl getur tölvuforrit ekki metið.
• Við þurfum því að temja okkur að gagnrýna texta og vera sífellt að meta gæði þeirra.
• Að skrifa góðan stíl er æfing.
• Hluti af þeirri æfingu er sífelldur lestur. Að lesa texta á því tungumáli sem þú ætlar þér
að vinna með.
• Annar hluti af þeirri æfingu er að rýna í texta sem aðrir hafa skrifað og benda á það
sem betur mætti fara. Þannig er það mjög góð æfing fyrir mig að lesa yfir það sem þú
hefur skrifað. Enn betri æfing fyrir mig er að lesa yfir það sem ég hef skrifað og
gagnrýna það á sama hátt og ég gagnrýni þig.
• Enginn ætlast til þess að maður skrifi alltaf fullkominn stíl.
• Hins vegar er ætlast til þess að maður læri af mistökum og bæti sig.
Einfaldar setningar umfram flóknar
Betra er að skrifa einfaldan og skýran stíl. Þannig virkar yfirleitt betur að
halda sig við aðalsetningar og stilla aukasetningum í hóf. Einnig er betra að
styðjast við germynd umfram þolmynd, þar sem germyndin er einfaldari.
Góð regla er að lesa upphátt yfir það sem var skrifað. Við heyrum oft betur það sem er ekki vel sett
fram.
Hér er dæmi af 433.is, verið er að spyrjast fyrir um möguleika. Hugsanlega hefði verið einfaldara að kanna hvort
Spartak hefði áhuga á að selja leikmanninn. Auk þess er það ekki falleg íslenska að tala um kaup á leikmanni,
hljómfegurra hefði verið að tala um að kaupa leikmanninn.
Forráðamenn Liverpool hafa spurst fyrir um Romulo, miðjumann Spartak
Moskvu í Rússlandi um möguleika á kaupum á leikmanninum.
(http://www.433.is/frettir/england/liverpool-a-eftir-midjumanni-spartak/)
Síðar í fréttinni er talað um að verðmiðinn sé talinn nema 7-10 milljónum punda. Yfirleitt er talað um að verð sé talið nema einhverju
en í íslensku er sjaldnar talað um að verðmiðar séu upp á eitthvað, því verðmiðar eru yfirleitt frekar ódýr pappír.
Nástaða
• Fjölbreytni í stíl er „dyggð“ í sjálfu sér vegna þess að
tilbreytingarlaust mál án tilþrifa er fráhrindandi fyrir lesendur.
• Nástaða er þannig höfuðóvinur þess sem vill skrifa góðan stíl.
• Nástaða kallast það þegar orð eða orðasambönd koma fyrir
með stuttu milllibili.
• Mikilvægt að styðjast við samheitaorðabækur og óttast ekki
að nota ólík orð yfir sama hlutinn.
Tíðaflakk
Það getur verið stílbragð að flakka milli nútíðar og þátíðar en sé
það ekki gert með ráðnum hug kemur það yfirleitt illa út og fyrir
vikið virka greinar illa stílaðar.
Dæmi af hun.is, hér er upphafssögnin í nútíð, en efnisgreinin á undan í þátíð. Af merkingu textans
má einnig ráða að um er að ræða atburði sem eru liðnir og því er erfitt að rökstyðja þessa notkun á
nútíð.
Í samtali við skólastjórann fær Ragnar að vita að þeim hefði borist til
eyrna að Ragnar hefði gerst sekur, í starfi sem kennari í öðrum skóla, um
að áreita börn.
(http://www.hun.is/var-borinn-rongum-sokum-ragnar-thor-segir-okkur-sina-sogu/)
Eignarfornöfn
Í íslensku er hefð fyrir því að eignarfornöfn séu aftast í
nafnliðum, nema sérstök áhersla sé lögð á eignarhaldið.
Í ensku er það ekki svo, þar eru eignarfornöfn yfirleitt fremst í nafnliðum.
Hér er dæmi af 433.is, þar sem betra væri að eignarfornafnið kæmi í lok nafnliðsins.
[…]Hazard er á sínu öðru tímabili hjá belgíska félaginu, en hann spilaði
einnig með þeim í fyrra og skoraði þá fjögur mörk fyrir liðið og lagði upp
önnur 10.
(http://www.433.is/frettir/evropa/hazard-leikmadur-arsins-i-belgiu/)
Viðtengingarháttur
Svo virðist sem viðtengingarháttur sé á undanhaldi, en þessi
sagnháttur er þó enn viðurkenndur í málinu og þegar notaður
er persónuháttur í stað hans kemur það oft undarlega út.
Þó að Jóna hefur ekki séð dýragarðinn þá vill hún heldur fara í
sund.
Hefur er framsöguháttur, rétt væri að nota sagnmyndina hafi.
Gervifrumlag
Stundum komum við fyrir óþarfa orðum í setningum hjá okkur og
eitt skýrasta dæmið um það er gervifrumlag. Svo kallast þegar við
notum: Það var …, það er … og álíka samsetningar. Ef við getum
raðað upp setningum með skýrari hætti og losað okkur við
gervifrumlagið þá fer yfirleitt betur á því og setningar verða oft
einfaldari og skýrari.
Dæmi af 433.is:
Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn, en það var Gary Martin sem
kom KR-ingum yfir.
(http://www.433.is/frettir/island/kr-sigradi-fram-i-fjorugum-leik/)
….án gervifrumlagsins:
Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn, en Gary Martin kom KR-ingum
yfir.
Tvöföld neitun
Tvöföld neitun er stílbragð sem skrásetjarar Íslendingasagna
notuðu stundum, en þar er einhverju neikvæðu neitað, t.d.
Gunnar var maður eigi óheimskur. Sem sagt, Gunnar var
heimskur maður. Í dag kemur oft fyrir tvöföld neitun í textum
þar sem ætti að vera einföld neitun.
Dæmi af hun.is, hér er átt við að Bieber var ekki að koma frá upptökum en tvöfalda neitunin gerir
það að verkum að hann var að koma frá upptökum.
Sökum þess að hann er eltur á röndum þessa dagana hefur
erlenda slúðurfréttasíðan staðfestar heimildir fyrir því hann hafi
verið að koma af skemmtistað ásamt föður sínum en ekki úr
neinu upptökuveri.
(http://www.hun.is/justin-bieber-handtekinn-fyrir-olvunarakstur-og-fleira-myndband/)
Staðsetning forsetninga
• Í íslensku er sterk hefð fyrir því í ritmáli að láta forsetningar
koma á undan nafnliðum.
• Í talmáli yngra fólks kemur þó oft fyrir að forsetningar séu
hafðar í lok setningar.
• Dæmi: Hvaða bíó eigum við að fara í? Hvað fjallar myndin um?
• Einnig kemur fyrir að tvær forsetningar fylgi nafnlið.
• Dæmi: Í hvaða bíó eigum við að fara í?
Notkun atviksorða
• Stundum hættir okkur til að ofnota atviksorð, sérstaklega í
tengslum við sagnir sem bera mjög ákveðna merkingu.
• Dæmi: Hann lagðist niður. Hún kleif upp fjallið.
• Atviksorð eru meðal algengustu orða í íslensku en við ættum
að temja okkur að nota þau aðeins þar sem þau eru
merkingarbær.
• Dæmi: Barnið settist. Barnið settist upp.
• https://www.dv.is/frettir/2008/10/20/slagsmalahundur-
osattur-vid-islenskukunnattu-logreglu/
Enskuleg nafnháttanotkun
Stundum kemur fyrir enskuleg nafnháttanotkun í íslensku en
undantekningalítið er hægt að orða hlutina betur. Sérstaklega
hangir þetta saman við orðasamböndin …búið að… eða … byrja
að …
Dæmi af 433.is
[…]þótt ég segi sjálfur frá þá er ég búinn að vera ansi
duglegur[…]
(http://www.433.is/frettir/island/kjartan-henry-thetta-hlytur-ad-ganga-upp/)
Hér hefði farið betur á að segja: […]þá hef ég verið ansi
duglegur[…]
Nafnorðastíll
• Íslenska er sagnamál, því kemur það okkur oft spánskt fyrir
sjónir að sjá setningar þar sem nafnorð eru kjarninn í stað
umsagnar.
• Eðlilegt mál: Læknirinn rannsakaði sjúklinginn.
• Nafnorðastíll: Læknirinn framkvæmdi rannsókn á sjúklingnum.
• Nafnorðastíll virkar stirður og oft verða setningar óþarflega
langar.
Einkenni nafnorðastíls
• Nafnorð tekur við hlutverki sagnar og ber uppi merkingu í stað
hennar (póstútburður er erfiður = það er erfitt að bera út póst).
• Í stað einnar merkingarríkrar sagnar er notað nafnorð ásamt
merkingarléttri sögn, hækju (sjá Mörð Árnason. 1991. Málkrókar)
(framkvæma könnun = að kanna; fólksfjöldi eykst = fólki fjölgar).
• Nafnorð notað í stað lýsingarorðs (sýna af sér gætni/dugnað = að
vera gætinn/duglegur).
• Samsett og löng nafnorð eru notuð, ýmist gerð úr no+so eða
no+no (ákvörðunartaka, stjórnunartækni, fæðingartíðni).
• Tvö nafnorð í stað no+so (aukning afla eða aukning á afla = afli
eykst eða helst: betur aflast).
Matarhlé
Efnismarkaðssetning
Hvað er efnismarkaðssetning?
• Kjarni hverrar markaðssetningar er efnið sem miðla á til
neytenda.
• Efnismarkaðssetning felur því í sér að útbúa efni sem nær til
réttra neytenda á réttum tíma við réttar aðstæður með það
að markmiði að neytandi breyti hegðun sinni til hagsbóta fyrir
vörumerki.
• Efnismarkaðssetning getur farið fram á netinu, í gegnum
hefðbundna miðla, tölvupóst, bæklinga, kynningar eða jafnvel
í samtölum tveggja einstaklinga.
Efnismarkaðssetning og ólík miðlun
Efnismarkaðssetning – Skipulagning
• Mikilvægt er að skipuleggja það efni vel sem á að
markaðssetja.
• Skoðið landsbankinn.is/istuttumali
• Skoða þarf sérstaklega vel hvaða efni á að koma á framfæri,
hvernig er best að birta það og hvernig getur það gagnast
notendum sem best.
• Huga þarf að öllum þáttum efnisins, ekki bara texta. Myndir,
myndbönd, reiknivélar o.s.frv. þarf að vera framsett með þeim
hætti að notendur eigi hvað auðveldast með að skilja efnið og
hagnýta sér það.
Efnismarkaðssetning – Gott að vita
• Í efnismarkaðssetningu er gott að gefa gaum að eftirfarandi
atriðum.
• Markhópur: Hver á að njóta efnisins?
• Umfjöllun: Um hvað á að fjalla?
• Greining: Hvernig er best að fjalla um efnið?
• Áætlun: Hvenær á að birta efnið? Hvar á það að birtast? Hver sér um
að birta það?
• Dreifing: Hvar auglýsum við efnið?
Efnismarkaðssetning - vörumerki
• Öll vinnum við daglega með vörumerki. Öll erum við
vörumerki.
• Hvernig er vörumerkið ég?
• Mikilvægt er að unnið sé rétt með vörumerki.
• Öll faglega unnin vörumerki eiga sér vörumerkjabækling.
• Vörumerki eiga sér rödd, persónuleika, lógó og liti.
• Sé farið út af þeirri leið verða neytendur varir við það og hættan er
sú að það hafi slæm áhrif á vörumerkið.
Þekkt vörumerki
Ólíkir miðlar
Ólíkir miðlar
• Vefsíður
• Tölvupóstur
• Kynningar
• Bæklingar
• Auglýsingar
• Fréttatilkynningar
• Viðtöl
Almennt um skrif fyrir vörumerki
• Í upphafi skal endinn skoða.
• Setjum markmið með skrifunum.
• Skipuleggjum skrifin fyrirfram.
• Um hvað ætlum við að skrifa?
• Hvaða gögn þurfum við?
• Hvert þurfum við að sækja upplýsingar?
• Hvernig ætlum við að byggja upp texta?
• Hvenær ætlum við að birta hann?
• Hvar ætlum við að birta hann?
• Hver á að lesa hann?
• Hverju á hann að skila?
Almennt um stafræn samskipti
• Einfaldur texti umfram flókinn.
• Verum skýr og skorinorð. Segjum frá því sem skiptir mestu máli.
Forðumst málalengingar.
• Munum að þeir sem lesa textann hafa ekkert annað til að skilja
merkingu hans.
• Ef það er hægt að misskilja texta þá verður það gert á versta
möguleika máta.
• Dæmi: Tveimur Eistum bjargað um borð í togara (af mbl.is), Leoncie reið
Jóni Ásgeiri (af dv.is).
• Gott er að einskorða sig ekki við einn framsetningarmáta.
• Blanda saman texta, myndum, myndböndum og athöfnum ef þess er
nokkur kostur.
Vefsíður
• Uppsetning efnis fyrir vefsíður þarf að taka mið af því hvernig
leitarvélar vinna, þ.e. tryggja þarf að efni sé bestað fyrir
leitarvélar.
• Eins er gott að hafa í huga að myndir og myndbönd séu
bestuð fyrir netið. Stórar myndir í miklum gæðum eða
myndbönd í HD eru lengi að hlaðast niður, sérstaklega ef um
notanda er að ræða sem skoðar efni í gegnum snjalltæki tengt
3G, og mikilvægt að taka mið af því.
Vefsíður – bestun efnis – texti
• Gott er að miða við að greinar sem fara inn á vefsíður
innihaldi ekki mikið færri en 300 orð.
• Ákveða þarf strax í upphafi hver lykilorð efnisins séu, þau orð
þurfa að koma fyrir í titli og fyrstu efnisgrein texta.
• Ágæt regla er að láta fyrstu efnisgrein innihalda stuttan
útdrátt greinarinnar.
• Þá er mikilvægt að gæta þess að nota millifyrirsagnir (sé texti í
lengra lagi) og skipta efni upp. Þá er sniðugt að láta lykilorð
koma fyrir í millifyrirsögnum.
Vefsíður – bestun efnis – texti
• Gervigreind leitarvéla er mjög þróuð og leita köngulær
leitarvélanna í efninu að miklu leyti eins og notendur.
• Skrifum fyrir notendur, ekki leitarvélar.
• Fylgja þarf eðlilegum reglum um uppbyggingu texta.
Leitarvélin þekkir texta þar sem verið er að brjóta reglur um
leitarvélabestun.
• Gott dæmi um rétta uppbyggingu texta fyrir leitarvélar:
• Vb.is
Vefsíður – bestun efnis – myndir
• Mikilvægt að setja inn myndir sem falla vel að mörkun
vörumerkis.
• Ef við eigum ekki höfundarrétt að myndunum, þá þarf að geta
þess hvaðan þær eru fengnar og jafnvel fá leyfi fyrir notkun
þeirra.
• Gott er að setja inn lýsandi titil á mynd.
• Einnig er mikilvægt að setja inn lýsandi alt-texta.
• Sé texti settur undir mynd þarf að gæta að því að hafa hann
skýran.
Vefsíður – bestun efnis – myndbönd
• Ágæt regla er að styðjast við
myndbandaspilara af samfélagsmiðlum á
borð við Youtube.com.
• Gæta þarf að því að lýsing á myndbandinu
sé góð og innihaldi lykilorð.
• Mikilvægt er að velja góða skjámynd, mynd
sem er í senn lýsandi og ber rétt skilaboð.
Vefsíður – bestun efnis – meta
• Ef þið getið haft áhrif á meta-efni á síðum ykkar þá getur verið
ágætt að enda bestunina á að setja meta-upplýsingar inn.
• Þeir flokkar sem skipta mestu máli eru:
• Meta-description: Hér setjum við inn stutta lýsingu á greininni, gæta
þarf að því að nota ekki fleiri en 156 stafabil. Hér þarf lykilorðið að
koma fyrir.
• Meta-keywords: Hér setjum við lykilorðin en gætum að því að vera
ekki með of mörg í hverri grein og þá aðallega þau sem skipta mestu
máli.
Vefsíður – vefgreining
• Mikilvægt er að nota einhvers konar vefgreiningartól.
• Greina þarf hegðun notenda og þróa vefi og efni á vefum út
frá þeim gögnum sem fyrir liggja.
• Eins er mikilvægt að hlusta og fylgjast með því sem notendur
er að ræða á netinu.
• Helstu vefgreiningartól eru:
• Google analytics
• Modernus
• Vaktarinn
Tölvupóstur
• Góð tölvupóstsamskipti eru nákvæm og án málalenginga.
• Ágæt regla er að ávarpa móttakanda pósts sem og vera með
undirskrift sem geymir helstu upplýsingar um sendanda,
ásamt fyrirvörum um trúnaðargildi póstsins.
• Gott er að lesa yfir pósta áður en þeir eru sendir, sérstaklega
þá er varða viðkvæm mál.
• Þá er mikilvægt að mörkuð sé stefna innan hvers fyrirtækis
eða stofnunar um hvernig tölvupóstur skuli notaður.
• Má senda fjölpósta?
• Hvernig skulu viðhengi meðhöndluð?
• Hvaða upplýsingar má setja í tölvupósta?
Tölvupóstur - undirskrift
Kynningar - powerpoint
• Powerpoint er eitt algengasta hjálpartæki fólks á fundum.
• Rétt eins og í öllum texta, þá gilda venjulegar
stafsetningarreglur og hefðir er varða stíl í slíkum kynningum.
• Setningar skal enda með punkti o.s.frv.
• Ágætt er að vera ekki með of mikið efni á hverri glæru.
• Ef þess er nokkur kostur er gott að nota myndefni öðru hvoru til að
að auðvelda fundargestum að meðtaka upplýsingar.
• Heyrnarminni flestra er yfirleitt betra en sjónminni.
• Forðumst að lesa af glærum fyrir fundargesti.
Bæklingar og auglýsingar
• Mikilvægt er að tryggja að sama orðfæri sé notað í
bæklingum, auglýsingapésum, á netinu og í auglýsingum,
hvort sem um er að ræða fyrir útvarp eða sjónvarp.
• Skilaboðin þurfa að vera skýr og í takt við mörkun vörumerkis.
• Einnig er gott að hafa í huga að myndefni sé lýsandi og skili
þeirri tilfinningu til neytenda sem upp er lagt með.
Hvaða skilaboð sjáum við í þessari
auglýsingu?
Fréttatilkynningar
• Gott er að setja upp fréttatilkynningar með svipuðum hætti og
greinar á heimasíðu.
• Draga saman efni fréttatilkynningar í fyrstu efnisgrein.
• Tryggja að fyrirsagnir séu lýsandi og grípi lesendur.
• Setja upp efni með skilmerkilegum og skýrum hætti.
• Mikilvægt er að láta símanúmer og aðrar tengiliðssupplýsingar
fylgja með fréttatilkynningum.
Viðtöl – fyrirfram skipulögð
• Mikilvægt er að ákveða fyrirfram markmið með því að fara í
viðtal hjá fjölmiðli og velja rök eftir þeim.
• Gott er að hafa með sér punkta til að styðjast við.
• Einnig getur verið sniðugt að skrifa niður nokkrar
lykilsetningar, sem geyma helstu rök eða upplýsingar sem
koma þarf á framfæri.
• Muna að vera skýr og skorinorð.
Viðtöl – ekki fyrirfram skipulögð
• Ef blaðamaður hringir og vill ræða eitthvað viðkvæmt málefni
er ágætt að hafa í huga að gefa sér tíma til að svara.
• Fá mál eru svo mikilvæg að svara sé þörf strax.
• Auðveldara er að bæta við svör eftir á, en að reyna draga aftur
það sem hefur verið ofsagt.
• Segjum því frekar minna en meira.
• Skýr svör en skorinorð.
• Ef þess er nokkur kostur reynum að vísa í ýmist áður útgefnar
yfirlýsingar eða heimasíðu.
Hvernig komu þessi viðbrögð út?
Stutt hlé
Samfélagsmiðlar
Yfirlit
• Samfélagsmiðlar spretta upp eins og gorkúlur.
• Mikilvægt að átta sig á hvar markhópurinn heldur sig.
• Á Íslandi eru eftirfarandi miðlar stærstir:
• Facebook
• Instagram
• Twitter
• Google+
• Bland.is
• Youtube
Yfirlit
Af hverju er mikilvægt fyrir vörumerki að
vera virkt á samfélagsmiðlum?
• Skv. Facebook eru yfir 220 þúsund íslenskir notendur á þeim
vef.
• Youtube.com er önnur stærsta leitarvél í heiminum.
• Á Bland.is eru yfir 240 þúsund skráðir notendur.
Af hverju er mikilvægt fyrir vörumerki að
vera virkt á samfélagsmiðlum?
• Samfélagsmiðlar bjóða upp á gagnvirk samskipti við
neytendur.
• Nútímaneytendur ætlast til þess að geta átt í samskiptum við
vörumerki, fyrirtæki og stofnanir á samfélagsmiðlum.
• Nútímaneytendur leita ekki að efni á netinu, efnið finnur þá í
gegnum samfélagsmiðla.
Af hverju er mikilvægt fyrir vörumerki að
vera virkt á samfélagsmiðlum?
• Frábær leið til að ná til markshópsins og koma skilaboðum
áleiðis til hans.
• Einstefnu miðlun var leið 20. aldarinnar, gagnvirk samskipti er
leið 21. aldarinnar.
• Ef vörumerki þróast ekki með neytendum, er hættan sú að
þau deyi eða missi marks.
Samfélagsmiðlastefna
• Gott er að útbúa stefnu fyrirtækis eða stofnunar um aðkomu
þess eða vörumerkis að samfélagsmiðlum.
• Stefna þarf að taka á:
• Umsjón
• Hlustun
• Vöktun
• Greiningu
• Uppfærslum
• Aðkomu starfsfólks
• Svörun
Samfélagsmiðlastefna - dæmi
Samfélagsmiðlastefna - Nám
„Nám gengur út á að tryggja að þeir sem koma að
markaðssetningu Bland.is á samfélagsmiðlum þekki
samfélagsmiðla, hafi kynnt sér aðgerðir svipaðra vörumerkja og
geti frætt samstarfsfólk sitt. Einnig skiptir máli að kynna sér
nýjustu stefnur og þróun í þessum málum sem og komast í kynni
við aðra sem starfa í þessum geira og læra af þeim.“
Samfélagsmiðlastefna - Hlusta
„Við þurfum að fylgjast vel með því hvernig rætt er um Bland.is
á samfélagsmiðlum og vera vakandi. Við þurfum að geta tekið
mið af þeirri umræðu, svarað henni ef þarf og komið auga á þá
sem eru leiðtogar, sendiherrar vörumerkisins sem og
skoðanamótandi. Við skiptum þessum þætti í tól, umræður og
mat, vettvang og notendur.“
Samfélagsmiðlun - mörkun
„Tryggja þarf að allar aðgerðir á samfélagsmiðlum taki mið af
mörkun vörumerkis, rödd Blands skíni í gegn og persónan
Bland.is sé sterk og sjálfri sér samkvæm. Einnig þarf að koma
auga á ógnir og tækifæri, skilgreina og setja skýra stefnu hvað
varðar svörun. Við skiptum mörkun í nokkra þætti; rödd,
persónuleika, svót og svörun.“
Samfélagsmiðlun - markmið
„Markaðssetning á samfélagsmiðlum verður að hafa mælanleg
markmið út frá virkni hvers samfélagsmiðils. Við leggjum
áherslu á að unnið sé markvisst að markmiðum hverju sinni,
eins er mikilvægt að tryggt sé að byggt sé upp gott samband
við aðdáendur/vini/fylgjendur Blands. Fylgjast þarf með og
byggja upp vörumerkið og virði þess á samfélagsmiðlum. Eins
þarf að vinna markvisst að því að auka umferð um Bland.is og
sölu auglýsinga. Við skiptum markmiðum upp í nokkra þætti;
mælanleg markmið, samskipti við notendur, uppbyggingu
vörumerkis, aukna sölu og miðlun.“
Samfélagsmiðlun – þróun hæfileika
„Á Bland.is eru tugþúsundir notenda. Hjá fyrirtækinu starfa
nokkrir starfsmenn. Koma þarf auga á og bera kennsl á þá
einstaklinga sem geta verið markaðsdeild innan handar. Þjálfa
þarf þá. Eins þarf endurmenntun að fara reglulega fram. Við
skiptum þessum þætti í tvennt; þjálfun og endurmenntun.“
Samfélagsmiðlun – aðgerðir
„Mikilvægt er að skilgreina allar aðgerðir, beina þeim að réttum
markhópum og bera kennsl á hvaða tæki og aðföng þarf til.
Skipta þarf verkum og skilgreina tímaramma. Tengja þarf
saman online og offline aðgerðir. Við skiptum þessum þætti í
nokkra ólíka hluta; skilgreiningu, miðun, aðföng, ábyrgð og
tímaramma.“
Samfélagsmiðlun - samskipti
„Samfélagsmiðlar ganga út á samskipti. Því er mikilvægt að
framfylgja skýrri stefnu er varðar samskipti á vegum
vörumerkisins Bland.is. Mikilvægt er að eiga í jákvæðum og
uppbyggilegum samskiptum við notendur, tryggja þarf að það
efni sem þeim er sýnt eigi við þá og sé fræðandi. Tryggja þarf að
samskiptin feli í sér aukin gæði fyrir notendur og unnið sé með
skoðanamótandi notendum. Eins þarf að svara notendum og
byggja þannig upp samband Blands.is við þá. Við skiptum
þessum þætti í nokkra hluta; þátttöku vörumerkis, uppfærslur,
„added value“ og þátttöku notenda.“
„Við þurfum að greina og mæla hvernig markaðssetning gengur
og vera með helstu lykiltölur á hreinu hverju sinni. Eins er
mikilvægt að taka út gögnin reglulega og ræða árangur, hvað
gekk vel og hvað illa. Mikilvægt er að lærdómur sé dreginn af
öllum aðgerðum og endurmeta þarf markmið eftir hverja
aðgerð. Við skiptum þessum þætti í eftirfarandi hluta; lykiltölur,
greiningu, samkeppnisaðila og endurmat.“
Samfélagsmiðlun – greining og endurmat
Facebook – gott að vita
• Stærð mynda:
• Banner: 851x315
• Prófílmynd: 160x160
• Appmynd: 111x74
Facebook – gott að vita
• Facebook er textamiðaður vefur, þar sem hægt er að birta
myndir og myndbönd.
• Ekki er nein hámarkslengd á uppfærslum, en gott er að miða
við að uppfærslur séu skilmerkilegar og hnitmiðaðar.
• Uppfærslur yfir 100 orð fá yfirleitt ekki sömu viðbrögð og þær sem
eru skemmri.
• Ágætt er að uppfærslur séu settar þannig fram að þær hvetji
notendur til að nota virkniþætti Facebook, því það eykur
sýnileika.
Facebook – gott að vita
• Uppfærslur ná hámarkssýnileika að meðaltali um þremur
tímum eftir að þær eru birtar.
• Gott er að fylgjast vel með vefgreiningartólinu á Facebook og
meta reglulega hvernig hægt sé að hámarka sýnileika út frá
tíðni uppfærslna.
• Hægt er að kaupa aukinn sýnileika með því að bústa
uppfærslur.
• Einnig er gott að prófa sig áfram með upphæðir til að sjá hvenær féð
er að skila sem mestu aftur til vörumerkisins.
Takk fyrir!

More Related Content

Featured

How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental HealthHow Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental HealthThinkNow
 
AI Trends in Creative Operations 2024 by Artwork Flow.pdf
AI Trends in Creative Operations 2024 by Artwork Flow.pdfAI Trends in Creative Operations 2024 by Artwork Flow.pdf
AI Trends in Creative Operations 2024 by Artwork Flow.pdfmarketingartwork
 
PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024
PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024
PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024Neil Kimberley
 
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)contently
 
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024Albert Qian
 
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie InsightsSocial Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie InsightsKurio // The Social Media Age(ncy)
 
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024Search Engine Journal
 
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
5 Public speaking tips from TED - Visualized summarySpeakerHub
 
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd Clark Boyd
 
Getting into the tech field. what next
Getting into the tech field. what next Getting into the tech field. what next
Getting into the tech field. what next Tessa Mero
 
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search IntentGoogle's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search IntentLily Ray
 
Time Management & Productivity - Best Practices
Time Management & Productivity -  Best PracticesTime Management & Productivity -  Best Practices
Time Management & Productivity - Best PracticesVit Horky
 
The six step guide to practical project management
The six step guide to practical project managementThe six step guide to practical project management
The six step guide to practical project managementMindGenius
 
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...RachelPearson36
 
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...Applitools
 
12 Ways to Increase Your Influence at Work
12 Ways to Increase Your Influence at Work12 Ways to Increase Your Influence at Work
12 Ways to Increase Your Influence at WorkGetSmarter
 

Featured (20)

How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental HealthHow Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
 
AI Trends in Creative Operations 2024 by Artwork Flow.pdf
AI Trends in Creative Operations 2024 by Artwork Flow.pdfAI Trends in Creative Operations 2024 by Artwork Flow.pdf
AI Trends in Creative Operations 2024 by Artwork Flow.pdf
 
Skeleton Culture Code
Skeleton Culture CodeSkeleton Culture Code
Skeleton Culture Code
 
PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024
PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024
PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024
 
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)
 
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
 
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie InsightsSocial Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
 
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
 
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
 
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
 
Getting into the tech field. what next
Getting into the tech field. what next Getting into the tech field. what next
Getting into the tech field. what next
 
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search IntentGoogle's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
 
How to have difficult conversations
How to have difficult conversations How to have difficult conversations
How to have difficult conversations
 
Introduction to Data Science
Introduction to Data ScienceIntroduction to Data Science
Introduction to Data Science
 
Time Management & Productivity - Best Practices
Time Management & Productivity -  Best PracticesTime Management & Productivity -  Best Practices
Time Management & Productivity - Best Practices
 
The six step guide to practical project management
The six step guide to practical project managementThe six step guide to practical project management
The six step guide to practical project management
 
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
 
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...
 
12 Ways to Increase Your Influence at Work
12 Ways to Increase Your Influence at Work12 Ways to Increase Your Influence at Work
12 Ways to Increase Your Influence at Work
 
ChatGPT webinar slides
ChatGPT webinar slidesChatGPT webinar slides
ChatGPT webinar slides
 

Motunogmidlun

  • 2. Kynning á kennara • Íslenskufræðingur með kennsluréttindi. • Starfaði sem kennari í 7 ár. • Hef unnið við markaðssetningu á netinu í 7 ár. • Starfa hjá fyrirtækinu Móbergi sem internet-markaðsstjóri. • Skrifa um markaðssetningu á netinu á vefsíðuna markadssetning.is.
  • 3. Dagskrá Kynning – farið yfir námskeiðið, kennari segir stuttlega frá sér. Verkefni Helstu villur í íslensku og hvernig hægt er að koma auga á þær. Hvernig er hægt að skrifa í kringum þær eða komast hjá því að falla í þessar gryfjur. Stutt hlé Hvað er góður stíll? Hvernig er best að skrifa? Hvað ber að forðast? Hvernig lærum við góðan stíl? Matarhlé Efnismarkaðssetning. Ólík miðlun, hvað skiptir máli? Hvernig vinnum við með vörumerki? Ólíkir miðlar. Að skrifa tölvupóst. PPT kynningar. Bæklingar. Skýrslur. Fréttabréf. Hvað skiptir máli? Tónn og persónuleiki. Hvernig finna leitarvélar efni? Hvernig er best að setja upp efni þannig að notendur finni það? Að vinna með efni á heimasíðum. Stutt hlé Samfélagsmiðlar. Hvaða miðlar eru virkir? Hvers vegna er mikilvægt að vera sýnilegur á samfélagsmiðlum? Samfélagsmiðlastefna og Facebook.
  • 4. Verkefni • Í textanum eru fjölmargar villur. Strikið undir þær sem þið sjáið. • Villurnar geta verið margskonar. • Stafsetningarvillur • Beygingarvillur • Rangt farið með orðtök og málshætti • Einnig eru í textanum slæm stíleinkenni, dragið hring um það sem þið viljið færa til betri vegar.
  • 5. Algengar villur • Við gerum öll villur. • Sumar eru algengari en aðrar. • Enn aðrar eru orðnar svo algengar að það er spurning um hvort það séu í raun villur fremur en að málkerfið sé að þróast. • Mikilvægt er þó að geta komið auga á villurnar. • Athugið að yfirleitt sjá betur augu en auga þegar kemur að yfirlestri á texta og ágæt regla að lesa ekki yfir eigin texta.
  • 6. Algengar villur – eitt orð eða tvö orð? • Fjölmörg orðasambönd eru rituð sem eitt orð þegar rétt væri að skrifa tvö orð. • Dæmi: af hverju, annars vegar, hins vegar, sams konar, eins konar, nokkurs konar, uppi á, upp á, út frá, út í, úti í, út um, úti um. • Eins eru sum orðasambönd skrifuð sem tvö orð þegar um eitt orð er að ræða. • Dæmi: samtengingin annaðhvort ... eða. • Ef í vafa má skoða Orðastað eftir Jón Hilmar Jónsson.
  • 7. Algengar villur – i eða y? • Ótrúlega margir eiga erfitt með að átta sig á hvenær nota skal y/ý og hvenær i/í, einnig lenda margir í vandræðum með ei og ey. • Dæmi: aldrey, aldrei, afneytun, afneitun, firnd, fyrnd, fýr, fír. • Reglan er að rita skal y/ý þegar o, u eða ju er í skyldum orðum. • Þungur – þyngri • Fullur - fyllri • Y og ý voru áður fyrr sér hljóð í íslensku, en eru í dag borin fram eins og i og í, þannig að hér gildir að læra hvaða orð eru stafsett með þessum stöfum. • Einnig er hægt að styðjast við bin.arnastofnun.is.
  • 8. Algengar villur - þágufallssýki • Margir hneigjast til þess að nota orð í þágufalli sem á að vera í öðru falli samkvæmt íslenskum beygingarhefðum. • Dæmi: mér langar, þér hlakkar. • Algengast er að persónufornöfn séu beygð rangt með þessum hætti en þó kemur fyrir að nafnorð eða lýsingarorð eru sett í þágufall þar sem réttara væri að nota þolfall eða nefnifall. • Dæmi: konunni langar, skipstjóranum hlakkar. • Hægt er að sjá í orðabókum hvaða falli áhrifssagnir stjórna. Fallorð sem standa með áhrifslausum sögnum standa alltaf í nefnifalli.
  • 9. Algengar villur - aukastafir • Mörgum hættir til að bæta stöfum við orð, þar sem þeir eiga ekki að vera. • Dæmi: þæginlegt, kostning, hnéið. • Stundum er erfitt að koma auga á hvenær aukastafir hafa læðst inn í orð, sérstaklega ef orð eiga sér aðra merkingu í svipuðum rithætti. • Dæmi: brúnna eða brúna? • Hægt er að leita svara í réttritunarorðabókum.
  • 10. Algengar villur – sambeyging orða • Öðru hvoru kemur fyrir að orðasambönd sem ætti að beygja saman séu ekki í sama falli. • Dæmi: Sigurðar Sveinsson, Einar Gunnars, Unnar Sif, Elvar Ósk. • Einnig er algengt að sjá óákveðið lýsingarorð í sambandi við ákveðin nafnorð. Athugið að ekki er beinlínis um villu að ræða. • Dæmi: fallegt húsið, rautt laufið. • Hægt er að finna rétta beygingu orða á bin.arnastofnun.is sem og má leita svara í handbókum um málfræði.
  • 11. Algengar villur – ítrasta eða ýtrasta • Oft er þessum orðum ruglað saman. • Dæmi: til hins ítrasta. • Ítur merkir fallegur eða ágætur. • Ýtrari merkir frekar eða rækilegar. • Hér gildi að læra merkingu orðanna og nota orðin út frá henni.
  • 12. Algengar villur – leiti eða leyti? • Margir eiga erfitt með að átta sig á hvenær við notum orðið leiti og hvenær við notum leyti. • Dæmi: um þetta leiti, á næsta leyti. • Leiti er hæð, sbr. Efstaleiti. • Leyti vísar í tíma eða hugmynd. • Gott er að líta til bóka á borð við Orðastað.
  • 13. Algengar villur - -ingu eða ingar? • Algengt er að kvenkynsorð sem enda á –ing fái endinguna -u í eignarfalli eintölu í stað –ar. • Dæmi: vegna aukningu skulda. • Hér er gott að leita til bin.arnastofnun.is.
  • 14. Algengar villur – beyging frændsemisorða • Frændsemisorðin bróðir, systir, móðir, dóttir eiga að enda á – ur í öllum aukaföllum. Margir gera villur í beygingum á þessum orðum. • Dæmi: Þetta er frá bróðir mínum. • Ef þú ert í vafa er gott að kíkja á bin.arnastofnun.is.
  • 15. Algengar villur – ef eða hvort • Margir rugla saman orðunum ef og hvort í setningum. • Dæmi: Ég ætla að athuga ef hann sé heima. • Einnig er viðtengingarhátturinn sé notaður þar sem rétt væri að nota framsöguháttinn er. • Dæmi: Ef hún sé heima... • Gott er að styðjast við beygingarlýsinguna á bin.arnastofnun.is.
  • 16. Algengar villur - skammstafanir • Margir fara rangt með skammstafanir og einkum er vandi að sjá hvar á að setja niður punkta. • Dæmi: þ. á. m., td., o.s.fr.v. • Hægt er að finna ítarlega lista í orðabókum yfir skammstafanir og einnig eru þeir á netinu, t.d. http://is.wikipedia.org/wiki/Listi_yfir_skammstafanir_%C3%A D_%C3%ADslensku
  • 17. Algengar villur – hvorki ... né • Fleiryrtar samtengingar eru samteningar sem standa saman af tveimur eða fleiri orðum. Margir rugla saman þessum samtengingum. • Dæmi: Hvorki Jón eða Siggi fóru út. • Gott er að temja sér að þekkja helstu fleiryrtu samtengingarnar og nota þær rétt. • Hægt er að sjá þær helstu hér: http://is.wikipedia.org/wiki/Fleiryrt_samtenging
  • 18. Algengar villur – inni í eða inn í • Algengt er að fólk átti sig ekki á hvaða mynd af atviksorði á að nota hverju sinni. • Dæmi: Ég fór inn í húsið, ég var inní húsinu. • Ágætt ráð er að átta sig á hvort vísað er til hreyfingar (inn í) eða staðsetningar (inni í). • Hið sama gildir um smáorðin af og að. • Dæmi: Ég leita af bílnum.
  • 19. Algengar villur – stækkar og minnkar • Algengt er að sjá í máli fjölmiðlamanna að allt stækki eða minnki. • Dæmi: Fjöldi þeirra sem fara í framhaldsnám minnkar. • Um er að ræða áhrif úr ensku. • Gott er að styðjast við Orðastað og orðabækur.
  • 20. Algengar villur – hver eða hvor • Margir eiga erfitt með að átta sig á hvenær nota skal hvor og hvenær hver. • Dæmi: Hver bræðranna, Jón eða Siggi, er sá seki? • Hvor vísar til tveggja, hver til fleiri en tveggja. • Einnig er munur á því hvernig við notum orðasamböndin sinn hvor og sinn hver í talmáli og ritmáli. • Dæmi: Þeir fóru í sinn hvorn bílinn, þeir fóru í sinn bílinn hvor.
  • 24. Góður stíll • Texti þarf að vera skýr og einfaldur. • Við höfum ekki líkamsstellingar, andlitssvipi eða blæbrigði raddar til að ráða og hjálpa okkur að skilja merkingu þess sem er komið á framfæri. • Ef það er hægt að mistúlka texta, þá má ganga út frá því sem vísu að það verði gert á versta mögulega máta. • Stíl getur tölvuforrit ekki metið. • Við þurfum því að temja okkur að gagnrýna texta og vera sífellt að meta gæði þeirra. • Að skrifa góðan stíl er æfing. • Hluti af þeirri æfingu er sífelldur lestur. Að lesa texta á því tungumáli sem þú ætlar þér að vinna með. • Annar hluti af þeirri æfingu er að rýna í texta sem aðrir hafa skrifað og benda á það sem betur mætti fara. Þannig er það mjög góð æfing fyrir mig að lesa yfir það sem þú hefur skrifað. Enn betri æfing fyrir mig er að lesa yfir það sem ég hef skrifað og gagnrýna það á sama hátt og ég gagnrýni þig. • Enginn ætlast til þess að maður skrifi alltaf fullkominn stíl. • Hins vegar er ætlast til þess að maður læri af mistökum og bæti sig.
  • 25. Einfaldar setningar umfram flóknar Betra er að skrifa einfaldan og skýran stíl. Þannig virkar yfirleitt betur að halda sig við aðalsetningar og stilla aukasetningum í hóf. Einnig er betra að styðjast við germynd umfram þolmynd, þar sem germyndin er einfaldari. Góð regla er að lesa upphátt yfir það sem var skrifað. Við heyrum oft betur það sem er ekki vel sett fram. Hér er dæmi af 433.is, verið er að spyrjast fyrir um möguleika. Hugsanlega hefði verið einfaldara að kanna hvort Spartak hefði áhuga á að selja leikmanninn. Auk þess er það ekki falleg íslenska að tala um kaup á leikmanni, hljómfegurra hefði verið að tala um að kaupa leikmanninn. Forráðamenn Liverpool hafa spurst fyrir um Romulo, miðjumann Spartak Moskvu í Rússlandi um möguleika á kaupum á leikmanninum. (http://www.433.is/frettir/england/liverpool-a-eftir-midjumanni-spartak/) Síðar í fréttinni er talað um að verðmiðinn sé talinn nema 7-10 milljónum punda. Yfirleitt er talað um að verð sé talið nema einhverju en í íslensku er sjaldnar talað um að verðmiðar séu upp á eitthvað, því verðmiðar eru yfirleitt frekar ódýr pappír.
  • 26. Nástaða • Fjölbreytni í stíl er „dyggð“ í sjálfu sér vegna þess að tilbreytingarlaust mál án tilþrifa er fráhrindandi fyrir lesendur. • Nástaða er þannig höfuðóvinur þess sem vill skrifa góðan stíl. • Nástaða kallast það þegar orð eða orðasambönd koma fyrir með stuttu milllibili. • Mikilvægt að styðjast við samheitaorðabækur og óttast ekki að nota ólík orð yfir sama hlutinn.
  • 27. Tíðaflakk Það getur verið stílbragð að flakka milli nútíðar og þátíðar en sé það ekki gert með ráðnum hug kemur það yfirleitt illa út og fyrir vikið virka greinar illa stílaðar. Dæmi af hun.is, hér er upphafssögnin í nútíð, en efnisgreinin á undan í þátíð. Af merkingu textans má einnig ráða að um er að ræða atburði sem eru liðnir og því er erfitt að rökstyðja þessa notkun á nútíð. Í samtali við skólastjórann fær Ragnar að vita að þeim hefði borist til eyrna að Ragnar hefði gerst sekur, í starfi sem kennari í öðrum skóla, um að áreita börn. (http://www.hun.is/var-borinn-rongum-sokum-ragnar-thor-segir-okkur-sina-sogu/)
  • 28. Eignarfornöfn Í íslensku er hefð fyrir því að eignarfornöfn séu aftast í nafnliðum, nema sérstök áhersla sé lögð á eignarhaldið. Í ensku er það ekki svo, þar eru eignarfornöfn yfirleitt fremst í nafnliðum. Hér er dæmi af 433.is, þar sem betra væri að eignarfornafnið kæmi í lok nafnliðsins. […]Hazard er á sínu öðru tímabili hjá belgíska félaginu, en hann spilaði einnig með þeim í fyrra og skoraði þá fjögur mörk fyrir liðið og lagði upp önnur 10. (http://www.433.is/frettir/evropa/hazard-leikmadur-arsins-i-belgiu/)
  • 29. Viðtengingarháttur Svo virðist sem viðtengingarháttur sé á undanhaldi, en þessi sagnháttur er þó enn viðurkenndur í málinu og þegar notaður er persónuháttur í stað hans kemur það oft undarlega út. Þó að Jóna hefur ekki séð dýragarðinn þá vill hún heldur fara í sund. Hefur er framsöguháttur, rétt væri að nota sagnmyndina hafi.
  • 30. Gervifrumlag Stundum komum við fyrir óþarfa orðum í setningum hjá okkur og eitt skýrasta dæmið um það er gervifrumlag. Svo kallast þegar við notum: Það var …, það er … og álíka samsetningar. Ef við getum raðað upp setningum með skýrari hætti og losað okkur við gervifrumlagið þá fer yfirleitt betur á því og setningar verða oft einfaldari og skýrari. Dæmi af 433.is: Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn, en það var Gary Martin sem kom KR-ingum yfir. (http://www.433.is/frettir/island/kr-sigradi-fram-i-fjorugum-leik/) ….án gervifrumlagsins: Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn, en Gary Martin kom KR-ingum yfir.
  • 31. Tvöföld neitun Tvöföld neitun er stílbragð sem skrásetjarar Íslendingasagna notuðu stundum, en þar er einhverju neikvæðu neitað, t.d. Gunnar var maður eigi óheimskur. Sem sagt, Gunnar var heimskur maður. Í dag kemur oft fyrir tvöföld neitun í textum þar sem ætti að vera einföld neitun. Dæmi af hun.is, hér er átt við að Bieber var ekki að koma frá upptökum en tvöfalda neitunin gerir það að verkum að hann var að koma frá upptökum. Sökum þess að hann er eltur á röndum þessa dagana hefur erlenda slúðurfréttasíðan staðfestar heimildir fyrir því hann hafi verið að koma af skemmtistað ásamt föður sínum en ekki úr neinu upptökuveri. (http://www.hun.is/justin-bieber-handtekinn-fyrir-olvunarakstur-og-fleira-myndband/)
  • 32. Staðsetning forsetninga • Í íslensku er sterk hefð fyrir því í ritmáli að láta forsetningar koma á undan nafnliðum. • Í talmáli yngra fólks kemur þó oft fyrir að forsetningar séu hafðar í lok setningar. • Dæmi: Hvaða bíó eigum við að fara í? Hvað fjallar myndin um? • Einnig kemur fyrir að tvær forsetningar fylgi nafnlið. • Dæmi: Í hvaða bíó eigum við að fara í?
  • 33. Notkun atviksorða • Stundum hættir okkur til að ofnota atviksorð, sérstaklega í tengslum við sagnir sem bera mjög ákveðna merkingu. • Dæmi: Hann lagðist niður. Hún kleif upp fjallið. • Atviksorð eru meðal algengustu orða í íslensku en við ættum að temja okkur að nota þau aðeins þar sem þau eru merkingarbær. • Dæmi: Barnið settist. Barnið settist upp. • https://www.dv.is/frettir/2008/10/20/slagsmalahundur- osattur-vid-islenskukunnattu-logreglu/
  • 34. Enskuleg nafnháttanotkun Stundum kemur fyrir enskuleg nafnháttanotkun í íslensku en undantekningalítið er hægt að orða hlutina betur. Sérstaklega hangir þetta saman við orðasamböndin …búið að… eða … byrja að … Dæmi af 433.is […]þótt ég segi sjálfur frá þá er ég búinn að vera ansi duglegur[…] (http://www.433.is/frettir/island/kjartan-henry-thetta-hlytur-ad-ganga-upp/) Hér hefði farið betur á að segja: […]þá hef ég verið ansi duglegur[…]
  • 35. Nafnorðastíll • Íslenska er sagnamál, því kemur það okkur oft spánskt fyrir sjónir að sjá setningar þar sem nafnorð eru kjarninn í stað umsagnar. • Eðlilegt mál: Læknirinn rannsakaði sjúklinginn. • Nafnorðastíll: Læknirinn framkvæmdi rannsókn á sjúklingnum. • Nafnorðastíll virkar stirður og oft verða setningar óþarflega langar.
  • 36. Einkenni nafnorðastíls • Nafnorð tekur við hlutverki sagnar og ber uppi merkingu í stað hennar (póstútburður er erfiður = það er erfitt að bera út póst). • Í stað einnar merkingarríkrar sagnar er notað nafnorð ásamt merkingarléttri sögn, hækju (sjá Mörð Árnason. 1991. Málkrókar) (framkvæma könnun = að kanna; fólksfjöldi eykst = fólki fjölgar). • Nafnorð notað í stað lýsingarorðs (sýna af sér gætni/dugnað = að vera gætinn/duglegur). • Samsett og löng nafnorð eru notuð, ýmist gerð úr no+so eða no+no (ákvörðunartaka, stjórnunartækni, fæðingartíðni). • Tvö nafnorð í stað no+so (aukning afla eða aukning á afla = afli eykst eða helst: betur aflast).
  • 39. Hvað er efnismarkaðssetning? • Kjarni hverrar markaðssetningar er efnið sem miðla á til neytenda. • Efnismarkaðssetning felur því í sér að útbúa efni sem nær til réttra neytenda á réttum tíma við réttar aðstæður með það að markmiði að neytandi breyti hegðun sinni til hagsbóta fyrir vörumerki. • Efnismarkaðssetning getur farið fram á netinu, í gegnum hefðbundna miðla, tölvupóst, bæklinga, kynningar eða jafnvel í samtölum tveggja einstaklinga.
  • 41. Efnismarkaðssetning – Skipulagning • Mikilvægt er að skipuleggja það efni vel sem á að markaðssetja. • Skoðið landsbankinn.is/istuttumali • Skoða þarf sérstaklega vel hvaða efni á að koma á framfæri, hvernig er best að birta það og hvernig getur það gagnast notendum sem best. • Huga þarf að öllum þáttum efnisins, ekki bara texta. Myndir, myndbönd, reiknivélar o.s.frv. þarf að vera framsett með þeim hætti að notendur eigi hvað auðveldast með að skilja efnið og hagnýta sér það.
  • 42. Efnismarkaðssetning – Gott að vita • Í efnismarkaðssetningu er gott að gefa gaum að eftirfarandi atriðum. • Markhópur: Hver á að njóta efnisins? • Umfjöllun: Um hvað á að fjalla? • Greining: Hvernig er best að fjalla um efnið? • Áætlun: Hvenær á að birta efnið? Hvar á það að birtast? Hver sér um að birta það? • Dreifing: Hvar auglýsum við efnið?
  • 43. Efnismarkaðssetning - vörumerki • Öll vinnum við daglega með vörumerki. Öll erum við vörumerki. • Hvernig er vörumerkið ég? • Mikilvægt er að unnið sé rétt með vörumerki. • Öll faglega unnin vörumerki eiga sér vörumerkjabækling. • Vörumerki eiga sér rödd, persónuleika, lógó og liti. • Sé farið út af þeirri leið verða neytendur varir við það og hættan er sú að það hafi slæm áhrif á vörumerkið.
  • 46. Ólíkir miðlar • Vefsíður • Tölvupóstur • Kynningar • Bæklingar • Auglýsingar • Fréttatilkynningar • Viðtöl
  • 47. Almennt um skrif fyrir vörumerki • Í upphafi skal endinn skoða. • Setjum markmið með skrifunum. • Skipuleggjum skrifin fyrirfram. • Um hvað ætlum við að skrifa? • Hvaða gögn þurfum við? • Hvert þurfum við að sækja upplýsingar? • Hvernig ætlum við að byggja upp texta? • Hvenær ætlum við að birta hann? • Hvar ætlum við að birta hann? • Hver á að lesa hann? • Hverju á hann að skila?
  • 48. Almennt um stafræn samskipti • Einfaldur texti umfram flókinn. • Verum skýr og skorinorð. Segjum frá því sem skiptir mestu máli. Forðumst málalengingar. • Munum að þeir sem lesa textann hafa ekkert annað til að skilja merkingu hans. • Ef það er hægt að misskilja texta þá verður það gert á versta möguleika máta. • Dæmi: Tveimur Eistum bjargað um borð í togara (af mbl.is), Leoncie reið Jóni Ásgeiri (af dv.is). • Gott er að einskorða sig ekki við einn framsetningarmáta. • Blanda saman texta, myndum, myndböndum og athöfnum ef þess er nokkur kostur.
  • 49. Vefsíður • Uppsetning efnis fyrir vefsíður þarf að taka mið af því hvernig leitarvélar vinna, þ.e. tryggja þarf að efni sé bestað fyrir leitarvélar. • Eins er gott að hafa í huga að myndir og myndbönd séu bestuð fyrir netið. Stórar myndir í miklum gæðum eða myndbönd í HD eru lengi að hlaðast niður, sérstaklega ef um notanda er að ræða sem skoðar efni í gegnum snjalltæki tengt 3G, og mikilvægt að taka mið af því.
  • 50. Vefsíður – bestun efnis – texti • Gott er að miða við að greinar sem fara inn á vefsíður innihaldi ekki mikið færri en 300 orð. • Ákveða þarf strax í upphafi hver lykilorð efnisins séu, þau orð þurfa að koma fyrir í titli og fyrstu efnisgrein texta. • Ágæt regla er að láta fyrstu efnisgrein innihalda stuttan útdrátt greinarinnar. • Þá er mikilvægt að gæta þess að nota millifyrirsagnir (sé texti í lengra lagi) og skipta efni upp. Þá er sniðugt að láta lykilorð koma fyrir í millifyrirsögnum.
  • 51. Vefsíður – bestun efnis – texti • Gervigreind leitarvéla er mjög þróuð og leita köngulær leitarvélanna í efninu að miklu leyti eins og notendur. • Skrifum fyrir notendur, ekki leitarvélar. • Fylgja þarf eðlilegum reglum um uppbyggingu texta. Leitarvélin þekkir texta þar sem verið er að brjóta reglur um leitarvélabestun. • Gott dæmi um rétta uppbyggingu texta fyrir leitarvélar: • Vb.is
  • 52. Vefsíður – bestun efnis – myndir • Mikilvægt að setja inn myndir sem falla vel að mörkun vörumerkis. • Ef við eigum ekki höfundarrétt að myndunum, þá þarf að geta þess hvaðan þær eru fengnar og jafnvel fá leyfi fyrir notkun þeirra. • Gott er að setja inn lýsandi titil á mynd. • Einnig er mikilvægt að setja inn lýsandi alt-texta. • Sé texti settur undir mynd þarf að gæta að því að hafa hann skýran.
  • 53. Vefsíður – bestun efnis – myndbönd • Ágæt regla er að styðjast við myndbandaspilara af samfélagsmiðlum á borð við Youtube.com. • Gæta þarf að því að lýsing á myndbandinu sé góð og innihaldi lykilorð. • Mikilvægt er að velja góða skjámynd, mynd sem er í senn lýsandi og ber rétt skilaboð.
  • 54. Vefsíður – bestun efnis – meta • Ef þið getið haft áhrif á meta-efni á síðum ykkar þá getur verið ágætt að enda bestunina á að setja meta-upplýsingar inn. • Þeir flokkar sem skipta mestu máli eru: • Meta-description: Hér setjum við inn stutta lýsingu á greininni, gæta þarf að því að nota ekki fleiri en 156 stafabil. Hér þarf lykilorðið að koma fyrir. • Meta-keywords: Hér setjum við lykilorðin en gætum að því að vera ekki með of mörg í hverri grein og þá aðallega þau sem skipta mestu máli.
  • 55. Vefsíður – vefgreining • Mikilvægt er að nota einhvers konar vefgreiningartól. • Greina þarf hegðun notenda og þróa vefi og efni á vefum út frá þeim gögnum sem fyrir liggja. • Eins er mikilvægt að hlusta og fylgjast með því sem notendur er að ræða á netinu. • Helstu vefgreiningartól eru: • Google analytics • Modernus • Vaktarinn
  • 56. Tölvupóstur • Góð tölvupóstsamskipti eru nákvæm og án málalenginga. • Ágæt regla er að ávarpa móttakanda pósts sem og vera með undirskrift sem geymir helstu upplýsingar um sendanda, ásamt fyrirvörum um trúnaðargildi póstsins. • Gott er að lesa yfir pósta áður en þeir eru sendir, sérstaklega þá er varða viðkvæm mál. • Þá er mikilvægt að mörkuð sé stefna innan hvers fyrirtækis eða stofnunar um hvernig tölvupóstur skuli notaður. • Má senda fjölpósta? • Hvernig skulu viðhengi meðhöndluð? • Hvaða upplýsingar má setja í tölvupósta?
  • 58. Kynningar - powerpoint • Powerpoint er eitt algengasta hjálpartæki fólks á fundum. • Rétt eins og í öllum texta, þá gilda venjulegar stafsetningarreglur og hefðir er varða stíl í slíkum kynningum. • Setningar skal enda með punkti o.s.frv. • Ágætt er að vera ekki með of mikið efni á hverri glæru. • Ef þess er nokkur kostur er gott að nota myndefni öðru hvoru til að að auðvelda fundargestum að meðtaka upplýsingar. • Heyrnarminni flestra er yfirleitt betra en sjónminni. • Forðumst að lesa af glærum fyrir fundargesti.
  • 59. Bæklingar og auglýsingar • Mikilvægt er að tryggja að sama orðfæri sé notað í bæklingum, auglýsingapésum, á netinu og í auglýsingum, hvort sem um er að ræða fyrir útvarp eða sjónvarp. • Skilaboðin þurfa að vera skýr og í takt við mörkun vörumerkis. • Einnig er gott að hafa í huga að myndefni sé lýsandi og skili þeirri tilfinningu til neytenda sem upp er lagt með.
  • 60. Hvaða skilaboð sjáum við í þessari auglýsingu?
  • 61. Fréttatilkynningar • Gott er að setja upp fréttatilkynningar með svipuðum hætti og greinar á heimasíðu. • Draga saman efni fréttatilkynningar í fyrstu efnisgrein. • Tryggja að fyrirsagnir séu lýsandi og grípi lesendur. • Setja upp efni með skilmerkilegum og skýrum hætti. • Mikilvægt er að láta símanúmer og aðrar tengiliðssupplýsingar fylgja með fréttatilkynningum.
  • 62. Viðtöl – fyrirfram skipulögð • Mikilvægt er að ákveða fyrirfram markmið með því að fara í viðtal hjá fjölmiðli og velja rök eftir þeim. • Gott er að hafa með sér punkta til að styðjast við. • Einnig getur verið sniðugt að skrifa niður nokkrar lykilsetningar, sem geyma helstu rök eða upplýsingar sem koma þarf á framfæri. • Muna að vera skýr og skorinorð.
  • 63. Viðtöl – ekki fyrirfram skipulögð • Ef blaðamaður hringir og vill ræða eitthvað viðkvæmt málefni er ágætt að hafa í huga að gefa sér tíma til að svara. • Fá mál eru svo mikilvæg að svara sé þörf strax. • Auðveldara er að bæta við svör eftir á, en að reyna draga aftur það sem hefur verið ofsagt. • Segjum því frekar minna en meira. • Skýr svör en skorinorð. • Ef þess er nokkur kostur reynum að vísa í ýmist áður útgefnar yfirlýsingar eða heimasíðu.
  • 64. Hvernig komu þessi viðbrögð út?
  • 67. Yfirlit • Samfélagsmiðlar spretta upp eins og gorkúlur. • Mikilvægt að átta sig á hvar markhópurinn heldur sig. • Á Íslandi eru eftirfarandi miðlar stærstir: • Facebook • Instagram • Twitter • Google+ • Bland.is • Youtube
  • 69. Af hverju er mikilvægt fyrir vörumerki að vera virkt á samfélagsmiðlum? • Skv. Facebook eru yfir 220 þúsund íslenskir notendur á þeim vef. • Youtube.com er önnur stærsta leitarvél í heiminum. • Á Bland.is eru yfir 240 þúsund skráðir notendur.
  • 70. Af hverju er mikilvægt fyrir vörumerki að vera virkt á samfélagsmiðlum? • Samfélagsmiðlar bjóða upp á gagnvirk samskipti við neytendur. • Nútímaneytendur ætlast til þess að geta átt í samskiptum við vörumerki, fyrirtæki og stofnanir á samfélagsmiðlum. • Nútímaneytendur leita ekki að efni á netinu, efnið finnur þá í gegnum samfélagsmiðla.
  • 71. Af hverju er mikilvægt fyrir vörumerki að vera virkt á samfélagsmiðlum? • Frábær leið til að ná til markshópsins og koma skilaboðum áleiðis til hans. • Einstefnu miðlun var leið 20. aldarinnar, gagnvirk samskipti er leið 21. aldarinnar. • Ef vörumerki þróast ekki með neytendum, er hættan sú að þau deyi eða missi marks.
  • 72. Samfélagsmiðlastefna • Gott er að útbúa stefnu fyrirtækis eða stofnunar um aðkomu þess eða vörumerkis að samfélagsmiðlum. • Stefna þarf að taka á: • Umsjón • Hlustun • Vöktun • Greiningu • Uppfærslum • Aðkomu starfsfólks • Svörun
  • 74. Samfélagsmiðlastefna - Nám „Nám gengur út á að tryggja að þeir sem koma að markaðssetningu Bland.is á samfélagsmiðlum þekki samfélagsmiðla, hafi kynnt sér aðgerðir svipaðra vörumerkja og geti frætt samstarfsfólk sitt. Einnig skiptir máli að kynna sér nýjustu stefnur og þróun í þessum málum sem og komast í kynni við aðra sem starfa í þessum geira og læra af þeim.“
  • 75. Samfélagsmiðlastefna - Hlusta „Við þurfum að fylgjast vel með því hvernig rætt er um Bland.is á samfélagsmiðlum og vera vakandi. Við þurfum að geta tekið mið af þeirri umræðu, svarað henni ef þarf og komið auga á þá sem eru leiðtogar, sendiherrar vörumerkisins sem og skoðanamótandi. Við skiptum þessum þætti í tól, umræður og mat, vettvang og notendur.“
  • 76. Samfélagsmiðlun - mörkun „Tryggja þarf að allar aðgerðir á samfélagsmiðlum taki mið af mörkun vörumerkis, rödd Blands skíni í gegn og persónan Bland.is sé sterk og sjálfri sér samkvæm. Einnig þarf að koma auga á ógnir og tækifæri, skilgreina og setja skýra stefnu hvað varðar svörun. Við skiptum mörkun í nokkra þætti; rödd, persónuleika, svót og svörun.“
  • 77. Samfélagsmiðlun - markmið „Markaðssetning á samfélagsmiðlum verður að hafa mælanleg markmið út frá virkni hvers samfélagsmiðils. Við leggjum áherslu á að unnið sé markvisst að markmiðum hverju sinni, eins er mikilvægt að tryggt sé að byggt sé upp gott samband við aðdáendur/vini/fylgjendur Blands. Fylgjast þarf með og byggja upp vörumerkið og virði þess á samfélagsmiðlum. Eins þarf að vinna markvisst að því að auka umferð um Bland.is og sölu auglýsinga. Við skiptum markmiðum upp í nokkra þætti; mælanleg markmið, samskipti við notendur, uppbyggingu vörumerkis, aukna sölu og miðlun.“
  • 78. Samfélagsmiðlun – þróun hæfileika „Á Bland.is eru tugþúsundir notenda. Hjá fyrirtækinu starfa nokkrir starfsmenn. Koma þarf auga á og bera kennsl á þá einstaklinga sem geta verið markaðsdeild innan handar. Þjálfa þarf þá. Eins þarf endurmenntun að fara reglulega fram. Við skiptum þessum þætti í tvennt; þjálfun og endurmenntun.“
  • 79. Samfélagsmiðlun – aðgerðir „Mikilvægt er að skilgreina allar aðgerðir, beina þeim að réttum markhópum og bera kennsl á hvaða tæki og aðföng þarf til. Skipta þarf verkum og skilgreina tímaramma. Tengja þarf saman online og offline aðgerðir. Við skiptum þessum þætti í nokkra ólíka hluta; skilgreiningu, miðun, aðföng, ábyrgð og tímaramma.“
  • 80. Samfélagsmiðlun - samskipti „Samfélagsmiðlar ganga út á samskipti. Því er mikilvægt að framfylgja skýrri stefnu er varðar samskipti á vegum vörumerkisins Bland.is. Mikilvægt er að eiga í jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum við notendur, tryggja þarf að það efni sem þeim er sýnt eigi við þá og sé fræðandi. Tryggja þarf að samskiptin feli í sér aukin gæði fyrir notendur og unnið sé með skoðanamótandi notendum. Eins þarf að svara notendum og byggja þannig upp samband Blands.is við þá. Við skiptum þessum þætti í nokkra hluta; þátttöku vörumerkis, uppfærslur, „added value“ og þátttöku notenda.“
  • 81. „Við þurfum að greina og mæla hvernig markaðssetning gengur og vera með helstu lykiltölur á hreinu hverju sinni. Eins er mikilvægt að taka út gögnin reglulega og ræða árangur, hvað gekk vel og hvað illa. Mikilvægt er að lærdómur sé dreginn af öllum aðgerðum og endurmeta þarf markmið eftir hverja aðgerð. Við skiptum þessum þætti í eftirfarandi hluta; lykiltölur, greiningu, samkeppnisaðila og endurmat.“ Samfélagsmiðlun – greining og endurmat
  • 82. Facebook – gott að vita • Stærð mynda: • Banner: 851x315 • Prófílmynd: 160x160 • Appmynd: 111x74
  • 83. Facebook – gott að vita • Facebook er textamiðaður vefur, þar sem hægt er að birta myndir og myndbönd. • Ekki er nein hámarkslengd á uppfærslum, en gott er að miða við að uppfærslur séu skilmerkilegar og hnitmiðaðar. • Uppfærslur yfir 100 orð fá yfirleitt ekki sömu viðbrögð og þær sem eru skemmri. • Ágætt er að uppfærslur séu settar þannig fram að þær hvetji notendur til að nota virkniþætti Facebook, því það eykur sýnileika.
  • 84. Facebook – gott að vita • Uppfærslur ná hámarkssýnileika að meðaltali um þremur tímum eftir að þær eru birtar. • Gott er að fylgjast vel með vefgreiningartólinu á Facebook og meta reglulega hvernig hægt sé að hámarka sýnileika út frá tíðni uppfærslna. • Hægt er að kaupa aukinn sýnileika með því að bústa uppfærslur. • Einnig er gott að prófa sig áfram með upphæðir til að sjá hvenær féð er að skila sem mestu aftur til vörumerkisins.