SlideShare a Scribd company logo
EINHVERFA
 
 
 
 
 
Jóhanna Ella Jónsdóttir 
Sálfræðingur 
 
 
 
 
2
Einhverfa 
Einhverfa er taugaþroskaröskun sem kemur snemma fram hjá börnum og jafnvel hjá 
ungabörnum.  Einhverfa er röskun á heilastarfsemi og leiðir til ákveðinna 
hegðunareinkenna á borð einhæf, einkennileg og árattukennd hegðunarmynstur, 
slök eða afbrigðileg félagsleg samskipti og slök eða afbrigðileg tjáskipti (American 
Psychiatric Association, 1994; Evald Sæmundsen, 2008). Einhverfurófsröskun  er 
yfirheiti yfir ævivarandi þroskaraskanir á heilastarfsemi  þar sem einhverfa er hvað 
alvarlegust.  Meðal annarra raskana á einhverfurófi má finna; Asperger heilkenni, 
ódæmigerða einhverfu, alvarlega þroskaröskun auk annarra þroskaraskana. 
Einkenni einhverfu birtast á mismunandi hátt hjá börnum og fullorðnum og eru ólík 
í tíðni, alvarleika og birtingarformi en til að greinast með einhverfu þarf ákveðinn 
styrk í birtingu þeirra á þann hátt að þau hafi hamlandi áhrif á daglegt líf þeirra er 
einkennin hafa. Algengi einhverfu virðist hafa farið vaxandi síðustu ár og er algengi 
einhverfurófsraskana að nálgast 1% víða um heim sem og hér á landi samkvæmt 
nýjustu rannsóknum (Baird og fleiri, 2006;  Evald Sæmundsen, 2008). Ef miðað er  við 
4000/5000 barna árganga eru um 40‐50 börn í árgangi sem greinast með röskun á 
einhverfurófi ár hvert.   
 
Greining einhverfu 
Einhverfa er greind út frá ákveðinni samsetningu einkenna og alvarleika þeirra. Enn 
sem komið er er ekki til líffræðilegt próf sem getur greint einhverfu. Einhverfa telst 
því heilkenni þar sem hún er samansafn einkenna. Mikilvægt er að útiloka 
heyrnarskerðingu, tauga‐ og efnaskiptasjúkdóma, litningagalla og fleiri þætti sem 
skýrt geta einkennin. Greining byggist á skilgreiningu einhverfu út frá 
greiningarkerfum ICD‐10 og DSM‐VI og kveður á um að einkenni einhverfu verði að 
koma fram á þremur sviðum þ.e. í félagslegu samspili, í máli og tjáskiptum og í 
sérkennilegri og/eða áráttukenndri hegðun. Einnig verður tiltekinn fjöldi einkenna að 
koma fram á hverju sviði og þroskafrávik þurfa að vera komin fram fyrir 36 mánaða 
3
aldur (American Psychiatric Association, 1994; Evald Sæmundsen, 2008). Svo hægt sé 
að framkvæma greiningu út frá fyrrgreindum skilyrðum þarf að safna mjög 
ítarlegum upplýsingum um frá foreldrum/umsjónaraðilum. Upplýsingarnar varða 
þroska og hegðun barnsins og þeirra er oft á tíðum aflað með greiningarviðtali. 
Einnig er hegðun og þroski barnsins skoðuð og mæld á kerfisbundinn máta til að 
mynda með beinu áhorfi hegðunar eða skoðun myndbanda og skriflegra upplýsinga 
um barnið. Taka þarf tillit til allra þátta og heildarumhverfis barnsins og því eru 
hagir fjölskyldu kannaðir samhliða annarri upplýsingaöflun. Hægt er meðal annars 
að notast við stöðluð greiningarviðtöl eins og ADI‐R (Autism Diagnostic Interview 
Revised) þar sem foreldrar /umsjónaraðilar eru heimildamenn (Rutter, Le Couteur & 
Lord, 2003) en einnig er hægt að notast við beina mælingu á hegðun og einkennum 
barnsins með mælitækjum eins og ADOS (Autism Diagnostic Observation Schedule) 
(Lord, Rutter, DiLavore, & Risi, 1999). Bæði mælitækin eru sérstaklega gerð til að 
leita eftir einkennum einhverfu. Skimunartæki fyrir einkenni einhverfu eru einnig til 
staðar en þau eru notuð á víðari vettvangi og eru einungis hönnuð til þess að skima 
eftir einkennum og eru því ekki greiningartól. Dæmi um slík skimunartæki eru SRS 
(Social Responsiveness Scale) (Constantino og Gruber, 2005) og SCQ (Social 
Communication Questionnaire) (Rutter, Bailey, Berument, LeCouteur, Lord og Pickles, 
2003). Með þeim er hins vegar hægt að koma auga á mögulegar raskanir barna og 
fullorðinna og vísa þeim einstaklingum svo í ítarlegri greiningu hjá viðeigandi 
fagaðila. 
 
Mælitæki einhverfu 
Greiningartæki 
Greiningartæki einhverfu eru þess eðlis að þau byggja á skilgreiningu einhverfu 
samkvæmt viðurkenndum greiningarstöðlum (ICD‐10 eða DSM‐IV ). Greiningartæki 
eru viðamikil og nákvæm mælitæki og krefjast tíma og fyrirhafnar bæði af hálfu 
sérfræðinga sem og forsjáraðila/foreldra og skjólstæðinga. Greiningartæki eru 
4
einungis notuð þegar grunur leikur á vanda (sérstaklega á einhverfurófinu) og leitast 
er eftir að fá viðeigandi greiningu eða útilokun greiningar. Til eru all nokkur slík 
greiningartæki í heiminum. Hér á landi er hins vegar ekki mikið úrval af 
mælitækjum á íslensku til að greina einhverfu en verið er að bæta úr þeim skorti, 
meðal annars með íslenskri útgáfu á ADI‐R (Autism Diagnostic Interview Revised) 
(Rutter, Le Couteur & Lord, 2003) og ADOS (Autism Diagnostic Observation Schedule) 
(Lord, Rutter, DiLavore, & Risi, 1999). Þessi tæki eru og verða gefin út á vegum 
Námsmatsstofnunar. Hér á eftir er að finna lýsingu á þessum greiningartækjum. 
 
ADI‐R (Autism Diagnostic Interview‐Revised) Greiningarviðtal fyrir einhverfu 
Michael Rutter, M.D.F.R.S. Ann Le Couteur, M.B.B.S. & Catherine Lord, Ph.D. 
ADI‐R greiningarviðtalið er staðlað, kerfisbundið viðtal sem sérfræðingar nota til að 
greina einhverfu barna og fullorðinna með viðtölum við foreldra eða umsjónaraðila 
og gefur svo niðurstöðu með reikniriti til greiningar út frá ICD‐10 og DMS‐IV 
greiningarkerfunum þ.e. út frá skilgreiningum þeirra kerfa á einhverfu og skilyrðum 
greiningar. ADI‐R greiningarviðtalið hefur verið eitt mest notaða greiningarviðtalið í 
rannsóknum á einhverfu sem og í klínísku starfi til greiningar á einhverfu og 
skyldum röskunum á einhverfurófi síðastliðin 20 ár. Þjálfaður fagmaður tekur viðtal 
við foreldri eða annan umönnunaraðila sem þekkir skjólstæðinginn, þroskasögu 
hans og núverandi hegðun sem verið er að athuga með viðtalinu. Hægt er að nota 
viðtalið við greiningu á einhverfu hjá börnum sem og fullorðnum. Viðtalið 
tekur til 93 atriða á þremur sviðum einkenna. Þau svið eru: 
• Gagnkvæm félagsleg samskipti 
• Mál og tjáskiptafærni 
• Endurtekin og stegld hegðun og afmörkuð áhugasvið 
(Rutter , Le Couteur & Lord, 2003). 
Viðtalið tekur um eina og hálfa til þrjár klukkustundir bæði í fyrirlögn og úrvinnslu 
stiga. Atriðin eru táknsett (kóðuð) á meðan viðtalið fer fram og fer táknsetning eftir 
ákveðnum matsreglum. Sú táknsetning er svo síðar færð inn í reiknirit og með því 
5
eru fengnar greiningarniðurstöður sem byggja hvort heldur á þroskasögu 
einstaklingsins eða núverandi hegðun (Rutter, Le Couteur & Lord, 2003). 
ADI‐R greiningarviðtalið hefur reynst með háan innri áreiðanleika í 
rannsóknum (Rutter, Le Couteur & Lord, 2003; Poutska, Lisch, Ruhl, Sacher 
Schmötzer & Werner, 1996). Einnig hefur reynst gott samræmi meðal mismunandi 
prófenda hvað varðar flest atriði viðtalsins (Cicchetti, Lord, Koenig, Klin, & Volkmar, 
2008; Evald Sæmundsen, Páll Magnússon, Jakob Smári og Sólveig Sigurðardóttir, 
2003; Le Couteur, Rutter, Lord, Rios, Robertson, Holdgrafer & Mclennan, 1989). 
Hvað varðar réttmæti listans þá hefur hann reynst hafa gott aðgreiningarréttmæti. 
Listinn greinir vel á milli barna með mismunandi þroskaraskanir sem og barna sem 
hafa þroskaröskun og þeirra sem ekki hafa þroskaröskun (Mildenberger, Sitter, 
Noterdaeme & Amorosa, 2001). Samræmi ADI‐R við önnur mælitæki á einhverfu 
hefur reynst gott sem gefur til kynna gott samtímaréttmæti mælitækisins (De Bildt, 
Mulder, Hoekstra, Van Lang, Minderaa & Hartman, 2009; Evald Sæmundsen og 
fleiri, 2003; Le Couteur, Haden, Hammal og McCoanchie, 2008; Pilowsky, Yirmiya, 
Schulman og Dover, 1998). 
ADI‐R greiningarviðtalið hefur verið kannað að einhverju leyti hér á landi. 
Íslensk þýðing var notuð í rannsókn sem framkvæmd var af Evald Sæmundsen, Páli 
Magnússyni, Jakobi Smára og Sólveigu Sigurðardóttir (2003) þar sem 54 íslensk 
börn á aldrinum 22 ‐114 mánaða sem höfðu fengið tilvísun vegna líklegrar einhverfu 
á 42 mánaða tímabili voru athuguð. Börnunum var vísað ýmist á Greiningar – og 
ráðgjafastöð ríkisins eða BUGL (Barna‐ og unglinga geðdeild landspítalans) 
þar sem þau fóru í gegnum tvenns konar greiningu á einhverfu. ADI‐R 
greiningarviðtalið var lagt fyrir umönnunaraðila barnanna auk þess sem þjálfaðir 
fagmenn lögðu fyrir CARS  (Childhood Autism Rating Scale). CARS er 15 atriða 
atferlismat sem hjálpar til við að finna börn með einhverfu og greina þau frá 
börnum með aðrar fatlanir eða þroskaraskanir en greinast ekki með einhverfu. Þar að 
auki greinir CARS milli mildra og alvarlegra einkenna einhverfu. Börnin 
undirgengust margar aðrar rannsóknir til stuðnings við einhverfugreininguna. 
6
Samkvæmt niðurstöðum þeirrar rannsóknar var mikið samræmi milli mælitækjanna 
sem gefur til kynna samtímaréttmæti ADI‐R mælitækisins hér á landi. Aðrir 
próffræðilegir eiginleikar voru kannaðir og kom í ljós að áreiðanleiki (alpha) ADI‐R 
greiningarviðtalsins náði frá 0,79‐0,85 fyrir Gagnkvæm félagsleg samskipti, frá 0,80‐0,83 
fyrir Mál og tjáskiptafærni og frá 0,35‐0,61 fyrir Endurtekna og stelgda hegðun og afmörkuð 
áhugasvið. Niðurstöður gefa til kynna að notkun ADI‐R lofi góðu hér á landi (Evald 
Sæmundsen, Páll Magnússon, Jakob Smári og Sólveig Sigurðardóttir, 2003). 
 
Autism Diagnostic Observation Schedule (ADOS)  
Áhorfsgreiningarmat fyrir einhverfu. 
Catherine Lord, Ph.D., Michael Rutter, M.D., FRS, Pamela C. DiLavore, Ph.D., & Susan Risi,Ph.D. 
 ADOS er kerfisbundið mat (að hluta) sem hægt er að nota við mat á börnum og 
fullorðnum ef grunur á einhverfuröskun leikur á. ADOS er hægt að nota hvort sem 
skjólstæðingur er ómálga eða talar reiprennandi. Notkun mælitækisins býður 
upp á stöðluð matsgögn og stigagjöf. ADOS veitir mælingu á 
einhverfurófeinkennum sem er alveg óháð málfærni skjólstæðingsins. ADOS matið 
samanstendur af margvíslegum athöfnum sem gefa prófanda færi á að fylgjast með 
félagslegri hegðun og samskiptum sem tengjast greiningu á alvarlegum 
þroskaröskunum. ADOS gefur færi á nákvæmri greiningu einhverfu og alvarlegri 
þroskaröskun á mismunandi aldri, þroskastigi og málfærnistigi og fyrirgjöf byggir á 
stöðluðu áhorfi og táknsetningu. Á meðan fyrirlögn ADOS stendur yfir eru 
áhorfsathuganir skráðar, svo eru þær síðar táknsettar og úr þeirri táknsetningu fæst 
greining. Viðmiðunarmörk gefa færi á sértækri greiningu á einhverfu sem og 
víðtækari greiningu á alvarlegri þroskaröskun (Lord, Rutter, DiLavore, & Risi, 1999). 
ADOS matstækið er í fjórum einingum (modules) sem hver tekur um 35‐40 mínútur í 
fyrirlögn. Einungis ein eining er lögð fyrir hvern skjólstæðing og val á einingu til 
fyrirlagnar fer eftir málfærni og aldri skjólstæðings hverju sinni og fylgja þarf 
leiðbeiningum í handbók við það val. 
 
 
7
• Eining 1 er notuð við mat á börnum sem eru nánast ómálga. 
• Eining 2 er notuð við mat á börnum sem hafa takmarkaða málfærni  
• Eining 3 er notuð við mat á talandi börnum 
• Eining 4 er notuð við mat á talandi fullorðnum og unglingum. 
(Lord og fleiri, 1999) 
 
Innri áreiðanleiki ADOS hefur reynst hár. Enduráreiðanleiki hefur verið viðunandi 
(frá 0,6‐0,82) og áreiðanleiki milli matsmanna hefur reynst sérstaklega góður (frá 
0,82‐0,93) (Lord, Risi, Lambrecht, Cook Jr., Leventhal, DiLavore, Picles og Rutter, 
2000; Lord, Rutter, Goode, Heembergen, Jordan, Mawhood og Schopler, 1989). 
Áreiðanleiki hefur einnig reynst hár þótt um sé að ræða óreynda prófendur 
(DiLavore, Lord og Rutter, 2005). 
Næmi og sértæki er mismunandi eftir einingum mælitækisins en nær frá 
68%‐100% sértæki og 84%‐100% næmi (hér er bæði átt við að aðgreina 
einhverfuröskun frá engum vanda, aðgreina einhverfuröskun frá alvarlegri 
þroskaröskun og aðgreining alvarlegrar þroskaröskunar frá engum vanda) (Lord, og 
fleiri, 2000; Lord og fleiri, 1999). Endurskoðað reiknirit mælitækisins leiddi til enn 
hærra næmis og sértækis þegar mælitækið var endurmetið á um 1630 börnum á 
aldrinum 14 mánaða til 16 ára og sýndi sú mæling að ADOS hefur mjög gott 
forspárgildi fyrir einhverfu (DiLavore og fleiri, 2005; Gotham, Risi, Pickles & Lord, 
2007). ADOS hefur ekki verið mikið rannsakað hér á landi og mætti bæta úr þeim 
skorti í framtíðinni til að mynda með notkun íslenksrar útgáfu á ADOS. 
 
Skimunartæki 
Mælitæki á einhverfu eru ekki öll þannig af garði gerð að þau geti gefið 
einhverfugreiningu. Greining er tímafrek og kostnaðarsöm og borgar sig ekki að 
leggja fyrir heildstætt greiningarmat nema grunur leiki á einhverfu eða að skimun 
8
hefur leitt í ljós ákveðin hegðunareinkenni einhverfu. Slík einkenni geta verið 
vísbending um eða gæti bent til þess að um einhverfurófsröskun sé að ræða. Ekki er 
hægt að skera úr um það fyrr en nákvæm greining hefur verið gerð með 
viðurkenndum greiningaraðferðum eins og ADI‐R og ADOS, klínísku mati og 
úrvinnslu. Skimunartæki eru þess eðlis að þau eru stutt, taka því stuttan tíma í 
fyrirlögn og eru hagkvæm og auðveld í notkun. Engu að síður eru þau stöðluð og 
byggja á algengum hegðunareinkennum samkvæmt skilgreiningu á einhverfu og eru 
því skynsöm leið til að skima eftir einhverfu í stærri hópum og undir öðrum 
kringumstæðum en við klínískar aðstæður. Góð skimunartæki hafa háa fylgni við 
stöðluð greiningartæki og gefur það til kynna hátt samtíma réttmæti slíkra prófa og 
rennir því stoðum undir notkun þeirra. Á grundvelli niðurstaðna slíkra prófa er svo 
hægt að vísa í nánari greiningu hjá viðeigandi fagaðila ef fram kemur vísbending um 
einhverfu. Dæmi um skimunarpróf einhverfu eru til að mynda Spurningalisti um 
félagslega svörunarhæfni (SRS) (Constantino og Gruber, 2005) og Spurningalisti um 
félagsleg tjáskipti (SCQ) (Rutter og fleiri, 2003). Þessi mælitæki eru gefin út af 
Námsmatsstofnun og hér á eftir er að finna lýsingar á þessum skimunartækjum. 
 
SRS (Social responsiveness scale) Spurningalisti um félagslega svörunarhæfni. 
John N. Constantine, M. D. 
Spurningalistinn samanstendur af 65 atriðum og er fylltur út af foreldri og/eða 
kennara. Listinn er hannaður til að skima eftir einkennum einhverfurófs hjá 4‐18 ára 
börnum og unglingum.Einnig er til fullorðinsútgáfa af listanum og þá fylla 
aðstandendur út listann sem þekkja vel til viðkomandi skjólstæðings. Fyrirlögn tekur 
um 15‐20 mínútur. Svör eru gefin á 4 punkta Likert kvarða. Með skorun listans fæst 
heildarskor fyrir félagslega svörun á kvarðanum 0 ‐ 195 stig, skor yfir 60 stig bendir 
til klínískt marktækrar hömlunar, skor yfir 80 stig bendir til alvarlegs skorts á 
félagslegri svörun. SRS listinn hefur fylgni frá 0,65‐0,77 við ADI‐R greiningarviðtalið 
sem sýnir fram á samtímaréttmæti listans. Mælitækið hefur góðan innri áreiðanleika 
(alpha: 0,93‐0,97), góðan endurprófunar áreiðanleika (0,73‐0,88) og samræmi milli 
9
matsmanna hefur reynst vera frá 75% ‐ 91% samkvæmt fyrri rannsóknum 
(Constantino og Gruber, 2005; Constantino, Davies, Todd, Schindler, Gross, Brophy, 
Metzger, Shoushtari, Splinter, & Reich, 2003; Magnús F. Ólafsson, 2006). 
Matið hentar vel fyrir börn og unglinga sem eru með væg þroskafrávik eða eru sterk 
vitsmunalega.  Einnig er það hentugt fyrir börn sem hafa flókna blandaða mynd af 
þroska‐ og geðröskunum. Matið er einnig notað fyrir fullorðið fólk sem hefur ekki 
þroskahömlun.  
Gerð var íslensk rannsókn af Magnúsi F. Ólafssyni þar sem hann athugaði 
próffræðilega eiginleika SRS mælitækisins á íslenskum börnum. Hann skoðaði SRS 
skor hjá íslenskum börnum á aldrinum 4‐14 ára. Þeir próffræðilegu eiginleikar er 
hann athugaði voru innri samkvæmni listans (alpha stuðull), samræmi milli 
matsmanna (kennari á móti foreldri) og aðgreiningarréttmæti listans með því að 
skoða fylgni SRS við þætti á Strength and Difficulties Questionnaire eða SDQ sem er 25 
atriða spurningalisti um vanda og styrkleika (tilfinningavandi, hegðunarvandi, 
ofvirkni og athyglisbrestur, vandamál í samskiptum við jafnaldra og jákvæð 
félagshegðun) (Goodman, 1997; Magnús F. Ólafsson, 2006). 
Magnús tók tvö úrtök í rannsókn sinni: þjóðarúrtak og skólaúrtak. Í 
þjóðarúrtakinu voru 1000 börn valin af handahófi úr þjóðskrá. Foreldrar þeirra fylltu 
út SRS listann og voru svör bæði á pappír og í tölvutæku formi. Alls bárust 245 svör 
(24,5%). Í úrtakinu kynjahlutfall jafnt og meðaldur var 9,18 ár (Magnús F. Ólafsson, 
2006). Annað úrtak rannsóknarinnar var skólaúrtak þar sem 200 börn voru valin af 
hentugleika úr Seljaskóla. Bæði foreldrar og kennnarar fylltu út spurningalistann 
fyrir SRS og SDQ. Öll svör fengust á pappír og alls komu 85 svör frá foreldrum 
barnanna eða 42,5% og 39 svör fengust frá kennurum. (Magnús F. Ólafsson, 2006). 
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar reyndist ekki vera munur á SRS skori eftir 
því hvort um hentugleikaúrtak eða handahófsval var að ræða. Rannsóknin leiddi í 
ljós að einhverfurófseinkenni eru algengari meðal drengja en stúlkna á aldrinum 4‐7 
ára sem er í samræmi við erlendar rannsóknir (Constantino, Przybeck, Friesen & 
Todd, 2000). Innri samkvæmni listans reyndist góð og var viðunandi samræmi 
10
milli matsmanna. SRS listinn hefur háa jákvæða fylgni við SDQ undirkvarða sem 
meta vandkvæði jafnaldra og háa neikvæða fylgni var að finna við jákvæða 
félagslega hegðun mælda með SDQ kvarðanum. Fylgni við tilfinningavanda var lág 
og virðist SRS listinn því greina vel á milli skerðingar í félagslegri svörun og 
tilfinnningavanda. Niðurstöður benda til þess að próffræðilegir eiginleikar SRS 
listans séu góðir og því lofar notkun hans góðu hér á landi en æskilegt væri að gera 
aðra rannsókn þar sem svarhlutfall þátttakenda er hærra (Magnús F. Ólafsson, 2006). 
 
SCQ (Social Communication Questionnaire) Spurningalisti um félagsleg tjáskipti 
Michael Rutter, M.D., FRS, Anthony Bailey, M.D., & Catherine Lord, Ph.D. 
Matstækið var áður þekkt sem Autism Screening Questionnaire (ASQ) (Berument, 
Rutter, Lord, Pickles, Bailey, 1999). Þetta stutta mælitæki hjálpar við mat á 
samskiptafærni og félagslegri virkni meðal barna sem gætu verið með einhverfu eða 
raskanir á einhverfurófi. Listinn er fylltur út af foreldri eða öðrum umsjónaraðila og 
tekur minna en 10 mínútur að fylla hann út. SCQ skimar einungis fyrir einkennum 
einhverfu og hjálpar því aðeins fagmönnum að taka ákvörðun um það hvort eigi að 
vísa barni í greiningu á einhverfuröskun eður ei. Spurningalistann er hægt að nota til 
að meta hvern sem er yfir 4 ára aldri að því tilskyldu greindaraldur viðkomandi er 
yfir 2 ár. Listinn er til í tveimur útgáfum: æviskeiðsútgáfu og útgáfu fyrir núverandi 
hegðun. Hvor spurningalistinn samanstendur af 40 spurningum sem svarað er 
neitandi eða játandi. Báðar útgáfurnar er hægt að leggja í hendur foreldris sem getur 
svarað án hjálpar fagaðila. Þar sem SCQ er stutt og auðvelt í fyrirlögn og tiltölulega 
ódýrt gefur það fagfólki og kennurum tækifæri til að skima kerfisbundið eftir 
einkennum einhverfurófsraskana sem veitir færi á snemmíhlutun þegar á við (Rutter 
og fleiri, 2003). Matið hentar vel hjá einstaklingum sem virðast hafa alvarleg einkenni 
einhverfu og jafnframt börn sem eru með umtalsverð þroskafrávik. Einnig er hægt að 
nota SCQ yfir núverandi hegðun fyrir þroskahamlað fullorðið fólk þar sem ekki er 
aðgangur að þroskasögu.   
11
Æviskeiðsútgáfan leggur áherslu á heildar þroskasögu barnsins og gefur heildarstig 
sem hægt er að túlka í tengslum við sérstök viðmiðunarmörk. Þessi stigagjöf greinir 
þá einstaklinga sem gætu hugsanlega greinst með einhverfuröskun og ætti því að 
vísa þeim í frekara mat þar á, til að mynda ADI‐R greiningarviðtalið eða ADOS 
áhorfsgreiningarmatið. Innihald SCQ samsvarar innihaldi ADI‐R að einhverju leyti 
og samtímaréttmæti milli ADI‐R og SCQ er hátt og hefur aldur, kyn, greind og 
málfærni ekki áhrif þar á. Rennir þetta stoðum undir notagildi SCQ sem réttmæts 
skimunartækis sem gefur að einhverju leyti sanngjarna mynd af alvarleika einkenna 
einhverfu (Rutter og fleiri, 2003). 
 
Núverandi hegðun útgáfan beinir athygli frá þroskasögu barnsins til núverandi stöðu 
þess.  Matstækið beinir sjónum matsaðila að hegðun barnsins síðustu 3 mánuði og 
gefur niðurstöðu sem hægt er að notast við þegar meðferð, inngrip og 
eftirfylgni eru áformuð (Rutter og fleiri, 2003).  
SCQ hefur gott aðgreiningarréttmæti bæði við að greina á milli þeirra er hafa 
alvarlega þroskaröskun (óskilgreinda) á einhverfurófi og þeirra er hafa 
einhverfurófsröskun. Einnig greinir tækið vel á milli þeirra sem hafa 
þroskaröskun/einhverfuröskun og annarra barna. Næmi mælitækisins hefur reynst 
mjög gott eða frá 93% ‐ 100% (eftir aldri) og sértæki SCQ hefur reynst vera frá 58%‐ 
80% (Allen, Silove, William og Hutchins, 2007; Lee, David, Rusyniak, Landa og 
Newschaffer, 2007; Eaves, Wingert, Ho & Mickelson, 2006; Rutter, Anderson‐Wood, 
Beckett, Bredenkamp, Castle, Groothues, Kreppner, Keaceney, Lord, O´Connor & 
The Era Study Team, 1999; Rutter og fleiri, 2003). SCQ hefur lítið verið rannsakað hér 
á landi og mætti vel bæta úr þeim skorti. Vonandi stuðlar íslensk útgáfa á SCQ að 
frekari rannsóknum SCQ hér á landi og athugun á próffræðilegum eiginleikum þess 
á íslensku þýði. 
 
 
 
12
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
13
Áhugaverðir tenglar og upplýsingaúrræði 
Western Psychological Services http://wpspublish.com 
(Útgefandi ADI‐R, ADOS, SRS og SCQ) 
 
Greining einhverfu og foreldrafélagið 
Umsjónarfélag einhverfra www.einhverfa.is 
Greiningar‐ og ráðgjafarstöð ríkisins www.greining.is 
 
Þjónusta 
Tryggingastofnun ríkisins http://www.tr.is/ 
......nánar tiltekið: http://www.tr.is/foreldrar‐ogborn/ 
greidslur/umonnunargreidslur‐umonnunarkort/ 
Æfinga‐ og styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (ÆSLF), vegna iðju‐ og 
sjúkraþjálfunar http://www.slf.is/default.asp?id=694 
Systkinasmiðjan, fyrir systkini barna með sérþarfir 
http://www.verumsaman.is/ 
Svæðisskrifstofur málefna fatlaðra 
http://www.felagsmalaraduneyti.is/malaflokkar/malefnifatladra/ 
svaedisskrifstofur/nr/1105 
Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð http://sjonarholl.net 
 
Fræðsla um einhverfu, kennsluleiðir og kennslugögn 
‐flestar síðurnar krefjast nokkurrar enskukunnáttu‐ 
Foreldrafélög víða um heim 
http://www.autism‐india.org/worldorgs.htm 
Almenn fræðsla á íslensku 
http://www.greining.is/greiningarstod.nsf/HtmlPages/Einhverfa/$file/Ei 
nhverfa.pdf og 
http://persona.is/index.php?action=articles&method=display&aid=43&pi 
d=18 
 
 
14
Almennar, yfirgripsmiklar og góðar síður 
The National Autistic Society http://www.nas.org.uk/ (mælt með því að 
fara í Site Map/efnisyfirlit) 
Association for Science in Autism Treatment http://www.asatonline.org/ 
OAR ‐ Organization for Autism Research 
http://www.researchautism.org 
Autism and PDD Support Network http://www.autism‐pdd.net/ 
CARD – Center for Autism and Related Disabilities http://card.ufl.edu 
Journal of Autism and Developmental Disorders 
http://www.springer.com/psychology/child+&+school+psychology/journ 
al/10803 
Autism. The International Journal of Research and Practice 
http://www.sagepub.com/journalsProdDesc.nav?prodId=Journal200822 
 
Kennsluleiðir 
Skipulögð kennsla/TEACCH 
http://www.teacch.com/ 
http://www.nas.org.uk/nas/jsp/polopoly.jsp?a=3630&d=1351 
http://is.wikibooks.org/wiki/TEACCH 
http://www.langholtsskoli.is/serdeild/annad/thurieinhv.htm 
 
Atferlisþjálfun 
www.lovaas.com 
www.abaforum.dk 
www.peach.org.uk 
www.behavior.org 
 
 
 
15
Sjónrænar vísbendingar (visual supports) 
- skilgreining og dæmi um uppsetningu‐ 
http://card.ufl.edu/visual.htm 
http://card.ufl.edu/supports/start.htm 
http://illinoisautismproject.org/iattap_Visual_Supports_Fact_Sheet_1_.pdf 
http://cenmi.org/mits/downloads/tutorials/VisualSupports.pps 
http://www.spectronicsinoz.com/activities/activity.asp?activity=216 
http://www.spectronicsinoz.com/activities/activity.asp?activity=240 
http://www.setbc.org/projects/vss/ 
Félagsfærnisögur (social stories) 
‐kennsla ákveðinnar hegðunar og/eða minnkun kvíða og óróleika í nýjum aðstæðum‐ 
http://nemendur.khi.is/hallhinr/lokaverkefni.htm 
http://card.ufl.edu/socialstories.htm 
http://www.polyxo.com/socialstories/ 
Hjálplegar síður og hugmyndir að verkefnum 
www.do2learn.com Athugið sérstaklega Get Organized hlutann, líka hægt að 
finna ýmislegt í Songs & Games. 
www.autismhandinhand.com 
Fyrir krakkana: 
http://furugrund.kopavogur.is/index.php?option=com_content&task=cat 
egory&sectionid=10&id=23&Itemid=58 
www.skolavorubudin.is 
www.autismbookshop.com 
www.therapybookshop.com 
http://amazon.com – leita eftir “listmania” – leita svo eftir “autism” í 
glugganum vinstra megin 
www.difflearn.com 
 
 
16
Heimildir 
Allen, C. W., Silove, N., Williams, K. og Hutchins, P. (2007). Validity of 
the Social Communication Questionnaire in Assessing Risk of Autism in 
Preschool Children with Developmental Problems. Journal of Autism and 
Developmental Disorders. 37 (7) 1272‐1278 
American Psychiatric Association. (1994). Diagnostic and Statistical 
Manual of Mental Disorders (4.útgáfa). Washington, DC.: Höfundur 
Berument, S. K., Rutter, M., Lord, C., Pickles, A. & Bailey, A. (1999). 
Autism Screening Questionnaire: Diagnostic Validity. British Journal of 
Psychiatry 175: 444‐451. 
Baird, G., Simonoff, E., Pickles, A., Chandler, S., Loucas, T., Meldrum, D., og  
fleiri. (2006). Prevalence of disorders of the auism spectrum in a population 
cohort of children in South Thames: The Special needs and autism project 
(SNAP) Lancet, 368, 210‐215. 
Cicchetti, D. V, Lord, C., Koenig, K., Klin, A. & Volkmar, F. R. (2008). 
Reliability of the ADI‐R: Multiple Examiners Evaluate a Single Case. 
Journal of Autism and Developmental Disorders. 38: 764‐770 
Constantino, J., N., Davies, S., A., Todd, R., D., Schindler, M. K, Gross, M. 
M.,Brophy, S. L., Metzger, L. M., Shoushtari, C. S., Splinter, R. & Reich, 
W. (2003). Validation of a Brief Quantative Measure of Autistic Traits: 
Comparison of the Social Responsiveness Scale with the Autism 
Diagnostic Interview‐Revised. Journal of Autism and Developmental 
Disorders. 33 (4) 
Constantino, J. N. & Gruber, C. P. (2005). The Social Responsiveness Scale 
(SRS). Los Angeles: Western Psycholgical Services. 
Constantino, J. N., Pryzbeck, T., Friesen, D. & Todd, R. D. (2000). 
Reciprocal social behavior in children with and without pervasive 
developmental disorders. Journal of Developmental and Behavioral 
Pediatrics, 21, 2‐11 
17
De Bildt, A., Mulder, E. J., Hoekstra, P. J., Van Lang, N. D. J., Minderaa, 
R. B. & Hartman, C. A. (2009). Valitidy of the Children´s Social Behavior 
Questionnaire (CSBQ) in Children with Intellectual Disability: 
Comparing the CSBQ with ADI‐R, ADOS, and Clinical DSM‐IV‐TR 
Classifacation. Journal of Autism and Developmental Disorders, (netútgáfa) 
DOI 10.1007/s10803‐009‐0764‐x 
DiLavore, P. C., Lord, C. & Rutter, M. (2005). The Pre‐Linguistic Autism 
Diagnostic Observation Schedule. Journal of Autism and Developmental 
Disorders 25 (4). 
Eaves, L. C., Wingert, H.D., Ho, H. H. & Mickelson, E. C. R. (2006). 
Screening for Autism Spectrum Disorders With the Social 
Communicaiton Questionnaire. Journal of Developmental & Behavioral 
Pediatrics. 27 (2). 
Evald Sæmundsen. (2008). Autism in Iceland. Prevalence, diagnostic instruments 
, development, and association of autism with seizures in infancy. PhD Thesis: 
Háskóli Íslands, Faculty of medicine, Deparment of Preventive Medicine. 
Evald Sæmundsen, Páll Mágnússon, Jakob Smári og Sólveig 
Sigurðardóttir. (2003) Autism Diagnostic Interview‐Revised and the 
Childhood Autism Rating Scale: Convergence and Discrepancy in 
Diagnosing Autism. Journal of Autism and Developmental Disorders. 33 (3) 
Goodman, R. (1997). The Strengths and Difficulties Questionnaire: A 
Research Note. Journal of Child Psychology and Psychiatry, 38, 581‐586. 
Gotham, K., Risi, S., Pickles, A. & Lord, C. (2007). The Autism Diagnostic 
Observation Schedule: Revised Algorithm for Improved Diagnostic 
Validity. Journal of Autism and Developmental Disorders, 37 (4) 613‐627. 
Le Couteur, A. L., Haden, G., Hammal, D. & McCoanchie, H. (2008). 
Diagnosing Autism Spectrum Diosrders in Pre‐school Children Using 
Two Standardized Assessment Instruments: The ADI‐R and the ADOS. 
Journal of Autism and Developmental Disorders. 38, 362‐372. 
18
LeCouteur, A. L., Rutter, M., Lord, C., Rios, P., Robertson, S., Holdgrafer, 
M. &McLennan, J. (1989). Autism Diagnostic Interview: A Standardized 
Investigator – Based Instrument. Journal of Autism and Developmental 
Disorders. 19 (3) 
Lee, L., David, A. B., Rusyniak, J., Landa, R. & Newshcaffer, C. J. (2007). 
Performance of the Social Communication Questionnaire in children 
receiving preschool special education sercvices. Research in Autism 
Spectrum Disorders. 1 (2) 126‐138 
Lord, C., Rutter, M., DiLavore, P. C., & Risi, . (1999). Autism Diagnostic 
Observation Scehdule: Manual. Los Angeles, CA: Western Psychological 
Services. 
Lord, C., Rutter, M., Goode, S., Heemsbergen, J., Jordan, H., Mawhood, 
L. & Schopler, E. (1989). Autism Diagnostic Observation Schedule: A 
Standardized Observation of Communicative and Social Behavior. 
Journal of Autism and Developmental Disorders. 19(2). 
Lord, C., Risi, S., Lambrecht, L., Cook Jr., H., Leventhal, B., L., DiLavore, 
C., P., Pickles, A. & Rutter, M. (2000). The Autism Diagnostic 
Observation Schedule‐Generic: A Standard Measure of Social and 
Communication Deficits Associated with the Spectrum of Autism. 
Journal of Autism and Developmental Disorders. 30 (3). 
Magnús F. Ólafsson. (2006) Einhverfurófseinkenni meðal íslenskra barna: 
Próffræðilegir eiginleikar Social Responsiveness Scale (SRS). Óbirt 
Lokaritgerð (Cand.psych) við Háskóla Íslands, Félagsvísindadeild. 
Mildenberger, K., Sitter, S., Noterdaeme, M. & Amorosa, H. (2001). The 
use of the ADI‐R as a diagnostic tool in the differential diagnosis of 
children with infantile autism and children with receptive language 
disorder. European Child & Adolescent Psychiatry. 10 248‐255 
Pilowsky, T., Yirmiya, N., Shulman, C. & Dover. R. (1998). The Autism 
Diagnostic Interview‐Revised and the Childhood Autism Rating Scale: 
19
Differences Between Diagnostic Systems and Comparison Between 
Genders. Journal of Autism and Developmental Disorders. 28 (2). 
Poutska, F., Lisch, S., Ruhl, D., Sacher, A., Schmötzer, G. & Werner, K. 
(1996) The Standardized Diagnosis of Autism, Autism Diagnostic 
Interview‐Revised: Interrater Reliability of the German Form of the 
Inverview. Psychopathology (29) bls. 145‐153 
Rutter, M., Anderson‐Wood, L., Beckett, C., Bredenkamp, D., Castle, J., 
Groothues, C., Kreppner, J., Keaveney, L., Lord, C., O´Connor, T. G & 
The Era Study Team (1999). Quasy‐Autistic Patterns Following Severe 
Early Global Privation, Journal of Child Psychology and Psychiatry 40: 537‐ 
550. 
Rutter, M., Bailey, A., Berument, S. K., LeCouteur, A., Lord, C. & Pickles, A. 
(2003). Social Communication Questionnaire (SCQ). Los Angeles, CA: 
Western Psychological Services. 
Rutter, M., Le Couteur, A. L. & Lord, C. (2003). The Autism Diagnostic Interview 
– Revised (ADI‐R). Los Angeles, CA: Western Psychological Services. 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
20
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Borgartúni 7A 
105 Reykjavík 
www.namsmat.is 
namsmat@namsmat.is 

More Related Content

More from Inga Sigurðardóttir

Fos 104 normalisering og integrering
Fos 104 normalisering og integreringFos 104 normalisering og integrering
Fos 104 normalisering og integreringInga Sigurðardóttir
 
Ftl 103 glærur þroskahömlun barna
Ftl 103 glærur þroskahömlun barnaFtl 103 glærur þroskahömlun barna
Ftl 103 glærur þroskahömlun barnaInga Sigurðardóttir
 

More from Inga Sigurðardóttir (7)

Ftl 103 mal og tal og les
Ftl 103 mal og tal og lesFtl 103 mal og tal og les
Ftl 103 mal og tal og les
 
V7 velvirkjun
V7 velvirkjunV7 velvirkjun
V7 velvirkjun
 
R7 rennismidi
R7 rennismidiR7 rennismidi
R7 rennismidi
 
Fos 104 normalisering og integrering
Fos 104 normalisering og integreringFos 104 normalisering og integrering
Fos 104 normalisering og integrering
 
Greining á einhverfurófi
Greining á einhverfurófiGreining á einhverfurófi
Greining á einhverfurófi
 
Ftl glærur einhverfa Inga Sig
Ftl glærur einhverfa Inga SigFtl glærur einhverfa Inga Sig
Ftl glærur einhverfa Inga Sig
 
Ftl 103 glærur þroskahömlun barna
Ftl 103 glærur þroskahömlun barnaFtl 103 glærur þroskahömlun barna
Ftl 103 glærur þroskahömlun barna
 

Einhv upplysh