SlideShare a Scribd company logo
1 of 23
Almannatengsl
Jón Knútur Ásmundsson
fjölmiðlafræðingur
Markmiðin í dag
• Hvað eru almannatengsl?
• Hvert er hlutverk almannatengsla?
• Hvernig skrifum við fréttatilkynningu?
• Hvernig komum við henni til skila?
• Hvað er frétt?
• Almannatengsl og Austurland
Hvað eru almannatengsl?
• Viljum stjórna því hvernig aðrir hugsa og tala
um okkur
• Gerum þetta öll upp að vissu marki -
impression management
• Þegar reynt er að hafa áhrif á álit fólks á
vöru, þjónustu, hugmyndum, tilteknum
einstaklingum, stofnunum og / eða fyrirtækjum
• PR (Public relations)
Þróun almannatengsla
• Upphaflega kallað propaganda – síðar PR
„Torches of liberty“
Þróun almannatengsla
• Máttur skipulagðra almannatengsla eykst hratt
á 20. öld
• Aðferðirnar verða sífellt fágaðri
• Leitað í hugmyndir félagsfræðinga og
sálfræðinga – undirmeðvitundin - markhópar
• PR / hagnýt félagsvísindi?
• Tengist vexti fjölmiðla einkum útvarps og
síðar sjónvarps
Um hvað snýst þetta?
Að koma sér eða sínum skjólstæðingi (sem getur
verið hver eða hvað sem er) á framfæri við
fjölmiðla
Algengar miðlunarleiðir
• Status á Facebook
• Greinskrif í blöð og tímarit
• Frétt á heimasíðu
• Auglýsingar
• Dreifibréf
• Plaköt
• Sýningar
• Blaðamannafundir
• Fréttatilkynning á fjölmiðla
Fréttatilkynningin
• Eins og hver önnur frétt nema hún er ætluð
fréttamönnum
• Tilkynning um að eitthvað fréttnæmt hafi gerst
eða muni gerast í náinni framtíð
„Komandi þriðjudag, klukkan 15:00, mun hinn eða
þessi gera hitt eða þetta...“
• Matreidd frétt – gerðu svo vel!
Fréttatilkynningin
• Hún þarf að vera stutt og hnitmiðuð (300+ orð)
• Í inngangi þarf fréttin að koma fram í ekki
fleiri en þremur setningum (söluræðan)
• Í meginmáli: Hver, hvar, hvernig, hvers
vegna og hvað svo?
• Neðst: Nánari upplýsingar fást hjá Jóni
Jónssyni í síma 777 8888
Fréttatilkynningin
• Hugsið um fyrirsögnina – þarf að vera grípandi
• Sleppið óþarfa upphrópunarmerkjum!!!!!!!!!!
• Sleppið broskörlum   
• Notið ljósmyndir ef þær hjálpa til og sendið þær í
góðri upplausn – 4 til 5 MB
• Fréttatilkynning þarf að vera vel stíluð og
smekklega upp sett
• Prófarkalesið!
Fréttatilkynningin
• Hugsið um leturgerð: Veljið eina leturgerð og haldið
ykkur við hana
Kona var í dag flutt á bráðamóttökuna eftir að hafa orðið fyrir bíl
fyrir utan bílaumboðið Heklu í Reykjavík (Times New Roman)
VS.
Kona var í dag flutt á bráðamóttökuna eftir að hafa
orðið fyrir bíl fyrir utan bílaumboðið Heklu í Reykjavík
(Comic Sans)
Fréttatilkynningin
• Send í tölvupósti
• Afritið textann og myndina og setjið inn í
póstinn – látið líka fylgja með sem viðhengi
• Ekki senda hlekk
• Sendið á fréttastofur en líka á einstaka
fréttamenn ef þið teljið það skipta máli
• Fylgið eftir með símtali
Að hugsa eins og blaðamaður
• Ef þið viljið reyna koma fréttinni í sjónvarp
þarf að skrifa tilkynninguna með það í huga
• Það sama á við um aðra miðla
• Sumar fréttir ríma við ímyndina
- Hreindýrafréttir frá Héraði
- Slorfréttir frá Fjarðabyggð og Vopnafirði
- Menningarfrétt frá Seyðisfirði!
Hvað er frétt?
• Rétt tímasetning
• Neikvæðar fréttir
• Það sem er óvænt
• Það sem er ótvírætt
• Það sem er persónulegt
• Það sem hefur þýðingu fyrir marga
• Fréttir sem tengjast elítunni
• Fréttir af átökum
Hvað er frétt?
• Samkeppni milli fréttastofa
• Samhljómur
• Samfella
• Samsetning fréttatímans
• Tengsl við stærri fréttir
• Það sem fyrirhafnarlítið
• Það sem er fyrirséð
• Það sem er fljótlegt
• Það sem er nálægt
Annað sem hefur áhrif
• Sumarfréttir - gúrkutíðin
• Sumir dagar meiri „fréttadagar“
• Gott að hafa í huga: Fréttamaðurinn er alltaf að
leita að frétt!
• Og hvort sem þið trúið því eða ekki:
Fréttamaðurinn er manneskja eins og við hin!
Staðan á Austurlandi
• Fáir fjölmiðlar
• Uppspretta frétta persónulegri
• Uppspretta frétta fyrir landsmiðla
• Langt í fréttastofur landsmálamiðlana – hefur
áhrif á afstöðu okkar gagnvart þeim
• PR-mennska á Austurlandi kallar á mikla
hugmyndaauðgi og þolinmæði
Eitt og annað
• PR vs. blaðamennska: Spennuþrungið
samband
• Sérhagsmunir vs. almannahagsmunir
• Leyfið fjölmiðlinum að skúbba
• Að komast í fréttir er ekki eina leiðin til að
koma einhverju á framfæri –
dægurmálaþættir, Landinn, Rás 1, helgarblöð
o.fl.
• Þeir fiska sem róa!

More Related Content

Featured

How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental HealthHow Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
ThinkNow
 
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie InsightsSocial Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Kurio // The Social Media Age(ncy)
 

Featured (20)

2024 State of Marketing Report – by Hubspot
2024 State of Marketing Report – by Hubspot2024 State of Marketing Report – by Hubspot
2024 State of Marketing Report – by Hubspot
 
Everything You Need To Know About ChatGPT
Everything You Need To Know About ChatGPTEverything You Need To Know About ChatGPT
Everything You Need To Know About ChatGPT
 
Product Design Trends in 2024 | Teenage Engineerings
Product Design Trends in 2024 | Teenage EngineeringsProduct Design Trends in 2024 | Teenage Engineerings
Product Design Trends in 2024 | Teenage Engineerings
 
How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental HealthHow Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
 
AI Trends in Creative Operations 2024 by Artwork Flow.pdf
AI Trends in Creative Operations 2024 by Artwork Flow.pdfAI Trends in Creative Operations 2024 by Artwork Flow.pdf
AI Trends in Creative Operations 2024 by Artwork Flow.pdf
 
Skeleton Culture Code
Skeleton Culture CodeSkeleton Culture Code
Skeleton Culture Code
 
PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024
PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024
PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024
 
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)
 
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
 
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie InsightsSocial Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
 
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
 
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
 
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
 
Getting into the tech field. what next
Getting into the tech field. what next Getting into the tech field. what next
Getting into the tech field. what next
 
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search IntentGoogle's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
 
How to have difficult conversations
How to have difficult conversations How to have difficult conversations
How to have difficult conversations
 
Introduction to Data Science
Introduction to Data ScienceIntroduction to Data Science
Introduction to Data Science
 
Time Management & Productivity - Best Practices
Time Management & Productivity -  Best PracticesTime Management & Productivity -  Best Practices
Time Management & Productivity - Best Practices
 
The six step guide to practical project management
The six step guide to practical project managementThe six step guide to practical project management
The six step guide to practical project management
 
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
 

Almannatengsl

  • 2. Markmiðin í dag • Hvað eru almannatengsl? • Hvert er hlutverk almannatengsla? • Hvernig skrifum við fréttatilkynningu? • Hvernig komum við henni til skila? • Hvað er frétt? • Almannatengsl og Austurland
  • 3. Hvað eru almannatengsl? • Viljum stjórna því hvernig aðrir hugsa og tala um okkur • Gerum þetta öll upp að vissu marki - impression management • Þegar reynt er að hafa áhrif á álit fólks á vöru, þjónustu, hugmyndum, tilteknum einstaklingum, stofnunum og / eða fyrirtækjum • PR (Public relations)
  • 4. Þróun almannatengsla • Upphaflega kallað propaganda – síðar PR „Torches of liberty“
  • 5. Þróun almannatengsla • Máttur skipulagðra almannatengsla eykst hratt á 20. öld • Aðferðirnar verða sífellt fágaðri • Leitað í hugmyndir félagsfræðinga og sálfræðinga – undirmeðvitundin - markhópar • PR / hagnýt félagsvísindi? • Tengist vexti fjölmiðla einkum útvarps og síðar sjónvarps
  • 6.
  • 7.
  • 8.
  • 9.
  • 10.
  • 11. Um hvað snýst þetta? Að koma sér eða sínum skjólstæðingi (sem getur verið hver eða hvað sem er) á framfæri við fjölmiðla
  • 12. Algengar miðlunarleiðir • Status á Facebook • Greinskrif í blöð og tímarit • Frétt á heimasíðu • Auglýsingar • Dreifibréf • Plaköt • Sýningar • Blaðamannafundir • Fréttatilkynning á fjölmiðla
  • 13. Fréttatilkynningin • Eins og hver önnur frétt nema hún er ætluð fréttamönnum • Tilkynning um að eitthvað fréttnæmt hafi gerst eða muni gerast í náinni framtíð „Komandi þriðjudag, klukkan 15:00, mun hinn eða þessi gera hitt eða þetta...“ • Matreidd frétt – gerðu svo vel!
  • 14. Fréttatilkynningin • Hún þarf að vera stutt og hnitmiðuð (300+ orð) • Í inngangi þarf fréttin að koma fram í ekki fleiri en þremur setningum (söluræðan) • Í meginmáli: Hver, hvar, hvernig, hvers vegna og hvað svo? • Neðst: Nánari upplýsingar fást hjá Jóni Jónssyni í síma 777 8888
  • 15. Fréttatilkynningin • Hugsið um fyrirsögnina – þarf að vera grípandi • Sleppið óþarfa upphrópunarmerkjum!!!!!!!!!! • Sleppið broskörlum    • Notið ljósmyndir ef þær hjálpa til og sendið þær í góðri upplausn – 4 til 5 MB • Fréttatilkynning þarf að vera vel stíluð og smekklega upp sett • Prófarkalesið!
  • 16. Fréttatilkynningin • Hugsið um leturgerð: Veljið eina leturgerð og haldið ykkur við hana Kona var í dag flutt á bráðamóttökuna eftir að hafa orðið fyrir bíl fyrir utan bílaumboðið Heklu í Reykjavík (Times New Roman) VS. Kona var í dag flutt á bráðamóttökuna eftir að hafa orðið fyrir bíl fyrir utan bílaumboðið Heklu í Reykjavík (Comic Sans)
  • 17. Fréttatilkynningin • Send í tölvupósti • Afritið textann og myndina og setjið inn í póstinn – látið líka fylgja með sem viðhengi • Ekki senda hlekk • Sendið á fréttastofur en líka á einstaka fréttamenn ef þið teljið það skipta máli • Fylgið eftir með símtali
  • 18. Að hugsa eins og blaðamaður • Ef þið viljið reyna koma fréttinni í sjónvarp þarf að skrifa tilkynninguna með það í huga • Það sama á við um aðra miðla • Sumar fréttir ríma við ímyndina - Hreindýrafréttir frá Héraði - Slorfréttir frá Fjarðabyggð og Vopnafirði - Menningarfrétt frá Seyðisfirði!
  • 19. Hvað er frétt? • Rétt tímasetning • Neikvæðar fréttir • Það sem er óvænt • Það sem er ótvírætt • Það sem er persónulegt • Það sem hefur þýðingu fyrir marga • Fréttir sem tengjast elítunni • Fréttir af átökum
  • 20. Hvað er frétt? • Samkeppni milli fréttastofa • Samhljómur • Samfella • Samsetning fréttatímans • Tengsl við stærri fréttir • Það sem fyrirhafnarlítið • Það sem er fyrirséð • Það sem er fljótlegt • Það sem er nálægt
  • 21. Annað sem hefur áhrif • Sumarfréttir - gúrkutíðin • Sumir dagar meiri „fréttadagar“ • Gott að hafa í huga: Fréttamaðurinn er alltaf að leita að frétt! • Og hvort sem þið trúið því eða ekki: Fréttamaðurinn er manneskja eins og við hin!
  • 22. Staðan á Austurlandi • Fáir fjölmiðlar • Uppspretta frétta persónulegri • Uppspretta frétta fyrir landsmiðla • Langt í fréttastofur landsmálamiðlana – hefur áhrif á afstöðu okkar gagnvart þeim • PR-mennska á Austurlandi kallar á mikla hugmyndaauðgi og þolinmæði
  • 23. Eitt og annað • PR vs. blaðamennska: Spennuþrungið samband • Sérhagsmunir vs. almannahagsmunir • Leyfið fjölmiðlinum að skúbba • Að komast í fréttir er ekki eina leiðin til að koma einhverju á framfæri – dægurmálaþættir, Landinn, Rás 1, helgarblöð o.fl. • Þeir fiska sem róa!

Editor's Notes

  1. Kynning á sjálfum mér. Menntun, fyrri störf. Hef lítið sinnt PR. Hvers vegna?Hef unnið á þremur fjölmiðlum hér á Austurlandi og almennt má segja að fyriirtæki, stofnanir – af hvaða tagi sem – sendu ekki fréttatilkynningar og samskiptum við fjölmiðla lítið sinnt. Lítið hringt. Ef frumkvæðið var ekki fréttamannsins var um mjög óformlegar leiðir að ræða. Maður hitti einhvern í kaupfélaginu eða í ræktinni og þar sem viðkomandi gaf sig á tal við mann.Skömm því fyrir fréttamann úti á landi er eiginlega gaman að fá góða fréttatilkynningu og menn eru síður en svo að drukkna í þessu. Góð fréttatilkynning getur sparað fréttamanni mikinn tíma og dagurinn verður sléttur og felldur. Allir græða. Fréttamaðurinn fær frétt og almannatengillinn fær ókeypis auglýsingu sem nærri helmingur landsmanna horfir á.
  2. Viljum hafa áhrif á það hvernig fólk upplifir okkur. Impression managemenn / Goffman. Við beitum allskyns táknum sem verða einhvers konar fulltrúar sjálfsins. Fatnaður, bíllinn, hvernig þú innréttar heima hjá þér, smekkur á bækur og svo framvegis. Goffman hélt því fram að þetta væri allt saman props í leiksýningu. Stundum horfum við á fréttir sem eiga uppruna sinn hjá einhverjum almannatengsli. Við horfum á þetta sem frétt og fréttir eru „sannar“ eða eiga að vera það. Þannig að fréttin sem almannatengillinn vildi koma til skila fær á sig áferð fréttar. Fór úr Mötorhead-bolnum mínum svo þið mynduð kannski taka mark á mér. Oft talað um PRHugtakið náskylt auglýsingum og raunar áróðri og lobbyisma líka. Almtengsl geta innihaldið auglýsingar og almtengsl eru í vissum skilningi áróður en það orð hefur óþarflega neikvæða ímynd. Þegar við horfum á auglýsingu þá vitum við að verið er að selja okkur eitthvað. Ekki endilega þannig með PR. Vel heppnað PR er einmitt eitthvað sem fólki dettur ekki í hug að sé PR.
  3. Propaganda fær á sig neikvæða merkingu. Notað mikið í kringum ww1 en hugtakið og aðferðirnar yfirfærðar á vöru og þjónustu um svipað leyti. Menn fara að tala um PR – Public relations. Meðal fyrstu kúnna: Herinnogsígarettufyrirtæki.Edward Bernay: Kúnninn var sígarettufyrirtæki sem vildi auka reykingar kvenna. Ráðlagði sig við þekktan sálgreini sem hélt því fram að það vildu allir reykja í raun og veru en þessi hvöt væri niðurbæld hjá konum. Þetta var á árdögum femínismans, súfragetturnar komnar fram í Englandi og Bandaríkjunum, og bernay var ráðlagt að markaðssetja sígaretturnar sem frelsiskyndla. Framkvæmdi hann þekkt PR stönt þar sem samkoma var skiðulögð í Manhattan þar sem konur komu saman og reyktu til að ögra feðraveldinu. Gerðu jafnvel kröfu um að verða hleypti inn í reykingaklúbba sem voru þess dags karlaklúbbar. En þessi byltingarsamkoma var semsagt að undirlagi þekkts PR menns sem hét Edward Bernay og notað sem dæmi um fullkomið PR.
  4. Áhersla fyrirtækja, stofnana á að halda úti skipulögðum almannatengslum eykst sífellt á 20. öld. Menn fara að ráða fólk í stöður kynningarfulltrúa, fjölmiðlafulltrúa, blaðafulltrúa. Tilgangurinn alltaf sá sami: Að reyna að hlutast til um hvernig fjallað er um þig. Reyna að hafa áhrif á umræðuna og líka að stjórna henni upp að vissu marki. Leitað í smiðju Freud og hugmynda um undirmeðvitundina. Hvað selur? Getum við selt fleiri bíla ef við látum hálfnaktar konur strjúka þeim á plakötunum okkar. Getum við selt fleiri sígarettur ef við látum lækna mæla með þeim?Menn fara að pæla í táknfræði, litum, fontum (helvetica) osfrv. Hvernig hafa ólík tákn áhrif á okkur? Hvers vegna er stundum betra að vera með rautt bindi en blátt osfrv. Menn fara beina upplýsingar í mjög ákveðnar áttir - markhópar. Stór sannleikur: Upplýsingarnar sjálfar kannski ekki aðalmálið heldur hvernig þær eru matreiddar.
  5. Ef læknir segir þér að Camel séu bestar...Dæmi um hvernig menn finna einhverja týpu sem fólk ber virðingu fyrir. Í dag látum við leikara og poppstjörnur selja sígarettur.
  6. Þekkt dæmi: Kosningabaráttur PR-hátíð þar sem allt snýst um að láta frambjóðandann vera eins glæsilegan og hugsast gat. Sjónvarpskappræðurnar í bandarísku forsetakosningunum þekkt dæmi um hvernig eitthvað sem virtist vera smáatriði varð aðalatriði. Fræga saga um að Kennedy hafi beðið starfsmann í myndverinu um að hækka hitann svo Nixon myndi svitna rækilega en hann vissi að hann væri að jafna sig af flensu. Kappræðurnar sýndu mátt sjónvarpsins því útvarpshlustendur töldu Nixon hafa staðið sig betur. En sjónvarpið er svo máttugt og sýndi Nixon sem taugaveiklaðan mann og það vill enginn að forsetinn sé taugaveiklaður sérstaklega þegar hann getur sprengt heiminn upp með einu símtali. Sjáum betur en við hlustum.
  7. Bandaríkjamenn völdu þennan mann enda stríðshetja sem elskaði eiginkonu sína og börn. Menn misgóðir að notfæra sér fjölmiðla. Sumir með þetta í blóðinu. Skilja áhrifamátt ólíkra miðla. Skilja hvaða mál þjóðir skipta fólki í fylkingar, hvaða mál kalla fram sterkustu tilfinningarnar. Síðasta kosningabarátta ÓRG. Notaði hvert tækifæri til að aðgreina sig frá Evrópusinnanum Þóru.
  8. Austfirskar PR-herferðir – frá árinu 2006. Vildi að ég hefði verið í fjölmiðlafræði árið 2006. Tinna: þú ert á góðum stað„Ég stend upp frá tölvunni, fer út, geng í 7 mínútur og þá er égein í náttúrunni.“Hvað er sveitarfélagið að segja ? Hvað er verið að reyna að selja? Til hverra er verið að höfða? Hverja viljum við fá? Hverja viljum við ekki fá?
  9. Þeir sem sækjast eftir náttúru sem á sér enga hliðstæðu, betra veðri en almennt má búast við á Íslandi og kraftmiklu mannlífi og menningu, ættu að fylgja veginum austur á Fljótsdalshérað. Á sólríkum sumardegi er hvergi betra að vera. Hvort sem þú átt leið um eða vilt dveljast um lengri tíma ertu ávallt velkominn.Hvað er verið að selja? Myndin, hvað segir hún?Eins og plötuumslag á köntríplötu. Þrátt fyrir að þetta sé óttaleg klisja þá er þetta sterk ímynd, þekkt mynd. Hugrenningatengsl? Fresli, náttúra. On the road. Fjarðabyggð kannski höfðar meira til heilans. Snýst um uppbyggingu ímyndar.Og ímynd skiptir máli því það formar inn hvernig við hugsum. Sumar fréttir ganga upp vegna þess að þær passa inn í einhverja ímynd eða orðræðu. Bleiusagan og Stephen KingNýbúinn að lesa viðtal við Lúðvík Geirsson í bæjarblaði Hafnfirðinga sem hann talar um mikilvægi þess að Hafnfirðingar eigi sinn þingmann. Kjördæmapot?Ný grein í Austurglugganum sem fjallar um þetta að vissu leyti. Eftir Svein Arnarsson, nema í rannsóknartengdum félagsvísindum. Umfjöllun um landsbyggðina er neikvæð og mjög líklega vegna þess að ímynd landsbyggðarinnar er slæm. Hún á alltaf í vök að verjast og allar sögur eða fréttir sem sýna þetta hafa ákveðið vægi þegar vaktstjóri velur hvaða fréttir skuli vinna. Þversagnakennt því önnur bragðtegund landsbyggðarfréttarinnar er krúttlega fréttin. Fréttir um að einhver tólf ára stúlka á bóndabæ í Breiðdal hafi tekið geit í fóstur. Þegar við ræðum þessa hluti út frá landsmálamiðlunum er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að við erum viðfang fréttastofunnar. Það er ekki lengur þannig að fréttamenn Moggans eða RÚV séu hluti af samfélaginu nema að litlu leyti. Höfum eiginlega sama status og útlönd gagnvart fréttastofum og fjölmiðlum. Og meðal annars þess vegna er mikilvægt að við stundum almannatengsl. Pása?Almannatengsl skipta máli!
  10. Höfum verið að horfa á stóru myndina. Litla myndin er þessi. Kannski ágætt að hafa það á bakvið eyrað fyrir hvern við erum að PR-a. Austurland? Ísland? Útlönd?Best ef hægt er að koma því þannig fyrir maður sjálfur eða skjólstæðingurinn komi vel út. Helst þannig að það detti engum í hug að þetta sé PR.
  11. Misjafnt hvað virkar best. Á Stöðvarfirði er mér sagt að ekkert virki betur en að senda dreifibréf í hús. Fer eftir því til hverra þú ert að reyna að ná. Hér gerum við ráð fyrir að þú ætli þér að ná til almennings og við hugsum um almenning í þessum skilningi sem Austfirðinga og Íslendinga og erlenda ferðamenn.Ófullkominn listi. Þetta horfir alveg framhjá tækifærsimennskunni sem fylgir almannatengslum og hugmyndaflugi kynningarfulltrúanna. Gettu betur og Útsvar. Frábærar auglýsingar. Ekki má gleyma hugmyndaflugi almannatengilsins. Sumir eru hálfgerðir gjörningalistamenn. Fyrsta skóflustungan að Norðfjarðargöngum. Nær heldur ekki utan um svona heildstætt útlit sem skiptir máli. Lógó, hönnun allskyns kynningarefnis, hönnun á hönnun. Val á leið er háð hverju tilviki fyrir sig. Fréttatilkynning er því hálf svona boring fyrirbæri (en það er að vísu mjög gaman að fá fréttatilkynningu frá lókalaðilum vegna þess að það gerist svo sjaldan).
  12. Blaðamaðurinn þarf ekkert að gera annað en að mæta á staðinn og ýta á rec.
  13. Þegar maður skrifar frétt gengur maður út frá því að fólk nenni ekki að lesa hana og þess vegna reynir maður að gera hana stutta og spennandi. Einfaldleikinn verður ekki ofmetinn. Það þarf að koma strax fram hver fréttin er – getum kallað þetta söluræðu. Komið ykkur strax að efninu!Dæmi: Ef Vopnfirðingar ætla að koma á framfæri tónleikum þar sem flutt verða í fyrsta skipti lög eftir Jón Múla sem aldrei hafa heyrst áður verður það að koma fram í inngangi. Fréttin má ekki byrja: Jón Múli fæddist árið 31. mars árið 1921. Hann fékk snemma áhuga á djasstónlist og blablabla. Um helgina verða flutt lög eftir Jón Múla Árnason sem aldrei hafa áður heyrst... Meginmálið hefðbundið. Getið skrifað þetta eins og frétt þ.e. vitnað í einhvern.Praktískar upplýsingar. Settar þarna svo þið getið hjálpað fréttamanninum. Segjum að vilji senda frá sér fréttatilkynningu um aukið atvinnuleysi þá getur verið gott ef að sá sem sinni almannatengslunum sé jafnvel búinn að ræða við einhverjar skjólstæðinga sem vilja tjá sig. Hugmyndin sú að selja fréttamanninum fréttina svo hann fari nú og geri sína eigin sem er kyrfilega undir áhrifum frá okkar matreiðslu. Ekki uppskrift að pönnukökum og svo fer fréttamaðurinn og sýður bjúgu. Ef fréttatilkynningin er vel heppnuð eru meiri líkur en minni að sé hún birt þá er hún birt nokkurn veginn óbreytt og þá markmiðinu náð. Þið komuð á framfæri skilaboðum með þeim hætti sem þið vilduð. Þið eigið enga heimtingu á því. Ritstjóri eða blaðamaður getur lagað fréttatilkynningu og breytt eins og honum hentar. Ef þið t.d. Sendið inn fréttatilkynningu sem er 700 orð þá er mjög líklegt að blaðamaðurinn stytti hana um 400 orð og þið ráðið engu um hvað verður tekið út. Ekki reikna með að mat ykkar á því hvað sé mikilvægt sé eins. Lét fylgja með svona dummytýpu af því hvernig fréttatilkynning lítur út. -
  14. Skoðið dagblöðin og pælið í fyrirsögnum – hafið þær stuttar og grípandi og engan punkt og helst ekki spurningamerki eða upphrópunarmerki.Broskarlar og upphrópunarmerki eru barna og unglingamál og eiga ekki heima í virðulegri fréttatilkynningu. Mjög algengt að maður fái myndir sem eru góðar fyrir vefinn en ekki nothæfar á prenti. Þær þurfa að vera í ákveðinni lágmarksstærð svo þær séu nothæfar í dagblað. Sendi þær í viðhengi.Vandið málfar og látið einhvern góðan Íslenskumann lesa yfir textann. Passið að nöfn séu rétt! (algeng byrjendavilla)Vönduð fréttatilkynning er líklegri til árangurs. Fréttin þarf að vera skrifuð þannig að öll aðalatriði fréttarinnar komi snemma fram. Praktísk ástæða fyrir því: Hugsanlegt að ritstjóri klippi fréttina til og þá klippir hann neðan af henni.
  15. Form skiptir máliHafið fréttatilkynninguna sem líkasta frétt í blaði. Mæli með Times font vegna þess að dagblöðin nota hann. Allt snýst þetta um einfaldleika.
  16. Esther og Magnús Hlynur og Gísli Einarssoon hafa gert margar fréttir um skógrækt. Fréttamenn með mismunandi áhugamál. Sumir hafa áhuga á slori aðrir ekki. Sumur hafa áhuga á menningarmálum – aðrir ekki.
  17. Fljótsdalshérað ætlar að senda loftbelg til Vopnafjarðar. Bæjarstjórinn ætlar með og með þessum hætti vilja Héraðsmenn sýna Vopnfirðingum stuðning í samgöngumálum. Belgurinn verður sendur í loft upp klukkan tvö á föstudegi á Vilhjálmsvelli. Einkennisklædd lúðrasveit þegar belgnum verður sleppt lausum. Gæti gengið í útvarp og dagblað en þetta er algerlega sjónvarpsfrétt og það þarf að impra á öllum sjónrænu elementunum.Of oft hefur maður fengið símhringingu frá framkvæmdastjóra einhvers fyrirtækis um að þeir ætli að skrifa undir styrkarsamning við knattspyrnufélagið á staðnum og hvort maður vilji ekki koma með myndatökumann og gera sjónvarpsfrétt. Þetta er ekki sjónvarpsfrétt. Myndmál gríðarlega sterkt. Sjónvarpsfrétt um umferðarteppu í Oddsskarðsgöngum eða ófærð á Hellisheiði mun sterkari en útvarpsfrétt. En þá þurfa að vera til myndir!Tengist líka hvernig við tæklum það þegar fréttamaður hefur ákveðið að gera frétt um eitthvað sem tengist þér. Hvernig kemur þú fram. Hvaða tákn ætlar þú að nota? Jens Garðar og lopapeysan. Stefán Bogi gerir þetta. Einhvern tímann hringdi Alla Borgþórs í mig og sagði mér frá sumartímanum. Hvernig selur þú bæjarhátíð! Við erum að fara Neistaflug í fimmtánda skipti. Merkilegt ekki satt?
  18. Hvað er frétt. Erfitt að segja til um það og oft einstaklingsbundið upp að vissu marki en oft er vísað í lista tveggja fjölmiðlafræðinga, Galtungs og Ruge, þegar menn vilja setja fréttnæmi fram almennt. Hvað einkennir fréttir?Gott að hafa þetta í huga og svarar að eins miklu leyti og hægt er hvað það er sem kemst í fréttir. Þýðir lítið að rífast við þennan lista...Tímasetning - Eitthvað sem gerist allt í einu og passar vel inní tímaramma fréttatímans er líklegra til að komast í fréttir en það sem gerist að nóttu til eða fyrir eða rétt á eftir fréttatímanum. Langtímaþróun fær oftast nær litla athygli. Tímafaktorinn er kláralega eitthvað sem almannatenglar þurfa að hafa í huga. Það er t.d. Ekki sniðugt að skipuleggja einhvern viðburð klukkan 6 á föstudegi ef ætlunin er að koma honum í sjónvarpsfréttir. Fyrsta skóflustungan að Hulduhlíð varð að víkja fyrir ísbíl sem valt á Skarðinu. Neikvæðar fréttir – það sem er neikvætt kemst frekar að en jákvæðar fréttir. Það sem er óvænt – Frétt ef maður bítur hund en ekki ef hundur bítur mann. Það sem er ótvírætt – ef X gerist þá mun Y fylgja á eftir. Það sem er persónulegt – Frétt um atvinnuleysi fær strax meira fréttagildi ef eitthvað nafn og andlit tengist henni. Það sem hefur þýðingu fyrir marga – vatnsleysi í Breiðholtinu er miklu meiri frétt en eitrað vatn á Eskifirði. Ófærð í Reykjavík er meiri frétt en ófærð á Vopnafirði.Fréttir sem tengist elítunni – á við um þjóðir og fólk. Stórfrétt ef forsætisráðherra lendir í bílslysi og fótbrotnar en smáfrétt ef Jón Jónsson gerir það. Átök – Allt vitlaust á bæjarstjórnarfundi Fljótsdalshéraðs er meiri frétt en: „Allir alltaf sammála á Héraði“9Events that occur suddenly and fit well with the news organization's schedule are more likely to be reported than those that occur gradually or at inconvenient times of day or night. Long-term trends are not likely to receive much coverage.
  19. Samkeppni: Hafi frétt verið birt á einum stað getur verið að aðrir fjölmiðlar missi áhuga á henni. Samhljómur:Það sem á samhljóm: Það sem á samhljóm og fittar við fyrirframgefnar hugmyndir þess sem ákveður hvað fari í fréttatímann. Engar bleiur til á Raufarhöfn gæti orðið frétt af því að það rímar við hugmyndir vaktstjóra um að á þeim stað sé allt farið til fjandans. Eins með geitina sem var tekin fóstur í Breiðdalsvík. Þetta er svo sætt! Þetta er svo landsbyggðareitthvað! Samfella: Það sem er í fréttum hefur tilhneigingu til að vera áfram í fréttum um nokkurt skeið. Lítil fyrirhöfn að gera áframhald á fréttum og auðvelt fyrir áhorfendur að skilja. Samsetning fréttatímans: Þrjú stríð geta byrjað á sama tíma í Afríku en aðeins tvö komast í fréttatímann þar sem það þarf að hafa einhverjar jákvæðar og skemmtilegar fréttir líka. Klassískt dæmi eru verslunarmannahelgarhátíðir. Fyrirfram ákveðið að Eyjum verði gerð best skil og Akureyri í öðru sæti. Erfitt að koma öðru að. Tengsl: Ef atburður tengist annarri frétt er líklegra að hann verði að frétt. Frétt um söfnun sem VMA stóð fyrir börn í Sýrlandi sem hefur verið í fréttum undanfarið ár. Ef Doddi í Verkmenntaskólanum væri mjög kaldrifjaður þá myndi hann hefja söfnun fyrir börn á Gaza.Fyrirhöfn: Stundum getur smáfrétt komist í fréttir en önnur stórfrétt ekki vegna þess að hún kallar á rannsóknir. Stundum hringir fólk og biður mann um að bera saman kosningaloforð stjórnmálamanna og efndirnar. Fínt stöff en kallar á dagsvinnu og það þarf að vera helvíti lítið að gera hjá almennum fréttamanni ef hann fær að dunda sér í heilan dag við gerð fréttar. Fyrirséð: Bolludagurinn er alltaf frétt. Fyrsta loðnan sem kemur í land – oftast frétt. Mjög stíf dagskrá og krafa um að menn standist deadline gerir það að verkum að fjótlegar fréttir eru girnilegur kostur Nálægð: Ef fréttin gerist nálægt manni er líklegra að hún endi í fréttatímanum. Við getum smættað þetta. Ef eitthvað gerist Reyðarfirði er líklegra að það endi í Austurglugganum.
  20. Sumrin eru kjördæmi fyrir kynningarfulltrúa á landsbyggðinni. Þá er allt stopp í bænum og fréttatímarnir fyllast af krúttlegu efni utan að landi. Getur komið sér vel að vita: auðveldara að koma fréttum að vissum dögum. Mánudagur og þriðjudagar eru t.d. dagar þar sem lagerinn er tómur. Annað uppi með Austurgluggann. Gott að hafa í huga: Fréttamaðurinn er alltaf að leita að frétt! Mikil krafa um framleiðni á fréttastofum. Fréttamenn eru eins og allir aðrir: með meiri áhuga á sumu en öðru. Það getur verið mislétt að sannfæra fréttamann um að frétt sé frétt vegna þess að þeir eru ólíkir. Einstaklingsbundið fréttamat er háð kyni, aldri og bakgrunni fréttamannsins (menntun/áhugamálum). Það getur verið erfitt að selja fréttastjóra í bænum frétt um eitthvað sem skiptir miklu máli á Breiðdalsvík. Það getur hinsvegar breyst ef fréttastjórinn á móður sem býr þar eða bróður. Fréttamaður um sextugt hefur örugglega meiri áhuga á komu farfuglana en 22 ára fréttamaður hjá DV. Ég gat t.d. ekki selt fréttamanni sjónvarspins á Austurlandi þá hugmynd að gera frétt um 25 ára afmæli Tónspils í Neskaupstað en mér tókst að selja Andra Frey Viðarsyni það sem tók viðtal við eiganda búðarinnar. Pjetur fékk að velja uppáhaldslagið sitt með Led Zeppelin...
  21. Fréttamiðlar á Austurlandi fáir. Austurglugginn, Austurlandið, Austurfrétt og fréttavefur RUV.is. Þessir miðlar miðla staðbundnum fréttum og sinna svæðinu innávið. Með ekkert svo mikilli einföldun má segja að listi Galtungs og Ruhe ekki við um fréttamat lókalmiðla líka þótt almenn megi segja að þeir hafi á sér mýkri áferð. Þeir skipta máli þegar koma þarf einhverju áleiðis til Austfirðinga. Um þetta gildi sömu lögmál. Það getur veri áhrifaríkt að eitthvað fari í staðarblaðið sem eitthvað annað auglýsing!Uppspretta frétta oft mjög óformleg. Lítið um fréttatilkynningar eða eitthvað slíkt. Menn eiga sína kontaktaðila og fundargerðir eru lúslesnar.Stundum finnst mér að fólk vanræki samband sitt við staðarmiðlana og finnist jafnvel ekki merkilegt þegar sá miðill sýnir þeim áhuga. Vitlaus afstaða því lókalmiðlar eru ein helsta fréttauppspretta landsmálamiðla Afstaðn: Dæmi: Einu sinni var gerð frétt um það að Fellabær og Egilsstaðir væru ekki eitt og sama sveitarfélagið. Fyrir hvern er þetta?Hugmyndaauðgi: Það kallar á fyrirhöfn að koma fólki eða viðburðum í fréttir.
  22. Þetta samband getur einkennst af spennu enda líta sumir blaðamenn á PR menn sem fulltrúa sérhagsmuna og láta það reyndar fara í taugarnar á sér þegar PR menn þrýsta á að fréttamaðurinn vinni frétt úr einhverju frá honum. Þetta getur litað samband við blaðamenn. PR-mennska og blaðamennska ekki sami hluturinn og stundum rekast sjónarmiðin á. Tengist hugmyndafræði blaðamennskunnar um að blaðamenn séu fulltrúar almennings og skuli ætíð vera á varðbergi gagnvart skrumi og spuna. Blaðamenn og PR-menn með ólíkar hugmyndir um sjálfan sig þótt þetta séu náskyld fög. Mjög algent að blaðamenn túlki viðleitni PR mannsins þannig að hann vilji koma á framfæri ókeypis auglýsingu. Menn vilja koma frétt að í Austurgluggann en kaupa sér auglýsingu í Dagskrána. Þessa spennu er hægt að minnka með því að bjóða blaðamönnum alvöru fréttir. Ef þið viljið fjallað sé um einhverja vöru sem þið eruð að koma á framfæri. Setjið ykkur spor blaðamanns og spyrjið ykkur: Hvernig er hægt að fjalla um þessa vöru þannig að það komi almenningi við?Sýnið kurteisi: Ekki byrja: Sæll, hafið nákvæmlega engan áhuga á að fjalla um okkur í litlu bæjunum? Sæll, hvernig er það? Hafið aldrei heyrt talað um landbúnað? Sæll, hefur ykkur aldrei dottið í hug að fjalla um nýja fjósið okkar?(Austurglugginn var t.d. stofnaður til þess m.a. að gæta hagsmuna Austurlands í samfélagsumræðunni sem snerist um álver og virkjanir um síðustu aldamót. PR-hugsun.)Ekki bjóða einhverjum frétt og birta hana svo á heimasíðunni ykkar. Fréttir háværar og ná eyrum margra en aðrir kanalar geta rist dýpra. Landinn mjög fínn vettvangur fyrir sumar fréttir. Ýmsir þættir sem eru með ágætis hlustun: Virkir morgnar, Reykjavík síðdegis, Morgun- og síðdegisútvarp Rásar 2, Bergson og Blöndal, Sirrý á sunnudagsmorgnum. Fólk oft þakklátt fyrir að einhver sendi þeim efni. Að lokum: Með því að láta vita t.d. Með fréttatilkynningu ertu að auka líkurnar á að þín vara, þjónusta, hugmynd eða hvað sem er rati í fréttirnar með þeim hætti sem þú vilt. Þeir sem láta ekki vita komast mjög líklega ekki í fréttir. Ekki option að gefast upp því þá ertu að láta það í hendurnar á einhverjum öðrum að fjalla um þig. Takk fyrir.