SlideShare a Scribd company logo
1 of 64
Download to read offline
Endurvinnsla og flokkun heimilissorps á
Ísafirði
Sara Sigurðardóttir og Sævar Gíslason
Líf og Umhverfisvísindadeild
Háskóli Íslands
2013
Endurvinnsla og flokkun heimilissorps á
Ísafirði
Sara Sigurðardóttir og Sævar Gíslason
Leiðbeinendur
Anna Dóra Sæþórsdóttir
Rannveig Ólafsdóttir
Líf og Umhverfisvísindadeild
Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Háskóli Íslands
Reykjavík, nóvember 2013
Endurvinnsla og flokkun heimilissorps á Ísafirði
Höfundarréttur © 2013 Sara Sigurðardóttir og Sævar Gíslason
Öll réttindi áskilin
Líf og Umhverfisvísindadeild
Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Háskóli Íslands
Sturlugötu 7
101 Reykjavík
Sími: 525 4600
Skráningarupplýsingar:
Sara Sigurðardóttir og Sævar Gíslason, 2013, Endurvinnsla og flokkun heimilissorps á
Ísafirði, lokaritgerð í Námsferð innanlands (LAN511G), Líf og umhverfisvísindadeild,
Háskóli Íslands, xx bls.
Prentun: XX
Reykjavík, nóvember 2013
Útdráttur
Í þessari rannsókn var leitast við að kanna viðhorf íbúa Ísafjarðarbæjar til endurvinnslu.
Markmið rannsakenda var annarsvegar að kanna hvernig er staðið að endurvinnslumálum í
Ísafjarðarbæ og hinsvegar að kanna hvaða viðhorf íbúar bæjarins hafa til endurvinnslu á
heimilissorpi almennt. Höfundar skoðuðu meðal annars hvernig lög og reglugerðir eru allt
frá Sameinuðu þjóðunum til sveitarfélags Ísafjarðarbæjar. Mikilvægt er fyrir okkur
Íslendinga að fylgjast með þeirri þróun, tilskipunum, lögum, reglugerðum og markmiðum
sem alþjóðasamfélagið hefur sett sér í tengslum við þennan málaflokk og skoða þá
samninga sem Íslendingar hafa skuldbundið sig eins og tildæmis gagnvart
Evrópusambandinu og Norðurlöndunum.
Kannað var hvort Ísafjarðarbær hvetji íbúa bæjarins almennt til að flokka heimilissorp og
þá með hvaða hætti eftir að sorpbrennslustöð Funa var hætt. Höfundar fóru í vettvangsferð
til Ísafjarðarbæjar í þeim tilgangi að setja fram spurningalista til íbúa Ísafjarðarbæjar í þeim
tilgangi að kanna viðhorf íbúanna til endurvinnslu almennt og jafnframt kanna hvort það
endurspeglar hvað Ísafjarðarbær er að gera í þessum málaflokki. Rannsakendur fóru í
heimsókn til Gámaþjónustu Vestfjarða og tók þar á móti okkur Ragnar Ágúst Kristinsson
sem leiddi okkur í gegnum fyrirtæki sitt, einnig fóru rannsakendur í vettvangsheimsókn til
Ralf Trylla sem er umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar.
Helstu niðurstöður eru að viðhorf íbúanna á Ísafirði til endurvinnslu og flokkunar
heimilissorps eru almennt jákvæð. Þá er viðhorfið sérstaklega jákvætt í garð umhverfisins.
v
Efnisyfirlit
Efnisyfirlit ............................................................................................................................ v
Myndir................................................................................................................................ vii
Töflur..................................................................................................................................vii
Formáli ..............................................................................................................................viii
Inngangur............................................................................................................................. 9
1 Fræðilegur kafli............................................................................................................. 12
1.1 Umhverfisstjórnun................................................................................................. 12
1.1.1 ISO 14001 .................................................................................................... 14
1.1.2 EMAS .......................................................................................................... 14
1.1.3 Sjálfbær þróun.............................................................................................. 14
1.1.4 Ríó - yfirlýsingin og Staðardagskrá 21 ........................................................ 16
1.1.5 Baselsamningurinn....................................................................................... 17
1.1.6 Rammaskýrsla sameinuðu þjóðanna............................................................ 18
1.1.7 Regluverk ESB er varðar úrgangsmál.......................................................... 18
1.1.8 Stefna Norðurlandanna ................................................................................ 19
1.1.9 Stefna, lög og reglugerðir á Íslandi um meðhöndlun úrgangs og
endurvinnslu................................................................................................. 20
1.1.10 Stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga ..................................................... 21
1.1.11 Stefna Ísafjarðarbæjar – hvað er í boði? ...................................................... 22
1.1.12 Verk- og vinnulag Kubbs ehf. og Gámaþjónustu - Vestfjarða.................... 23
1.2 Umhverfisverndarhegðun...................................................................................... 24
1.2.1 Hvað er umhverfisverndarhegðun?.............................................................. 24
1.2.2 Viðhorf Íslendinga til flokkunar sorps til endurvinnslu............................... 24
1.2.3 Sjónarmið TBP – hvað er það og hvernig tengist það
endurvinnslu/flokkun................................................................................... 25
1.2.4 Menntun til sjálfbærrar þróunar/umhverfisverndarhegðunar....................... 27
1.2.5 Áhrif umhverfisstjórnunar á gjörðir fólks.................................................... 27
1.2.6 Hvað hvetur til umhverfisverndarhegðunar ................................................. 29
2 Aðferðir og rannsóknarspurningar............................................................................. 31
2.1 Markmið rannsóknar ............................................................................................. 31
2.2 Rannsóknarspurningar........................................................................................... 31
2.3 Aðferðir : viðhorfskönnun/úrvinnsla gagna .......................................................... 31
2.3.1 Tilurð verkefnis og val á viðfangsefni......................................................... 31
2.4 Aðferðarfræði ........................................................................................................ 32
2.4.1 Heimildaöflun .............................................................................................. 32
2.4.2 Þýði og úrtök................................................................................................ 32
2.4.3 Spurningalisti............................................................................................... 33
2.4.4 Viðtöl ........................................................................................................... 34
3 Niðurstöður.................................................................................................................... 34
vi
3.1 Bakgrunnur þátttakenda .........................................................................................36
3.2 Viðhorf til flokkunar ..............................................................................................37
3.3 Samfélagsáhrif........................................................................................................38
3.4 Umhverfisverndarhegðun og vitund ......................................................................38
3.5 Umhverfisstjórnun og vitneskja.............................................................................41
3.6 Mismunur...............................................................................................................42
3.7 Fylgni .....................................................................................................................45
3.8 Svör við opnu spurningunni...................................................................................47
4 Umræður ........................................................................................................................47
4.1 Viðhorf íbúa á Ísafirði til endurvinnslu..................................................................47
4.2 Áhrifavaldar þess að fólk flokkar sorp til endurvinnslu........................................48
4.3 Hefur flokkun til endurvinnslu hvatt fólk til að huga meira að
umhverfismálum bæði í hugsun og gjörðum? .......................................................50
4.4 Hefur flokkun til endurvinnslu hvatt fólk til að huga meira að
umhverfismálum bæði í hugsun og gjörðum? .......................................................50
4.5 Takmarkanir...........................................................................................................51
5 Lokaorð ..........................................................................................................................52
6 Heimildaskrá..................................................................................................................53
Viðauki A ............................................................................................................................58
vii
Myndir
Mynd 1 (ISO 14001)............................................................................................................ 16
Mynd 2 (Sjálfbær þróun, efnahagur, þróun og vistkerfi)…................................................. 16
Mynd 3 (Baselsamningurinn)…. ......................................................................................... 19
Mynd 4 (Fyrirkomulag úrvinnslusjóðs)……....................................................................... 23
Mynd 5 (Hólf í endurvinnslutunnuna)……………………………………………………..24
Mynd 6 (Endurvinnslutunna)……………………………………………………………...24
Mynd 7 (Tunna í tunnu)…………………………………………………………………...24
Mynd 8 (Aðstaða Gámaþjónusta Vestfjarðar til flokkunar)…...…………………………..25
Mynd 9 (Aðstaða Gámaþjónusta Vestfjarðar til flokkunar)...……………………………..25
Mynd 10 (Gámur tilbúin til útflutnings)…………………………………………………...25
Mynd 11 (Líkan viðhorfshegðunar)……………………………………………………….30
Mynd 12 (Hverfaskipting Ísafjarðarbæjar)………………………………………………...36
Mynd 13 (Kyn, aldur, búsetuform og hverfaskipting……………………………………...41
Mynd 14 (Hlutföll úr spurningum um flokkun heimilissorps)...…………………………..42
Mynd 15 (Áhrifavaldar)……………………………………………………………………43
Mynd 16 (Borgaraleg skylda að flokka?)………………………………………………….44
Mynd 17 (Fyrirhöfn að flokka?)…………………………………………………………...45
Mynd 18 (Kaupa ekki óþarfa, kaupa minna?)……………………………………………..45
Mynd 19 (Flokkunarmöguleikar)………………………………………………………….46
Mynd 20 (Fylgjandi, andvígir flokkun)……………………………………………………47
Mynd 21 (Skipting kyns)…………………………………………………………………..47
Mynd 22 (Flokkað eftir hverfi)…………………………………………………………….48
Mynd 23 (Flokkun eftir aldri)……………………………………………………………...48
Mynd 24 (Búsetuform)…………………………………………………………………….49
Mynd 25 (Menntunarstig).................................................................................................... 49
Mynd 26 (Hlutfallsleg lengd búsetu á Ísafirði).................................................................... 50
Töflur
Tafla 1…….......................................................................................................................... 35
Tafla 2…….......................................................................................................................... 45
Tafla 3…….......................................................................................................................... 46
Tafla 4…….......................................................................................................................... 46
Tafla 5…….......................................................................................................................... 46
viii
Formáli
Þessi skýrsla er lokaverkefni námskeiðsins: Námsferð innanlands (LAN511G) og er unnin
af undirrituðum sem eru nemar í landfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild, Háskóli
Íslands. Viðfangsefni skýrslunnar er að rannsaka viðhorf íbúa Ísafjarðarbæjar til
endurvinnslu með tilliti til umhverfisverndunarhegðunar og umhverfisstjórnunar. Skýrslan
var unnin undir leiðsögn Önnu Dóru Sæþórsdóttir og Rannveigu Ólafsdóttir og vilja
höfundar þakka þeim fyrir góða leiðsögn og ábendingar við vinnslu þessarar skýrslu.
Höfundar telja viðfangsefnið sérlega áhugavert og er það einlæg von rannsakenda að
skýrsla þessi veki fólk til umhugsunar og kveiki áhuga þeirra sem hana lesa á þessum
málaflokki sem verður sífellt mikilvægari.
Vinna við gerð skýrslunnar hófst í ágúst 2013 og henni lauk í nóvember 2013.
Heimildaöflun fór fram á þjóðarbókhlöðu og á veraldarvefnum sem og heimsókn á
bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar og Gámaþjónustu Vestfjarða.
Bestu þakkir eru færðar öllum þeim sem veittu upplýsingar og eða aðstoð við gerð þessarar
skýrslu, þar á meðal eru íbúar Ísafjarðarbæjar sem með einstakri gestrisni og jákvæðu
viðmóti veittu ómetanlega aðstoð við gerð þessara skýrslu. Höfundar vilja einnig þakka
Ralf Trylla umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar fyrir ómetanlegrar upplýsinga og Ragnari
Ásgeiri Kristinnssyni fyrir veittar upplýsingar og einstaklega jákvætt viðhorf við gerð
þessarar skýrslu. Sérstaka þökk fær Guðrún Edda Bjarnadóttir, fyrir yfirlestur og
ábendingar.
Reykjavík 1. nóvember 2013
_____________________________ ______________________________
Sara Sigurðardóttir Sævar Gíslason
9
Inngangur
Með sífelldri aukningu á neyslu í nútímaþjóðfélagi fylgja vandamál sem stækkar stöðugt.
Vandamál sem snúa að því hvernig sé best að snúa við þeirri þróun sem átt hefur sér stað í
tengslum við neyslumynstur jarðarbúa og allan þann gífurlega úrgangs sem fellur til í
tengslum við þá þróun. Litið er á umhverfismál sem málaflokk sem þarf að bíða þegar
alvara lífsins er hinsvegar, nánast eins og þau sjónarmið megi missa sín eða mæta afgangi.
Við sjáum þetta í kröfum um að yfirvöld umhverfismála ættu ekki að þvælast fyrir þeim
sem vilja auka sókn í auðlindir lands og sjávar. Viðhorf af þessu tagi eru beinlínis hættuleg
því umhverfismál eru ekki dægurmál, heldur fjalla þau um áþreifanleg verðmæti og
skynsamlega nýtingu auðlinda. Umhverfismál snúast um að varðveita þær lifandi auðlindir
sem eru undirstöður sjávarútvegs og landbúnaðar. Þau fjalla um að hlúa að náttúru Íslands,
sem mun skila okkur miklum tekjum af ferðamönnum þegar þeirra er mest þörf á.
Mikilvægt er því að leita leiða sem snúa að því hvernig best sé að meðhöndla þann
úrgang og þær umbúðir sem sitja eftir við notkun vöru eða eftir líftíma hennar er lokið.
Endurvinnsla og endurnýting á neysluvörum verður sífellt mikilvægari þáttur til að reyna
að draga úr þeim ágangi sem auðlindir okkar verða fyrir. Líta má á úrgang sem mikilvægt
hráefni til iðnaðar, framleiðslu og sem hluti af sjálfbærri þróun.
Í þessu verkefni er markmið að skoða viðhorf ísafjarðabúa til endurvinnslu og þá er
óumflýjanlegt að skoða hvernig úrgangsmálum er háttað hjá viðkomandi sveitarfélagi.
Mörg sveitarfélög hafa tekið upp stefnu í úrgangsmálum í samræmi við Staðardagskrá 21,
en hún er áætlun sem öllum sveitastjórnum heims er ætlað að vinna eftir í samræmi við
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó árið 1992. Áætlunin er framkvæmdaráætlun um þau
verk sem vinna þarf í hverju samfélagi fyrir sig til að nálgast markmið um sjálfbæra þróun
á 21. öldinni.
Viðfangsefni og markmið þessarar skýrslu er fjórþætt. Í fyrsta lagi er farið í gegnum
almennt þau helstu hugtök í umhverfismálum. Í öðru lagi er stefna og þróun Sameinuðu
þjóðanna í þessum málaflokki skoðuð allt niður til stefnu Ísafjarðarbæjar, sem er mikilvægt
að sjá og kanna hvernig þessi mál hafa þróast og hvaðan stefna Ísafjarðarbæjar kemur og
10
hvernig umhversstjórnun er beitt. Með umhverfisstjórnunarkerfi er stuðlað að markvissum
aðgerðum í umhverfismálum þar sem reynt er að draga úr skaðsamlegum áhrifum hvers
einstaklings á umhverfið. Til að ná fram sem bestri úrlausn er nú almennt stuðst við
ákveðin umhverfisstjórnunarkerfi. Umhverfisstjórnunarkerfi samanstendur af
stjórnskipulagi, áætlanagerðum, ábyrgðarskiptingu, starfsháttum, verklagsreglum, ferlum
og aðföngum sem vinna að því að koma á umhverfisstjórnun og viðhalda henni. Kubbur
ehf. og Gámaþjónusta Vestfjarða í samstarfi við Ísafjarðarbæ sjá um fræðslu þessara mála
og vonast Ísafjarðarbær til, með nýrri stefnu, að eiga gott samstarf við íbúa bæjarins með
það að leiðarljósi að gera bæinn vistvænan, þar sem er borin virðing fyrir náttúrunni til
langs tíma.
Í þriðja lagi er fjallað um umhverfisverndarhegðun en það er sú hegðun fólks þegar
það reynir meðvitað að draga úr neikvæðum þáttum á náttúruna og umhverfið með
gjörðum sínum. Þá t.d. með því að draga úr notkun auðlinda, orku, eiturefna, auk þess að
minnka úrgang, meðal annars með endurvinnslu. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á
viðhorf fólks til umhverfisins og þar af leiðandi hegðunina, m.a. lífsstíll, menning, trú,
stjórnmál og þekking. Tenging mannsins við umhverfið er ekki eins augljóst eftir iðn- og
tæknivæðinguna og hún var fyrir, því er það orðið áhugaverðara rannsóknarefni að kanna
tengingu manns við umhverfið. Hvati til að fá fólk til að flokka og endurvinna getur bæði
verið umhverfisvænt og hagstætt efnahagslega, í þeim skilningi að ódýrara getur verið að
endurvinna vöruna en að búa til nýja frá grunni og jafnframt þarf ekki að sækja frekara efni
úr náttúrunni. Sýnt hefur verið fram á að auglýsingaherferðir geta aukið
endurvinnsluhegðun og aukna umhverfisvitund almennings. Þá er talið að hvati fólks til
endurvinnslu geti falist í því hver kostnaðurinn og hagnaðurinn er. Þessi hagnaður felur í
sér persónulegan hagnað eins og að spara pening og líða vel með sjálfan sig. Jákvæð tengsl
milli félagsáhrifa og umhverfis hefur verið fundin. Hindranir og ástand aðstæðna til
flokkunar og endurvinnslu hefur áhrif á endurvinnslu hegðun fólks. En þegar hindranir eins
og óhagkvæmni, tími, kostnaður, erfiði, vöntun á aðstöðu eiga sér stað minnka líkurnar á
að fólk flokki til endurvinnslu.
11
Í fjórða lagi framkvæmdu höfundar könnun á viðhorfi íbúa Ísafjarðarbæjar til
endurvinnslu. Til á ná fram svörum við fyrrgreindum markmiðum er eftirfarandi
rannsóknarspurning sett fram:
„Hver eru viðhorf íbúa á Ísafirði til endurvinnslu?“
Til að ná fram svörum við megin rannsóknarspurningunni settu höfundar fram eftirfarandi
spurningar:
Hverjir eru helstu áhrifavaldar þess að fólk flokkar sorp til endurvinnslu?
Er fólk sem flokkar heimilissorp meðvitaðra um mikilvægi þess að endurvinna og er
það líklegra til að hafa umhverfisverndar hegðun?
Hefur endurvinnsla hvatt fólk til að huga meira að umhverfismálum bæði í hugsun og
gjörðum?
Markmið þessarar rannsóknar er fyrst og fremst að svara rannsóknarspurningunni hér
að ofan með greinargóðum hætti. Höfundar telja viðfangsefnið sérlega áhugavert og er það
einlæg von rannsakenda að skýrsla þessi veki fólk til umhugsunar og kveiki áhuga þeirra
sem hana lesa á þessum málaflokki sem verður sífellt mikilvægari. Til að leita svara við
rannsóknarspurningunni var meðal annars farið yfir alþjóðlegar skuldbindinga sem lúta að
málefninu. Höfundar ákváðu að notast við megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir
til að ná fram sínum markmiðum, þótti sú aðferð að framkvæma viðhorfskönnun henta vel
þar sem tölulegum gögnum var safnað og niðurstöður túlkaðar út frá þeim tölum. Höfundar
studdust bæði við frum og afleiddar heimildir, frumheimildum var aflað með
viðhorfskönnun og óformlegum viðtölum og heimsókn í fyrirtæki. Afleiddar heimildir var
aflað með því að lesa greinar og skýrslur sem gefnar hafa verið út um málaflokkana sem og
jafnframt var stuðst við heimildir af veraldarvefnum.
Helstu niðurstöður eru að viðhorf íbúanna á Ísafirði til endurvinnslu og flokkunar
heimilissorps eru almennt jákvæð. Þá er viðhorfið sérstaklega jákvætt í garð umhverfisins.
Um þriðjungur er því sammála að flokkun heimilissorps hafi verið hvati til að gera meira í
þágu umhverfismála, en rétt tæplega fimmtungur er því ósammála. Það virðist sem áhugi
og vitund á umhverfismálum aukist að einhverju leiti við það eitt að byrja að flokka.
Niðurstöður benda jafnframt til þess að vitneskja um hvað og hvernig á að flokka ýti undir
það að fólk flokki frekar og að stjórnvöld og nánustu aðstandendur séu áhrifavaldar þess
hvort fólk flokki.
12
1 Fræðilegur kafli
1.1 Umhverfisstjórnun
Umhverfisstjórnun og endurvinnsla - til hvers?
,,Úrgangur er hráefni á villigötum‘‘
Talið er að allar vörur sem framleiddar eru hafi einhver neikvæð áhrif á umhverfið þegar
þær eru framleiddar, fluttar frá framleiðslustað til sölustaðar og þegar þeim er fargað. Þetta
kerfi er línulegt og felst í vinnslu hráefna, framleiðslu, dreifingu og sölu, neyslu og í
flestum tilvikum endapunkt þar sem vörunni er fargað. Til að sporna gegn ofnotkunar á
náttúruauðlindum kemur endurvinnslan sterk inn til að lengja líftíma vara, með því minnka
þörfina á nýtingu auðlinda, eða öllu heldur nýta úrgang/sorp sem auðlind (Hafdís Anna
Bragadóttir, Lára Jóhannsdóttir og Stefán Gíslason, 2010). Við sem neytendur þurfum
jafnframt að leitast eftir vörum sem eiga langan líftíma og auðvelt er að lagfæra, frekar
heldur en vara sem þarf að henda fljótlega (Button, 1989).
Ýmsar náttúruauðlindir jarðar, t.d. skógar, jarðolía, jarðvegur og málmur, eru notaðar
til að framleiða þær vörur sem við kaupum og þessar auðlindir ekki óendanlegar. Þegar
notuð vara er endurunnin er henni breytt í nýja vöru án þess að gengið sé á
náttúruauðlindir. Sorp er því verðmætt hráefni sem með endurvinnslu kemur aftur inn í
hringrás framleiðsluferilsins (Úrvinnslusjóður, 2013).
Ávinningur af endurvinnslu
• Nýtir hráefni og viðheldur hringrás efna í náttúrunni
• Dregur úr urðun og sparar þannig landsvæði
• Dregur úr ýmiss konar umhverfismengun
• Orka sparast
• Það er ódýrara fyrir samfélagið að endurvinna en urða
• Gerir okkur meðvituð um eigin neyslu
• Minnir okkur á að við erum ábyrg fyrir umhverfi okkar
• Ferðum með ruslapokann út í tunnu fækkar
• Minna sorp – meiri verðmæti! (Úrvinnslusjóður, 2013)
13
Framkvæmd umhverfisstefnu
Í samræmi við markmið stjórnvalda á fyrri hluta síðasta áratugar hefur náðst nokkuð góður
árangur í endurvinnslu heimilissorps t.d. ál og plastumbúðir fyrir drykkjarvörur, með lokun
ófullnægjandi urðunarsvæða, með gjaldtöku á hættulegum úrgangi og með háu
skilahlutfalli á skaðlegum úrgangi. Látinn hefur verið í ljós sá ásetningur að nýta þá reynslu
sem aflað hefur verið einnig fyrir aðrar tegundir úrgangs, sérstaklega umbúðir, ónýt
ökutæki og gamla hjólbarða. Hins vegar er nauðsynlegt að stuðla að aukinni hvatningu til
endurvinnslu og hagkvæmni við sorphirðu sveitarfélaga, að auka fjármagn til sorphirðu.
Enn er mestum hluta sorps sveitarfélaga fargað á urðunarsvæðum. Unnið er að gerð
lagafrumvarps um skipulag sorpmála og sveitarfélög eru að undirbúa eða framkvæma
áætlanir um svæðisbundna sorphirðu (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2013).
Lagt er til að:
· haldið verði áfram að veita fé til lausna á skólpmálum;
· beitt verði nytjagreiðslureglunni við verðlagningu á þjónustu vegna skólps á heimilum og
í iðnaði, t.d. með gjaldtöku samkvæmt rúmmáli;
· gerðar verði næringarefnaáætlanir á bændabýlum sem stundaþauleldi svína og fugla;
· sem fyrst verði sett heildarlöggjöf um fyrirkomulag sorpmála;
· reglan umábyrgð framleiðenda taki einnig til umbúðaúrgangs, ónýtra ökutækja og
gamalla hjólbarða;
· lokið verði við starfsleyfi fyrir alla urðunarstaði og sorpbrennslustöðvar eins fljótt og
unnt er, lagt verði gjald á sorpurðun og haldið áfram að þróa nútímalegar aðferðir við
meðferð sorps frá sveitarfélögum (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2013)
Með umhverfisstjórnunarkerfi er stuðlað að markvissum aðgerðum í umhverfismálum þar
sem reynt er að draga úr skaðsamlegum áhrifum hvers einstaklings á umhverfið. Til að ná
fram sem bestri úrlausn er nú almennt stuðst við ákveðin umhverfisstjórnunarkerfi.
Umhverfisstjórnunarkerfi samanstendur af stjórnskipulagi, áætlanagerðum,
ábyrgðarskiptingu, starfsháttum, verklagsreglum, ferlum og aðföngum sem vinna að því að
koma á umhverfisstjórnun og viðhalda henni (Rannveig Ólafsdóttir, 2007).
14
Mynd 1 (Staðlaráð Íslands, 2013)
1.1.1 ISO 14001
Þekktustu umhverfisstjórnunarkerfin eru ISO 14001
staðallinn og EMAS (Eco Managment and audit
Scheme). Samkvæmt ISO 14001 kerfisins er
umhverfisstjórnunarkerfi skilgreint sem sá hluti
heildarstjórnunarkerfis sem nær yfir mjög marga þætti
eins og stjórnskipulag, áætlanagerð, starfshætti og margt
fleira. Fylgt er ákveðnu vinnuferli til að ná yfir öll
markmið staðalsins eins sést á mynd 1 sem er samkvæmt
ISO 14001 staðlinum (Rannveig Ólafsdóttir, 2007).
1.1.2 EMAS
Umhverfisstjórnunarkerfið EMAS var sett fram af ESB árið 1993, markmið EMAS er að
betrumbæta stöðu almennt í umhverfismálum, en almennt þarf að hafa ISO 14001
umhverfisstjórnunarkerfi til að fá EMAS skráningu (Rannveig Ólafsdóttir, 2007).
1.1.3 Sjálfbær þróun
Hugtakið ,,sjálfbær þróun‘‘ er íslensk þýðing á enska orðasambandinu "sustainable
development". Í stuttu máli má segja að með sjálfbærri þróun sé átt við að leitast sé við að
mæta þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að
mæta sínum þörfum. Skírskotun til orkuauðlinda er augljós en hugtakið tekur yfir mun
breiðara svið og byggir á þremur meginstoðum sem allar tengjast innbyrðis: umhverfi,
efnahagur og samfélagsmál. Þetta samhengi má sjá á meðfylgjandi skýringamynd 2
(Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og
jarðhitasvæði, 2013).
Mynd 2
15
Þegar hugsað er um hugtakið sjálfbær þróun með tilliti til umhverfismála þá er í
fyrsta lagi mikilvægt að ganga ekki á náttúruauðlindir þannig að þær nái ekki að endurnýja
sig, t.d. planta niður trjám í stað þeirra sem felld hafa verið. Í öðru lagi að þegar um
nýtingu auðlinda er um að ræða, þá eiga þær ekki að leiða af sér spillingu umhverfis og
annarskonar mengunar (Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á
vatnsafl og jarðhitasvæði, 2013). Við mannfólkið byrjuðum ekki að hugsa út þetta hugtak,
sjálfbær þróun, í umhverfissjónarmiði fyrir alvöru fyrr en á Stokkhólmsráðstefnunni 1972.
Sendifulltrúi okkar Íslendinga Hjörleifur guttormsson segir svo:
„Þannig fékk hugtakið umhverfismál að vissu leyti nýtt og víðara inntak og verður nú ekki
skilið frá félagslegum og stjórnmálalegum vandamálum, eins og þau m.a. birtast okkur í
mannvist hinna svokölluðu þróunarlanda“ (Hjörleifur Guttormsson, 1974).
Á ráðstefnunni voru sendinefndir 114 ríkja og var skrifað undir drög að alþjóðlegum
sáttmálum t.d. verndun votlendis, verndun sameiginlegrar arfleifðar jarðarbúa, sem og
yfirlýsing í 26 liðum og aðgerðaráætlun í 109 liðum. Það má eiginlega segja að þarna fyrst
var fólk að átta sig á að auðlindir jarðar eru ekki endanlegar og við verðum eitthvað að gera
varðandi nýtingu okkar auðlinda. Í framhaldi af þessari ráðstefnu þó nokkrum árum seinna,
eða 1987 kom út „Brundtland skýrslan“ sem bar titilinn Our common future þetta er
skýrsla sem gefin er út af WCED (World Commission on Environment and Development).
Skýrslan er kennd við Gro Harlem Brundtland, þáverandi forsætisráðherra Noregs. Hún fór
fyrir nefnd stjórnmálamanna og sérfræðinga víðs vegar að úr veröldinni sem vann
skýrsluna um sameiginlega framtíð jarðarbúa. Nefndin horfði til þess hvernig vinna mætti
að jöfnuði milli hinna auðugu og snauðu og setti fram skilgreiningu á sjálfbærri þróun, sem
síðar hefur markað áherslur í umhverfismálum.
UNESCO hefur jafnframt skrifað um mikilvægi lífstíls til sjálfbærrar þróunar. En sá
lífsstíll felur í sér sjálfbæra neyslu; það þýðir að kaupa vörur og þjónustu sem skaðar
hvorki umhverfið, samfélagið, né hagkerfið. Af þeim sökum er mikilvægt fyrir neytandann
að þekkja hvernig og hvar varan var framleidd og hversu langt að varan er að koma sem
keypt er. En þekkingin ein og sér er ekki nóg, hegðunin þarf að fylgjast í hendur við
þekkinguna (UNESCO, á.á.).
16
1.1.4 Ríó - yfirlýsingin og Staðardagskrá 21
Ríó-ráðstefnan 1992 var ráðstefna sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun. Á
ráðstefnunni voru sendinefndir 178 ríkja þáttakendur, 116 þjóðarleiðtogar og fjöldi frjálsa
félagasamtaka. Þetta var stærsta ráðstefna sem haldin hafði verið á vegum Sameinuðu
þjóðanna í þessum málaflokki fram að þeim tíma, ástæðan var meðal annars umræður í
kjölfar Brundtland-skýrslunnar. Viðmið og grunnreglur, sem liggja til grundvallar
sjálfbærri þróun, voru samþykkt í Ríó, einkum í Ríó-yfirlýsingunni og Staðardagskrá 21. Á
grunni þeirra hefur verið unnið að aðgerð og framkvæmd alþjóðasamninga og áætlana sem
eiga að stuðla að bættu umhverfi og aukinni velferð (Umhverfisráðuneytið, 2002).
Ríó-yfirlýsingin eru 27 meginreglur og megininntak hennar er að „Allir eiga rétt á
heilbrigðu lífi í sátt við náttúruna og öll ríki eiga rétt á að nýta eigin náttúruauðlindir, en þó
háð því skilyrði að það valdi ekki umhverfisskaða í öðrum löndum. Hagþróunin verður að
taka tillit til umhverfisverndar, að öðrum kosti verður framtíð afkomenda okkar stefnt í
voða“ (Umhverfisráðuneytið, 1992, bls. 17).
Margar af meginreglum umhverfisréttar voru mótaðar eins og samþætting
umhverfissjónarmiða, mengunarbótareglan, varúðarreglan og mat á umhverfisáhrifum.
Tveir alþjóðlegir samningar voru undirritaðir: samningur um líffræðilega fjölbreytni
(United Nations Framework Convention on Climate Change) eða Kyoto bókunin og
rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar (Auður H. Ingólfsdóttir,
2002). Staðardagskrá 21 var líka mikilvægur liður sem var útfærður og samþykktur á Ríó –
ráðstefnunni, en Staðardagskrá 21 er leiðarvísir fyrir stjórnvöld um gerð
framkvæmdaáætlunnar fyrir umhverfismál inn á 21. öldina þar sem tekið er á
efnahagslegum og félagslegum þáttum, auk umhverfis- og auðlindastjórnun og öllum
sveitastjórnum heims er ætlað að vinna í samræmi við Staðardagskrá 21. Leiðarvísirinn
skiptist í fjóra hluta og 40 kafla og tekur á ýmsum málaflokkum samfélagsins, þar koma
fram markmið og leiðir að sjálfbærri þróun (Auður H. Ingólfsdóttir, 2002).
Árið 1992 var haldin ráðstefna í Álaborg, Danmörku, þar sem Ríó-samþykktin var
frekar útfærð á grundvelli stjórnsýslueiningar sveitarfélaga. Í lok fundarins var samþykkt
svokölluð Álaborgarsamþykkt sem fjallar um hvernig megi gera borgir og bæi í Evrópu
sjálfbæra samkvæmt hugmyndfræði Staðardagskrár 21. Í samþykktinni var kynnt hugtakið
17
"Staðardagskrá 21" þar sem bent var á útfærslur sveitarfélaga í gerð stefnu og
framkvæmdaráætlananna í umhverfismálum fyrir 21. öldina (Reykjavíkurborg, 2013).
Eftir ráðstefnunina í Ríó 1992 var ráðstefna í Jóhannesarborg 2002 þar sem
skuldbindingar frá Ríó 1992 voru endurnýjaðar. Seinasta ráðstefnan var haldin í Ríó 2012
og var þar undiritað lokaskjal The Future We Want sem inniheldur m.a. sjálfbærnimarkmið
(sustainable development goals) og grænt hagkerfi (green economy). Eftirfarandi fimm
atriði hafa síðan verið skilgreind sem meginþættir fyrir staðardagskrársamstarfið, þau eru:
1) Heildarsýn og þverfagleg hugsun 2) Virk þátttaka íbúa 3) Hringrásarviðhorf 4) Tillit til
hnattrænna áhrifa 5) Áhersla á langtímaáætlanir (Samband íslenskra sveitafélaga, 2013)
1.1.5 Baselsamningurinn
Basel-samningurinn er alþjóðasamningur sem gerður var í Basel 22. mars 1989 en öðlaðist
ekki gildi fyrr en 1992. Samningurinn hefur það að markmiði að draga úr flutningi
spilliefna á milli landa. Samningnum er sérstaklega ætlað að hindra það að spilliefni frá
ríkum löndum séu losuð í fátækum löndum. Undanfarin ár hefur Basel-samningurinn lagt
sérstaka áherslu á úrgang rafmagnsefna og niðurrif skipa og gerðist Ísland aðili árið 1995
(Globalis - Félag sameinuðu þjóðanna, 2013).
Mynd 3 (Globalis - Félag sameinuðu þjóðanna, 2013)
18
1.1.6 Rammaskýrsla sameinuðu þjóðanna
Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (S.Þ) var sett á laggirnar af umhverfisstofnun S.Þ og
Alþjóðaveðurfræðistofnuninni árið 1988 vegna uggvænlegrar þróunar á loftslagi
jarðarinnar til hins verra (Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC). Eitt að
meginmarkmiðum IPCC er að leggja mat á loftlagsbreytingar og kynna leiðir til að
bregðast við vandanum (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2002). Ísland er eitt að
aðildarríkjum samningsins og var hann undirritaður á ráðstefnu S.Þ í Rio de Janeiró 1992,
þar með skuldbatt Ísland sig til að vera virkur gerandi í aðgerðum gegn losun
gróðurhúsalofttegunda og veita þannig upplýsingar um alla losun sína, stefnumörkun og
aðgerðir (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2002). Fyrsta skýrsla IPCC kom út árið
1990, á fyrsta þingi aðildarríkjanna 189 (Conference of the Parties, COP) árið 1995 var
tekin ákvörðun um að hefja frekari viðræður um meiri skuldbindingar fyrir þróuð ríki, og
var niðurstaðan Kyoto-bókunin, sem samþykkt var á þriðja þingi COP í Kyoto árið 1997
(Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2002).
1.1.7 Regluverk ESB er varðar úrgangsmál
Regluverk Evrópusambandsins sem á við úrgangsmál á Íslandi er í samræmi við EES –
samning frá árinu 1994. Í þessu regluverki ESB er fjallað um gjörðir sambandsins og
flokkast þær aðalega í tilskipanir, reglugerðir og ákvarðanir. Umhverfisstefna ESB er síðan
endurskoðuð og uppfærð árlega en grunnur hennar er sjötta umhverfisaðgerðaráætlunin,
kjarni þessarar áætlunar er í sjö meginþemum, en þau eru :
1.Loftgæði og loftlagsmál (Air)
2.Að draga úr myndun úrgangs og endurvinna hann (Waste prevention and recycling)
3.Umhverfismál (Marine Environment)
4.Jarðvegsvernd (Soil)
5.Varnarefni (Pesticides)
6.Náttúruauðlindir (Natural resources)
7.Borgarumhverfi (Urban Environment)
19
Umhverfisstefnan er endurskoðuð og uppfærð árlega, ný ramma tilskipun um úrgang
sem heitir (DIRECTIVE 2008/98/EC OF THE EUROPEAN PARLIAMENT AND OF
THE COUNCIL of 19 November 2008 on waste and repealing certain Directives) var
innleidd árið 2010 (Samband íslenskra sveitafélaga, 2010). Árið 2005 gaf ESB út sérstaka
stefnumótun um lágmörkun úrgangs og aukna endurvinnslu (Thematic Strategy on the
prevention and recycling of waste). Með þessari stefnu var lagður grunnur að aðgerðum
ESB í sambandi við úrgangsmál næstu ár (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2013).
Meginlínur stefnu ESB birtist oftast í svonefndum hvítbókum eða í einstökum
stefnuyfirlýsingum ESB, sem mynda grunn að tilskipunum og reglugerðum. Í ársbyrjun
2011 kom út skýrsla þar sem lagt var kalt mat á framkvæmd stefnunnar. Þar var einnig
minnst á mikilvægi þess að minnka úrgang og bæta nýtingu okkar dýrmætu auðlinda eða
með öðrum orðum vera meira sjálfbær (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2013). Þessi
áhersla var síðan enn og aftur tekin upp í skýrslu framkvæmdarstjórnar sambandsins til
Evrópuþingsins og ráðherraráðsins í september 2011, og heitir þessi skýrsla Vegvísir til
auðlindanýtinnar Evrópu (Roadmap to a Resource Efficient Europe). Bent er á í þessari
skýrslu að sum aðildaríkjanna hafa náð þeim frábæra árangri að koma að minnsta kosti
80% úrgangs í endurvinnslu og sýna þannig fram á að úrgangur er auðlind sem vert er að
nýta og er þessi vegvísir til sjálfbærrar þróunar til ársins 2020 (Umhverfis- og
auðlindaráðuneytið, 2013).
„Stefnumótun Evrópusambandsins frá 2005 um lágmörkun úrgangs og endurvinnslu
er í raun hornsteinninn í stefnu sambandsins á sviði úrgangsmála. Eins og ráða má af því
sem fram hefur komið hér að framan er stefnan í stöðugri endurskoðun“ (Umhverfis- og
auðlindaráðuneytið, 2013).
1.1.8 Stefna Norðurlandanna
Norðurlöndin eru ekki með sameiginlega stefnu í úrgangsmálum, að öðru leyti en því sem
leiðir af stefnumótun ESB, en samstarf á sviði úrgangsmála hefur átt sér stað innan
norrænu ráðherranefndarinnar á undanförnum árum. Það er hagur Norðurlandanna að vinna
saman og nýta stöðu sína og þekkingu á sviði þróunar og endurvinnslu en þó er unnið
innan ramma ESB (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2013). Norðurlöndin hafa staðið
sig vel að ná markmiðum sem sett eru í úrgangstilskipuninni um meðferð úrgangs og
20
endurvinnslu. Þó er ætíð þörf á meiri aðgerðum og munu þær aðgerðir vera í forgang hjá
Norrænu ráðherranefndinni í framtíðinni (Norðurlandaráð, 2013).
Í Norrænu framkvæmdaráætluninni í umhverfismálum sem er nú í gildi 2013 – 2018
eru tilgreindar sameiginlegar áherslur Norðurlandanna og lögð er áhersla á að
Norðurlöndin séu í fararbroddi við undirbúning og framkvæmd alþjóðlegra samninga um
úrgang, t.d. rammasamning ESB um úrgang (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2013).
1.1.9 Stefna, lög og reglugerðir á Íslandi um meðhöndlun úrgangs og endurvinnslu
Stefna íslenskra stjórnvalda ræðst mikið til af pólitískum áherslum á hverjum tíma og
einnig þróun mála á alþjóðavettvangi, skuldbindingum okkar við aðrar þjóðir og
samningum við alþjóðastofnanir. Stefna íslenskra stjórnvalda hvers tíma getur þó falið í sér
ýmis atriði sem ekki eru fest í lög, eins og til dæmis markmið til langs tíma og grunn að
lögum. Oft er þetta mjög göfug framtíðarsýn sem varðar neyslumynstur og lífsstíl
almennings eða sitthvað annað sem ekki er ákveðið með lögum (Umhverfis- og
auðlindaráðuneytið, 2013).
Fyrsta landsáætlunin um meðhöndlun úrgangs var sett á laggirnar árið 2004 og gildir
hún til ársins 2016. Í lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs segir að
Umhverfisstofnun skuli gefa út áætlun til minnst 12 ára í senn um meðhöndlun á úrgangi
fyrir landið allt. Þessi áætlun hefur það markmið að draga markvisst úr myndun úrgangs og
minnka hlutfall úrgangs sem fer til förgunar. Þessi landsáætlun á að vera sveitarfélögum til
leiðbeiningar varðandi sínar svæðisbundnu áætlanir og skal þessi áætlun endurskoðuð á
þriggja ára fresti á tímabilinu (Umhverfisstofnun, 2004). Nýrri skýrsla er komin á
laggirnar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu sem gildir frá árinu 2013 – 2024 og ber
undirtitillinn Úrgangsstjórnun til framtíðar.
Árið 2002 var Úrvinnslusjóður settur á laggirnar og er úrvinnslugjald lagt á ýmsar
vörur til að minnka það magn sem fer til förgunar og það gjald er notað til að greiða fyrir
meðferð flokkaðs úrgangs á söfnunarstöðvum, endurnýtingu, endurvinnslu og fleira með
eða án skilagjalds, fyrirkomulagið er líkt og á mynd 3 (Úrvinnslusjóður, 2013).
21
Mynd 4 (Úrvinnslusjóður, 2013)
1.1.10 Stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga
Mörg sveitarfélög á Íslandi eru í meira mæli að tileinka sér að vinna eftir stefnumiðun
Staðardagskrá 21 með þeirri hugsjón að úrgangur sé tækifæri - hráefni til vinnslu en ekki
vandamál (Sambands íslenskra sveitarfélaga, 2009). Stjórn sambands íslenskra sveitafélaga
samþykkti í janúar 2009 stefnumótun í úrgangsmálum. Megináherslur hennar eru
annarsvegar aukin samvinna, aukin samskipti og sjálfbær meðhöndlun úrgangs. Einnig er
lögð áhersla á aukna samvinnu sveitarfélaga á sviði úrgangsmála. Gjaldtaka fyrir
meðhöndlun úrgangs skal endurspegla raunkostnað og í raun aukin samskipti við
sveitarfélög ESB og stofnanir (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2013).
Segja má að allur úrgangur sé nú hugsaður sem auðlind í miklu meira mæli og sá
hluti úrgangs sem flokkaður er frá er orðin söluvara. Hagsmunir sveitafélaga eru því orðnir
töluverðir hjá þeim sveitarfélögum sem flokka mest til endurvinnslu. Kostnaður við að
farga og aka úrgangi sem ekki er hægt að endurvinna er gríðarlegur fyrir samfélagið og því
er nauðsynlegt að hafa ákveðna stefnu ríkjandi fyrir sveitarfélög á Íslandi. Ein leið til að
minnka það magn umtalsvert sem fer til förgunar er t.d. moltugerð eða að jarðgera
heimilisúrgang (Kristín Hálfdánsdóttir, 2013).
22
1.1.11 Stefna Ísafjarðarbæjar – hvað er í boði?
Miklar breytingar hafa átt sér stað í sorp og
endurvinnslumálum Ísafjarðarbæjar en í byrjun apríl
2011 samþykkti bæjarstjórn reglur um sorphirðu og er sú
samþykkt leiðarvísir fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar um allt
sem kemur að sorphirðu og förgun sorps, einnig má lesa
þar allt um áherslur núverandi bæjarstjórnar (Kristín
Hálfdánsdóttir, 2013).
Veturinn 2011 fór fram
útboð í alla sorphirðu og
förgun sorps í Ísafjarðarbæ, þar stóð uppúr tilboð Kubbs ehf.
(Kristín Hálfdánsdóttir, 2013). Fyrir þann tíma var eitt kerfi þar
sem fólk flokkaði svokallað brennanlegt og óbrennanlegt sorp,
það óbrennanlega var síðan urðað. Þetta var fyrir 2010 þar sem
kom upp díoxíð mengun útfrá brennslustöðinni Funa og þurfti þá
að finna upp nýtt kerfi (Ralf Trylla, 2013). Nýtt tunnukerfi tók
við og hætt var að nota plastpoka í sorptunnum, í stað eru tunnur losaðar beint í sorpbíl á
14 daga fresti. Hver íbúð fær tvær tunnur, önnur til endurvinnanlegs sorps og hin fyrir
urðað sorp. Það magn sem leggst til frá tiltektum, sem
ekki kemst í tunnur t.d. við tiltekt í bílskúrum eða
geymslum. Hluti af þeim úrgangi er gjaldfrjáls og má
skila endurgjaldslaust til förgunarstaðar sem og
garðúrgang (Ísafjarðarbær, 2011).
En sífellt er verið að þróa kerfið og stefnir Gámaþjónusta Vestfjarða að því að koma
annarri sorptunnu til að auðvelda fólki að flokka og verktaka að endurvinna, eða svokölluð
tunna í tunnu eins og sést á mynd 7. En það kerfi er kallað tunna í tunna og er sú tunna sett
ofaní aðra stærri tunnu sem svo tekur við pappa og því sem er pressað beint. Í litlu tunnuna
er sett plast, rafhlöður og málmar annað er urðað. Þetta kerfi þarf að kynna betur fyrir
bæjarbúum og er það á dagskrá sem allra fyrst en allt er klárt til að hefja þessa kynningu
þar að segja kynningarbæklingar og miðar líkt og sést á mynd 5 og 6. Fólk þarf ekki að
borga aukalega fyrir tunnu í tunnu og einnig eru þessar tunnur með jafn mikið pláss, sem
Mynd 7
Mynd 6
Mynd 5
23
sagt 240l og á það að duga í þessa 14 daga sem líður á milli þess að verktaki tekur sorp en
fólk getur beðið um auka tunnu en þarf það þá að borga aukalega fyrir.
Kubbur ehf. og Gámaþjónusta Vestfjarða í samstarfi við Ísafjarðarbæ sjá um fræðslu
þessara mála og vonast Ísafjarðarbær til, með nýrri stefnu, að eiga gott samstarf við íbúa
bæjarins með það að leiðarljósi að gera bæinn vistvænan, þar sem er borin virðing fyrir
náttúrunni til langs tíma (Ísafjarðarbær, 2011).
1.1.12 Verk- og vinnulag Kubbs ehf. og Gámaþjónustu - Vestfjarða
Kubbur ehf. er aðalverktaki Ísafjarðarbæjar í
sorphirðu og förgunarmálum og vinna þeir
samkvæmt stefnu Ísafjarðarbæjar. Kubbur er
endurvinnslufyrirtæki sem sérhæfir sig í sorphirðu
og endurvinnslu og er með starfsemi á fleiri stöðum
en Ísafirði t.d. Vestmannaeyjum, Hafnarfirði og rekur jafnframt steypustöð á Suðurtanga á
Ísafirði (Kubbur ehf., 2011).
Gámaþjónusta Vestfjarða er undirverktaka fyrirtæki hjá
Kubb ehf. og sér um allan framkvæmdar hluta sorpmála á
Ísafirði. Aðstöðu Gámaþjónustu Vestfjarðar til flokkunar á
sorpi má sjá á mynd 8. Þar starfa tveir starfsmenn í fullu starfi
við að flokka það rusl sem fellur til. Gámaþjónusta Vestfjarðar
setur allt rusl á einn stað við hlið flokkunarvélarinnar, sjá mynd
8, sem svo er fært yfir á
færiband þar sem flokkað
er í burtu plast og annað
sem þarf að flokkast frá,
sjá mynd 9. Pappi og plast
er þá sett í baggavél sem pressar endurvinnanlega
efnið í bagga og er svo sett í gám. Allur pappi og plast sem er endurunnið fer til Hollands,
nánar tiltekið til borgarinnar Puet. Þar er pappinn tekinn og endurunninn þannig að hann er
settur í pott, svokallaðan graut , hrært er í, efnið er síðan þurrkað og er búin til allskyns
Mynd 8
Mynd 9
Mynd 10
24
pappír úr þessum massa en plastið er allt umskipað aftur og selt til Kína. Það er um hálfur
annar gámur að meðaltali sem selt er út til Hollands. Gámaþjónustan selur allt sitt sorp fyrir
ákveðið verð, en ef verð fellur þá hleypur Úrvinnslusjóður undir bagga með og ábyrgist
ákveðna upphæð, þannig tryggir Úrvinnslusjóður að það sé rekstrargrundvöllur fyrir slíkri
starfsemi og er forsenda þess að hægt sé að endurvinna (Ragnar Á. Kristinsson, 2013).
1.2 Umhverfisverndarhegðun
1.2.1 Hvað er umhverfisverndarhegðun?
Umhverfisverndarhegðun er sú hegðun fólks þegar það reynir meðvitað að draga úr
neikvæðum þáttum á náttúruna og umhverfið með gjörðum sínum. Þá t.d. með því að draga
úr notkun auðlinda, orku, eiturefna, auk þess að minnka úrgang, meðal annars með
endurvinnslu (Kollmuss og Agyeman, 2002). Það eru margir þættir sem hafa áhrif á
viðhorf fólks til umhverfisins og þar af leiðandi hegðunina, m.a. lífsstíll, menning, trú,
stjórnmál og þekking. Tenging mannsins við umhverfið er ekki eins augljóst eftir iðn- og
tæknivæðinguna og hún var fyrir, (Christensen, 2013: bls. 34) því er það orðið
áhugaverðara rannsóknarefni að kanna tengingu manns við umhverfið.
1.2.2 Viðhorf Íslendinga til flokkunar sorps til endurvinnslu
Könnun sem Capacent gerði fyrir Úrvinnslusjóð flokka 91% Íslendinga sorp til
endurvinnslu. 19% segjast flokka altaf og um 37% oft. 35% svarenda segjast flokka sorp
stundum. Hlutfall þeirra sem flokka sorp hefur aukist frá síðari mælingu sem var gerð árið
2006, þar sem 84% svarenda sögðust flokka sorp. Einnig segist ríflega 15% unglinga á
aldrinum 16-20 ára aldrei flokka sorp (Úrvinnslusjóður, 2008a). Jafnframt segir líka í
skýrslunni að viðhorf almennings til endurvinnslu er mjög jákvætt eða tæp 94% svarenda á
landsvísu telja endurvinnslu mikilvæga og sést einnig að sá aldurshópur sem síst flokkar og
endurvinnur er 16 -24 ára (Úrvinnslusjóður, 2008b).
Í samskonar könnun sem félagsvísindastofnun HÍ (á.á) framkvæmdi kom í ljós að um
90% svarenda í könnuninni sögðust ávalt flokka drykkjarumbúðir með skilagjaldi. Einnig
voru flestir sem sögðust ávalt flokka ýmsa nytjahluti, spilliefni og rafhlöður frá venjulegu
heimilissorpi. Um 40% svarenda voru sammála því að það væri of mikil fyrirhöfn að
flokka sorp, að það væri of mikil fyrirhöfn og að þeir hefðu ekki pláss til þess að flokka
25
sorp og að það væri tilgangslaust því sorpið væri ekki endurunnið. Um þriðjungur svarenda
töldu sorpflokkun skipta litlu máli fyrir umhverfið og að þeir græddu ekkert á því.
Rúmlega helmingur svarenda er fylgjandi því að heimilin borgi fyrir sorphirðu eftir magni.
Þeir sem eru duglegastir við að flokka nú þegar eru frekar fylgjandi slíku fyrirkomulagi en
þeir sem standa sig síður við sorpflokkun (r=0,25, p=0,001). Þegar fólk er spurt af því
hvort það reynir að minnka það magn sem fer í ruslið með einhverjum hætti þá segjast
flestir eða rúmlega 70% svarenda flokka og skila til endurvinnslu, ríflega 60% segist reyna
kaupa ekki óþarfa, um 40% segist kaupa vörur í minni umbúðum. Fáir eða ríflega
fjórðungur reynir að kaupa minna.Þegar að fólk er spurt um almennt viðhorf til
sorpflokkunar hafaflestir frekar jákvæð viðhorf til hennar. Þó er nokkuð stór hópur fólks
eða um 30% til 40% sem hefur frekar neikvætt viðhorf til sorpflokkunar (Einar Már
Þórðarson, Fanney Þórisdóttir og Friðrik H. Jónsson, 2008).
1.2.3 Sjónarmið TBP – hvað er það og hvernig tengist það endurvinnslu/flokkun
Mörg hundruð rannsóknir hafi verið framkvæmdar til að reyna að útskýra ,‚gatið‘‘ milli
þekkingar á umhverfismálum og umhverfisverndarhegðunar, þó er enn ekki búið að finna
hina fullkomnu skýringu. Það er einnig mjög flókið að ætla að svara spurningunni
hversvegna fólk hegðar sé umhverfisvænt og hvaða hindranir eru í vegi fyrir það. Til eru
hinar ýmsu kenningar og líkön (t.d. hagfræði-, sálfræði-, vistfræði-, félagsfræðileg-, og
vitsmunaleg líkön) til að reyna að útskýra umhverfisverndarhegðun, öll líkönin hafa
eitthvert gildi, við mismunandi aðstæður og rannsóknir. Það gefur til kynna að það sem
mótar umhverfisverndarhegðun sé svo flókið að ekki sé hægt að útskýra það með einum
ákveðnum vinnuramma, eða reiknilíkani (Kollmuss og Agyeman, 2002). Það getur einnig
leitt til misræmis í niðurstöðum á greiningum gagna þegar viðhorfs og hegðunar mælingar
eru gerðar, ef mæld viðhorf og mældar gjörðir eru ekki í sambærileg, þ.e. ef mæld viðhorf
(dæmi: hugsar þú um umhverfið?) eru könnuð í stærra sjónarhorni en mældar gjörðir
(dæmi: flokkar þú?) (Newhouse, 1991). Það er því hugsanlegt að samþætting einhverra
líkana geti gefið betri skýringarmynd (þó það sé án efa erfitt og flókið í framkvæmd)
(Kollmuss og Agyeman, 2002).
Ajzen og Fishbein bjuggu til líkan sem mælir og ber saman viðhorf og hegðun, til að
meta misræmið þar á milli, þar sem viðhorf og hegðun fer ekki alltaf saman. Líkanið er
kallað Theory of Reasoned Action, eða Theory of Planned Behavior (TPB) sem haft er til
26
hliðsjónar í þessari skýrslu (Ajzen & Fishbein, 1980; Ajzen, 2006). Ajzen og Fishbein
benda á að til að finna háa fylgni milli viðhorfs og hegðunar verður rannsakandinn að mæla
viðhorfið til hegðunarinnar sem verið er að skoða. Sem dæmi má nefna að ef bera á saman
viðhorf til loftlagsbreytinga og að keyra bíl er engin sýnileg fylgni. Jafnvel fólk sem er
mjög áhugasamt um loftlagsbreytingar keyra. Ástæðan er sú að þar sem viðhorfið til
loftlagsbreytinga er ekki nógu tengt við hegðunina (að keyra bíl). Fishbein og Ajzen telja
jafnframt að fólk almennt sé skynsamt, þ.e. fólk tekur kerfisbundnar ákvarðanir í tengslum
við upplýsingar sem eru fáanlegar og er ekki háð ómeðvituðum hvataþáttum, eða
hegðanirnar ekki framkvæmdar í hugsunarleysi (Ajzen & Fishbein, 1980,). Viðhorf segir
ekki endilega til um hegðun beint, heldur hefur áhrif á áætlaða hegðun, sem getur svo haft
áhrif á gjörðir okkar. Áætlanir eru ekki aðeins undir áhrifum viðhorfa, heldur einnig undir
áhrifum félagslegs þrýstings (normative). Því er úrslitavaldurinn í allri hegðun trúin á
afleiðingarnar og trú á hvert félagslegt viðmið er, þ.e. hvað einstaklingurinn heldur að aðrir
halda (Ajzen & Fishbein, 1980,). Þetta líkan eitt mest notaða líkanið í viðhorfshegðunar
félags- og sálfræðirannsóknum, þrátt fyrir að líkanið hafi sínar takmarkanir, eins og öll
önnur líkön (t.d. það að gera ráð fyrir að allt fólk sé skynsamt). Líkanið má sjá á mynd 11.
Í rannsókn frá Portúgal þar sem kenningarnar TPB og model of altruistic behavior
(auk líkana í tengslum við umhverfissálfræði og umhverfishegðunar) voru notaðar til að
leggja til alhliða líkan til að útskýra endurvinnslu hegðun. Á heildina litið styðja
niðurstöðurnar notkun reiknilíkans TPB sem grunn til að átta sig á þátttöku til endurvinnslu
(Do Valle, Rebelo, Reis og Menezes, 2005).
Mynd 11 Sótt af: http://people.umass.edu/aizen/tpb.diag.html
27
1.2.4 Menntun til sjálfbærrar þróunar/umhverfisverndarhegðunar
Í Staðardagskrá 21 (1992) segir að til að geta breytt viðhorfi fólks svo það hafi getu til að
meta og takast á við áskoranir varðandi sjálfbæra þróun sé bæði formlegt og óformlegt nám
ómissandi þáttur. Þá er menntunin jafnframt mikilvæg til að auka umhverfis- og
siðferðisvitund, bæta viðhorf, færni, hegðun og gjörðir til sjálfbærrar þróunar. Menntunin
er jafnframt mikilvægur þáttur fyrir virkri þátttöku almennings í ákvarðanatöku
umhverfismála (UNDSD, 1992). UNESCO (á.á.) hefur einnig vakið athygli á því að ef það
á að vera hægt fræða fólk um félagsleg, hagfræðileg, menningarleg og umhverfisleg
vandamál sem okkur ber að höndum á 21. öldinni, þá verðum við að samþætta kennsluna á
sjálfbærri þróun inn í alla almenna kennslu.
Markmiðið með menntun til sjálfbærrar þróunar er að mennta allt fólk svo það hafi
þekkingu, rétt viðhorf og gildi til að geta skapað sjálfbæra framtíð. Menntunin þarf m.a. að
innihalda kennslu um loftlagsbreytingar, hamfaraáhættur og hvað hægt sé að gera til að
minnka áhrif hamfara, sjálfbæra neyslu, auk kennslu á hvernig hægt sé að draga úr fátækt í
heiminum. Þá þarfnast menntun til sjálfbærrar þróunar verklegrar kennsluaðferða, þar sem
nemendur fá tækifæri á að gera verklegar æfingar til að auka hvatningu og hæfileika til að
breyta hegðun sinni í jákvæða átt (UNESCO, á.á.) .
Rannsókn ein frá Kentucky Environmental Council sýndi fram á að þó fólk með
hærra menturnarstig væri með meiri þekkingu á umhverfismálum þá var þekkingin ekki
endilega að skila sér í gjörðum fólks, þar sem meira menntað fólk var ekki endilega
líklegra til að endurvinna. Því er ekki víst að þótt fólk hafi þekkinguna að það tengi þær
staðreyndir við þeirra eigin gjörðir og hegðun (Morgan & Hughes, 2006).
En hvernig gildi, viðhorf, hegðun, gjörðir og aðrir áhrifaþættir tengjast til að bæta
umhverfisverndarhegðun, eða búa til sjálfbæra einstaklinga er enn óþekkt (UNESCO, á.á).
1.2.5 Áhrif umhverfisstjórnunar á gjörðir fólks
Úrgangsmál þarf ávallt að skoða í víðu samhengi, enda hlýst úrgangsmyndun af neyslu
einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Þetta kallar á að beitt sé lífsferilshugsun í allri
stefnumótun og ákvarðanatöku um úrgangsmál, jafnt á vettvangi ríkis og sveitarfélaga sem
og við framleiðslu vara.
28
Liður í úrgangsstjórnun er útgáfa landsáætlunar um meðhöndlun um úrgang sem
liggur hér fyrir. Við gerð landsáætluninnar var sérstök áhersla lögð á samráð við
almenning, stjórnvöld og hagsmunaaðila og má þar nefna þá nýbreytni að óskað var eftir
hugmyndum og ábendingum frá þessum aðilum um hvert bæri að stefna í þessum
málaflokkum áður en gerð áætlunarinnar hófst.
Þar sem talið er að sorpstjórnun innan sveitarfélaga sé að verða að heimsvandamáli,
er nýting sorps sem auðlind ein leið til að vinna að sjálfbærni efnisins (Chen og Tung,
2009). Umhverfisstjórnun er stjórnunartæki sem líklegt þykir að geti haft áhrif á hvort fólk
flokki heimilissorp til endurvinnslu. En í fyrir og eftir könnun sem Best og Kneip (2010)
framkvæmdu í Köln, þar sem tilhneiging til endurvinnslu var könnuð hjá einstaklingum
sem fara þurftu með úrganginn á ákveðinn skilastað og svo var tilhneiging sömu
einstaklinga aftur könnuð eftir að flokkunartunnur voru komnar við gangstétt heimilisins.
Sterk tengsl fundust milli þess að hafa flokkunartunnur við gangstétt heimilisins og
þátttöku flokkunar sorps til endurvinnslu, þ.e. fólk hafði frekar tilhneigingu til að
endurvinna úrgang eftir að flokkunartunnur komu við gangstéttina, en fyrir. Þá kemur fram
í breskri rannsókn að persónuleiki, einstaklingsbundinn mismunur og félags-lýðfræðilegir
(socio-demographic) þættir geti verið hjálplegir vísar til sorpstjórnunar hegðunar
einstaklinga. Niðurstöður þeirrar rannsóknar benda til að þeir aðilar sem beri minni
tortryggni til stjórnvalda, séu samviskusamari og eldri hafi marktækt betri sjálfspá á sinni
sorpstjórnun, en aðrir (Swami, Chamorro-Premuzic, Snelgar og Furnham, 2011). Í
rannsókn einni þar sem lagt var mat á hlutfallslegt framlag almennum umhverfis áhyggjum,
viðhorfi til endurvinnslu og samfélagstengsla á þátttöku í nýju endurvinnslukerfi í Belfast.
Þar sem farið var úr því að vera með safntunnur og í það að vera með flokktunnur við
húsin. Benda niðurstöður til að mesti áhrifavaldurinn sem varð til þess að fólk fór frekar að
endurvinna, var félagshagfræðilegur staða hverfisins sem fólkið bjó í. Viðhorf til
endurvinnslu og samfélagsskilningur voru einnig áhrifavaldar í þátttöku fólks (Kurz,
Linden og Sheehy, 2007). En í yfirgripsmikilli rannsókn sem tók til 15 landa innan
Evrópusambandsins sem kannaði hvernig mismunandi umhverfi og skipulag innan
landanna, félagslegir- og stofnana þættir, auk persónubundnir eiginleikar höfðu áhrif á
þátttöku til endurvinnslu, kom í ljós að umhverfisverndarhegðun er undir miklum áhrifum
frá vistfræðilegum hreyfanleika innan þess svæðis sem hegðunin á sér stað á. Eftir því sem
fleira fólk er á landsvísu í umhverfisstofnunum og félögum, þeim mun líklegri er
29
almenningur til að flokka heimilissorp. Ein og sér skýrir þessi breyta allt upp í 45% af
breytileikanum milli landanna á flokkun heimilissorps til endurvinnslu. Það eru því ekki
einungis einstaklingsbundin viðhorf sem skipta máli (Guerin, Crete og Mercier, 2001).
Í rannsókn þar sem útfært TPB líkan var notað til að kanna hegðunar ætlanir til
endurvinnslu í Taívan benda niðurstöður til þess að þetta útfærða TPB líkan virki vel sem
nothæfur rannsóknar rammi til að útskýra endurvinnslu-ætlanir fólks, auk þess sem skynjun
á vöntun á aðstöðu hafði áhrif á ákvörðun endurvinnslu-ætlana, þar sem þeir einstaklingar
sem upplifðu að þeir hefðu ekki nægilega góða aðstöðu voru ólíklegri til að vera með
jákvætt viðhorf til ætlunar á endurvinnslu (Chen og Tung, 2009). Þó hefur einnig verið
sýnt fram á að aðstaða og þægindi hvetji ekki endilega til endurvinnslu, þar sem þægindi
við endurvinnslu og kostnaður endurvinnslu voru ekki marktækir þættir til endurvinnslu
hjá námsmönnum í Malasíu (Ramayah, Lee og Lim, 2012).
1.2.6 Hvað hvetur til umhverfisverndarhegðunar
Með það að markmiði að hvetja almenning til umhverfisverndunarhegðunar er nauðsynlegt
að skilja hvernig er hægt að hafa áhrif á umhverfisverndarhegðun fólks og hvaða þættir
segja til um umhverfisverndarhegðun. Samspilið milli viðhorfs fólks til heimilis sorps og
umhverfisverndarhegðunar er flókið fyrirbæri en þó nátengd, hafa rannsóknir sýnt að
viðhorf fólks hafi áhrif á hvort fólk setji í endurvinnslu (Best og Kneip, 2010). Þá hefur
ákveðið mynstur verið fundið í Bandaríkjunum á eiginleikum fólks sem flokka frekar til
endurvinnslu. Þar eru það yfirleitt eldri, ríkari einstaklingar í fámennum híbýlum, sem hafa
frjálslyndari skoðanir varðandi stjórnmál sem eru líklegri til þess að flokka til endurvinnslu
(Morgan & Hughes, 2006). Þá hafa niðurstöður úr rannsókn frá Malasíu sýnt að
umhverfisverndar meðvitund er marktækt tengd viðhorfum til endurvinnslu og að viðhorf
og félagsleg viðmið hafa marktækt áhrif á endurvinnslu hegðun (Ramayah, Lee og Lim,
2012).
Í rannsókn sem byggð var á norskri könnun, þar sem notast var við reiknilíkön til að
kanna endurvinnslu hegðun fundust engin bein tengsl milli félagslegs norms og hegðunar.
Þá virtust áhrifin af félagslegu normi vera háð persónulegu normi. Hugsanlegur félagslegur
þrýstingur frá fjölskyldumeðlimum var metinn og rannsakaður. Áætlaðar umhverfis
afleiðingar vegna hegðunar og skráð hegðun voru aðeins lauslega tengd, sem sýnir að
30
vitneskja og verknaður helst ekki alltaf í hendur. Jafnframt sýndu áætlaðar afleiðingar af
hegðun engin áhrif á tengslin milli persónulegs norms og hegðunar (Bratt, 1999). En
endurvinnsluhegðun er einnig talin ráðast óbeint af persónulegum sálfræðilegum þáttum,
eins og félagslegri samvisku, en ekki aðeins með almennum umhverfisverndar viðhorfum
(Do Valle, Rebelo, Reis og Menezes, 2005).
Hvati til að fá fólk til að flokka og endurvinna getur bæði verið umhverfisvænt og
hagstætt efnahagslega, í þeim skilningi að ódýrara getur verið að endurvinna vöruna en að
búa til nýja frá grunni og jafnframt þarf ekki að sækja frekara efni úr náttúrunni. Sýnt hefur
verið fram á að auglýsingaherferðir geta aukið endurvinnsluhegðun og aukna
umhverfisvitund almennings. Þá er talið að hvati fólks til endurvinnslu geti falist í því hver
kostnaðurinn og hagnaðurinn er. Þessi hagnaður felur í sér persónulegan hagnað eins og að
spara pening og líða vel með sjálfan sig. Hindranir og ástand aðstæðna til flokkunar og
endurvinnslu er talin hafa áhrif á endurvinnslu hegðun fólks. En þegar hindranir eins og
óhagkvæmni, tími, kostnaður, erfiði, vöntun á aðstöðu eiga sér stað er talið að líkurnar
minnki á að fólk flokki til endurvinnslu (Morgan & Hughes, 2006).
Tengslin á milli viðhorfs fólks til heimilissorps og umhverfisverndarhegðunar er
flókið fyrirbæri, eins og sjá má, en er þó í stórum dráttum hægt að skipta upp í þrjá óháða
flokka: umhverfisgildi einstaklinga, aðstaða fólks til flokkunar og sálfræðilegir þættir. Því
getur flokkun til endurvinnslu einkennst af staðlaðri grundvallar hegðun, sem treystir á gott
aðgengi til góðrar aðstöðu til endurvinnslu, auk upplýsingum og þekkingu á þessari
aðstöðu og skynjuð þægindi (Barr, 2007). Jafnframt þykir mikilvægt að koma hegðun upp
í vana, þar sem við gætum hugsanlega verið fullkomnlega viljug til að breyta hegðun
okkar, en gerum það samt ekki vegna þess að við erum ekki nógu dugleg við að
framkvæma nýju hegðunina þar til hegðunin verður að vana (Kollmuss og Agyeman,
2002).
31
2 Aðferðir og rannsóknarspurningar
2.1 Markmið rannsóknar
Megin markmiðið með þessari rannsókn er tvíþætt, annarsvegar að kanna viðhorf íbúa
Ísafjarðarbæjar til endurvinnslu. Hinsvegar að kanna hvað Ísafjarðarbær sé að gera til að
upplýsa almenning um tilgang flokkunar til endurvinnslu og einnig verkferla bæjarins í
þessum málaflokki og munum við kanna það með því að leggja spurningalista fyrir
bæjarbúa.
2.2 Rannsóknarspurningar
Yfir rannsóknarspurningin hljóðar svo:
Hver eru viðhorf íbúa á Ísafirði til endurvinnslu?
Aðrar rannsóknarspurningar eru eftirfarandi:
 Hverjir eru helstu áhrifavaldar þess að fólk flokkar sorp til endurvinnslu?
 Er fólk sem flokkar heimilissorp meðvitaðra um mikilvægi þess að endurvinna og er
það líklegra til að hafa umhverfisverndar hegðun?
 Hefur endurvinnsla hvatt fólk til að huga meira að umhverfismálum bæði í hugsun
og gjörðum?
2.3 Aðferðir : viðhorfskönnun/úrvinnsla gagna
2.3.1 Tilurð verkefnis og val á viðfangsefni
Við val á rannsóknarefni komu nokkur efni til greina en það sem vakti mestan áhuga hjá
okkur eftir nokkurra ígrundun var að rannsaka hvernig staðið er að endurvinnslu á Ísafirði;
ennfremur að rannsaka viðhorf almennings til þess. Ástæðan fyrir áhuga á þessu efni er
vegna mikillar umræðu í umhverfismálum hér á landi síðustu ár og teljum við að þónokkur
vitundarvakning hafi átt sér stað. Með þessari umræðu teljum við að meiri pressa sé á
almenning að flokka heimilissorp sitt til endurvinnslu - en áður var. Þá þótti okkur
Ísafjörður sérstaklega áhugaverður bær til að rannsaka hvert viðhorf íbúanna er á þessum
málaflokki þar sem að ekki fyrir svo löngu komst upp um mikla díoxínmengun frá
sorpbrennslustöðinni Funa (árin 2010-2011). Jafnframt finnst okkur forvitnilegt að vita
hvort umræðan sé í raun að skila sér til almennings og kanna hvor þátturinn: samfélagið
(vinir, ættingjar og nágrannar), eða yfirvöld/stjórnvöld hafi meiri áhrif á viðhorf fólks til
flokkunar heimilissorps til endurvinnslu.
32
2.4 Aðferðarfræði
2.4.1 Heimildaöflun
Við heimildaöflun studdust höfundar við bæði frum og afleiddar heimildir. Frumheimilda
var aflað með óformlegum viðtölum og viðhorfskönnun í formi spurningalista. Afleiddra
heimilda var aflað með því að lesa greinar, bækur og skýrslur sem gefnar hafa verið úr,
jafnframt stuðst við heimildir af veraldarvefnum.
2.4.2 Þýði og úrtök
Leitast verður eftir því að nálgast rannsóknarefnið út frá
sjónarmiðum TBP (e. Theory of Planned Behavior),
umhverfisverndarhegðun (e. Conservation behavior) og
umhverfisstjórnunar (e. Environmental management).
Þátttakendur voru upplýstir um tilgang ransóknarinnar.
Megindlegar aðferðir voru notaðar til að fá viðhorf
Ísafjarðarbúa á flokkun sorps til endurvinnslu.
Spurningalistakönnun var lögð fyrir þáttakendur sem lentu í
úrtakinu. Ástæðan fyrir því að við völdum að leggja fyrir
spurningalistakönnun, en ekki að taka viðtöl er að við viljum
ná til margra á stuttum tíma, fá eitt ákveðið svar, auk þess sem
við viljum geta dregið ályktanir um þýðið (Sara L. McLafferty, 2012). Þýðið okkar eru allir
18 ára og eldri á Ísafirði og Hnífsdal, ástæðan fyrir því að þýðið nær til Hnífsdals líka er sú
að íbúarnir þar sækja flest alla þjónustu og vinnu til Ísafjarðar. Heildarfjöldi íbúa
Ísafjarðarbæjar er 2840 manns sem eru 18 og eldri, af 3824 heildar íbúum sem búa í
bænum (Hagstofa Íslands, 2013). Því var þýðið okkar safn allra viðfangsefna sem við
munum draga ályktanir um er 2840 manns 18 ára og eldri skipt í fjögur hverfi þar að segja:
Efri bær, Neðri bær, Fjörðurinn og Hnífsdalur, sjá betur mynd 12, af því tókum við úrtak
sem nemur 170 manns en úrtak var safn viðfangsefna út tilteknu þýði. Aðferðin sem var
notuð til að ná einstaklingum í úrtakið var kerfisbundið slembiúrtak. Það var framkvæmt
þannig að það var gengið í fjórða hvert hús á ákveðnum svæðum. Þar sem við höfðum
knappan tíma til að ná úrtakinu 170 manns, var ákveðið ganga einnig til fyrirtækja þar sem
fólk hafði tækifæri til að svara spurningalistanum á vinnutíma. Við gerðum okkur grein
fyrir því að þetta gæti bjagað úrtakið okkar en við ákváðum þetta með tilliti til þess bæði að
Mynd 12
33
við vorum í mikilli tímaþröng, og við höfðum valmöguleika um að viðtakandi krossaði í
það hverfi sem það bjó í, einnig spurðum við viðtakendur að því hvar þeir bjuggu því við
vildum einungis kanna íbúa Ísafjarðabæjar sjálfs og Hnífsdal.
Áhugi var fyrir því að kanna hvort hverfið sem fólkið býr í skiptir máli, því hefur
Ísafjarðarbæ verið skipt upp í þrjú hverfi, auk Hnífsdal til að kanna það. Við spurðum að
auki út í samfélagslega þætti varðandi flokkunina. Því ætti úrtak með um 100
einstaklingum að vera nóg fyrir tölfræðilegar ályktanir (að því gefnu að allir svari), þar sem
oftast er miðað við að minnst 25 svör þurfi að vera í hverjum hóp (Sara L. McLafferty,
2012). Öll tölfræði úrvinnsla gagnanna var framkvæmd í tölfræðiforritinu SAS Enterprise
Guide 5.1. Til að reikna út fylgni var notast við raðfylgnistuðul Spearmans, en sá stuðull er
talin heppilegastur þegar verið er að skoða tvær breytur á raðkvarða (Amalía Björnsdóttir,
2003). Ætlunin var að kanna mun á milli breyta með kí-kvaðrat prófi, en ekki reyndist
mögulegt að framkvæma þá útreikninga fyrir þessi gögn. Miðast var við 95%
marktektarmörk (p<0,05). Myndir voru búnar til í Microsoft Excel 2013 og töflur búnar til
í Microsoft Word 2013.
2.4.3 Spurningalisti
Eins og fram hefur komið þá notuðumst við, við megindlega aðferð sem er að útdeila
spurningalista á rannsóknarefnin sem í þessu tilfelli er íbúar í firðinum, efri og neðri
bænum og Hnífsdal.
Það eru margar leiðir til að vinna spurningalista í rannsóknum t.d. spyrja fólk í síma,
póstleggja spurningalista, leggja fram lista á netinu, leggja spurningar fyrir persónulega
sem gert var einnig með því að skilja lista eftir í fyrirtækjum eða svokallað „drop and pick-
up“ en sú aðferð innheldur það að skilja lista eftir hjá fólki líkt og gert var. Sá sem skilur
eftir listan segir viðkomandi frá í stuttu máli út á hvað listinn gengur og hvað er ætlast til af
fólki. Þessi tækni gefur álíka gott svarhlutfall líkt og við myndum spyrja beint, en bara á
mikið skemmri tíma og þannig náum við að útdeila fleiri listum á skemmri tíma og krefst
ekki mikillar reynslu við viðtalstækni. Þetta er þó ekki fullkomin aðferð því ávalt er betra
að bíða eftir viðtakenda rétt eins og við gerum þegar við göngum í hús, en þessi aðferð
skilar samt betri árangri en póst og síma kannanir (Sara L. McLafferty, 2012).
34
Við lögðum upp með 160 lista með í ferðina, hver listi var uppá 13 höfuðspurningar
og 6 bakgrunnsspurningar (sjá í viðauka A) og var svarhlutfall okkar mjög gott rétt eins og
aðferðin okkar segir til um. Við fengum 148 svaraða lista tilbaka, 12 voru ósvaraðir og 11
neituðu að svara listanum, sem gefur okkur úrtak 170 einstaklinga.
Við settum listan upp í svokallaðan 1-5 þrepa kvarða, einnig kallaður Likert skalinn.
Við hverri höfuðspurningu voru fimm svarmöguleikar, allt frá mjög ósammála til mjög
sammála og var þá valmöguleiki þrír hvorki né, en spurningalistann í heild sinni má sjá í
viðauka A. Slíkir skalar gefa mikinn möguleika fyrir viðtakenda að svara með meira
svigrúmi og gefur fimm þrepa kvarði, líkt og við notum, bestu úrlausnina, betri en bæði
þriggja og sjö þrepa kvarði. Ef þriggja punktaskali er notaður fáum við ekki nógu ítarleg
svör líkt og með fimm punkta skala, en með sjö punkta skala eigum við á hættu á að rugla
viðtakanda auk þess er erfiðara að túlka svörin (Sara L. McLafferty, 2012).
2.4.4 Viðtöl
Eigindlega aðferðarfræðin fólst í því að tekin voru tvö óformleg viðtöl til að glöggva okkur
á hvað í raun Ísafjarðarbær og undirverktakar hans gerir við sorp bæjarins og hvernig
verkferlar eru. Við tókum viðtal við Ralf Trylla sem er umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar og
leiddi hann okkur í gegnum hvernig endurvinnslu málum er háttað nú og eftir að Funi hætti
störfum og lét okkur í té ýmsar gagnlegar upplýsingar.
Við áttum síðan viðtal við Ragnar Ágúst Kristinsson sem er stofnandi Gámaþjónustu
Vestfjarða. Starfssvið hans er að hann sér um daglegan rekstur og stjórnun fyrirtækisins.
Hann leiddi okkur í gegnum allan sannleikan um hvernig þeir vinna það sorp sem þeir taka
frá bæjarbúum Ísafjarðarbæjar. Ragnar leiddi okkur í gegnum allan verkferil
endurvinnslunnarinnar og leyfði okkur að taka myndir af því sem okkur þótti áhugavert
fyrir okkar rannsókn.
3 Niðurstöður
Samkvæmt upplýsingum af Hagstofu Íslands (2013) eru 2840 íbúar búsettir á Ísafirði 18
ára og eldri. Úrtakið samanstóð af 170 einstaklingum á aldrinum 18-80 ára og svöruðu 148
einstaklingar spurningalistanum, það gefur svarendahlutfallið 87,05%. Hér verður fyrst
35
tekin saman lýsandi tölfræði, síðan verður gert grein fyrir þeim
ályktunartölfræðigreiningum sem gerðar voru.
Lýsandi tölfræði fyrir breytur rannsóknarinnar má sjá í töflu 1 hér að neðan. Þar má
sjá fjölda þátttakenda sem svöruðu hverri spurningu fyrir sig, spönn, meðaltal og
staðalfrávik.
Breyta Fjöldi Spönn Meðaltal Staðalfrávik
Borgaraleg skylda 148 1-5 3,94 1,21
Engöngu mitt mál 144 1-5 2,05 1,26
Dreg úr umhverfismengun 146 1-5 4,30 1,14
Dreg úr sóun náttúruauðlinda 144 1-5 4,23 1,18
Flokkar þú? 146 1-5 1,70 0,78
Áhugi og vitund aukist 147 1-5 3,29 1,07
Áhrifavaldur: fjölskylda 130 1-5 3,26 1,30
Áhrifavaldur: vinir 124 1-5 2,68 1,03
Áhrifavaldur: nágrannar 124 1-5 2,52 1,06
Áhrifavaldur: sveitarfélag 137 1-5 3,66 1,15
Áhrifavaldur: fjölmiðlar 128 1-5 3,17 1,26
Finnst mikilvægt að aðrir flokki 146 1-5 4,18 1,18
Hvati til að gera meira 146 1-5 3,19 1,04
Of mikil fyrirhöfn 146 1-5 2,18 1,19
Tilgangslaust 146 1-5 1,77 1,05
Tel að sorp sé ekki endurunnið 146 1-5 2,41 1,19
Skiptir ekki máli f. umhverfið 147 1-5 1,52 1,19
Ég græði ekkert á því 146 1-5 1,97 1,17
Hef ekki pláss 146 1-5 1,99 1,25
Of tímafrekt 145 1-5 1,94 1,14
Kunnug(ur) flokkunarmöguleika 147 1-5 3,90 1,14
Næg vitneskja 147 1-5 3,53 1,12
Bærinn upplýsir nóg 147 1-5 2,85 1,11
Fylgjandi refsingu 146 1-5 2,52 1,21
Fylgjandi kostnaði eftir magni 147 1-5 2,37 1,32
Kaupa minna 141 1-5 2,92 1,21
Kaupa ekki óþarfa 142 1-5 3,13 1,18
Minni umbúðir 145 1-5 3,21 1,24
Flokka og skila 145 1-5 4,06 1,09
Kyn 147 1-2 1,67 0,47
Aldur 143 18-80 44,91 12,91
Búsetuform 147 1-3 1,67 0,88
Hverfi 136 1-4 2,33 1,00
Menntun 140 1-4 2,84 1,18
Tafla 1
36
3.1 Bakgrunnur þátttakenda
Eins og sjá má á mynd 13 var kynjahlutfallið frekar ójafnt, en konur voru 67,35%
þátttakenda og karlar 32,65%. Meðalaldur þátttakenda var 45 ár, staðalfrávikið 12,1 ár.
Hlutfall þátttakenda 18-25 ára voru 10,5%, 26-35 ára 12,6%, 36-45 ára 21,0%, 46-55 ára
34,3%, 56-65 ára 18,2% og 66-80 ára 3,5%. Flestir þátttakenda voru búsettir í einbýli, eða
60,5%, 12,2% búa í tvíbýli og 27,2% í fjölbýli. Ísafirði var skipt upp í fjögur hverfi,
hlutfall þátttakenda sem bjuggu í firðinum voru 25,7%, 28,7% bjuggu í efri bænum, 32,4%
bjuggu í neðri bænum og 13,2% bjuggu í Hnífsdal.
Mynd 13
Lengd búsetu á Ísafirði var könnuð og höfðu 12,0% þátttakenda búið skemur en 19% af
ævi sinni á Ísafirði, 14,3% höfðu búið 20-39% af ævi sinni á Ísafirði, 20,3% höfðu búið 60-
79% hluta ævi sinnar á Ísafirði og 36,8% höfðu búið 80-100% af ævi sinni á Ísafirði.
Menntastig þátttakenda var kannað og höfðu 20,7% lokið grunnskólaprófi sem
hæðsta menntastig, 12,7% höfðu lokið iðnnámi sem hæðsta menntastig, 22,1% höfðu lokið
stúdentsprófi sem hæðsta menntastig og 41,4% höfðu lokið háskólanámi sem hæðsta
menntastig.
37
3.2 Viðhorf til flokkunar
Á mynd 14 má sjá hlutföll úr spurningum um flokkun heimilissorps til endurvinnslu. Þar
sést að lang flestir segjast flokka alltaf, eða oftast, en 45,2% sögðust alltaf flokka, 43,8%
sögðust oftast flokka, 7,5% sögðust sjaldan flokka og 0,7% sögðust aldrei flokka. Þegar
spurt var um hvort þátttakendum þætti mikilvægt að aðrir flokki voru flestir því sammála,
en 54,1% voru mjög sammála, 27,4% voru frekar sammála, 8,2% svöruðu hvorki né, 2,7%
voru frekar ósammála og 7,5% voru mjög ósammála. Þegar spurt var út í hvort áhugi og
vitund á umhverfismálum hafi aukist eftir að byrjað vara að flokka voru flestir þátttakendur
hlutlausir, eða sammála. En 14,3% voru mjög sammála, 25,2% frekar sammála, 43,5%
hvorki né, 9,5% frekar sammála og 7,5% mjög ósammála. Þegar spurt var um það hvort
flokkun heimilissorps hefði verið hvati til að gera meira í þágu umhverfismála voru flestir
þátttakenda hlutlausir, eða sammála. En 12,3% voru mjög sammála, 20,6% voru frekar
sammála, 48,6% svöruðu hvorki né, 11,0% voru frekar ósammála og 7,5% voru mjög
ósammála.
Mynd 14
38
3.3 Samfélagsáhrif
Á mynd 15 má sjá hverjir þátttakendur telja vera helstu áhrifavalda þess að það flokki
heimilissorp. Þar sést að helsti áhrifavaldurinn er sveitarfélagið, en um 60% þátttakenda
eru frekar- og mjög sammála um það að sveitarfélagið hafi verið helsti áhrifavaldurinn og
aðeins um 13% eru mjög- og frekar ósammála um að sveitarfélagið hafi verið helsti
áhrifavaldurinn. Þar sést jafnframt að fjölskyldan og fjölmiðla eru svipað miklir
áhrifavaldar, en rúmlega 40% þátttakenda eru frekar og mjög sammála um það að
fjölskyldan eða fjölmiðlar hafi verið helsti áhrifavaldurinn, en rúmlega 20% eru frekar og
mjög ósammála því. Þeir aðilar sem virðast vera minnsti áhrifavaldurinn eru nágrannar og
vinir.
Mynd 15
3.4 Umhverfisverndarhegðun og vitund
Þegar spurt var um viðhorf til umhverfisins og náttúrunnar varðandi flokkun sorps kom í
ljós að flestir þátttakendur, eða um 85%, voru frekar og mjög sammála því að með því að
flokka sorp myndu þeir draga úr umhverfismengun, en aðeins um 10% voru frekar og mjög
ósammála því. Jafnframt voru um 80% sem töldu að með því að flokka sorp leggðu þeir
sitt af mörkum til að draga úr sóun náttúruauðlinda, en rúmlega 10% voru ósammála því.
Flestir voru frekar og mjög ósammála, um 72%, því að það væri eingöngu þeirra mál
hvort þeir flokki eða ekki, en rúmlega 15% töldu að það væri eingöngu þeirra mál. Þá voru
74% sem töldu það vera borgaralega skyldu sína að flokka sorp, en rúmlega 14% var því
ósammála.
39
Flestir telja það ekki vera of mikla fyrirhöfn að flokka sorp, en um 67% voru frekar- og
mjög ósammála því að það væri of mikil fyrirhöfn, en um 16% voru frekar- og mjög
sammála því. Þá voru flestir ósammála því að það væri tilgangslaust að flokka sorp, eða
um 80%, en um 9% var sammála því. Um 57% töldu að sorpið væri endurunnið, en um
21% töldu að svo væri ekki. Þá voru um 90% sem voru mjög- og frekar ósammála því að
flokkun heimilissorps skipti ekki máli fyrir umhverfið, en rúmlega 7% sem voru því
sammála. Flestir voru því ósammála um að þeir græddu ekkert á því að flokka sorp, eða um
72%, en rúmlega 10% voru því sammála. Einnig voru flestir ósammála því að þeir hefðu
ekki pláss á heimilinu, eða um 70%, en rúmlega 16% sögðust ekki hafa pláss á heimilinu
til þess að flokka. Jafnframt voru flestir því ósammála að það væri of tímafrekt að flokka,
eða um 73%, en 12,5% voru því sammála.
0,00% 20,00% 40,00% 60,00% 80,00% 100,00%
Eingöngu mitt mál
Borgaraleg skylda
Dreg úr sóun náttúruauðlinda
Dreg úr umhverfismengun
Mjög ósammála Frekar ósammála Hvorki né
Fekar sammála Mjög sammála
Mynd 16
40
0,00% 20,00% 40,00% 60,00% 80,00% 100,00%
Kaupa minna
Kaupa ekki óþarfa
Kaupa frekar vörur í minni
umbúðum
Flokka og skila til endurvinnslu
Mjög ósammála Frekar ósammála Hvorki né
Frekar sammála Mjög sammála
Mynd 17
Þegar spurt var um hvort fólk reyni að minnka það magn sem fer í ruslið með því að kaupa
minna, kaupa ekki óþarfa, kaupa frekar vörur í minni umbúðum og með því að flokka og
skila til endurvinnslu eða endurnotkunar að það var mjög misjafnt hvað fólk segist gera.
Tæplega 33% voru sammála því að þeir kaupi minna til að minnka það magn sem fer í
ruslið, en 34% var ósammála því og rúmlega 33% svaraði hvorki né. Þá voru um 41% sem
sögðust vera sammála því að þeir reyndu að kaupa ekki óþarfa til að minnka það magn sem
fer í ruslið, en 27,5% var því ósammála og tæplega 32% svaraði hvorki né. Tæplega 41%
var sammála því að kaupa frekar vörur í minni umbúðum til að minnka það magn sem fer í
ruslið, en 25,5% var því ósammála og tæplega 34% svöruðu hvorki né. Flestir voru þó
sammála því að reyna að flokka og skila til endurvinnslu til að minnka það magn sem fer í
ruslið, eða um 72%, en um 10% var því ósammála og um 18% svaraði hvorki né.
Mynd 18
41
3.5 Umhverfisstjórnun og vitneskja
Mynd 19 sýnir hversu kunnugir þátttakendur telja sig vera þeim flokkunarmöguleikum sem
í boði eru og þar sést að flestir telja sig vera kunnug(ir) þeim möguleikum sem í boði eru,
eða tæp 73%, en aðeins rúm 12% telja sig ekki vera kunnug(ir) þeim möguleikum sem í
boði eru. Ekki voru jafn margir sem töldu sig hafa næga vitneskju um það sorp sem hægt er
að endurvinna og er gjaldgengt til endurvinnslu, en 58,5% þátttakenda töldu sig hafa næga
vitneskju, en tæp 18% töldu sig ekki hafa næga vitneskju. Þá voru enn færri sem voru
sammála því að bærinn upplýsti almenning nóg um málefni flokkunar sorps, en rétt tæp
35% voru sammála því og rúm 38% voru ósammála, þá voru 34% sem svöruðu hvorki né.
Mynd 19
Á mynd 20 má sjá hversu fylgjandi eða andvígir þátttakendur voru því að heimilin borgi
fyrir sorphirðu eftir magni. Þar sést að flestir voru andvígir því, eða um 54%, en um 23%
voru fylgjandi. Jafnframt voru flestir á móti einhverskonar refsingu fyrir þá sem flokka
42
ekki sorp, en tæp 47% voru ósammála því, rúm 21% voru sammála og rúm 32% svöruðu
hvorki né.
Mynd 20
3.6 Mismunur
Á mynd 21 má sjá skiptinguna eftir kyni á því hve oft fólk flokkar heimilissorp. Engar
konur sögðust flokka sjaldan eða aldrei, 7,2% kvenna sögðust flokka stundum, 47,4%
sögðust flokka oftast og 45,4% sögðust alltaf flokka. En 10,4% karla sögðust flokka
sjaldan, eða aldrei, 8,3% sögðust flokka stundum, 37,5% sögðust flokka oftast og 43,8%
karla sögðust alltaf flokka.
Mynd 21
Á mynd 22 má sjá þegar borið var saman hversu oft fólk flokkaði eftir hverfinu sem það
bjó í. Þar sést að skiptingin er nokkuð jöfn, þó hún sé ekki alveg eins. En þar sést að fólkið
búsett í firðinum flokkar hlutfallslega oftast, eða rúm 94% segjast alltaf eða oftast flokka.
43
En um 82% þátttakendur í Hnífsdal sögðust flokka alltaf eða oftast. Þá var í öllum hverfum
um 5%, eða minna hlutfall sem sagðist flokka sjaldan eða aldrei.
Mynd 22
Á mynd 23 má sjá að flokkun heimilissorps eykst með hækkandi aldri, en allir þátttakendur
á aldrinum 56-80 ára sögðust flokka alltaf eða oftast. Tæp 96% 46-55 ára sögðust flokka
alltaf eða oftast, 90% 36-45 ára sögðust flokka alltaf eða oftast. Rúm 73% 26-35 ára
sögðust flokka alltaf eða oftast, en aðeins 60% 18-25 ára þátttakenda sögðust flokka alltaf
eða oftast.
Mynd 23
Á mynd 24 má sjá búsetuform samanborið við það hver oft fólk segist flokka. Þar sést að
ekki er um mikinn mun að ræða eftir búseturformi.
44
Mynd 24
Á mynd 25 má sjá hæsta menntunarstig þátttakenda sambanborið við hvort fólk segist
flokka eða ekki. Þar sést að ekki er um mikin mun að ræða eftir menntunarstigi. En sá
hópur sem þó segist flokka sjaldnast eru þeir sem hafa lokið stúdentsprófi.
0,00% 20,00% 40,00% 60,00% 80,00% 100,00%
Grunnskólapróf
Iðnnám
Stúdentspróf
Háskólapróf
Alltaf Oftast Stundum Sjaldan Aldrei
Mynd 25
Á mynd 26 má sjá hver fólk hefur hlutfallslega búið lengi á Ísafirði samanborið við hve oft
fólk segist flokka. Þar sést að þeir sem hafa búið hlutfallslega styðst af ævi sinni á Ísafirði
(0-19% ævi sinnar) flokka sjaldnast, en tæp 19% þeirra segjast sjaldan eða aldrei flokka, þá
45
segja tæp 69% þeirra flokka alltaf eða oftast. Yfir 85% allra þeirra sem hafa búið lengur en
20% ævi sinnar á Ísafirði segjast flokka alltaf eða oftast.
Mynd 26
3.7 Fylgni
Í töflu 2 má sjá fylgni milli viðhorfa og vitneskju til umhverfisstjórnunar varðandi flokkun
og endurvinnslu heimilissorps og þess hvort fólk segist flokka.
a) b) c) d) e) f) g) h) i)
a) Flokkar þú? 1
b) Áhugi aukist 0,1016 1
c) Mikilvægt að
aðrir flokki
0,2467* 0,2499* 1
d) Hvati til að gera
meira
0,3287* 0,3364* 0,3380* 1
e) Kunnug(ur)
flokkunarmöguleik
um
0,3742* 0,1804* 0,3041* 0,1848* 1
f) Næg vitneskja 0,2735* 0,1040 0,1042 0,1161 0,5347* 1
g) Bærinn upplýsir
nóg
0,1433 0,1376 0,0580 0,0387 0,2432* 0,2904* 1
h) Fylgjandi
refsingu
0,2565* 0,1094 0,1604 0,1232 0,1723* -0,0008 -0,0643 1
i) Fylgjandi borgun
eftir magn
0,0004 0,0263 0,0174 -0,0775 -0,0427 -0,0651 -0,0155 0,1977* 1
Fylgnitafla 1. *Tölfræðilega marktækt, p<0,05
Tafla 2
46
Í töflu 3 má sjá fylgni milli viðhorfs og hvort fólk segist flokka heimilissorp til
endurvinnslu.
a) b) c) d) e) f) g) h)
a) Flokkar þú? 1
b) Mikil fyrirhöfn -0,4003* 1
c) Tilgangslaust -0,3963* 0,6409* 1
d) Ekki endurunnið -0,3358* 0,5076* 0,6131* 1
e) Skiptir ekki máli
fyrir umhverfið
-0,3162* 0,3481* 0,5343* 0,4401* 1
f) Græði ekkert á því -0,3408* 0,5309* 0,6273* 0,5549* 0,5542* 1
g) Ekki pláss -0,3896* 0,6243* 0,5622* 0,4966* 0,2948* 0,4059* 1
h) Tímafrekt -0,4907* 0,6678* 0,6431* 0,5388* 0,4818* 0,5256* 0,6423* 1
Fylgnitafla 2. *Tölfræðilega marktækt, p<0,05
Tafla 3
Í töflu 4 má sjá fylgni milli umhverfisverndarhegðunar (þ.e. hvort fólk reyni að minnka það
magn sem fer í ruslið með því að geraeftirfarandi hluti) og þess hvort fólk segist flokka
heimilissorp.
a) b) c) d) e)
a) Flokkar þú? 1
b) Kaupa minna -0,0090 1
c) Kaupa ekki óþarfa 0,0589 0,7488* 1
d) Minni umbúðir 0,0799 0,6108* 0,6171* 1
e) Flokka og skila 0,2736* 0,1246 0,2534* 0,3106* 1
Fylgnitafla 3. * Tölfræðilega marktækt, p<0,05
Tafla 4
Í töflu 5 má sjá fylgni milli umhverfisvitunda, endurvinnsluhegðunar og þess hvort fólk
segist flokka heimilissorp.
Fylgnitafla 4. * Tölfræðilega marktækt, p<0,05
Tafla 5
Þá var fylgni milli skoðana um það hvort þátttakendur telji að það dragi úr
umhverfismengun að flokka sorp til endurvinnlsu og þess hvort þeir telji að það skipti ekki
máli fyrir umhverfið könnuð sérstaklega. Tölfræðilega marktæk fylgni var á milli þessara
breyta (r=-9,3728, p<0,05). Einnig var fylgni milli þess hvort þátttakendur telji að bærinn
upplýsi almenning nóg og þess hvort að bærinn hafi verið helsti áhrifavaldur þess að byrjað
var að flokka, í ljós kom að lág marktæk fylgni var á milli þessara breyta (r=0,1729,
p<0,05).
a) b) c) d) e)
a) Flokkar þú? 1
b) Borgaraleg skylda 0,2816* 1
c) Eingöngu mitt mál -0,3088* -0,4916* 1
d) Dreg úr umhverfismengun 0,0775 0,5125* -0,2359* 1
e) Dreg úr sóun
náttúruauðlinda
0,2524* 0,5666* -0,3419* 0,7994* 1
47
3.8 Svör við opnu spurningunni
Mjög lágt svarhlutfall var við opnu spurningunni um það hvernig flokkun heimilissorps
hafi verið hvati til að gera meira í þágu umhverfismála, en 27 þátttakendur svöruðu þeirri
spurningu. Það sem var nefnt var að huga betur að umhverfinu almennt, moltugerð, nota
fjölnota poka fyrir búðarferðir, kaupa hluti í minni umbúðum og nota bílinn minna.
4 Umræður
4.1 Viðhorf íbúa á Ísafirði til endurvinnslu
Viðhorf íbúanna á Ísafirði til endurvinnslu og flokkunar heimilissorps eru almennt jákvæð,
en þær niðurstöður eru í takt við aðrar kannanir sem gerðar hafa verið á Íslandi (Capacent
Gallup, 2008; Einar Mar Þórðarson, Fanney Þórisdóttir og Friðrik H. Jónsson, 2008). Þá er
viðhorfið sérstaklega jákvætt í garð umhverfisins, þ.e. mikill meiri hluti (um85%) telja að
flokkun og endurvinnsla heimilissorps dragi úr umhverfismengun og að það dragi úr sóun
náttúruauðlinda (um 80%). Þessar tölur eru töluvert hærri en úr Könnun á neysluvenjum og
viðhorfum til endurvinnslu (2008), en þar voru aðeins um 60% Íslendinga sem töldu að þeir
dragi úr umhverfismengun og sóun náttúruauðlinda. Lang stærsti hluti þátttakenda flokkar
alltaf, eða oftast (um 89%) og finnst nauðsynlegt að aðrir flokki (um 82%). Það eru
svipaðar tölur og hafa verið sýndar fram á áður á Íslandi (Capacent Gallup, 2008; Einar
Mar Þórðarson, Fanney Þórisdóttir og Friðrik H. Jónsson, 2008). Flestir telja það ekki vera
of mikla fyrirhöfn að flokka sorp og að nóg pláss sé innan heimilanna til að flokka. Þá eru
flestir sammála því að það sé mikill tilgangur með því að flokka og endurvinna (um 80%),
auk þess sem flestir telja það ekki of tímafrekt (um 73%). Mikill meirihluti (90%) var
ósammála því að flokkun heimilissorps skipti ekki máli fyrir umhverfið. Þessar niðurstöður
eru töluvert jákvæðari en áður hafa verið sýndar fram á hér á landi (Einar Mar Þórðarson,
Fanney Þórisdóttir og Friðrik H. Jónsson, 2008).
Skiptar skoðanir eru þó um það hvort það að flokka sé þeirra eigin mál, eða ekki.
En þó er mikill meirihluti, eða 74%, sem telur að það sé borgaraleg skylda að flokka til
endurvinnslu. Fólk er almennt kunnugt þeim flokkunarmöguleikum sem í boði eru
(tæp73%) og tæplega tveir þriðju veit hvað má flokka, en áhugavert er að sjá hve stór hluti
telur sig vera kunnug(ur) þessum málum þar sem meiri hlutanum þykir bærinn ekki vera að
gera nóg til að upplýsa almenning um þennan málaflokk, en að auðvitað getur fólk verið að
48
kynna sér þessi mál af sjálfsdáðum, eða fengið upplýsingar í gegnum aðra miðla. Marktæk
lág fylgni (r=0,2432,p<0,05) mældis á milli þessara tveggja breyta sem getur gefið til
kynna að þeir sem vita meira um þennan málaflokk finnst bærinn vera að gera nóg til að
upplýsa almenning. Þrátt fyrir að stór hluti almennings telji sig vera kunnugan um hvernig
á að flokka er mikið um endurflokkun hjá Gámaþjónustu Vestfjarðar (Ragnar Ásgeir
Kristinsson, 2013).
Þá kom í ljós að rúmlega helmingur vill ekki að heimilin borgi fyrir sorphirðu eftir
magni og fólk er almennt neikvæðara fyrir refsingum fyrir þá sem flokka ekki sorp (tæp
47% og rúm 32% svara hvorki né). En þeir sem flokka oftar eru frekar fylgjandi refsingum
en þeir sem flokka ekki (r=0,2565, p<0,05).
4.2 Áhrifavaldar þess að fólk flokkar sorp til endurvinnslu
Það eru margir þættir sem hafa áhrif á viðhorf fólks til umhverfisins og þar af leiðandi
hegðunina, m.a. lífstíll, menning, trú, stjórnmál og þekking. (Christensen, 2013: bls. 34). Í
þessari rannsókn var spurt hver hefði verið helsti áhrifavaldur þess að fólk byrjaði að
flokka, ef það flokkar nú þegar. Í ljós kom að stærsti hlutinn nefndi að sveitarfélagið hefði
verið helsti áhrifavaldurinn, eða um 60% var sammála því. Þá töldu rúmlega 40% að
stærsti áhrifavaldurinn hefði verið fjölskylda og fjölmiðlar, en færri töldu að fjölskyldan og
vinir hefðu verið áhrifavaldar þess að fólk flokkar sorp. Einnig var fylgni milli þess hvort
þátttakendur telji að bærinn upplýsi almenning nóg og þess hvort að bærinn hafi verið
helsti áhrifavaldur þess að byrjað var að flokka, í ljós kom að lág marktæk fylgni var á milli
þessara breyta (r=0,1729, p<0,05). Þessar niðurstöður benda til að stjórnvöld og nánustu
aðstandendur áhrifavaldar þess að fólk flokki.
Þá var einnig kannað hvort munur væri eftir bakgrunnsþáttum á því hvort
einstaklingar flokki, en lítinn mun var að finna á milli kynja, þess hverfis sem fólk bjó í,
búsetuforms og menntunar. En það sást að þeir sem hafa búið hlutfallslega styðst af ævi
sinni á Ísafirði flokka sjaldnast, sem gæti verið vísbending til þess að Ísafjarðarbær sé að
hvetja fólk til flokkunar og þeir sem hafa ekki búið nógu lengi þar hafa ekki tekið jafn
lengi þátt í umræðunni. Einnig sást að um töluverðan mun var að ræða eftir aldri, stærra
hlutfall þeirra sem eldri eru sögðust flokka oftar. En þær niðurstöður rýma við fyrri
rannsóknir sem gerðar hafa verið til að kanna hvað það er í fari fólks sem flokkar helst og
49
hefur hækkandi aldur verið tengdur við að flokka frekar, hugsanlega vegna aukinnar
vitneskju og lífsreynslu (Swami, Chamorro-Premuzic, Snelgar og Furnham, 2011;
Morgan & Hughes, 2006; Úrvinnslusjóður, 2008b).
Þá var kannað hvort að vitneskja hefði áhrif á hvort fólk flokki. Í ljós kom að
tölfræðilega marktæk fylgni var milli þess að fólk sagðist flokka og að það taldi sig vera
kunnugt þeim flokkunarmöguleikum sem í boði eru (r=0,3742, p<0,05). Einnig var
tölfræðilega marktæk fylgni milli þess að fólk sagðist flokka og þess að fólk taldi sig hafa
næga vitneskju varðandi hvaða hlutir eru gjaldgengir í endurvinnslu (r=0,2735,p<0,05).
Það bendir til þess að vitneskja um hvað og hvernig á að flokka ýti undir það að fólk flokki
frekar.
Einnig var skoðað hvort fylgni væri á milli þess hvort segist fólk flokka sorp og hvort
fólk telji það vera of mikla fyrirhöfn, tilgangslaust, of tímafrekt, fólk hafi ekki pláss innan
heimilissins, að einstaklingurinn græði ekkert á því og hvort það skipti ekki máli fyrir
umhverfið. Þar kom í ljós að um neikvæða tölfræðilega marktæka fylgni var að ræða milli
allra þessara breyta of flokkunar sorps. Sem gæti verið vísbending um það að fólk sem er
jákvæðara í garð þessara þátta, þ.e. finnst vera mikill tilgangur og auðvelt að flokka, flokki
frekar. Þær niðurstöður eru í samræmi við aðrar rannsóknir sem hafa sýnt fram á að
hindranir og ástand aðstaðna til flokkunar og endurvinnslu hafi áhrif á endurvinnsluhegðun
fólks. En þegar hindranir eins og óhagkvæmni, tími, erfiði, vöntun á aðstöðu eiga sér stað
minnka líkurnar á að fólk flokki til endurvinnslu (Morgan & Hughes, 2006). Eins og sést
hér eru tengslin á milli viðhorfs fólks til heimilis sorps og umhverfisverndar hegðunar
flókið fyrirbæri, en þó getur aðstaða fólks til flokkunar haft ýmislegt að segja um það
hvort fólk flokki. Því getur flokkun til endurvinnslu einkennst af staðlaðri grundvallar
hegðun, sem treystir á gott aðgengi til góðrar aðstöðu til endurvinnslu, auk upplýsingum og
þekkingu á þessari aðstöðu og skynjuð þægindi (Barr, 2007).
50
4.3 Hefur flokkun til endurvinnslu hvatt fólk til að huga meira að
umhverfismálum bæði í hugsun og gjörðum?
Umhverfisverndarhegðun er sú hegðun fólks þegar það reynir meðvitað að draga úr
neikvæðum þáttum á náttúruna og umhverfið með gjörðum sínum. Þá t.d. með því að draga
úr notkun auðlinda og minnka úrgang, meðal annars með endurvinnslu (Kollmuss og
Agyeman, 2002). Rétt tæp 40% þátttakenda eru sammála því að áhugi og vitund á
umhverfismálum hafi aukist eftir að byrjað var að flokka, en svipaður hluti, eða rúm 43%
voru hlutlausir og svöruðu hvorki né. Því virðist sem áhugi og vitund á umhverfismálum
aukist að einhverju leiti við það eitt að byrja að flokka. Þá er mikill meirihluti þeirra sem
flokka sem telja það vera borgaralega skyldu sína og að það dragi úr sóun náttúruauðlinda,
en lág tengsl voru milli þess að fólk sagðist flokka og það dragi úr sóun náttúruauðlinda að
flokka sorp (r=0,2524, p<0,05), sem gefur vísbendingar um að umhverfisvitund haldist í
hendur við það að flokka. Það helst í hendur við aðrar niðurstöður sem hafa hafa sýnt að
umhverfisvitund er marktækt tengd viðhorfum til endurvinnslu og að viðhorf og félagsleg
viðmið hafa marktækt áhrif á endurvinnslu hegðun (Ramayah, Lee og Lim, 2012), en þeir
sem hafa jákvæðara viðhorf til endurvinnslu eru líklegri til að flokka og endurvinna.
Ekki fannst þó tölfræðilega marktæk fylgni milli þess að fólk kaupi minna, kaupi
ekki óþarfa og kaupi vörur í minni umbúðum. Því virðist sú umhverfisverndarhegðun ekki
vera tengd því hvort fólk flokki, eða ekki. En lág tölfræðilega marktæk fylgni var á milli
þess að fólk sagðist flokka og þess að fólk reyndi að minnka það magn sem fer í ruslið með
því að flokka og skila (r=0,2736, p<0,5).
4.4 Hefur flokkun til endurvinnslu hvatt fólk til að huga meira að
umhverfismálum bæði í hugsun og gjörðum?
Í kringum þriðjungur er því sammála að flokkun heimilissorps hafi verið hvati til að gera
meira í þágu umhverfismála, en rétt tæplega fimmtungur er því ósammála. Lág tölfræðilega
marktæk tengsl voru milli þess að flokka og finnast mikilvægt að aðrir flokki (r=0,2467,
p<0,05). Sem getur bent til þess að flokkun til endurvinnslu fái fólk til að finnast mikilvægt
að aðrir taki þátt í því, en ekki bara einstaklingurinn sjálfur. Jafnframt fundust tengsl milli
þess að flokka og þess að flokkun hafi verið hvati til að gera meira í þágu umhverfismála
(r=0,3287,p<0,05). Sem getur sagt okkur að flokkun gæti verið ein leið til að fá fólk til að
hugsa út í umhverfismál og þannig bæta umhverfisverndarhegðun og vitun. Þá var fylgni
Endurvinnsla heimilissorps á Ísafirði_
Endurvinnsla heimilissorps á Ísafirði_
Endurvinnsla heimilissorps á Ísafirði_
Endurvinnsla heimilissorps á Ísafirði_
Endurvinnsla heimilissorps á Ísafirði_
Endurvinnsla heimilissorps á Ísafirði_
Endurvinnsla heimilissorps á Ísafirði_
Endurvinnsla heimilissorps á Ísafirði_
Endurvinnsla heimilissorps á Ísafirði_
Endurvinnsla heimilissorps á Ísafirði_
Endurvinnsla heimilissorps á Ísafirði_
Endurvinnsla heimilissorps á Ísafirði_

More Related Content

Featured

How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental HealthHow Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
ThinkNow
 
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie InsightsSocial Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Kurio // The Social Media Age(ncy)
 

Featured (20)

2024 State of Marketing Report – by Hubspot
2024 State of Marketing Report – by Hubspot2024 State of Marketing Report – by Hubspot
2024 State of Marketing Report – by Hubspot
 
Everything You Need To Know About ChatGPT
Everything You Need To Know About ChatGPTEverything You Need To Know About ChatGPT
Everything You Need To Know About ChatGPT
 
Product Design Trends in 2024 | Teenage Engineerings
Product Design Trends in 2024 | Teenage EngineeringsProduct Design Trends in 2024 | Teenage Engineerings
Product Design Trends in 2024 | Teenage Engineerings
 
How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental HealthHow Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
How Race, Age and Gender Shape Attitudes Towards Mental Health
 
AI Trends in Creative Operations 2024 by Artwork Flow.pdf
AI Trends in Creative Operations 2024 by Artwork Flow.pdfAI Trends in Creative Operations 2024 by Artwork Flow.pdf
AI Trends in Creative Operations 2024 by Artwork Flow.pdf
 
Skeleton Culture Code
Skeleton Culture CodeSkeleton Culture Code
Skeleton Culture Code
 
PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024
PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024
PEPSICO Presentation to CAGNY Conference Feb 2024
 
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)
Content Methodology: A Best Practices Report (Webinar)
 
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
How to Prepare For a Successful Job Search for 2024
 
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie InsightsSocial Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
 
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
 
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
 
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
 
Getting into the tech field. what next
Getting into the tech field. what next Getting into the tech field. what next
Getting into the tech field. what next
 
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search IntentGoogle's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
 
How to have difficult conversations
How to have difficult conversations How to have difficult conversations
How to have difficult conversations
 
Introduction to Data Science
Introduction to Data ScienceIntroduction to Data Science
Introduction to Data Science
 
Time Management & Productivity - Best Practices
Time Management & Productivity -  Best PracticesTime Management & Productivity -  Best Practices
Time Management & Productivity - Best Practices
 
The six step guide to practical project management
The six step guide to practical project managementThe six step guide to practical project management
The six step guide to practical project management
 
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
 

Endurvinnsla heimilissorps á Ísafirði_

  • 1. Endurvinnsla og flokkun heimilissorps á Ísafirði Sara Sigurðardóttir og Sævar Gíslason Líf og Umhverfisvísindadeild Háskóli Íslands 2013
  • 2.
  • 3. Endurvinnsla og flokkun heimilissorps á Ísafirði Sara Sigurðardóttir og Sævar Gíslason Leiðbeinendur Anna Dóra Sæþórsdóttir Rannveig Ólafsdóttir Líf og Umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóli Íslands Reykjavík, nóvember 2013
  • 4. Endurvinnsla og flokkun heimilissorps á Ísafirði Höfundarréttur © 2013 Sara Sigurðardóttir og Sævar Gíslason Öll réttindi áskilin Líf og Umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóli Íslands Sturlugötu 7 101 Reykjavík Sími: 525 4600 Skráningarupplýsingar: Sara Sigurðardóttir og Sævar Gíslason, 2013, Endurvinnsla og flokkun heimilissorps á Ísafirði, lokaritgerð í Námsferð innanlands (LAN511G), Líf og umhverfisvísindadeild, Háskóli Íslands, xx bls. Prentun: XX Reykjavík, nóvember 2013
  • 5. Útdráttur Í þessari rannsókn var leitast við að kanna viðhorf íbúa Ísafjarðarbæjar til endurvinnslu. Markmið rannsakenda var annarsvegar að kanna hvernig er staðið að endurvinnslumálum í Ísafjarðarbæ og hinsvegar að kanna hvaða viðhorf íbúar bæjarins hafa til endurvinnslu á heimilissorpi almennt. Höfundar skoðuðu meðal annars hvernig lög og reglugerðir eru allt frá Sameinuðu þjóðunum til sveitarfélags Ísafjarðarbæjar. Mikilvægt er fyrir okkur Íslendinga að fylgjast með þeirri þróun, tilskipunum, lögum, reglugerðum og markmiðum sem alþjóðasamfélagið hefur sett sér í tengslum við þennan málaflokk og skoða þá samninga sem Íslendingar hafa skuldbundið sig eins og tildæmis gagnvart Evrópusambandinu og Norðurlöndunum. Kannað var hvort Ísafjarðarbær hvetji íbúa bæjarins almennt til að flokka heimilissorp og þá með hvaða hætti eftir að sorpbrennslustöð Funa var hætt. Höfundar fóru í vettvangsferð til Ísafjarðarbæjar í þeim tilgangi að setja fram spurningalista til íbúa Ísafjarðarbæjar í þeim tilgangi að kanna viðhorf íbúanna til endurvinnslu almennt og jafnframt kanna hvort það endurspeglar hvað Ísafjarðarbær er að gera í þessum málaflokki. Rannsakendur fóru í heimsókn til Gámaþjónustu Vestfjarða og tók þar á móti okkur Ragnar Ágúst Kristinsson sem leiddi okkur í gegnum fyrirtæki sitt, einnig fóru rannsakendur í vettvangsheimsókn til Ralf Trylla sem er umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar. Helstu niðurstöður eru að viðhorf íbúanna á Ísafirði til endurvinnslu og flokkunar heimilissorps eru almennt jákvæð. Þá er viðhorfið sérstaklega jákvætt í garð umhverfisins.
  • 6.
  • 7. v Efnisyfirlit Efnisyfirlit ............................................................................................................................ v Myndir................................................................................................................................ vii Töflur..................................................................................................................................vii Formáli ..............................................................................................................................viii Inngangur............................................................................................................................. 9 1 Fræðilegur kafli............................................................................................................. 12 1.1 Umhverfisstjórnun................................................................................................. 12 1.1.1 ISO 14001 .................................................................................................... 14 1.1.2 EMAS .......................................................................................................... 14 1.1.3 Sjálfbær þróun.............................................................................................. 14 1.1.4 Ríó - yfirlýsingin og Staðardagskrá 21 ........................................................ 16 1.1.5 Baselsamningurinn....................................................................................... 17 1.1.6 Rammaskýrsla sameinuðu þjóðanna............................................................ 18 1.1.7 Regluverk ESB er varðar úrgangsmál.......................................................... 18 1.1.8 Stefna Norðurlandanna ................................................................................ 19 1.1.9 Stefna, lög og reglugerðir á Íslandi um meðhöndlun úrgangs og endurvinnslu................................................................................................. 20 1.1.10 Stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga ..................................................... 21 1.1.11 Stefna Ísafjarðarbæjar – hvað er í boði? ...................................................... 22 1.1.12 Verk- og vinnulag Kubbs ehf. og Gámaþjónustu - Vestfjarða.................... 23 1.2 Umhverfisverndarhegðun...................................................................................... 24 1.2.1 Hvað er umhverfisverndarhegðun?.............................................................. 24 1.2.2 Viðhorf Íslendinga til flokkunar sorps til endurvinnslu............................... 24 1.2.3 Sjónarmið TBP – hvað er það og hvernig tengist það endurvinnslu/flokkun................................................................................... 25 1.2.4 Menntun til sjálfbærrar þróunar/umhverfisverndarhegðunar....................... 27 1.2.5 Áhrif umhverfisstjórnunar á gjörðir fólks.................................................... 27 1.2.6 Hvað hvetur til umhverfisverndarhegðunar ................................................. 29 2 Aðferðir og rannsóknarspurningar............................................................................. 31 2.1 Markmið rannsóknar ............................................................................................. 31 2.2 Rannsóknarspurningar........................................................................................... 31 2.3 Aðferðir : viðhorfskönnun/úrvinnsla gagna .......................................................... 31 2.3.1 Tilurð verkefnis og val á viðfangsefni......................................................... 31 2.4 Aðferðarfræði ........................................................................................................ 32 2.4.1 Heimildaöflun .............................................................................................. 32 2.4.2 Þýði og úrtök................................................................................................ 32 2.4.3 Spurningalisti............................................................................................... 33 2.4.4 Viðtöl ........................................................................................................... 34 3 Niðurstöður.................................................................................................................... 34
  • 8. vi 3.1 Bakgrunnur þátttakenda .........................................................................................36 3.2 Viðhorf til flokkunar ..............................................................................................37 3.3 Samfélagsáhrif........................................................................................................38 3.4 Umhverfisverndarhegðun og vitund ......................................................................38 3.5 Umhverfisstjórnun og vitneskja.............................................................................41 3.6 Mismunur...............................................................................................................42 3.7 Fylgni .....................................................................................................................45 3.8 Svör við opnu spurningunni...................................................................................47 4 Umræður ........................................................................................................................47 4.1 Viðhorf íbúa á Ísafirði til endurvinnslu..................................................................47 4.2 Áhrifavaldar þess að fólk flokkar sorp til endurvinnslu........................................48 4.3 Hefur flokkun til endurvinnslu hvatt fólk til að huga meira að umhverfismálum bæði í hugsun og gjörðum? .......................................................50 4.4 Hefur flokkun til endurvinnslu hvatt fólk til að huga meira að umhverfismálum bæði í hugsun og gjörðum? .......................................................50 4.5 Takmarkanir...........................................................................................................51 5 Lokaorð ..........................................................................................................................52 6 Heimildaskrá..................................................................................................................53 Viðauki A ............................................................................................................................58
  • 9. vii Myndir Mynd 1 (ISO 14001)............................................................................................................ 16 Mynd 2 (Sjálfbær þróun, efnahagur, þróun og vistkerfi)…................................................. 16 Mynd 3 (Baselsamningurinn)…. ......................................................................................... 19 Mynd 4 (Fyrirkomulag úrvinnslusjóðs)……....................................................................... 23 Mynd 5 (Hólf í endurvinnslutunnuna)……………………………………………………..24 Mynd 6 (Endurvinnslutunna)……………………………………………………………...24 Mynd 7 (Tunna í tunnu)…………………………………………………………………...24 Mynd 8 (Aðstaða Gámaþjónusta Vestfjarðar til flokkunar)…...…………………………..25 Mynd 9 (Aðstaða Gámaþjónusta Vestfjarðar til flokkunar)...……………………………..25 Mynd 10 (Gámur tilbúin til útflutnings)…………………………………………………...25 Mynd 11 (Líkan viðhorfshegðunar)……………………………………………………….30 Mynd 12 (Hverfaskipting Ísafjarðarbæjar)………………………………………………...36 Mynd 13 (Kyn, aldur, búsetuform og hverfaskipting……………………………………...41 Mynd 14 (Hlutföll úr spurningum um flokkun heimilissorps)...…………………………..42 Mynd 15 (Áhrifavaldar)……………………………………………………………………43 Mynd 16 (Borgaraleg skylda að flokka?)………………………………………………….44 Mynd 17 (Fyrirhöfn að flokka?)…………………………………………………………...45 Mynd 18 (Kaupa ekki óþarfa, kaupa minna?)……………………………………………..45 Mynd 19 (Flokkunarmöguleikar)………………………………………………………….46 Mynd 20 (Fylgjandi, andvígir flokkun)……………………………………………………47 Mynd 21 (Skipting kyns)…………………………………………………………………..47 Mynd 22 (Flokkað eftir hverfi)…………………………………………………………….48 Mynd 23 (Flokkun eftir aldri)……………………………………………………………...48 Mynd 24 (Búsetuform)…………………………………………………………………….49 Mynd 25 (Menntunarstig).................................................................................................... 49 Mynd 26 (Hlutfallsleg lengd búsetu á Ísafirði).................................................................... 50 Töflur Tafla 1…….......................................................................................................................... 35 Tafla 2…….......................................................................................................................... 45 Tafla 3…….......................................................................................................................... 46 Tafla 4…….......................................................................................................................... 46 Tafla 5…….......................................................................................................................... 46
  • 10. viii Formáli Þessi skýrsla er lokaverkefni námskeiðsins: Námsferð innanlands (LAN511G) og er unnin af undirrituðum sem eru nemar í landfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild, Háskóli Íslands. Viðfangsefni skýrslunnar er að rannsaka viðhorf íbúa Ísafjarðarbæjar til endurvinnslu með tilliti til umhverfisverndunarhegðunar og umhverfisstjórnunar. Skýrslan var unnin undir leiðsögn Önnu Dóru Sæþórsdóttir og Rannveigu Ólafsdóttir og vilja höfundar þakka þeim fyrir góða leiðsögn og ábendingar við vinnslu þessarar skýrslu. Höfundar telja viðfangsefnið sérlega áhugavert og er það einlæg von rannsakenda að skýrsla þessi veki fólk til umhugsunar og kveiki áhuga þeirra sem hana lesa á þessum málaflokki sem verður sífellt mikilvægari. Vinna við gerð skýrslunnar hófst í ágúst 2013 og henni lauk í nóvember 2013. Heimildaöflun fór fram á þjóðarbókhlöðu og á veraldarvefnum sem og heimsókn á bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar og Gámaþjónustu Vestfjarða. Bestu þakkir eru færðar öllum þeim sem veittu upplýsingar og eða aðstoð við gerð þessarar skýrslu, þar á meðal eru íbúar Ísafjarðarbæjar sem með einstakri gestrisni og jákvæðu viðmóti veittu ómetanlega aðstoð við gerð þessara skýrslu. Höfundar vilja einnig þakka Ralf Trylla umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar fyrir ómetanlegrar upplýsinga og Ragnari Ásgeiri Kristinnssyni fyrir veittar upplýsingar og einstaklega jákvætt viðhorf við gerð þessarar skýrslu. Sérstaka þökk fær Guðrún Edda Bjarnadóttir, fyrir yfirlestur og ábendingar. Reykjavík 1. nóvember 2013 _____________________________ ______________________________ Sara Sigurðardóttir Sævar Gíslason
  • 11. 9 Inngangur Með sífelldri aukningu á neyslu í nútímaþjóðfélagi fylgja vandamál sem stækkar stöðugt. Vandamál sem snúa að því hvernig sé best að snúa við þeirri þróun sem átt hefur sér stað í tengslum við neyslumynstur jarðarbúa og allan þann gífurlega úrgangs sem fellur til í tengslum við þá þróun. Litið er á umhverfismál sem málaflokk sem þarf að bíða þegar alvara lífsins er hinsvegar, nánast eins og þau sjónarmið megi missa sín eða mæta afgangi. Við sjáum þetta í kröfum um að yfirvöld umhverfismála ættu ekki að þvælast fyrir þeim sem vilja auka sókn í auðlindir lands og sjávar. Viðhorf af þessu tagi eru beinlínis hættuleg því umhverfismál eru ekki dægurmál, heldur fjalla þau um áþreifanleg verðmæti og skynsamlega nýtingu auðlinda. Umhverfismál snúast um að varðveita þær lifandi auðlindir sem eru undirstöður sjávarútvegs og landbúnaðar. Þau fjalla um að hlúa að náttúru Íslands, sem mun skila okkur miklum tekjum af ferðamönnum þegar þeirra er mest þörf á. Mikilvægt er því að leita leiða sem snúa að því hvernig best sé að meðhöndla þann úrgang og þær umbúðir sem sitja eftir við notkun vöru eða eftir líftíma hennar er lokið. Endurvinnsla og endurnýting á neysluvörum verður sífellt mikilvægari þáttur til að reyna að draga úr þeim ágangi sem auðlindir okkar verða fyrir. Líta má á úrgang sem mikilvægt hráefni til iðnaðar, framleiðslu og sem hluti af sjálfbærri þróun. Í þessu verkefni er markmið að skoða viðhorf ísafjarðabúa til endurvinnslu og þá er óumflýjanlegt að skoða hvernig úrgangsmálum er háttað hjá viðkomandi sveitarfélagi. Mörg sveitarfélög hafa tekið upp stefnu í úrgangsmálum í samræmi við Staðardagskrá 21, en hún er áætlun sem öllum sveitastjórnum heims er ætlað að vinna eftir í samræmi við ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó árið 1992. Áætlunin er framkvæmdaráætlun um þau verk sem vinna þarf í hverju samfélagi fyrir sig til að nálgast markmið um sjálfbæra þróun á 21. öldinni. Viðfangsefni og markmið þessarar skýrslu er fjórþætt. Í fyrsta lagi er farið í gegnum almennt þau helstu hugtök í umhverfismálum. Í öðru lagi er stefna og þróun Sameinuðu þjóðanna í þessum málaflokki skoðuð allt niður til stefnu Ísafjarðarbæjar, sem er mikilvægt að sjá og kanna hvernig þessi mál hafa þróast og hvaðan stefna Ísafjarðarbæjar kemur og
  • 12. 10 hvernig umhversstjórnun er beitt. Með umhverfisstjórnunarkerfi er stuðlað að markvissum aðgerðum í umhverfismálum þar sem reynt er að draga úr skaðsamlegum áhrifum hvers einstaklings á umhverfið. Til að ná fram sem bestri úrlausn er nú almennt stuðst við ákveðin umhverfisstjórnunarkerfi. Umhverfisstjórnunarkerfi samanstendur af stjórnskipulagi, áætlanagerðum, ábyrgðarskiptingu, starfsháttum, verklagsreglum, ferlum og aðföngum sem vinna að því að koma á umhverfisstjórnun og viðhalda henni. Kubbur ehf. og Gámaþjónusta Vestfjarða í samstarfi við Ísafjarðarbæ sjá um fræðslu þessara mála og vonast Ísafjarðarbær til, með nýrri stefnu, að eiga gott samstarf við íbúa bæjarins með það að leiðarljósi að gera bæinn vistvænan, þar sem er borin virðing fyrir náttúrunni til langs tíma. Í þriðja lagi er fjallað um umhverfisverndarhegðun en það er sú hegðun fólks þegar það reynir meðvitað að draga úr neikvæðum þáttum á náttúruna og umhverfið með gjörðum sínum. Þá t.d. með því að draga úr notkun auðlinda, orku, eiturefna, auk þess að minnka úrgang, meðal annars með endurvinnslu. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á viðhorf fólks til umhverfisins og þar af leiðandi hegðunina, m.a. lífsstíll, menning, trú, stjórnmál og þekking. Tenging mannsins við umhverfið er ekki eins augljóst eftir iðn- og tæknivæðinguna og hún var fyrir, því er það orðið áhugaverðara rannsóknarefni að kanna tengingu manns við umhverfið. Hvati til að fá fólk til að flokka og endurvinna getur bæði verið umhverfisvænt og hagstætt efnahagslega, í þeim skilningi að ódýrara getur verið að endurvinna vöruna en að búa til nýja frá grunni og jafnframt þarf ekki að sækja frekara efni úr náttúrunni. Sýnt hefur verið fram á að auglýsingaherferðir geta aukið endurvinnsluhegðun og aukna umhverfisvitund almennings. Þá er talið að hvati fólks til endurvinnslu geti falist í því hver kostnaðurinn og hagnaðurinn er. Þessi hagnaður felur í sér persónulegan hagnað eins og að spara pening og líða vel með sjálfan sig. Jákvæð tengsl milli félagsáhrifa og umhverfis hefur verið fundin. Hindranir og ástand aðstæðna til flokkunar og endurvinnslu hefur áhrif á endurvinnslu hegðun fólks. En þegar hindranir eins og óhagkvæmni, tími, kostnaður, erfiði, vöntun á aðstöðu eiga sér stað minnka líkurnar á að fólk flokki til endurvinnslu.
  • 13. 11 Í fjórða lagi framkvæmdu höfundar könnun á viðhorfi íbúa Ísafjarðarbæjar til endurvinnslu. Til á ná fram svörum við fyrrgreindum markmiðum er eftirfarandi rannsóknarspurning sett fram: „Hver eru viðhorf íbúa á Ísafirði til endurvinnslu?“ Til að ná fram svörum við megin rannsóknarspurningunni settu höfundar fram eftirfarandi spurningar: Hverjir eru helstu áhrifavaldar þess að fólk flokkar sorp til endurvinnslu? Er fólk sem flokkar heimilissorp meðvitaðra um mikilvægi þess að endurvinna og er það líklegra til að hafa umhverfisverndar hegðun? Hefur endurvinnsla hvatt fólk til að huga meira að umhverfismálum bæði í hugsun og gjörðum? Markmið þessarar rannsóknar er fyrst og fremst að svara rannsóknarspurningunni hér að ofan með greinargóðum hætti. Höfundar telja viðfangsefnið sérlega áhugavert og er það einlæg von rannsakenda að skýrsla þessi veki fólk til umhugsunar og kveiki áhuga þeirra sem hana lesa á þessum málaflokki sem verður sífellt mikilvægari. Til að leita svara við rannsóknarspurningunni var meðal annars farið yfir alþjóðlegar skuldbindinga sem lúta að málefninu. Höfundar ákváðu að notast við megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir til að ná fram sínum markmiðum, þótti sú aðferð að framkvæma viðhorfskönnun henta vel þar sem tölulegum gögnum var safnað og niðurstöður túlkaðar út frá þeim tölum. Höfundar studdust bæði við frum og afleiddar heimildir, frumheimildum var aflað með viðhorfskönnun og óformlegum viðtölum og heimsókn í fyrirtæki. Afleiddar heimildir var aflað með því að lesa greinar og skýrslur sem gefnar hafa verið út um málaflokkana sem og jafnframt var stuðst við heimildir af veraldarvefnum. Helstu niðurstöður eru að viðhorf íbúanna á Ísafirði til endurvinnslu og flokkunar heimilissorps eru almennt jákvæð. Þá er viðhorfið sérstaklega jákvætt í garð umhverfisins. Um þriðjungur er því sammála að flokkun heimilissorps hafi verið hvati til að gera meira í þágu umhverfismála, en rétt tæplega fimmtungur er því ósammála. Það virðist sem áhugi og vitund á umhverfismálum aukist að einhverju leiti við það eitt að byrja að flokka. Niðurstöður benda jafnframt til þess að vitneskja um hvað og hvernig á að flokka ýti undir það að fólk flokki frekar og að stjórnvöld og nánustu aðstandendur séu áhrifavaldar þess hvort fólk flokki.
  • 14. 12 1 Fræðilegur kafli 1.1 Umhverfisstjórnun Umhverfisstjórnun og endurvinnsla - til hvers? ,,Úrgangur er hráefni á villigötum‘‘ Talið er að allar vörur sem framleiddar eru hafi einhver neikvæð áhrif á umhverfið þegar þær eru framleiddar, fluttar frá framleiðslustað til sölustaðar og þegar þeim er fargað. Þetta kerfi er línulegt og felst í vinnslu hráefna, framleiðslu, dreifingu og sölu, neyslu og í flestum tilvikum endapunkt þar sem vörunni er fargað. Til að sporna gegn ofnotkunar á náttúruauðlindum kemur endurvinnslan sterk inn til að lengja líftíma vara, með því minnka þörfina á nýtingu auðlinda, eða öllu heldur nýta úrgang/sorp sem auðlind (Hafdís Anna Bragadóttir, Lára Jóhannsdóttir og Stefán Gíslason, 2010). Við sem neytendur þurfum jafnframt að leitast eftir vörum sem eiga langan líftíma og auðvelt er að lagfæra, frekar heldur en vara sem þarf að henda fljótlega (Button, 1989). Ýmsar náttúruauðlindir jarðar, t.d. skógar, jarðolía, jarðvegur og málmur, eru notaðar til að framleiða þær vörur sem við kaupum og þessar auðlindir ekki óendanlegar. Þegar notuð vara er endurunnin er henni breytt í nýja vöru án þess að gengið sé á náttúruauðlindir. Sorp er því verðmætt hráefni sem með endurvinnslu kemur aftur inn í hringrás framleiðsluferilsins (Úrvinnslusjóður, 2013). Ávinningur af endurvinnslu • Nýtir hráefni og viðheldur hringrás efna í náttúrunni • Dregur úr urðun og sparar þannig landsvæði • Dregur úr ýmiss konar umhverfismengun • Orka sparast • Það er ódýrara fyrir samfélagið að endurvinna en urða • Gerir okkur meðvituð um eigin neyslu • Minnir okkur á að við erum ábyrg fyrir umhverfi okkar • Ferðum með ruslapokann út í tunnu fækkar • Minna sorp – meiri verðmæti! (Úrvinnslusjóður, 2013)
  • 15. 13 Framkvæmd umhverfisstefnu Í samræmi við markmið stjórnvalda á fyrri hluta síðasta áratugar hefur náðst nokkuð góður árangur í endurvinnslu heimilissorps t.d. ál og plastumbúðir fyrir drykkjarvörur, með lokun ófullnægjandi urðunarsvæða, með gjaldtöku á hættulegum úrgangi og með háu skilahlutfalli á skaðlegum úrgangi. Látinn hefur verið í ljós sá ásetningur að nýta þá reynslu sem aflað hefur verið einnig fyrir aðrar tegundir úrgangs, sérstaklega umbúðir, ónýt ökutæki og gamla hjólbarða. Hins vegar er nauðsynlegt að stuðla að aukinni hvatningu til endurvinnslu og hagkvæmni við sorphirðu sveitarfélaga, að auka fjármagn til sorphirðu. Enn er mestum hluta sorps sveitarfélaga fargað á urðunarsvæðum. Unnið er að gerð lagafrumvarps um skipulag sorpmála og sveitarfélög eru að undirbúa eða framkvæma áætlanir um svæðisbundna sorphirðu (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2013). Lagt er til að: · haldið verði áfram að veita fé til lausna á skólpmálum; · beitt verði nytjagreiðslureglunni við verðlagningu á þjónustu vegna skólps á heimilum og í iðnaði, t.d. með gjaldtöku samkvæmt rúmmáli; · gerðar verði næringarefnaáætlanir á bændabýlum sem stundaþauleldi svína og fugla; · sem fyrst verði sett heildarlöggjöf um fyrirkomulag sorpmála; · reglan umábyrgð framleiðenda taki einnig til umbúðaúrgangs, ónýtra ökutækja og gamalla hjólbarða; · lokið verði við starfsleyfi fyrir alla urðunarstaði og sorpbrennslustöðvar eins fljótt og unnt er, lagt verði gjald á sorpurðun og haldið áfram að þróa nútímalegar aðferðir við meðferð sorps frá sveitarfélögum (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2013) Með umhverfisstjórnunarkerfi er stuðlað að markvissum aðgerðum í umhverfismálum þar sem reynt er að draga úr skaðsamlegum áhrifum hvers einstaklings á umhverfið. Til að ná fram sem bestri úrlausn er nú almennt stuðst við ákveðin umhverfisstjórnunarkerfi. Umhverfisstjórnunarkerfi samanstendur af stjórnskipulagi, áætlanagerðum, ábyrgðarskiptingu, starfsháttum, verklagsreglum, ferlum og aðföngum sem vinna að því að koma á umhverfisstjórnun og viðhalda henni (Rannveig Ólafsdóttir, 2007).
  • 16. 14 Mynd 1 (Staðlaráð Íslands, 2013) 1.1.1 ISO 14001 Þekktustu umhverfisstjórnunarkerfin eru ISO 14001 staðallinn og EMAS (Eco Managment and audit Scheme). Samkvæmt ISO 14001 kerfisins er umhverfisstjórnunarkerfi skilgreint sem sá hluti heildarstjórnunarkerfis sem nær yfir mjög marga þætti eins og stjórnskipulag, áætlanagerð, starfshætti og margt fleira. Fylgt er ákveðnu vinnuferli til að ná yfir öll markmið staðalsins eins sést á mynd 1 sem er samkvæmt ISO 14001 staðlinum (Rannveig Ólafsdóttir, 2007). 1.1.2 EMAS Umhverfisstjórnunarkerfið EMAS var sett fram af ESB árið 1993, markmið EMAS er að betrumbæta stöðu almennt í umhverfismálum, en almennt þarf að hafa ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfi til að fá EMAS skráningu (Rannveig Ólafsdóttir, 2007). 1.1.3 Sjálfbær þróun Hugtakið ,,sjálfbær þróun‘‘ er íslensk þýðing á enska orðasambandinu "sustainable development". Í stuttu máli má segja að með sjálfbærri þróun sé átt við að leitast sé við að mæta þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum. Skírskotun til orkuauðlinda er augljós en hugtakið tekur yfir mun breiðara svið og byggir á þremur meginstoðum sem allar tengjast innbyrðis: umhverfi, efnahagur og samfélagsmál. Þetta samhengi má sjá á meðfylgjandi skýringamynd 2 (Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði, 2013). Mynd 2
  • 17. 15 Þegar hugsað er um hugtakið sjálfbær þróun með tilliti til umhverfismála þá er í fyrsta lagi mikilvægt að ganga ekki á náttúruauðlindir þannig að þær nái ekki að endurnýja sig, t.d. planta niður trjám í stað þeirra sem felld hafa verið. Í öðru lagi að þegar um nýtingu auðlinda er um að ræða, þá eiga þær ekki að leiða af sér spillingu umhverfis og annarskonar mengunar (Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði, 2013). Við mannfólkið byrjuðum ekki að hugsa út þetta hugtak, sjálfbær þróun, í umhverfissjónarmiði fyrir alvöru fyrr en á Stokkhólmsráðstefnunni 1972. Sendifulltrúi okkar Íslendinga Hjörleifur guttormsson segir svo: „Þannig fékk hugtakið umhverfismál að vissu leyti nýtt og víðara inntak og verður nú ekki skilið frá félagslegum og stjórnmálalegum vandamálum, eins og þau m.a. birtast okkur í mannvist hinna svokölluðu þróunarlanda“ (Hjörleifur Guttormsson, 1974). Á ráðstefnunni voru sendinefndir 114 ríkja og var skrifað undir drög að alþjóðlegum sáttmálum t.d. verndun votlendis, verndun sameiginlegrar arfleifðar jarðarbúa, sem og yfirlýsing í 26 liðum og aðgerðaráætlun í 109 liðum. Það má eiginlega segja að þarna fyrst var fólk að átta sig á að auðlindir jarðar eru ekki endanlegar og við verðum eitthvað að gera varðandi nýtingu okkar auðlinda. Í framhaldi af þessari ráðstefnu þó nokkrum árum seinna, eða 1987 kom út „Brundtland skýrslan“ sem bar titilinn Our common future þetta er skýrsla sem gefin er út af WCED (World Commission on Environment and Development). Skýrslan er kennd við Gro Harlem Brundtland, þáverandi forsætisráðherra Noregs. Hún fór fyrir nefnd stjórnmálamanna og sérfræðinga víðs vegar að úr veröldinni sem vann skýrsluna um sameiginlega framtíð jarðarbúa. Nefndin horfði til þess hvernig vinna mætti að jöfnuði milli hinna auðugu og snauðu og setti fram skilgreiningu á sjálfbærri þróun, sem síðar hefur markað áherslur í umhverfismálum. UNESCO hefur jafnframt skrifað um mikilvægi lífstíls til sjálfbærrar þróunar. En sá lífsstíll felur í sér sjálfbæra neyslu; það þýðir að kaupa vörur og þjónustu sem skaðar hvorki umhverfið, samfélagið, né hagkerfið. Af þeim sökum er mikilvægt fyrir neytandann að þekkja hvernig og hvar varan var framleidd og hversu langt að varan er að koma sem keypt er. En þekkingin ein og sér er ekki nóg, hegðunin þarf að fylgjast í hendur við þekkinguna (UNESCO, á.á.).
  • 18. 16 1.1.4 Ríó - yfirlýsingin og Staðardagskrá 21 Ríó-ráðstefnan 1992 var ráðstefna sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun. Á ráðstefnunni voru sendinefndir 178 ríkja þáttakendur, 116 þjóðarleiðtogar og fjöldi frjálsa félagasamtaka. Þetta var stærsta ráðstefna sem haldin hafði verið á vegum Sameinuðu þjóðanna í þessum málaflokki fram að þeim tíma, ástæðan var meðal annars umræður í kjölfar Brundtland-skýrslunnar. Viðmið og grunnreglur, sem liggja til grundvallar sjálfbærri þróun, voru samþykkt í Ríó, einkum í Ríó-yfirlýsingunni og Staðardagskrá 21. Á grunni þeirra hefur verið unnið að aðgerð og framkvæmd alþjóðasamninga og áætlana sem eiga að stuðla að bættu umhverfi og aukinni velferð (Umhverfisráðuneytið, 2002). Ríó-yfirlýsingin eru 27 meginreglur og megininntak hennar er að „Allir eiga rétt á heilbrigðu lífi í sátt við náttúruna og öll ríki eiga rétt á að nýta eigin náttúruauðlindir, en þó háð því skilyrði að það valdi ekki umhverfisskaða í öðrum löndum. Hagþróunin verður að taka tillit til umhverfisverndar, að öðrum kosti verður framtíð afkomenda okkar stefnt í voða“ (Umhverfisráðuneytið, 1992, bls. 17). Margar af meginreglum umhverfisréttar voru mótaðar eins og samþætting umhverfissjónarmiða, mengunarbótareglan, varúðarreglan og mat á umhverfisáhrifum. Tveir alþjóðlegir samningar voru undirritaðir: samningur um líffræðilega fjölbreytni (United Nations Framework Convention on Climate Change) eða Kyoto bókunin og rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar (Auður H. Ingólfsdóttir, 2002). Staðardagskrá 21 var líka mikilvægur liður sem var útfærður og samþykktur á Ríó – ráðstefnunni, en Staðardagskrá 21 er leiðarvísir fyrir stjórnvöld um gerð framkvæmdaáætlunnar fyrir umhverfismál inn á 21. öldina þar sem tekið er á efnahagslegum og félagslegum þáttum, auk umhverfis- og auðlindastjórnun og öllum sveitastjórnum heims er ætlað að vinna í samræmi við Staðardagskrá 21. Leiðarvísirinn skiptist í fjóra hluta og 40 kafla og tekur á ýmsum málaflokkum samfélagsins, þar koma fram markmið og leiðir að sjálfbærri þróun (Auður H. Ingólfsdóttir, 2002). Árið 1992 var haldin ráðstefna í Álaborg, Danmörku, þar sem Ríó-samþykktin var frekar útfærð á grundvelli stjórnsýslueiningar sveitarfélaga. Í lok fundarins var samþykkt svokölluð Álaborgarsamþykkt sem fjallar um hvernig megi gera borgir og bæi í Evrópu sjálfbæra samkvæmt hugmyndfræði Staðardagskrár 21. Í samþykktinni var kynnt hugtakið
  • 19. 17 "Staðardagskrá 21" þar sem bent var á útfærslur sveitarfélaga í gerð stefnu og framkvæmdaráætlananna í umhverfismálum fyrir 21. öldina (Reykjavíkurborg, 2013). Eftir ráðstefnunina í Ríó 1992 var ráðstefna í Jóhannesarborg 2002 þar sem skuldbindingar frá Ríó 1992 voru endurnýjaðar. Seinasta ráðstefnan var haldin í Ríó 2012 og var þar undiritað lokaskjal The Future We Want sem inniheldur m.a. sjálfbærnimarkmið (sustainable development goals) og grænt hagkerfi (green economy). Eftirfarandi fimm atriði hafa síðan verið skilgreind sem meginþættir fyrir staðardagskrársamstarfið, þau eru: 1) Heildarsýn og þverfagleg hugsun 2) Virk þátttaka íbúa 3) Hringrásarviðhorf 4) Tillit til hnattrænna áhrifa 5) Áhersla á langtímaáætlanir (Samband íslenskra sveitafélaga, 2013) 1.1.5 Baselsamningurinn Basel-samningurinn er alþjóðasamningur sem gerður var í Basel 22. mars 1989 en öðlaðist ekki gildi fyrr en 1992. Samningurinn hefur það að markmiði að draga úr flutningi spilliefna á milli landa. Samningnum er sérstaklega ætlað að hindra það að spilliefni frá ríkum löndum séu losuð í fátækum löndum. Undanfarin ár hefur Basel-samningurinn lagt sérstaka áherslu á úrgang rafmagnsefna og niðurrif skipa og gerðist Ísland aðili árið 1995 (Globalis - Félag sameinuðu þjóðanna, 2013). Mynd 3 (Globalis - Félag sameinuðu þjóðanna, 2013)
  • 20. 18 1.1.6 Rammaskýrsla sameinuðu þjóðanna Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (S.Þ) var sett á laggirnar af umhverfisstofnun S.Þ og Alþjóðaveðurfræðistofnuninni árið 1988 vegna uggvænlegrar þróunar á loftslagi jarðarinnar til hins verra (Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC). Eitt að meginmarkmiðum IPCC er að leggja mat á loftlagsbreytingar og kynna leiðir til að bregðast við vandanum (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2002). Ísland er eitt að aðildarríkjum samningsins og var hann undirritaður á ráðstefnu S.Þ í Rio de Janeiró 1992, þar með skuldbatt Ísland sig til að vera virkur gerandi í aðgerðum gegn losun gróðurhúsalofttegunda og veita þannig upplýsingar um alla losun sína, stefnumörkun og aðgerðir (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2002). Fyrsta skýrsla IPCC kom út árið 1990, á fyrsta þingi aðildarríkjanna 189 (Conference of the Parties, COP) árið 1995 var tekin ákvörðun um að hefja frekari viðræður um meiri skuldbindingar fyrir þróuð ríki, og var niðurstaðan Kyoto-bókunin, sem samþykkt var á þriðja þingi COP í Kyoto árið 1997 (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2002). 1.1.7 Regluverk ESB er varðar úrgangsmál Regluverk Evrópusambandsins sem á við úrgangsmál á Íslandi er í samræmi við EES – samning frá árinu 1994. Í þessu regluverki ESB er fjallað um gjörðir sambandsins og flokkast þær aðalega í tilskipanir, reglugerðir og ákvarðanir. Umhverfisstefna ESB er síðan endurskoðuð og uppfærð árlega en grunnur hennar er sjötta umhverfisaðgerðaráætlunin, kjarni þessarar áætlunar er í sjö meginþemum, en þau eru : 1.Loftgæði og loftlagsmál (Air) 2.Að draga úr myndun úrgangs og endurvinna hann (Waste prevention and recycling) 3.Umhverfismál (Marine Environment) 4.Jarðvegsvernd (Soil) 5.Varnarefni (Pesticides) 6.Náttúruauðlindir (Natural resources) 7.Borgarumhverfi (Urban Environment)
  • 21. 19 Umhverfisstefnan er endurskoðuð og uppfærð árlega, ný ramma tilskipun um úrgang sem heitir (DIRECTIVE 2008/98/EC OF THE EUROPEAN PARLIAMENT AND OF THE COUNCIL of 19 November 2008 on waste and repealing certain Directives) var innleidd árið 2010 (Samband íslenskra sveitafélaga, 2010). Árið 2005 gaf ESB út sérstaka stefnumótun um lágmörkun úrgangs og aukna endurvinnslu (Thematic Strategy on the prevention and recycling of waste). Með þessari stefnu var lagður grunnur að aðgerðum ESB í sambandi við úrgangsmál næstu ár (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2013). Meginlínur stefnu ESB birtist oftast í svonefndum hvítbókum eða í einstökum stefnuyfirlýsingum ESB, sem mynda grunn að tilskipunum og reglugerðum. Í ársbyrjun 2011 kom út skýrsla þar sem lagt var kalt mat á framkvæmd stefnunnar. Þar var einnig minnst á mikilvægi þess að minnka úrgang og bæta nýtingu okkar dýrmætu auðlinda eða með öðrum orðum vera meira sjálfbær (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2013). Þessi áhersla var síðan enn og aftur tekin upp í skýrslu framkvæmdarstjórnar sambandsins til Evrópuþingsins og ráðherraráðsins í september 2011, og heitir þessi skýrsla Vegvísir til auðlindanýtinnar Evrópu (Roadmap to a Resource Efficient Europe). Bent er á í þessari skýrslu að sum aðildaríkjanna hafa náð þeim frábæra árangri að koma að minnsta kosti 80% úrgangs í endurvinnslu og sýna þannig fram á að úrgangur er auðlind sem vert er að nýta og er þessi vegvísir til sjálfbærrar þróunar til ársins 2020 (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2013). „Stefnumótun Evrópusambandsins frá 2005 um lágmörkun úrgangs og endurvinnslu er í raun hornsteinninn í stefnu sambandsins á sviði úrgangsmála. Eins og ráða má af því sem fram hefur komið hér að framan er stefnan í stöðugri endurskoðun“ (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2013). 1.1.8 Stefna Norðurlandanna Norðurlöndin eru ekki með sameiginlega stefnu í úrgangsmálum, að öðru leyti en því sem leiðir af stefnumótun ESB, en samstarf á sviði úrgangsmála hefur átt sér stað innan norrænu ráðherranefndarinnar á undanförnum árum. Það er hagur Norðurlandanna að vinna saman og nýta stöðu sína og þekkingu á sviði þróunar og endurvinnslu en þó er unnið innan ramma ESB (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2013). Norðurlöndin hafa staðið sig vel að ná markmiðum sem sett eru í úrgangstilskipuninni um meðferð úrgangs og
  • 22. 20 endurvinnslu. Þó er ætíð þörf á meiri aðgerðum og munu þær aðgerðir vera í forgang hjá Norrænu ráðherranefndinni í framtíðinni (Norðurlandaráð, 2013). Í Norrænu framkvæmdaráætluninni í umhverfismálum sem er nú í gildi 2013 – 2018 eru tilgreindar sameiginlegar áherslur Norðurlandanna og lögð er áhersla á að Norðurlöndin séu í fararbroddi við undirbúning og framkvæmd alþjóðlegra samninga um úrgang, t.d. rammasamning ESB um úrgang (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2013). 1.1.9 Stefna, lög og reglugerðir á Íslandi um meðhöndlun úrgangs og endurvinnslu Stefna íslenskra stjórnvalda ræðst mikið til af pólitískum áherslum á hverjum tíma og einnig þróun mála á alþjóðavettvangi, skuldbindingum okkar við aðrar þjóðir og samningum við alþjóðastofnanir. Stefna íslenskra stjórnvalda hvers tíma getur þó falið í sér ýmis atriði sem ekki eru fest í lög, eins og til dæmis markmið til langs tíma og grunn að lögum. Oft er þetta mjög göfug framtíðarsýn sem varðar neyslumynstur og lífsstíl almennings eða sitthvað annað sem ekki er ákveðið með lögum (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2013). Fyrsta landsáætlunin um meðhöndlun úrgangs var sett á laggirnar árið 2004 og gildir hún til ársins 2016. Í lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs segir að Umhverfisstofnun skuli gefa út áætlun til minnst 12 ára í senn um meðhöndlun á úrgangi fyrir landið allt. Þessi áætlun hefur það markmið að draga markvisst úr myndun úrgangs og minnka hlutfall úrgangs sem fer til förgunar. Þessi landsáætlun á að vera sveitarfélögum til leiðbeiningar varðandi sínar svæðisbundnu áætlanir og skal þessi áætlun endurskoðuð á þriggja ára fresti á tímabilinu (Umhverfisstofnun, 2004). Nýrri skýrsla er komin á laggirnar frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu sem gildir frá árinu 2013 – 2024 og ber undirtitillinn Úrgangsstjórnun til framtíðar. Árið 2002 var Úrvinnslusjóður settur á laggirnar og er úrvinnslugjald lagt á ýmsar vörur til að minnka það magn sem fer til förgunar og það gjald er notað til að greiða fyrir meðferð flokkaðs úrgangs á söfnunarstöðvum, endurnýtingu, endurvinnslu og fleira með eða án skilagjalds, fyrirkomulagið er líkt og á mynd 3 (Úrvinnslusjóður, 2013).
  • 23. 21 Mynd 4 (Úrvinnslusjóður, 2013) 1.1.10 Stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga Mörg sveitarfélög á Íslandi eru í meira mæli að tileinka sér að vinna eftir stefnumiðun Staðardagskrá 21 með þeirri hugsjón að úrgangur sé tækifæri - hráefni til vinnslu en ekki vandamál (Sambands íslenskra sveitarfélaga, 2009). Stjórn sambands íslenskra sveitafélaga samþykkti í janúar 2009 stefnumótun í úrgangsmálum. Megináherslur hennar eru annarsvegar aukin samvinna, aukin samskipti og sjálfbær meðhöndlun úrgangs. Einnig er lögð áhersla á aukna samvinnu sveitarfélaga á sviði úrgangsmála. Gjaldtaka fyrir meðhöndlun úrgangs skal endurspegla raunkostnað og í raun aukin samskipti við sveitarfélög ESB og stofnanir (Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, 2013). Segja má að allur úrgangur sé nú hugsaður sem auðlind í miklu meira mæli og sá hluti úrgangs sem flokkaður er frá er orðin söluvara. Hagsmunir sveitafélaga eru því orðnir töluverðir hjá þeim sveitarfélögum sem flokka mest til endurvinnslu. Kostnaður við að farga og aka úrgangi sem ekki er hægt að endurvinna er gríðarlegur fyrir samfélagið og því er nauðsynlegt að hafa ákveðna stefnu ríkjandi fyrir sveitarfélög á Íslandi. Ein leið til að minnka það magn umtalsvert sem fer til förgunar er t.d. moltugerð eða að jarðgera heimilisúrgang (Kristín Hálfdánsdóttir, 2013).
  • 24. 22 1.1.11 Stefna Ísafjarðarbæjar – hvað er í boði? Miklar breytingar hafa átt sér stað í sorp og endurvinnslumálum Ísafjarðarbæjar en í byrjun apríl 2011 samþykkti bæjarstjórn reglur um sorphirðu og er sú samþykkt leiðarvísir fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar um allt sem kemur að sorphirðu og förgun sorps, einnig má lesa þar allt um áherslur núverandi bæjarstjórnar (Kristín Hálfdánsdóttir, 2013). Veturinn 2011 fór fram útboð í alla sorphirðu og förgun sorps í Ísafjarðarbæ, þar stóð uppúr tilboð Kubbs ehf. (Kristín Hálfdánsdóttir, 2013). Fyrir þann tíma var eitt kerfi þar sem fólk flokkaði svokallað brennanlegt og óbrennanlegt sorp, það óbrennanlega var síðan urðað. Þetta var fyrir 2010 þar sem kom upp díoxíð mengun útfrá brennslustöðinni Funa og þurfti þá að finna upp nýtt kerfi (Ralf Trylla, 2013). Nýtt tunnukerfi tók við og hætt var að nota plastpoka í sorptunnum, í stað eru tunnur losaðar beint í sorpbíl á 14 daga fresti. Hver íbúð fær tvær tunnur, önnur til endurvinnanlegs sorps og hin fyrir urðað sorp. Það magn sem leggst til frá tiltektum, sem ekki kemst í tunnur t.d. við tiltekt í bílskúrum eða geymslum. Hluti af þeim úrgangi er gjaldfrjáls og má skila endurgjaldslaust til förgunarstaðar sem og garðúrgang (Ísafjarðarbær, 2011). En sífellt er verið að þróa kerfið og stefnir Gámaþjónusta Vestfjarða að því að koma annarri sorptunnu til að auðvelda fólki að flokka og verktaka að endurvinna, eða svokölluð tunna í tunnu eins og sést á mynd 7. En það kerfi er kallað tunna í tunna og er sú tunna sett ofaní aðra stærri tunnu sem svo tekur við pappa og því sem er pressað beint. Í litlu tunnuna er sett plast, rafhlöður og málmar annað er urðað. Þetta kerfi þarf að kynna betur fyrir bæjarbúum og er það á dagskrá sem allra fyrst en allt er klárt til að hefja þessa kynningu þar að segja kynningarbæklingar og miðar líkt og sést á mynd 5 og 6. Fólk þarf ekki að borga aukalega fyrir tunnu í tunnu og einnig eru þessar tunnur með jafn mikið pláss, sem Mynd 7 Mynd 6 Mynd 5
  • 25. 23 sagt 240l og á það að duga í þessa 14 daga sem líður á milli þess að verktaki tekur sorp en fólk getur beðið um auka tunnu en þarf það þá að borga aukalega fyrir. Kubbur ehf. og Gámaþjónusta Vestfjarða í samstarfi við Ísafjarðarbæ sjá um fræðslu þessara mála og vonast Ísafjarðarbær til, með nýrri stefnu, að eiga gott samstarf við íbúa bæjarins með það að leiðarljósi að gera bæinn vistvænan, þar sem er borin virðing fyrir náttúrunni til langs tíma (Ísafjarðarbær, 2011). 1.1.12 Verk- og vinnulag Kubbs ehf. og Gámaþjónustu - Vestfjarða Kubbur ehf. er aðalverktaki Ísafjarðarbæjar í sorphirðu og förgunarmálum og vinna þeir samkvæmt stefnu Ísafjarðarbæjar. Kubbur er endurvinnslufyrirtæki sem sérhæfir sig í sorphirðu og endurvinnslu og er með starfsemi á fleiri stöðum en Ísafirði t.d. Vestmannaeyjum, Hafnarfirði og rekur jafnframt steypustöð á Suðurtanga á Ísafirði (Kubbur ehf., 2011). Gámaþjónusta Vestfjarða er undirverktaka fyrirtæki hjá Kubb ehf. og sér um allan framkvæmdar hluta sorpmála á Ísafirði. Aðstöðu Gámaþjónustu Vestfjarðar til flokkunar á sorpi má sjá á mynd 8. Þar starfa tveir starfsmenn í fullu starfi við að flokka það rusl sem fellur til. Gámaþjónusta Vestfjarðar setur allt rusl á einn stað við hlið flokkunarvélarinnar, sjá mynd 8, sem svo er fært yfir á færiband þar sem flokkað er í burtu plast og annað sem þarf að flokkast frá, sjá mynd 9. Pappi og plast er þá sett í baggavél sem pressar endurvinnanlega efnið í bagga og er svo sett í gám. Allur pappi og plast sem er endurunnið fer til Hollands, nánar tiltekið til borgarinnar Puet. Þar er pappinn tekinn og endurunninn þannig að hann er settur í pott, svokallaðan graut , hrært er í, efnið er síðan þurrkað og er búin til allskyns Mynd 8 Mynd 9 Mynd 10
  • 26. 24 pappír úr þessum massa en plastið er allt umskipað aftur og selt til Kína. Það er um hálfur annar gámur að meðaltali sem selt er út til Hollands. Gámaþjónustan selur allt sitt sorp fyrir ákveðið verð, en ef verð fellur þá hleypur Úrvinnslusjóður undir bagga með og ábyrgist ákveðna upphæð, þannig tryggir Úrvinnslusjóður að það sé rekstrargrundvöllur fyrir slíkri starfsemi og er forsenda þess að hægt sé að endurvinna (Ragnar Á. Kristinsson, 2013). 1.2 Umhverfisverndarhegðun 1.2.1 Hvað er umhverfisverndarhegðun? Umhverfisverndarhegðun er sú hegðun fólks þegar það reynir meðvitað að draga úr neikvæðum þáttum á náttúruna og umhverfið með gjörðum sínum. Þá t.d. með því að draga úr notkun auðlinda, orku, eiturefna, auk þess að minnka úrgang, meðal annars með endurvinnslu (Kollmuss og Agyeman, 2002). Það eru margir þættir sem hafa áhrif á viðhorf fólks til umhverfisins og þar af leiðandi hegðunina, m.a. lífsstíll, menning, trú, stjórnmál og þekking. Tenging mannsins við umhverfið er ekki eins augljóst eftir iðn- og tæknivæðinguna og hún var fyrir, (Christensen, 2013: bls. 34) því er það orðið áhugaverðara rannsóknarefni að kanna tengingu manns við umhverfið. 1.2.2 Viðhorf Íslendinga til flokkunar sorps til endurvinnslu Könnun sem Capacent gerði fyrir Úrvinnslusjóð flokka 91% Íslendinga sorp til endurvinnslu. 19% segjast flokka altaf og um 37% oft. 35% svarenda segjast flokka sorp stundum. Hlutfall þeirra sem flokka sorp hefur aukist frá síðari mælingu sem var gerð árið 2006, þar sem 84% svarenda sögðust flokka sorp. Einnig segist ríflega 15% unglinga á aldrinum 16-20 ára aldrei flokka sorp (Úrvinnslusjóður, 2008a). Jafnframt segir líka í skýrslunni að viðhorf almennings til endurvinnslu er mjög jákvætt eða tæp 94% svarenda á landsvísu telja endurvinnslu mikilvæga og sést einnig að sá aldurshópur sem síst flokkar og endurvinnur er 16 -24 ára (Úrvinnslusjóður, 2008b). Í samskonar könnun sem félagsvísindastofnun HÍ (á.á) framkvæmdi kom í ljós að um 90% svarenda í könnuninni sögðust ávalt flokka drykkjarumbúðir með skilagjaldi. Einnig voru flestir sem sögðust ávalt flokka ýmsa nytjahluti, spilliefni og rafhlöður frá venjulegu heimilissorpi. Um 40% svarenda voru sammála því að það væri of mikil fyrirhöfn að flokka sorp, að það væri of mikil fyrirhöfn og að þeir hefðu ekki pláss til þess að flokka
  • 27. 25 sorp og að það væri tilgangslaust því sorpið væri ekki endurunnið. Um þriðjungur svarenda töldu sorpflokkun skipta litlu máli fyrir umhverfið og að þeir græddu ekkert á því. Rúmlega helmingur svarenda er fylgjandi því að heimilin borgi fyrir sorphirðu eftir magni. Þeir sem eru duglegastir við að flokka nú þegar eru frekar fylgjandi slíku fyrirkomulagi en þeir sem standa sig síður við sorpflokkun (r=0,25, p=0,001). Þegar fólk er spurt af því hvort það reynir að minnka það magn sem fer í ruslið með einhverjum hætti þá segjast flestir eða rúmlega 70% svarenda flokka og skila til endurvinnslu, ríflega 60% segist reyna kaupa ekki óþarfa, um 40% segist kaupa vörur í minni umbúðum. Fáir eða ríflega fjórðungur reynir að kaupa minna.Þegar að fólk er spurt um almennt viðhorf til sorpflokkunar hafaflestir frekar jákvæð viðhorf til hennar. Þó er nokkuð stór hópur fólks eða um 30% til 40% sem hefur frekar neikvætt viðhorf til sorpflokkunar (Einar Már Þórðarson, Fanney Þórisdóttir og Friðrik H. Jónsson, 2008). 1.2.3 Sjónarmið TBP – hvað er það og hvernig tengist það endurvinnslu/flokkun Mörg hundruð rannsóknir hafi verið framkvæmdar til að reyna að útskýra ,‚gatið‘‘ milli þekkingar á umhverfismálum og umhverfisverndarhegðunar, þó er enn ekki búið að finna hina fullkomnu skýringu. Það er einnig mjög flókið að ætla að svara spurningunni hversvegna fólk hegðar sé umhverfisvænt og hvaða hindranir eru í vegi fyrir það. Til eru hinar ýmsu kenningar og líkön (t.d. hagfræði-, sálfræði-, vistfræði-, félagsfræðileg-, og vitsmunaleg líkön) til að reyna að útskýra umhverfisverndarhegðun, öll líkönin hafa eitthvert gildi, við mismunandi aðstæður og rannsóknir. Það gefur til kynna að það sem mótar umhverfisverndarhegðun sé svo flókið að ekki sé hægt að útskýra það með einum ákveðnum vinnuramma, eða reiknilíkani (Kollmuss og Agyeman, 2002). Það getur einnig leitt til misræmis í niðurstöðum á greiningum gagna þegar viðhorfs og hegðunar mælingar eru gerðar, ef mæld viðhorf og mældar gjörðir eru ekki í sambærileg, þ.e. ef mæld viðhorf (dæmi: hugsar þú um umhverfið?) eru könnuð í stærra sjónarhorni en mældar gjörðir (dæmi: flokkar þú?) (Newhouse, 1991). Það er því hugsanlegt að samþætting einhverra líkana geti gefið betri skýringarmynd (þó það sé án efa erfitt og flókið í framkvæmd) (Kollmuss og Agyeman, 2002). Ajzen og Fishbein bjuggu til líkan sem mælir og ber saman viðhorf og hegðun, til að meta misræmið þar á milli, þar sem viðhorf og hegðun fer ekki alltaf saman. Líkanið er kallað Theory of Reasoned Action, eða Theory of Planned Behavior (TPB) sem haft er til
  • 28. 26 hliðsjónar í þessari skýrslu (Ajzen & Fishbein, 1980; Ajzen, 2006). Ajzen og Fishbein benda á að til að finna háa fylgni milli viðhorfs og hegðunar verður rannsakandinn að mæla viðhorfið til hegðunarinnar sem verið er að skoða. Sem dæmi má nefna að ef bera á saman viðhorf til loftlagsbreytinga og að keyra bíl er engin sýnileg fylgni. Jafnvel fólk sem er mjög áhugasamt um loftlagsbreytingar keyra. Ástæðan er sú að þar sem viðhorfið til loftlagsbreytinga er ekki nógu tengt við hegðunina (að keyra bíl). Fishbein og Ajzen telja jafnframt að fólk almennt sé skynsamt, þ.e. fólk tekur kerfisbundnar ákvarðanir í tengslum við upplýsingar sem eru fáanlegar og er ekki háð ómeðvituðum hvataþáttum, eða hegðanirnar ekki framkvæmdar í hugsunarleysi (Ajzen & Fishbein, 1980,). Viðhorf segir ekki endilega til um hegðun beint, heldur hefur áhrif á áætlaða hegðun, sem getur svo haft áhrif á gjörðir okkar. Áætlanir eru ekki aðeins undir áhrifum viðhorfa, heldur einnig undir áhrifum félagslegs þrýstings (normative). Því er úrslitavaldurinn í allri hegðun trúin á afleiðingarnar og trú á hvert félagslegt viðmið er, þ.e. hvað einstaklingurinn heldur að aðrir halda (Ajzen & Fishbein, 1980,). Þetta líkan eitt mest notaða líkanið í viðhorfshegðunar félags- og sálfræðirannsóknum, þrátt fyrir að líkanið hafi sínar takmarkanir, eins og öll önnur líkön (t.d. það að gera ráð fyrir að allt fólk sé skynsamt). Líkanið má sjá á mynd 11. Í rannsókn frá Portúgal þar sem kenningarnar TPB og model of altruistic behavior (auk líkana í tengslum við umhverfissálfræði og umhverfishegðunar) voru notaðar til að leggja til alhliða líkan til að útskýra endurvinnslu hegðun. Á heildina litið styðja niðurstöðurnar notkun reiknilíkans TPB sem grunn til að átta sig á þátttöku til endurvinnslu (Do Valle, Rebelo, Reis og Menezes, 2005). Mynd 11 Sótt af: http://people.umass.edu/aizen/tpb.diag.html
  • 29. 27 1.2.4 Menntun til sjálfbærrar þróunar/umhverfisverndarhegðunar Í Staðardagskrá 21 (1992) segir að til að geta breytt viðhorfi fólks svo það hafi getu til að meta og takast á við áskoranir varðandi sjálfbæra þróun sé bæði formlegt og óformlegt nám ómissandi þáttur. Þá er menntunin jafnframt mikilvæg til að auka umhverfis- og siðferðisvitund, bæta viðhorf, færni, hegðun og gjörðir til sjálfbærrar þróunar. Menntunin er jafnframt mikilvægur þáttur fyrir virkri þátttöku almennings í ákvarðanatöku umhverfismála (UNDSD, 1992). UNESCO (á.á.) hefur einnig vakið athygli á því að ef það á að vera hægt fræða fólk um félagsleg, hagfræðileg, menningarleg og umhverfisleg vandamál sem okkur ber að höndum á 21. öldinni, þá verðum við að samþætta kennsluna á sjálfbærri þróun inn í alla almenna kennslu. Markmiðið með menntun til sjálfbærrar þróunar er að mennta allt fólk svo það hafi þekkingu, rétt viðhorf og gildi til að geta skapað sjálfbæra framtíð. Menntunin þarf m.a. að innihalda kennslu um loftlagsbreytingar, hamfaraáhættur og hvað hægt sé að gera til að minnka áhrif hamfara, sjálfbæra neyslu, auk kennslu á hvernig hægt sé að draga úr fátækt í heiminum. Þá þarfnast menntun til sjálfbærrar þróunar verklegrar kennsluaðferða, þar sem nemendur fá tækifæri á að gera verklegar æfingar til að auka hvatningu og hæfileika til að breyta hegðun sinni í jákvæða átt (UNESCO, á.á.) . Rannsókn ein frá Kentucky Environmental Council sýndi fram á að þó fólk með hærra menturnarstig væri með meiri þekkingu á umhverfismálum þá var þekkingin ekki endilega að skila sér í gjörðum fólks, þar sem meira menntað fólk var ekki endilega líklegra til að endurvinna. Því er ekki víst að þótt fólk hafi þekkinguna að það tengi þær staðreyndir við þeirra eigin gjörðir og hegðun (Morgan & Hughes, 2006). En hvernig gildi, viðhorf, hegðun, gjörðir og aðrir áhrifaþættir tengjast til að bæta umhverfisverndarhegðun, eða búa til sjálfbæra einstaklinga er enn óþekkt (UNESCO, á.á). 1.2.5 Áhrif umhverfisstjórnunar á gjörðir fólks Úrgangsmál þarf ávallt að skoða í víðu samhengi, enda hlýst úrgangsmyndun af neyslu einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Þetta kallar á að beitt sé lífsferilshugsun í allri stefnumótun og ákvarðanatöku um úrgangsmál, jafnt á vettvangi ríkis og sveitarfélaga sem og við framleiðslu vara.
  • 30. 28 Liður í úrgangsstjórnun er útgáfa landsáætlunar um meðhöndlun um úrgang sem liggur hér fyrir. Við gerð landsáætluninnar var sérstök áhersla lögð á samráð við almenning, stjórnvöld og hagsmunaaðila og má þar nefna þá nýbreytni að óskað var eftir hugmyndum og ábendingum frá þessum aðilum um hvert bæri að stefna í þessum málaflokkum áður en gerð áætlunarinnar hófst. Þar sem talið er að sorpstjórnun innan sveitarfélaga sé að verða að heimsvandamáli, er nýting sorps sem auðlind ein leið til að vinna að sjálfbærni efnisins (Chen og Tung, 2009). Umhverfisstjórnun er stjórnunartæki sem líklegt þykir að geti haft áhrif á hvort fólk flokki heimilissorp til endurvinnslu. En í fyrir og eftir könnun sem Best og Kneip (2010) framkvæmdu í Köln, þar sem tilhneiging til endurvinnslu var könnuð hjá einstaklingum sem fara þurftu með úrganginn á ákveðinn skilastað og svo var tilhneiging sömu einstaklinga aftur könnuð eftir að flokkunartunnur voru komnar við gangstétt heimilisins. Sterk tengsl fundust milli þess að hafa flokkunartunnur við gangstétt heimilisins og þátttöku flokkunar sorps til endurvinnslu, þ.e. fólk hafði frekar tilhneigingu til að endurvinna úrgang eftir að flokkunartunnur komu við gangstéttina, en fyrir. Þá kemur fram í breskri rannsókn að persónuleiki, einstaklingsbundinn mismunur og félags-lýðfræðilegir (socio-demographic) þættir geti verið hjálplegir vísar til sorpstjórnunar hegðunar einstaklinga. Niðurstöður þeirrar rannsóknar benda til að þeir aðilar sem beri minni tortryggni til stjórnvalda, séu samviskusamari og eldri hafi marktækt betri sjálfspá á sinni sorpstjórnun, en aðrir (Swami, Chamorro-Premuzic, Snelgar og Furnham, 2011). Í rannsókn einni þar sem lagt var mat á hlutfallslegt framlag almennum umhverfis áhyggjum, viðhorfi til endurvinnslu og samfélagstengsla á þátttöku í nýju endurvinnslukerfi í Belfast. Þar sem farið var úr því að vera með safntunnur og í það að vera með flokktunnur við húsin. Benda niðurstöður til að mesti áhrifavaldurinn sem varð til þess að fólk fór frekar að endurvinna, var félagshagfræðilegur staða hverfisins sem fólkið bjó í. Viðhorf til endurvinnslu og samfélagsskilningur voru einnig áhrifavaldar í þátttöku fólks (Kurz, Linden og Sheehy, 2007). En í yfirgripsmikilli rannsókn sem tók til 15 landa innan Evrópusambandsins sem kannaði hvernig mismunandi umhverfi og skipulag innan landanna, félagslegir- og stofnana þættir, auk persónubundnir eiginleikar höfðu áhrif á þátttöku til endurvinnslu, kom í ljós að umhverfisverndarhegðun er undir miklum áhrifum frá vistfræðilegum hreyfanleika innan þess svæðis sem hegðunin á sér stað á. Eftir því sem fleira fólk er á landsvísu í umhverfisstofnunum og félögum, þeim mun líklegri er
  • 31. 29 almenningur til að flokka heimilissorp. Ein og sér skýrir þessi breyta allt upp í 45% af breytileikanum milli landanna á flokkun heimilissorps til endurvinnslu. Það eru því ekki einungis einstaklingsbundin viðhorf sem skipta máli (Guerin, Crete og Mercier, 2001). Í rannsókn þar sem útfært TPB líkan var notað til að kanna hegðunar ætlanir til endurvinnslu í Taívan benda niðurstöður til þess að þetta útfærða TPB líkan virki vel sem nothæfur rannsóknar rammi til að útskýra endurvinnslu-ætlanir fólks, auk þess sem skynjun á vöntun á aðstöðu hafði áhrif á ákvörðun endurvinnslu-ætlana, þar sem þeir einstaklingar sem upplifðu að þeir hefðu ekki nægilega góða aðstöðu voru ólíklegri til að vera með jákvætt viðhorf til ætlunar á endurvinnslu (Chen og Tung, 2009). Þó hefur einnig verið sýnt fram á að aðstaða og þægindi hvetji ekki endilega til endurvinnslu, þar sem þægindi við endurvinnslu og kostnaður endurvinnslu voru ekki marktækir þættir til endurvinnslu hjá námsmönnum í Malasíu (Ramayah, Lee og Lim, 2012). 1.2.6 Hvað hvetur til umhverfisverndarhegðunar Með það að markmiði að hvetja almenning til umhverfisverndunarhegðunar er nauðsynlegt að skilja hvernig er hægt að hafa áhrif á umhverfisverndarhegðun fólks og hvaða þættir segja til um umhverfisverndarhegðun. Samspilið milli viðhorfs fólks til heimilis sorps og umhverfisverndarhegðunar er flókið fyrirbæri en þó nátengd, hafa rannsóknir sýnt að viðhorf fólks hafi áhrif á hvort fólk setji í endurvinnslu (Best og Kneip, 2010). Þá hefur ákveðið mynstur verið fundið í Bandaríkjunum á eiginleikum fólks sem flokka frekar til endurvinnslu. Þar eru það yfirleitt eldri, ríkari einstaklingar í fámennum híbýlum, sem hafa frjálslyndari skoðanir varðandi stjórnmál sem eru líklegri til þess að flokka til endurvinnslu (Morgan & Hughes, 2006). Þá hafa niðurstöður úr rannsókn frá Malasíu sýnt að umhverfisverndar meðvitund er marktækt tengd viðhorfum til endurvinnslu og að viðhorf og félagsleg viðmið hafa marktækt áhrif á endurvinnslu hegðun (Ramayah, Lee og Lim, 2012). Í rannsókn sem byggð var á norskri könnun, þar sem notast var við reiknilíkön til að kanna endurvinnslu hegðun fundust engin bein tengsl milli félagslegs norms og hegðunar. Þá virtust áhrifin af félagslegu normi vera háð persónulegu normi. Hugsanlegur félagslegur þrýstingur frá fjölskyldumeðlimum var metinn og rannsakaður. Áætlaðar umhverfis afleiðingar vegna hegðunar og skráð hegðun voru aðeins lauslega tengd, sem sýnir að
  • 32. 30 vitneskja og verknaður helst ekki alltaf í hendur. Jafnframt sýndu áætlaðar afleiðingar af hegðun engin áhrif á tengslin milli persónulegs norms og hegðunar (Bratt, 1999). En endurvinnsluhegðun er einnig talin ráðast óbeint af persónulegum sálfræðilegum þáttum, eins og félagslegri samvisku, en ekki aðeins með almennum umhverfisverndar viðhorfum (Do Valle, Rebelo, Reis og Menezes, 2005). Hvati til að fá fólk til að flokka og endurvinna getur bæði verið umhverfisvænt og hagstætt efnahagslega, í þeim skilningi að ódýrara getur verið að endurvinna vöruna en að búa til nýja frá grunni og jafnframt þarf ekki að sækja frekara efni úr náttúrunni. Sýnt hefur verið fram á að auglýsingaherferðir geta aukið endurvinnsluhegðun og aukna umhverfisvitund almennings. Þá er talið að hvati fólks til endurvinnslu geti falist í því hver kostnaðurinn og hagnaðurinn er. Þessi hagnaður felur í sér persónulegan hagnað eins og að spara pening og líða vel með sjálfan sig. Hindranir og ástand aðstæðna til flokkunar og endurvinnslu er talin hafa áhrif á endurvinnslu hegðun fólks. En þegar hindranir eins og óhagkvæmni, tími, kostnaður, erfiði, vöntun á aðstöðu eiga sér stað er talið að líkurnar minnki á að fólk flokki til endurvinnslu (Morgan & Hughes, 2006). Tengslin á milli viðhorfs fólks til heimilissorps og umhverfisverndarhegðunar er flókið fyrirbæri, eins og sjá má, en er þó í stórum dráttum hægt að skipta upp í þrjá óháða flokka: umhverfisgildi einstaklinga, aðstaða fólks til flokkunar og sálfræðilegir þættir. Því getur flokkun til endurvinnslu einkennst af staðlaðri grundvallar hegðun, sem treystir á gott aðgengi til góðrar aðstöðu til endurvinnslu, auk upplýsingum og þekkingu á þessari aðstöðu og skynjuð þægindi (Barr, 2007). Jafnframt þykir mikilvægt að koma hegðun upp í vana, þar sem við gætum hugsanlega verið fullkomnlega viljug til að breyta hegðun okkar, en gerum það samt ekki vegna þess að við erum ekki nógu dugleg við að framkvæma nýju hegðunina þar til hegðunin verður að vana (Kollmuss og Agyeman, 2002).
  • 33. 31 2 Aðferðir og rannsóknarspurningar 2.1 Markmið rannsóknar Megin markmiðið með þessari rannsókn er tvíþætt, annarsvegar að kanna viðhorf íbúa Ísafjarðarbæjar til endurvinnslu. Hinsvegar að kanna hvað Ísafjarðarbær sé að gera til að upplýsa almenning um tilgang flokkunar til endurvinnslu og einnig verkferla bæjarins í þessum málaflokki og munum við kanna það með því að leggja spurningalista fyrir bæjarbúa. 2.2 Rannsóknarspurningar Yfir rannsóknarspurningin hljóðar svo: Hver eru viðhorf íbúa á Ísafirði til endurvinnslu? Aðrar rannsóknarspurningar eru eftirfarandi:  Hverjir eru helstu áhrifavaldar þess að fólk flokkar sorp til endurvinnslu?  Er fólk sem flokkar heimilissorp meðvitaðra um mikilvægi þess að endurvinna og er það líklegra til að hafa umhverfisverndar hegðun?  Hefur endurvinnsla hvatt fólk til að huga meira að umhverfismálum bæði í hugsun og gjörðum? 2.3 Aðferðir : viðhorfskönnun/úrvinnsla gagna 2.3.1 Tilurð verkefnis og val á viðfangsefni Við val á rannsóknarefni komu nokkur efni til greina en það sem vakti mestan áhuga hjá okkur eftir nokkurra ígrundun var að rannsaka hvernig staðið er að endurvinnslu á Ísafirði; ennfremur að rannsaka viðhorf almennings til þess. Ástæðan fyrir áhuga á þessu efni er vegna mikillar umræðu í umhverfismálum hér á landi síðustu ár og teljum við að þónokkur vitundarvakning hafi átt sér stað. Með þessari umræðu teljum við að meiri pressa sé á almenning að flokka heimilissorp sitt til endurvinnslu - en áður var. Þá þótti okkur Ísafjörður sérstaklega áhugaverður bær til að rannsaka hvert viðhorf íbúanna er á þessum málaflokki þar sem að ekki fyrir svo löngu komst upp um mikla díoxínmengun frá sorpbrennslustöðinni Funa (árin 2010-2011). Jafnframt finnst okkur forvitnilegt að vita hvort umræðan sé í raun að skila sér til almennings og kanna hvor þátturinn: samfélagið (vinir, ættingjar og nágrannar), eða yfirvöld/stjórnvöld hafi meiri áhrif á viðhorf fólks til flokkunar heimilissorps til endurvinnslu.
  • 34. 32 2.4 Aðferðarfræði 2.4.1 Heimildaöflun Við heimildaöflun studdust höfundar við bæði frum og afleiddar heimildir. Frumheimilda var aflað með óformlegum viðtölum og viðhorfskönnun í formi spurningalista. Afleiddra heimilda var aflað með því að lesa greinar, bækur og skýrslur sem gefnar hafa verið úr, jafnframt stuðst við heimildir af veraldarvefnum. 2.4.2 Þýði og úrtök Leitast verður eftir því að nálgast rannsóknarefnið út frá sjónarmiðum TBP (e. Theory of Planned Behavior), umhverfisverndarhegðun (e. Conservation behavior) og umhverfisstjórnunar (e. Environmental management). Þátttakendur voru upplýstir um tilgang ransóknarinnar. Megindlegar aðferðir voru notaðar til að fá viðhorf Ísafjarðarbúa á flokkun sorps til endurvinnslu. Spurningalistakönnun var lögð fyrir þáttakendur sem lentu í úrtakinu. Ástæðan fyrir því að við völdum að leggja fyrir spurningalistakönnun, en ekki að taka viðtöl er að við viljum ná til margra á stuttum tíma, fá eitt ákveðið svar, auk þess sem við viljum geta dregið ályktanir um þýðið (Sara L. McLafferty, 2012). Þýðið okkar eru allir 18 ára og eldri á Ísafirði og Hnífsdal, ástæðan fyrir því að þýðið nær til Hnífsdals líka er sú að íbúarnir þar sækja flest alla þjónustu og vinnu til Ísafjarðar. Heildarfjöldi íbúa Ísafjarðarbæjar er 2840 manns sem eru 18 og eldri, af 3824 heildar íbúum sem búa í bænum (Hagstofa Íslands, 2013). Því var þýðið okkar safn allra viðfangsefna sem við munum draga ályktanir um er 2840 manns 18 ára og eldri skipt í fjögur hverfi þar að segja: Efri bær, Neðri bær, Fjörðurinn og Hnífsdalur, sjá betur mynd 12, af því tókum við úrtak sem nemur 170 manns en úrtak var safn viðfangsefna út tilteknu þýði. Aðferðin sem var notuð til að ná einstaklingum í úrtakið var kerfisbundið slembiúrtak. Það var framkvæmt þannig að það var gengið í fjórða hvert hús á ákveðnum svæðum. Þar sem við höfðum knappan tíma til að ná úrtakinu 170 manns, var ákveðið ganga einnig til fyrirtækja þar sem fólk hafði tækifæri til að svara spurningalistanum á vinnutíma. Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta gæti bjagað úrtakið okkar en við ákváðum þetta með tilliti til þess bæði að Mynd 12
  • 35. 33 við vorum í mikilli tímaþröng, og við höfðum valmöguleika um að viðtakandi krossaði í það hverfi sem það bjó í, einnig spurðum við viðtakendur að því hvar þeir bjuggu því við vildum einungis kanna íbúa Ísafjarðabæjar sjálfs og Hnífsdal. Áhugi var fyrir því að kanna hvort hverfið sem fólkið býr í skiptir máli, því hefur Ísafjarðarbæ verið skipt upp í þrjú hverfi, auk Hnífsdal til að kanna það. Við spurðum að auki út í samfélagslega þætti varðandi flokkunina. Því ætti úrtak með um 100 einstaklingum að vera nóg fyrir tölfræðilegar ályktanir (að því gefnu að allir svari), þar sem oftast er miðað við að minnst 25 svör þurfi að vera í hverjum hóp (Sara L. McLafferty, 2012). Öll tölfræði úrvinnsla gagnanna var framkvæmd í tölfræðiforritinu SAS Enterprise Guide 5.1. Til að reikna út fylgni var notast við raðfylgnistuðul Spearmans, en sá stuðull er talin heppilegastur þegar verið er að skoða tvær breytur á raðkvarða (Amalía Björnsdóttir, 2003). Ætlunin var að kanna mun á milli breyta með kí-kvaðrat prófi, en ekki reyndist mögulegt að framkvæma þá útreikninga fyrir þessi gögn. Miðast var við 95% marktektarmörk (p<0,05). Myndir voru búnar til í Microsoft Excel 2013 og töflur búnar til í Microsoft Word 2013. 2.4.3 Spurningalisti Eins og fram hefur komið þá notuðumst við, við megindlega aðferð sem er að útdeila spurningalista á rannsóknarefnin sem í þessu tilfelli er íbúar í firðinum, efri og neðri bænum og Hnífsdal. Það eru margar leiðir til að vinna spurningalista í rannsóknum t.d. spyrja fólk í síma, póstleggja spurningalista, leggja fram lista á netinu, leggja spurningar fyrir persónulega sem gert var einnig með því að skilja lista eftir í fyrirtækjum eða svokallað „drop and pick- up“ en sú aðferð innheldur það að skilja lista eftir hjá fólki líkt og gert var. Sá sem skilur eftir listan segir viðkomandi frá í stuttu máli út á hvað listinn gengur og hvað er ætlast til af fólki. Þessi tækni gefur álíka gott svarhlutfall líkt og við myndum spyrja beint, en bara á mikið skemmri tíma og þannig náum við að útdeila fleiri listum á skemmri tíma og krefst ekki mikillar reynslu við viðtalstækni. Þetta er þó ekki fullkomin aðferð því ávalt er betra að bíða eftir viðtakenda rétt eins og við gerum þegar við göngum í hús, en þessi aðferð skilar samt betri árangri en póst og síma kannanir (Sara L. McLafferty, 2012).
  • 36. 34 Við lögðum upp með 160 lista með í ferðina, hver listi var uppá 13 höfuðspurningar og 6 bakgrunnsspurningar (sjá í viðauka A) og var svarhlutfall okkar mjög gott rétt eins og aðferðin okkar segir til um. Við fengum 148 svaraða lista tilbaka, 12 voru ósvaraðir og 11 neituðu að svara listanum, sem gefur okkur úrtak 170 einstaklinga. Við settum listan upp í svokallaðan 1-5 þrepa kvarða, einnig kallaður Likert skalinn. Við hverri höfuðspurningu voru fimm svarmöguleikar, allt frá mjög ósammála til mjög sammála og var þá valmöguleiki þrír hvorki né, en spurningalistann í heild sinni má sjá í viðauka A. Slíkir skalar gefa mikinn möguleika fyrir viðtakenda að svara með meira svigrúmi og gefur fimm þrepa kvarði, líkt og við notum, bestu úrlausnina, betri en bæði þriggja og sjö þrepa kvarði. Ef þriggja punktaskali er notaður fáum við ekki nógu ítarleg svör líkt og með fimm punkta skala, en með sjö punkta skala eigum við á hættu á að rugla viðtakanda auk þess er erfiðara að túlka svörin (Sara L. McLafferty, 2012). 2.4.4 Viðtöl Eigindlega aðferðarfræðin fólst í því að tekin voru tvö óformleg viðtöl til að glöggva okkur á hvað í raun Ísafjarðarbær og undirverktakar hans gerir við sorp bæjarins og hvernig verkferlar eru. Við tókum viðtal við Ralf Trylla sem er umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar og leiddi hann okkur í gegnum hvernig endurvinnslu málum er háttað nú og eftir að Funi hætti störfum og lét okkur í té ýmsar gagnlegar upplýsingar. Við áttum síðan viðtal við Ragnar Ágúst Kristinsson sem er stofnandi Gámaþjónustu Vestfjarða. Starfssvið hans er að hann sér um daglegan rekstur og stjórnun fyrirtækisins. Hann leiddi okkur í gegnum allan sannleikan um hvernig þeir vinna það sorp sem þeir taka frá bæjarbúum Ísafjarðarbæjar. Ragnar leiddi okkur í gegnum allan verkferil endurvinnslunnarinnar og leyfði okkur að taka myndir af því sem okkur þótti áhugavert fyrir okkar rannsókn. 3 Niðurstöður Samkvæmt upplýsingum af Hagstofu Íslands (2013) eru 2840 íbúar búsettir á Ísafirði 18 ára og eldri. Úrtakið samanstóð af 170 einstaklingum á aldrinum 18-80 ára og svöruðu 148 einstaklingar spurningalistanum, það gefur svarendahlutfallið 87,05%. Hér verður fyrst
  • 37. 35 tekin saman lýsandi tölfræði, síðan verður gert grein fyrir þeim ályktunartölfræðigreiningum sem gerðar voru. Lýsandi tölfræði fyrir breytur rannsóknarinnar má sjá í töflu 1 hér að neðan. Þar má sjá fjölda þátttakenda sem svöruðu hverri spurningu fyrir sig, spönn, meðaltal og staðalfrávik. Breyta Fjöldi Spönn Meðaltal Staðalfrávik Borgaraleg skylda 148 1-5 3,94 1,21 Engöngu mitt mál 144 1-5 2,05 1,26 Dreg úr umhverfismengun 146 1-5 4,30 1,14 Dreg úr sóun náttúruauðlinda 144 1-5 4,23 1,18 Flokkar þú? 146 1-5 1,70 0,78 Áhugi og vitund aukist 147 1-5 3,29 1,07 Áhrifavaldur: fjölskylda 130 1-5 3,26 1,30 Áhrifavaldur: vinir 124 1-5 2,68 1,03 Áhrifavaldur: nágrannar 124 1-5 2,52 1,06 Áhrifavaldur: sveitarfélag 137 1-5 3,66 1,15 Áhrifavaldur: fjölmiðlar 128 1-5 3,17 1,26 Finnst mikilvægt að aðrir flokki 146 1-5 4,18 1,18 Hvati til að gera meira 146 1-5 3,19 1,04 Of mikil fyrirhöfn 146 1-5 2,18 1,19 Tilgangslaust 146 1-5 1,77 1,05 Tel að sorp sé ekki endurunnið 146 1-5 2,41 1,19 Skiptir ekki máli f. umhverfið 147 1-5 1,52 1,19 Ég græði ekkert á því 146 1-5 1,97 1,17 Hef ekki pláss 146 1-5 1,99 1,25 Of tímafrekt 145 1-5 1,94 1,14 Kunnug(ur) flokkunarmöguleika 147 1-5 3,90 1,14 Næg vitneskja 147 1-5 3,53 1,12 Bærinn upplýsir nóg 147 1-5 2,85 1,11 Fylgjandi refsingu 146 1-5 2,52 1,21 Fylgjandi kostnaði eftir magni 147 1-5 2,37 1,32 Kaupa minna 141 1-5 2,92 1,21 Kaupa ekki óþarfa 142 1-5 3,13 1,18 Minni umbúðir 145 1-5 3,21 1,24 Flokka og skila 145 1-5 4,06 1,09 Kyn 147 1-2 1,67 0,47 Aldur 143 18-80 44,91 12,91 Búsetuform 147 1-3 1,67 0,88 Hverfi 136 1-4 2,33 1,00 Menntun 140 1-4 2,84 1,18 Tafla 1
  • 38. 36 3.1 Bakgrunnur þátttakenda Eins og sjá má á mynd 13 var kynjahlutfallið frekar ójafnt, en konur voru 67,35% þátttakenda og karlar 32,65%. Meðalaldur þátttakenda var 45 ár, staðalfrávikið 12,1 ár. Hlutfall þátttakenda 18-25 ára voru 10,5%, 26-35 ára 12,6%, 36-45 ára 21,0%, 46-55 ára 34,3%, 56-65 ára 18,2% og 66-80 ára 3,5%. Flestir þátttakenda voru búsettir í einbýli, eða 60,5%, 12,2% búa í tvíbýli og 27,2% í fjölbýli. Ísafirði var skipt upp í fjögur hverfi, hlutfall þátttakenda sem bjuggu í firðinum voru 25,7%, 28,7% bjuggu í efri bænum, 32,4% bjuggu í neðri bænum og 13,2% bjuggu í Hnífsdal. Mynd 13 Lengd búsetu á Ísafirði var könnuð og höfðu 12,0% þátttakenda búið skemur en 19% af ævi sinni á Ísafirði, 14,3% höfðu búið 20-39% af ævi sinni á Ísafirði, 20,3% höfðu búið 60- 79% hluta ævi sinnar á Ísafirði og 36,8% höfðu búið 80-100% af ævi sinni á Ísafirði. Menntastig þátttakenda var kannað og höfðu 20,7% lokið grunnskólaprófi sem hæðsta menntastig, 12,7% höfðu lokið iðnnámi sem hæðsta menntastig, 22,1% höfðu lokið stúdentsprófi sem hæðsta menntastig og 41,4% höfðu lokið háskólanámi sem hæðsta menntastig.
  • 39. 37 3.2 Viðhorf til flokkunar Á mynd 14 má sjá hlutföll úr spurningum um flokkun heimilissorps til endurvinnslu. Þar sést að lang flestir segjast flokka alltaf, eða oftast, en 45,2% sögðust alltaf flokka, 43,8% sögðust oftast flokka, 7,5% sögðust sjaldan flokka og 0,7% sögðust aldrei flokka. Þegar spurt var um hvort þátttakendum þætti mikilvægt að aðrir flokki voru flestir því sammála, en 54,1% voru mjög sammála, 27,4% voru frekar sammála, 8,2% svöruðu hvorki né, 2,7% voru frekar ósammála og 7,5% voru mjög ósammála. Þegar spurt var út í hvort áhugi og vitund á umhverfismálum hafi aukist eftir að byrjað vara að flokka voru flestir þátttakendur hlutlausir, eða sammála. En 14,3% voru mjög sammála, 25,2% frekar sammála, 43,5% hvorki né, 9,5% frekar sammála og 7,5% mjög ósammála. Þegar spurt var um það hvort flokkun heimilissorps hefði verið hvati til að gera meira í þágu umhverfismála voru flestir þátttakenda hlutlausir, eða sammála. En 12,3% voru mjög sammála, 20,6% voru frekar sammála, 48,6% svöruðu hvorki né, 11,0% voru frekar ósammála og 7,5% voru mjög ósammála. Mynd 14
  • 40. 38 3.3 Samfélagsáhrif Á mynd 15 má sjá hverjir þátttakendur telja vera helstu áhrifavalda þess að það flokki heimilissorp. Þar sést að helsti áhrifavaldurinn er sveitarfélagið, en um 60% þátttakenda eru frekar- og mjög sammála um það að sveitarfélagið hafi verið helsti áhrifavaldurinn og aðeins um 13% eru mjög- og frekar ósammála um að sveitarfélagið hafi verið helsti áhrifavaldurinn. Þar sést jafnframt að fjölskyldan og fjölmiðla eru svipað miklir áhrifavaldar, en rúmlega 40% þátttakenda eru frekar og mjög sammála um það að fjölskyldan eða fjölmiðlar hafi verið helsti áhrifavaldurinn, en rúmlega 20% eru frekar og mjög ósammála því. Þeir aðilar sem virðast vera minnsti áhrifavaldurinn eru nágrannar og vinir. Mynd 15 3.4 Umhverfisverndarhegðun og vitund Þegar spurt var um viðhorf til umhverfisins og náttúrunnar varðandi flokkun sorps kom í ljós að flestir þátttakendur, eða um 85%, voru frekar og mjög sammála því að með því að flokka sorp myndu þeir draga úr umhverfismengun, en aðeins um 10% voru frekar og mjög ósammála því. Jafnframt voru um 80% sem töldu að með því að flokka sorp leggðu þeir sitt af mörkum til að draga úr sóun náttúruauðlinda, en rúmlega 10% voru ósammála því. Flestir voru frekar og mjög ósammála, um 72%, því að það væri eingöngu þeirra mál hvort þeir flokki eða ekki, en rúmlega 15% töldu að það væri eingöngu þeirra mál. Þá voru 74% sem töldu það vera borgaralega skyldu sína að flokka sorp, en rúmlega 14% var því ósammála.
  • 41. 39 Flestir telja það ekki vera of mikla fyrirhöfn að flokka sorp, en um 67% voru frekar- og mjög ósammála því að það væri of mikil fyrirhöfn, en um 16% voru frekar- og mjög sammála því. Þá voru flestir ósammála því að það væri tilgangslaust að flokka sorp, eða um 80%, en um 9% var sammála því. Um 57% töldu að sorpið væri endurunnið, en um 21% töldu að svo væri ekki. Þá voru um 90% sem voru mjög- og frekar ósammála því að flokkun heimilissorps skipti ekki máli fyrir umhverfið, en rúmlega 7% sem voru því sammála. Flestir voru því ósammála um að þeir græddu ekkert á því að flokka sorp, eða um 72%, en rúmlega 10% voru því sammála. Einnig voru flestir ósammála því að þeir hefðu ekki pláss á heimilinu, eða um 70%, en rúmlega 16% sögðust ekki hafa pláss á heimilinu til þess að flokka. Jafnframt voru flestir því ósammála að það væri of tímafrekt að flokka, eða um 73%, en 12,5% voru því sammála. 0,00% 20,00% 40,00% 60,00% 80,00% 100,00% Eingöngu mitt mál Borgaraleg skylda Dreg úr sóun náttúruauðlinda Dreg úr umhverfismengun Mjög ósammála Frekar ósammála Hvorki né Fekar sammála Mjög sammála Mynd 16
  • 42. 40 0,00% 20,00% 40,00% 60,00% 80,00% 100,00% Kaupa minna Kaupa ekki óþarfa Kaupa frekar vörur í minni umbúðum Flokka og skila til endurvinnslu Mjög ósammála Frekar ósammála Hvorki né Frekar sammála Mjög sammála Mynd 17 Þegar spurt var um hvort fólk reyni að minnka það magn sem fer í ruslið með því að kaupa minna, kaupa ekki óþarfa, kaupa frekar vörur í minni umbúðum og með því að flokka og skila til endurvinnslu eða endurnotkunar að það var mjög misjafnt hvað fólk segist gera. Tæplega 33% voru sammála því að þeir kaupi minna til að minnka það magn sem fer í ruslið, en 34% var ósammála því og rúmlega 33% svaraði hvorki né. Þá voru um 41% sem sögðust vera sammála því að þeir reyndu að kaupa ekki óþarfa til að minnka það magn sem fer í ruslið, en 27,5% var því ósammála og tæplega 32% svaraði hvorki né. Tæplega 41% var sammála því að kaupa frekar vörur í minni umbúðum til að minnka það magn sem fer í ruslið, en 25,5% var því ósammála og tæplega 34% svöruðu hvorki né. Flestir voru þó sammála því að reyna að flokka og skila til endurvinnslu til að minnka það magn sem fer í ruslið, eða um 72%, en um 10% var því ósammála og um 18% svaraði hvorki né. Mynd 18
  • 43. 41 3.5 Umhverfisstjórnun og vitneskja Mynd 19 sýnir hversu kunnugir þátttakendur telja sig vera þeim flokkunarmöguleikum sem í boði eru og þar sést að flestir telja sig vera kunnug(ir) þeim möguleikum sem í boði eru, eða tæp 73%, en aðeins rúm 12% telja sig ekki vera kunnug(ir) þeim möguleikum sem í boði eru. Ekki voru jafn margir sem töldu sig hafa næga vitneskju um það sorp sem hægt er að endurvinna og er gjaldgengt til endurvinnslu, en 58,5% þátttakenda töldu sig hafa næga vitneskju, en tæp 18% töldu sig ekki hafa næga vitneskju. Þá voru enn færri sem voru sammála því að bærinn upplýsti almenning nóg um málefni flokkunar sorps, en rétt tæp 35% voru sammála því og rúm 38% voru ósammála, þá voru 34% sem svöruðu hvorki né. Mynd 19 Á mynd 20 má sjá hversu fylgjandi eða andvígir þátttakendur voru því að heimilin borgi fyrir sorphirðu eftir magni. Þar sést að flestir voru andvígir því, eða um 54%, en um 23% voru fylgjandi. Jafnframt voru flestir á móti einhverskonar refsingu fyrir þá sem flokka
  • 44. 42 ekki sorp, en tæp 47% voru ósammála því, rúm 21% voru sammála og rúm 32% svöruðu hvorki né. Mynd 20 3.6 Mismunur Á mynd 21 má sjá skiptinguna eftir kyni á því hve oft fólk flokkar heimilissorp. Engar konur sögðust flokka sjaldan eða aldrei, 7,2% kvenna sögðust flokka stundum, 47,4% sögðust flokka oftast og 45,4% sögðust alltaf flokka. En 10,4% karla sögðust flokka sjaldan, eða aldrei, 8,3% sögðust flokka stundum, 37,5% sögðust flokka oftast og 43,8% karla sögðust alltaf flokka. Mynd 21 Á mynd 22 má sjá þegar borið var saman hversu oft fólk flokkaði eftir hverfinu sem það bjó í. Þar sést að skiptingin er nokkuð jöfn, þó hún sé ekki alveg eins. En þar sést að fólkið búsett í firðinum flokkar hlutfallslega oftast, eða rúm 94% segjast alltaf eða oftast flokka.
  • 45. 43 En um 82% þátttakendur í Hnífsdal sögðust flokka alltaf eða oftast. Þá var í öllum hverfum um 5%, eða minna hlutfall sem sagðist flokka sjaldan eða aldrei. Mynd 22 Á mynd 23 má sjá að flokkun heimilissorps eykst með hækkandi aldri, en allir þátttakendur á aldrinum 56-80 ára sögðust flokka alltaf eða oftast. Tæp 96% 46-55 ára sögðust flokka alltaf eða oftast, 90% 36-45 ára sögðust flokka alltaf eða oftast. Rúm 73% 26-35 ára sögðust flokka alltaf eða oftast, en aðeins 60% 18-25 ára þátttakenda sögðust flokka alltaf eða oftast. Mynd 23 Á mynd 24 má sjá búsetuform samanborið við það hver oft fólk segist flokka. Þar sést að ekki er um mikinn mun að ræða eftir búseturformi.
  • 46. 44 Mynd 24 Á mynd 25 má sjá hæsta menntunarstig þátttakenda sambanborið við hvort fólk segist flokka eða ekki. Þar sést að ekki er um mikin mun að ræða eftir menntunarstigi. En sá hópur sem þó segist flokka sjaldnast eru þeir sem hafa lokið stúdentsprófi. 0,00% 20,00% 40,00% 60,00% 80,00% 100,00% Grunnskólapróf Iðnnám Stúdentspróf Háskólapróf Alltaf Oftast Stundum Sjaldan Aldrei Mynd 25 Á mynd 26 má sjá hver fólk hefur hlutfallslega búið lengi á Ísafirði samanborið við hve oft fólk segist flokka. Þar sést að þeir sem hafa búið hlutfallslega styðst af ævi sinni á Ísafirði (0-19% ævi sinnar) flokka sjaldnast, en tæp 19% þeirra segjast sjaldan eða aldrei flokka, þá
  • 47. 45 segja tæp 69% þeirra flokka alltaf eða oftast. Yfir 85% allra þeirra sem hafa búið lengur en 20% ævi sinnar á Ísafirði segjast flokka alltaf eða oftast. Mynd 26 3.7 Fylgni Í töflu 2 má sjá fylgni milli viðhorfa og vitneskju til umhverfisstjórnunar varðandi flokkun og endurvinnslu heimilissorps og þess hvort fólk segist flokka. a) b) c) d) e) f) g) h) i) a) Flokkar þú? 1 b) Áhugi aukist 0,1016 1 c) Mikilvægt að aðrir flokki 0,2467* 0,2499* 1 d) Hvati til að gera meira 0,3287* 0,3364* 0,3380* 1 e) Kunnug(ur) flokkunarmöguleik um 0,3742* 0,1804* 0,3041* 0,1848* 1 f) Næg vitneskja 0,2735* 0,1040 0,1042 0,1161 0,5347* 1 g) Bærinn upplýsir nóg 0,1433 0,1376 0,0580 0,0387 0,2432* 0,2904* 1 h) Fylgjandi refsingu 0,2565* 0,1094 0,1604 0,1232 0,1723* -0,0008 -0,0643 1 i) Fylgjandi borgun eftir magn 0,0004 0,0263 0,0174 -0,0775 -0,0427 -0,0651 -0,0155 0,1977* 1 Fylgnitafla 1. *Tölfræðilega marktækt, p<0,05 Tafla 2
  • 48. 46 Í töflu 3 má sjá fylgni milli viðhorfs og hvort fólk segist flokka heimilissorp til endurvinnslu. a) b) c) d) e) f) g) h) a) Flokkar þú? 1 b) Mikil fyrirhöfn -0,4003* 1 c) Tilgangslaust -0,3963* 0,6409* 1 d) Ekki endurunnið -0,3358* 0,5076* 0,6131* 1 e) Skiptir ekki máli fyrir umhverfið -0,3162* 0,3481* 0,5343* 0,4401* 1 f) Græði ekkert á því -0,3408* 0,5309* 0,6273* 0,5549* 0,5542* 1 g) Ekki pláss -0,3896* 0,6243* 0,5622* 0,4966* 0,2948* 0,4059* 1 h) Tímafrekt -0,4907* 0,6678* 0,6431* 0,5388* 0,4818* 0,5256* 0,6423* 1 Fylgnitafla 2. *Tölfræðilega marktækt, p<0,05 Tafla 3 Í töflu 4 má sjá fylgni milli umhverfisverndarhegðunar (þ.e. hvort fólk reyni að minnka það magn sem fer í ruslið með því að geraeftirfarandi hluti) og þess hvort fólk segist flokka heimilissorp. a) b) c) d) e) a) Flokkar þú? 1 b) Kaupa minna -0,0090 1 c) Kaupa ekki óþarfa 0,0589 0,7488* 1 d) Minni umbúðir 0,0799 0,6108* 0,6171* 1 e) Flokka og skila 0,2736* 0,1246 0,2534* 0,3106* 1 Fylgnitafla 3. * Tölfræðilega marktækt, p<0,05 Tafla 4 Í töflu 5 má sjá fylgni milli umhverfisvitunda, endurvinnsluhegðunar og þess hvort fólk segist flokka heimilissorp. Fylgnitafla 4. * Tölfræðilega marktækt, p<0,05 Tafla 5 Þá var fylgni milli skoðana um það hvort þátttakendur telji að það dragi úr umhverfismengun að flokka sorp til endurvinnlsu og þess hvort þeir telji að það skipti ekki máli fyrir umhverfið könnuð sérstaklega. Tölfræðilega marktæk fylgni var á milli þessara breyta (r=-9,3728, p<0,05). Einnig var fylgni milli þess hvort þátttakendur telji að bærinn upplýsi almenning nóg og þess hvort að bærinn hafi verið helsti áhrifavaldur þess að byrjað var að flokka, í ljós kom að lág marktæk fylgni var á milli þessara breyta (r=0,1729, p<0,05). a) b) c) d) e) a) Flokkar þú? 1 b) Borgaraleg skylda 0,2816* 1 c) Eingöngu mitt mál -0,3088* -0,4916* 1 d) Dreg úr umhverfismengun 0,0775 0,5125* -0,2359* 1 e) Dreg úr sóun náttúruauðlinda 0,2524* 0,5666* -0,3419* 0,7994* 1
  • 49. 47 3.8 Svör við opnu spurningunni Mjög lágt svarhlutfall var við opnu spurningunni um það hvernig flokkun heimilissorps hafi verið hvati til að gera meira í þágu umhverfismála, en 27 þátttakendur svöruðu þeirri spurningu. Það sem var nefnt var að huga betur að umhverfinu almennt, moltugerð, nota fjölnota poka fyrir búðarferðir, kaupa hluti í minni umbúðum og nota bílinn minna. 4 Umræður 4.1 Viðhorf íbúa á Ísafirði til endurvinnslu Viðhorf íbúanna á Ísafirði til endurvinnslu og flokkunar heimilissorps eru almennt jákvæð, en þær niðurstöður eru í takt við aðrar kannanir sem gerðar hafa verið á Íslandi (Capacent Gallup, 2008; Einar Mar Þórðarson, Fanney Þórisdóttir og Friðrik H. Jónsson, 2008). Þá er viðhorfið sérstaklega jákvætt í garð umhverfisins, þ.e. mikill meiri hluti (um85%) telja að flokkun og endurvinnsla heimilissorps dragi úr umhverfismengun og að það dragi úr sóun náttúruauðlinda (um 80%). Þessar tölur eru töluvert hærri en úr Könnun á neysluvenjum og viðhorfum til endurvinnslu (2008), en þar voru aðeins um 60% Íslendinga sem töldu að þeir dragi úr umhverfismengun og sóun náttúruauðlinda. Lang stærsti hluti þátttakenda flokkar alltaf, eða oftast (um 89%) og finnst nauðsynlegt að aðrir flokki (um 82%). Það eru svipaðar tölur og hafa verið sýndar fram á áður á Íslandi (Capacent Gallup, 2008; Einar Mar Þórðarson, Fanney Þórisdóttir og Friðrik H. Jónsson, 2008). Flestir telja það ekki vera of mikla fyrirhöfn að flokka sorp og að nóg pláss sé innan heimilanna til að flokka. Þá eru flestir sammála því að það sé mikill tilgangur með því að flokka og endurvinna (um 80%), auk þess sem flestir telja það ekki of tímafrekt (um 73%). Mikill meirihluti (90%) var ósammála því að flokkun heimilissorps skipti ekki máli fyrir umhverfið. Þessar niðurstöður eru töluvert jákvæðari en áður hafa verið sýndar fram á hér á landi (Einar Mar Þórðarson, Fanney Þórisdóttir og Friðrik H. Jónsson, 2008). Skiptar skoðanir eru þó um það hvort það að flokka sé þeirra eigin mál, eða ekki. En þó er mikill meirihluti, eða 74%, sem telur að það sé borgaraleg skylda að flokka til endurvinnslu. Fólk er almennt kunnugt þeim flokkunarmöguleikum sem í boði eru (tæp73%) og tæplega tveir þriðju veit hvað má flokka, en áhugavert er að sjá hve stór hluti telur sig vera kunnug(ur) þessum málum þar sem meiri hlutanum þykir bærinn ekki vera að gera nóg til að upplýsa almenning um þennan málaflokk, en að auðvitað getur fólk verið að
  • 50. 48 kynna sér þessi mál af sjálfsdáðum, eða fengið upplýsingar í gegnum aðra miðla. Marktæk lág fylgni (r=0,2432,p<0,05) mældis á milli þessara tveggja breyta sem getur gefið til kynna að þeir sem vita meira um þennan málaflokk finnst bærinn vera að gera nóg til að upplýsa almenning. Þrátt fyrir að stór hluti almennings telji sig vera kunnugan um hvernig á að flokka er mikið um endurflokkun hjá Gámaþjónustu Vestfjarðar (Ragnar Ásgeir Kristinsson, 2013). Þá kom í ljós að rúmlega helmingur vill ekki að heimilin borgi fyrir sorphirðu eftir magni og fólk er almennt neikvæðara fyrir refsingum fyrir þá sem flokka ekki sorp (tæp 47% og rúm 32% svara hvorki né). En þeir sem flokka oftar eru frekar fylgjandi refsingum en þeir sem flokka ekki (r=0,2565, p<0,05). 4.2 Áhrifavaldar þess að fólk flokkar sorp til endurvinnslu Það eru margir þættir sem hafa áhrif á viðhorf fólks til umhverfisins og þar af leiðandi hegðunina, m.a. lífstíll, menning, trú, stjórnmál og þekking. (Christensen, 2013: bls. 34). Í þessari rannsókn var spurt hver hefði verið helsti áhrifavaldur þess að fólk byrjaði að flokka, ef það flokkar nú þegar. Í ljós kom að stærsti hlutinn nefndi að sveitarfélagið hefði verið helsti áhrifavaldurinn, eða um 60% var sammála því. Þá töldu rúmlega 40% að stærsti áhrifavaldurinn hefði verið fjölskylda og fjölmiðlar, en færri töldu að fjölskyldan og vinir hefðu verið áhrifavaldar þess að fólk flokkar sorp. Einnig var fylgni milli þess hvort þátttakendur telji að bærinn upplýsi almenning nóg og þess hvort að bærinn hafi verið helsti áhrifavaldur þess að byrjað var að flokka, í ljós kom að lág marktæk fylgni var á milli þessara breyta (r=0,1729, p<0,05). Þessar niðurstöður benda til að stjórnvöld og nánustu aðstandendur áhrifavaldar þess að fólk flokki. Þá var einnig kannað hvort munur væri eftir bakgrunnsþáttum á því hvort einstaklingar flokki, en lítinn mun var að finna á milli kynja, þess hverfis sem fólk bjó í, búsetuforms og menntunar. En það sást að þeir sem hafa búið hlutfallslega styðst af ævi sinni á Ísafirði flokka sjaldnast, sem gæti verið vísbending til þess að Ísafjarðarbær sé að hvetja fólk til flokkunar og þeir sem hafa ekki búið nógu lengi þar hafa ekki tekið jafn lengi þátt í umræðunni. Einnig sást að um töluverðan mun var að ræða eftir aldri, stærra hlutfall þeirra sem eldri eru sögðust flokka oftar. En þær niðurstöður rýma við fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið til að kanna hvað það er í fari fólks sem flokkar helst og
  • 51. 49 hefur hækkandi aldur verið tengdur við að flokka frekar, hugsanlega vegna aukinnar vitneskju og lífsreynslu (Swami, Chamorro-Premuzic, Snelgar og Furnham, 2011; Morgan & Hughes, 2006; Úrvinnslusjóður, 2008b). Þá var kannað hvort að vitneskja hefði áhrif á hvort fólk flokki. Í ljós kom að tölfræðilega marktæk fylgni var milli þess að fólk sagðist flokka og að það taldi sig vera kunnugt þeim flokkunarmöguleikum sem í boði eru (r=0,3742, p<0,05). Einnig var tölfræðilega marktæk fylgni milli þess að fólk sagðist flokka og þess að fólk taldi sig hafa næga vitneskju varðandi hvaða hlutir eru gjaldgengir í endurvinnslu (r=0,2735,p<0,05). Það bendir til þess að vitneskja um hvað og hvernig á að flokka ýti undir það að fólk flokki frekar. Einnig var skoðað hvort fylgni væri á milli þess hvort segist fólk flokka sorp og hvort fólk telji það vera of mikla fyrirhöfn, tilgangslaust, of tímafrekt, fólk hafi ekki pláss innan heimilissins, að einstaklingurinn græði ekkert á því og hvort það skipti ekki máli fyrir umhverfið. Þar kom í ljós að um neikvæða tölfræðilega marktæka fylgni var að ræða milli allra þessara breyta of flokkunar sorps. Sem gæti verið vísbending um það að fólk sem er jákvæðara í garð þessara þátta, þ.e. finnst vera mikill tilgangur og auðvelt að flokka, flokki frekar. Þær niðurstöður eru í samræmi við aðrar rannsóknir sem hafa sýnt fram á að hindranir og ástand aðstaðna til flokkunar og endurvinnslu hafi áhrif á endurvinnsluhegðun fólks. En þegar hindranir eins og óhagkvæmni, tími, erfiði, vöntun á aðstöðu eiga sér stað minnka líkurnar á að fólk flokki til endurvinnslu (Morgan & Hughes, 2006). Eins og sést hér eru tengslin á milli viðhorfs fólks til heimilis sorps og umhverfisverndar hegðunar flókið fyrirbæri, en þó getur aðstaða fólks til flokkunar haft ýmislegt að segja um það hvort fólk flokki. Því getur flokkun til endurvinnslu einkennst af staðlaðri grundvallar hegðun, sem treystir á gott aðgengi til góðrar aðstöðu til endurvinnslu, auk upplýsingum og þekkingu á þessari aðstöðu og skynjuð þægindi (Barr, 2007).
  • 52. 50 4.3 Hefur flokkun til endurvinnslu hvatt fólk til að huga meira að umhverfismálum bæði í hugsun og gjörðum? Umhverfisverndarhegðun er sú hegðun fólks þegar það reynir meðvitað að draga úr neikvæðum þáttum á náttúruna og umhverfið með gjörðum sínum. Þá t.d. með því að draga úr notkun auðlinda og minnka úrgang, meðal annars með endurvinnslu (Kollmuss og Agyeman, 2002). Rétt tæp 40% þátttakenda eru sammála því að áhugi og vitund á umhverfismálum hafi aukist eftir að byrjað var að flokka, en svipaður hluti, eða rúm 43% voru hlutlausir og svöruðu hvorki né. Því virðist sem áhugi og vitund á umhverfismálum aukist að einhverju leiti við það eitt að byrja að flokka. Þá er mikill meirihluti þeirra sem flokka sem telja það vera borgaralega skyldu sína og að það dragi úr sóun náttúruauðlinda, en lág tengsl voru milli þess að fólk sagðist flokka og það dragi úr sóun náttúruauðlinda að flokka sorp (r=0,2524, p<0,05), sem gefur vísbendingar um að umhverfisvitund haldist í hendur við það að flokka. Það helst í hendur við aðrar niðurstöður sem hafa hafa sýnt að umhverfisvitund er marktækt tengd viðhorfum til endurvinnslu og að viðhorf og félagsleg viðmið hafa marktækt áhrif á endurvinnslu hegðun (Ramayah, Lee og Lim, 2012), en þeir sem hafa jákvæðara viðhorf til endurvinnslu eru líklegri til að flokka og endurvinna. Ekki fannst þó tölfræðilega marktæk fylgni milli þess að fólk kaupi minna, kaupi ekki óþarfa og kaupi vörur í minni umbúðum. Því virðist sú umhverfisverndarhegðun ekki vera tengd því hvort fólk flokki, eða ekki. En lág tölfræðilega marktæk fylgni var á milli þess að fólk sagðist flokka og þess að fólk reyndi að minnka það magn sem fer í ruslið með því að flokka og skila (r=0,2736, p<0,5). 4.4 Hefur flokkun til endurvinnslu hvatt fólk til að huga meira að umhverfismálum bæði í hugsun og gjörðum? Í kringum þriðjungur er því sammála að flokkun heimilissorps hafi verið hvati til að gera meira í þágu umhverfismála, en rétt tæplega fimmtungur er því ósammála. Lág tölfræðilega marktæk tengsl voru milli þess að flokka og finnast mikilvægt að aðrir flokki (r=0,2467, p<0,05). Sem getur bent til þess að flokkun til endurvinnslu fái fólk til að finnast mikilvægt að aðrir taki þátt í því, en ekki bara einstaklingurinn sjálfur. Jafnframt fundust tengsl milli þess að flokka og þess að flokkun hafi verið hvati til að gera meira í þágu umhverfismála (r=0,3287,p<0,05). Sem getur sagt okkur að flokkun gæti verið ein leið til að fá fólk til að hugsa út í umhverfismál og þannig bæta umhverfisverndarhegðun og vitun. Þá var fylgni