SlideShare a Scribd company logo
1 of 1
Download to read offline
GOÐAFRÆÐI DAGUR OG NÓTT



Óðinn og bræður hans tóku hræ Ýmis og fluttu í mitt Ginnungagap og gerðu af því
jörðina. Af blóði hans var hafið, af holdinu löndin, af beinunum björgin,
af tönnunum og brotnum beinflísum gerðu þeir grjót og urðir. Höfuðkúpu hans tóku
þeir og gerðu að himni og hvolfdu honum yfir jörðina.
Hann hefur fjögur horn og undir hverju þeirra situr dvergur: Austri, Vestri, Norðri og
Suðri. Maður nokkur átti tvö börn svo fögur og fríð
að hann kallaði soninn Mána og dótturina Sól. En goðunum sem leiddist montið í
honum tóku þau bæði og settu upp á himininn.
Þar stýrir Sól vagni hinnar réttu sólar, þeirrar er goðin höfðu skapað af glóð úr
Múspellsheimi til að lýsa heiminum.
Á sama hátt stýrir Máni göngu tungls og ræður nýjum og niðum. Jötunninn Narfi átti
dóttur er Nótt hét, svarta og dökka yfirlitum.
Hún var þrígift og átti síðast Delling sem var ása ættar. Þeirra sonur var Dagur, ljós
og fagur eins og faðir hans. Nótt og dagur fengu hesta og vagna
og voru send upp á himin og skulu þau ríða umhverfis jörðina á hverjum tveim
dægrum. Nótt fer á undan á hestinum Hrímfaxa,
sem döggvar jörðina með froðu úr munni sínum og Dagur kemur á eftir á Skinfaxa
sem er með svo ljóst fax að af því lýsir um loft og jörð.
Heila Ýmis köstuðu goðin í loft upp og gerðu úr honum ógnþrungin ský. Jörðin sem
Óðinn og bræður hans sköpuðu er flöt og utan um hana er hinn djúpi sær.
Á norðanverðum enda himins situr jötunn er heitir Hræsvelgur. Hann er í arnarham
og af vængjatökum hans þýtur
vindurinn yfir heiminn. Þetta er undarleg vera, ósýnileg en svo sterk að hún setur hin
miklu höf á hreyfingu og glæðir eldinn.

More Related Content

More from sel6smidja2010

More from sel6smidja2010 (20)

óðInn alex
óðInn alexóðInn alex
óðInn alex
 
óðInn og bræður hans sandra
óðInn og bræður hans sandraóðInn og bræður hans sandra
óðInn og bræður hans sandra
 
óðInn sigurbjorg
óðInn  sigurbjorgóðInn  sigurbjorg
óðInn sigurbjorg
 
Loki agnes
Loki agnesLoki agnes
Loki agnes
 
þóR andri snær
þóR andri snærþóR andri snær
þóR andri snær
 
Sköpun heimsins salma
Sköpun heimsins salmaSköpun heimsins salma
Sköpun heimsins salma
 
Godafraedi2 katrin
Godafraedi2 katrinGodafraedi2 katrin
Godafraedi2 katrin
 
Godafraedi birta
Godafraedi birtaGodafraedi birta
Godafraedi birta
 
Geitungakynning helga
Geitungakynning helgaGeitungakynning helga
Geitungakynning helga
 
Geitungar erika
Geitungar erikaGeitungar erika
Geitungar erika
 
Geitungar kynning sara
Geitungar kynning saraGeitungar kynning sara
Geitungar kynning sara
 
Geitunga kyning hekla
Geitunga kyning heklaGeitunga kyning hekla
Geitunga kyning hekla
 
Sól og máni erika
Sól og máni erikaSól og máni erika
Sól og máni erika
 
Norrængoðafræði helga
Norrængoðafræði helgaNorrængoðafræði helga
Norrængoðafræði helga
 
Dagur og nótt sveina
Dagur og nótt sveinaDagur og nótt sveina
Dagur og nótt sveina
 
Midgardur bjarki
Midgardur bjarkiMidgardur bjarki
Midgardur bjarki
 
Karitas auðhumla er nafn frumkýrinar
Karitas auðhumla er nafn frumkýrinarKaritas auðhumla er nafn frumkýrinar
Karitas auðhumla er nafn frumkýrinar
 
Geitungar kynning kata
Geitungar kynning kataGeitungar kynning kata
Geitungar kynning kata
 
Geitungar kynning bjarki
Geitungar kynning bjarkiGeitungar kynning bjarki
Geitungar kynning bjarki
 
Geitungar kynning
Geitungar kynningGeitungar kynning
Geitungar kynning
 

Sara

  • 1. GOÐAFRÆÐI DAGUR OG NÓTT Óðinn og bræður hans tóku hræ Ýmis og fluttu í mitt Ginnungagap og gerðu af því jörðina. Af blóði hans var hafið, af holdinu löndin, af beinunum björgin, af tönnunum og brotnum beinflísum gerðu þeir grjót og urðir. Höfuðkúpu hans tóku þeir og gerðu að himni og hvolfdu honum yfir jörðina. Hann hefur fjögur horn og undir hverju þeirra situr dvergur: Austri, Vestri, Norðri og Suðri. Maður nokkur átti tvö börn svo fögur og fríð að hann kallaði soninn Mána og dótturina Sól. En goðunum sem leiddist montið í honum tóku þau bæði og settu upp á himininn. Þar stýrir Sól vagni hinnar réttu sólar, þeirrar er goðin höfðu skapað af glóð úr Múspellsheimi til að lýsa heiminum. Á sama hátt stýrir Máni göngu tungls og ræður nýjum og niðum. Jötunninn Narfi átti dóttur er Nótt hét, svarta og dökka yfirlitum. Hún var þrígift og átti síðast Delling sem var ása ættar. Þeirra sonur var Dagur, ljós og fagur eins og faðir hans. Nótt og dagur fengu hesta og vagna og voru send upp á himin og skulu þau ríða umhverfis jörðina á hverjum tveim dægrum. Nótt fer á undan á hestinum Hrímfaxa, sem döggvar jörðina með froðu úr munni sínum og Dagur kemur á eftir á Skinfaxa sem er með svo ljóst fax að af því lýsir um loft og jörð. Heila Ýmis köstuðu goðin í loft upp og gerðu úr honum ógnþrungin ský. Jörðin sem Óðinn og bræður hans sköpuðu er flöt og utan um hana er hinn djúpi sær. Á norðanverðum enda himins situr jötunn er heitir Hræsvelgur. Hann er í arnarham og af vængjatökum hans þýtur vindurinn yfir heiminn. Þetta er undarleg vera, ósýnileg en svo sterk að hún setur hin miklu höf á hreyfingu og glæðir eldinn.