SlideShare a Scribd company logo
1 of 2
Download to read offline
Eignastýring
                                  Már Wolfgang Mixa

                             Höfundur: Gylfi Magnússon

      „Höfundur þessarar bókar telur næsta víst að hann muni ekki auðgast
mjög á sölu hennar”. (Gylfi Magnússon, bls. 148)

        Lengi vel hefur stór hluti kennsluefnis fyrir nemendur á háskólastigi verið á
ensku hérlendis. Fjármálafræðin eru þar engin undantekning, enda er það svo þegar
viðskiptafræðingar ræðast við að samtölunum hættir til að vera sambland af íslensku
og ensku. Þetta er ekki eingöngu neikvætt fyrir íslenska tungu almennt heldur einnig
að færri eiga þess kost að tileinka sér þessi fræði vegna tungumálaörðugleika, auk
þess sem áherslur og hugtök fræðiheita í ensku geta verið með öðrum blæ en á
móðurmálinu.

         Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands gerði nýlega bragarbót á þessu
með útgáfu á íslensku kennsluriti um eignastýringu eftir einn dósent deildarinnar,
Gylfa Magnússon, og nefnist bókin einfaldlega Eignastýring. Bókin er miðuð við
þarfir viðskipta- og hagfræðinga og er gert ráð fyrir að lesendur hafi grunnþekkingu á
fjármálum, hagfræði og tölfræði. Þetta er eina bókin sem undirritaður þekkir til sem
fjallar ýtarlega um fjármál á íslensku ef bókin Verðbréf og áhætta er undanskilin, sem
fjallar með almennum hætti um verðbréf. Verðbréf og áhætta hefur víða verið notuð
sem undirstöðurit hérlendis í fjármálafræðum og er hægt að nálgast hana án
endurgjalds á vefsíðunni www.isb.is. Flóra bóka sem tengjast fjármálafræðinni er þó
óðum að stækka, því á morgun er væntanleg ný bók frá sömu höfundum, Hlutabréf og
eignastýring, en hún fjallar um helstu aðferðir við val á hlutabréfum og uppbyggingu
eigna.

         Bók Gylfa, Eignastýringu, er skipt í fimm hluta. Í fyrstu tveimur hlutum
bókarinnar, sem eru í raun meginuppistaða hennar, koma fram helstu þættir varðandi
áhættumöt og samval verðbréfa í eignasöfnum. Gylfi byrjar á einföldum
grunnatriðum eins og áhættuþoli, sem getur verið afar breytilegt, bæði hvað varðar
mismunandi einstaklinga og hvað þykir eðlilegt á ólíkum tímabilum. Umræða um
áhættu og staðalfrávik verðbréfa þróast yfir í rannsóknir á áhættudreifingu og
hámarksnýtingu samvals eignasafna. Bent er á forsendur við gerð slíks samvals og
annmarka þeirra. Þriðji hluti bókarinnar einskorðast við dæmi úr efni fyrstu tveggja
hlutanna, en ætlast er til að þau séu sett upp í töflureikni. Í fjórða hlutanum fjallar
Gylfi um skilvirkni markaða, upplýsingagjöf tengda þeim og siðferði. Sá hluti er
nauðsynlegur í tengslum við umfjöllun fyrstu tveggja hluta bókarinnar, en forsendur
þeirrar umræðu eru meðal annars þær að markaðir séu skilvirkir og upplýsingar á
þeim séu ekki misnotaðar. Þetta er mikilvæg umræða því slíkt er almennt ekki raunin.
Þó svo að markaðir séu skilvirkir að stórum hluta eru til mörg dæmi sem sanna að
slíkt sé alls ekki ávallt raunin. Þetta á sérstaklega við þegar sálfræðilegi þátturinn
verður veigamikill í þjóðfélaginu varðandi verðbréf og hjarðhegðun fer að ráða
verðmyndun hlutabréfa ekki síður en raunhæfar spár. Auk þess eru upplýsingar í
höndum innherja oft og tíðum, því miður, misnotaðar sumum til ávinnings á kostnað
annarra sem ekki búa yfir sömu upplýsingum. Þessar staðreyndir brengla þær
forsendur sem almennt eru viðhafðar í fræðunum um eignastýringu, spurningin er að
hve miklu leyti slíkt gerist og hefur sá ágreiningur sjaldan verið meiri en einmitt í dag.
Gylfi fjallar einnig um ýmiskonar önnur siðfræðileg vandamál sem geta komið upp í
tengslum við verðbréfaviðskipti og hvernig slíkt getur komið niður á ávöxtun
viðskiptavina. Margar góðar þýðingar á fræðiheitum koma fram í þessum hluta og
veitir hann betri heildarmynd af þáttum sem máli skipta við að stunda eignastýringu
með sem bestum hætti. Fimmti og síðasti hlutinn fjallar um áhrif efnahagslífs á
vaxtaumhverfi og þar af leiðandi verðmyndun hlutabréfa. Auk þess er litið á nokkrar
kennitölur hlutabréfa og í lokin aðferðir við að meta árangur af ávöxtun eignasafna.

          Það má segja að Eignastýring hafi verið mörg ár í smíðum því efni hennar er
tekið saman úr kennslugögnum sem hafa staðist tímans tönn. Því eru fáir annmarkar á
henni og fjallað er um helstu grunnatriði sem viðkoma megindlegum og eigindlegum
skilningi eignastýringar. Tekið er fram í inngangi bókarinnar að aðallega sé fjallað
um verðlagningu hlutabréfa og samval þeirra í sjóði. Því er lítið fjallað um skuldabréf
og áhrifa þeirra í verðbréfasöfnum, sem er einn af grundvallarþáttunum varðandi
stýringu eignasafna. Fram kemur í inngangi Ágústs Einarssonar, deildarforseta, að
fleiri rit séu í undirbúningi á vegum deildarinnar. Fróðlegt verður að fylgjast með
frekari útgáfu sem deildarforseti lofar í inngangi bókarinnar.

       Birtist í Morgunblaðinu, 23.október, 2003

More Related Content

Viewers also liked

Viewers also liked (17)

Acv Mapa
Acv MapaAcv Mapa
Acv Mapa
 
Invites
InvitesInvites
Invites
 
Ambiente dinamico de marketing
Ambiente dinamico de marketingAmbiente dinamico de marketing
Ambiente dinamico de marketing
 
Comercio electronico
Comercio electronicoComercio electronico
Comercio electronico
 
Pet Business June16
Pet Business June16Pet Business June16
Pet Business June16
 
SISVAN ESCOLAR SDS 2006-2009 IMC 18 Y MAS
SISVAN ESCOLAR SDS 2006-2009 IMC 18 Y MASSISVAN ESCOLAR SDS 2006-2009 IMC 18 Y MAS
SISVAN ESCOLAR SDS 2006-2009 IMC 18 Y MAS
 
Pathologie des tendons fibulaires
Pathologie des tendons fibulairesPathologie des tendons fibulaires
Pathologie des tendons fibulaires
 
pruebatipografia
pruebatipografiapruebatipografia
pruebatipografia
 
Les 2 19 04-2010
Les 2 19 04-2010Les 2 19 04-2010
Les 2 19 04-2010
 
curso café 2
curso café 2curso café 2
curso café 2
 
53
5353
53
 
Planilha lote01 uca_14_abril-1
Planilha lote01 uca_14_abril-1Planilha lote01 uca_14_abril-1
Planilha lote01 uca_14_abril-1
 
Essai slide
Essai slideEssai slide
Essai slide
 
Haustüren von PIENO Haustürenbau
Haustüren von PIENO HaustürenbauHaustüren von PIENO Haustürenbau
Haustüren von PIENO Haustürenbau
 
Grade 7 e_parcc_ig_2017
Grade 7 e_parcc_ig_2017Grade 7 e_parcc_ig_2017
Grade 7 e_parcc_ig_2017
 
Plantilla
PlantillaPlantilla
Plantilla
 
угадай
угадайугадай
угадай
 

More from Mar Wolfgang Mixa

20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.docMar Wolfgang Mixa
 
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn 2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn Mar Wolfgang Mixa
 
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...Mar Wolfgang Mixa
 
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...Mar Wolfgang Mixa
 
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden moneyNations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden moneyMar Wolfgang Mixa
 
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonThe opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonMar Wolfgang Mixa
 
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...Mar Wolfgang Mixa
 
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...Mar Wolfgang Mixa
 
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland Mar Wolfgang Mixa
 
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árinLífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árinMar Wolfgang Mixa
 
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...Mar Wolfgang Mixa
 
Exista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right timeExista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right timeMar Wolfgang Mixa
 
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lanMar Wolfgang Mixa
 
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebookMar Wolfgang Mixa
 
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla NorðurlandannaÁfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla NorðurlandannaMar Wolfgang Mixa
 
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208Mar Wolfgang Mixa
 
20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóðMar Wolfgang Mixa
 
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækjaMar Wolfgang Mixa
 
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...Mar Wolfgang Mixa
 

More from Mar Wolfgang Mixa (20)

20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
 
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn 2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
 
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
 
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
 
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden moneyNations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
 
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonThe opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
 
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
 
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
 
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
 
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árinLífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
 
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
 
Exista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right timeExista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right time
 
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
 
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
 
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla NorðurlandannaÁfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
 
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
 
20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð
 
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
 
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
 
20090831 hvað er
20090831 hvað er20090831 hvað er
20090831 hvað er
 

20031023 eignastyring

  • 1. Eignastýring Már Wolfgang Mixa Höfundur: Gylfi Magnússon „Höfundur þessarar bókar telur næsta víst að hann muni ekki auðgast mjög á sölu hennar”. (Gylfi Magnússon, bls. 148) Lengi vel hefur stór hluti kennsluefnis fyrir nemendur á háskólastigi verið á ensku hérlendis. Fjármálafræðin eru þar engin undantekning, enda er það svo þegar viðskiptafræðingar ræðast við að samtölunum hættir til að vera sambland af íslensku og ensku. Þetta er ekki eingöngu neikvætt fyrir íslenska tungu almennt heldur einnig að færri eiga þess kost að tileinka sér þessi fræði vegna tungumálaörðugleika, auk þess sem áherslur og hugtök fræðiheita í ensku geta verið með öðrum blæ en á móðurmálinu. Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands gerði nýlega bragarbót á þessu með útgáfu á íslensku kennsluriti um eignastýringu eftir einn dósent deildarinnar, Gylfa Magnússon, og nefnist bókin einfaldlega Eignastýring. Bókin er miðuð við þarfir viðskipta- og hagfræðinga og er gert ráð fyrir að lesendur hafi grunnþekkingu á fjármálum, hagfræði og tölfræði. Þetta er eina bókin sem undirritaður þekkir til sem fjallar ýtarlega um fjármál á íslensku ef bókin Verðbréf og áhætta er undanskilin, sem fjallar með almennum hætti um verðbréf. Verðbréf og áhætta hefur víða verið notuð sem undirstöðurit hérlendis í fjármálafræðum og er hægt að nálgast hana án endurgjalds á vefsíðunni www.isb.is. Flóra bóka sem tengjast fjármálafræðinni er þó óðum að stækka, því á morgun er væntanleg ný bók frá sömu höfundum, Hlutabréf og eignastýring, en hún fjallar um helstu aðferðir við val á hlutabréfum og uppbyggingu eigna. Bók Gylfa, Eignastýringu, er skipt í fimm hluta. Í fyrstu tveimur hlutum bókarinnar, sem eru í raun meginuppistaða hennar, koma fram helstu þættir varðandi áhættumöt og samval verðbréfa í eignasöfnum. Gylfi byrjar á einföldum grunnatriðum eins og áhættuþoli, sem getur verið afar breytilegt, bæði hvað varðar mismunandi einstaklinga og hvað þykir eðlilegt á ólíkum tímabilum. Umræða um áhættu og staðalfrávik verðbréfa þróast yfir í rannsóknir á áhættudreifingu og hámarksnýtingu samvals eignasafna. Bent er á forsendur við gerð slíks samvals og annmarka þeirra. Þriðji hluti bókarinnar einskorðast við dæmi úr efni fyrstu tveggja hlutanna, en ætlast er til að þau séu sett upp í töflureikni. Í fjórða hlutanum fjallar Gylfi um skilvirkni markaða, upplýsingagjöf tengda þeim og siðferði. Sá hluti er nauðsynlegur í tengslum við umfjöllun fyrstu tveggja hluta bókarinnar, en forsendur þeirrar umræðu eru meðal annars þær að markaðir séu skilvirkir og upplýsingar á þeim séu ekki misnotaðar. Þetta er mikilvæg umræða því slíkt er almennt ekki raunin. Þó svo að markaðir séu skilvirkir að stórum hluta eru til mörg dæmi sem sanna að slíkt sé alls ekki ávallt raunin. Þetta á sérstaklega við þegar sálfræðilegi þátturinn verður veigamikill í þjóðfélaginu varðandi verðbréf og hjarðhegðun fer að ráða verðmyndun hlutabréfa ekki síður en raunhæfar spár. Auk þess eru upplýsingar í höndum innherja oft og tíðum, því miður, misnotaðar sumum til ávinnings á kostnað annarra sem ekki búa yfir sömu upplýsingum. Þessar staðreyndir brengla þær forsendur sem almennt eru viðhafðar í fræðunum um eignastýringu, spurningin er að
  • 2. hve miklu leyti slíkt gerist og hefur sá ágreiningur sjaldan verið meiri en einmitt í dag. Gylfi fjallar einnig um ýmiskonar önnur siðfræðileg vandamál sem geta komið upp í tengslum við verðbréfaviðskipti og hvernig slíkt getur komið niður á ávöxtun viðskiptavina. Margar góðar þýðingar á fræðiheitum koma fram í þessum hluta og veitir hann betri heildarmynd af þáttum sem máli skipta við að stunda eignastýringu með sem bestum hætti. Fimmti og síðasti hlutinn fjallar um áhrif efnahagslífs á vaxtaumhverfi og þar af leiðandi verðmyndun hlutabréfa. Auk þess er litið á nokkrar kennitölur hlutabréfa og í lokin aðferðir við að meta árangur af ávöxtun eignasafna. Það má segja að Eignastýring hafi verið mörg ár í smíðum því efni hennar er tekið saman úr kennslugögnum sem hafa staðist tímans tönn. Því eru fáir annmarkar á henni og fjallað er um helstu grunnatriði sem viðkoma megindlegum og eigindlegum skilningi eignastýringar. Tekið er fram í inngangi bókarinnar að aðallega sé fjallað um verðlagningu hlutabréfa og samval þeirra í sjóði. Því er lítið fjallað um skuldabréf og áhrifa þeirra í verðbréfasöfnum, sem er einn af grundvallarþáttunum varðandi stýringu eignasafna. Fram kemur í inngangi Ágústs Einarssonar, deildarforseta, að fleiri rit séu í undirbúningi á vegum deildarinnar. Fróðlegt verður að fylgjast með frekari útgáfu sem deildarforseti lofar í inngangi bókarinnar. Birtist í Morgunblaðinu, 23.október, 2003