SlideShare a Scribd company logo
Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Kennslufræði starfsgreina og vettvangsnám KEN 202G
SKÝRSLA 1 ÁHORF
Vettvangsnám.
Grétar I Guðlaugsson kt 240464-5199
Skýrsla vettvangnám áhorf. KEN 202G (2014V)
Efnisyfirlit
Inngangur.......................................................................................................................... 2
TRÉ 109 og LHÚ 104. kl. 08:05 til 09:00 23 janúar 2014............................................... 2
SUÐ 103. kl. 09:05 til 10:00 23 janúar 2014.................................................................... 2
VST 312. kl. 10:10 til 11:05 23 janúar 2014. ................................................................... 3
EFN 313. kl. 11:20 til 13:00 23 janúar 2014. ................................................................... 3
DAN 103. kl. 13:05 til 14:00 23 janúar 2014. .................................................................. 3
STÆ 213. kl. 14:30 til 15:25 23 janúar 2014.................................................................... 4
HUB 102. kl. 08:05 til 09:00 24 janúar 2014. .................................................................. 4
VST 312. kl. 09:00 til 10:00 24 janúar 2014. ................................................................... 5
STÆ 503. kl. 10:10 til 11:05 23 janúar 2014.................................................................... 5
Samantekt.......................................................................................................................... 5
Kennslumódelið................................................................................................................ 6
Grétar I Guðlaugsson kt 240464-5199
Skýrsla vettvangnám áhorf. KEN 202G (2014V)
Inngangur
Skýrsla þessi er unnin eftir vettvangsnám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og var markmið
námsins var að fylgjast með í kennslustundum. Áhorfið fór fram 23 og 24 janúar 2014 og
var farið í mismunandi kennslustundir og eru þær eftirfarandi danska, stærðfræði ,
efnafræði. trésmíði, lokaverkefni húsasmiða, járn suðu, vélstjórn og húsaviðgerðir og
breytingar.
TRÉ 109 og LHÚ 104. kl. 08:05 til 09:00 23 janúar 2014.
Í fyrsta tímanum var farið í TRÉ109 og LHÚ 104 en þessir tímar eru kenndir saman í
skólanum þar sem of fáir nemendur eru til staðar í trésmíðinni og er ekki talið að það komi
niður á náminu. Hluti af kennslustundinni var sýnikennsla, kynning og aðstoð, verklegar
æfingar og sjálfstæð skapandi viðfangsefni. Nemendur sem voru í TRÉ 109 voru að byrja
að smíða lítinn koll. Þeir sem voru í LHÚ 104 voru að geirnegla saman horn og voru
forsendurnar þær að þeir mundu kynnast smíðum á ýmsum munum en þeir sem voru í
LHÚ voru að þjálfa handbragðið við að geirnegla og nákvæm vinnubrögð.
Kennslustofan var lítið trésmíðaverkstæði í skólanum með sal þar sem margir
hefilbekkir voru saman komnir, heldur fannst mér umgengni og frágangur eftir tímann vera
ábótavant og ekki gert mikið í því að nemendum væri kennt það að ganga snyrtileg um
eftir vinnu, annars var um bjarta og góða kennslustofu að ræða með góðu aðgengi fyrir
alla. Við upphaf LHÚ var nemendunum gefin þau fyrirmæli að geirnegla saman horn og
nákvæmniskröfur sýndar á slíku verkefni og að geirneglingunni lokinn var handbragðið
metið og nemendum sýnt hvað mætti betur fara. Við upphaf TRÉ var nemendum sýnd
teikning og þeir látnir skrifa niður lengd, breidd, þykkt og fjölda þess efnis sem þeir þurftu,
kennarinn fór yfir listana og lét nemendur leiðrétta eftir þörfum, að svo búnu var farið í það
að efna niður í kollinn og efnið unnið.
SUÐ 103. kl. 09:05 til 10:00 23 janúar 2014.
Annar tíminn sem ég fór í var suða SUÐ 104 og voru þar nemendur með hlutina á hreinu
þeir vissu hvað átti að gera í tímanum þar sem þetta var framhaldstími frá öðrum kennslu
tíma. Kennslan var mjög vel ígrunduð og skipulögð, hér var á ferðinni verkleg æfing í
logsuðu ásamt tifsuðu þar sem nemendur voru að sjóða saman járnstykki og áttu að skila
því með ákveðinni suðuáferð, þegar búið var að sjóða saman stykkin fór kennarinn yfir þau
Grétar I Guðlaugsson kt 240464-5199
Skýrsla vettvangnám áhorf. KEN 202G (2014V)
og leiðbeindi nemendum um það hvað þyrfti að gera betur. Þessi kennsla var bæði
sýnikennsla og æfing nemendanna.
Kennslustofan var snyrtileg og greinilegt að hér var á ferðinni kennari sem vildi hafa
hlutina á réttum stöðum og allt á sýnum stað enda var hér kennslustofa þar sem kennt var
bæði á vélar, suðu og rennismíði.
VST 312. kl. 10:10 til 11:05 23 janúar 2014.
Þriðji tíminn var í vélstjórnun þar sem nemandinn var að læra á forrit í tölvu þar sem
verkefnið var að stjórna vélarrúmi í skipi. Hér er um sjálfstæð skapandi viðfangsefni að
ræða, þar sem eitt leiðir af öðru sem nemandinn framkvæmir og er forritið þannig gert að
það líkir eftir tæknivæddu vélarrúmi skips. Nemendur vissu nákvæmlega til hvers var
ætlast og hafði kennarinn orð á því að oftar en ekki væru þeir mættir á undan honum og
byrjaðar á verkefni dagsins þar sem það lægi alltaf fyrir á netinu hvað ætti að gera í
tímanum og þannig hefðu þeir nemendur sem höfðu mikinn áhuga á faginu tíma til að spá í
því hvaða verkefni ætti að leysa, þetta sparaði kennaranum mikinn tíma í kennslunni og
tíminn varð mjög markviss og kennslan því mikil í tímanum. Markmiðið var að finna út
einhverja bilun í olíukerfi skipsins og laga það sem bilað var. Kennslustofan var vel tækum
búinn og skemmtilega upp sett, björt og rúmgóð. Í lok tímans gat kennarinn rakið ferli
nemandans og bent honum á hvað mætti fara betur og hvað væri vel gert.
EFN 313. kl. 11:20 til 13:00 23 janúar 2014.
Fjórði tíminn var í efnafræði þar sem verið var að fara yfir lotukerfið og allt sem því fylgdi.
Hér var á ferðinni útlistunar kennsla og þrautalausnir þar sem kennarinn fór yfir ákveðið
efni og skrifaði svo dæmi á töfluna og lét nemendur leysa þau. Kennarinn var greinilega
vel undir tímann búinn og sýndi nemendum mikinn skilning á því sem þeir ekki skyldu og
eða kunnu ekki.
Kennslustofan var rúmgóð og björt með myndvarpa og góðum tússtöflum sem voru
mikið notaðar í tímanum.
DAN 103. kl. 13:05 til 14:00 23 janúar 2014.
Fimmti tíminn var í dönsku og var verið að fara yfir nöfn og setningar tengdum nöfnum og
veðurfari. Þessi tími er fyrir nemendur sem eru á fyrsta ári í skólanum og bar þess glöggt
Grétar I Guðlaugsson kt 240464-5199
Skýrsla vettvangnám áhorf. KEN 202G (2014V)
merki. Kennarinn var mjög vel undir tímann búinn enda búinn að kenna dönsku til fjölda
ára að minnstakosti 32 ár. Kennslan var í formi fyrirlestrar og spurninga á dönsku þar sem
nemendur voru spurðir spurninga á dönsku og áttu að svara á dönsku. Kennslustofna var
eins og hinar mjög rúmgóð og björt.
Eitt atvik kom upp við kennsluna þar sem einn nemandinn kom of seint í tímann,
kennarinn hefur þá reglu að læsa stofunni þegar að fimm mínútur eru liðar af tímanum og
komst nemandinn því ekki inn og því var hringt frá skólaskrifstofunni í kennarann og
honum tjá að einn nemandinn hefði ekki komist inn í tímann og lét kennarinn nemendur
ákveða hvort hann mætti koma inni í tímann og ákváðu nemendurnir að hleypa honum inn
ef hann gæti svarað einni spurningu á dönsku rétt sem hann og gerði.
STÆ 213. kl. 14:30 til 15:25 23 janúar 2014.
Sjötti tíminn var í stærðfræði og var verið að kenna hornareikning. Þetta var að mínum
mati mjög óskipulagður tími þar sem kennarinn byrjað á því að lesa upp nöfn þeirra sem
áttu að vera í tímanum og voru margir þeirra fjarverandi. Síðan sýndi hann útreikninga sem
nemendur áttu að vera búnir að reikna heima á töflunni og setti nokkur dæmi á töfluna sem
nemendur áttu að reikna í tímanum. Eftir það fór hann á milli nemendanna og aðstoðaði
hvern og einn nemanda eftir þörfu. Þar sem um tuttugu nemendur voru mættir voru ekki
nema um tvær mínútur að meðaltali hver nemanda. Flest allir voru að spyrja sömu
spurningar. Mér fannst þetta vera meira stoðtími frekar en raunveruleg kennsla. Nemendur
sýndu almennt lítinn áhuga og voru illa undir tíman búnir.
Kennslustofan var í næst elsta hluta skólans og bar þess svolítið merki en öll helstu
tæki voru þar til staðar eins og myndvarpi og tölva, hún var björt og góð að öðru leiti.
HUB 102. kl. 08:05 til 09:00 24 janúar 2014.
Sjöundi tíminn var í húsaviðgerðum og breytingum, hér var verið að fara yfir endurbætur
gamalla húsa og sögu þeirra, markmiðið í tímanum var upprifjun og könnun, en þegar að
ákveðið var að ég kæmi í þennan tíma þá var honum breytt talsvert og var ákveðið að fara í
gegnum það ferli sem fer af stað þegar að verið er að fara í endurbyggingu gamalla húsa.
Kennarinn fékk leyfi hjá mér til þess að notast við lokaverkefni mitt úr byggingafræði í
kennsluna, það varð til þess að ég tók talsverðan þátt í kennslunni sjálfri. Nemendur voru
vel með á nótunum um efnið og hafði einn þeirra verið að vinn við endurgerð á húsinu sem
ég var með í lokaverkefninu. Kennarinn var vel skipulagður og þrátt fyrir breyttan tíma var
Grétar I Guðlaugsson kt 240464-5199
Skýrsla vettvangnám áhorf. KEN 202G (2014V)
hann vel undirbúinn, hann hafði góð tök á nemendunum. Þessi tími varð að fyrirlestrartíma
og kynningu á lokaverkefninu. Nemendurnir voru almennt vel undirbúnir og sýndu
kennslunni mikinn áhuga.
Kennslustofan var björt en gluggalaus og búinn myndvarpa og tölvu ásamt tússtöflu,
einnig var í stofunni allskyns efni sem tilheyrir húsasmíðinni.
VST 312. kl. 09:00 til 10:00 24 janúar 2014.
Áttundi tíminn var í vélstjórn og var farmhalda af tímanum sem var kl. 10:10 til 11:05
þann 23. janúar 2014 og því ekki mikið um hann að segja meira.
STÆ 503. kl. 10:10 til 11:05 23 janúar 2014.
Níundi tíminn var í stærðfræði. Kennarinn var vel undir tímann búinn og fór yfir
heimaverkefnin sem sett höfðu verið fyrir tímann, eftir það fór hann yfir áframhaldið og
kom með sýnidæmi og svaraði fyrirspurnum nemendanna, þega því var lokið setti hann
fyrir æfingardæmi þar sem tveir til þrír voru saman í hóp við að leysa verkefnin. Hann
gekk á milli þeirra sem þurftu á að stoð að halda, þega að þeir voru búnir að leysa dæmin
þurftu nemendur að skila til kennarans úrlausnunum og fengu að yfirgefa tímann.
Nemendur sýndu almennt mikla kurteisi og mikinn áhuga á námsefninu og voru vel undir
tíman búnir.
Kennslustofan var í næst elsta hluta skólans og bar þess merki en var rúmgóð og með
myndvarpa og tölvu.
Samantekt
Eins og sjá má á listanum sem er hér að ofan fór ég í ýmsar kennslustundir sem ekki
tilheyra mínu fagi og tel ég það hafa verið mikill kostur fyrir mig að sjá hvernig kennslan
fer almennt fram og undirbúninginn undir kennsluna, sem var æði misjafn.
Ýmsar aðferðir voru notaðar við kennsluna allt frá verklegum æfingum til
þrautalausna í vinnuhópum, það sem mér þótti áhugavert var hvað kennarar hafa mis góð
tök á nemendum sínum og hvað þeir höfðu breytilega áhuga á kennslunni. Mér þótti mjög
áhugavert í smíðinni að sjá hvernig fléttað var saman verklegum æfingum og sjálfstæð
skapandi vinnu nemendanna og samvinnu þeirra í milli. Það sem ég tek með mér eftir
þessa vettvangsferð er í raun sundrung í hugsun um hvernig ég mundi standa að kennslunni
Grétar I Guðlaugsson kt 240464-5199
Skýrsla vettvangnám áhorf. KEN 202G (2014V)
og vangaveltu yfir því hvaða aðferð hentar best við það sem ég færi að kenna. Flestir
kennararnir höfðu mikinn metnað við kennsluna og sýndu nemendum mikinn skilning
varðandi þau málefni sem upp komu í tímunum og leystu öll þau mál af mikilli festu og
ákveðni án þess þó að sýna einhverja hörku eða yfirgang.
Kennslumódelið
Forsendur voru af ólíkum toga í kennslunni þar sem kennt var allt frá tungumálum til
trésmíði, þó voru þær forsendur sem voru sameiginlegar hjá flestum að nemendur lærðu
eitthvað í tímunum og kennslan vel ígrunduð, ég það hafa náðst hjá flest öllum
kennurunum.
Umhverfið var í allastaði mjög gott í öllum kennslustofunum og voru þær mjög vel
tækjum búna, aðgengið að skólanum var einnig mjög gott ásamat mötuneitum og
nemendaaðstöðu.
Markmiðin voru eins og gefur að skilja mjög ólík en ég tel að flestir kennararnir hafi
náð settum markmiðum eins og til dæmis í smíðinni þar sem markmið tímans var að
nemendur lærðu að máltaka og magntaka af teikningu.
Innihaldið var skýrt og greinilegt í upphafi allra tímanna sem ég sótti eins og í
dönskunni þar sem innihaldið var að tala um nöfn og veður í kennslutímanum, í
járnsmíðinni var innihaldið að sjóða saman járn.
Kennsluferlið var í flestu tilfellum mjög vel sett fram og fylgdu kennarar þeim
tímamörkum sem þeir settu sér í upphafi af mikilli festu og öryggi, en þess ber þó að geta
að í smíðinni getur oft verið erfitt að halda áætlun en það tókst þó þokkalega vel.
Mat var ekki mikið í þeim tímum sem ég sótti þó má segja að kennarar hafi metið
frammistöðu nemenda eftir því hve vel undirbúnir þeir komu í tímann, í járnsmíðinni var
þó um símat að ræða þar sem nemendur voru að sjóða saman járn og í vélstjórnunni lík þar
sem þeir urðu að far eftir ákveðnu ferli til þess að bræða ekki ú vélum skipsins.
Þetta er langt frá því að vera tæmandi skýrsla, hún gæti vel verið 3000 orð en ég læt
staðar numið nú en vil nefna það að lokum að ég tala um flesta kennara og þar á ég við alla
nema einn sem mér fannst ekki vera vel undir kennslutíman búinn, einnig vildi ég minnsta
á það að tveir kennarar töluðu mikið um það að þeir hefðu alltaf jafn gaman að því að
kenna þrátt fyrir það að vera búnir að vera kenna í yfir þrátíu ár.
Grétar I Guðlaugsson kt 240464-5199
Skýrsla vettvangnám áhorf. KEN 202G (2014V)

More Related Content

Viewers also liked

Newsletter CFI du 7 au 11 Octobre 2013
Newsletter CFI du 7 au 11 Octobre 2013Newsletter CFI du 7 au 11 Octobre 2013
Newsletter CFI du 7 au 11 Octobre 2013
CFIHAITI
 
Dibujos que te_dejan_pensando_naturaleza
Dibujos que te_dejan_pensando_naturalezaDibujos que te_dejan_pensando_naturaleza
Dibujos que te_dejan_pensando_naturaleza
anarkosepe
 
Kinder orientation wolman elem 2013 2014 march 22 @ 1240
Kinder orientation wolman elem 2013 2014 march 22 @ 1240Kinder orientation wolman elem 2013 2014 march 22 @ 1240
Kinder orientation wolman elem 2013 2014 march 22 @ 1240
ddstovall
 

Viewers also liked (17)

Tekkland
TekklandTekkland
Tekkland
 
Glosario
GlosarioGlosario
Glosario
 
Newsletter CFI du 7 au 11 Octobre 2013
Newsletter CFI du 7 au 11 Octobre 2013Newsletter CFI du 7 au 11 Octobre 2013
Newsletter CFI du 7 au 11 Octobre 2013
 
Bob
BobBob
Bob
 
Armagh Presentation For 24.07.08b
Armagh Presentation For 24.07.08bArmagh Presentation For 24.07.08b
Armagh Presentation For 24.07.08b
 
YouPage interview
YouPage interviewYouPage interview
YouPage interview
 
IE Presentación
IE PresentaciónIE Presentación
IE Presentación
 
Dibujos que te_dejan_pensando_naturaleza
Dibujos que te_dejan_pensando_naturalezaDibujos que te_dejan_pensando_naturaleza
Dibujos que te_dejan_pensando_naturaleza
 
la energia interna de la tierra
la energia interna de la tierrala energia interna de la tierra
la energia interna de la tierra
 
Kinder orientation wolman elem 2013 2014 march 22 @ 1240
Kinder orientation wolman elem 2013 2014 march 22 @ 1240Kinder orientation wolman elem 2013 2014 march 22 @ 1240
Kinder orientation wolman elem 2013 2014 march 22 @ 1240
 
International Summer Camps for Juniors Alicante Spain
International Summer Camps for Juniors Alicante SpainInternational Summer Camps for Juniors Alicante Spain
International Summer Camps for Juniors Alicante Spain
 
Xaviers institute of business management studies .case study answer sheets. m...
Xaviers institute of business management studies .case study answer sheets. m...Xaviers institute of business management studies .case study answer sheets. m...
Xaviers institute of business management studies .case study answer sheets. m...
 
Basic Stamp Lightmeter Presentation
Basic Stamp Lightmeter PresentationBasic Stamp Lightmeter Presentation
Basic Stamp Lightmeter Presentation
 
Svör við 1.kafla
Svör við 1.kaflaSvör við 1.kafla
Svör við 1.kafla
 
Unidade 2 esa
Unidade 2 esaUnidade 2 esa
Unidade 2 esa
 
Mi Pueblecico Digital 2010 3 19 Especial Semana Santa 2010
Mi Pueblecico Digital   2010 3 19   Especial Semana Santa 2010Mi Pueblecico Digital   2010 3 19   Especial Semana Santa 2010
Mi Pueblecico Digital 2010 3 19 Especial Semana Santa 2010
 
Kafli1
Kafli1Kafli1
Kafli1
 

Skýrsla áhorf grétar i guðlaugsson2

  • 1. Menntavísindasvið Háskóla Íslands Kennslufræði starfsgreina og vettvangsnám KEN 202G SKÝRSLA 1 ÁHORF Vettvangsnám.
  • 2. Grétar I Guðlaugsson kt 240464-5199 Skýrsla vettvangnám áhorf. KEN 202G (2014V) Efnisyfirlit Inngangur.......................................................................................................................... 2 TRÉ 109 og LHÚ 104. kl. 08:05 til 09:00 23 janúar 2014............................................... 2 SUÐ 103. kl. 09:05 til 10:00 23 janúar 2014.................................................................... 2 VST 312. kl. 10:10 til 11:05 23 janúar 2014. ................................................................... 3 EFN 313. kl. 11:20 til 13:00 23 janúar 2014. ................................................................... 3 DAN 103. kl. 13:05 til 14:00 23 janúar 2014. .................................................................. 3 STÆ 213. kl. 14:30 til 15:25 23 janúar 2014.................................................................... 4 HUB 102. kl. 08:05 til 09:00 24 janúar 2014. .................................................................. 4 VST 312. kl. 09:00 til 10:00 24 janúar 2014. ................................................................... 5 STÆ 503. kl. 10:10 til 11:05 23 janúar 2014.................................................................... 5 Samantekt.......................................................................................................................... 5 Kennslumódelið................................................................................................................ 6
  • 3. Grétar I Guðlaugsson kt 240464-5199 Skýrsla vettvangnám áhorf. KEN 202G (2014V) Inngangur Skýrsla þessi er unnin eftir vettvangsnám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og var markmið námsins var að fylgjast með í kennslustundum. Áhorfið fór fram 23 og 24 janúar 2014 og var farið í mismunandi kennslustundir og eru þær eftirfarandi danska, stærðfræði , efnafræði. trésmíði, lokaverkefni húsasmiða, járn suðu, vélstjórn og húsaviðgerðir og breytingar. TRÉ 109 og LHÚ 104. kl. 08:05 til 09:00 23 janúar 2014. Í fyrsta tímanum var farið í TRÉ109 og LHÚ 104 en þessir tímar eru kenndir saman í skólanum þar sem of fáir nemendur eru til staðar í trésmíðinni og er ekki talið að það komi niður á náminu. Hluti af kennslustundinni var sýnikennsla, kynning og aðstoð, verklegar æfingar og sjálfstæð skapandi viðfangsefni. Nemendur sem voru í TRÉ 109 voru að byrja að smíða lítinn koll. Þeir sem voru í LHÚ 104 voru að geirnegla saman horn og voru forsendurnar þær að þeir mundu kynnast smíðum á ýmsum munum en þeir sem voru í LHÚ voru að þjálfa handbragðið við að geirnegla og nákvæm vinnubrögð. Kennslustofan var lítið trésmíðaverkstæði í skólanum með sal þar sem margir hefilbekkir voru saman komnir, heldur fannst mér umgengni og frágangur eftir tímann vera ábótavant og ekki gert mikið í því að nemendum væri kennt það að ganga snyrtileg um eftir vinnu, annars var um bjarta og góða kennslustofu að ræða með góðu aðgengi fyrir alla. Við upphaf LHÚ var nemendunum gefin þau fyrirmæli að geirnegla saman horn og nákvæmniskröfur sýndar á slíku verkefni og að geirneglingunni lokinn var handbragðið metið og nemendum sýnt hvað mætti betur fara. Við upphaf TRÉ var nemendum sýnd teikning og þeir látnir skrifa niður lengd, breidd, þykkt og fjölda þess efnis sem þeir þurftu, kennarinn fór yfir listana og lét nemendur leiðrétta eftir þörfum, að svo búnu var farið í það að efna niður í kollinn og efnið unnið. SUÐ 103. kl. 09:05 til 10:00 23 janúar 2014. Annar tíminn sem ég fór í var suða SUÐ 104 og voru þar nemendur með hlutina á hreinu þeir vissu hvað átti að gera í tímanum þar sem þetta var framhaldstími frá öðrum kennslu tíma. Kennslan var mjög vel ígrunduð og skipulögð, hér var á ferðinni verkleg æfing í logsuðu ásamt tifsuðu þar sem nemendur voru að sjóða saman járnstykki og áttu að skila því með ákveðinni suðuáferð, þegar búið var að sjóða saman stykkin fór kennarinn yfir þau
  • 4. Grétar I Guðlaugsson kt 240464-5199 Skýrsla vettvangnám áhorf. KEN 202G (2014V) og leiðbeindi nemendum um það hvað þyrfti að gera betur. Þessi kennsla var bæði sýnikennsla og æfing nemendanna. Kennslustofan var snyrtileg og greinilegt að hér var á ferðinni kennari sem vildi hafa hlutina á réttum stöðum og allt á sýnum stað enda var hér kennslustofa þar sem kennt var bæði á vélar, suðu og rennismíði. VST 312. kl. 10:10 til 11:05 23 janúar 2014. Þriðji tíminn var í vélstjórnun þar sem nemandinn var að læra á forrit í tölvu þar sem verkefnið var að stjórna vélarrúmi í skipi. Hér er um sjálfstæð skapandi viðfangsefni að ræða, þar sem eitt leiðir af öðru sem nemandinn framkvæmir og er forritið þannig gert að það líkir eftir tæknivæddu vélarrúmi skips. Nemendur vissu nákvæmlega til hvers var ætlast og hafði kennarinn orð á því að oftar en ekki væru þeir mættir á undan honum og byrjaðar á verkefni dagsins þar sem það lægi alltaf fyrir á netinu hvað ætti að gera í tímanum og þannig hefðu þeir nemendur sem höfðu mikinn áhuga á faginu tíma til að spá í því hvaða verkefni ætti að leysa, þetta sparaði kennaranum mikinn tíma í kennslunni og tíminn varð mjög markviss og kennslan því mikil í tímanum. Markmiðið var að finna út einhverja bilun í olíukerfi skipsins og laga það sem bilað var. Kennslustofan var vel tækum búinn og skemmtilega upp sett, björt og rúmgóð. Í lok tímans gat kennarinn rakið ferli nemandans og bent honum á hvað mætti fara betur og hvað væri vel gert. EFN 313. kl. 11:20 til 13:00 23 janúar 2014. Fjórði tíminn var í efnafræði þar sem verið var að fara yfir lotukerfið og allt sem því fylgdi. Hér var á ferðinni útlistunar kennsla og þrautalausnir þar sem kennarinn fór yfir ákveðið efni og skrifaði svo dæmi á töfluna og lét nemendur leysa þau. Kennarinn var greinilega vel undir tímann búinn og sýndi nemendum mikinn skilning á því sem þeir ekki skyldu og eða kunnu ekki. Kennslustofan var rúmgóð og björt með myndvarpa og góðum tússtöflum sem voru mikið notaðar í tímanum. DAN 103. kl. 13:05 til 14:00 23 janúar 2014. Fimmti tíminn var í dönsku og var verið að fara yfir nöfn og setningar tengdum nöfnum og veðurfari. Þessi tími er fyrir nemendur sem eru á fyrsta ári í skólanum og bar þess glöggt
  • 5. Grétar I Guðlaugsson kt 240464-5199 Skýrsla vettvangnám áhorf. KEN 202G (2014V) merki. Kennarinn var mjög vel undir tímann búinn enda búinn að kenna dönsku til fjölda ára að minnstakosti 32 ár. Kennslan var í formi fyrirlestrar og spurninga á dönsku þar sem nemendur voru spurðir spurninga á dönsku og áttu að svara á dönsku. Kennslustofna var eins og hinar mjög rúmgóð og björt. Eitt atvik kom upp við kennsluna þar sem einn nemandinn kom of seint í tímann, kennarinn hefur þá reglu að læsa stofunni þegar að fimm mínútur eru liðar af tímanum og komst nemandinn því ekki inn og því var hringt frá skólaskrifstofunni í kennarann og honum tjá að einn nemandinn hefði ekki komist inn í tímann og lét kennarinn nemendur ákveða hvort hann mætti koma inni í tímann og ákváðu nemendurnir að hleypa honum inn ef hann gæti svarað einni spurningu á dönsku rétt sem hann og gerði. STÆ 213. kl. 14:30 til 15:25 23 janúar 2014. Sjötti tíminn var í stærðfræði og var verið að kenna hornareikning. Þetta var að mínum mati mjög óskipulagður tími þar sem kennarinn byrjað á því að lesa upp nöfn þeirra sem áttu að vera í tímanum og voru margir þeirra fjarverandi. Síðan sýndi hann útreikninga sem nemendur áttu að vera búnir að reikna heima á töflunni og setti nokkur dæmi á töfluna sem nemendur áttu að reikna í tímanum. Eftir það fór hann á milli nemendanna og aðstoðaði hvern og einn nemanda eftir þörfu. Þar sem um tuttugu nemendur voru mættir voru ekki nema um tvær mínútur að meðaltali hver nemanda. Flest allir voru að spyrja sömu spurningar. Mér fannst þetta vera meira stoðtími frekar en raunveruleg kennsla. Nemendur sýndu almennt lítinn áhuga og voru illa undir tíman búnir. Kennslustofan var í næst elsta hluta skólans og bar þess svolítið merki en öll helstu tæki voru þar til staðar eins og myndvarpi og tölva, hún var björt og góð að öðru leiti. HUB 102. kl. 08:05 til 09:00 24 janúar 2014. Sjöundi tíminn var í húsaviðgerðum og breytingum, hér var verið að fara yfir endurbætur gamalla húsa og sögu þeirra, markmiðið í tímanum var upprifjun og könnun, en þegar að ákveðið var að ég kæmi í þennan tíma þá var honum breytt talsvert og var ákveðið að fara í gegnum það ferli sem fer af stað þegar að verið er að fara í endurbyggingu gamalla húsa. Kennarinn fékk leyfi hjá mér til þess að notast við lokaverkefni mitt úr byggingafræði í kennsluna, það varð til þess að ég tók talsverðan þátt í kennslunni sjálfri. Nemendur voru vel með á nótunum um efnið og hafði einn þeirra verið að vinn við endurgerð á húsinu sem ég var með í lokaverkefninu. Kennarinn var vel skipulagður og þrátt fyrir breyttan tíma var
  • 6. Grétar I Guðlaugsson kt 240464-5199 Skýrsla vettvangnám áhorf. KEN 202G (2014V) hann vel undirbúinn, hann hafði góð tök á nemendunum. Þessi tími varð að fyrirlestrartíma og kynningu á lokaverkefninu. Nemendurnir voru almennt vel undirbúnir og sýndu kennslunni mikinn áhuga. Kennslustofan var björt en gluggalaus og búinn myndvarpa og tölvu ásamt tússtöflu, einnig var í stofunni allskyns efni sem tilheyrir húsasmíðinni. VST 312. kl. 09:00 til 10:00 24 janúar 2014. Áttundi tíminn var í vélstjórn og var farmhalda af tímanum sem var kl. 10:10 til 11:05 þann 23. janúar 2014 og því ekki mikið um hann að segja meira. STÆ 503. kl. 10:10 til 11:05 23 janúar 2014. Níundi tíminn var í stærðfræði. Kennarinn var vel undir tímann búinn og fór yfir heimaverkefnin sem sett höfðu verið fyrir tímann, eftir það fór hann yfir áframhaldið og kom með sýnidæmi og svaraði fyrirspurnum nemendanna, þega því var lokið setti hann fyrir æfingardæmi þar sem tveir til þrír voru saman í hóp við að leysa verkefnin. Hann gekk á milli þeirra sem þurftu á að stoð að halda, þega að þeir voru búnir að leysa dæmin þurftu nemendur að skila til kennarans úrlausnunum og fengu að yfirgefa tímann. Nemendur sýndu almennt mikla kurteisi og mikinn áhuga á námsefninu og voru vel undir tíman búnir. Kennslustofan var í næst elsta hluta skólans og bar þess merki en var rúmgóð og með myndvarpa og tölvu. Samantekt Eins og sjá má á listanum sem er hér að ofan fór ég í ýmsar kennslustundir sem ekki tilheyra mínu fagi og tel ég það hafa verið mikill kostur fyrir mig að sjá hvernig kennslan fer almennt fram og undirbúninginn undir kennsluna, sem var æði misjafn. Ýmsar aðferðir voru notaðar við kennsluna allt frá verklegum æfingum til þrautalausna í vinnuhópum, það sem mér þótti áhugavert var hvað kennarar hafa mis góð tök á nemendum sínum og hvað þeir höfðu breytilega áhuga á kennslunni. Mér þótti mjög áhugavert í smíðinni að sjá hvernig fléttað var saman verklegum æfingum og sjálfstæð skapandi vinnu nemendanna og samvinnu þeirra í milli. Það sem ég tek með mér eftir þessa vettvangsferð er í raun sundrung í hugsun um hvernig ég mundi standa að kennslunni
  • 7. Grétar I Guðlaugsson kt 240464-5199 Skýrsla vettvangnám áhorf. KEN 202G (2014V) og vangaveltu yfir því hvaða aðferð hentar best við það sem ég færi að kenna. Flestir kennararnir höfðu mikinn metnað við kennsluna og sýndu nemendum mikinn skilning varðandi þau málefni sem upp komu í tímunum og leystu öll þau mál af mikilli festu og ákveðni án þess þó að sýna einhverja hörku eða yfirgang. Kennslumódelið Forsendur voru af ólíkum toga í kennslunni þar sem kennt var allt frá tungumálum til trésmíði, þó voru þær forsendur sem voru sameiginlegar hjá flestum að nemendur lærðu eitthvað í tímunum og kennslan vel ígrunduð, ég það hafa náðst hjá flest öllum kennurunum. Umhverfið var í allastaði mjög gott í öllum kennslustofunum og voru þær mjög vel tækjum búna, aðgengið að skólanum var einnig mjög gott ásamat mötuneitum og nemendaaðstöðu. Markmiðin voru eins og gefur að skilja mjög ólík en ég tel að flestir kennararnir hafi náð settum markmiðum eins og til dæmis í smíðinni þar sem markmið tímans var að nemendur lærðu að máltaka og magntaka af teikningu. Innihaldið var skýrt og greinilegt í upphafi allra tímanna sem ég sótti eins og í dönskunni þar sem innihaldið var að tala um nöfn og veður í kennslutímanum, í járnsmíðinni var innihaldið að sjóða saman járn. Kennsluferlið var í flestu tilfellum mjög vel sett fram og fylgdu kennarar þeim tímamörkum sem þeir settu sér í upphafi af mikilli festu og öryggi, en þess ber þó að geta að í smíðinni getur oft verið erfitt að halda áætlun en það tókst þó þokkalega vel. Mat var ekki mikið í þeim tímum sem ég sótti þó má segja að kennarar hafi metið frammistöðu nemenda eftir því hve vel undirbúnir þeir komu í tímann, í járnsmíðinni var þó um símat að ræða þar sem nemendur voru að sjóða saman járn og í vélstjórnunni lík þar sem þeir urðu að far eftir ákveðnu ferli til þess að bræða ekki ú vélum skipsins. Þetta er langt frá því að vera tæmandi skýrsla, hún gæti vel verið 3000 orð en ég læt staðar numið nú en vil nefna það að lokum að ég tala um flesta kennara og þar á ég við alla nema einn sem mér fannst ekki vera vel undir kennslutíman búinn, einnig vildi ég minnsta á það að tveir kennarar töluðu mikið um það að þeir hefðu alltaf jafn gaman að því að kenna þrátt fyrir það að vera búnir að vera kenna í yfir þrátíu ár.
  • 8. Grétar I Guðlaugsson kt 240464-5199 Skýrsla vettvangnám áhorf. KEN 202G (2014V)