SlideShare a Scribd company logo
1 of 14
Skilnaður til góðs?
Dr. Ásgeir Jónsson
Dósent, hagfræðideild Háskóla Íslands
Efnahagsráðgjafi Virðingar
Hver er munurinn á fjárfestingar-
og viðskiptabankastarfsemi?
Hvað gera innlánsstofnanir?
 Innlánsstofnanir sinna fjármálalegri milligöngu gegnum í eigin efnahagsreikning
1. Tímaumbreyting (maturity transformation) – skammtímainnlánum breytt í langtímalán
2. Stærðarumbreyting (size transformation) – mörgum smáum lánum breytt í stór lán
3. Áhættuumbreyting (risk transformation) – áhættulitlum innlánum breytt í áhættusöm útlán
 Af hverju sinna innlánsstofnanir þessu verkefni?
1. Viðskiptakostnaður (transaction costs) – gríðarlegur fastur kostnaður leggst til í
upplýsingasöfnun og greiðsluþjónustu.
2. Lausafjártrygging (liquidity insurance) – innlánsstofnanir geta séð um lausafjárþörf
almennings með mun minna lausafé heldur en hver einstaklingur í sínu lagi á grundvelli
lögmáls stórra talna.
3. Ósamhverfar upplýsingar (asymmetric information) – innlánsstofnanir leyfa viðskiptavinum
nær ókeypis afnot að greiðslukerfum til þess að safna upplýsingum fyrir greiðslumat og útlán.
 Athugið að gríðarmikil áhætta er falin í tímamismun eigna og skulda og viðskiptabankar
eru ávallt háðir innlánatryggingu sem og að trúverðugur lánveitandi til þrautavara sé til
staðar.
3
Hvað gera fjárfestingarbankar?
 Fjárfestingarbankar verða til við sameiningu tveggja stofnana
1. Verðbréfamiðlun (Broker-Dealing) sem er fjármálaleg milliganga á markaði
2. Hlutabankastarfsemi (Merchant banking) þar sem bankar kaupa eigið fé í óskráðum
fyrirtækjum í stað þess að lána út.
 Fjármálaleg milliganga á markaði
1. Höfuðhlutverk fjárfestingarbanka er því að leysa þau upplýsingavandamál sem fylgja
frumútgáfum á fjármálamarkaði með því áætla markaðsverð fyrir þær.
2. Þeir stunda „secondary trading" með mjög lágum þóknunum og skapa seljanleika á
mörkuðum til þess að afla upplýsinga til þess að geta verðlagt frumútgáfur.
3. Samhliða útgáfunni sjálfri veitir bankinn útgáfuaðilunum ýmis konar þjónustu, s.s.
sölutryggingu, markaðsvakt, birtingu greininga og svo framvegis.
4. Þetta starf skapar almannagæði fyrir litla fjárfesta með gagnsæi og litlu verðbili á
markaði.
 Hlutabankar skipta höfuðmáli fyrir reiknaða áhættutöku til þess að sprotar (start-ups)
geti orðið að góðum stofnviði.
 Athugið að fjárfestingarbönkum (öfugt við viðskiptabanka) er ekki ætlað að hafa
mismun á tímalengd eigna- og skuldahliðar.
4
Starfslína hlutabanka (innan fjárfestingarbanka)
1. Í upphafi er lítið fyrirtæki í einkaeigu sem hefur góða viðskiptaáætlun eða áætlanir um
stækkun eða útrás.
2. Fyrirtækið ræðir við fyrirtækjaráðgjöf einhvers banka sem leggur á ráðin með stækkun
og/eða kaup á öðrum fyrirtækjum. Bankinn útvegar síðan alhliða fjármögnun með
beinum lánveitingum, kaupum á hlutafé eða lánaábyrgðum.
― Athugið að kaup á eigin fé er mjög mikilvægt. Sýnir fyrirtækinu að bankinn hafi fulla trú á því að
áætlanir gangi eftir. Bankinn er þá líka í betri aðstöðu til þess að fylgjast með. Oftast var reglan
sú að bankinn skipar ekki menn í stjórn fyrirtækisins þrátt fyrir að eiginfjárhlutur gæti leyft slíkt.
3. Þegar reksturinn er farinn að sýna árangur mun bankinn aðstoða við skráningu á
hlutabréfamarkaði og ábyrgjast útboð á hluta/skuldabréfum.
4. Þegar áætlanir um vöxt hafa gengið eftir mun bankinn selja sinn hlut í fyrirtækinu og
taka hagnað.
5. Öll íslensk fjölþjóðafyrirtæki urðu til í einhverju slíku ferli fyrir árið 2008.
Nútíma fjárfestingarbanki – lauslegt skipulag
Framlína....................
 Miðlun – ráðgjöf, miðlun, útgáfa hlutabréfa og skuldabréfa og svo framvegis.
 Eignastýring – stýring eignasafna fyrir stofnanir og einstaklinga.
 Hlutabankastarfsemi (private equity) – fjárfestingar í hlutafé óskráðra fyrirtækja.
 Greining og ráðgjöf – leiðbeiningar um fjárfestingar og umbreytingar fyrirtækja.
Miðlína...................
• Áhættustýring – Fjármögnun og fjárstýring – Regluvörður- innra eftirlit
Baklína....................
 Bakvinnsla – Tölvur og tækni
Galdurinn við fjárfestingarbankastarfsemi er að láta alla framlínuþættina vinna saman að þjónustu
fyrir kúnnann og skapa þannig bæði þóknanir fyrir bankann og árangur fyrir viðskiptavininn.
Alhliða bankar
með og móti
Hvað mælir með alhliða bankaþjónustu?
1. Samlegð í rekstri – alhliða bankar eru hagkvæmari
– Stærðarhagkvæmni (Economies of scale) – meðalkostnaður lækkar þegar fastur
kostnaður dreifist á fleiri framleiddar einingar.
– Breiddarhagræði (Economies of scope) – sami framleiðsluþáttur notaður í ólíka
framleiðslu.
1. Áhættudreifni – alhliða bankar eru öruggari
– Fjölbreyttari tekjustofnar – fjölbreyttari fjármögnun.
– VB er góður bakstuðningur fyrir FB sem er viðkvæm fyrir markaðsóróa.
1. One stop shopping – alhliða bankar veita betri og fjölbreyttari þjónustu
 Gott fyrir fyrirtæki að geta samið við einn aðila með breitt þjónustuúrval.
1. Komið í veg fyrir kapphlaup á milli ólíkra fjármögnunarforma.
 Sókn viðskiptabanka inn á hefðbundin mið fjárfestingarbanka í Bandaríkjunum var ein
helsta ástæða fyrir lánabólu þar vestra.
1. Öruggari innlánatrygging
 Fjárfestingarbankastarfsemi og heildsölufjármögnun mynda svigrúm (buffer) fyrir heimtur
innlána við gjaldþrot líkt og gerðist hérlendis við hrunið 2008.
8
Hvað mælir gegn alhliða bankaþjónustu?
1. Of-stór-til-að-falla vandamálið (Too-big-to-fail)
– Alhliða bankarnir verða of stórir sem leiðir til þess að þeir öðlast sjálfkrafa ríkisábyrgð og
taka því of mikla áhættu. Auðveldara er að fylgjast með smærri og sérhæfðari bönkum
sem síðan er hægt að láta rúlla.
1. Kæfandi áhrif á hlutabréfamarkað
– Alhliða bankar reyna að leysa allt innandyra (in-house) í stað þess að nota markaðinn.
1. Samþjöppun valds og hagsmunaárekstrar
― Fyrirtæki sem leggja fjárfestingaáætlanir fram fyrir banka til þess að fá lán gætu óttast að
önnur svið bankans myndu grípa gæsina sjálf.
1. Of mikil áhætta tekin með sparnað almennings
― Ábyrgðarhluti að nota ríkistryggðar bankainnistæður í svo áhættusækna starfsemi sem
fjárfestingarbankastarfsemi.
1. Fjárfestingarbankastarfsemi verður of efnahagsreiknings-miðuð með of mikilli
skuldsetningu.
― Freisting að „lána inn í díla“ til þess að fá þóknanir frá fyrirtækjaráðgjöf.
9
Áhrifin á Ísland
Ábatinn af skilnaði
1. Ríkistryggð innlán ekki nýtt í fjárfestingarbankastarfssemi.
– Fjárfestingarbankar verða að leita eftir markaðsfjármögnun og greiða rétt verð miðað við
áhættu – ríkisniðurgreiðsla hættir.
1. Samkeppnisstaðan jöfnuð gagnvart smærri fjármálafyrirtækjum
– Aukið gagnsæi og engar kross-niðurgreiðslur
1. Aukin áhersla á beina fjármálalega milligöngu á markaði
– Hvatar skapaðir fyrir virkari fjármálamarkaði þar sem lífeyrissjóðir og stofnanafjárfestar
skapa jarðveg fyrir elju margra lítilla fjárfestingarbanka.
1. Bankakerfið mun smækka til langs og meðallangs tíma
– Íslenska fjármálakerfið færist frá hinu evrópska „relationship banking“ þar sem bankar
byggja upp stóran efnahagsreikning til útlána til hins bandaríska markaðsdrifna kerfis þar
sem bein fjármálaleg milliganga á markaði er ráðandi.
1. Skarpari áhersla á kostnaðarhagræði í bankarekstri
― Með aðskilnaði hlýtur fókus framkvæmdastjórnar að beinast eingöngu að því skapa
framlegð í viðskiptabankaþjónustu með kostnaðaraðhaldi í stað þess að reyna að laga
afkomuna með þóknunum og einskiptisdílum.
11
Kostnaðurinn af skilnaði
1. Minni hagkvæmni og aukinn kostnaður í bankarekstri
– Skorið hefur verið á mikilvæg samlegðaráhrif.
1. Of-stór-til-falla- vandamálið óleyst
– FB-starfsemi er lítill hluti af efnahagsreikningi bankanna og eftir aðskilnað standa eftir
sem áður þrír bankar sem eru kerfislega mikilvægir og með óbeina ríkisábyrgð.
1. Sumar tegundir fjárfestingarbankaþjónustu yrðu mjög veikburða.
– Miðað við hvað fjármagnsmarkaður á Íslandi er lítill og grunnur er erfitt að sjá fyrir sér að
smáir markaðsfjármagnaðir FB geti viðhaldið seljanleika – svo sem til þess að viðhalda
markaðsvakt á verðbréfum.
1. Engin önnur vestræn þjóð íhugar slíkan aðskilnað.
– Í Bandaríkjunum hafa alhliða bankar rutt sér til rúms í kjölfar fjármálakrísunnar. Ytra er
umræðan öll um skuggabanka, innlánatryggingar og greiðslukerfi.
1. Enn önnur séríslensk bankahefting er dregur úr samkeppnishæfni og eykur
kostnað neytenda.
― Af nógu öðru er að taka; sérstakar eiginfjárkvaðir, bankaskattur, fjármagnshöft og bann
við alls konar hlutum er þykja eðlilegir erlendis.
12
Niðurstaða
Mín skoðun
• Alger aðskilnaður viðskipta – og fjárfestingarbankastarfsemi er illmögulegur í reynd
og felur í sér gríðarlegan kostnað en skilar litlum ef ekki óvissum ábata. En ...
– ... Það er mjög um vert að setja ákveðnar skorður hvernig tengslum FB og VB er háttað.
– ... Verðugt markmið að efla fjármálalega milligöngu á markaði og smækka
efnahagsreikninga bankanna.
• Umræða um aðskilnað VB og FB snýr fyrst og fremst að samkeppnissjónarmiðum á
innlendum markaði fremur en fjármálastöðugleika.
• Sem dæmi um meiri aðkallandi umræðu um bankastarfsemi má nefna
1. Tengsl greiðsluþjónustu og útlána
2. Hlutverk skuggabanka í fjármögnun framtíðar
3. Takmörkun innlánatryggingar við litla innlánahafa
4. Vandinn við stutta innlánafjármögnun samhliða opnum gjaldeyrismarkaði.
5. Fyrirkomulag húsnæðislána til framtíðar
6. Notkun verðtryggingar í neytendalánum
• Hins vegar má búast við miklum breytingum í íslenskum bankarekstri eftir að
kröfuhafarnir hverfa á braut, stöðugleikaframlög hafa verið greidd og nýir eigendur
tekið við.
14

More Related Content

Viewers also liked

Viewers also liked (10)

USCCB
USCCBUSCCB
USCCB
 
Lo2 partc secondaryreserch
Lo2 partc secondaryreserchLo2 partc secondaryreserch
Lo2 partc secondaryreserch
 
solo vaporizer
solo vaporizersolo vaporizer
solo vaporizer
 
Мастер класс "Парящая чашка"
 Мастер класс "Парящая чашка" Мастер класс "Парящая чашка"
Мастер класс "Парящая чашка"
 
c.v.
c.v.c.v.
c.v.
 
Mirikhealthfoods fmgc
Mirikhealthfoods fmgcMirikhealthfoods fmgc
Mirikhealthfoods fmgc
 
Tutorialmembuatbloguntukpemula
Tutorialmembuatbloguntukpemula Tutorialmembuatbloguntukpemula
Tutorialmembuatbloguntukpemula
 
IoT_Implemented
IoT_ImplementedIoT_Implemented
IoT_Implemented
 
Informe distrito darien 2015
Informe distrito darien 2015Informe distrito darien 2015
Informe distrito darien 2015
 
Snickars Voice v Vote Sept 2015
Snickars Voice v Vote Sept 2015Snickars Voice v Vote Sept 2015
Snickars Voice v Vote Sept 2015
 

Aðskilnaður fjárfestingarbanka og viðskiptabanka x1

  • 1. Skilnaður til góðs? Dr. Ásgeir Jónsson Dósent, hagfræðideild Háskóla Íslands Efnahagsráðgjafi Virðingar
  • 2. Hver er munurinn á fjárfestingar- og viðskiptabankastarfsemi?
  • 3. Hvað gera innlánsstofnanir?  Innlánsstofnanir sinna fjármálalegri milligöngu gegnum í eigin efnahagsreikning 1. Tímaumbreyting (maturity transformation) – skammtímainnlánum breytt í langtímalán 2. Stærðarumbreyting (size transformation) – mörgum smáum lánum breytt í stór lán 3. Áhættuumbreyting (risk transformation) – áhættulitlum innlánum breytt í áhættusöm útlán  Af hverju sinna innlánsstofnanir þessu verkefni? 1. Viðskiptakostnaður (transaction costs) – gríðarlegur fastur kostnaður leggst til í upplýsingasöfnun og greiðsluþjónustu. 2. Lausafjártrygging (liquidity insurance) – innlánsstofnanir geta séð um lausafjárþörf almennings með mun minna lausafé heldur en hver einstaklingur í sínu lagi á grundvelli lögmáls stórra talna. 3. Ósamhverfar upplýsingar (asymmetric information) – innlánsstofnanir leyfa viðskiptavinum nær ókeypis afnot að greiðslukerfum til þess að safna upplýsingum fyrir greiðslumat og útlán.  Athugið að gríðarmikil áhætta er falin í tímamismun eigna og skulda og viðskiptabankar eru ávallt háðir innlánatryggingu sem og að trúverðugur lánveitandi til þrautavara sé til staðar. 3
  • 4. Hvað gera fjárfestingarbankar?  Fjárfestingarbankar verða til við sameiningu tveggja stofnana 1. Verðbréfamiðlun (Broker-Dealing) sem er fjármálaleg milliganga á markaði 2. Hlutabankastarfsemi (Merchant banking) þar sem bankar kaupa eigið fé í óskráðum fyrirtækjum í stað þess að lána út.  Fjármálaleg milliganga á markaði 1. Höfuðhlutverk fjárfestingarbanka er því að leysa þau upplýsingavandamál sem fylgja frumútgáfum á fjármálamarkaði með því áætla markaðsverð fyrir þær. 2. Þeir stunda „secondary trading" með mjög lágum þóknunum og skapa seljanleika á mörkuðum til þess að afla upplýsinga til þess að geta verðlagt frumútgáfur. 3. Samhliða útgáfunni sjálfri veitir bankinn útgáfuaðilunum ýmis konar þjónustu, s.s. sölutryggingu, markaðsvakt, birtingu greininga og svo framvegis. 4. Þetta starf skapar almannagæði fyrir litla fjárfesta með gagnsæi og litlu verðbili á markaði.  Hlutabankar skipta höfuðmáli fyrir reiknaða áhættutöku til þess að sprotar (start-ups) geti orðið að góðum stofnviði.  Athugið að fjárfestingarbönkum (öfugt við viðskiptabanka) er ekki ætlað að hafa mismun á tímalengd eigna- og skuldahliðar. 4
  • 5. Starfslína hlutabanka (innan fjárfestingarbanka) 1. Í upphafi er lítið fyrirtæki í einkaeigu sem hefur góða viðskiptaáætlun eða áætlanir um stækkun eða útrás. 2. Fyrirtækið ræðir við fyrirtækjaráðgjöf einhvers banka sem leggur á ráðin með stækkun og/eða kaup á öðrum fyrirtækjum. Bankinn útvegar síðan alhliða fjármögnun með beinum lánveitingum, kaupum á hlutafé eða lánaábyrgðum. ― Athugið að kaup á eigin fé er mjög mikilvægt. Sýnir fyrirtækinu að bankinn hafi fulla trú á því að áætlanir gangi eftir. Bankinn er þá líka í betri aðstöðu til þess að fylgjast með. Oftast var reglan sú að bankinn skipar ekki menn í stjórn fyrirtækisins þrátt fyrir að eiginfjárhlutur gæti leyft slíkt. 3. Þegar reksturinn er farinn að sýna árangur mun bankinn aðstoða við skráningu á hlutabréfamarkaði og ábyrgjast útboð á hluta/skuldabréfum. 4. Þegar áætlanir um vöxt hafa gengið eftir mun bankinn selja sinn hlut í fyrirtækinu og taka hagnað. 5. Öll íslensk fjölþjóðafyrirtæki urðu til í einhverju slíku ferli fyrir árið 2008.
  • 6. Nútíma fjárfestingarbanki – lauslegt skipulag Framlína....................  Miðlun – ráðgjöf, miðlun, útgáfa hlutabréfa og skuldabréfa og svo framvegis.  Eignastýring – stýring eignasafna fyrir stofnanir og einstaklinga.  Hlutabankastarfsemi (private equity) – fjárfestingar í hlutafé óskráðra fyrirtækja.  Greining og ráðgjöf – leiðbeiningar um fjárfestingar og umbreytingar fyrirtækja. Miðlína................... • Áhættustýring – Fjármögnun og fjárstýring – Regluvörður- innra eftirlit Baklína....................  Bakvinnsla – Tölvur og tækni Galdurinn við fjárfestingarbankastarfsemi er að láta alla framlínuþættina vinna saman að þjónustu fyrir kúnnann og skapa þannig bæði þóknanir fyrir bankann og árangur fyrir viðskiptavininn.
  • 8. Hvað mælir með alhliða bankaþjónustu? 1. Samlegð í rekstri – alhliða bankar eru hagkvæmari – Stærðarhagkvæmni (Economies of scale) – meðalkostnaður lækkar þegar fastur kostnaður dreifist á fleiri framleiddar einingar. – Breiddarhagræði (Economies of scope) – sami framleiðsluþáttur notaður í ólíka framleiðslu. 1. Áhættudreifni – alhliða bankar eru öruggari – Fjölbreyttari tekjustofnar – fjölbreyttari fjármögnun. – VB er góður bakstuðningur fyrir FB sem er viðkvæm fyrir markaðsóróa. 1. One stop shopping – alhliða bankar veita betri og fjölbreyttari þjónustu  Gott fyrir fyrirtæki að geta samið við einn aðila með breitt þjónustuúrval. 1. Komið í veg fyrir kapphlaup á milli ólíkra fjármögnunarforma.  Sókn viðskiptabanka inn á hefðbundin mið fjárfestingarbanka í Bandaríkjunum var ein helsta ástæða fyrir lánabólu þar vestra. 1. Öruggari innlánatrygging  Fjárfestingarbankastarfsemi og heildsölufjármögnun mynda svigrúm (buffer) fyrir heimtur innlána við gjaldþrot líkt og gerðist hérlendis við hrunið 2008. 8
  • 9. Hvað mælir gegn alhliða bankaþjónustu? 1. Of-stór-til-að-falla vandamálið (Too-big-to-fail) – Alhliða bankarnir verða of stórir sem leiðir til þess að þeir öðlast sjálfkrafa ríkisábyrgð og taka því of mikla áhættu. Auðveldara er að fylgjast með smærri og sérhæfðari bönkum sem síðan er hægt að láta rúlla. 1. Kæfandi áhrif á hlutabréfamarkað – Alhliða bankar reyna að leysa allt innandyra (in-house) í stað þess að nota markaðinn. 1. Samþjöppun valds og hagsmunaárekstrar ― Fyrirtæki sem leggja fjárfestingaáætlanir fram fyrir banka til þess að fá lán gætu óttast að önnur svið bankans myndu grípa gæsina sjálf. 1. Of mikil áhætta tekin með sparnað almennings ― Ábyrgðarhluti að nota ríkistryggðar bankainnistæður í svo áhættusækna starfsemi sem fjárfestingarbankastarfsemi. 1. Fjárfestingarbankastarfsemi verður of efnahagsreiknings-miðuð með of mikilli skuldsetningu. ― Freisting að „lána inn í díla“ til þess að fá þóknanir frá fyrirtækjaráðgjöf. 9
  • 11. Ábatinn af skilnaði 1. Ríkistryggð innlán ekki nýtt í fjárfestingarbankastarfssemi. – Fjárfestingarbankar verða að leita eftir markaðsfjármögnun og greiða rétt verð miðað við áhættu – ríkisniðurgreiðsla hættir. 1. Samkeppnisstaðan jöfnuð gagnvart smærri fjármálafyrirtækjum – Aukið gagnsæi og engar kross-niðurgreiðslur 1. Aukin áhersla á beina fjármálalega milligöngu á markaði – Hvatar skapaðir fyrir virkari fjármálamarkaði þar sem lífeyrissjóðir og stofnanafjárfestar skapa jarðveg fyrir elju margra lítilla fjárfestingarbanka. 1. Bankakerfið mun smækka til langs og meðallangs tíma – Íslenska fjármálakerfið færist frá hinu evrópska „relationship banking“ þar sem bankar byggja upp stóran efnahagsreikning til útlána til hins bandaríska markaðsdrifna kerfis þar sem bein fjármálaleg milliganga á markaði er ráðandi. 1. Skarpari áhersla á kostnaðarhagræði í bankarekstri ― Með aðskilnaði hlýtur fókus framkvæmdastjórnar að beinast eingöngu að því skapa framlegð í viðskiptabankaþjónustu með kostnaðaraðhaldi í stað þess að reyna að laga afkomuna með þóknunum og einskiptisdílum. 11
  • 12. Kostnaðurinn af skilnaði 1. Minni hagkvæmni og aukinn kostnaður í bankarekstri – Skorið hefur verið á mikilvæg samlegðaráhrif. 1. Of-stór-til-falla- vandamálið óleyst – FB-starfsemi er lítill hluti af efnahagsreikningi bankanna og eftir aðskilnað standa eftir sem áður þrír bankar sem eru kerfislega mikilvægir og með óbeina ríkisábyrgð. 1. Sumar tegundir fjárfestingarbankaþjónustu yrðu mjög veikburða. – Miðað við hvað fjármagnsmarkaður á Íslandi er lítill og grunnur er erfitt að sjá fyrir sér að smáir markaðsfjármagnaðir FB geti viðhaldið seljanleika – svo sem til þess að viðhalda markaðsvakt á verðbréfum. 1. Engin önnur vestræn þjóð íhugar slíkan aðskilnað. – Í Bandaríkjunum hafa alhliða bankar rutt sér til rúms í kjölfar fjármálakrísunnar. Ytra er umræðan öll um skuggabanka, innlánatryggingar og greiðslukerfi. 1. Enn önnur séríslensk bankahefting er dregur úr samkeppnishæfni og eykur kostnað neytenda. ― Af nógu öðru er að taka; sérstakar eiginfjárkvaðir, bankaskattur, fjármagnshöft og bann við alls konar hlutum er þykja eðlilegir erlendis. 12
  • 14. Mín skoðun • Alger aðskilnaður viðskipta – og fjárfestingarbankastarfsemi er illmögulegur í reynd og felur í sér gríðarlegan kostnað en skilar litlum ef ekki óvissum ábata. En ... – ... Það er mjög um vert að setja ákveðnar skorður hvernig tengslum FB og VB er háttað. – ... Verðugt markmið að efla fjármálalega milligöngu á markaði og smækka efnahagsreikninga bankanna. • Umræða um aðskilnað VB og FB snýr fyrst og fremst að samkeppnissjónarmiðum á innlendum markaði fremur en fjármálastöðugleika. • Sem dæmi um meiri aðkallandi umræðu um bankastarfsemi má nefna 1. Tengsl greiðsluþjónustu og útlána 2. Hlutverk skuggabanka í fjármögnun framtíðar 3. Takmörkun innlánatryggingar við litla innlánahafa 4. Vandinn við stutta innlánafjármögnun samhliða opnum gjaldeyrismarkaði. 5. Fyrirkomulag húsnæðislána til framtíðar 6. Notkun verðtryggingar í neytendalánum • Hins vegar má búast við miklum breytingum í íslenskum bankarekstri eftir að kröfuhafarnir hverfa á braut, stöðugleikaframlög hafa verið greidd og nýir eigendur tekið við. 14