Successfully reported this slideshow.
We use your LinkedIn profile and activity data to personalize ads and to show you more relevant ads. You can change your ad preferences anytime.

ADHD glærur eftir Ingibjörgu Karlsdóttur

1,479 views

Published on

 • Be the first to comment

 • Be the first to like this

ADHD glærur eftir Ingibjörgu Karlsdóttur

 1. 1. Nemendur með ADHD í grunnskólum Ingibjörg Karlsdóttir Félagsráðgjafi Lýðheilsufræðingur MPH
 2. 2. Skilgreining á ADHD ADHD er röskun á taugaþroska sem lýsir sér í einbeitingarerfiðleikum, ofvirkni og hvatvísi. Í mörgum tilvikum halda einkennin áfram fram á fullorðinsár, stundum í nokkuð breyttri mynd. ADHD er ein algengasta hegðunar-röskun barna og unglinga og getur valdið þeim, fjölskyldum þeirra og öðrum verulegum óþægindum og truflunum. Algengt er að einstaklingur með ADHD fái ekki notið hæfileika sinna sem skyldi þá eru einnig auknar líkur á ýmsum fylgiröskunum. (Baldursson, Magnússon og Haraldsson, 2012).
 3. 3. Um ADHD  Alþjóðleg skammstöfun - athyglisbrestur og ofvirkni.  Attention Deficit Hyperactivity Disorder.  Heimildir til um einkenni ADHD frá 1902.  Kallað: MBD – DAMP – misþroski- ofvirkni – ADHD.  Skilgreindir eru þrír undirflokkar: – ADHD – blönduð gerð athyglisbrests og ofvirkni/hvatvísi – ADHD – ráðandi einkenni athyglisbrests (ADD án ofvirkni) – ADHD – ráðandi einkenni ofvirkni/hvatvísi  Leiðbeiningar um greiningu ADHD á vefsíðu Landlæknis.
 4. 4. Einkenni athyglisbrests  Hugar oft illa að smáatriðum og gerir fljótfærnislegar villur.  Á oft erfitt með að halda athygli vakandi við verkefni eða leik.  Virðist oft ekki hlusta þegar talað er beint til hans/hennar.  Fylgir oft ekki fyrirmælum til enda.  Tregðast við að takast á við verkefni (t.d. heimanám og verkefni í skóla) sem krefjast mikillar beitingar hugans.  Truflast oft auðveldlega af utanaðkomandi áreitum.  Á oft erfitt með að skipuleggja verkefni sín og athafnir.  Týnir oft hlutum sem hann/hún þarf á að halda til verkefna sinna eða athafna.  Er oft gleymin(n) í athöfnum daglegs lífs. (Baldursson, Magnússon og Haraldsson, 2012)
 5. 5. Einkenni ofvirkni / hvatvísi  Er oft mikið með hendur og fætur á hreyfingu eða iðar í sæti.  Yfirgefur oft sæti sitt í skólastofu eða við aðrar aðstæður þar sem ætlast er til að setið sé kyrr.  Hleypur oft um eða prílar óhóflega við aðstæður þar sem slíkt á ekki við.  Á oft erfitt með að vera hljóð(-ur) við leik eða tómstundastarf.  Er á fleygiferð eða er “eins og þeytispjald.”  Talar oft óhóflega mikið.  Grípur oft fram í með svari áður en spurningu er lokið.  Á oft erfitt með að bíða eftir að röðin komi að honum/henni.  Grípur oft fram í eða ryðst inn í það sem aðrir eru að gera. (Baldursson, Magnússon og Haraldsson, 2012)
 6. 6. Orsakir ADHD • Erfðir eða gen útskýra um 80% einkenna ADHD. • Erfðafræðilegir orsakaþættir valda truflun á jafnvægi taugaboðefna og seinkun á þroska heilabarkar sem koma fram í skertri stýrifærni heilans sem trufla hegðun og hugræna starfsemi. • Seinkun á þroska heilabarkar hjá börnum með ADHD talin vera um 2-3 ár.
 7. 7. Frh. Orsakir ADHD Þó svo að erfðir skýri stærstan hluta orsaka ADHD, benda nýlegar rannsóknir til þess að margir áhættuþættir í umhverfi og samspil umhverfis- og erfðaþátta auki áhættuna á ADHD. Meðal slíkra áhættuþátta má nefna:  Áföll á meðgöngu og við fæðingu.  Áfengis- og tóbaksneysla á meðgöngu.  Aukin tíðni ADHD er meðal fyrirbura og léttbura.  Nýlegar rannsóknir benda til að umhverfisþættir svo sem blýmengun og PCB mengun auki tíðni ADHD.  Hvers konar skaði á framheila virðist enn fremur auka líkur á þessari röskun.
 8. 8. Algengi ADHD • Faraldsfræðilegar rannsóknir á almennu þýði sýna 5-10% tíðni ADHD hjá börnum og unglingum, en 4-5% hjá fullorðnum. • Kynjahlutfall ADHD meðal barna er þrír drengir fyrir hverja eina stúlku. • Langtímarannsóknir sýna að hjá hluta barna sem greinast með ADHD dregur úr einkennum með aldri og þroska og þau verða einkennalaus eða með væg einkenni á fullorðinsárum.
 9. 9. ADHD ísjakinn Athyglisbrestur Hvatvísi Ofvirkni Skert stýrifærni Skert tímaskyn Svefnerfiðleikar Læra seint af reynslunni Fylgikvillar Námserfiðleikar Erfiðleikar í tilfinningastjórn Lágt sjálfsmat Seinkun á þroska heilans
 10. 10. Fylgiraskanir ADHD • Sértækir námserfiðleikar (LD) um 50 – 60% barna • Mótþróa-þrjóskuröskun (ODD) um 40 – 65% barna • Kvíðaraskanir (AD) um 25-30% barna • Þunglyndi (DD) um 10 – 30% barna • Hegðunarröskun (CD) um 10 – 25% barna, 25 – 50 % unglinga • Svefntruflanir (SD) um 40 – 50% barna • Áráttu/þráhyggjuröskun (OCD) um 10 – 30% barna • Sértæk þroskaröskun á hreyfisamhæfingu (DCD) um 50% barna • Tourette heilkenni og kækir (TS) um 7% þeirra eru með ADHD
 11. 11. Fylgiraskanir ADHD
 12. 12. ADHD + mismunandi fylgiraskanir
 13. 13. Gildi greiningar ADHD Í daglegu lífi koma einkenni ADHD fyrst og fremst fram í hegðun og greining byggist á mati á hegðun og þroskasögu en til hvers er verið að greina börnin? • Greining segir til um ástæður að baki erfiðleikum barns. • Niðurstaða gefur til kynna hvaða meðferð gæti hentað. • Hægt er að meta horfur barnsins út frá niðurstöðum.
 14. 14. Hætta á vangreiningu? • Börn með athyglisbrest ráðandi einkenni. • Stelpur með ADHD – síður truflandi hegðun. • Bráðger börn með ADHD- bjarga sér. • Börn með annað móðurmál en íslensku. • Börn sem hafa greinst með námserfiðleika. • Börn með aðra greiningu – ekki kannað hvort um fleiri raskanir geti verið að ræða.
 15. 15. Meðferð við ADHD Viðurkenndar meðferðarleiðir við ADHD: • Lyfjameðferð • Sálfélagsleg meðferð (atferlismótandi) • Samsett meðferð (lyfja- og sálfélagsleg) Engin meðferð hefur fundist sem læknar ADHD, helstu meðferðarleiðir ganga því frekar út á að halda einkennum í skefjum og styrkja barnið sjálft og umhverfi þess.
 16. 16. Frh. Meðferð við ADHD • Meðal helstu meðferðarleiða er fræðsla bæði fjölskyldu barnsins og starfsfólks skóla um eðli ADHD og árangursríkar uppeldis- og kennsluaðferðir. • Sálfélagslegar meðferðir hafa reynst árangursríkar en eru engu að síður aðstæðubundnar. • Sú meðferð sem hefur skilað hvað mestum árangri í því að draga úr einkennum ADHD er lyfjameðferð.
 17. 17. Sálfélagsleg meðferð við ADHD Undanfarna tvo áratugi hefur aukin athygli beinst að því að rannsaka hvaða sálfélagslegu meðferðir við ADHD geta talist gagnreyndar, sem þýðir að sýnt hefur verið fram á gagnsemi þeirra eða árangur ítrekað með rannsóknum. Helstu niðurstöður voru: • Þjálfun í atferlismótandi uppeldisaðferðum fyrir foreldra • Atferlismótandi bekkjarstjórnun • Atferlismótandi námskeið fyrir börn
 18. 18. Stýrifærni heilans
 19. 19. Skert stýrifærni heilans Skert stýrifærni heilans hjá einstaklingum með ADHD veldur því að ýmis hugræn færni skerðist svo sem:  Að hefja vinnu – skipuleggja, áætla tíma, forgangs-raða og koma sér að verki.  Að halda einbeitingu og færa einbeitinguna frá einu verkefni yfir á það næsta.  Að viðhalda vakandi athygli, hafa úthald, klára verkefni og halda vinnsluhraða.  Að stilla tilfinningar sínar og takast á við vonbrigði, reiði o.fl.  Að nota vinnsluminni og upprifjun minnisatriða.  Að vakta sjálfan sig og hafa stjórn á eigin gerðum og viðbrögðum.
 20. 20. Viðhorf til barna með ADHD • Jákvætt viðhorf, skilningur og stuðningur starfsfólks skóla eru nauðsynleg undirstaða uppeldis og náms barna með ADHD. • Viðhorf til barna með ADHD í grunnskólum hefur áhrif á hegðun og aðlögun þeirra bæði námslega og félagslega. • Mikilvægt er að starfsfólk skóla tali opinskátt og jákvætt um ADHD, sæki fræðslu og dýpki skilning sinn á röskuninni.
 21. 21. ADHD og félagsfærni Áætlað er að um 50-80% barna með ADHD sé hafnað af jafnöldrum. • Lesa illa í félagslegar aðstæður. • Félagsfærni takmörkuð. • Skortur á innsæi. • Vanvirkni og hlédrægni. • Félagsleg einangrun algeng. • Missa stjórn á tilfinningum. • Skapofsaköst – niðurlægjandi. • Taka ekki eftir félagslegum vísbendingum. • Eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. • Tala hugsunarlaust – geta móðgað og sært. • Gæta þarf vel að svæðum utan kennslustofunnar ss. matsal, göngum, búningsklefum osfrv.
 22. 22. Fimm leiðir til að efla félagsfærni: •Að þjálfa félagslega færni. •Að kenna félagslegar lausnir vandamála. •Að kenna nemendum aðra félagslega færni svo sem íþróttir og að kunna reglur í ýmsum leikjum. •Að leita leiða til að draga úr óæskilegri og andfélagslegri hegðun. •Að veita stuðning við að mynda nána vináttu, svo sem í gegnum vinahópa. Félagsfærniþjálfun getur farið fram í ýmsu samhengi þar með talið í kennslustofunni, í minni hópum innan skólans, á námskeiðum utan skólans og í sumarbúðum. Þá er leitast við að:
 23. 23. Nemandi með ADHD í skólanum • Allflest börn með ADHD eiga erfitt með að mæta reglum og kröfum í skólastarfi og daglegu lífi. • Erfileikar með einbeitingu, ástundun, að vinna sjálfstætt, skipulag, axla ábyrgð á heimanámi og námsgögnum. • Erfitt reynist að átta sig á hvar vandi barns með ADHD liggur – ástundun er sveiflukennd. • Ekki spurning um vilja hjá barni með ADHD. • Einstaklingsbundin samsetning ADHD einkenna og fylgiraskana, mismunandi styrkleikar og veikleikar.
 24. 24. Frh. Nemandi með ADHD • Kennsla þarf að taka mið af styrkleikum og þörfum. • Þverfaglegt teymi innan skólans metur þessa þætti í samvinnu við foreldra og eftir atvikum nemanda. • Huga þarf jafnt að námslegum þörfum sem og stuðningi við hegðun og mótun æskilegrar framkomu. • Sumir nemendur þurfa aukinn stuðning frá sérkennara, þroskaþjálfa eða stuðningsfulltrúa. • Getur verið nauðsynlegt að semja einstaklingsnámsskrá.
 25. 25. Unglingar með ADHD Þessar breyttu kennsluaðstæður geta reynst mörgum nemendum með ADHD erfiður hjalli. Á unglinga- og framhaldsskólastiginu gliðna allir rammar og ætlast er til að nemendur taki sjálfir aukna ábyrgð á náminu. Reynslan sýnir að á unglinga- og framhaldsskólastiginu er hætta á því að nemendur með ADHD missi tökin á náminu. Námserfiðleikar eru gjarnan undirliggjandi orsök hegðunarvanda hjá nemendum með ADHD.
 26. 26. Frh. Unglingar með ADHD • Ýmsar vísbendingar eru um að aukinn námslegur stuðningur við nemendur með ADHD sé líklegri til að hafa jákvæð áhrif á bæði hegðun og námslega stöðu frekar en íhlutun sem beinist fyrst og fremst að hegðuninni. • Margir nemendur með ADHD glíma við hægan vinnsluhraða sem kemur fram í lestri, skrift og á prófum. • Sumir glíma við lélegt sjálfstraust og prófkvíða sem hefur áhrif á útkomu þeirra á prófum.
 27. 27. Frh. Unglingar með ADHD • Um 56% unglinga með ADHD glíma við svefntruflanir eða erfiðleika við að sofna og vakna. • Stelpur greinast frekar með kvíða og þunglyndi, en geta verið með undirliggjandi ADHD. • Stelpur með ADHD glíma oft við ýkt eða deyfð tilfinningaviðbrögð og á unglingsaldri bætast við „rússíbanaáhrif“ tíðahringsins.
 28. 28. Lykilatriði bekkjarstjórnunar Góð bekkjarstjórnun helst í hendur við góða kennsluhætti og tilsögn. Jafnvel nemendur sem eiga í erfiðleikum með að hafa stjórn á hegðun sinni sýna æskilegri hegðun þegar kennslan felur í sér eftirfarandi:  Áhugavekjandi, þýðingarmikil og aðlaðandi viðfangsefni.  Mismunandi kennsluaðferðir og hraði á yfirferð til að forðast uppgjöf eða leiða.  Kennslustundir sem eru vel undirbúnar, þar sem lítill tími fer til spillis. Lykillinn að árangursríkri bekkjarstjórnun felst í að koma á jákvæðu sambandi, finna til samkenndar og tengjast nemandanum persónulega. Þá er nauðsynlegt að kennarar séu skilningsríkir, sveigjanlegir, þolinmóðir og sýni samúð. Börn leggja venjulega hart að sér og sýna samstarfsvilja til að þóknast þeim sem þeim líkar við, treysta og virða.
 29. 29. Neikvæðar afleiðingar • Setja skýra ramma fyrir æskilega hegðun með sanngjörnum afleiðingum fyrir óæskilega hegðun. • Gera vel grein fyrir afleiðingum óæskilegrar hegðunar fyrirfram, til að nemendur viti hvaða afleiðingar hljótast af endurtekinni óæskilegri hegðun. • Hafa skýrt upphaf og endi á neikvæðum afleiðingum. • Framfylgja reglum um hegðun og afleiðingar óæskilegrar hegðunar með fyrirsjáanlegum hætti, það verða að vera skýr mörk (samkvæmni) til dæmis varðandi hegðun og afleiðingar. • Sýna rólegt fas og halda eigin tilfinningaviðbrögðum í skefjum. • Taka á óæskilegri hegðun með skýrum og tafarlausum hætti. • Framfylgja viðbrögðum við óæskilegri hegðun með eins fáum orðum og mögulegt er. • Grípa inn í án þess að láta fylgja langt tiltal eða fara út í þrætur. • Umræða um hegðunina getur farið fram síðar.
 30. 30. Kennsla nemenda með ADHD Skipulag náms og skólagöngu barna með ADHD þarf að ná til eftirfarandi þriggja þátta: • Aðlögun náms og kennsluaðferða • Aðlögun kennsluaðstæðna • Bekkjarstjórnun og atferlismótun Athuga að mismunandi er hvað hentar einstökum kennurum og nemendum, einnig eru aðstæður ólíkar, fyrst og fremst ýmsar ábendingar og hugmyndir.
 31. 31. Aðlögun náms og kennslu • Kennsla þarf að taka mið af styrkleikum og þörfum. • Sjónrænar vísbendingar og tímarammar í skólaumhverfinu – skólareglur, æskileg hegðun. • Gefa skýr fyrirmæli með fjölbreytilegum hætti, munnleg, sjónræn, fylgja með líkamstjáningu. • Áhersla á lykilatriði. • Verkefni afmörkuð, stutt og viðráðanleg. • Nemendum með ADHD hentar betur að vinna í minni hópum.
 32. 32. Frh. aðlögun náms og kennslu • Fá nemanda til að endurtaka fyrirmæli, ræða þau við bekkjarfélaga eða aðrar ítrekunarleiðir. • Áætluð vinnulota á töfluna eða með tímavaka. • Verkefni taki mið af úthaldi nemandans. • Gefa nemanda hlutverk í bekknum, í skólanum.
 33. 33. Frh. aðlögun náms og kennslu • Nota verkefnamiða – lýsa 4-5 skrefum. • Verkefnablöð skýrt uppsett, lífleg og myndræn. • Ekki stroka fyrirmæli á töflu of fljótt út. • Hópverkefni hafi skýra uppbyggingu – gefa færi á að ræða við sessunaut fyrir hópumræður.
 34. 34. Skipulag í kennslustofu Mikilvægast að skapa andrúmsloft vellíðunar, þolinmæði og öryggis í skóla. • Nemendum með ADHD hentar best að sitja nálægt kennaranum – sem minnst áreiti. • Gefa valkosti á stöðu – sitja, standa, liggja. • Skapa afmarkað rólegt svæði – opið öllum. • Gott skipulag á gögnum – merkja vel hirslur – aðgreina með lit eftir námsgreinum. • Draga úr óþarfa áreiti (sjónrænu og hljóðrænu), t.d. nota skilrúm, tónlist í eyrum.
 35. 35. Skipulag kennslustofu
 36. 36. Námstækni – nokkur góð ráð • Kenna sjálfshjálparleiðir til að skerpa minni. • Nota sjónræn stikkorð og verklegar æfingar. • Kenna minnistækni, sjá vefslóðir. • Kenna skipulagningu, minnisbók, áherslupenna. • Leyfa fjölbreytni í verkefnaskilum; munnleg, verkleg, rafræn skil, sjá vefslóðir. • Hjálpargögn – orðalistar, hugtakakort, límmiðar. • Aðgreina minniserfiðleika frá getu og skilningi. • Kenna 4 þrepa sjálfshjálparleið – áætla, forgangsraða, tímasetja og fylgja eftir.
 37. 37. Hjálpargögn • Nota hjálpargögn við skrift – hjálpargrip. • Nota hljóðbækur – samtímis hlusta og lesa. • Heyrnarhlífar til að dempa hljóðrænt áreiti. • Skilrúm til að draga úr sjónáreiti. • Hugbúnaður sem gerir nám sjónrænt. • Í farsímum eru möguleikar á minnishringingu, hægt að senda áminningu (gmail). • Tímavaki er sjónrænn tímamælir vinnulotu.
 38. 38. Fyrirkomulag námsmats • Kenna próftækni, próf í lotum, lengja próftíma. • Gefa kost á munnlegum prófum eða ritara. • Krossapróf og eyðufyllingarpróf. • Sem minnst af opnum spurningum/veita aðstoð. • Skipta námsefni upp í fleiri smápróf. • Gefa kost á að vinna verkefni í stað þess að taka próf í greinum sem reyna fyrst og fremst á minni ss. samfélagsfræði, náttúrufræði o.fl. • Gefa kost á að endurtaka próf í greinum sem nemandi er mjög slakur í eða ef verkefnum er skilað of seint.
 39. 39. Stuðningur við hegðun • Lykillinn að góðri bekkjarstjórnun og farsælum samskiptum í skóla felst í að koma á jákvæðu og vingjarnlegu sambandi og tengjast nemendum persónulega. • Börn leggja venjulega hart að sér og sýna samstarfsvilja til að þóknast þeim sem þeim líkar við, treysta og virða. • Gæta að fagmennsku og forðast að taka framkomu nemenda persónulega. • Kennslan þarf að vekja áhuga, nemendur þurfa að geta tengt sig við viðfangsefni og sjá tilgang í þeim.
 40. 40. Vera jákvæð fyrirmynd • Vera jákvæð fyrirmynd með því að sýna virðingu í talsmáta, raddbeitingu og líkamstjáningu. • Nota áhrifarík og kurteisleg tilmæli, ábendingar, leiðréttingar og svörun. • Nota skopskyn til að draga úr stigmögnun hegðunar. • Forðast langt tiltal, fyrirlestra, gagnrýni og hæðni. • Ekki taka óæskilega hegðun nemanda persónulega. • Vera vel undirbúin/n og vel skipulögð/lagður. • Þegar tækifæri gefst er hjálplegt að ræða um óæskilega hegðun við nemanda einslega.
 41. 41. Jákvæð athygli • Nota í auknum mæli jákvæða svörun og hvatningu. • Beina athygli að nemanda þegar hann /hún sýnir æskilega hegðun. • Gefa að minnsta kosti þrisvar sinnum oftar jákvæða athygli og athugasemdir heldur en neikvæð viðbrögð og leiðréttingar. • Nota í miklum mæli jákvæða styrkingu fyrir æskilega hegðun og einlægt hrós sem á við um hegðunina, t.d. „Flott hjá þér, þú vannst vel með hópnum þínum“. • Veita oft viðurkenningar fyrir góð vinnubrögð, hegðun og félagslega frammistöðu. • Byggja upp jákvætt styrkingarkerfi við bekkjarstjórnun. • Hafa samráð við bekkinn til að fá hugmyndir að mögulegri umbun, réttindum eða verðlaunum sem hægt er að vinna sér
 42. 42. Atriði sem kallað geta á óæskilega hegðun • Óþægilegar aðstæður, hávaði, gangar, matsalur, leikvöllur – þar sem skortur er á skipulagi. • Ákveðin viðfangsefni, viðburðir, námsgreinar. • Ákveðið vinnulag - hópvinna, löng verkefni, ef margir þurfa að deila sömu námsgögnum. • Líkamleg vanlíðan -svefnleysi, þreyta, svengd. • Kröfur um frammistöðu – ss. að tala fyrir framan bekkinn, sitja kyrr, lesa upphátt, bíða í röð. • Ákveðnar persónur- sumir verða háðir kennara, stuðningsfulltrúa, skólaliða og eiga erfitt í fjarveru þeirra.
 43. 43. Hvernig fyrirbyggja má árekstra og óæskilega hegðun • Hafa fáar og skýrar reglur og hegðunarviðmið. • Hafa uppi sjónræna dagskrá sem oft er vísað til. • Veggspjöld með setningum og myndum sem sýna æskilega hegðun t.d. kurteisi og stundvísi. • Skilgreina vel hvernig æskileg hegðun lítur út og hljómar. • Ræða málin, sýna eða nota hlutverkaleiki til að æfa og kenna æskilega hegðun.
 44. 44. Frh. fyrirbyggja óæskilega hegðun • Áminna á vinsamlegan hátt þegar vart verður við óæskilega hegðun við skimun yfir bekkinn. • Beina athygli nemanda að verkefni með því að segja nafn hans, snerta öxl, róandi/ákveðin rödd. • Veita viðurkenningar fyrir góð vinnubrögð, hegðun eða félagslega frammistöðu. • Hrósa markvisst fyrir æskilega hegðun, tilgreina hegðun sem hrósað er fyrir.
 45. 45. Frh. fyrirbyggja óæskilega hegðun • Kenna ákveðið verklag í kennslustofunni. • Kenna og æfa verklag og rútínu þar til hegðunin er orðin að fastri venju. • Átt er við verklag og venjur frá upphafi til loka skóladags. • Fylgja eftir, endurskoða og kenna aftur verklag og rútínu yfir skólaárið. • Hafið innbyggt í kennsluna tækifæri til hreyfingar í kennslustofunni.
 46. 46. Frh. fyrirbyggja óæskilega hegðun • Nota merkjamál – sem þú og nemandinn hafið fyrirfram gert samkomulag um svo sem hljóðlausar bendingar. • Nota hléspjald þegar úthald er búið. • Stuðla að því að nemandi komist á námskeið í félagsfærni, reiðistjórnun eða slökun. • Leyfa barni með ADHD að krassa í tíma, vera með hlut í höndum ss. strokleður eða stressbolta til að losa um spennu.
 47. 47. Frh. fyrirbyggja óæskilega hegðun • Leiða hjá sér minniháttar hegðunarfrávik. • Senda nemanda í erindi á skrifstofu eða bókasafn þegar eirðarleysi er áberandi. • Umbuna nemendum fyrir hegðun í samræmi við reglur. • Taka tafarlaust á óæskilegri hegðun ákveðið. • Gæta þess að styrkja ekki neikvæða hegðun.
 48. 48. Frh. fyrirbyggja óæskilega hegðun • Hafið tiltækar rólegar aðstæður þar sem nemandi getur farið afsíðis og róað sig niður, ekki í refsingarskyni, heldur til að ná jafnvægi og sjálfsstjórn til að forðast að óæskileg hegðun stigmagnist. • Mikilvægt er að gefa nemanda færi á að komast úr aðstæðum án þess að því fylgi niðurlæging.
 49. 49. Nemendur sem taka lyf Ef nemandi er að taka lyf, verið þá vakandi fyrir breytingum í hegðun og/eða mismunandi tímum dagsins sem nemandinn á í meiri erfiðleikum eða kvartar yfir svengd, þreytu eða annarri vanlíðan. Segið foreldrum frá því sem þið takið eftir í fari nemandans, skólahjúkrunarfræðingi eða skólasálfræðingi.
 50. 50. Hvatningarkerfi • Hvatningarkerfi fyrir einstaka nemendur, hópa eða bekkjardeildir. • Gera raunsæjar, sanngjarnar kröfur og viðráðanlegar fyrir barnið eða börnin. • Hvaða hegðun á að bæta, hvernig fylgst er með nemanda og hvaða viðurkenning er í boði. • Endurgjöf þarf að vera jákvæð og uppbyggileg. • Skriflegur samningur kennari/nemandi/foreldri.
 51. 51. Hvatningarkerfi fyrir einn nemanda • Umsagnir í mentor eða í samskiptabók. • Skólakort – valin hegðun sem þarf að bæta. • Æskileg hegðun er vel skilgreind. • Korti skipt eftir kennslugreinum, tímabilum yfir daginn eða eftir svæðum í skólanum. • Umbun veitt daglega eða vikulega. • Umbun jafnvel veitt samstundis. • Upplifun barna með ADHD snýst um hér og nú.
 52. 52. Hvatningarkerfi fyrir hóp/bekk • Nemendur taki þátt í að ákveða hvaða hlunnindi eða réttindi fylgja bættri hegðun. • Hópur eða lið fær stig fyrir ástundun, samvinnu, að skipta um viðfangsefni. • Baunir í krukku fyrir yngri bekki – þegar allir vinna vel – tiltekinn fjöldi – umbun. • Hegðunarkortlagning – hegðun í samræmi við ákveðin viðmið – markmiðum náð – umbun.
 53. 53. ADHD utan kennslustofunnar • Kenna og æfa rétta hegðun og væntingar utan kennslustofu. • Allt starfsfólk skólans getur tekið þátt með því að grípa barnið strax þegar það sýnir æskilega hegðun með því að hrósa og umbuna. • Hægt er að ræða við börnin um breytingar á venjulegu skipulagi, einnig getur verið gott að nota hlutverkaleiki en þannig reynist börnum með ADHD auðveldara að læra á aðstæður.
 54. 54. Hagnýt ráð utan kennslustofu • Útvegið félaga til að fylgja milli staða og aðstoða við erfiðar aðstæður. • Aukið eftirlit við aðstæður eins og í matsal, ferðir milli kennslustofa, frímínútum, við skólabyrjun og skólalok. • Gott er fyrir kennara að hitta barnið eftir hádegishlé, frímínútur eða slíkar aðstæður og fylgja því inn í kennslustofuna. • Ef barnið á erfitt með að ráða við langar frímínútur er gott að brjóta tímann upp í minni einingar t.d.10 mínútur og fá barnið til að koma og tilkynna sig til starfsmanns reglulega. • Leyfið barninu að nota heyrnarhlífar í matsal til að minnka hávaðaáreyti. • Hafið starfsmann nálægt barninu í matsalnum. • Leyfið barninu að vera fyrst í röðinni til að minnka líkur á óróleika. • Ef barnið er mikið að trufla aðra takið það afsíðis.
 55. 55. Skýr skilaboð og hrós Öll börn þurfa hrós en börn með ADHD þrífast á hrósi sem getur falist í: • Brosi • Klappi á kollinn • Faðmlagi • Athygli • Snertingu • Blikki • Jákvæðum athugasemdum (t.d. vel gert hjá þér) Skýr skilaboð: • Gefið barninu skýr skilaboð svo það viti til hvers er ætlast. • Útskýrið tilganginn með skilaboðunum (hvers vegna). • Verið nálægt barninu og í augnsambandi við það. • Endurtakið fyrirmæli og verið viss um að barnið skilji þau. • Notið nafn barnsins þegar talað er við það til að ná frekar athygli þess. • Gefið barninu 5-10 sek. til að meðtaka skilaboðin.
 56. 56. Samstarf heimila og skóla • Sýnt hefur verið fram á að samkvæmni milli heimilis og skóla sem og frjótt samstarf milli foreldra og kennara skilar sér í betri námslegri og félagslegri stöðu barna og einnig betri tilfinningalegri líðan þeirra. • Þegar beita á atferlismótandi aðferðum er samstarf foreldra og kennara sérstaklega mikilvægt. • Nota mentor, samskiptabók, hvatningarkerfi, skólakort, samninga. • Gæta jafnvægis milli neikvæðra og jákvæðra ummæla. • Gert er ráð fyrir að um þriðjungur foreldra barna með ADHD séu sjálf með þessa röskun. • ADHD einkenni hjá foreldrum geta staðið í vegi fyrir því að leiðbeiningar til þeirra og aðgerðaáætlanir til að bæta hegðun og frammistöðu barnanna skili tilætluðum árangri.
 57. 57. Þverfagleg teymisvinna • Samvinna allra aðila sem koma að máli barns sem greinist með ADHD er líkleg til að auka bæði gæði og skilvirkni þjónustu. • Samstarf allra aðila og þar með talið foreldra getur skipt sköpum við að breyta verklagi þjónustuaðila í samræmi við gagnreyndar aðferðir. • Samsetning teymis getur verið mismunandi og farið eftir þörfum hverju sinni svo sem umsjónarkennari, þroskaþjálfi, kennsluráðgjafi, félagsráðgjafi, sérkennari, sálfræðingur, skólahjúkrunarfræðingur, stuðningsfulltrúi, skólastjórnandi o.fl. • Fylgja þarf skýrum verkferil eftir að barn hefur greinst með ADHD. • Mismunandi þörf fyrir sértæka þjónustu.
 58. 58. Verkferill í málum barna með ADHD 1. Haldinn fundur með öllum viðkomandi. 2. Farið yfir kennsluaðstæður og samskipti. 3. Sjónrænar vísbendingar / hvatningarkerfi. 4. Félagsfærniþjálfun. 5. Stofnað þverfaglegt teymi – ef ástæða er til. 6. Gerð skrifleg áætlun um aðlögun náms og kennslu. 7. Tilvísanir í frekari greiningu – ef þörf er á. 8. Ráðgjöf innan skólans; sérk., þroskaþj., kennslurgj. 9. Leitað til námsráðgjafa sé um ungling að ræða. 10.Meta þörf á einstaklingsbundinni námsskrá. 11.Allir kennarar upplýstir um greiningu barns.
 59. 59. Vefslóðir • Tölvumiðstöð fatlaðra – www.tmf.is – upplýsingar um ýmis hjálpartæki og forrit. • Foxit Reader – www.foxitreader.com – hægt að breyta verkefnum í rafrænt form (ókeypis). • Easy Tutor – www.easytutors.org - lesblinduforrit, tal, geymir í hljóðskrám, breytir lit á bakgrunn, osfrv. • Mindmanager – www.verkefnalausnir.is - mapping forrit, skipulag, sjónræn úrvinnsla. • Sjónræn úrvinnsla - www.eyecanlearn.com – síða með margskonar æfingum sem efla sjónræna úrvinnslu.
 60. 60. Vefslóðir Stærðfræðivefir • www.rasmus.is • www.mathplayground.com • www.coolmath4kids.com • www.themathgames.com • www.mathspractice.com.au • www.coolmath-games.com
 61. 61. Vefslóðir Vefir með leikjum sem þjálfa vinnsluminni • www.braincogs.com • www.lumosity.com • www.junglememory.com • www.matica.com • www.allgameshome.com
 62. 62. Frægir Íslendingar með ADHD
 63. 63. Nokkrar heimildir • Barkley, R.A. (2006). Attention-Deficit Hyperactivity Disorder. A Handbook for Diagnosis and Treatment (3. útgáfa). New York: Guilford Press. • Brown, T.E. (2005). Attention Deficit Disorder. The Unfocused Mind in Children and Adults. United States of America: Yale University Press. • Molina, B.S.G., Hinshaw, S.P., Swanson, J.M., Arnold, L.E., Vitello, B., Jensen, P.S. o.fl. (2009). The MTA at 8 Years: Prospective Follow-Up of Children Treated for Combined Type ADHD in a Multisite Study. J AM Acad Child Adolesc Psychiatry, 48, 484-500. • Nadeau, K.G. og Quinn, P.O. (2006). Understanding Girls With AD/HD. Washington, D.C.: Advantage Books. • National Institute for Health and Clinical Excellence. (2008). Attention deficit hyperactivity disorder: Diagnosis and management of ADHD in children, young people and adults. London: Höfundur. • Pelham, W.E. og Fabiano, G.A. (2008). Evidence-Based Psychosocial Treatments for Attention Deficit/Hyperactivity Disorder. Journal of Clinical Child and Adolescent Psychology, 37, 184-214. • Rief, S. (2005). How to Reach and Teach Children With ADD/ADHD. Practial Techniques, Strategies, and Interventions (2. útgáfa). San Francisco: Jossey-Bass. • Rief, S. (2008). The ADD/ADHD Checklist. A Practical Reference for Parents and Teachers (2. útgáfa). San Francisco: Jossey-Bass.

×