Successfully reported this slideshow.
We use your LinkedIn profile and activity data to personalize ads and to show you more relevant ads. You can change your ad preferences anytime.

Færni - Frá sjœnarhóli atvinnufsins

165 views

Published on

Ingegerd Green og Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, fulltrúar í neti NVL um færni frá sjónarhóli atvinnulífsins kynna niðurstöður og tillögur skýrslunnar

Published in: Education
 • Be the first to comment

 • Be the first to like this

Færni - Frá sjœnarhóli atvinnufsins

 1. 1. Færni - Frá sjónarhóli atvinnulífsins
 2. 2. Starf netsins Efni skýrslunnar
 3. 3. Helstu straumar, endurskipulagning, breytt atvinnulíf og aukin krafa um færni
 4. 4. Margar tegundir vinnumarkaða = ólíkar þarfir
 5. 5. Tvær leiðir Undirkerfi Mikilvægar! JAFN mikilvægar!!
 6. 6. Mörg undirkerfi Öll verða að virka. Árangur!
 7. 7. Hver lýsir ákveður viðurkennir rétta færni
 8. 8. Vandamál Orsakir Lausnir
 9. 9. TILLÖGUR Þrjár heildstæðar Tólf samtals Þrjár sérstakar
 10. 10. Norrænu löndin þurfa að móta færnistefnu á landsvísu og færnipólitík, sem einkennist af heildarsýn og samstarfi milli allra þeirra pólitísku sviða sem geta gert öflugt færniþjálfunarkerfi í atvinnulífinu að veruleika. Til að ná árangri verður þessi vinna að gerast í þróuðu og öflugu þríhliða samstarfi og byggja á „norræna módelinu“. Styrkja vinnuna á landsvísu með norrænu samstarfi, þar sem menn deila reynslu og þróa sameiginlega þekkingu á þeim sviðum, sem þekkingu vantar á, til að efla færniþjálfun í atvinnulífinu. AÐILAR ATVINNULÍFSINS STJÓRNVÖLD OG AÐRIR EIGA FRUMKVÆÐI AÐ
 11. 11. Aðilar vinnumarkaðar, félagasamtök og stjórnvöld þrói og samræmi áætlun fyrir skipulagða færniþjálfun í fyrirtækjum. Þróa sameiginlegt og yfirgripsmikið kerfi til að lýsa og raunfærnimeta skilgreind námslok (kvalifikationer) og færni, sem hefur gildi bæði í atvinnulífi og menntakerfi. Setja á laggirnar miðlægt færnipólitískt ráð. Setja á laggirnar ráð um færniþarfir. ATVINNUREKENDASAMTÖK LAUNÞEGASAMTÖK EIGA FRUMKVÆÐI AÐ
 12. 12. Í hverjum skóla sé sköpuð forsenda fyrir hlutverk sem eflir og formar faglegt samstarf, samhæfingu og gæðatryggingu á samstarfi við fyrirtæki, milli stofnana og í innra starfi skólanna. Góð náms- og starfsráðgjöf verði þróuð í skólum með faglegum ráðgjöfum með mikla færni í því sem varðar atvinnulífið. Veita kennurum í formlega menntakerfinu tækifæri til að uppfæra þekkingu sína og vitneskju um atvinnulíf bæði í opinbera og einkageiranum. ATVINNUREKENDASAMTÖK LAUNÞEGASAMTÖK EIGA FRUMKVÆÐI AÐ
 13. 13. Skapa forsendur og hvetjandi lausnir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki að leysa færniþarfir í samstarfi við önnur fyrirtæki. Styrkja og þróa rafræna færni hjá öllum á vinnumarkaði til að geta nýtt tækniþróunina og tryggja nauðsynlega uppfærslu á færni. Setja upp þankasmiðju á norrænum grunni með sérfræðingum til að þróa líkön, kerfi og ramma. ATVINNUREKENDASAMTÖK LAUNÞEGASAMTÖK EIGA FRUMKVÆÐI AÐ
 14. 14. Með sameiginlegu norrænu framlagi styrkja þekkinguna á hagrænu sjónarhorni á færniþróun (ROI). Framkvæma norræna kortlagningu á því sem gagnast best til færniþróunar í atvinnulífinu. ATVINNUREKENDASAMTÖK LAUNÞEGASAMTÖK EIGA FRUMKVÆÐI AÐ
 15. 15. Bjóða, hvetja og styðja atvinnurekendur í viðkomandi samtökum til að móta stefnu um hvernig tryggja skuli samkeppnishæfni í fyrirtækinu með skipulagðri færniþjálfun með sérstakri áherslu á þær áskoranir sem tengjast rafrænni þróun, sjálfvirkni ásamt því hvernig samsetning vinnuaflsins hefur áhrif á framtíðarþróun fyrirtækisins. ATVINNUREKENDASAMTÖK EIGA FRUMKVÆÐI AÐ
 16. 16. Bjóða, hvetja og styðja meðlimi sína til að skrásetja stöðugt og uppfæra núverandi starfsfærni sína með þeim verkfærum sem í boði eru eins og t.d. viðurkenndu raunfærnimati starfsgreina á móti viðmiðum atvinnulífsins og auðvelda þannig eigin ábyrgð á námi í tengslum við kröfur á færni í störfum. LAUNÞEGASAMTÖK EIGA FRUMKVÆÐI AÐ
 17. 17. Bjóða, hvetja og styðja stjórnendur menntastofnana á mismunandi sviðum með núverandi skipulagi og fjármögnun að móta viðeigandi fræðslutilboð til að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir færni og þekkingu, sem tengist rafrænni þróun og öðrum þekkingar- og færnisviðum sem hafa mikil áhrif á forsendur starfa og samfélags. ÞEIR SEM BERA ÁBYRGÐ Á GÆÐUM OG ÞRÓUN MENNTAKERFIS
 18. 18. Margir kostir Margt sameiginlegt Nýtum það
 19. 19. Passa tillögurnar íslenskum aðstæðum? Hvaða tillögum verður erfitt að koma í framkvæmd? Þurfum við að hugsa og vinna á nýjan hátt til að það takist?

×