• Share
 • Email
 • Embed
 • Like
 • Save
 • Private Content

Loading…

Flash Player 9 (or above) is needed to view presentations.
We have detected that you do not have it on your computer. To install it, go here.

Like this document? Why not share!

20101126 saga um skulduga þjóð

on

 • 468 views

nýtt ísland, rétt að læra af sögunni

nýtt ísland, rétt að læra af sögunni

Statistics

Views

Total Views
468
Views on SlideShare
468
Embed Views
0

Actions

Likes
0
Downloads
0
Comments
0

0 Embeds 0

No embeds

Accessibility

Upload Details

Uploaded via as Microsoft Word

Usage Rights

© All Rights Reserved

Report content

Flagged as inappropriate Flag as inappropriate
Flag as inappropriate

Select your reason for flagging this presentation as inappropriate.

Cancel
 • Full Name Full Name Comment goes here.
  Are you sure you want to
  Your message goes here
  Processing…
Post Comment
Edit your comment

  20101126 saga um skulduga þjóð 20101126 saga um skulduga þjóð Document Transcript

  • Saga um skulduga þjóð<br />Már Wolfgang Mixa<br />Sagan sýnir að viðhorf fólks til ýmissa þátta breytist miklu meira en flestir gera sér grein fyrir. George Freidman dregur skemmtilega fram í bók sinni The Next 100 Years hversu framtíðarsýn fólks breytist ört. Í upphafi síðustu aldar var því haldið fram að stríð væri óhugsandi, viðskiptahagsmunir hreinlega leyfðu það ekki og friðsöm Evrópu myndi stýra heiminum. Aðeins tuttugu árum síðar var Evrópa í rústum eftir hrikaleg stríðsátök og Bandaríkinn og Japan fóru að vera aðeins meira en vaxandi þjóðir. Aðeins eitt þótti vera víst; Stríð yrði aldrei aftur leyft að eiga sér stað. Árið 1940 var Evrópa enn aftur í viðjum stríðsátaka og Þýskaland yrði ráðandi afl í framhaldinu. Tuttugu árum síðar réði Evrópa litlu, álfan var klufin í tvennt af Bandaríkjamönnum og Sovétríkjum; kalt stríð var hafið. Það kalda stríð réði enn ríkjum árið 1980 og þótti eitthvað eins og niðurrif járntjaldsins vera óhugsandi. Það var þó staðreyndin um næstu aldamót og stríð þótti á nýjan leik vera óhugsandi. Hverjum datt 9/11 þá í hug?<br />Ofangreindir þættir eru umhugsunarefni varðandi eftirfarandi sögu. Einu sinni var ríki sem hafði öðlast sjálfsstæði nokkrum áratugum áður. Þjóðin samanstóð af 280 þúsund einstaklingum sem byggði afkomu sína fyrst og fremst af fiskveiðum. Farið var hins vegar í dýrar framkvæmdir sem kostuðu sitt. Þegar að mikill samdráttur átti sér stað á heimsvísu drógust tekjur saman, fjárlagahallinn fór yfir 10% af þjóðartekjunum og skuldir þjóðarinnar borið saman við tekjur þess voru orðnar meira en tífaldar. Stjórnmálamenn voru rúnir öllu trausti og þurftu ráðherrar jafnvel vernd gegn fjöldanum sem vildi ganga í skrokk þeirra.<br />(Næstum því) nýja Ísland<br />Þetta var Nýfundnaland árið 1933. Samdrátturinn var Kreppan mikla. Niðurstaða þessarar fjármálakreppu landsins var að þjóðin samþykkti að fórna sjálfsstæði sínu og Bretar fengu sínu fram við að innlima hana við Kanada. Nýfundnaland er tekið sérstaklega sem dæmi í nýútgefinni bók Reinhart og Rogoff sem nefnist This Time Is Different sem fjallar um megindlegar stærðir í tengslum við fjármálabólur. Skuldir þjóðarinnar voru yfirteknar af kanadísku ríkisstjórninni til að koma í veg fyrir að dóminó áhrif færu yfir landamærin til þeirra banka (bankakrísa í einu landi getur auðveldlega breiðst yfir til annars lands þegar að skuldunautar fara að svipast eftir líkum einkennum á svæðinu þar sem krísan á upptök sín).<br />Nýfundnaland lenti tæknilega aldrei í gjaldþroti, það einfaldlega blasti við. Sagan er auk þess full af dæmum þar sem að þjóðir, jafnvel heimsveldi, hafa ekki staðið í skilum við skuldbindingar sínar. Rússland er nýlegt dæmi en viðhorfið á þeim tíma, fyrir rúmum áratug, var ekki að ráðast á landið og taka til dæmis listaverk þjóðarinnar upp í skuldir (það er auðvitað ekki hægt gegn þjóð sem getur varið sig með þeim hætti). Það eru hins vegar dæmi um slíkt í Suður Ameríku á fyrri hluta síðustu aldar, þegar að Bandaríkjamenn yfirtóku tollstöðvar þjóða til að innheimta skuldir og hernámu jafnvel Dominíska lýðveldið árið 1916.<br />Höfundar benda á að aðkoma Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (AGS) hafi jafnvel komið í veg fyrir slíkum aðgerðum síðar. Það þýðir þó ekki að þær aðgerðir hafi skilað góðum árangri, hann er raunar frekar slakur hjá skuldugum þjóðum. Reynslan sýnir að skuldugar þjóðir nái sjaldan að vinna sér úr þeim vandamálum með auknum vexti tekna, einhverjar afskriftir séu nauðsynlegar. Höfundar velta einnig fyrir sér menningarleg sjónarmið ríkja í þeim efnum; hafa þau burði til að ávinna sér á ný lánshæfnistraust?<br />Lærdómur<br />Þó svo að hrunið hafi valdið gífurlegum búsifjum á Íslandi þá mátti litlu muna að ekki færi jafnvel enn verr. Aðkoma AGS hafur sett spurningarmerki um hvort að stýring fjármála þjóðarinnar sé í raun í hennar höndum. <br />Íslendingar verða að skilgreina sig sem þjóð sem leggur áherslu á aðhaldi í fjármálum. Alþingismenn, lög og reglugerðir duga skammt. Þetta þarf að vera hluti af almennri hugsun samfélagsins. Það er ekki einungis hluti af því að fá aftur traust erlendra aðila, heldur lykill að því að viðhalda aðra grunn þætti þjóðarinnar, til dæmis velferðasamfélagi. Ég tel að slíkt þurfi að koma fram í stjórnarskrá Íslands.<br />Birtist á blog.eyjan.is/marmixa 26.11.2010<br /> <br />