Ad hoc endurreisn banka
15.7.2009 | Már Wolfgang Mixa – mixa.blog.is
Ekki þarf mikla þekkingu í stjórnun til að vita að ma...
sjónarmið. Því kom það mér á óvart að sjá að Orðið á götunni á www.eyjan.is fjallaði um
daginn um málið í greininni Áhættu...
(vonandi ekki) að endurreisn banka á Íslandi verði þekkt í framtíðinni sem The Icelandic Ad
Hoc Banking Crisis Management....
Upcoming SlideShare
Loading in …5
×

20090715 ad hoc endurreisn banka

278 views
238 views

Published on

Published in: Economy & Finance
0 Comments
0 Likes
Statistics
Notes
  • Be the first to comment

  • Be the first to like this

No Downloads
Views
Total views
278
On SlideShare
0
From Embeds
0
Number of Embeds
2
Actions
Shares
0
Downloads
1
Comments
0
Likes
0
Embeds 0
No embeds

No notes for slide

20090715 ad hoc endurreisn banka

  1. 1. Ad hoc endurreisn banka 15.7.2009 | Már Wolfgang Mixa – mixa.blog.is Ekki þarf mikla þekkingu í stjórnun til að vita að markviss vinna að ákveðnum og skýrum markmiðum veitir betri árangur en að einblína á tilfallandi vandamál hverju sinni. Orðasambandið Ad hoc er oft notað til að lýsa ómarkvissum vinnubrögðum. Ad hoc er, því miður, það lýsingarorð sem best lýsir vinnubrögðum við endurreisn íslensku bankanna. Afleiðingin er að hún dregst ekki aðeins á langinn; tækifæri Íslendinga við að umbylta bankakerfinu með róttækum hætti svo eftir verði tekið, á jákvæðum nótum á alþjóðavettvangi, er að renna okkur úr greipum. Eignaumsýslufélag Í febrúar kynnti Mats Josefsson tillögu um að stofna eignarumsýslufélag fyrir þau fyrirtæki sem stæðu höllum fæti. Þessi leið lá beint við, enda var slík leið farin í Svíþjóð í bankakrísunni í byrjun tíunda áratugarins og þótti gefa afar góða raun (krísan var sambærileg þeirri japönsku á sínum tíma, Japan er enn að vinna sig úr þeirri krísu en Svíar voru komnir á beinu brautina innan við 5 ár). Íslendingar virðast hins vegar aðrar hugmyndir og áhyggjur. Búið er að stofna sérstök eignarhaldsfélög innan allra banka til að leysa úr vandamálum slíkra fyrirtækja. Eins hafa menn haft gífurlegar áhyggjur af því að pólitík ráði frekar för varðandi hag fyrirtækja í slíku félagi og að fyrirtæki verði ríkisrekin um ókomna tíð (slíkt gerðist ekki í Svíþjóð). Niðurstaðan (í dag í það minnsta) er að eignarhaldsfélagið hefur þróast frá því að vera nokkurs konar fjárfestingarfélag sem reynir að skapa virði úr fyrirtækjum sem hægt er að selja á markaði í að verða að einhverju ráðgjafafélagi sem á að samhæfa umsýslu fyrirtækja hjá bönkunum (ég get ekki séð að slíkt einfaldi málin). Josefsson sagðist opinberlega vera sáttur með þær breytingar en ekki sagði hann aukatekið orð um kosti breytinganna á sínum upprunalegum tillögum. Raunar hefur hann síðar látið hafa eftir sér að ríkið hafi ekki markað stefnu sem nýr eigandi bankanna og ítrekað nauðsyn þess að stofna eignaumsýslufélag (lesist; ráðgjafafélag er slök hugmynd). Einföld lausn fyrir ríkið væri að stofna fjárfestingarbanka. Markmið bankans væri að endurskipuleggja fyrirtæki, hámarka virði þeirra og selja þau (staðgreiðsla nauðsynleg). Fyrirtæki sem aðeins skila þjóðfélagslegan ábata væru eftir í bankanum og unnið væri að því að hagræða reksturinn þannig að þau skili viðunandi arði eða yfirtekinn af ríkinu. Augljóslega eru framtíðarhorfur sumra fyrirtækja það slæm að best er að hætta starfsemi þeirra. Fjárfestar legðu því fé í þau fyrirtæki sem vert er að halda áfram starfsemi. Nýir eigendur kæmu að fyrirtækjunum og ríkið myndi þannig selja sinn hlut smám saman (að öllu leyti eða að ákveðnu marki). Þetta gekk vonum framar í Svíþjóð og hugsanlegt er að endurtaka þann leik á Íslandi. Aðskilnaður í bankastarfsemi Ég hef auk þess fjallað töluvert um nauðsyn þess að aðskilja fjárfestingar- og viðskiptabankastarfsemi (m.a. í Morgunblaðinu), en hef lítið séð aðra taka undir þau
  2. 2. sjónarmið. Því kom það mér á óvart að sjá að Orðið á götunni á www.eyjan.is fjallaði um daginn um málið í greininni Áhættusamt bankamódel enn til staðar. Þar stendur að ..um (er) að ræða banka sem annað hvort eru fjárfestingarbankar eða viðskiptabankar – og jafnvel er rætt um að takmarka heimildir þeirra til að starfa alþjóðlega vegna erfiðleika með eftirlit. Aðgreining á fjárfestingabanka og viðskiptabanka er víðast að verða ofan í umræðunni. Orðinu er alveg augljóst að Icesave málið hefði aldrei komið upp ef Landsbankinn hefði annað hvort þurft að vera fjárfestingarbanki eða viðskiptabanki – ef honum hefði verið meinað með lögum að reyna björgun á fjárfestingararmi sínum með misnotkun á viðskiptabankahliðinni (innlán). Og Orðið á götunni spyr sig af hverju ekki sé búið að loka fyrir það að þetta geti gerst aftur og sú spurning gerist enn ágengari þegar fréttir berast nú af verulegum innlánum MP banka(*). MP banki var stofnaður 1999 sem verðbréfafyrirtæki og varð fjárfestingarbanki árið 2003 en hóf að taka við innlánum eftir að hann fékk viðskiptabankaleyfi 10. október 2008. Orðið á götunni spyr í lokin: Er þetta rétta bankamódelið fyrir Íslendinga? Ég spyr sömu spurninga, hvað stendur í veginum á því að aðgreina reksturinn? The Glass-Steagall Act, lög sem heimiluðu stofnun tryggingarsjóðs Bandaríkjanna, voru gerð samtímis lögum um aðskilnað fjármálafyrirtækja, þ.e. fjárfestingabanka og viðskiptabanka. Hugmyndin var augljóslega sú að tryggja ætti innstæður fyrir hefðbundinn bankarekstur. Því miður var slíkur aðskilnaður afnuminn árið 1999 og lög um fjármálafyrirtæki árið 2002 fylgdu þeirri stefnu. Það tók innan við áratug fyrir þessa breytingu til að ryðja veginn fyrir gjörðum sem kollvörpuðu öllu bankakerfi heimsins með sögulegum hætti. Nú eru Íslendingar, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að endurskipuleggja bankakerfi okkar frá grunni. Hví notum við ekki tækifærið og lögum þetta grundvallaratriði sem var eitt af helstu ástæðum þess að bankakerfi okkar hrundi? Í stuttu máli, þá er að renna úr greipum okkar tækifæri til að nýta almennilega lærdóm Svía og annarra norrænna ríkja (innan við tveggja áratuga gamla) við að vinna sig úr bankakrísu og jafnframt að vera hugsanlega leiðandi í því að bregðast við gjörbreyttum veruleika á fjármálamörkuðum. Í síðustu viku var haldinn fundur, aðeins fyrir fjölmiðla, um stefnu ríkisins varðandi endurreisn bankanna. Eiginlega virðist fátt hafa komið fram varðandi heildræna og markvissa stefnu. Til að bæta gráu ofan á svart er nú rætt um að ákveðnir sparisjóðir renni í ríkisbanka vegna lánaflækjur í tengslum við stofnfjárútboð. Sparisjóðsstjórar kannast opinberlega mismikið við slíkar pælingar en ljóst er að skjaldborgin sem lofuð var um sparisjóðina er með því hrunin. Ef til vill má spyrja sig að því hvort ekki væri búið að eyðileggja sparisjóðina af þeim sjálfum og skjaldborgin hvort sem er verið um ekkert nema ferla og viðskiptavild sem nú eru lítils virði. Sjálfur tel ég að vernda eigi sparisjóðina og einblína að þeirra (gamla) rekstrarlíkani en mitt gamla sparisjóðshjarta er hugsanlega að leiða mig þar á villigötur. Stefnan virðist því einblína á að glíma við tilfallandi mál. Enginn einstaklingur virðist hafa umboð til að taka á málum og höggva á nauðsynlega hnúta. Nú er stefnt að því að (þjóf)starta banka á föstudaginn í skugga mikillar óvissu um eignir, rekstrarhorfur og jafnvel lagalega stöðu þeirra (málsóknir eru líklegast óumflýjanlegar). Því er niðurstaðan hugsanlega sú
  3. 3. (vonandi ekki) að endurreisn banka á Íslandi verði þekkt í framtíðinni sem The Icelandic Ad Hoc Banking Crisis Management. Vonandi kemur eitthvað á jákvæðu nótunum á óvart. Viðauki - Aðskilnaður í bankastarfsemi og fjárfestingarbanki Ég hef fjallað ítarlega um kosti þess að aðskilja viðskipta- og fjárfestingarstarfsemi banka (sjá tengla vinstra megin á síðu undir Endurreisn banka) og að stofna nýjan (fjárfestingar)banka. Fjárfestingarbankinn svipar til eignahaldsfélagins en ég tel að útfærsla mín taki á þær áhyggjur sem menn hafa um að fyrirtæki innan bankans verði hluti af pólitískri refskák (sjá tillögur hér). Til að takmarka endurtekningar fer ég aðeins yfir helstu atriði: a. Með því að aðskilja rekstur fjárfestinga frá hefðbundinni inn- og útlánastarfsemi næst aukið gagnsæi með minni óvíssu varðandi eignir á augabragði. Stjórnendur banka geta einbeitt sér að því að veita almennilega þjónustu við almenna bankastarfsemi í stað þess að vera sífellt að vinna úr flækjum núverandi fjárfestingasafna (slík söfn væru skuldabréf (**) og hlutabréf í fyrirtækjum). b. Íslensk stjórnvöld myndu með slíkum aðskilnaði senda skýr skilaboð til heimsins að okkur sé alvara í því að laga hluta af því sem aflaga fór. Ríkisábyrgð innstæðna takmarkast þannig við ábyrga inn- og útlánastarfsemi. Verið er þá að fjármagna gegnsæ útlán og auðvelt er að skilja áhættuna við slíka tryggingu. Aukið gegnsæi minnkar óvissu, sem leiðir til betri vaxtakjara. c. Fjárfestingarbanki myndi skiptast í nokkur svið eftir atvinnugreinum. Fjármagn lagt í verkefni væri einfaldlega með ákveðna ávöxtunarkröfu og fjárfestar vissu áhættuna. Ef verkefni ganga vel er ávöxtunin góð, ef ekki, þá veitir fjárfestingin slaka ávöxtun, engin ríkisábyrgð. (*) Ég hef mikla trú á Margeiri Péturssyni. Hins vegar hef ég óskýra mynd af stöðu MP banka. Bankinn hefur verið að hasla sér völl í baltnesku ríkjunum, þar sem að efnahagurinn hefur hrunið með svipuðum hætti og hérlendis. Ég efast um að þessi mikla aukning innlána væri til staðar ef ríkisábyrgð væri ekki til staðar, líklegt er að fáir myndu leggja fé inn í bankann í núverandi mynd án hennar. Það er ótrúlegt að enn sé verið að veita ríkisábyrgð á jafn ógegnsæja starfsemi sem MP banki er. Aðskilja þyrfti fjárfestingararm bankans frá hefðbundinni viðskiptaþjónustu til að réttlæta slíka ábyrgð. Hér er ég að endurtaka mig, hví er verið að veita ríkisábyrgð á innstæðum sem eru að fjármagna svarta kassa íslensks bankakerfis? (**) Ég skilgreini skuldabréf sem stór útlán í víðum skilningi, þ.e. skuldabréf, breytanleg skuldabréf, yfirdráttarheimildir, osfrv.

×