ÞOR - kynning - des 2010

1,713 views

Published on

Published in: Technology, Business
0 Comments
0 Likes
Statistics
Notes
 • Be the first to comment

 • Be the first to like this

No Downloads
Views
Total views
1,713
On SlideShare
0
From Embeds
0
Number of Embeds
447
Actions
Shares
0
Downloads
2
Comments
0
Likes
0
Embeds 0
No embeds

No notes for slide
 • Ágætu atvinnuleitendur, verið velkomin á þennan fund. Vinnumálastofnun hefur verið falið að ráðast í sérstakt átak gegn langtímaatvinnuleysi. Átakið hefur fengið heitið ÞOR sem stendur fyrir Þekkingu og reynslu. Það er þetta tvennt sem skiptir höfuðmáli þegar við sækjum um störf. Átakinu er ætlað að nota það svigrúm sem skapast þegar fólk er án atvinnu og bæta í, a.m.k. hvað þekkinguna varðar og vonandi verður fólk einnig reynslunni ríkara.

  Vegna þess ástands sem hefur verið frá hausti 2008 hefur ekki verið svigrúm eða fjármunir til að sinna langtímaatvinnulausum eldri en 25 ára eins og nauðsynlegt er. Undanfarna mánuði hefur Vinnumálastofnun verið með átak í gangi fyrir langtímaatvinnulaust ungt fólk sem nefnist Ungt fólk til til athafna. Það átak hefur gengið vel og hafa allir í þeim hópi fengið úrræði við hæfi og lagt er kapp á að allir yngri en 25 ára fái úrræði við hæfi innan 3ja mánaða frá því þeir koma á skrá. Nú mun hópurinn frá 25 og upp í 29 bætast í “Ungt fólk til athafna” en átaksverkefnið ÞOR á að ná til fólks sem er 30 ára og eldra.


 • Þegar fólk skráir sig á atvinnuleysisskrá og óskar eftir bótum er það um leið að skrifa undir samþykki sitt fyrir að taka þátt í vinnumarkaðsaðgerðum sbr. 12. gr.

  Hér er því um skylduúrræði eða skylduvirkni að ræða sem hefur það að markmiði að efla virkni og færni fólks sem er á atvinnuleysisskrá.
 • Atvinnuleysisbætur eru hvort tveggja áunninn réttur einstaklingsins og fjárfesting samfélagsins og hagur beggja er að greiða fólki fyrir að leita sér að atvinnu og nýta atvinnuleysistímabil til að halda starfsgetu sinni við og auka færni sína.
 • Rannsóknir sýna að óvirkni meðan á atvinnuleysi stendur getur leitt til þess að fólk er lengur að fá störf og jafnframt getur langtímaatvinnuleysi leitt til þess að fólk fer ekki aftur út á vinnumarkaðinn og getur lent á örorku.

  Þess vegna er mikilvægt að nota tímann vel og endurmennta sig eða nota tímann til annarra virkniúrræða.
 • Boðið er upp á fjölbreytt úrval námskeiða og námsleiða hjá símenntunarmiðstöðvum, einkareknum skólum, endurmenntunardeildum háskólanna.


  Fyrir þá sem ekki vilja fara í námstengd úrræði er hægt að sækja um starfsúrræði á borð við átaksverkefni, reynsluráðningu og starfsþjálfun.


  Þeir sem telja sig á einhvern hátt ekki með fulla starfsgetu eða þurfa hugsanlega á endurhæfingu að ræða geta farið í mat þar að lútandi og þurfa þá að ræða við ráðgjafa hér eftir fundinn.


  Einnig er hægt að fá að stunda fjölbreytt sjálfboðaliðastörf hjá RKÍ og ÍSÍ sem kynnt verða á eftir.


  En þau úrræði sem við ætlum að kynna hér á eftir eiga vonandi eftir að höfða til sem flestra og þið getið vonandi öll valið ykkur úrræði við hæfi. Við biðjum ykkur að velja 3 úrræði sem mest höfða til ykkar. Við getum boðið ykkur upp á eitt þeirra.


  Ef það er ekkert sem höfðar til ykkar eða þið hafið frekari spurningar þá er hægt að ræða ráðgjafa hér strax eftir fundinn.

 • Grunnmenntaskólinn: Helstu námsþættir eru: Sjálfsefling og samskipti, námstækni, íslenska, framsögn og ræðumennska, enska, stærðfræði og tölvu- og upplýsingatækni.


  Aftur í nám: helstu námsþættir eru: Sjálfsefling, Ron Davis þjálfun, íslenska, og tölvu- og upplýsingatækni
  Tilgangur námskeiðsins er að styrkja sjálfstraust námsmanna og þjálfa þá í lestri og skrift með aðferðum Ron Davis.
 • Nám og þjálfun: Nám og þjálfun í almennum greinum er einkum ætluð þeim sem eru að minnsta kosti 23 ára, eru starfandi á vinnumarkaði og hafa hafið nám á framhaldsskólastigi en ekki lokið almennum bóklegum greinum með prófi.


  Sterkari starfsmaður: Ætlað fólki á vinnumarkaði sem vill auka færni til að takast á við breytingar í starfi og auka færni sína í upplýsingatækni og tölvum. Námið er 150 kennslustundir. Og er metið til allt að 12 eininga í framhaldsskóla.


  Færni í ferðaþjónustu I er 60 kennslustunda námsleið sem er hönnuð sérstaklega með þarfir ferðaþjónustu í huga. Námið hentar þátttakendum sem starfa í ferðaþjónustu eða stefna að starfi í atvinnugreininni. Tilgangur námsins er að búa þátttakendur sem best undir störf í ört vaxandi atvinnugrein. Náminu er ætlað að efla persónulega, faglega og almenna færni til að veita gæðaþjónustu og takast á við fjölbreytt úrlausnarefni ferðaþjónustunnar.  Námsleiðin hefur verið metin af menntamálaráðuneytinu til styttingar náms í framhaldsskóla um allt að 5 einingar.

  (Háskólastoðir Háskólastoðir hjá Mími-símenntun er einnar annar nám og unnið í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs.
  Nemendur sem ljúka námi í Háskólastoðum eiga kost á að sækja um nám á Háskólabrú Keilis. Námið í Háskólastoðum tekur um 6 mánuði, er dagskóli fimm daga vikunnar).
 • Byrjendur: kennt er á Word, internetið og tölvupóst. Kynning á Excel


  Lengra komnir: Farið er enn frekar í Word, Excel og Outlook
 • .

  Grunnnám í bókhaldi. Námið er byggt upp á kennslu og verklegum æfingum. Allar námsgreinar eru kenndar frá grunni og rétt er að gera ráð fyrir nokkurri heimavinnu. Námsþættir: Bókhald, Verslunarreikningur, Tölvubókhald Navision Attain –

  Bókaranám frh. Í námskeiðinu er lögð áhersla á að styrkja nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum og auka færni þeirra við færslu og uppgjör bókhalds. Að loknu námskeiðinu eiga nemendur að vera færir að sjá um viðskiptamannakerfi, launakerfi og vera færir um að framkvæma einföld uppgjör á bókhaldi ásamt öllum þeim afstemmingum og lokafærslum sem nauðsynlegar eru.

 • Alvöru vefsíðugerð: Nemendur læri að hanna, viðhalda og setja upp gagnagrunna og læri grundvallaratriði SQL fyrirspurnarmálsins og læri að tengja vefsíður við gagnagrunna. Nemandinn hefur þar að auki getu og skilning til þess að nota CSS stílsnið til að stýra útliti vefsíðna.
  Mikið er um verklegar æfingar og fá nemendur þannig tækifæri til þess að fara í gegnum verkferli vefsíðugerðar. Nemendur vinna lokaverkefni.

  Grafísk hönnun: Hér er um að ræða hagnýtt nám fyrir þá sem hafa þörf fyrir tölvutæknina við gerð auglýsinga, kynningarefnis og bæklinga. Kennt er á þau forrit sem aðallega eru notuð við gerð kynningarefnis á stafrænu formi. Markmiðið er að nemendur geti komið frá sér hugmyndum á tölvutæku formi og að frágangur allra verka sé réttur hvort sem það er fyrir prentun eða Internetið. Námskeiðið byggir á kennslu og fyrirlestrum, einnig er mikið um verklegar æfingar.

 • Að námi loknu eiga nemendur að hafa góða undirstöðuþekkingu og yfirsýn yfir þær aðferðir sem helst eru notaðar í nútíma hugbúnaðargerð.  Námið byggir á stöðluðum námskeiðum frá Microsoft. Fólk þarf að hafa góða enskukunnáttu þar sem flestar bækur eru á ensku.

 • Stofnun og rekstur smáfyrirtækja
  Námskeiðið snýst um þau grundvallaratriði sem varða stofnun og rekstur fyrirtækis. Áhersla er lögð á gerð viðskiptaáætlana.
  Í byrjun námskeiðsins leggur hver þátttakandi fram sína viðskiptahugmynd sem þeir síðan vinna að meðan á námskeiðinu stendur.
  Farið er í sölu- og markaðsmál, fjárhagsáætlanir, form fyrirtækja og skattamál


  Verkefna – og mannauðsstjórnun er ætlað starfsmönnum og stjórnendum sem þurfa að stjórna verkefnum en hafa ekki fagþekkingu á verkefnisstjórnun og þeim sem vilja rifja upp. Námskeiðið hentar sérstaklega vel þeim sem hafa það hlutverk að innleiða nýjungar innan fyrirtækja, stofnana eða félagasamtaka.
 • Frumkvöðlanám: Kennd verður persónuleg stefnumótun og hvernig hún getur tengst starfi og/eða rekststri fyrirtækja. Nemendur eru þjálfaðir í stefnumótandi hugsun og vinnu.


  Það eiga eftir að koma nánari upplýsingar frá Nýsköpunarmiðstöðinni.
 • Að stjórna fólki: farið er í samskiptastíla, stjórnunarkenningar, samtalstækni, ráðningar, starfsmannaviðtöl, starfsánægju og hvatningu, tímastjórnun, fundastjórnun, erfið starfsmannamál, uppsagnir og margt fleira. Eingöngu fyrir þá sem hafa reynslu af stjórnendastörfum.

  Að efla styrk sinn og færni: Hentar öllum sem vilja stórauka færni sína í samskiptum til að ná árangri á hvaða sviði sem er.
   
  Einstaklingurinn er undirstaða í öllum þeim hlutverkum sem hann tekur að sér. Sjálfstraust og sjálfsöryggi hans, hæfni hans í samskiptum við annað fólk ásamt getu hans til að stjórna sjálfum sér og samskiptum við annað fólk er hornsteinn árangurs. Færni, rétt hugarfar og trú á eigin getu er m.a. það sem til þarf til að menn nái að sýna það sem í þeim býr.
   
 • Markmiðið með BTM er að hjálpa fólki tað takast á við þær breytingar sem óhjákvæmilega verða á vegi hvers manns á lífsleiðinni, hvort sem það eru breytingar í starfi, vegna aldurs, vegna atvinnumissis, vegna samdráttar í fyrirtækinu eða breytingar á félagslegri stöðu og ekki síst þeirra fjárhagslegu breytinga sem ganga nú yfir Ísland.

  BTM er fyrir alla sem vilja skoða lífsstöðu sína og læra að tileinka sér einföld „verkfæri“ til að setja sér raunhæf og framkvæmanleg markmið til að bæta líf sitt og efla hag sinn.
 • Hagnýtt bókhaldsnám: Bókhaldsnámskeið ætlað þeim sem vilja ná góðum tökum á bókhaldi og ætla sér að vinna við bókhald. Í náminu fá nemar innsýn í alla algengustu þætti daglegrar bókhaldsvinnu.

  Hagnýtt bókhaldsnám II: Námið er ætlað þeim sem vilja ná dýpri skilningi í flóknari færslum fjárhagsbókhalds, og nýta sér betur sérkerfi bókhaldskerfa, til að vinna upplýsingar úr þeim. Námið hentar þeim sem vilja vinna við bókhald og greina upplýsingar til stjórnunar og endurskoðanda. • Tölvunám fyrri 50 ára og eldri: Námið er fyrir þá sem ekki hafa lært á tölvu eða vilja læra frá grunni um tölvunotkun. Námið er miðað við þarfir atvinnulífsins fyrir almenna tölvuþekkingu. Lögð er áhersla á notalegt umhverfi og skemmtilega kennara.


 • Tölvuþjónustunám:. Þátttakendur þurfa góða grunnþekkingu á upplýsingatækni þar með talið Windows, Office og almennum vélbúnaði, s.s. prenturum, tölvum og algengum jaðartækjum.

  Stjórnun tölvumála: Farið er í rekstur tölvukerfa, eignarhaldskostnað tölvukerfa, Góða siði í tölvurekstri, öryggismál tölvukerfa, tölvutækni og hugbúnað, netkerfi og rekstur þeirra, síma – og fjarskiptabúnað og öflun aðfanga, samningsgerð og stjórnun verkefna.
 • Á námskeiðinu er kennd notkun Project til þess að gera verkáætlanir og halda utan um verkefni allt til lokauppgjörs. Námskeiðið er fjórskipt:
  Hugarkort – MindMaps Kennd er gerð hugarkorta og kynntur hugbúnaður, sem er frábært verkfæri við alla skipulagningar- og hugarflugsvinnu.
  PRINCE2 Á námskeiðinu er kennt að stofna til, skipuleggja og stjórna verkefnum með aðstoð PRINCE2.
  Microsoft Project Kennt er að nota það við stjórnun einstakra verkefna og verkefnasafna.
  Notkun Excel við gerð kostnaðar- og verkáætlana.
  Outlook sem hjálpartæki við stjórnun verkefna, tímastjórnun og utanumhald um verkþætti og verkefni.
 • Hefst í 12 vikur. Hefst um miðjan janúar 2011.   Páll hefur kennt námskeið við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík í gerð viðskiptaáætlana um árabil auk þess að hafa sjálfur skrifað fjölda viðskiptaáætlana á undanförnum árum, bæði fyrir verkefni innan starfandi fyrirtækja og um stofnun nýrra fyrirtækja
   
  Milli fyrirlestra vinna þáttakendur að verkefninu og njóta þá handleiðslu Páls. Gera má ráð fyrir tveimur vinnufundum með hverjum þáttakanda við hvern af áfangaþáttunum (um 1,5 klst. hver fundur).
 • Ferill framkvæmda frá hönnun til bygginga:
  Markmiðið er að brúa bilið milli hönnunaraðila og bygginga eða framkvæmdaraðila, og stuðla þannig að betri og skilvirkari samkiptum/vinnuháttum þeirra í milli. Annað markmið er að greina ferli og útkomu í byggingamálum síðastliðin ár, skoða hvernig kerfið hefur vikrað og hvernig útkoman er framkvæmdalega séð.
 • Kennt þrisvar í viku í 3 vikur í 3 tíma í senn. Fyrir þá sem hafa áhuga á nýsköpun og vilja efla skilning sinn á hvernig hægt er að koma hugmynd í fast form og greina tilgang sköpunarinnar með tilliti til þarfa í þjóðfélaginu.

  Fjallað er um sköpunarferlið frá upphafi til loka fullgerðs sköpunarerks, hvort sem um er að ræða hugmynd að nýjum hlut eða gömlum hlut sem þarfnast breytinga.


 • Fjármál í nýjum heimi
  Markmiðið er að veita innsýn í gjörbreyttar aðstæður á heimsvísu hvað snertir fjármál, fjármögnun og samningatækni, hvort sem litið er til smæri eða stærri verkefna – frá heimili í hefðbundnum skilningi til stærri fjármögnunarverkefna. Að temja sér jákvætt og uppbyggilegt viðmót við úrlausn fjármálalegra verkefna og læra nýjar aðferðir því tengt.

 • Ennfremur er fjallað um hvernig hægt er að efla þol gagnvart óvissu, trú á eigin getu, sjálfsmat og framtíðarsýn. Unnið er markvisst að eflingu sjálfstrausts með innistæðu.
 • Fjölmargir kennarar koma að námskeiðinu, m.a. frá Capacent, leiklistarkennari, útlitsráðgjafi.
 • Fyrir þá sem vilja auka möguleika á að skipta um starfsvettvang og hyggjast sækja á vinnumarkaðinn eftir tímabundna fráveru frá störfum eða vilja leggja grunn að sérhæfðara námi.


  Námsþættir eru m.a. tölvu- og íslenskunám, sjálfsefling, samskipti og heilsuefling. Þátttakendur vinna færnimöppu.
 • M.a. verður fjallað um nýsköpun, heilsu, viðhorf, samskipti, framkomu, markmiðasetningu og margt fleira sem er ætlað til þess að efla  þátttakendur og styrkja svo þeir verði færir um að takast á við ný og krefjandi viðfangsefni á vinnumarkaði þar sem reynsla þeirra og þekking nýtist til fulls.
 • Markviss tímaskráning sem nemur a.m.k. 4 tímum á hverjum virkum degi miðað við fjölbreytileg verkefni og vottanir viðurkenndar af atvinnulífinu.

  Sigríður Snævarr sendiherra og María Björk Óskarsdóttir viðskiptafræðingur mótuðu saman hugmyndafræði NÝTTU KRAFTINN sem miðar að því að hvetja atvinnulausa einstaklinga að nýta tíma sinn og kraft á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
 • Grunn- og framhaldsnámið metið til eininga í félagsliðabrú.
  Taka verður grunnnámið áður en framhaldsnámið er stundað.
 • Hér er boðið upp á stutt nám í mannauðsstjórnun þar sem sjónum er beint að vinnustaðnum, fólkinu og samskiptum þess. Megintilgangur er að gera þátttakendur hæfari til að vinna með og virkja mannauð út frá sérstöðu starfsumhverfis ríkisstofnana. Fjallað er m.a. um stefnu á starfsmanna- og fræðslumálum, um ráðningar, vinnustaðarmenningu og hugtökin starfsánægju, starfsþróun og hæfni. Þetta námskeið hentar þeim sem hafa áhuga á starfsmanna- og fræðslumálum.


  Hér er kynnt hugmyndafræði verkefnastjórnunar, helstu aðferðir, tæki og tól. Einnig er fjallað um hvernig verkefnastjóri getur virkjað samstarfsfólk sitt til athafna og gildi góðs upplýsingaflæðis. Hér læra þátttakendur að halda utan um þróun hugmyndar frá upphafi til enda án þess að tapa yfirsýn. Námið fer fram hjá Endurmenntun HÍ og hentar þeim sem hafa gaman af að framkvæma og þróa nýjar hugmyndir.
 • Markmið námsins er að þátttakendur læri hagnýtar aðferðir sem starfsfólk í stjórnunareiningum þarf að kunna skil á til að geta tekist á við fjölbreytt og flókin verkefni. Lögð er áhersla á sveigjanleika, sjálfstæði og skipulagshæfni ásamt kynningu á samskipta- og leiðtogahæfni. Kennt er hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og verð fyrir Vinnumálastofnun kr. 42.000 fyrir einstakling á almenn námskeið. Nám á hefst 11. okt. og helstu námsþætti má m.a. sjá í hjálögðu skjali.


  Þátttakendur þurfa að þekkja til mikilvægi símenntunar og hafa sýnt leiðtogafærni við innleiðingu umbóta. Talsmaðurinn fær þjálfun í að greina góðar hugmyndir og koma þeim á framfæri. Þá þarf hann eða hún að  búa yfir góðum samskiptahæfileikum, vera lausnamiðaður í hugsun og hafa áhuga á velferð samferðamanna sinna. Þetta námskeið hentar þeim sem vilja þróa, skapa og breyta og hefst 9. nóv hjá EHÍ. Verð til skjólstæðinga Vinnumálastofnunar er kr. 50.000 inn á almenn námskeið.


 • Tölvu- og bókhaldsnám: helstu námsþættir eru tölvu- og upplýsingatækni, verslunarreikningur, bókhaldsgrunnur og handfært bókhald, tölvubókhald í Navision og tjáning og framkoma.

  Grafísk hönnun og vefsíðugerð: kennt er á Photoshop, Illustrator, InDesign, Dreamweaver og Flash. Unnið er lokaverkefni þar sem nemendur setja upp kynningarefni fyrir prent ásamt fullunnum vef. Farið verður í heimsókn í prentsmiðju.

  Tölvuviðhald og viðgerðir: Mikil áhersla á verklega þjálfun í að setja upp vélbúnað og stýrikerfi tölva og að nemendur fái góðan skilning á virkni vélbúnaðar og helstu stýrikerfa. Viðgerðir, uppsetningar og stillingar á vélbúnaði tölva á kennsluverkstæði skólans ásamt heimsóknum í tölvufyrirtæki og verkstæði.
 • Gera hugmynd að veruleika:
  Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem eru með hugmyndir um ákveðin verkefni og langar að stofna fyrirtæki. Því er ætlað að hjálpa fólki að skilgreina eigin plön og skilja muninn á góðri hugmynd mót verri.
   Farið er í gegnum eftirfarandi þætti:
  Að hafa hugmynd og þróa hana til að verða betri.
  Hvað maður á að gera til að auka líkur á að hugmyndin/verkefnið/fyrirtækið verði að veruleika.
  Að skilgreina viðskiptamódel, markhópa, verð og söluaðferð.
  Skattaleg málefni, reglur og skyldur í tengslum við fyrirtækjarekstur.


 • Toppurinn: Farið er í markmiðssetningu, næringu og heilsu, streitustjórnun, sjálfsmyndina, jákvæða hugsun, jóga, boot camp og fjallgöngu (Tekið verður mið af getu hópsins).

  Kýldu á það: Helstu þættir eru: upplýsingatækni, ritvinnsla, excel, sjálfstyrking, vinnusálfræði, ferilsskrá og tjáning og framkoma.
 • Háskólinn á Bifröst hefur haldið þessi námskeið um nokkra hríð með góðum árangri og býðst nú til að halda þessi námskeið í Reykjavík fyrir vinnumálastofnun.

  Máttur kvenna: rekstrarnám fyrir konur sem vilja bæta rekstrarþekkingu sína. Engar kröfur eru gerðar um fyrra nám. Námið hefur reynst fjölmörgum konum hvatning til áframhaldandi náms.


  Rekstur smærri fyrirtækja: helstu námsþættir eru bókfærsla, markaðsmál, viðskiptaenska, stjórnun og samstarf, gæðamál, þjónusta og sala og innkaup og vörustjórnun.

  Skólastarfið stendur yfir í 10 vikur, frá 6. september – 12. nóvember og fer kennslan fram virka daga frá kl. 9:00 – 12:30. Starfstíminn skiptist í tvær námslotur og eina verklega vinnuviku á miðju tímabili.
  Farin verður náms- og hópeflisferð út úr bænum á miðjum námstímanum.
  Eftir að skólanum lýkur verður farin 2ja -3ja vikna vettvangsferð en ekki er skylt að fara í þá ferð.
  Áætluð skólaslit verða eftir vettvangsferðina
 • Skólastarfið stendur yfir í 10 vikur, og fer kennslan fram virka daga frá kl. 9:00 – 12:30. Starfstíminn skiptist í tvær námslotur og eina verklega vinnuviku á miðju tímabili.
  Farin verður náms- og hópeflisferð út úr bænum á miðjum námstímanum.
  Eftir að skólanum lýkur verður farin 2ja -3ja vikna vettvangsferð en ekki er skylt að fara í þá ferð.
  Áætluð skólaslit verða eftir vettvangsferðina

 • Námskeiðið er ætlað iðnaðarmönnum í byggingariðnaði sem hafa litla eða takmarkaða þekkingu á tölvum og notkun þeirra. Á námskeiðinu er farið í gegnum undirstöðuatriði við notkun á tölvum,upplýsingaöflun og notkun helstu forrita. Þegar þátttakendur eru orðnir sjálfbjarga á tölvurnar er farið út í tilboðsgerð sem lýtur að því að gera tilboð í einföld verk og gæti þannig nýst í öflun verkefna. Til að víkka út námskeiðið er síðan bætt við nokkrum þáttum
 • Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir þátttakendum skapandi greinar og möguleika þeim tengdum. Að beisla sköpunarkraft hvers og eins og sýna fram á að skapandi hugsun veitir aukin tækifæri. Námskeiðið á að veita þátttakendum aukið sjálfstraust, aukna þekkingu og færni.


  Stúdíó Sýrland býður upp á fjölbreytt námskeið þar sem þátttakendur kynnast vinnu við mismunandi listgreinar og tæknivinnu þeim tengdum. Kennsluform námskeiðsins er blanda af fyrirlestrum, hópavinnu, umræðutímum, styttri námskeiðum, viðtölum og verkefnavinnu af einhverju tagi. Áhersla er lögð á að sýna þátttakendum fram á möguleika við að skapa sér atvinnutækifæri með þjálfun og þekkingu, í þessu tilfelli tengt listum.
 • Unnið er eftir kenningu um hugræna atferlismeðferð sem talin er árangursríkasta meðferðarðarmódelið í dag til að vinna með kvíða. Námskeiðið stendur yfir í 4 vikur og er mætt tvisvar í viku
 • Um er að ræða fjögurra vikna námskeið þar sem þátttakendur koma saman tvisvar í viku í tvo tíma í senn. Tímarnir fara fram á mánudögum og miðvikudögum kl 9:00-12:00 í húsnæði Kvíðameðferðarstöðvarinnar Skútuvogi 1a.

  Oftast er fræðsla í fyrri tímanum og æfingar eða verkefni í þeim síðari. Námskeiðið er byggt á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Við upphaf og lok námskeiðs fylla þátttakendur út kvarða sem meta þunglyndi, kvíða, lífsgæði og sjálfstraust og fær hver og einn niðurstöður sínar undir lok námskeiðs. Námskeiðið hefur borið mjög góðan árangur og þátttakendur lækkað á kvíða og þunglyndi, sjálfstraust og lífsgæði þeirra aukist.

 • Dæmi um störf hjá ÍSÍ eru: ljósmyndavinna og tölvuvinna, aðstoð við mót og leiki, vinna við íþróttamannvirki, aðstoð við þjálfun, aðstoð við fjáröflun. Möguleiki er að fara á ýmiskonar námskeið samfara sjálfboðaliðastarfinu t.d. Dómaranámskeið og þjálfaranámskeið.

  Dæmi um störf hjá RKÍ heimsóknarþjónusta ?? Vantar uppl.

  Sjálfboðaliðar vinna 4 til 6 klukkustundir á dag a.m.k. 3 til 4 daga í viku.
 • Til upprifjunar er vert að geta þess að ekki eru greiddar atvinnuleysisbætur vegna veikinda.
 • Í möppunum eru ýtarlegar námskeiðslýsingar með hverju námskeiði og viljum við biðja ykkur um að skoða vel innihaldslýsingar námskeiða. Þegar þið hafið merkt við 3 atriði á valblöðin þá megið þið skila þeim til ráðgjafa. Ykkur verður síðan úthlutað einu af þeim þremur úrræðum sem þið völduð ykkur.

  Þegar við höfum fengið dagsetningu á námskeið fáið þið sent sms og tölvupóstur þar sem þið eruð beðin um að koma á Engjateig 9 eða 11 til að skrifa undir bókunarblað á námskeið. Um leið og það er gert fáið þið upplýsingar um staðsetningu námskeiðs og stundatöflu og þess háttar.

  Þau ykkar sem hafið einhverjar spurningar eða viljið ræða við ráðgjafa hinkrið við.

  Annars þökkum við ykkur fyrir að koma og vonum að þið eigið eftir að hafa gagn og gaman af því sem þið völduð ykkur.
 • ÞOR - kynning - des 2010

  1. 1. Lög um vinnumarkaðsaðgerðir nr. 55 frá 2006 Samkvæmt lögum um vinnumarkaðsaðgerðir ber Vinnumálastofnun að stuðla að virkni og símenntun einstaklinga með það að markmiði að auka vinnufærni og veita einstaklingum viðeigandi aðstoð til að verða virkir þátttakendur á vinnumarkaði.
  2. 2. Átak gegn langtímaatvinnuleysi Átakið ÞOR beinist að þeim sem hafa verið 6 mánuði eða lengur á atvinnuleysisskrá og eru á aldrinum 30 til 70 ára. Átakinu er ætlað að ná til þessa hóps og bjóða öllum upp vinnumarkaðsúrræði við hæfi fyrir 1. mars.
  3. 3. Tilgangur Koma í veg fyrir langtíma atvinnuleysi og viðhalda samkeppnishæfni á vinnumarkaði. Undirbúa atvinnuleitendur fyrir vinnumarkaðinn með því að bjóða upp á vinnumarkaðsúrræði við hæfi. Koma í veg fyrir ótímabæra örorku vegna langtímaatvinnuleysis.
  4. 4. Vinnumarkaðsúrræði • Námskeið • Námleiðir • Starfsúrræði • Atvinnutengd endurhæfing • Sjálfboðaliðastörf
  5. 5. Mímir símenntun Grunnmenntaskólinn (300 kennslustundir) Fyrir fólk sem hefur stutta skólagöngu að baki. Tilgangurinn er að stuðla að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms og auðvelda fólki að takast á við ný verkefni. Námsþættir eru til dæmis íslenska, ræðumennska, stærðfræði og tölvu- og upplýsingatækni. Námið er metið til eininga í framhaldsskólum. Aftur í nám – lesblindunámskeið Er ætlað fullorðnum sem eiga við lestrar- og skriftarörðugleika að stríða. Námið er metið til eininga í framhaldsskólum.
  6. 6. Mímir símenntun Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum Fög sem kennd eru: íslenska, danska, enska og stærðfræði á framhaldsskólastigi. Einnig er farið í námstækni, sjálfsþekkingu og samskipti. Sterkari starfsmaður - upplýsingatækni og samskipti Ætlað fólki á vinnumarkaði sem vill auka færni til að takast á við breytingar í starfi og auka færni sína í upplýsingatækni og tölvum. Færni í ferðaþjónustu Tilgangur námsins er að búa þátttakendur undir störf í ört vaxandi atvinnugrein. Náminu er ætlað að efla persónulega, faglega og almenna færni til að veita gæðaþjónustu og takast á við fjölbreytt úrlausnarefni ferðaþjónustunnar.
  7. 7. Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn Tölvunámskeið fyrir byrjendur Ætlað þeim sem hafa enga tölvukunnáttu. Tölvunámskeið fyrir lengra komna Markmiðið er að þátttakendur öðlist hagnýta tölvuþekkingu sem nýtist í starfi.
  8. 8. Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn Grunnnám í bókhaldi Markmiðið er að þjálfa fólk til starfa við bókhald. Bókaranám framhald Áhersla á að auka færni við færslu og uppgjör bókhalds.
  9. 9. Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn Vefsíðugerð Hönnun, viðhald og uppsetning gagnagrunna. Grafísk hönnun Gerð auglýsinga, kynningarefnis og bæklinga.
  10. 10. Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn Sölu- og markaðsnám Samskipti við viðskiptavini, gerð sölu- og markaðsáætlana, gerð kynningarefnis o.fl. Skrifstofu- og tölvunám Bókhald, tölvubókhald, Word, Excel, verslunarreikningur, streitustjórnun o.fl.
  11. 11. Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn Frumkvöðla- og rekstrarnám Hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja styrkja eigin rekstur eða stofna rekstur Diplómanám í forritun Námsþættir: Forritun, viðmótshönnun, gagnagrunnsfræði, forritun með c#, og visual studio. NET, gluggaforritun, gagnaforritun.
  12. 12. Impra/Nýsköpunarmiðstöð Verkefna – og mannauðsstjórnun Ætlað starfsmönnum og stjórnendum sem þurfa að stjórna verkefnum. Stofnun og rekstur smáfyrirtækja Ætlað þeim sem búa yfir viðskiptahugmynd og hafa hug á að stofna fyrirtæki í kringum hana.
  13. 13. Impra/Nýsköpunarmiðstöð Frumkvöðlar og stjórnun Frumkvöðlar 50+ Á þessum námskeiðum er kennd persónuleg stefnumótun og hvernig hún getur tengst starfi og/eða rekstri fyrirtækja. Nemendur eru þjálfaðir í stefnumótandi hugsun og vinnu.
  14. 14. Þekkingarmiðlun Að stjórna fólki Stjórnendaþjálfun fyrir atvinnuleitendur sem ekki hafa formlega reynslu af stjórnun. Að efla styrk sinn og færni Framkoma, samskipti, samskiptastíll. Hentar öllum sem vilja stórauka færni sína í samskiptum til að ná árangri á hvaða sviði sem er. Leiðbeinendur á námskeiðunum: Eyþór Eðvarðsson Ingrid Kuhlman
  15. 15. Breytingar, tækifæri, markmið BTM Markmiðið með BTM er að hjálpa fólki að takast á við breytingar sem verða á vegi hvers manns á lífsleiðinni t.d. vegna: Aldurs Atvinnumissis Samdráttar í fyrirtækinu Á félagslegri stöðu Fjárhagslegar breytingar
  16. 16. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Hagnýtt bókhaldsnám Ætlað þeim sem vilja ná góðum tökum á bókhaldi og ætla að vinna við bókhald. Hagnýtt bókhaldsnám II Ætlað þeim sem vilja ná dýpri skilningi í flóknari færslum fjárhagsbókhalds og nýta sér betur sérkerfi bókhaldskerfa til að vinna upplýsingar úr þeim. Hentar þeim sem vilja vinna við bókhald og greina upplýsingar til stjórnunar og endurskoðanda.
  17. 17. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvunám fyrir 50 ára og eldri Fyrir þá sem ekki hafa lært á tölvu eða vilja læra frá grunni um tölvunotkun. Miðað er við þarfir atvinnulífsins fyrir almenna tölvuþekkingu.
  18. 18. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuþjónustunám Fyrir þá sem vilja taka að sér umsjón tölva og/eða notendaþjónustu í smærri eða meðalstórum fyrirtækjum. Stjórnun tölvumála Fyrir stjórnendur sem vilja geta borið ábyrgð á tölvumálum fyrirtækja.
  19. 19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Hagnýt verkefnastjórnun Fyrir þá sem vilja ná góðum tökum á verkefnastjórnun. Kennt er að beita nútíma aðferðum við verkefnastjórnun og ná árangri á því sviði. Námskeiðið hentar jafnt þeim sem vinna við smá sem stór verkefni.
  20. 20. Skyggni ehf. Gerð viðskiptaáætlana Fyrir háskólamenntaða einstaklinga í atvinnuleit, sem hafa þekkingu og/eða reynslu af rekstri. Áfangaþættir: Markaðsþáttur Tæknileg útfærsla lausnar Fjárhagslíkön Uppsetning fullmótaðrar viðskiptaáætlunar Lokakynning. Kennari: Páll Kr. Pálsson
  21. 21. EON arkitektar ehf. Ferill framkvæmda frá hönnun til bygginga Námskeiðið er faglegt og nýtist sérstaklega þeim sem vinna við mannvirkjagerð og/eða hafa áhuga á þeim geira.
  22. 22. EON arkitektar ehf. Sköpun og tilgangur - ferli hönnunar frá hugmynd að fullgerðum hlut Þátttakendur látnir spreyta sig á einföldum hönnunarverkefnum og kynntar leiðir til að koma þeim á framfæri.
  23. 23. EON Multible Business Solutions Fjármál í nýjum heimi Fyrir þá sem hafa áhuga á og vilja efla skilning sinn á fjármálum og bæta fjármálalæsi sitt Námskeiðið höfðar sérstaklega til einstaklinga og smærri rekstraraðila Fyrirlesari: Gunnar Árnason viðskiptafræðingur
  24. 24. Námskeið hjá Vinnumálastofnun Með seiglunni hefst það! Fjallað er um styrkleika, hvað veitir okkur ánægju og lífsgleði. Hvernig getum við lagað okkur að erfiðum aðstæðum? Skipulag tíma og baráttan við frestunartilhneigingar. Forvarnir gegn vonleysi, depurð, þunglyndi og uppgjöf. Jón S. Karlsson, sálfræðingur Vinnumálastofnunar
  25. 25. Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði Sterkari staða – Efling til starfs fyrir 30 ára og eldri Markmiðið er að styrkja þátttakendur og skerpa sýn þeirra á eigin færni og hæfileika. Farið er í hópefli, atvinnuleit, framkomu, ímynd, fyrirtækjamenningu, samskipti, ákvarðanatöku, netöryggi og tölvunotkun o.m.fl.
  26. 26. Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði Sterkari staða – Efling til starfs fyrir 50 ára og eldri Markmiðið er að styrkja þátttakendur og skerpa sýn þeirra á eigin færni og hæfileika.
  27. 27. Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði Nýtum reynsluna fyrir 60 ára og eldri Námskeiðinu er ætlað að víkka út sjóndeildarhring þátttakenda, efla tengingu þeirra við atvinnulífið, skerpa sýn þeirra á styrkleika sína, hæfileika og um leið tækifærin í umhverfinu. Fengnir verða gestir með fjölbreyttan bakgrunn sem deila reynslu sinni með þátttakendum auk þess sem farið verður í heimsóknir í áhugaverð fyrirtæki.
  28. 28. Nýttu kraftinn NÝTTU KRAFTINN 3ja mánaða ferli þar sem rauði þráðurinn er að ganga til hvers dags sem vinnudagur væri og gera sjálfan sig þannig samkeppnishæfari í atvinnuleitinni. Boðið upp á áhugasviðspróf til að víkka hugann og skapa ný tækifæri sem og tengingu við vinnumarkaðinn en hver og einn fær Mentor úr atvinnulífinu sem hann hittir á 2ja vikna fresti yfir tímabilið. Leiðbeinendur: Sigríður Snævarr og María Björk Óskarsdóttir
  29. 29. Starfsmennt Starfsnám stuðningsfulltrúa I og II Markmið námsins er að auka færni og þekkingu nemenda á aðstæðum og þörfum fatlaðra, aldraðra eða sjúkra til að efla lífsgæði þeirra. Námið snertir fjölbreytta fleti sálar, félags- og uppeldisfræði.
  30. 30. Starfsmennt í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands Nám í mannauðsstjórnun f. millistjórnendur Áhersla á er lögð á skipulagningu og stjórnun starfsmannamála. Verkefnastjórnun - kynningarnámskeið Hér er kynnt hugmyndafræði verkefnastjórnunar, helstu aðferðir, tæki og tól.
  31. 31. Starfsmennt í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands Nám fyrir starfsmenn í stjórnunareiningum Fyrir skrifstofufólk sem vinnur mikið með stjórn- endum og vill sérhæfa sig í þannig samstarfi. Talsmaður Breytinga Fyrir þá sem vilja greiða leið lærdóms og breyt- inga á vinnustað eða þróa hæfni sína á því sviði.
  32. 32. Isoft/Þekking Tölvu – bókhaldsnám Fyrir þá sem vilja vinna almenn skrifstofustörf og/eða í bókhaldsdeildum fyrirtækja. Grafísk hönnun og vefsíðugerð Kennt á algengustu hönnunarforrit fyrir vef- og skjámiðla. Gerð er krafa um góða tölvukunnáttu. Tölvuviðhald og viðgerðir Viðgerðir, uppsetningar og stillingar á vélbúnaði og stýrikerfi tölva.
  33. 33. V6 Sprotahús Að gera hugmynd að veruleika – Stofnun fyrirtækja Farið er í gegnum eftirfarandi atriði: •Þróun hugmyndar og styrking •Frá hugmynd til fyrirtækis
  34. 34. Framvegis Toppurinn Markmið að styrkja þátttakendur andlega og líkamlega til að takast á við þær aðstæður sem þeir eru að glíma við. Kýldu á það – fyrir 50 ára og eldri Sjálfstyrking og tölvufærni.
  35. 35. Bifröst Máttur kvenna Upplýsingatækni, bókhald, fjármál, áætlanagerð og sölu – og markaðsmál. Rekstur smærri fyrirtækja Fyrir rekstraraðila sem starfa á fjölbreyttum sviðum, s.s. í iðnaði, sjávarútvegi, ferðaþjónustu og menningarstarfsemi.
  36. 36. ABC skólinn ABC skólinn er undirbúnings- og þjálfunarskóli fyrir þá sem hafa áhuga á hjálparstarfi, þróunarhjálp eða bara á því að láta gott af sér leiða og kynna sér leiðir til þess. Námið hefst 17. jan. stendur yfir í 10 vikur frá kl. 9 til 12.30
  37. 37. Iðan - Fræðslusetur Tölvur, tilboðsgerð o.fl. Námskeiðið er ætlað iðnaðarmönnum í byggingariðnaði sem hafa litla reynslu og þekkingu á tölvum og notkun þeirra. Einnig er farið í tilboðsgerð í smærri verkefni.
  38. 38. Stúdíó Sýrland: Skapandi skóli Tónlist, leiklist, margmiðlun Námskeiðið veitir þátttakendum innsýn inn í heim hljóðvinnslu, leiklistar og hönnunar. Þátttakendur gera stuttmynd frá A-Ö og fá þannig að kynnast öllu sem viðkemur því ferli.
  39. 39. Kvíðameðferðarstöðin Námskeið í kvíðastjórnun Markmið námskeiðsins er að kenna fólki leiðir til þess að takast á við kvíða og vanlíðan, auka sjálfstraust, bæta samskiptafærni og leysa úr vandamálum.
  40. 40. Kvíðameðferðarstöðin Fyrir 60 ára og eldri Námskeið í kvíðastjórnun fyrir 60 ára og eldri • Fræðsla um kvíða, depurð og lágt sjálfstraust, tengsl við atvinnuleysi • Áhrif athygli á kvíða og vanlíðan • Forðun, frestunarárátta og önnur óhjálpleg viðbrögð • Áræðni og samskipti • Ánægjulegum athöfnum fjölgað
  41. 41. Sjálfboðaliðastörf Atvinnuleitendum stendur til boða að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi fyrir Rauða kross Íslands og Íþróttasamband Íslands Um er að ræða fjölbreytt störf sem tengjast því starfi sem félögin eru að sinna.
  42. 42. Mætingar á námskeið • Það er 100% mætingarskylda á námskeið eða önnur úrræði • Þeir sem ekki uppfylla mætingarskyldu þurfa að gera grein fyrir slíku hjá Greiðslustofu • Til upprifjunar er vert að geta þess að atvinnuleysisbætur eru ekki greiddar fyrir veikindadaga sbr. lög nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar
  43. 43. Atvinna - Námskeiðstími • Ef ykkur býðst starf meðan á námskeiði stendur er það starfið sem á að hafa forgang • Oft er hægt að ná samkomulagi við vinnuveitanda um að fá að klára námskeiðið • Sum námskeið eru kennd á kvöldin og oft er hægt að fá að færa yfir á kvöldin til að fá að ljúka námskeiðinu
  44. 44. Að lokinni kynningu • Merkja þarf við þrjú úrræði sem mest höfða til ykkar og skila til ráðgjafa • Þegar komin er dagsetning á úrræði verður haft samband með tölvupósti og sms • Staðfesta þarf þátttöku með undirritun bókunarblaðs - Skyldumæting • Þeir sem vilja ræða við ráðgjafa geta gert það eftir fundinn eða merkt við þann kost á valblaðinu

  ×