The mole and the queen

812 views
743 views

Published on

Kynning á Comeniusarverkefni sem við sóttum um í febrúar 2012. Verkefnið ef það verður samþykkt verður framkvæmt skólaárin 2012-2014.

Published in: Education
0 Comments
0 Likes
Statistics
Notes
 • Be the first to comment

 • Be the first to like this

No Downloads
Views
Total views
812
On SlideShare
0
From Embeds
0
Number of Embeds
1
Actions
Shares
0
Downloads
3
Comments
0
Likes
0
Embeds 0
No embeds

No notes for slide

The mole and the queen

 1. 1. The Mole And The Queen COMENIUS Multilateral school partnerships 2012-2014
 2. 2. Samstarfsskólar <ul><li>1. Mateřská škola Sluníčko Sendražice </li></ul><ul><li>2. Sv. Sv. Kiril I Metodij </li></ul><ul><li>3. Napközi Otthonos Óvoda </li></ul><ul><li>4. Leikskólinn Furugrund </li></ul><ul><li>5. Scolala cu clasele I-VIII Nr.1 Tiberuiu Crudu </li></ul><ul><li>6. Materská škola MOŠOVCE </li></ul><ul><li>7. Topcular Ilkogretim Okulu </li></ul>
 3. 3. Um leikskólana <ul><li>Mateřská škola Sluníčko Sendražice </li></ul><ul><li>Er lítill leikskóli í úthverfi Kolin í Tékklandi. Í leikskólanum eru 50 börn á tveimur deildum 3-4 ára og 4-6 ára. Fjórir kennarar eru starfandi við skólann </li></ul><ul><li>Leikskólastjóri er Ivana Březinová </li></ul>
 4. 4. Um leikskólana <ul><li>&quot;SV. SV. KIRIL I METODIJ“ </li></ul><ul><li>Leikskólinn er í litlum bæ, Dve mogili í Búlgaríu. Dve mogili er fimmþúsund manna bær. Margir foreldrar vinna erlendis og börnin eru á meðan hjá ættingjum. </li></ul><ul><li>Þetta er lítill leikskóli og börnin eru á aldrinum þriggja til sjö ára. </li></ul><ul><li>Leikskólastjóri er Milanka Dobreva </li></ul>
 5. 5. Um leikskólana <ul><li>Napközi Otthonos Óvoda </li></ul><ul><li>Leikskólinn er leikskóli í Ungverjalandi. Leikskólinn er sjálfstætt starfandi leikskóli með um 80 börnum. Lang flest barnanna eru börn Romafólks og því ekki miklar upplýsingar til um þau, þau eru óskráð til heimilis. Börnin koma og fara að vild. </li></ul><ul><li>Leikskólastjóri er Ágnes Vidovszkiné Béres </li></ul>
 6. 6. Um leikskólana <ul><li>Leikskólinn Furugrund </li></ul><ul><li>Leikskólinn er staðsettur í Kópavogi, daglega dvelja í leikskólanum 75 börn á aldrinum 1 til 6 ára. </li></ul><ul><li>Leikskólastjóri er Helga Jónsdóttir </li></ul>
 7. 7. Um leikskólana <ul><li>SCOALA CU CLASELE I-VIII NR.1 TIBERIU CRUDU </li></ul><ul><li>Leikskólinn er staðsettur í Tudora í Botosani sýslu, í norðaustur Rúmeníu. Í héraðinu eru um 6500 íbúar. </li></ul><ul><li>40% barnanna eiga foreldra sem vinna erlendis og þau eru í umsjón ættingja á meðan. </li></ul><ul><li>Leikskólastjóri er Gabriela Agheorghiesei </li></ul>
 8. 8. Um leikskólana <ul><li>Materská škola MOŠOVCE </li></ul><ul><li>Þetta er lítill leikskóli 30 barna í sveitahéraði í Slóvakíu. Umhverfi skólans er afar fallegt. Tvær deildar eru í leikskólanum, yngri og eldri börn og kennarar eru fjórir. </li></ul><ul><li>Leikskólastjóri er Peter Mojtek </li></ul>
 9. 9. Um leikskólana <ul><li>Topcular Ilkogretim Okulu </li></ul><ul><li>Leikskólinn er staðsettur í iðnaðarborginni Kocaeli í Tyrklandi. </li></ul><ul><li>Megin áhersla í leikskólanum er skapandi starf. </li></ul><ul><li>Leikskólastjóri er Tahsin Ünel </li></ul>
 10. 10. Lýsing á verkefninu <ul><li>The Mole & The Queen - tvær mikilvægar persónur sem eru vel þekktar á meðal barna víða um heim. Við höldum að þær geti mögulega hafa áhrif á námsferil barnanna okkar. </li></ul><ul><li>The Mole (Moldvarpan) - sem er aðalsöguhetjan í frægum tékkneskum teiknimyndum, á að koma á framfæri mikilvægum boðskap til barnanna í skólunum okkar. Kennararnir munu nota teiknimyndirnar sem hvatningu til frekari umræðna, sem innblástur, sem verður fylgt eftir í skapandi starfi í leikskólunum. Moldvarpan mun kynna fyrir hverju barni nýjar leiðir til að takast á við heiminn í kringum okkur með sinni saklausu og náttúrulegu tilfinningu fyrir að hugsa vel um vini sína og að hjálpa öðrum. </li></ul><ul><li>The Queen (Drottningin)- elskuð og dáð persóna, en er einnig einn mikilvægasti leikmaðurinn á skákborðinu. Við ætlum okkur að kynna galdur skáklistarinnar fyrir nemendum, foreldrum og kennurum. Skák er undraveröld af reglum, rökréttri hugsun og leikfléttum. Bæði hetjur og sanngjarnir sigurvegarar með jákvætt viðhorf eru ómissandi fyrir heiminn í dag. </li></ul>
 11. 11. Af hverju þetta verkefni? <ul><li>Verkefnið okkar miðar að því að kynnast nýjum hugmyndum og gildum sem færa okkur nýjar leiðir sem geta aukið gæði innrastarfsins í leikskólunum okkar. </li></ul><ul><li>Okkur langar til að þróa betri félagslega aðlögun að bæta gæði kennslunnar, aðferðafræði og stjórnun. Þar að auki teljum við að samstarfið verði mjög gagnlegt hverjum einstaka leikskóla, hver og einn leikskóli hefur mikið fram að færa hinum samstarfsskólunum. </li></ul><ul><li>Þar að auki er valið efni byggt á teiknimyndasögum sem munu sýna börnunum okkar að sumt er alþjóðlegt, ákveðin gildi eru sameiginleg innan allra samfélaga. </li></ul><ul><li>Við viljum sýna að það eru ákveðnar reglur sem menn eru sammála um. </li></ul><ul><li>Samkvæmt heimildum eru til meira en 52 stuttar sögur um Moldvörpuna Krtecek, svo það verður verkefni fyrir hvern og einn leikskóla að velja þá teiknimynd sem er viðeigandi í hvert sinn út frá námskrá leikskólans. </li></ul><ul><li>Skákverkefninu er ætlað að jafna sanngjörn sjónarmiði og raunveruleikann í nútíma heimi. </li></ul><ul><li>Burtséð frá hvað er skrifað hér að ofan er mikilvægt að útskýra fyrir börnum okkar og einnig foreldrum innan hvers samfélags að hvert og eitt land táknar einstaka blöndu af menningu, tungumáli og sögulegum atburðum sem geta verið innblástur fyrir aðra. </li></ul>
 12. 12. Af hverju þetta verkefni? <ul><li>Til að kynna fyrir börnum tungumál, menningu og barnasögur í samstarfslöndunum. </li></ul><ul><li>Til þess að efla sjálfsmynd barnanna með því að deila og virða eigin verk og barna í öðrum löndum. </li></ul><ul><li>Til þess að efla málþroska barnanna, við leggjum áherslu á hlustun og tjáningu með því að nota sönglög, ljóð, vísur og leiki. </li></ul><ul><li>Börnin munu taka virkan þátt í að skipuleggja, velja, ákveða og meta á meðan á verkefninu stendur. </li></ul><ul><li>Ákveðið svæði í hverjum leikskóla verður helgað verkefninu, kort, fánar, ljósmyndir og dæmi um verkefnavinnu verður komið þar fyrir. </li></ul><ul><li>Kennarar munu nota upplýsingatækni til þess að bæta færni sína og deila hugmyndum um góða starfshætti. </li></ul><ul><li>Mikilvægt stefnumótandi atriði fyrir okkur er einnig möguleiki á að gerast Comenius aðstoðarkennari. </li></ul><ul><li>Sumir þátttkendur hafa nú þegar þessa reynslu, nokkrir ætla að sækja um fyrir skólaárið 2012/2013. Aðrir munu skoða þennan möguleika árið eftir. </li></ul>
 13. 13. <ul><li>Starfsfólk, foreldrar og nærumhvefið (samfélagið) í víðara samhengi mun öðlast aukna þekkingu og skilning á öðrum menningarheimum. </li></ul><ul><li>Kennarar munu kynnast hver öðrum vel og fundirnir mun stuðla að faglegri þróun og auka sjálfstraust þeirra. Þeir koma til með að skiptast á hugmyndum og aðferðum hvers annars. </li></ul><ul><li>Allir þátttakendur munu deila ánægju sinni af kennslu með lifandi hætti útfrá eigin menningarheimi og barnamenningu. </li></ul><ul><li>Við munum kynna fyrir foreldrum og samfélaginu gildi og ávinning þess að taka þátt í Comeniusverkefnum með því að gefa út fréttabréf og skrifa greinar í bæjarblöð. </li></ul><ul><li>Verkefnið miðar einnig að því að þróa skilning barnanna á sjálfum sér, þar sem þau geta samsamað sig sögupersónunum, tekið þátt, á heilbrigðan hátt og átt hlutdeild í sameiginlegum sögum með börnum í öðrum löndum. </li></ul><ul><li>Foreldrum í Tékklandi og Slóvakíu mun gefast tækifæri á að gerast aðstoðarmenn og taka meiri þátt í verkefninu m.a. með heimsóknum á milli landa. </li></ul>
 14. 14. Afrakstur <ul><li>Comenius horn/veggur – kynning á leikskólunum/samstarfsaðilum </li></ul><ul><li>Sameiginleg verkefni á vefsíðu: </li></ul><ul><li>Við munum birta pdf bæklinga - 5 síður frá hverjum leikskóla (á 5 mánuðum = 5 teiknimyndasögur= 5 verkefni) </li></ul><ul><li>Hefðir – myndsköpun – tónlist - skoðunarferðir – myndaalbúm </li></ul><ul><li>Comeniusdagur í hverju landi </li></ul><ul><li>Dagatal fyrir árið 2014 </li></ul><ul><li>Matreiðslubók – með þjóðlegum réttum </li></ul><ul><li>Skákkennsla – skákmót – vefskák </li></ul><ul><li>Stuttmynd á DVD í anda moldvarpanna </li></ul>
 15. 15. Verkaskipti <ul><li>Markmiðin eru í meginatriðum þau sömu fyrir alla samstarfsaðila. Allir aðilar verða að fara í gegnum fyrirhuguð verkefni samkvæmt aðstæðum og deila niðurstöðum sínum. Burtséð frá því eru þessi tiltekin verkefni á ábyrgð hvers samstarfsaðila: CZ – Tékkneski leikskólinn er verkefnisstjóri og mun passa upp á tímasetningar og veita stuðning við samstarfsaðila. Þetta verður gert í gegnum vefsíðu verkefnisins þar sem hvert og eitt skref verkefnisins verður stöðugt skráð. Tékkneski leikskólinn ber einnig ábyrgð á að útvega viðeigandi DVD diska með teiknimyndasögum af Moldvörpunni og aðstoða við hugsanleg tæknileg vandamál varðandi vefsíðuna. </li></ul>
 16. 16. Verkaskipti <ul><li>IS – Íslenski leikskólinn hefur umsjón með aðferðafræði við skákina og mun samræma starfið í tengslum við það tiltekna verkefni. SK – Slóvakíski leikskólinn mun halda utan um kynningu á þjóðlegum hefðum í verkefninu TK – Tyrkneski leikskólinn mun samræma starfið sem lítur að &quot;heilbrigðum slífsstíl&quot; BG, HU – Leikskólarnir í Búlgaríu og Ungverjalandi sjá um prentun á dagatali og frágang á DVD RO – Rúmenski leikskólinn sér um endurmat á verkefninu- býr til sameiginlegan rafrænan spurningalista </li></ul>
 17. 17. Fundir í verkefninu <ul><li>Ungverjaland desember 2012 </li></ul><ul><li>Slóvakía maí 2013 </li></ul><ul><li>Búlgaría september 2013 </li></ul><ul><li>Rúmenía desember 2013 </li></ul><ul><li>Tyrkland apríl 2014 </li></ul><ul><li>Ísland júní 2014 - lokahátíð </li></ul>
 18. 18. Kennaraskipti og nemendaheimsóknir <ul><li>Það er í boði að fara í heimsókn eða til dvalar í herjum leikskóla fyrir sig í viku eða lengri tíma (sækja þarf um það sérstaklega hjá EU) </li></ul><ul><li>Nemendaheimsóknir verða á meðan á verkefninu stendur á milli Tékka og Slóvaka. </li></ul>
 19. 19. <ul><li>Við verðum að bíða þangað til í júlí 2012 eftir svari um það hvort og hver kemst í verkefnið. </li></ul><ul><li>Þangað til látum við okkur bara hlakka til. </li></ul><ul><li>Fjóla Þorvaldsdóttir sérkennslustjóri/verkefnisstjóri </li></ul><ul><li>http://furugrund.is fjolath(hjá)kopavogur.is </li></ul>

×